Færslur: Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun opnar skrifstofu á Húsavík
Vinnumálastofnun hefur ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík. Vaxandi atvinnuleysi er í Norðurþingi og heimamenn þar lagt mikla áhersla á að fá starfsstöð Vinnumálastofnunar þangað.
15.10.2020 - 14:57
Atvinnuleysisspáin versnar með hverjum mánuðinum
„Í síðastliðinni viku hafa atvinnuleysisspárnar hjá okkur verið að versna,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við fréttastofu. „Nú er að ganga eftir það sem okkur sýndist í september, þetta versnar með hverjum mánuðinum,“ segir hún.
14.10.2020 - 08:18
Spegillinn
Yfir 22% atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum
Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi á næstu mánuðum og að það fari yfir 11% í nóvember. Atvinnuleysi er sem fyrr mest á Suðurnesjum,19,6%. Þar mælist nú atvinnuleysi meðal kvenna vel yfir 22%. Heildaratvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgarar var nærri 23%.
Vinnumálastofnun: 25.000 manns atvinnulaus í árslok
Vinnumálastofnun hefur hækkað spá sína um fjölgun atvinnulausra á landinu og telja sérfræðingar stofnunarinnar að um 25.000 manns verði án atvinnu um áramótin, eða á bilinu 11 - 12 prósent vinnuaflsins. Þetta kom fram í erindi Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar á fjármálaráðstefnu íslenskra sveitarfélaga í gær. Morgunblaðið greinir frá.
324 misstu vinnu í hópuppsögnum í september
Samtals níu tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í september. Átta þeirra eru í ferðaþjónustu og ein í mannvirkjagerð.
01.10.2020 - 09:28
Fá laun í sóttkví með börnum en ekki ef þau smitast
Foreldrar barna sem þurfa að fara í sóttkví eiga rétt á því að fá greidd laun á meðan þau annast börn í sóttkví, en fari svo að barnið smitist af veirunni fellur sá réttur úr gildi. Þá þurfa foreldrar að ganga á veikindarétt sinn.
30.09.2020 - 13:22
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
Atvinnuleysi 8,5 prósent – langmest á Suðurnesjum
Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent hér á landi í ágúst og jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Tæplega 18.000 manns voru án vinnu. Vinnumálastofnun spáir vaxandi atvinnuleysi á næstu mánuðum og að það verði komið upp í 9,3 prósent síðar í haust. 
15.09.2020 - 13:41
Formaður BHM vill hækka bætur um 100.000
Aldrei hafa jafn margir með háskólamenntun verið atvinnulausir. Koma þarf betur til móts við þennan hóp með því að hækka atvinnuleysisbætur um 100.000 krónur. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna.
Brýnt að opna starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík
Byggðarráð Norðurþings telur að aukið atvinnuleysi og yfirvofandi uppsagnir auki þörfina fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu. Því skorar byggðarráð á stofnunina að opna starfsstöð á Húsavík.
10.09.2020 - 17:42
1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
284 sagt upp í fjórum hópuppsögnum í ágúst
Tilkynning um fjórðu hópuppsögnina sem nær til rúmlega 20 manns barst Vinnumálastofnun í gær. Uppsagnirnar eru í ferðaþjónustufyrirtæki. Alls bárust því fjórar tilkynningar um hópuppsagnir sem ná til 284 starfsmanna í ágúst.
01.09.2020 - 09:21
Hundruð starfa auglýst - flest í félagsþjónustu
Nokkur hundruð störf eru nú auglýst til umsóknar, en aðeins hluti þeirra kemur inn á borð Vinnumálastofnunar sem kallar eftir því að atvinnurekendur hafi meira samráð við stofnunina og láti vita af lausum störfum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að auðvelt ætti að vera að manna störfin, en þau eru aðallega í félags- og heilbrigðisþjónustu.
Hertari aðgerðir hafa ekki áhrif á atvinnuleysishorfur
Vinnumálastofnun býr sig undir þung mánaðamót og aukið atvinnuleysi. Forstjórinn segir að hertari aðgerðir á landamærum hafi þó ekki áhrif á atvinnuleysisspár fyrir haustið.
