Færslur: Við mælum með

Fimm til að bregðast við eldi og jarðskjálftum
Það er ekki beinlínis sungið um jarðhræringar í Fimmunni að þessu sinni enda voru Carol King og James Taylor langt komin með að afgreiða það strax árið 1971. Það sem er aftur á móti í boði er huggulegheit frá sænsk-argentínska söngvaskáldinu José Gabriel González og kanadísku Weather Station, hressandi hómóerótík frá Man On Man, þungarokksrappbræðing frá Paris Texas og töffarastæla frá Night Beats.
GusGus, russian.girls og Huginn með nýtt
Helstu fréttir af útgáfumálum eru þær að það styttist í nýja breiðskífu GusGus sem fagnar því með þriðja söngul á jafn mörgum mánuðum, Blankiflur er líka með nýtt lag eins og russian.girls, Huginn, Kaktus, Ragnar Ægir, SuperSerious og Freyr.
25.02.2021 - 08:15
Nýtt frá Red Riot, Soma og Albatross
Að venju er fjölbreytnin við völd í íslenskri útgáfu og tónlistarfólkið okkar bíður i byrjun vikunnar upp á allt frá sveitaballapoppi Albatross yfir í endurkomu Soma, blús frá Kbald og arabíska tónstiga Sigmars Þórs, nýtt verkefni frá Hildi og Rögnu sem heitir Red Riot, ábreiðu af Páli Óskari frá Elínu Hall og vangalag frá Sunnu Friðjóns.
23.02.2021 - 17:05
Menningin
Mugison mælir með
Mugison er meðmælandi vikunnar i Menningunni. Hann deilir þremur listaverkum sem hafa stytt honum stundir undanfarnar vikur.
22.02.2021 - 08:51
Fimm frekar töff fyrir helgina
Til að keyra næstsíðustu helgina í febrúar í gang eru mættir í Fimmuna hressu áströlsku víkingarnir í Skegss, Kaupmannarhafnartöffararnir Iceage, listaspírurnar frá London í Dry Cleaning, sjóðheita Sidney-tríóið Middle Kids og stónerinn með grænu fingurna sem kallar sig stundum Chet Faker.
19.02.2021 - 14:15
Krummi og Fótbolta-Rúrik ásamt Doctor Victor með nýtt
Það er enginn skortur á þorranum af íslenskri tónlist og að venju er fjölbreytnin við völd í Undiröldunni. Við fáum sveitasöngva frá Krumma og Tryggva, popp frá Rúrik, fyrirsætu og fyrrverandi fótboltamanni sem er ásamt Doctor Victor auk þess sem Eilíf sjálfsfróun, Diarblack og Helga Dýrfinna, Kef LAVÍK ásamt Jóa Pé og Kraftgalli kíkja í heimsókn og Prins Póló og Memfismafían syngja um Vetrarfrí með K.óla.
18.02.2021 - 15:00
Nýtt frá Margréti Rán, Hatara og David44
Að venju er fjölbreytnin við völd í Undiröldunni og við fáum poppaða slagara frá David44 og Greyskies, rapp frá Haka og Hugin, Margrét Rán er með sörfslagara, Matti Óla og Alma Rut með dramatísk lög, Algrími með skrítnipopp og Hatari með teknó þannig að engum ætti að leiðast.
17.02.2021 - 10:00
Menningin
Jóel Pálsson mælir með
Jóel Pálsson tónlistarmaður er meðmælandi vikunnar i Menninginni. Hann deilir þremur listaverkum sem hafa stytt honum stundir undanfarnar vikur.
12.02.2021 - 20:00
Fimm gamaldags en glæný fyrir helgina
Það er fortíðarbragur á flestum lögum Fimmunnar að þessu sinni þar sem tónlistarfólkið grefur niður í fortíðina í leit að nýjum hljóm. Við fáum franskt töffararokk frá Juniore; Tokyo táningurinn Nana Yamato er með hressandi popp; Caamp leita í smiðju Lou Reed, Black Country, New Road bjóða upp á skrítnipopp og að lokum er það löðrandi súkkulaði-sjöu-fönk frá henni H.E.R.
