Færslur: Vinnumálastofnun

Myndskeið
Fimmtán hundruð fjölbreytt störf fyrir námsmenn
Vinnumálastofnun auglýsti í dag fimmtán hundruð sumarstörf hjá ríkinu fyrir námsmenn. Störfin eru afar fjölbreytt. Meðal annars er hægt að fá vinnu við að telja maura, brjótast inn í tölvukerfi, bera saman gufusprengingar, skilgreina víðerni og svo líka öllu hefðbundnari störf. 
Spegillinn
Óttast aukið atvinnuleysi í haust
Um 50 fyrirtæki hafa ákveðið að endurgreiða bætur sem þau hafa fengið vegna hlutabótaleiðarinnar. Útlit er fyrir að almennt atvinnuleysi verði allt að 10 af hundraði í haust þegar uppsagnarfresti margra lýkur.
26.05.2020 - 17:50
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Hlutabótaleið: Laun stjórnenda ekki hærri en 3.000.000
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvörp um hertar reglur um stuðning ríkisins við greiðslu launa á fólks uppsagnarfresti og þeirra sem nýta hlutabótaleiðina. Mánaðarlaun æðstu stjórnenda fyrirtækja sem nýta úrræðið mega ekki vera hærri en 3 milljónir og gildir sú regla til ársins 2023.
Atvinnuleysi í apríl var 18%
Heildaratvinnuleysi í apríl fór í nærri 18 prósent samanlagt, það er 7,5 prósent í almenna bótakerfinu og 10,3 prósent vegna minnkaðs starfshlutfalls. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í apríl.
Óvíst hvenær listi yfir hlutabótafyrirtæki birtist
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að svara því hvort listi yfir fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina verði birtur á morgun. Persónuvernd úrskurðaði í gær að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. Þá sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar, að listinn yrði líklega birtur í dag eða á morgun. Unnur segir að núna fari persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar yfir málið.
Setja saman hóp til eftirlits með hlutabótaleiðinni
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfitt að meta hvenær eftirlit geti hafist með hlutabótaleiðinni því vinnan sé mjög umfangsmikil og mannfrek. Unnið er að því að setja saman hóp innan stofnunarinnar sem ætlað er að sinna slíku eftirliti.
Myndskeið
Listinn líklega birtur á morgun eða föstudag
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að skoðað verði hvort listi yfir tæplega sjö þúsund fyrirtæki á hlutabótaleið verði birtur. Persónuvernd úrskurðar að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. „Við erum nú bara að skoða þetta núna og athugum hvað við gerum. Við munum sjálfsagt birta þennan lista,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar. Listinn verði líklega birtur á morgun eða föstudag.
Telur rétt að birta nöfn fyrirtækja í hlutabótaleið
Persónuvernd segir það ekki brjóta persónuverndarlög að Vinnumálastofnun birti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn á hlutabótaleiðinni. Vinnumálastofnun taldi sér ekki heimilt að birta slíkar upplýsingar þar sem hætta var á að slíkt samræmdist ekki persónuverndarlögum.
13.05.2020 - 11:18
Fyrirtæki vilja endurgreiða fyrir hlutabótaleið
Sex fyrirtæki hafa haft samband við Vinnumálastofnun í því skyni að endurgreiða þá fjármuni sem þau fengu út úr hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar.
Dótturfélag KS endurgreiðir 17 milljóna hlutabætur
Kaupfélag Skagfirðinga veitir dótturfélagi sínu, kjötvinnslunni Esju Gæðafæði ehf., sérstaka fjárhagsaðstoð svo fyrirtækið geti endurgreitt Vinnumálastofnun vegna starfsfólks vinnslunnar sem hefur fengið greitt á grundvelli hlutabótaleiðar. Endurgreiðslan nemur um 17 milljónum króna.
Myndskeið
Líklegt að nöfn stærri fyrirtækja verði birt
Ráðgjafi stjórnvalda í upplýsingarétti telur fátt koma í veg fyrir að birta nöfn stærri fyrirtækja sem sækja fé til ríkisins með hlutabótaleiðinni, enda ætti það að vera opinberar upplýsingar. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir lítið mál að sjá hvaða einstaklingar séu á bótum ef nöfn lítilla fyrirtækja verða birt, en útilokar ekki nöfn stærri fyrirtækja.
10.05.2020 - 19:49
Persónuverndarlög gilda um fólk, ekki fyrirtæki
Forstjóri Persónuverndar segir persónuverndarlög í grundvallaratriðum gilda um einstaklinga, en ekki fyrirtæki. Vinnumálastofnun segir birtingu lista yfir þau fyrirtæki sem nýta hlutabótaleiðina líklega stangast á við persónuverndarlög. Fjármálaráðherra er þessu ósammála, og segir brýnt að finna þau fyrirtæki sem misnota hlutabótaleiðina.
