Færslur: Vinnumarkaður

Viðtal
Skortur á starfsfólki á ekki að koma niður á börnum
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir skrítið að umræða um rýmri atvinnuheimild til barna skapist vegna skorts á starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum. Mannréttindum barna sé ekki fórnað vegna skorts á starfsfólki og aðstæðum í atvinnulífinu.
25.05.2022 - 10:05
700 komust ekki í iðnnám þegar iðnaðarmenn vantar
Hlutfallslega vantar flest starfsfólk í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hér á landi, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans. Formaður Sambands iðnfélaga segir þörf á átaki í menntakerfinu svo fleiri geti menntað sig í iðngreinum.
24.05.2022 - 14:39
ASÍ gagnrýnir notkun Icelandair á frammistöðuappi
Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.
Atvinnuleysi minnkar og lausum störfum fjölgar
Atvinnuleysi í apríl var 4,5% samkvæmt gögnum Vinnumálastofnunar og minnkaði um 0,4 prósentustig frá því í mars. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 590 frá marsmánuði. Á sama tíma fjölgar lausum störfum á íslenskum vinnumarkaði og voru þau eitt þúsund fleiri á fyrstu mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra.
12.05.2022 - 10:57
Máttu ekki segja upp starfsmanni vegna aldurs
Isavia var óheimilt að segja karlmanni upp sökum aldurs. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
02.02.2022 - 15:21
Sjónvarpsfrétt
Fjarvistir farnar að bíta í matvælaiðnaði
Þótt vel á sautjánda þúsund séu í einangrun eða sóttkví þá hefur lykilfyrirtækjum og stofnunum tekist að halda úti grunnþjónustu. Staðan í matvælaiðnaði er hins vegar orðin afar erfið.
06.01.2022 - 09:30
Nærri helmingur almennra lækna íhugar að hætta
Síðastu 12 mánuði hafa 43,5 prósent almennra lækna á Landspítala oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar. Þetta segir í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins sem byggir á könnun Berglindar Bergmann, stjórnarmanns Félags almennra lækna.
04.01.2022 - 09:56
Bretland
Allt að fjórðungur fjarverandi frá vinnu
Yfirvöld í Bretlandi vara við því að allt að fjórðungur fólks á vinnumarkaði verði fjarverandi á næstunni vegna covid-smita. Einangrun bólusettra í Frakklandi verður stytt á morgun.
02.01.2022 - 13:09
Allir sendlar í Vesturbænum veikir og löng bið
Um áttatíu mínútna bið hefur verið eftir heimsendingu á pizzum frá Domino's á Hjarðarhaga í Reykjavík í dag.
01.12.2021 - 14:41
Silfrið
„Mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun“
Jan Marie Fritz, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Cincinnati, lítur á það sem mannréttindabrot að skylda fólk á eftirlaun við ákveðinn aldur. Hún er stödd hér á landi við rannsóknir og hefur tekið viðtöl við fjölda íslendinga sem hafa verið skikkaðir á eftirlaun, ýmist með eða gegn vilja þess.
Segjast munu bregðast við mismunun gegn óbólusettum
Samtökin Frelsi og ábyrgð kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu. Samtökin kveðast sömuleiðis fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem skikki starfsfólk sitt til bólusetningar.
Spegillinn
Fimm vinnandi á móti hverjum á eftirlaunaaldri
Á næstu árum hverfa mjög fjölmennar kynslóðir af vinnumarkaði á Íslandi, fólk sem er um sjötugt eða nærri því, og við það gerist ýmislegt, meðal annars lækkar hlutfall þeirra sem eru starfandi á móti þeim sem komnir eru á eftirlaun segir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í sagnfræði og forseti Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.
Vilja að Finnar fái að sjá launaseðla samstarfsfólks
Ríkisstjórn Finnlands leggur til að Finnar fái rétt til þess að sjá launaseðla samstarfsfólks síns ef þá grunar að þeir sæti mismunun. Með frumvarpinu vill stjórn Sönnu Marin forsætisráðherra færast nær því að útrýma launamun kynjanna.
