Færslur: Vinnumarkaður

Mun meira atvinnuleysi meðal útlendinga
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að útlendingar sem búsettir eru hér á landi finni sérstaklega vel fyrir þeirri óvissu sem nú er ríkjandi á íslenskum vinnumarkaði. Hlutfallslega eru nærri helmingi fleiri útlendingar á hluta- og atvinnuleysisbótum en Íslendingar.
27.05.2020 - 22:00
Hækkun launavísitölu í apríl sú mesta í 12 mánuði
Launavísitala í apríl hækkaði um 3,3% frá marsmánuði. Þetta er mesta breyting á vísitölunni á milli mánaða undanfarna 12 mánuði. Breytingin er meðal annars vegna launahækkana sem samið var um í kjarasamningum bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.
22.05.2020 - 09:33
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Vonar að hægt verði að ná samkomulagi
Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar bindur vonir við að hægt verði að ná samkomulagi í kjaradeilu verkalýðsfélagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en boðað verkfall hefst á þriðjudag.
03.05.2020 - 11:40
Spegillinn
Þúsundir á krossgötum: „Við endurskipuleggjum lífið“
Mánaðamótin voru þau svörtustu í sögunni, þúsundir hafa fengið uppsagnarbréf, stór hluti þjóðarinnar er í skertu starfshlutfalli. Óvíst er hvenær og hversu skarpt ferðaþjónustan tekur við sér á ný. Fólk íhugar stöðu sína, veit ekki alveg hvað tekur við næstu mánuði. Mörg dæmi eru um að pör missi vinnuna. Vinnusálfræðingur varar þau sem nú hafa misst vinnuna við því að sitja aðgerðalaus eftir að geirinn taki við sér - oft verði mikil og spennandi gerjun á krossgötum. 
Vilja að ASÍ endurskoði afstöðu sína til að verja störf
Mikilvægt er að leggja til hliðar deilumál þegar nauðsyn krefur til þess allir geti lagst á árarnar og fundið lausn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar VR vegna deilna sem spruttu upp í miðstjórn ASÍ og komu upp á yfirborðið í gær.
Láglaunafólk borgi ekki fyrir það að missa kjarabætur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir mikinn missi vera af Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, úr sæti 1. varaforseta ASÍ. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu Sólveigar Önnu í gærkvöld vegna umræðunnar í kringum verkalýðshreyfinguna í gær. 
Drífa harmar úrsagnir - Ferðaþjónustan afar ósátt
Drífa Snædal, forseti ASÍ, harmar úrsagnir úr miðstjórn ASÍ í kjölfar þess að sambandið hafnar tillögum um að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum. Samtök ferðaþjónustunnar fordæma óábyrga afstöðu ASÍ í málinu.
ASÍ hafnar tillögum um að skerða mótframlag
ASÍ hefur hafnað tillögu Samtaka atvinnulífsins um að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrisgreiðslum verði lækkað tímabundið til að bregðast við verri rekstrarskilyrðum fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins.
01.04.2020 - 08:07
Hægt að reikna laun við minnkað starfshlutfall
Fyrirtækið KPMG hefur útbúið tvö reiknilíkön og reiknivél til að meta áhrif nýrra laga um aukinn rétt til atvinnuleysisbóta við minnkað starfshlutfall starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Reiknilíkönin eru bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Spegillinn
120% álag um jól og áramót
Vaktahvati og breytingar á vaktavinnuálagi er meðal þess sem er að finna í nýju samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Í sumum tilfellum verður mögulegt að stytta vinnuvikuna í 32 stundir. Vaktahvati getur numið 12,5% af launum og vaktaálag um jól og áramót verður 120%.
06.03.2020 - 17:00
Stöðugildum fækkað um 14 hjá Eimskip og TVG-Zimsen
Stöðugildum hjá Eimskip og dótturfélagi þess, TVG-Zimsen, verður fækkað um 14 í kjölfar skipulagsbreytinga sem taka gildi í dag. Að sögn Eddu Rutar Björnsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra, verður stöðugildunum fækkað með þeim hætti að ekki verður ráðið í störf fólks sem er að fara á eftirlaun, tímabundnar ráðningar verða ekki framlengdar, auk þess sem nokkrum er sagt upp störfum.
18.02.2020 - 13:18
Vont hvað niðursveiflan bitnar á erlendum ríkisborgurum
Rúmlega 8.800 einstaklingar voru á atvinnuleysisskrá í janúar og fjölgaði þeim um 789 frá því í desember. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir slæmt hvað niðursveifla í efnahagslífinu bitni hart á erlendum ríkisborgurum.
