Færslur: Vinnumálastofnun

Atvinnuleysi dregst saman og mælist 3,9%
Skráð atvinnuleysi mældist 3,9% í maí og dregst og saman um 0,6 prósentustig milli mánaða. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi dragist áfram saman í júní og verði á bilinu 3,5-3,8%.
20.06.2022 - 12:51
„Átak fyrir atvinnurekendur en ekki atvinnuleitendur“
Silja Björk Björnsdóttir fékk starf í gegnum átakið Hefjum störf hjá Vinnumálastofnun meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð. Hún var ekki meðvituð um að vinnuframlag hennar í gegnum átakið myndi hafa áhrif á bótarétt hennar síðar. Að hennar mati er átakið gert fyrir fyrirtæki fremur en einstaklinga á atvinnumarkaði. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að mjög ítarlega sé farið yfir reglur styrksins með atvinnurekendum og starfsfólki. Um sé að ræða styrk til vinnu.
10.06.2022 - 17:12
Hefur áhyggjur af húsnæðismálum flóttafólks
975 Úkraínumenn hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Aðgerðarstjóri sem skipuleggur móttöku flóttamanna hefur áhyggjur af húsnæðismálum á næstu mánuðum. Það stefnir í að í árslok verði fjöldinn kominn í þrjú þúsund. Vinnumálastofnun hefur gefið út hundrað atvinnuleyfi.
25 Úkraínumenn komnir með atvinnuleyfi
Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 leyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir að fyrirspurnum fjölgi og líklegt sé að spár um minnkandi atvinnuleysi milli mánaða gangi eftir. Horfurnar á vinnumarkaði í sumar eru góðar.
Vinnumálstofnun geri úttekt á starfsemi Hugarafls
Félagsmálaráðuneytið hefur óskað eftir því að Vinnumálastofnun geri úttekt á starfsemi Hugarafls eftir að fyrrverandi félagsmenn sendu greinargerðir á ráðuneytið vegna starfs-og stjórnunarhátta samtakanna.
Fyrsta hópuppsögnin síðan í ágúst
Vinnumálastofun barst tilkynning um eina hópuppsögn í nóvember. Þar var fjórtán starfsmönnum sagt upp störfum í sérfræði-, tækni og vísindalegri starfsemi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé fyrsta hópuppsögnin sem þangað berist síðan í ágúst.
02.12.2021 - 15:16
Upplýsingaleki hjá Vinnumálastofnun öðru sinni á árinu
Persónuvernd hefur borist erindi vegna öryggisbrests í meðferð persónuuppplýsinga hjá Vinnumálastofnun. Það er í annað sinn það gerist á þessu ári.
Morgunútvarpið
Alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu
Atvinnuleysistölur eru nú þær sömu og þær voru fyrir kórónuveirufaraldurinn en spáð er auknu atvinnuleysi í þessum mánuði og þeim næsta vegna árstíðabundinna sveiflna í atvinnu- og efnahagslífi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir alltaf eitthvað um að fólk fái ekki vinnu af ýmsum ástæðum.
Atvinnuleysi ekki mælst minna síðan fyrir faraldur
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 3,5% í september og hefur ekki verið lægra síðan fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar, eða frá því í mars 2020 þegar það mældist 2,8% samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands.
28.10.2021 - 10:34
Fjöldi lausra starfa til marks um bata atvinnulífsins
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir tölur Hagstofunnar um laus störf á þriðja ársfjórðungi sýna batamerki í atvinnulífinu. Forseti ASÍ tekur undir það og segir áríðandi að vanda til verka við ráðningar og horfa til langtímaatvinnulausra varðandi lausnir.
Atvinnuleysi heldur áfram að dragast saman
Atvinnuleysi hér á landi var 5 prósent í september og dróst saman um hálft prósentustig frá því í ágúst. Atvinnuleysi er nú jafnmikið og í febrúar 2020 og Vinnumálastofnun metur það svo að atvinnuleysistoppur af völdum faraldursins sé liðinn hjá.
08.10.2021 - 13:49
Lestin
Vill búa áfram á Íslandi en yfirvöld segja nei
Tónlistarkonan Elham Fakouri frá Íran hefur verið búsett á Íslandi í þrjú ár. Eftir útskrift úr námi við Listaháskóla Íslands fékk hún atvinnutilboð og var spennt fyrir framtíðinni. Ísland lítur hún á sem heimili sitt og hún vill ekki vera í Íran, þar sem konur geta til dæmis verið fangelsaðar fyrir að flytja tónlist fyrir framan áhorfendur. Vinnumálastofnun vill hins vegar ekki viðurkenna að hún uppfylli skilyrði fyrir búsetu hér svo hún neyðist til að yfirgefa heimkynnin.
