Færslur: Vinnumarkaður

Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur dregist saman
Á síðustu tuttugu árum hafa atvinnutekjur þeirra sem aðeins hafa grunnmenntun hækkað mest, og þeirra sem hafa háskólamenntun hækkað minnst. Þannig hefur dregið töluvert úr tekjumun eftir menntunarstigi. Þetta kemur fram í nýrri greiningu hagfræðideildar Landsbankans.
07.04.2021 - 15:09
Kastljós
Fimmtungur atvinnulausra býr við efnislegan skort
Aldrei hafa jafnmargir verið í atvinnuleit á Íslandi og nú. Ríflega 21 þúsund manns eru án atvinnu og 4.300 manns eru í skertu starfshlutfalli. Atvinnuleysi kemur mjög illa niður á ákveðnum starsgreinum og það er ólíkt því sem gerðist í hruninu þegar atvinnuleysi dreifðist nokkuð jafnt um samfélagið. „Það varð gríðarlegt högg,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í viðtali í Kastljósi í kvöld. 
17.03.2021 - 20:39
Brýnt að byggja upp fólk eftir langt atvinnuleysi
„Þegar fólk hefur lengi verið fjarri vinnumarkaði getur hætta skapast á að það haldi ekki út í starfi. Það getur meðal annars komið til vegna niðurbrjótandi hugsana sem fólk hefur þróað með sér,“ segir Gunnar Þorsteinsson, atvinnuráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, í samtali við fréttastofu.
Spegillinn
Áhrif COVID mest á yngstu aldurshópana
Samkvæmt könnunum, sem Gallup gerir mánaðarlega fyrir Landlæknisembættið um líðan fólks, er ekki marktækur munur á líðan fullorðinna í fyrra miðað við árið 2019. Hins vegar kemur fram, þegar niðurstöðurnar eru sundurliðaðar, að COVID-19 virðist einkum hafa haft áhrif á aldurshópinn 18-34 ára. Innan þessa hóps er verri andleg heilsa, minni hamingja, meiri streita og einmanaleiki
25.02.2021 - 17:00
Viðtal
Kynbundinn launamunur á ábyrgð stjórnenda
„Við verðum að setja upp kerfi sem gerir það að refsiverðu athæfi að sjá ekki til þess að kynbundinn launamunur sé ekki til staðar,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis, í viðtali á Morgunvaktinni á Rás 1. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla. Þórarinn segir að þótt launamunurinn breytist með árunum sé hann alltaf til staðar.
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“
„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum. Það er engin raunveruleg framþróun,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um þann mikla mun á tekjum kvenna og karla sem fréttastofa fjallaði um í gær. Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun. Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær.
Atvinnuleysi hér á landi það mesta á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hér á landi er það mesta á Norðurlöndunum í fyrsta skipti á síðustu áratugum, og sennilega í fyrsta skipti í sögunni. Undir lok síðasta árs fór atvinnuleysi ýmist að dragast saman eða standa í stað í nágrannalöndunum, eftir að hafa aukist í vor, en hér á landi hélt það áfram að aukast.
18.02.2021 - 13:33
Nýjar tölur sýna marglaga misrétti á vinnumarkaði
„Þessar tölur varpa ljósi á marglaga misrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um nýuppfærða Tekjusögu stjórnvalda sem sýnir mikinn mun á heildartekjum kynjanna. Tölurnar sýna meðal annars að konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun eða bakkalárgráðu.
18.02.2021 - 12:31
Háskólamenntaðar konur jafntekjuháar ómenntuðum körlum
Konur í sambúð með meistaragráðu (MSc) hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun (BSc). Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla, og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýuppfærðri tekjusögu stjórnvalda, en gögnin eiga við skattárið 2018.
18.02.2021 - 09:32
Vilja atvinnuleysisbætur í fjögur ár
Lengja ætti tímabil atvinnuleysisbóta tímabundið í að minnsta kosti fjögur ár. Þetta segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB. Fjölga þyrfti opinberum störfum til að bregðast við þeirri stöðu sem komin er upp á vinnumarkaði, verði það ekki gert verður kostnaðurinn mun meiri til lengri tíma.
