Færslur: Við mælum með

Fimm funheit og firnasterk á föstudegi
Sumir halda að það sé ekki of snemmt fyrir jólalög en það er náttúrlega bara leiðindamisskilningur skapaður af ósvífnum kapítalistum og örvæntingarfullu stemmningsfólki. Fimman heldur sínu striki þrátt fyrir jólalagapressuna og býður upp á nýja tónlist frá stuðpésunum í Django Django, vinnualkanum BC Camplight, hressu krökkunum í Mogwai, súrkálsþjóðlagakrökkunum í Altın Gün og sólarslagara frá því í sumar frá Sault.
Jónsi, Sváfnir og Pale Moon með spruðlandi nýtt
Að venju er fjölbreytnin við völd í útgáfu vikunnar og í boði Undiröldunnar að þessu sinni er nýtt rokk frá rússnesk-íslensku tískudrósunum í Pale Moon, dúett Sváfnis og Hildar Völu, nöturlegt lag og myndband frá Jónsa auk þess sem Úlfur Eldjárn, Kæi Vitta, Stefán Elí og Paunkholm koma við sögu.
24.11.2020 - 17:20
Fimm skítköld og slök fyrir helgina
Það er dansvæn og vinaleg stemmning í Fimmunni að þessu sinni og full ástæða fyrir þá sem hafa verið að æfa nýja dansa í kyrrþey að halda sýningu fyrir nánustu fjölskyldu. Í boðinu að þessu sinni eru Myd og freðni vinur hans Mac DeMarco, kvennakvartettinn Goat Girl í krísu, rafpoppsveitin Purity Rings sem skýtur undir belti, Bicep með dansvæna poppneglu og loks minning um mann frá Daniel Avery.
Daði Freyr gerir það gott erlendis og fleira gott
Að venju er af nógu að taka í útgáfu íslenskrar tónlistar á þessum tíma árs, þegar það styttist í að jólalagaholskeflan hellist yfir landsmenn. Það eru þó ekki jólalög í boði í Undiröldu kvöldsins heldur fáum við nýja endurhljóðblöndun frá Daða Frey, franska stemmningu frá Unni Söru Eldjárn, rómantískt stuðlag frá Geir Ólafs og ný lög frá Salóme Katrínu, Magnúsi Jóhanni, Daníel Hjálmtýssyni og Magnúsi Þór.
19.11.2020 - 15:55
Sigur Rós ásamt gestum og Auður með nýtt efni
Það er alltaf eitthvað ferskt að finna í Undiröldunni enda íslenskt tónlistarfólk duglegt að senda frá sér nýtt efni. Að þessu sinni er það áður óútgefið lag af nýrri tónleikaplötu Sigur Rósar, fyrsti söngull af væntanlegri plötu Auðar og auk þess nýtt efni frá Bony Man, Valgeiri Guðjóns og Vigdísi Völu Valgeirsdóttur, Ara Árelíusi og að lokum samstarf Dodda og Aldísar.
17.11.2020 - 16:10
Fimm poppuð og bara þægileg fyrir helgina
Það er engin þörf á að fara úr jogginggallanum og í eitthvað meira glamúrus til að njóta fimmunnar að þessu sinni. Í boði er nýtt frá undrabarninu Billie Eilish, sækadelíu-gospelbræðingur frá Knocks ásamt Foster the People, ástfanginn Bakar, grænu augun hennar Arlo Parks auk þess sem gamall perraslagari er endurnýttur af Avalanches ásamt Leon Bridges.
Nýtt frá Ólafi Arnalds ásamt Bonobo og Aldísi Fjólu
Fjölbreytnin er í fyrirrúmi í Undiröldu kvöldsins og boðið upp á allt frá nýklassískri raftónlist yfir í argasta popp. Aldís Fjóla er með nýjan söngul og heitasta útflutningsvara þjóðarinnar í vikunni - Ólafur Arnalds - býður upp á samstarf við Bonobo auk þess sem Funk Harmony Park, Enginn, Hákon, Babies og Anton How koma við sögu.