Dimma og dramatík í Undiröldunni
Hljómsveitin Dimma sendir frá sér fyrsta lag nýrrar plötu í vikunni. Þeir eru ekki einir á slóðum dramatíska þungarokksins því við fáum líka lög í sama stíl frá Rusty Soul og Mighty Bear ásamt Ragnari Zolberg. Önnur sem koma við sögu eru Ukalellur, Sædís Lind, Rebekka Sif og Bistro Boy sem er ásamt Pete í nýju lagi.
11.02.2021 - 15:25
Nýtt frá Hreimi, Svölu og Axel O
Að venju er þéttur pakki í Undiröldunni þar sem Hreimur ríður á vaðið með nýjan söngul og svo fylgja í kjölfarið kántrílag frá Axel Ó, ballöður frá Svölu og Emelíönu Önnu, Rakel er með nútímalegan poppslagara og Hylur og Chernobyl Jazz Club eru í rokkaðri kantinum.
10.02.2021 - 09:45
Fimm ferlega næs á föstudegi
Hún er á hlýlegum suðrænum nótum Fimman að þessu sinni og boðið upp á huggulegan takt og trega frá Greentea Peng, trópíska tóna Bógótasveitarinnar Bomba Estéreo, brasílískan sambatakt Caixa Cubo, huggulegt sófarafpopp Rhye og að lokum sykursætt sálarpopp frá Serpentwithfeet.
Menningin
Auður Jónsdóttir mælir með
Auður Jónsdóttir rithöfundur er meðmælandi vikunnar í Menningunni. Hún deilir þremur listaverkum sem hafa stytt henni stundir síðustu vikur.
05.02.2021 - 09:28
Friðrik Dór með ballöðu en ekki The Vintage Caravan
Það vantar ekki fjölbreytnina í Undirölduna að þessu sinni þar sem við ferðumst á vængjum ástarinnar með Frikka Dór og hljómsveitinni Kviku. Svo skellum við okkur í rokkbuxurnar með The Parasols, Magnúsi Scoria og þær þrengjast svo um munar í nýjum slagara The Vintage Caravan og gott ef þeir syngja ekki afturábak. Að lokum er það raftónlistin sem fær fólkið á gólfið í lögum Sideproject og Niko Garcia.
04.02.2021 - 17:20
Taktar, tilraunir, rímur og rólegheit
Sin Fang, Sóley og Örvar Smárason snúa aftur í Undiröldu kvöldsins með glænýtt lag auk þess sem við fáum ný og alls konar lög frá Jökli Loga, Alviu Islandia, Þresti Ákasyni, Celebs, Steindóri Snorrasyni, Kahnanum, Countess Malaise og Haka.
02.02.2021 - 18:45
Fimm frekar furðuleg fyrir helgina
Fimman er frekar furðuleg í enda janúar þegar flest gleðjast yfir því að vera búin með 2021-átakið. Það er boðið upp á alls konar franskt þar, Wax Tailor vinnur með Mark Lanegan og SebastiAn endurhljóðblandar Y.O.G.A. Einnig kemur Darkside-dúettinn við sögu og auk þess Steven Wilson og Tom Jones... já, ég sagði Tom Jones.
Gusgus ásamt Margréti Vök, Baggalútur og allskonar ves
Það er af nógu að taka í Undiröldunni, en það sem helst má nefna er að Gusgus og Margrét í Vök eru að senda frá sér sitt allra stysta lag, Baggalútur heldur áfram að fíflast í honum Káinn, en auk þess eru spiluð ný lög frá Yambi og Jörgen, Pétur St. Arason, Rebekku Blöndal, Nýju fötum keisarans, Rolf Hausbentner Band og Diagram.
