Færslur: Vladimír Pútín

Söfnuðu fyrir skriðdreka og gáfu Úkraínumönnum
Þúsundir lögðu sitt af mörkum í tékkneskri hópsöfnun fyrir betrumbættum, rússneskum skriðdreka, sem Úkraínumönnum verður færður að gjöf á næstu dögum. 11.288 aðilar gáfu samtals jafnvirði um 190 milljóna króna í söfnuninni fyrir drekanum, sem meðal annars hefur verið kallaður „gjöf handa Pútín.“
Óskar eftir því að umsókn í NATO fái flýtimeðferð
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilkynnti rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að hann ætlaði að óska eftir flýtimeðferð umsóknar Úkraínu um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO. Beiðni hans kemur í famhaldi af tilkynningu Rússlandsforseta um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland.
Pútín viðurkennir sjálfstæði Kherson og Zaporizhzhia
Vladimír Pútín Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða Úkraínu, Kherson og Zaporizhzhia, með formlegri tilskipun í kvöld. Á morgun er talið að hann innlimi héröðin formlega inn í Rússland með mikilli viðhöfn.
Um 700 handteknir í mótmælum gegn herkvaðningu
Talið er að um 700 mótmælendur hafi verið handteknir í Rússlandi í dag í tengslum við mótmæli gegn herkvaðningu þar í landi.
Flug frá Moskvu að fyllast eftir ávarp Pútíns
Flug aðra leið frá Rússlandi seljast hratt eftir sjónvarpsávarp Vladimírs Pútíns í morgun, þar sem hann boðaði herkvaðningu varaliða vegna stríðsins í Úkraínu. Að sögn fréttastofu Reuters óttast margir karlar á herkvaðningaraldri að þeim verði meinað að yfirgefa landið.
21.09.2022 - 11:07
Veikleikamerki og taugaveiklun segja leiðtogar
Herkvaðning Pútíns er veikleikamerki og sýnir að innrás hans í Úkraínu hefur mistekist. Þetta eru fyrstu viðbrögð alþjóðasamfélagsins við sjónvarpsávarpi Rússlandsforseta í morgun þar sem hann boðaði herkvaðningu varaliðs rússneska hersins.
Viðtal
Stríðið komið inn á heimili fólks í Rússlandi
Með orðræðu sinni í sjónvarpsávarpi í morgun var Vladimír Pútín að færa stríð Rússlands gegn Úkraínu inn í Rússland, að sögn Jóns Ólafssonar, prófessors og sérfræðings í málefnum Rússlands. „Þetta er ekki lengur bara sérstök hernaðaraðgerð í mælskulist stjórnvalda, heldur er þetta orðið árásarstríð ef svo má segja,“ segir Jón í samtali við fréttastofu.
21.09.2022 - 09:22
Telur að Pútín vilji binda enda á stríðið
Forseti Tyrklands segist telja að Rússlandsforseti leiti nú leiða til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann segir mikilvægt skref innan seilingar.
Pútín: Gagnsókn Úkraínuhers breytir engu
Gagnsókn Úkraínuhers og undanhald rússneska hersins í norðaustanverðri Úkraínu síðustu daga mun í engu breyta markmiðum og áformum Rússa, segir Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Pútín tjáði sig í fyrsta skipti á föstudag um þær vendingar sem orðið hafa í Úkraínustríðinu, þar sem Úkraínuher hefur endurheimt allt að 8.000 ferkílómetra lands í Kharkiv-héraði úr klóm innrásarhersins á einni viku.
17.09.2022 - 01:21
Lofar sambandið við Rússa og ræðir við Íransforseta
Xi Jinping forseti Kína hittir í dag Ebrahim Raisi Íransforseta í borginni Samarkand í Úsbekistan, þar sem þeir sækja báðir leiðtogafund Sjanghæ-samstarfshópsins svonefnda. Í gær fundaði Xi með Rússlandsforseta á þessari sömu ráðstefnu. Þeir Xi og Raisi hafa ekki áður hist augliti til auglitis, samkvæmt kínverskum ríkisfjölmiðlum, sem greina frá fyrirhuguðum fundi þeirra í Samarkand í dag.
16.09.2022 - 06:26
Semja um lagningu risagasleiðslu frá Rússlandi til Kína
Rússar og Kínverjar hafa náð samkomulagi um lagningu stórrar gasleiðslu frá Rússlandi til Kína á næstu árum. Leiðslunni er ætlað að fylla það skarð sem lokun Nord Stream 2-gasleiðslunnar til Þýskalands skilur eftir sig í rekstraráætlunum rússneska gasrisans Gazprom og rússneska ríkiskassjóðnum. Sú mikla leiðsla er tilbúin en Þjóðverjar ákváðu í sumar að taka hana ekki í notkun vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
16.09.2022 - 02:58
Pútín segist skilja áhyggjur kínverskra stjórnvalda
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag skilja áhyggjur Xi Jinping, forseta Kína, af ástandinu í Úkraínu. Viðurkenning Rússlandsforseta kemur mörgum á óvart en hún kemur í kjölfar slæms gengis Rússa í Úkraínu síðustu daga.  