11.11.2021 - 13:33
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Viðtal
Hvetur fólk til að mæta ekki veikt til vinnu
Mikilvægt er að fólk nýti veikindarétt sinn í faraldrinum og sé heima finni það fyrir veikindaeinkennum, að mati Friðriks Jónssonar, formanns Bandalags háskólamanna. „Við eigum veikindarétt, bæði fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Verum heima, ekki vera að mæta til vinnu veik eða með veikindaeinkenni, og til að kjarna þetta; hóstum heima og nýtum okkur réttinn,“ sagði formaðurinn í viðtali í sjónvarpfréttum.
28.10.2021 - 19:34
Sjónvarpsfrétt
Um fjórðungur grunnskólakennara með einkenni kulnunar
Meira en einn af hverjum fjórum grunnskólakennurum er með alvarleg einkenni kulnunar og hátt í fjögur prósent þeirra ættu að leita sér tafarlaust hjálpar. Þetta sýnir ný rannsókn. Talsvert fleiri kennarar mælast með kulnunareinkenni nú en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir að því miður ekki ekki verið hugað nægilega vel að heilsu kennara.
17.10.2021 - 21:02
Skora á Icelandair að draga uppsögn hlaðkonu til baka
Þrjú stéttarfélög flugstétta hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Ólafar Helgu Adolfsdóttur, trúnaðarmanns Eflingar á Reykjavíkurflugvelli, sem Icelandair sagði upp í miðjum viðræðum um kjaramál. Félögin hafa skorað á Icelandair að draga uppsögn hennar til baka.
08.10.2021 - 15:11
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman
Atvinnuleysi hér á landi var 5 prósent í september og dróst saman um hálft prósentustig frá því í ágúst. Atvinnuleysi er nú jafnmikið og í febrúar 2020 og Vinnumálastofnun metur það svo að atvinnuleysistoppur af völdum faraldursins sé liðinn hjá.
08.10.2021 - 13:49
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Morgunútvarpið
Eitt stærsta verkefnið er að grípa langtímaatvinnulausa
Næsta stóra verkefni Vinnumálastofnunar er að grípa þá sem sjá fram á langtímaatvinnuleysi og virðast jafnvel hafa gefist upp á atvinnuleit. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.09.2021 - 08:00
Öllum Ítölum gert að bera græn covid-vegabréf
Ný lög á Ítalíu skylda starfsmenn allra fyrirtækja og stofnana til að geta sýnt fram á bólusetningu við COVID-19, framvísa neikvæðu prófi eða að staðfesta fyrra smit.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Grunnlaun hækkuðu um 6,6% að meðaltali árið 2020
Grunnlaun á Íslandi hækkuðu um hátt í sjö af hundraði á liðnu ári. Lægstu laun á Íslandi árið 2020 voru í gisti- og veitingarekstri en einnig í meðhöndlun úrgangs, og störfum við vatns- og fráveitur. Hæst voru regluleg mánaðarlaun og heildarlaun hins vegar í fjármála- og vátryggingarstarfsemi.
Fækkar í hópi atvinnulausra útlendinga
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hér á landi hefur minnkað um þriðjung á síðustu tveimur mánuðum. Rúmlega þrjú þúsund hafa farið af atvinnuleysisskrá það sem af er þessu ári.
12.07.2021 - 22:10
Myndskeið
„Fórnarkostnaður kvenna hærri“
Fjórtán sinnum fleiri konur en karlar í stjórnendastöðum bera ábyrgð á heimilishaldi og kvenkyns stjórnendum finnst þær frekar þurfa að sanna sig. Karlar fá minni stuðning en konur til að samræma starf og fjölskyldulíf. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, einn aðstandenda rannsóknarinnar, segir að konur þurfi að fórna meiru til að verða stjórnendur en karlar.