Færslur: Vinnumálastofnun

Neyð eykst ef atvinnubótarétturinn verður ekki lengdur
Búast má við vaxandi neyð hjá fólki ef atvinnuleysisbótarétturinn verður ekki lengdur, segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri Velferðarsviðs hjá Reykjanesbæ segir að í Reykjanesbæ stefni í að 170 manns missi réttinn til atvinnuleysisbóta á árinu.
Atvinnuleysi heldur áfram að aukast mest á Suðurnesjum
Atvinnuleysi jókst alls staðar á landinu í janúar nema á höfuðborgarsvæðinu þar sem það stóð í stað. Það jókst mest á Suðurnesjum þar sem það var langmest fyrir. Atvinnuleysi er nú 24,5 prósent á Suðurnesjum, rúmlega tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það er næstmest, 11,1 prósent.
17.02.2021 - 11:15
Spegillinn
Gera átak í að skapa ný störf með ráðningastyrkjum
Vinnumálastofnun ásamt Samtökum atvinnulífsins gera nú átak í að skapa ný störf með því að veita fyrirtækjum sérstaka ráðningarstyrki með hverjum sem þeir ráða til starfa. Hrafnhildur Tómasdóttir, sviðsstjóri ráðgjafar og vinnumiðlunar hjá Vinnumálastofnun hvetur fyrirtæki, atvinnurekendur og sveitarfélög að leggja verkefninu lið. Styrkurinn nemur grunnatvinnuleysisbótum að viðbættu framlagi í lífeyrissjóð, samtals rúmlega 342 þúsund krónur. 
Botninum náð í atvinnuleysi?
Almennt atvinnuleysi í síðasta mánuði var 11,6% og jókst um tæpt prósentustig. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að þessar tölur gefi ekki alveg rétta mynd af stöðunni vegna þess að atvinnuþátttaka á íslenskum vinnumarkaði hafi minnkað, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar á milli desember og janúar.
10.02.2021 - 19:06
Hjálpa löndum sínum og reyna að rífa upp stemmninguna
Fjórðungur íbúa í Reykjanesbæ er atvinnulaus. Pólskur íbúi bæjarins telur að fótbolti gæti létt stemmninguna. Landi hans svarar spurningum atvinnulausra Pólverja í Facebook-hópi. Maður sem er með pólskt hlaðvarp um lífið á Íslandi, segir fólk ekki alltaf vita hvernig eigi að nálgast áreiðanlegar upplýsingar. Skrifstofa Vinnumálastofnunar í Reykjanesbæ er lokuð vegna kórónuveirunnar.
Myndskeið
Hundruð fara í fullt nám á atvinnuleyisbótum
Atvinnulausir geta nú í fyrsta sinn sótt nám í háskóla og framhaldsskóla og verið á fullum bótum á meðan. 500 sóttu um. Mikil aðsókn var í íslensku í Fjölbraut í Breiðholti. 
Myndskeið
Erfiðir mánuðir framundan
Tæplega níu þúsund manns misstu vinnuna í hópuppsögnum á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Búist er við að atvinnuleysi haldi áfram að aukast. Félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir að næstu mánuðir verði þeir erfiðustu frá því faraldurinn braust út.
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
Útlendingum gengur verr að fá vinnu en Íslendingum
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Þá búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári. Næstum fjórði hver útlendingur búsettur hér á landi er án vinnu en þegar litið er til allra landsmanna er einn af hverjum átta án vinnu. Útlendingum hér gengur verr að fá vinnu en Íslendingum. 
Helmingi færri starfa á vegum starfsmannaleiga
Tæplega helmingi færri störfuðu á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja hér á landi í nóvember á þessu ári en í nóvember í fyrra. Samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar voru það um 600 manns nú í nóvember en rúmlega 1.100 í fyrra.  
13.12.2020 - 08:49
Tíu þúsund án vinnu í meira en hálft ár
Kórónuveirukreppan hefur gert það að verkum að hópur þeirra sem glímir við langtímaatvinnuleysi hefur rúmlega tvöfaldast. Einungis fimmtungur atvinnulausra og fólks í skertu starfshlutfalli sækir úrræði á vegum Vinnumálastofnunar. Forstjóri stofnunarinnar útilokar ekki að það lifni yfir atvinnulífinu í janúar. 
12.12.2020 - 12:12
Tíðindi berast af endurráðningum
Fyrstu tölur Vinnumálastofnunar benda til að umsóknir um atvinnuleysisbætur hafi verið færri í nóvember en í októbermánuði.
