Færslur: Við mælum með

Fimm hugguleg fyrir helgina
Það er rólegheitastemmning í Fimmunni að þessu sinni með nýjum lögum frá pabbarokksveitinni The War On Drugs, tónlistarkonunni Courtney Barnett sem syngur um peninga og vinunum Natalie Bergman og Beck sem endurgera saman gamla sálarperlu en James Blake leitar að innri friði og að lokum er það furðufuglinn Chilly Gonzales sem lýsir yfir endurkomu tónlistarinnar.
Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína
Smit hafa greinst víða um land síðustu daga sem þýðir að margir landsmenn þurfa að hliðra áformum um mannamót og ferðalög og halda sig heima í sóttkví eða einangrun. Til að stytta sér stundir er tilvalið að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.07.2021 - 10:25
Reykjavíkurdætur, GDRN + Flóni og Sinfó með nýtt sprell
Það vantar ekki nýja íslenska tónlist þennan þriðjudaginn og er boðið upp á nýja útgáfu af Lætur mig í flutningi GDRN, Flóna og Sinfó auk þess sem Reykjavíkurdætur láta sig varða málefni mæðra. Önnur með nýtt efni að þessu sinni í Undiröldunni eru Aron Can, Boncyan, Kahninn, Grasasnar, ferrARI, Draumfarir og Kristín Sesselja.
20.07.2021 - 16:50
Fimm hressandi poppneglur á föstudegi
Það er skandipopp og danstónlist í fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt efni frá norsku poppprinsessunum Aurora og Sigrid, auk þess er að finna nýja og sólríka slagara frá Chemical Brothers, Arlo Parks, Tycho og Ben Gibbard.
Snorri Helga, Dr Gunni og Eiki Hauks gera engin mistök
Snorri Helgason er með hugann í fortíðinni í nýju lagi sínu Haustið '97 og Dr. Gunni fær Eirík Hauksson með sér í permanents- og spandexslagarann Engin mistök í Undiröldu kvöldsins. Önnur með ný lög eru Sigurður Guðmundsson, hljómsveitin Pálmar, Ingibjörg Steingrímsdóttir, Vala og Guðni Þór.
15.07.2021 - 17:00
Ásgeir Trausti, Ellen og Þorsteinn eru hluthafar
Það er gósentíð í íslenskri tónlist þessa dagana og tónlistarfólkið okkar keppist við að senda frá sér ný lög í hjólhýsi landsmanna. Ásgeir Trausti er með lag um minnstæðan atburð úr æsku sinni og Ellen Kristjáns sendir frá sér annan dúettinn á skömmu tíma, að þessi sinni með Steina Hjálmi. Önnur með nýtt efni eru Sigga Eyrún, Fríða Dís og Rolf Hausbentner Band, Clubdub ásamt Mambakid, Marius DC og Vill ásamt kef LAVÍK.
13.07.2021 - 16:30
Fimm á föstudegi fer á djúpið
Hljómsveitin Big Red Machine fær Taylor Swift í heimsókn í laginu Renegade og síðan er lagt á djúpið með suðrænum kokteil hristum af Quantic og vinkonu hans Nidia Góngora, þá er það súr slagari frá Helvetia og að lokum tækni og dansvæn vísindi frá LoneLady og Overmono.
Damon, Freyjólfur og Klara Elías fara heim
Það heyrast tilraunir af ýmsu tagi í Undiröldu kvöldsins, Klara Elías spreytir sig á þjóðhátíðarlagi og Damon sendir frá sér söngul af væntanlegri plötu. Önnur sem vilja upp á dekk eru Freyjólfur, Milkhouse, ferðalangurinn Ragnar Ólafsson, Íris Hólm og hestakonan Fríða Hansen.
08.07.2021 - 16:50
Vök, Unnsteinn, Love Guru og Villi Neto fara í sleik
Það er komin svo mikil sumarstemning í mannskapinn að meira að segja Skítamórall er búinn að senda frá sér sumarlag sem heyrist í Undiröldu kvöldsins. Önnur tíðindi koma frá herbúðum Unnsteins, Vök, Dodda og Villa Neto, Ouse, Kára the Attemps, The Vaccines auk reggíslagara þeirra Óskars Guðnasonar og Eyþórs Úlfars Þórissonar.