Innrásin mistök en hverfandi líkur á skjótum friði
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er ekki bjartsýnn á að friður komist á í Úkraínu í bráð og Þýskalandskanslari segir Rússlandsforseta ekki átta sig á því enn, að innrásin í Úkraínu hafi verið mistök. Þessu lýstu þeir yfir eftir símtöl við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Úkraínumenn hafa náð að landamærum Rússlands
Hersveitir Úkraínumanna ráða nú öllum landamærum Kharkiv-héraðs að Rússlandi. Þeim hefur tekist að stökkva rússneskum hersveitum á brott úr héraðinu. Rússa reyna að reisa nýjar varnarlínur til að stöðva framrás Úkraínumanna.
Viðtal
Kjörnir fulltrúar lýsa vantrausti á Pútín
Úkraínuher segist hafa endurheimt stórt landsvæði síðustu daga, um þrjú þúsund ferkílómetra sem Rússar höfðu hertekið. Jón Ólafsson, prófessor og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að þótt lítið hafi heyrst frá rússneskum stjórnvöldum séu þessir landvinningar jafnvel viðurkenndir af rússneskum bloggurum sem skrifa beint frá vettvangi. Kjörnir fulltrúar í Sankti Pétursborg og Moskvu hafa lýst vantrausti á Pútín síðustu daga.
11.09.2022 - 18:29
Spegillinn
Rússar hafa engu tapað, segir Pútín
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að Rússar hafi engu tapað í Úkraínustríðinu. Hann vísar því á bug að þeir hafi átt upptökin. Grípa hafi þurft til „sértækra hernaðaraðgerða“ til að vernda íbúa á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu.
Pútín segir Evrópulönd stöðva kornflutning til fátækra
Vladimír Pútín forseti Rússland líkir efnahagsþvingunum Vesturlanda á Rússa vegna stríðsins í Úkraínu við faraldur sem ógni heimsbyggðinni. Þetta gerði hann í ræðu á efnahagsráðstefnu í Vladivostok í morgun.
07.09.2022 - 09:44
Segir marga sakna Sovétríkjanna
Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Moskvu, segir að útför Mikhaíls Gorbatsjovs, fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna, hafi sett mikinn svip á borgina í dag. Árni var viðstaddur útförina og lagði blóm við kistu Gorbatsjovs fyrir hönd Íslands. 
Mikhaíl Gorbatsjov borinn til grafar
Stríður straumur fólks var um súlnasal Verkalýðshallarinnar í Moskvu snemma í morgun, þar sem kista Mikhaíls Gorbatsjovs lá, opin og til sýnis. Prúðbúnir hermenn stóðu heiðursvörð og stærðarinnar svarthvít mynd af leiðtoganum prýddi rökkvaðan salinn. Rauðar rósir lágu í stöflum á löngu borði. Þessi athöfn er vel æfð. Í þessum sama súlnasal í Verkalýðshöllinni hefur syrgjandi Sovétmönnum áður gefist færi á að vitja sinna föllnu leiðtoga; Lenín, Stalín, Bresnjev.
03.09.2022 - 12:16
Fulltrúar kjarnorkumálastofnunar halda til Zaporizhzhia
Rafael Grossi, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, er á leið til Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í Úkraínu ásamt eftirlitsteymi. Hann greindi frá þessu í morgun og sagði hópinn komast að verinu síðar í vikunni.
Gasbirgðir Þýskalands aukast hraðar en vonir stóðu til
Þjóðverjum hefur gengið betur að birgja sig upp af gasi en stjórnvöld bjuggust við. Það er talið veita þessu stærsta hagkerfi Evrópu andrými inn í komandi vetur. Kanslari Austurríkis segir að Rússlandsforseti eigi ekki að stjórna orkuverði í Evrópu.
Þjóðverjar heita áframhaldandi stuðningi við Úkraínu
Þýska ríkisstjórnin heitir áframhaldandi efnahags- og hernaðarstuðningi við Úkraínu í innrásarstríðinu við Rússa. Aðstoðinni verður haldið áfram næstu ár ef þörf krefur.
Undirbúa sérstaka saksókn gegn Pútín og fylgismönnum
Úkraínskir embættismenn eru í óðaönn að undirbúa saksókn á hendur Vladimír Pútín forseta Rússlands, æðstu yfirmönnum rússneska hersins og fjölda annarra fyrir að efna til innrásar í Úkraínu.
Kínaher tekur þátt í heræfingum í Rússlandi
Kínverskar hersveitir búa sig undir leiðangur til Rússlands, þar sem þær taka þátt í umfangsmiklum, fjölþjóðlegum heræfingum um mánaðamótin næstu ásamt sveitum frá Indlandi, Hvíta Rússlandi, Mongólíu og Tadsíkistan, auk heimamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu kínverska varnarmálaráðuneytisins.
Pútín hefur boðað komu sína á leiðtogafund G20
Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Xi Jinping forseti Kína hafa báðir boðað þátttöku sína á leiðtogafundi G20-ríkjanna á Balí í nóvember. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg-fréttaveitunnar við Joko Widodo, forseta Indónesíu. Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, hefur einnig þekkst boð um að sækja fundinn, en þó með ákveðnum fyrirvara.
19.08.2022 - 06:31