Færslur: Vinnumarkaður

Viðtal
6,2 milljarðar í atvinnuleysisbætur síðustu mánaðamót
Vinnumálastofnun greiddi 6,2 milljarða króna í atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að horfur á vinnumarkaði velti aðallega á því hversu hratt bólusetning gengur, hér og erlendis.
11.01.2021 - 08:22
Myndskeið
Erfiðir mánuðir framundan
Tæplega níu þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Búist er við að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að næstu mánuðir verði þeir erfiðustu frá því faraldurinn braust út.
World Class segir upp 90 starfsmönnum
Níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá World Class og taka uppsagnirnar gildi núna um áramótin. Fólkið er í ýmsum störfum innan fyrirtækisins og í lægra starfshlutfalli en 70%. Björn Leifsson, eigandi og framkvæmdastjóri World Class segist vonast til að geta ráðið sem flesta aftur.
29.12.2020 - 14:00
Helmingi færri starfa á vegum starfsmannaleiga
Tæplega helmingi færri störfuðu á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja hér á landi í nóvember á þessu ári en í nóvember í fyrra. Samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar voru það um 600 manns nú í nóvember en rúmlega 1.100 í fyrra.  
13.12.2020 - 08:49
41 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi var í kringum 24 prósent í nóvember. Alls voru 8.553 erlendir ríkisborgarar atvinnulausir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar sem fréttastofa fjallaði um í gær. Um það bil 41 prósent allra á atvinnuleysisskrá hér á landi eru erlendir ríkisborgarar.
12.12.2020 - 09:50
Tíðindi berast af endurráðningum
Fyrstu tölur Vinnumálastofnunar benda til að umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi verið færri í nóvember en í októbermánuði.
Langtímaatvinnuleysi gæti aukist hratt á næstunni
Fjöldi langtímaatvinnulausra, þeirra sem hafa verið án vinnu í meira en ár, hefur aukist um 120 prósent frá áramótum. Í lok október voru það rúmlega 3.600 manns. Í nýrri Hagsjá Landsbankans segir að fjöldinn gæti aukist hratt á skömmum tíma.
30.11.2020 - 09:52
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
Ein hópuppsögn í nóvember – 35 sagt upp
Vinnumálastofnun hefur borist ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember. 35 starfsmönnum fjármálafyrirtækis var sagt upp. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að tilkynningar geti áfram borist í dag og á mánudag.
27.11.2020 - 11:57
Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á fréttastofu
Félag fréttamanna gagnrýnir þann niðurskurð sem fréttastofa RÚV stendur nú frammi fyrir. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það skjóti skökku við að skera þar niður á sama tíma og neyðarástand ríki og aukin krafa sé um stöðugar og traustar fréttir.
23.11.2020 - 16:34
Samþykktu kjarasamning með miklum meirihluta
Félagsmenn í verkalýðsfélögunum Hlíf og VR samþykktu nýjan kjarasamning við Rio Tinto í Straumsvík með ríflega 90 prósentum atkvæða. Atkvæðagreiðsla stóð yfir til klukkan 11 í morgun.
10.11.2020 - 13:27
100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Bið eftir atvinnuleysisbótum sex vikur í stað tíu
Fólk sem sækir um atvinnuleysisbætur þarf að bíða í um það bil sex vikur eftir fyrstu greiðslunni frá Vinnumálastofnun. Biðin hefur styst verulega frá því í vor þegar hún var gjarnan lengri en tíu vikur.
31.10.2020 - 08:17
Engar hópuppsagnir - gæti breyst á næstu dögum
Vinnumálastofnun hafa ekki borist neinar tilkynningar um hópuppsagnir í tengslum við þessi mánaðamót. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri stofnunarinnar. Hún segir að það segi lítið um stöðuna og segir líklegt að einhverjar slíkar tilkynningar berist stofnuninni næstu daga.Undanfarna þrjá mánuði hafa um og yfir 300 manns misst vinnuna í hópuppsögnum.
28.10.2020 - 10:47
Kaldur vetur framundan á vinnumarkaði
Helstu greinendur telja að erfiður vetur sé framundan á íslenskum vinnumarkaði og atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að efnahagsbatinn hefjist í fyrsta lagi að ári.
Mesti slaki á vinnumarkaði í fimm ár
9.900 voru atvinnulaus í september sem er 4,9% af vinnuaflinu. Samtals voru 207.100 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára að jafnaði á vinnumarkaði í september. Það jafngildir 79,2% atvinnuþátttöku. Áætlað hlutfall starfandi fólks af mannfjölda var 76,0%.
Þyngra högg á vinnumarkaðinn en í fyrri kreppum
Áhrif á vinnumarkaðinn hafa komið fram í ríkara mæli í þeirri kreppu sem nú stendur yfir en í fyrri efnahagskreppum. Fólk með meðaltekjur tapar um það bil 326.000 krónum af ráðstöfunartekjum við það að missa vinnuna. Þetta kemur fram í nýrri hagspá Landsbankans sem var birt í morgun.
20.10.2020 - 10:28
Listafólk á erfitt með að ná endum saman
Átta af hverjum tíu listamönnum á Íslandi hafa orðið fyrir tekjufalli í faraldrinum. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja rafrænna kannana sem BHM gerði í september og október.
16.10.2020 - 12:38
Atvinnuleysisspáin versnar með hverjum mánuðinum
„Í síðastliðinni viku hafa atvinnuleysisspárnar hjá okkur verið að versna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Nú er að ganga eftir það sem okkur sýndist í september, þetta versnar með hverjum mánuðinum,“ segir hún.
14.10.2020 - 08:18
Launaþjófnaður vaxandi vandi á íslenskum vinnumarkaði
Heildarupphæð vangoldinna launa sem Efling krafði launagreiðendur um nam 345 milljónum á síðasta ári. Að sögn Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar er algengast að starfsfólk í veitinga- og ferðageiranum þurfi að leita réttar síns.
Spegillinn
Átök um sænska módelið
Ríkisstjórn Jafnaðarmanna í Svíþjóð gæti á næstunni neyðst til að setja lög sem veikja stöðu stéttarfélaga, en slíkt gengi þvert gegn flestu því sem flokkurinn stendur fyrir. Vinstriflokkurinn hótar því nú að fella stjórn undir forystu Jafnaðarmanna en hægriflokkarnir hafa lýst sig reiðubúna til að koma henni til bjargar.
08.10.2020 - 08:49
Ófaglærð ungmenni vilja mennta sig meira
Spáð hefur verið að þriðjungur starfa á íslenskum vinnumarkaði muni taka miklum breytingum á næstu árum. Jafnframt er búist við töluverðum breytingum á sex af hverjum tíu störfum.
01.10.2020 - 15:30
Aldrei fleiri karlmenn starfandi í leikskólum landsins
Aldrei hafa fleiri karlmenn starfað við leikskóla á Íslandi en nú. Leikskólastjóri og deildarstjóri á leikskólum á höfuðborgarsvæðinu sem fréttastofa ræddi við fagna fjölgun karla og segja þá færa nýjan og ferskan anda inn í starfið.
30.09.2020 - 13:00
Forsendur brostnar í nýjum veruleika
Samtök atvinnulífsins telja að forsendur Lífskjarasamninganna sé ekki lengur til staðar. Forsendubrestur sé raunar víðar en aðeins í samningunum. Mikil óvissa sé um framhald efnahags og atvinnumála á Íslandi.