06.07.2021 - 17:00
Fimm sumarneglur á föstudegi
Það er sumar, sól og klúbbastemmning i Fimmunni þennan föstudag og boðið upp á ferska endurhljóðblöndun af Faithless, Texas x Wu-Tang Clan og Khruangbin. Annað að frétta eru ný stuðlög frá leynisveitinni Sault og krúttinu Beabadoobee.
Herra Hnetusmjör og Cell 7 flækja málin
Herra Hnetusmjör tekur fram gítarinn í nýju lagi í Undiröldu kvöldsins og Cell 7 er með lag af væntanlegri plötu. Önnur sem koma við sögu eru þau Aron Can, sem var að gefa út nýja plötu, ZÖE, Kvika, Júpíters og Mikael Máni.
01.07.2021 - 16:10
Lexzi og Svavar Knútur ásamt Irish Mythen spegla sig
Undiraldan er á poppuðum folk-nótum að þessu sinni með nýjum lögum og sönglum frá Svavari Knúti ásamt Irish Mythen, Eygló, Sváfni Sig, Lexzi, Íkorna, Jóhönnu Guðrúnu og síðast en ekki síst Á móti sól.
29.06.2021 - 17:45
Fimm fjörug afsprengi djöfulsins sem gleðja
Rassinn á Lorde hefur verið milli tannana á fólki undanfarna daga enda langt síðan að hún hefur sent frá sér lag. En rassgatið hún Lorde er ekki það eina i fimmunni því þar eru líka ný lög frá söngvaskáldunum José González og Aldous Harding og fönkí stemmur frá Joy Crookes og rapparanum ArrDee.
Lón, Sigrún Stella og Lights On the Highway í ólgusjó
Súpergrúbban Lón heyrist í fyrsta skipti í Undiröldunni í kvöld en hún er skipuð þekktum tónlistarmönnum úr bransanum. Önnur sem koma við sögu eru Sigrún Stella, Lights On the Highway, Nýju fötin keisarans, Vill ásamt Agnesi, Joseph Cosmo Muscat ásamt Sólkötlu og síðast en alls ekki síst Kaktus Einarsson.
24.06.2021 - 15:00
Sumar, sól og ást hjá Góss, Ólafi Kram og Albatross
Það er svo sannarlega ekki súld hjá tónlistarfólkinu þessa dagana en GÓSS og Albatross fagna sumar og sól í sínum nýjustu lögum. Önnur sem eru með nýtt efni í Undiröldu kvöldsins eru Ólafur Kram, Króli og Rakel Björk, Ásta, Oscar Leone, Eygló og Húmbúkk.
22.06.2021 - 16:40
Fimm frískandi og fjörug á föstudegi
Þrátt fyrir að veðrið sé með tóm leiðindi þá er augljóslega sumar í siðuðum löndum eins og tónar Fimmunnar endurspegla. Tónlistarfólkið sem kemur með sumarið til okkar eru ljóðskáldið Mustafa, rappararnir Pa Salieu og Slowthai, dansdívan Peggy Gou, ólíku dúettarnir Sofi Tucker og Amadou og Mariam auk tónlistarkonunnar H.E.R.
Valgeir Guðjóns, Tómas R. og Ragga Gísla á hringveginum
Það er skemmtileg blanda af þekktum og minna reyndum tónlistarmönnum í Undiröldu kvöldsins. Við byrjum á poppuðum jazzi frá Tómasi R. og Röggu Gísla og förum síðan yfir í slagara frá Hákoni sem er í Barcelona, Supersport, Láru Rúnars, Valgeiri Guðjónssyni, Tær, Red Riot ásamt David44 og loks Kef Lavík.
