Færslur: viðskiptaþvinganir

Telja að sjötti liður viðskiptaþvingana vegi þungt
Sjötti samningur aðildarríkja Evrópusambandsins um viðskiptaþvinganir gegn Rússum, tók gildi í dag, föstudag. Í þessum sjötta lið þvingana herða sambandsríkin enn frekar að rússneskri olíu, bönkum og háttsettum embættismönnum innan rússneska hersins, í þeim tilgangi að draga úr hernaðarmætti ríkisins og binda enda á stríðið í Úkraínu.
Býður lausn á fæðuskorti gegn afléttingu þvingana
Stjórnvöld í Kreml segjast reiðubúin til að leggja verulega af mörkum til að koma í veg fyrir yfirvofandi fæðuskort í heiminum gegn því að Vesturlönd láti af viðskiptaþvingunum sínum.
Tillaga felld um auknar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu
Fulltrúar Kína og Rússlands nýttu sér neitunarvald sitt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að fella ályktun um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna tilrauna þeirra með langdrægar eldflaugar.
Patríarkinn á þvingunarlista Evrópusambandsins
Nafn Kirils patríarka, leiðtoga rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, er á næsta lista Evrópusambandsins yfir þá einstaklinga sem beita á refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum.
Utanríkisráðherra Bretlands vill tryggja Moldóvu vopn
Utanríkisráðherra Bretlands segir afar brýnt að tryggja Moldóvu, einum næsta nágranna Úkraínu nútímavopn. Hún óttast yfirgang Rússa á svæðinu. Leiðtogi Bosníu-Serba vill ekki taka þátt í þvingunaraðgerðum vesturlanda.
Hvetur til hraðra valdaskipta í þremur Afríkuríkjum
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.
Þrír Færeyingar á bannlista Rússa
Þrír Færeyingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda og hefur þar með verið bannað að koma til Rússlands. Fréttir bárust af því á dögunum að níu Íslendingar væru í sömu stöðu.
Stjórnarandstaðan vill beita Rússa harðari þvingunum
Stjórnarandstaðan í Færeyjum gagnrýnir það sem hún kallar framtaksleysi landstjórnarinnar varðandi viðskiptaþvinganir í garð Rússa. Stjórnarandstöðuþingmaður segir það skammarlegt fyrir Færeyinga.
Hlýleg bréfaskipti á Kóreuskaga
Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu þakkaði í morgun Moon Jae-in fráfarandi forseta Suður-Kóreu skriflega fyrir tilraunir hans til að bæta samskipti ríkjanna. Enn andar þó köldu þar á milli og ekki útlit fyrir að Norður-Kóreumenn láti af kjarnorkuvopnatilraunum sínum í bráð. Moon svaraði bréfum Kims þó hlýlega.
Rússar leggja ótímabundið ferðabann á tugi manna
Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í dag ótímabundið ferðabann til Rússlands sem nær til tuga Bandaríkjamanna og Kanadamanna. Meðal þeirra sem óheimilt verður að heimsækja Rússland eru Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og Mark Zuckerberg forstjóri fyrirtækisins Meta, sem meðal annars heldur úti samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram.
Enn eru hertar þvinganir boðaðar í garð Rússa
Úkraínuforseti segir að Rússar eigi eftir að finna harkalega fyrir þeim viðskiptaþvingunum sem nú eru í bígerð af hálfu Evrópusambandsins. Þar með verður til sjötti liður í aðgerðum sambandsins vegna innrásarinnar í Úkraínu. Forsætisráðherra Bretlands segir erfitt að treysta Rússlandsforseta.
Segir þvinganir jafngilda yfirlýsingu um efnahagsstríð
Dmitry Medvedev, einn nánasti samstarfsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, segir viðskiptaþvinganir vesturlanda jafngilda yfirlýsingu um efnahagsstríð. Medvedev sem var forseti Rússlands frá 2008 til 2012 segir þvinganirnar jafnframt vera ólögmætar.
Rússar leggja refsiaðgerðir á Ástrala og Nýsjálendinga
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að beita ástralska og nýsjálenska ríkisborgara refsiaðgerðum. Utanríkisráðuneyti Rússlands greindi frá þessu og að aðgerðirnar nái meðal annars til forsætisráðherra beggja ríkjanna sem verður óheimilt að sækja Rússland heim.
