Færslur: Vopn

Sjónvarpsfrétt
Forsætisráðherra vill þrengja vopnalöggjöf
Forsætisráðherra segir markmið stjórnvalda að þrengja vopnalöggjöfina svo það verði erfiðara að fá vopn hér á landi. Aðgengi að vopnum geti leitt af sér fleiri tilefnislausar árásir eins og gerðar voru síðustu tvær helgar í Osló og Kaupmannahöfn.
Senda Úkraínumönnum háþróaðar eldflaugar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær þriðjudag að til stæði að senda úkraínska hernum háþróaðar eldflaugar til að nota gegn rússneska hernum.
01.06.2022 - 00:40
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Lögregla í Toronto banaði vopnuðum byssumanni
Lögregla í Toronto, fjölmennustu borg Kanada, skaut ungan, vopnaðan mann til bana í gær. Ákveðið var að loka nokkrum skólum í borginni vegna líkinda við mannskæða árás í Bandaríkjunum fyrir tveimur dögum.
27.05.2022 - 02:00
Danskir ráðamenn verjast frétta af vopnasendingum
Hvorki Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, né varnarmálaráðherrann Morten Bødskov vilja greina nákvæmlega frá því hvers konar vopn danska ríkisstjórnin hefur útvegað Úkraínumönnum.
Segir frið aðeins nást við samningaborðið
Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti segir hersveitir landsins hafa valdið innrásarher Rússa gríðarmiklu tjóni. Hann segir aðeins hægt að binda enda á stríðið með samningum. Þetta kom fram í viðtali við Zelensky á úkraínskri sjónvarpsstöð í gær.
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Innrás í Úkraínu
Medvedev segir þverstæðu felast í kröfum Vesturlanda
Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að Rússar leyfi útflutning á úkraínsku hveiti sem er innlyksa í geymslum við strendur Svartahafs. Dmitry Medvedev, fyrrverandi Rússlandsforseti og nú æðsti yfirmaður öryggismála í landinu, segir að Vesturlönd geti ekki búist við áframhaldandi afhendingu matvæla frá Rússlandi hyggist ríkin viðhalda viðskiptaþvingunum sínum.
Bandaríkjamenn heita enn auknum stuðningi
Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin heita Úkraínu og fleiri ríkjum enn aukinni aðstoð. Ætlunin er að sendiherra snúi aftur til starfa í Úkraínu. Ítrasta öryggis og leyndar var gætt við heimsókn ráðherranna.
Zelensky fundar með bandarískum ráðherrum
Líklegt þykir að Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti biðli til Bandaríkjanna um afhendingu öflugra árásarvopna. Hann ræddi við Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og varnarmálaráðherrann Lloyd Austin í kvöld. Aðstoðarmaður forsetans staðfestir fundinn.
24.04.2022 - 23:55
Roskin kona sögð hafa rænt hermenn vopnum sínum
Roskin kona búsett nærri Kyiv, höfuðborg Úkraínu, er sögð hafa stolið skotfærum af rússneskum hermönnum meðan þeir sváfu. Hún hafi falið ránsfeng sinn í kanínubúri og loks fært hann úkraínskum hermönnum.
06.04.2022 - 05:10
Sakar Þjóðverja og Frakka um of náin tengsl við Rússa
Jaroslaw Kaczynski, varaforsætisráðherra Póllands sakar Þjóðverja og Frakka um að vera of halla undir málstað Rússa. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann sem fordæmir framferði þýskra stjórnvalda í aðdraganda innrásarinnar í Úkraínu.
03.04.2022 - 03:00
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Meta viðbrögð við framvindu innrásarinnar í Úkraínu
Bandarísk yfirvöld hafa á laun kallað saman hóp öryggissérfræðinga sem hafa það hlutverk að greina og ávarða viðbrögð Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra ákveði Vladimír Pútín Rússlandsforseti að beita efna-, sýkla- eða kjarnorkuvopnum.
24.03.2022 - 05:00
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Sjöunda eldflaugaskot Norður-Kóreumanna staðreynd
Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu í dag að meðaldrægu Hwasong-12 flugskeyti hefði verið skotið frá landinu á sunnudag. Það er í fyrsta skipti frá árinu 2017 sem Norður-Kóreumenn gera tilraun með jafnöflugt vopn.
Danir fengu lista yfir vopn sem Úkraínumenn þarfnast
Danska utanríkisráðuneytinu hefur borist einhvers konar óskalisti frá stjórnvöldum í Úkraínu um þann vopnabúnað sem ríkið vantar. Nokkur ríki hafa þegar látið þeim vopn í té en danska varnarmálaráðuneytið verst svara.
Vopn úr eigu Napóleons seld á uppboði komandi helgi
Sverð sem Napóleon Bonaparte bar þegar hann tók völdin í Frakklandi árið 1799 verður selt á uppboði í Bandaríkjunum um komandi helgi. Fimm önnur vopn úr eigu keisarans verða einnig boðin upp.
01.12.2021 - 04:29
Efnahagsmál · Erlent · Napóleon · Uppboð · Frakkland · Bandaríkin · London · Sagnfræði · sverð · Vopn
Þrír grunaðir um brot á vopnalögum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.
Myndskeið
Nærri 4.000 skammbyssur í einkaeigu á Íslandi
Nærri 4.000 skammbyssur eru skráðar í einkaeigu á Íslandi. Alls eiga Íslendingar um 70.000 lögleg skotvopn og þar eru haglabyssur langvinsælastar. Sjö byssur voru tilkynntar stolnar í fyrra, sem er töluvert minna en undanfarin ár.
22.02.2021 - 22:15
Innlent · byssueign · Skotvopn · Vopn
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Hernaðarútgjöld í sögulegu hámarki
Útgjöld ríkja heims til hernaðarmála námu samanlagt um 1.900 milljörðum bandaríkjadala í fyrra. Það er um 3,6 prósenta aukning frá árinu áður, sem er mesta aukning á milli ára í áratug. Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum yfir mestu útgjöldin, en í fyrsta sinn síðan alþjóða friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, byrjaði að taka saman útgjöld til hernaðarmála eru tvö asísk ríki í næstu tveimur sætum.
27.04.2020 - 05:38
Erlent · Vopn
Vopnin seld og vopnin keypt sem aldrei fyrr
Hergagnaviðskipti fara enn vaxandi í heiminum, þar sem Bandaríkin og Frakkland auka hergagnaútflutning sinn til muna og ekkert ríki kaupir meira af stríðstólum en Sádi-Arabía. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI um þróun hergagnaviðskipta á árunum 2015 til 2019. Á þessu fimm ára tímabili jukust milliríkjaviðskipti með vopn um 5,5 prósent í samanburði við fimm árin þar á undan; 2010 - 2014.
10.03.2020 - 05:49
Aldrei fleiri brot á vopnalögum
Aldrei hafa fleiri brot á vopnalögum ratað á borð lögreglu en í fyrra. Mikið er um að lögreglan finni ýmiss konar hnífa og barefli þegar hún framkvæmir öryggisleit. Lögregla segir að harðnandi fíkniefnaheimi fylgi fleiri vopn.
02.08.2018 - 22:34