15.06.2021 - 16:20
Fimm frelsandi á föstudegi
Það er jákvæðni og hellings sumar í Fimmunni að þessu sinni þó að Robert Smith komi við sögu í samstarfi sínu við Chvrches. Önnur með spriklandi ferskt eru hjólaskautaáhugamaðurinn Chet Faker og hressu stelpurnar í Girl Ray ásamt endurgerð Önnu Prior á Metronomy og smellur frá partýdýrunum í Jungle.
Kig & Husk, Árstíðir og Skrattar í vandræðum
Undiraldan er á rokk- og kúrekabuxum að þessu sinni og kynnir Kig & Husk sem er skipuð tveimur sjóuðum hetjum úr tónlistarbransanum, þeim Frank Ske Hall og Hössa Quarashi. Aðrir sem koma við sögu eru vandræðagemsarnir í Skröttum, Led By Lion, Axel O, Árstíðir, Bony Man og Greyskies.
10.06.2021 - 15:15
Nógur tími og lífsgleði hjá Moses Hightower og Bubba
Það er að venju víða komið við í Undiröldunni og við heyrum nýmeti frá nýliðum sem og reynsluboltum úr bransanum. Moses Hightower senda frá sér ábreiðu af Hljómum og Bubbi er með nýjan sumarslagara en önnur sem koma við sögu eru Richard Scobie, Daníel Óliver, Offbít, Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds ásamt SinfoniaNord og Þórdísi Petru.
08.06.2021 - 19:15
Fimm djammvænar diskókúlur á föstudegi
Þórólfur verður væntanlega ekki ánægður með fimmuna að þessu sinni því hún bókstaflega hvetur fólk til að fara óvarlega um helgina og sleppa fram af sér djammbeislinu. Við byrjum í dansvænu póstpönki Bristol-sveitarinnar Idles og förum síðan í fjögur lög sem smellpassa á klúbbinn frá A Certain Ratio ásamt Emperor Machine, Cola Boyy ásamt The Avalanches, Róisín Murphy og samstarfi Duke Dumont og Channel Tres.
Friðrik Dór og Elín Hall upplifa daga og nætur
Tónlistarfólkið okkar er svo sannarlega ekki komið í sumarfrí og útgáfa í miklum blóma í byrjun júní. Friðrik Dór sendir frá sér annað lag ársins og Elín Hall er spennt fyrir björtum nóttum sumarsins. Annað tónlistarfólk með nýtt efni er H. Mar, Iðunn Iuvenilis, Daníel Óliver, Atli Steinn og Ask the Slave.
03.06.2021 - 15:30
Stjórnin og Gugusar hleypa gleðinni inn
Fyrsta Undiralda júnímánaðar startar sumrinu með látum og í boði eru ný lög frá hressustu og jákvæðustu sveit Íslandssögunnar, Stjórninni, og hinni aðeins alvarlegri Gugusar. Önnur með nýtt eru Hildur; Doddi ásamt Íris Ey; Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason; Benni Hemm Hemm; Hreimur, Embla og Magni og Basaltic Suns.
01.06.2021 - 17:25
Fimm silkimjúk og seiðandi fyrir helgina
Það er silkimjúk og seiðandi tónlist í fimmunni fyrir helgina en við sleppum þó allri væmni og það er stutt í stuðið. Jorja Smith ríður á vaðið með karabískum takti og trega, PawPaw Rod er á svipuðum en aðeins súrari slóðum og svo er það dreymandi raftónlist frá Daniel Avery, Paraleven ásamt Nathan Ball og Burial sem startar helginni.
Babies, Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason í sumarstuði
Það er nóg að frétta í innlendri útgáfu þessa dagana eins og endranær og við fáum brakandi fersk lög frá þeim Sin Fang, Sóleyju og Örvari Smárasyni sem halda áfram að gefa út eitt lag í mánuði. Önnur með nýtt eru þau Ragnheiður Gröndal og Guðmundur Pétursson, Ezekiel Carl, Babies, Heró, Ari Árelíus, Kvika, Teiti og Mr Silla.
27.05.2021 - 18:05