Borgun segir upp nærri 30 manns
29 starfsmönnum hjá fjármálafyrirtækinu Borgun hefur verið sagt upp. Þetta er hluti hópuppsagnar sem tilkynnt var um fyrir helgi.
30.11.2020 - 10:50
Ein hópuppsögn í nóvember – 35 sagt upp
Vinnumálastofnun hefur borist ein tilkynning um hópuppsögn í nóvember. 35 starfsmönnum fjármálafyrirtækis var sagt upp. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir að tilkynningar geti áfram borist í dag og á mánudag.
27.11.2020 - 11:57
Hátt í tvö þúsund á bótum í útlöndum að leita að vinnu
Vinnumálastofnun hefur veitt yfir 1600 manns heimild á þessu ári til að leita sér vinnu erlendis, en halda íslenskum atvinnuleysisbótum, eins og lög gera ráð fyrir. Þetta eru töluvert fleiri en á síðasta ári og samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru það langmest útlendingar sem sækja í úrræðið, þó með einhverjum undantekningum. Alls hafa yfir 8.000 vottorð verið gefin út síðustu tíu ár.
26.11.2020 - 16:32
Brýnt að lengja tímabil atvinnuleysisbóta
Yfirmaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vill að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt enda lækki fólk í tekjum þegar það missir bætur og fær í staðinn fjárhagsaðstoð. Á fjórða þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Atvinnumál og velferð í brennidepli á upplýsingafundi
Velferð og atvinnumál eru í brennidepli á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna COVID-19 klukkan 11 í dag. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu hér á vefnum, í Sjónvarpinu og á Rás 2.
25.11.2020 - 09:21
Fá loks greiddar bætur eftir mistök Vinnumálastofnunar
Starfsmenn í verslun í miðborg Reykjavíkur fengu ekki greiddar hlutabætur fyrir október því fyrirtækið var sagt í skuld við Vinnumálastofnun. Stofnunin hefur viðurkennt mistök í málinu og lofað að greiða bæturnar í dag.
Spegillinn
20 þúsund manns án vinnu
Almennt atvinnuleysi í október var um 10% og jókst um 1 prósentustig. Rúmlega 20 þúsund manns eru án atvinnu. Ef teknir er með þeir sem fá bætur í minnkuðu starfshlutfalli nær atvinnuleysið til 25 þúsund manns. Yfir 9 þúsund einstaklingar hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár.
13.11.2020 - 17:00
Aukið atvinnuleysi um allt land í október
Almennt atvinnuleysi í október var 9,9% samkvæmt nýjum tölum frá Vinnumálastofnun. Það er nokkur aukning frá fyrri mánuðum, en atvinnuleysið var 9% í september, 8,5% í ágúst og 7,9% í júlí. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi aukist enn frekar í nóvember.
13.11.2020 - 13:35
100 misstu vinnuna á hverjum degi í október
Um 3.000 manns bættust á skrár Vinnumálastofnunar yfir atvinnulausa í október. Það jafngildir því að um 100 hafi misst starf sitt á hverjum degi. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta sé í takt við spár stofnunarinnar. Búast megi við svipaðri þróun út árið.
Hópuppsögnum fækkar
Vinnumálastofnun hafa ekki borist fleiri tilkynningar um hópuppsagnir um nýliðin mánaðamót fyrir utan þær tvær sem stofnuninni bárust í síðustu viku þar sem samtals 71 missti vinnuna. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ef um hefði verið að ræða fleiri hópuppsagnir, þá væri þegar búið að tilkynna stofnuninni um þær. Þetta eru talsvert færri hópuppsagnir en hafa verið síðustu mánuði.
Auðskilið mál
Tvær hópuppsagnir um mánaðamótin
Tvær hópuppsagnir taka gildi núna um mánaðamótin. Í annarri uppsögninni missa 35 manns vinnuna og 36 í hinni.
29.10.2020 - 17:05
Rúmlega 70 missa vinnuna í tveimur hópuppsögnum
Vinnumálastofnun hefur borist tilkynningar um tvær hópuppsagnir sem taka eiga gildi núna um mánaðamótin. Annars vegar er um að ræða fyrirtæki í veitingageiranum og hins vegar fyrirtæki í verslunarrekstri.
Engar hópuppsagnir - gæti breyst á næstu dögum
Vinnumálastofnun hafa ekki borist neinar tilkynningar um hópuppsagnir í tengslum við þessi mánaðamót. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri stofnunarinnar. Hún segir að það segi lítið um stöðuna og segir líklegt að einhverjar slíkar tilkynningar berist stofnuninni næstu daga.Undanfarna þrjá mánuði hafa um og yfir 300 manns misst vinnuna í hópuppsögnum.
28.10.2020 - 10:47