Segir innrásina geta stytt tíma Pútíns á valdastóli
Ákvörðun Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að ráðast inn í Úkraínu verður til þess að hann endist ekki jafnlengi í embætti og hann ætlaði sér. Þetta er mat helsta bandamanns stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny sem segir Pútín hafa misreiknað sig hrapallega.
Serbía: Endurkjör Vucics talið næsta öruggt
Serbar kjósa sér forseta og þing í dag. Búist er við að niðurstaða kosninganna tryggi áframhaldandi völd miðhægriflokksins sem ráðið hefur ríkjum í Serbíu undanfarinn áratug. Innrás Rússa í Úkraínu varpar þó löngum skugga sínum á stjórnmál í landinu.
Lavrov fagnar viðhorfi Indverja til Úkraínudeilunnar
Rússneski utanríkisráðherrann fagnaði í dag þeirri ákvörðun indverskra stjórnvalda að fordæma ekki innrásina í Úkraínu. Auk þess myndu rússnesk og indversk yfirvöld í sameiningu finna leiðir til að eiga viðskipti fram hjá þvingunum vesturveldanna.
Leggja til að öllum viðskiptatengslum verði slitið
Stjórnarandstöðuflokkarnir á lögþingi Færeyja vilja setja öðrum ríkjum fordæmi og slíta á öll viðskiptatengsl við Rússa. Landstjórnin segir slíkt ekki einfalt í framkvæmd en lögþingið greiðir fljótlega atkvæði um löggjöf varðandi viðskiptaþvinganir á hendur Rússum.
Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
Þakklátur fyrir þvinganir en hefði viljað sjá þær fyrr
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogaráð Evrópusambandsins í gær þar sem hann þakkaði fyrir þær viðskiptaþvinganir sem Rússar væru beittir. Hann bætti þó við að heldur seint hefði verið gripið til aðgerða.
Líkurnar á valdaráni í Kreml sagðar aukast sífellt
Líkurnar á að einhver eða einhverjir innan rússnesku leyniþjónustunnar FSB snúist gegn Vladimír Pútín forseta og reyni að ræna hann völdum aukast með hverri vikunni sem innrásin í Úkraínu dregst á langinn. The Guardian greinir frá þessu og vitnar í orð ónefnds háttsetts leyniþjónustumanns máli sínu til stuðnings.
Boðar auknar viðskiptaþvinganir á Rússa
Búist er við að Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynni í vikunni um leiðir til að herða viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, rússneskum ráðamönnum og auðmönnum.
23.03.2022 - 03:05
Bandaríkjamenn vara Kína við að styðja Rússland
Rússar hafa leitað hernaðar- og efnahagslegs liðsinnis Kínverja. Bandarískir ermbættismenn hafa varað kínversk stjórnvöld við alvarlegum afleiðingum þess að aðstoða Rússa við að sneiða hjá viðskiptaþvingunum vesturlanda. Háttsettir bandarískir og kínverskir embættismenn ætla að ræða stöðu mála í dag.
Án fulltingis Rússa gæti geimstöðin hrapað til jarðar
Samstarf vesturlanda og Rússa á sviði geimrannsókna er í miklu uppnámi eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Viðskiptaþvinganir ríkja Evrópusambandsins hafa orðið til þess að Rússar drógu sig að miklu leyti úr samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu.
Gagnrýni á framgöngu Rússa í þarlendum sjónvarpsþætti
Heyra mátti gagnrýni á innrásina í Úkraínu í þætti á sjónvarpsstöðinni Rossiya 1 nú í vikunni. Viðmælendur Vladimirs Soloviev, sem er mikill stuðningsmaður Vladimírs Pútín forseta, voru afar þungorðir og drógu réttmæti innrásinnar mjög í efa.
Telur ekki ólíklegt að Pútín lýsi yfir herlögum
Hákun J. Djurhuus sendifulltrúi Færeyja í Rússlandi segir ekki ólíklegt að Vladimír Pútín forseti lýsi yfir herlögum í landinu á næstu dögum eða vikum. Djurhuus segir ástandið versna í Moskvu dag frá degi.