Færslur: Viðar Þorsteinsson

Starfsfólki Eflingar tíðrætt um kynbundna áreitni
Í vinnustaðagreiningu á innra starfsumhverfi Eflingar kemur fram að starfsfólki félagsins hafi verið tíðrætt um kynbundna áreitni og einelti á vinnustaðnum. Togstreita innan félagsins hafi aukist þegar nýir stjórnendur tóku við, þar til að sauð upp úr. Þá segir að framganga fyrrum formanns og framkvæmdastjóra hafi orðið til þess að þau hafi einangrast frá starfsmannahópnum og tortryggni hafi ríkt á báða bóga.
Segir ósannar ásakanir settar fram í skjóli nafnleysis
Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir ásakanir um kvenfyrirlitningu og einelti af hans hálfu vera ósannar. Hann segir hóp fyrrum samstarfsmanna sinna nota nafnleysi til þess að bera hann sökum og með því að deila niðurstöðunum til fjölmiðla hafi þau ætlað sér að hámarka skaðann fyrir framboð Sólveigar Önnu, fyrrverandi formanns Eflingar.
03.02.2022 - 14:34
Guðmundur Baldursson sækist eftir formennsku í Eflingu
Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu ætlar að bjóða sig fram til formennsku í félaginu. Agnieszka Ewa Ziółkowska er starfandi formaður frá því Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér í lok október.
Sárna árásir fyrrum stjórnenda Eflingar
Trúnaðarmenn starfsmanna Eflingar segja að fráfarandi formaður og framkvæmdastjóri hafi hunsað þær eftir að þær birtu þeim ályktun þar sem vanlíðan starfsmanna var lýst.
Kastljós
Segir að starfsfólkið haldi Eflingu í gíslingu
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að starfsfólk félagsins haldi því í gíslingu. Hann segir lýsingar þeirra sem stigið hafa fram síðustu daga með frásagnir af óöryggi, áhyggjum og ótta yfir uppsögnum séu ekki raunverulegar. Þá hafi fyrrverandi starfsmenn hafa skapað hljómgrunn fyrir ósannar ásakanir gegn honum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formanni félagins, sem hann kallar mannorðsdrepandi rangfærslur.