12.11.2020 - 17:45
Nýtt frá Sycamore Tree og Helga Björns ásamt Sölku Sól
Tónlistarfólkið er frekar dramatískt í byrjun vikunar ef eitthvað er að marka útgáfuna sem er í hátíðlegri kantinum þennan þriðjudag í Undiröldunni. Í boði eru ný lög frá Helga Björns ásamt Sölku Sól, Sálgæslunni ásamt KK, Sycamore Tree og Arnari úr Leaves auk þess sem Kristrún, Hákon, Enginn og Hreimur leggja í púkkið.
10.11.2020 - 16:30
Fimm ferlega fín á föstudegi
Það er langt síðan við höfum fengið gott rapp í fimmunni en risarnir Busta og Kendrick hafa gæði sem er ekki hægt að líta fram hjá. Auk þeirra er brakandi fersk hljóðblöndun á Deftones, kólumbískt stuðlag frá Ela Minus, kynngimagnaður klúbbari frá krökkunum í PVA og gallsúr sækadelía frá súrheysturnunum í King Gizzard And The Lizard Wizard í boði.
Nýtt frá gugusar x Auði og Ruddanum x Svavari Knúti
Að venju er stappfull Undiralda af spriklandi fersku fjörefni úr djúpinu. Helst má nefna samstarf ungstirnisins gugusar og Auðar en einnig koma við sögu félagarnir Ruddinn og Svavar Knútur, landar að gera það gott erlendis, innflytjendur og ýmislegt annað.
05.11.2020 - 15:05
Nýtt frá Gísla Kjaran, Teiti og Friðriki Ómari
Það er nóg að gera í útgáfunni á landinu kalda og færri komast að en vilja í Undiröldunni að þessu sinni. Í boði eru ný lög frá Gísla Kjaran, Pétri Erni Guðmundssyni, Teiti Magnússyni, ábreiða Friðriks Ómars af gömlu íslensku dægurlagi auk þess sem Mæðraveldið óskar fólki til hamingju með nýju stjórnarskrána.
04.11.2020 - 10:15
Fimm hryllilegar nornamyndir fyrir hrekkjavökuna
Það er ekki skynsamlegt að fara í hús og biðja um grikk eða gott eða að halda hrekkjavökuveislu í ár en það er upplagt að halda upp á daginn með því að skera út grasker, setja á sig topphatt, munda kústskaft og horfa á nornamynd með heimiliskettinum.
31.10.2020 - 11:16
Gamlir hressir kallar og þrjár yngri konur í Fimmunni
Það er ágætisblanda af reynslu og æsku í Fimmunni að þessu sinni, í boði er nýtt frá hýru norsku poppprinsessunni Girl In Red, apakettirnir í Gorillaz eru með Beck með sér, Hot Chip reynir að trompa það með því að fá goðsögnina Jarvis Cocker á mækinn, rísandi stjarnan Julien Baker reynir að gera sig gilda og Lana Del Rey lokar þessu með fyrsta sönglinum af væntanlegri breiðskífu.
30.10.2020 - 13:35
Nýtt frá GusGus + Vök og Karitas Hörpu + Svavari Knúti
Í Undiröldunni að þessu sinni fáum við ný samstarf frá GusGus og Vök og Karitas Hörpu og Svavari Knúti auk nýrra laga frá hressu krökkunum í Mammút, nýliðunum í Greyskies, Rúnari Þóris, Hringfara og hinum mexíkóska Anderveil í samstarfi við Sóleyju.
29.10.2020 - 15:00
Fimm hress en krefjandi fyrir COVID-þreytta
Fleetwood Mac goðsögnin Stevie Nicks ríður á vaðið í fimmunni þennan föstudaginn og í kjölfarið koma góðmennið Sufjan Stevens, sænska poppprinsessan Lykke Li, hávaðameistarinn Daniel Lopatin og að lokum Blake, James Blake með einn hristann en ekki hrærðan.