28.01.2021 - 18:20
Prins Póló, Jónsi og Ceasetone með nýtt
Þorrinn er genginn í garð og inn streyma þorralögin eða allavega eitt frá henni Guðnýju Maríu en aðrir með nýtt í Undiröldunni að þessu sinni eru Prins Póló með lag úr leiksýningu, Jónsi, Hákon og Snorri, CeaseTone, Ástrós,Ragna Ísabel og Silja Rós.
27.01.2021 - 09:20
Menningin
Vilhelm Anton mælir með því að draga fram spilastokkinn
Vilhelm Anton Jónsson listamaður er meðmælandi vikunnar í Menningunni. Hann deilir þremur listaverkum sem hafa stytt honum stundir síðustu vikur.
Fimm fyrir bændur og búalið
Hún er ekkert sérstaklega sveitó, fimman, að þessu sinni þó sumt gæti bent til þess. Sei, sei, nei, það er sko boðið upp á risa næntís smell sem allir kunna dansinn við í frábærri útgáfu Death Cab For Cutie, eineltisslagara skosku skóglápsglópana í Mogwai, Bicep virðast vera með hugann í Austurlöndum fjær, meðan Altın Gün er með hann í Austurlöndum nær og að lokum bjóða BadBadNotGood & Mf Doom upp á hlýlegan súkkulaði-jazz.
Er Emilíana Torrini úlfur?
Meðal þess sem íslenskt tónlistarfólk veltir fyrir sér núna seinni hluta vikunnar eru geðhvörf, hvort lífið verði betra í mars, svo kemur myrkrið og móðurhlutverkið við sögu. Flytjendur með spriklandi ferskt í Undiröldunni eru Emilíana Torrini með lag úr nýju leikriti auk þess sem Funk Harmony Park, EinarIndra og Abbey, Teitur, Arianna Ferro og Konsulat kitla eyrun.
21.01.2021 - 17:05
Birnir og Páll Óskar vs Jón Jónsson og GDRN
Það er heldur betur poppað í Undiröldu kvöldsins og óhætt að segja að margar af stærstu poppstjörnum landsins hafi sent frá sér lög síðustu daga. Birnir og Páll Óskar eru með grípandi popplag meðan Jón Jónsson og GDRN, Bubbi, Pétur Örn hugsa um ástina og lífið, Stebbi Hilmars er í hláturskasti, Sverrir Bergmann á hestbaki í Skagafirði og mæðgurnar Ragga og Dísa á þorrablóti með blöðmör í annarri og lifrarpylsu í hinni.
19.01.2021 - 16:30
Fimm alls konar lög fyrir helgina
Blandan er að þessu sinni í fjölbreyttari kantinum. Fyrst til leiks er Celeste sem vann besta nýliðann á Brit-verðlaununum og BBC á síðasta ári. Þaðan förum við í samstarf Slowthai við kærastann hennar Rihönnu. Næstir eru takta- og teknókóngarnir Madlib og Four Tet með huggulega sálarneglu. Og síðastar en ekki sístar eru síðan indie-folk-prinsessurnar Phoebe Bridgers og Taylor Swift sem er með Haim-systur með sér.
Nýtt íslenskt vélbyssudiskó, ógæfupönk og þungarokk
Það er daðrað við undirheimatónlist í Undiröldu kvöldsins og boðið upp á suðrænt vélbyssudiskó frá Hermigervli og Villa Neto, framsækið popp frá Russian.Girls, ógæfupönk frá Pínu Litlum Peysum og svo er það bara þungarokk og harðkjarna helvíti frá Sorg, Alchemia, Kötlu og Hvata.
14.01.2021 - 16:20
Unnsteinn, Inspector Spacetime og Bomars ásamt GDRN
Tónlistarárið 2021 fer heldur betur af stað með látum eins og heyrist í Undiröldu kvöldsins. Við fáum nýja ábreiðu Unnsteins af Páli Óskari auk nýrra laga frá Inspector Spacetime, Inga Bauer, Bomarz og GDRN, Moskvít, Hildi og Margréti Eir.
12.01.2021 - 16:30