15.02.2020 - 12:25
Fréttaskýring
Rannsókn varpar ljósi á kulnunarvanda hjúkrunarfræðinga
Árið 2015 glímdi fimmtungur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við alvarleg kulnunareinkenni og svipað hlufall stefndi að því að hætta innan árs. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Einn rannsakenda telur ástandið hafa versnað síðan. Mannauðsstjóri Landspítalans segir meira bera á kulnun en áður, en að það sé líka meira gert til þess að sporna við henni. Einn liður í því er að minnka bein samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga.
Myndband
Fyrrum yfirmenn dæmdir vegna sjálfsvíga starfsmanna
Sjö fyrrverandi yfirmenn franska fjarskiptafyrirtækisins Telecom hlutu dóma í dag vegna sjálfsvíga starfsmanna fyrir áratug. Talið er að stjórnunarstíll sem tíðkaðist innan fyrirtækisins hafi valdið miklu þunglyndi meðal starfsfólks.
20.12.2019 - 19:21
Viðtal
„Hvar klikkaði ég að verða svona gamall?“
Ertu orðinn svona gamall? Spyr fólk og Ásgeir Hólm, gantast með að honum líði stundum eins og hann hafi gert eitthvað af sér, tekið ranga beygju einhvers staðar. Hann er 78 og hætti aldrei að vinna, sneiddi í raun hjá þeim tímamótum sem fylgja starfslokum. Hann vinnur hjá Húsasmiðjunni en þar hafa stjórnendur ráðið og haldið í reynslumikið fólk. Spegillinn ræðir á næstunni við nokkra eldri borgara um lífið eftir 67 ára afmælið..
Ósamið um allt í kjaraviðræðum
Ekkert útlit er fyrir undirritun kjarasamninga á opinberum vinnumarkaði á næstunni. Erfiðlega gengur að semja um laun og styttingu vinnuvikunnar.
15.09.2019 - 12:21
Viðtal
Milljónum stolið af erlendu launafólki
Atvinnurekendur stela árlega mörghundruð milljónum úr vösum starfsfólks síns og beinast brotin mest að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands um umfang brota á vinnumarkaði. Drífa Snædal, forseti sambandsins, segir nýja stéttaskiptingu vera að festa sig í sessi. Bráðnauðsynlegt sé að stjórnvöld standi við loforð sem þau gáfu í tengslum við kjarasamninga í vor og herði viðurlög við brotum. Atvinnurekendur eigi ekki að geta grætt á stuldi.
13.08.2019 - 14:59
Atvinnulausir tvöfalt fleiri en laus störf
Atvinnulausir eru tvöfalt fleiri en fjöldi lausra starfa. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi mælist um 3% á fyrsta ársfjórðungi ársins en á sama tíma voru um 1,5% starfa laus á íslenskum vinnumarkaði. 
02.05.2019 - 09:31
Rúm 60% ánægð í starfi í ferðaþjónustu
Yfir sextíu prósent þeirra sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi segjast vera ánægð í starfi. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu nýrrar rannsóknar sem Vinnueftirlitið og Ferðamálastofa létu gera. Eldra starfsfólk er almennt ánægðara en yngra og mesta óánægjan mælist með launakjör.
30.04.2019 - 13:47
Atvinnuleysi á Suðurnesjum 5,4%
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 5,4 prósent. Atvinnuleysi mælist ekki meira í neinum öðrum landshluta. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur aukist mun hraðar en annars staðar á landinu, einkum vegna samdráttar í flugrekstri og tengdum greinum í flutningum og ferðaþjónustu. Til samanburðar var atvinnuleysi á Suðurnesjum í febrúar 5,1 prósent.
16.04.2019 - 22:55
Kaupmáttaraukning um 7% á ári
Kaupmáttur launa hefur verið stöðugur undanfarna mánuði og var 2,2 prósentum meiri í febrúar á þessu ári en í febrúar í fyrra. Frá áramótunum 2014 og 2015 hefur kaupmáttur launavísitölu aukist um rúm 24 prósent, eða um um það bil 7 prósent á ári, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbanka Íslands.
02.04.2019 - 09:41
VSFK greiðir starfsmönnum WOW air um mánaðamót
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, VSFK, ætlar að greiða félagsmönnum sínum, sem störfuðu hjá WOW air, jafnvirði þeirra launa sem þeir hefðu fengið greidd um mánaðamót, hefði fyrirtækið ekki farið í þrot.
31.03.2019 - 08:18
Brýnt að stofna launatölfræðinefnd
Ekki tíðkast að deila um forsendur kjarasamninga á hinum Norðurlöndunum þar sem starfandi eru sjálfstæðar launatölfræðinefndir. Brýnt er að skipa slíka nefnd hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í dag í svari sínu við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um svigrúm til launahækkana.
04.03.2019 - 18:42