03.10.2021 - 08:00
Morgunútvarpið
Eitt stærsta verkefnið er að grípa langtímaatvinnulausa
Næsta stóra verkefni Vinnumálastofnunar er að grípa þá sem sjá fram á langtímaatvinnuleysi og virðast jafnvel hafa gefist upp á atvinnuleit. Þetta sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
20.09.2021 - 08:00
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Spegillinn
Langtímaatvinnuleysi í eðlilegt horf á vormánuðum
Vinnumálastofnun spáir að það dragi jafnt og þétt úr langtímaatvinnuleysi og að á vormánuðum verði það komið í eðlilegt horf. Í lok júlí höfðu um 5400 verið án vinnu lengur en í 12 mánuði og fækkaði um tæplega 500 frá í júní.
Ástandið batnaði fyrr en búist var við
Ýmsar skýringar geta verið á að fólk er á atvinnuleysisskrá á sama tíma og starfsfólk vantar í ferðaþjónustu. Þetta segir forstjóri Vinnumálastofnunar. Nokkuð hefur verið um það að undanförnu að fólk missi bótarétt sinn vegna þess að það hafnar vinnu og sumir bera við lágum launum.   Atvinnuástand hafi batnað fyrr en búist var við.
14.07.2021 - 18:11
Segir ástæðu til bjartsýni eins og staðan er núna
Drífa Snædal forseti ASÍ telur útlitið á vinnumarkaði nú almennt ágætt. Ferðaþjónustan sé að fara af stað með miklum krafti og fólk að snúa til fyrri starfa þar. Hún segir alla finna það á eigin skinni hve mjög er að lifna yfir samfélaginu.
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní
Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir fyrirtækja í júní þar sem alls 62 starfsmönnum var sagt upp.
02.07.2021 - 09:30
Fjölmargir verið án vinnu frá upphafi Covid
Yfir sex þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur en forseti Vinnumálastofnunar er bjartsýnn á að það fækki hratt í þeim hópi á næstu misserum. Forseti ASÍ segir að koma þurfi í veg fyrir að ungt fólk lendi í vanvirkni, líkt og gerðist eftir bankahrun.
Spegillinn
Hlutabótaleiðin heyrir sögunni til
Hlutabótaleiðin sem hefur verið í boði frá því í mars í fyrra rann sitt skeið um síðustu mánaðamót. Rúmlega 36.500 launamenn nýttu sér úrræðið og yfir 6.700 fyrirtæki. Heildarbætur sem voru greiddar námu tæpum 28 milljörðum króna
11.06.2021 - 17:00
Námsmenn fá sumarstörf
Þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsfaraldsins á atvinnulífið hefur námsmönnum gengið vel að finna sumarstörf í sveitarfélögunum fyrir norðan. Vinnumálastofnun hóf atvinnuátak í sumarstörfum fyrir námsmenn í fyrrasumar og stendur fyrir sams konar átaki í ár. Þörfin fyrir það virðist þó ekki vera eins aðkallandi og gert var ráð fyrir.
11.06.2021 - 13:07
Spegillinn
Atvinnulaust fólk ekki hilluvara sem hægt er að kippa í
Þó að atvinnuleysi hafi lækkað hlutfallslega um 12% í síðasta mánuði segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins að ekki sé hægt að fagna því sérstaklega því atvinnuleysi sé enn óásættanlega hátt. Það gangi heldur ekki upp að atvinnurekendur séu í stökustu vandræðum með að manna störf sem þeir auglýsa. Forseti ASÍ segir að ekki megi líta á atvinnulaust fólk sem einhverja lagervöru sem hægt sé að kippa í með stuttum fyrirvara.
Harma sleggjudóma um atvinnulausa og vara við fordómum
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands varar við því að ýtt sé undir fordóma í garð atvinnulausra og harmar sleggjudóma í opinberri umræðu sem ekki sé studd gögnum og sé neikvæð og einhliða.
Vinnumálastofnun fær stöðugt ábendingar um bótasvindl
Vinnumálastofnun fær stöðugt tilkynningar um fólk á atvinnuleysisbótum sem neitar vinnu. Forstjórinn segir mikilvægt að hafa upp á því fólki svo hægt sé að beita viðurlögum.
28.05.2021 - 19:00
Spegillinn
Störfum rignir inn
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að störfum rigni inn til stofnunarinnar vegna átaksins Hefjum störf. Tæplega 1.700 manns hafa verið ráðnir frá því að það hófst. Nú eru um 6.600 störf í boði.