Færslur: Vopn

Þrír grunaðir um brot á vopnalögum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.
Myndskeið
Nærri 4.000 skammbyssur í einkaeigu á Íslandi
Nærri 4.000 skammbyssur eru skráðar í einkaeigu á Íslandi. Alls eiga Íslendingar um 70.000 lögleg skotvopn og þar eru haglabyssur langvinsælastar. Sjö byssur voru tilkynntar stolnar í fyrra, sem er töluvert minna en undanfarin ár.
22.02.2021 - 22:15
Innlent · byssueign · Skotvopn · Vopn
Handteknir við að afhenda „Hamasliða“ vopnabúnað
Tveir Bandaríkjamenn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og ákærðir eftir að þeir létu manni sem þeir héldu fulltrúa Hamas-samtakanna hljóðdeyfa og annan búnað fyrir byssur í té.
05.09.2020 - 00:29
Pútín boðar öflugri og fullkomnari kjarnavopn flotans
Rússneski flotinn verður brátt vopnaður fullkomnari og hraðfleygari kjarnorkuflaugum en hingað til og kafbátar flotans verða búnir kjarnorkudrónum. Vladimír Pútín greindi frá þessu þegar hann ávarpaði árlega hersýningu flotans í Sankti Pétursborg, þar sem öflugustu herskip, kjarnorkukafbátar og herþotur flotans eru í öndvegi. Þá sagði forsetinn að flotinn fengi 40 ný skip til umráða á þessu ári.
27.07.2020 - 05:32
Hernaðarútgjöld í sögulegu hámarki
Útgjöld ríkja heims til hernaðarmála námu samanlagt um 1.900 milljörðum bandaríkjadala í fyrra. Það er um 3,6 prósenta aukning frá árinu áður, sem er mesta aukning á milli ára í áratug. Bandaríkin tróna sem fyrr á toppnum yfir mestu útgjöldin, en í fyrsta sinn síðan alþjóða friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi, SIPRI, byrjaði að taka saman útgjöld til hernaðarmála eru tvö asísk ríki í næstu tveimur sætum.
27.04.2020 - 05:38
Erlent · Vopn
Vopnin seld og vopnin keypt sem aldrei fyrr
Hergagnaviðskipti fara enn vaxandi í heiminum, þar sem Bandaríkin og Frakkland auka hergagnaútflutning sinn til muna og ekkert ríki kaupir meira af stríðstólum en Sádi-Arabía. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI um þróun hergagnaviðskipta á árunum 2015 til 2019. Á þessu fimm ára tímabili jukust milliríkjaviðskipti með vopn um 5,5 prósent í samanburði við fimm árin þar á undan; 2010 - 2014.
10.03.2020 - 05:49
Aldrei fleiri brot á vopnalögum
Aldrei hafa fleiri brot á vopnalögum ratað á borð lögreglu en í fyrra. Mikið er um að lögreglan finni ýmiss konar hnífa og barefli þegar hún framkvæmir öryggisleit. Lögregla segir að harðnandi fíkniefnaheimi fylgi fleiri vopn.
02.08.2018 - 22:34
Algengara að lögregla finni hnífa við leit
Fjórir voru kærðir fyrir brot á vopnalögum á Norðurlandi eystra um helgina. Lagt var hald á tvær kylfur sem fundust í bíl á Akureyri í gær. Ökumaðurinn hafði einnig hnífa í vörslu sinni, tvo litla lófahnífa og fjaðurhníf. Þá voru höfð afskipti af þremur vegna gruns um vörslu eða neyslu fíkniefna, einum á Akureyri og tveimur á Húsavík, sem reyndust vera með hnífa í vörslu sinni.
29.07.2018 - 14:39
Sýndu samstöðu og kröfðust hertra byssureglna
Hópur fólks gekk fylktu liði frá Arnarhól niður á Austurvöll nú klukkan þrjú til að sýna þeim Bandaríkjamönnum samstöðu sem krefjast hertra reglna um byssueign almennings.
24.03.2018 - 15:19
Samgöngustofa leiðréttir forstjóra sinn
Samgöngu- og utanríkisráðuneytunum hefur ekki formlega verið gerð grein fyrir umsóknum flugrekenda um hergagnaflutninga undanfarin ár, þvert á það sem skilja mátti á orðum Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu, í morgun. Í viðtali að loknum nefndafundum á Alþingi sagðist Þórólfur telja víst að ráðuneytunum hefði verið kunnugt um flutninga flugfélagsins Air Atlanta með hergögn.
02.03.2018 - 17:53
Myndskeið
Ítarlegt viðtal við Þórólf um vopnaflutninga
Nýjasta beiðnin um vopnaflutninga íslensks flugfélags átti að fara fram í dag, segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Þeirri beiðni hafi utanríkisráðuneytið hafnað og byggir það á mannúðarsjónarmiðum. Áfangastaðurinn hafi átt að vera Sádi-Arabía. Fjölmiðlar ræddu við Þórólf eftir að hann hafði gefið sameiginlegum fundi utanríkismálanefndar Alþingis og umhverfis- og samgöngunefndar skýrslu.
02.03.2018 - 11:51
Hafa flutt vopn með blessun stjórnvalda
Íslensk lög og alþjóðasáttmálar banna að vopn séu flutt til svæða þar sem þau eru notuð gegn almenningi eða í stríðsglæpum. Þrátt fyrir þetta hafa íslensk yfirvöld heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau berast til Jemens og Sýrlands. Þetta kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld.
27.02.2018 - 18:55