Kristín Sesselja, Sniglabandið og Babies með nýtt
Það er Kristín Sesselja sem ríður á vaðið í Undiröldunni að þessu sinni með lag af væntanlegri plötu. Við kynnumst einnig nýju samstarf Babies og Unu Stef, heyrum hvernig Sniglabandið fagnaði 35 ára afmæli sínu og heyrum ný lög frá Thin Jim and The Castaways og fleirum.
22.10.2020 - 14:35
Ný tónlist frá Barða og Betu Ey, Dr. Spock og fleirum
Það er fullur gangur í tónlistinni þrátt fyrir alls konar vesen og íslensk útgáfa er með miklum blóma. Helst með nýja tónlist í þessari viku eru Popparoft og Zöe með poppaða slagara, Barði og Beta Ey í samstarfi, Gunnar the Fifth og Ásgeir auk þess sem nostalgía og kántrí fá að fljóta með.
21.10.2020 - 12:35
Sjö fjörugar fjölskylduþrautir í faraldri
Helgarfríið er runnið upp og samkvæmt tilmælum sóttvarnayfirvalda er mælst til þess að allir haldi sig heima við að mestu. Helgin getur samt hæglega verið bæði fjörug og viðburðarík. Það er ýmislegt skemmtilegt sem hægt er taka upp á heima og drífa alla fjölskylduna með.
17.10.2020 - 11:20
Fimm fönkí fyrir tæpa tónlistarunnendur
Að venju er fjölbreytnin í fyrirrúmi í fimmunni og að þessu sinni er boðið upp á rave-slagara í rólegri kantinum, dísætar apríkósur, feitar fönkslummur og endað á smá sjálfsvorkunn – það má ekki gleyma henni.
Nýtt frá Lay Low og unga fólkinu
Nýja stjórnarskráin, sem hefur töluvert verið í fréttum vikunnar, er ofarlega í huga Lay Low sem syngur part af henni í Undiröldu kvöldsins sem fer að mestum hluta í listafólk sem er að stíga sín fyrstu skref í bransanum þrátt fyrir að vera kannski ekki öll byrjendur.
15.10.2020 - 15:00
Bríet, Hjálmar og Tómas Welding með nýtt
Hressleikinn í útgáfu á íslenskri heldur áfram og að þessu sinni er boðið upp á nýtt frá sumum af vinsælustu tónlistarmönnum yngri kynslóðarinnar á árinu, þó að reynslan og Suðurnesja-seiglan fái líka að fljóta með í blönduna.
14.10.2020 - 11:20
Fimm fantagóð fyrir helgina
Það er seiðandi og ískaldur kokteill í boði fyrir heimasætur í Fimmunni að þessu sinni. Byrjað er í femínisma úr Skíriskógi farið þaðan í prýðilegt indí-rokk og endað á fönkí bleiknefjaslögurum sem eru fullkomnir í bakgrunninn fyrir spæjarana sem berjast gegn glæpaöldunni á Siglufirði.
Nýtt frá Snorra Helga, Raven, Krassasig og Elvari
Merkilegt nokk er sko engin slaki í útgáfu á íslenskri tónlist þrátt fyrir að ýmislegt annað sé komið í hægagang. Þennan þriðjudag er alls konar fólk í Undiröldunni með ný lög en þeirra þekktust líklega vísnaskáldið Snorri Helga og tónlistarkonan Raven.
07.10.2020 - 10:00
Fimm fersk og frískandi fyrir helgina
Öll froðudiskótek verða lokuð um helgina og þess vegna er um að gera að nota hana vel, til dæmis með því að liggja flöt á sófanum og láta sér leiðast óbærilega með góða tónlist frá fimm á föstudegi í eyrunum.
Nýtt frá Jónsa og Robyn, Draumförum og Króla og Mammút
Það eru veisluhöld að venju í Undiröldu kvöldsins þegar nýrri íslenskri útgáfu er fagnað. Á veisluborðinu þennan daginn eru ný lög frá Sigurrósar-Jónsa sem bíður upp á samstarf við sænsku poppprinsessuna Robyn; samstarf Draumfara og Króla; nýbylgja frá Mammút; og ýmislegt annað hressandi.
01.10.2020 - 16:10