Færslur: Viktor Orban

Engin málamiðlun í augsýn í Brussel
Óeining er innan leiðtogaráðs Evrópusambandsins um að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi í refsingarskyni fyrir innrás Rússa í Úkraínu. Forsætisráðherra Ungverjalands segir enga málamiðlun liggja fyrir og segir olíuinnflutningsbann hafa komið honum í opna skjöldu.
Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Orban forsætisráðherra Ungverjalands í fjórða sinn
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tryggt sér fjórða kjörtímabilið í embætti. Þetta tilkynnti Orban í kvöld, sem sagði Fidesz -flokkinn hafa unnið yfirburða sigur.
04.04.2022 - 00:44
Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.
Heimsglugginn
Viðbúnaður enn efldur á Grænlandi
Danir eru meðal þeirra NATO þjóða sem hafa ákveðið að auka mjög útgjöld til varnarmála og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní um hvort Danir verði áfram utan sameiginlegrar stefnu Evrópusambandsins í varnarmálum. Sú undanþága felur í sér meðal annars að að Danir taka ekki þátt í sameginlegum hernaðaraðgerðum eða varnaráætlunum sambandsins á nokkurn hátt. En að standa utan þýðir líka að þeir eru ekki með í ákvarðanatöku og hafa engin áhrif.
Heimsglugginn: Mikil áhrif Jenis av Rana í Færeyjum
Jenis av Rana og Miðflokkur hans hafa gífurleg áhrif í færeyskum stjórnmálum þó að flokkurinn sé ekki stór segir Hjálmar Árnason, formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Bolsonaro Brasilíuforseti heldur ótrauður til Pútíns
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu er væntanlegur til Rússlands á þriðjudaginn þrátt fyrir þá miklu spennu sem ríkir vegna Úkraínudeilunnar. Bolsonaro lét þrýsting Bandaríkjanna og ráðherra eigin ríkisstjórnar sem vind um eyru þjóta.
Úkraínudeilan
Orban og Pútín ræða viðskipti og orkumál
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands heldur til fundar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Ætlunin er að ræða viðskipti og orkumál auk þess sem öryggismál í Evrópu eru á dagskránni.
Bolsonaro hyggur á Rússlandsheimsókn í febrúar
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hyggst þiggja heimboð til Rússlands undir lok febrúar. Hann kynnti þessa fyrirætlan sína fyrir stuðningsmönnum sínum í gær.
Sex mánuðir í kosningar en baráttan þegar hafin
Kosningabarátta er hafin í Ungverjalandi sex mánuðum fyrir þingkosningar í landinu. Talið er að afar mjótt verði á munum milli flokks Viktors Orban og Peter Marki-Zay nýkjörins leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
23.10.2021 - 15:14
Orban haukur í horni Póllands
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, undirritaði í gær ályktun þar sem hann lýsir yfir stuðningi við úrskurð pólska stjórnlagadómstólsins á fimmtudag. Í úrskurðinum sagði að pólska stjórnarskráin væri æðri lögum Evrópusambandsins.
Ungverskur krókur á móti kínversku bragði
Borgarstjórinn í Búdapest er allt annað en sáttur við áform um kínverskan háskóla í borginni og sendir kínverjum langt nef með því að endurskíra göturnar í næsta nágrenni við fyrirhugaða byggingu.
24.06.2021 - 07:31
ESB með löggjöf Ungverja til skoðunar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst grandskoða ný lög í Ungverjalandi sem banna sýnileika samkynhneigðra í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag, en talsmaður framkvæmdastjórnarinnar vildi ekki gagnrýna lagasetninguna fyrr en búið væri að fara vel yfir hana.