Myndskeið
Óheimilt að birta lista yfir fyrirtæki í hlutabótaleið
Forsætisráðherra vill að Vinnumálastofnun birti lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt hlutabótarleiðina. Stofnunin telur sig ekki hafa heimild til þess. Leitað verði álits Persónuverndar. Hagar ákváðu í dag að endurgreiða hlutabætur starfsmanna og Festi íhugar að fara sömu leið.
Eftirlit vegna hlutabótaleiðar hefst í haust eða fyrr
Alls hafa 6.700 fyrirtæki nýtt sér hlutabótaleiðina, það er að halda ráðningasambandi en minnka starfshlutfall þannig að starfsfólkið fái atvinnuleysisbætur að hluta. Um 35.000 manns fá hlutabætur. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum um rekstrarvanda. Ráðist verði í slíkt eftirlit í haust.
„Rekur rýting í samstöðuna“
Fjármálaráðherra segir að stöndug fyrirtæki, sem greitt hafa út arð samtímis því að þiggja ríkisaðstoð í formi hlutabótaleiðarinnar, reki rýting í þá samstöðu sem myndast hafi í samfélaginu í kórónuveirufaraldrinum. Forsætisráðherra segir að úrræðið hafi fyrst og fremst verið hugsað til að tryggja afkomu launafólks. 
150 hafa sótt um laun í sóttkví
Samtals rúmlega 150 umsóknir um laun í sóttkví bárust Vinnumálastofnun í gær og í dag. Fyrsti dagurinn til að sækja um var í gær og hægt verður að sækja um til 1. júlí. 19.380 manns hafa lokið sóttkví hér á landi.
06.05.2020 - 16:46
51 hópuppsögn tilkynnt – 4.210 manns sagt upp
Alls hefur 51 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsagnir til Vinnumálastofnunar í uppsagnahrinunni vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Lang flest fyrirtækin sem segja upp hópi fólks á einu bretti starfa í ferðaþjónustu eða geirum tengdum henni.
Yfir 3730 sagt upp síðustu tvo daga — 35 hópuppsagnir
Frá því að tilkynnt var um 15 hópuppsagnir í gær hafa 20 bæst við. Alls hafa rúmlega 3730 misst vinnuna síðustu tvo daga. Þar af eru 2140 starfsmenn Icelandair sem fyrirtækið tilkynnti stofnuninni í morgun. „Það eru komnar 35 tilkynningar um hópuppsagnir til okkar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
30.04.2020 - 12:45
Viðtal
„Það gengur ekki að við dýpkum kreppuna enn meira“
Formaður Eflingar óskar eftir því að Vinnumálastofnun fái svigrúm til þess að rannsaka meinta misnotkun fyrirtækja á hlutabótaleiðinni. Án þess sé ekki hægt að leggja mat á það hversu mikið atvinnuleysið er í raun hér á landi.
Myndskeið
53 þúsund manns á atvinnuleysisbótum
53 þúsund manns eru nú í greiðsluþjónustu hjá Vinnumálastofnun. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri stofnunarinnar, segir þetta tölur sem aldrei hafi sést áður. Nítján prósent umsækjenda koma úr störfum í ferðaþjónustunni.
25.04.2020 - 14:41
Verstu spár um atvinnuleysi að ganga eftir
Forstjóri Vinnumálastofnunar óttast að verstu spár um atvinnuleysi gangi eftir. Icelandair og fleiri fyrirtæki hafa boðað uppsagnir um næstu mánaðamót.
Viðtal
Atvinnuleysi fimmfaldaðist á sex til átta vikum
Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi hér á landi verði um 17% í apríl. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í Morgunþætti RÚV í morgun að afgreiðslutími umsókna hafi lengst hjá stofnuninni, en vonir standa til að atvinnuleysið fari að minnka strax í maí með rýmkun á samkomubanni.
Vonar að verslun og þjónusta taki við sér í sumarbyrjun
Hagfræðingur ASÍ vonar að verslun og þjónusta taki við sér þegar létt verður á samkomubanni. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að 35 þúsund manns verði á hlutabótum í byrjun sumars. Nú þegar hafa rúmlega 33 þúsund umsóknir borist.
9,2% atvinnuleysi í mars og versnar enn í apríl
Atvinnuleysi í mars mælist 9,2% og hefur staðan á vinnumarkaði gjörbreyst frá lok febrúarmánaðar þegar það mældist 5% vegna þeirra takmarkana sem settar voru á með samkomubanni fólks vegna COVID-19 heimsfaraldurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinnumálastofnun sem segir fyrirtæki tengd flugsamgöngum og ferðaþjónustu hafa orðið verst úti.
17.04.2020 - 13:15