Starfsmenn Geysisbúða fengu hluta launa greiddan
Öllum starfsmönnum Geysis-fataverslanana hefur verið sagt upp störfum og búðunum lokað. Starfsfólk fékk einungis hluta launa sinna fyrir janúarmánuð greiddan. 
02.02.2021 - 18:59
Frumvarp um kynjakvóta gengur þvert á flokka
Frumvarp um viðurlög við hlutfalli kynja í stjórnum fyrirtækja gengur þvert á flokka á Alþingi. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðslu og einn þingmaður studdi frumvarpið en hann er jafnframt flutningsmaður þess.
02.02.2021 - 17:48
Um 11% Íslendinga undir láglaunamörkum
Á Íslandi er þriðja hæsta miðgildi tímakaups í Evrópu sé það umreiknað í evrur en Danir hafa hæsta tímakaup í álfunni sé litið til þess mælikvarða. Hlutfall þeirra sem voru undir láglaunamörkum var 11,2% á Íslandi, en það eru laun sem reiknast undir 2/3 af miðgildi tímakaups hvers lands.
26.01.2021 - 08:33
Viðtal
6,2 milljarðar í atvinnuleysisbætur síðustu mánaðamót
Vinnumálastofnun greiddi 6,2 milljarða króna í atvinnuleysisbætur um síðustu mánaðamót. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að horfur á vinnumarkaði velti aðallega á því hversu hratt bólusetning gengur, hér og erlendis.
11.01.2021 - 08:22
Myndskeið
Erfiðir mánuðir framundan
Tæplega níu þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Búist er við að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að næstu mánuðir verði þeir erfiðustu frá því faraldurinn braust út.
World Class segir upp 90 starfsmönnum
Níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp hjá World Class og taka uppsagnirnar gildi núna um áramótin. Fólkið er í ýmsum störfum innan fyrirtækisins og í lægra starfshlutfalli en 70%. Björn Leifsson, eigandi og framkvæmdastjóri World Class segist vonast til að geta ráðið sem flesta aftur.
29.12.2020 - 14:00
Helmingi færri starfa á vegum starfsmannaleiga
Tæplega helmingi færri störfuðu á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja hér á landi í nóvember á þessu ári en í nóvember í fyrra. Samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar voru það um 600 manns nú í nóvember en rúmlega 1.100 í fyrra.  
13.12.2020 - 08:49
41 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi var í kringum 24 prósent í nóvember. Alls voru 8.553 erlendir ríkisborgarar atvinnulausir. Þetta kemur fram í nóvemberskýrslu Vinnumálastofnunar sem fréttastofa fjallaði um í gær. Um það bil 41 prósent allra á atvinnuleysisskrá hér á landi eru erlendir ríkisborgarar.
12.12.2020 - 09:50
Tíðindi berast af endurráðningum
Fyrstu tölur Vinnumálastofnunar benda til að umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi verið færri í nóvember en í októbermánuði.
Langtímaatvinnuleysi gæti aukist hratt á næstunni
Fjöldi langtímaatvinnulausra, þeirra sem hafa verið án vinnu í meira en ár, hefur aukist um 120 prósent frá áramótum. Í lok október voru það rúmlega 3.600 manns. Í nýrri Hagsjá Landsbankans segir að fjöldinn gæti aukist hratt á skömmum tíma.
30.11.2020 - 09:52
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.
Ein hópuppsögn í nóvember – 35 sagt upp
Vinnumálastofnun hefur borist ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember. 35 starfsmönnum fjármálafyrirtækis var sagt upp. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að tilkynningar geti áfram borist í dag og á mánudag.
27.11.2020 - 11:57
Félag fréttamanna gagnrýnir niðurskurð á fréttastofu
Félag fréttamanna gagnrýnir þann niðurskurð sem fréttastofa RÚV stendur nú frammi fyrir. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að það skjóti skökku við að skera þar niður á sama tíma og neyðarástand ríki og aukin krafa sé um stöðugar og traustar fréttir.
23.11.2020 - 16:34
Samþykktu kjarasamning með miklum meirihluta
Félagsmenn í verkalýðsfélögunum Hlíf og VR samþykktu nýjan kjarasamning við Rio Tinto í Straumsvík með ríflega 90 prósentum atkvæða. Atkvæðagreiðsla stóð yfir til klukkan 11 í morgun.
10.11.2020 - 13:27
100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.