22.08.2020 - 12:20
Atvinnuleysið er risavaxið verkefni
Drífa Snædal segir risavaxið verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu sem nú mælist á Íslandi. Almennt atvinnuleysi í síðasta mánuði var nærri 8%. Vinnumálastofnun spáir tæplega 9 prósenta atvinnuleysi í þessum og næsta mánuði. Um 17 þúsund eru algjörlega án vinnu og um 4 þúsund nýta hlutabótaleiðina, eða alls rúmlega 21 þúsund manns.
14.08.2020 - 17:05
Segir orðsporsáhættu fylgja hlutabótaleið
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA segir SA hafa varað við því þeim þrengingum sem voru gerðar á hlutabótaleiðinni og að henni fylgi orðsporsáhætta fyrir fyrirtæki.
Alls 79 sagt upp í tveimur hópuppsögnum í júlí
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí og ná þær til 79 manns.
31.07.2020 - 16:16
Spá 8-9 prósenta atvinnuleysi í ágúst
Vinnumálastofnun spáir að almennt atvinnuleysi aukist í ágúst þegar áhrifa uppsagna á vormánuðum fer að gæta, og verði 8-9 prósent. Almennt atvinnuleysi var 7,5 prósent í júní og hefur haldist stöðugt síðustu þrjá mánuði. Í tölum um almennt atvinnuleysi er atvinnuleysi tengt minnkuðu starfshlutfalli ekki tekið inn í reikninginn.
15.07.2020 - 08:38
Máttu leggja stjórnvaldssekt á Menn í vinnu
Vinnumálastofnun var heimilt að leggja 2,5 milljón króna stjórnvaldsekt á starfsmannaleiguna Menn í vinnu. Þetta kemur fram í úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Starfsmannaleigan var tekin til gjaldþrotaskipta í september á síðasta ári.
Ríflega þúsund umsóknir um bætur enn óafgreiddar
1.192 umsóknir um atvinnuleysisbætur eru óafgreiddar hjá Vinnumálastofnun. Þar eru aðeins taldar umsóknir frá í mars, apríl og maí þar sem öll gögn liggja fyrir. Mun hraðar fækkar í hópi þeirra sem hætta á hlutabótaleiðinni en Vinnumálastofnun hafi gert ráð fyrir.
06.07.2020 - 12:41
Leita aðstoðar hjá borginni meðan þeir bíða bóta
Töluvert er um að þeir sem bíða eftir að fá greiddar atvinnuleysisbætur leiti eftir fjárhagsstuðningi hjá Reykjavíkurborg. Þetta segir Dís Sigurgeirsdóttir, skrifstofustjóri og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
03.07.2020 - 17:43
Verulega dró úr hópuppsögnum í júní
Tilkynningar um hópuppsagnir hjá fjórum fyrirtækjum bárust Vinnumálastofnun í júní. Ná þær til 155 starfsmanna. Í maí­ var 1.323 manns sagt upp í 23 hópupp­sögn­um. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hafi atvinnuleysi staðið í stað í júní.
Spegillinn
Nærri 20% atvinnuleysi á Suðurnesjum
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hér á landi í maí var nærri 25%. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá er nú um 40%. Atvinnuleysi á Suðurnesjum dróst saman um 5 prósentustig og mælist nú tæp 20%.
15.06.2020 - 17:02
Hefur greitt bætur vegna 1.897 starfsmanna í sóttkví
Vinnumálastofnun hefur nú greitt út 81 milljónir króna vegna einstaklinga sem misst hafa úr vinnu vegna kórónaveirunnar. 
12.06.2020 - 10:20
Áætla að hlutastarfaleið kosti rúma 30 milljarða
Ríkisendurskoðandi gagnrýnir að Vinnumálstofnun hafi ekki eftirlit með þeim fyrirtækjum sem settu starfsfólk á hlutabætur og segir að skýra þurfi í lögum, um framlengingu hlutabótaleiðarinnar, hvaða fyrirtæki hafi heimild til að óska eftir þessu úrræði. Ríkisendurskoðandi hóf athugun á málinu að eigin frumkvæði og gaf út skýrslu um málið í dag.