Færslur: Við mælum með

Fimm ferlega fín á föstudegi
Að venju er fjölbreytnin í fyrirrúmi í Fimmunni og við byrjum á sálartónlist frá Kaliforníubandinu Gabriels, síðan er það blessað kántríið sem er teygt og togað af Hamilton Leithauser og Kevin Morby. Bandaríski jazztrommarinn Makaya McCraven tekur við og ætti að koma flestum á dansgólfið en Animal Collective nær að tæma það með tilraunarokki. Að lokum er það svo megakrúttið Koffee sem er með sjóðheitt á könnunni.
Grillað í mannskapnum
Hjálmar og Prins Póló velta fyrir sér stöðunni á pallinum þegar vetur konungur bankar upp á, í nýju lagi sínu - Grillið inn í Undiröldu kvöldsins. Einnig eru í boði ný lög frá rokksveitunum Mono Town og Ottoman, angurvært popp Mimru og Hudson Wayne, landinn Þorsteinn Einarsson sem er að gera það gott í Austurríki og að lokum popppartý frá félögunum Jóni Arnóri og Baldri.
21.10.2021 - 16:40
Með bauga í ölduróti hugans
Það eru heldur betur stórskotalið í Undiröldu kvöldsins þar sem útgáfa helgarinnar var frekar kraftmikil. Birnir ríður á vaðið en hann sendi frá sér nýja plötu á föstudag. Önnur með ný lög eru Herbert Guðmundsson, Bubbi, Ásgeir Trausti, Svala Björgvins, Jón Jónsson og bróðir hans Friðrik Dór sem kom fram í Tónaflóði.
19.10.2021 - 17:10
Fimm með fjölbreyttasta móti
Það er boðið upp á alls konar djass í fimmunni að þessu sinni. Við byrjum á hnífamanninum Headie One úr drill-senunni í London og förum þaðan yfir í reggae- og dancehall-töffarana Skip Marley og Popcaan. David Holmes og Raven syngja súrt teknó á ensku og frönsku síðan er það alþjóðlegt fönk frá Los Bitchos og Matthew E. White sem kemur okkur þægilega inn í helgina.
15.10.2021 - 13:00
Að sogast inn í svarthol er góð skemmtun
Undiraldan er frekar djúp að þessu sinni og við fáum kuldapopp frá hressu stelpunum í Kælunni miklu og Gróu. Önnur með nýtt eða nýlegt eru þau Sindri Sin Fang, Hugrún, Milkhouse, Benedikt Gylfason og indie-krakkarnir í Supersport!
14.10.2021 - 12:00
Kannski í næsta lífi, aumingi
Að venju er af nógu að taka í útgáfu helgarinnar og margt að hlusta á. Konurnar eru í meirihluta og við fáum ný lög frá GDRN, Vök, Zöe, CeaseTone, Brynju ásamt Marra, dönsk íslensku Eyjaa-systrum og að lokum hressandi rokk frá RedLine.
12.10.2021 - 16:40
Fimm framúrskarandi á föstudegi
Það er feit vika í tónlistinni þennan föstudag og boðið upp á nýtt lag frá indie-kúrekastelpunni Mitski, neglu um fyrrverandi kærasta frá dúettnum Wet Leg og virkilega fágað danspopp fyrir fagurkerann frá Bonobo. Síðan er það TikTok-stjarnan PinkPantheress sem biðst afsökunar og að lokum bjóða hávaðagrísirnir í LOW upp á erfiða en fallega ballöðu.
Léttur látúnshnefi á lúðurinn
Nú er það nýlegur jazz í Undiröldunni en útgáfa undanfarna mánuði hefur verið lífleg. Við fáum lög frá árinu 2021 - frá tónlistarfólkinu Mikael Mána Ásmundssyni, Hróðmari Sigurðssyni, Marínu Ósk og Rebekku Blöndal, Andrési Þór og Agnari Má, Tómasi R. ásamt Röggu Gísla og lúðrasveitinni Látúni.
07.10.2021 - 17:15
Týpa sem við þekkjum öll í stormi
Snorri Helga ríður á vaðið í Undiröldu kvöldsins, en hann sendir frá sér annað lagið af væntanlegri þröngskífu sinni þar sem hann dettur í grimma nostalgíu. Önnur með ný lög eru þau Magni og Ágústa sem eru í nýpússuðum kúrekastígvélum, auk Júlí Heiðars, Superserious, Hákons, Leiksviðs fáránleikans, Elínar Bergljótar og Jónasar Björgvinssonar.
05.10.2021 - 18:25
Fimm svellköld á sveitaballið
Það er farið á ball í fimmunni að þessu sinni og við byrjum í Ohio þar sem Idles skapa stemningu í The Beachland Ballroom. Þaðan förum við í sólina með Remi Wolf og síðan liggur leiðin á flæmska dansgólfið með þeim stöllum Charlotte Adigérí og Bolis Pupul. Hinum megin við Ermasundið er það Orlando Tobias Edward Higginbottoms sem rokkar dansgólfið með sveit sinni Totally Enourmous Extinct Dinosaurs og síðastir á gólfið eru síðan Ástralarnir í Parcels með sitt silkimjúka diskódanspopp.
Allir litir heimsins í tæknivæddum nútíma
Útgáfa vikunnar er öflug að venju. Hún býður upp á nútíma diskó frá súpergrúbbunni Dynomatic og popppíunni Unu Schram. Önnur með ný lög eru Stefán Jakobsson úr Dimmu, Regína Ósk, Silja Rós, Sniglabandið litríka og félagarnir Pétur Arnar og Geir Ólafs.
30.09.2021 - 16:30
Skagfirskt hamfarapopp er ekkert grín
Útgáfa var með hressara móti síðustu helgi með nýjum útgáfum frá gleðisveitinni Baggalút og skagfirsku söngsveitinni Úlfi Úlfi, sem nú eru með Sölku Sól með sér. Önnur sem koma við sögu eru Gummi Tóta, Fríða Dís, Kul, K. Óla ásamt Salóme Katrínu, Albatross og súpergrúbbunni Lón.
28.09.2021 - 18:00
Síðdegisútvarpið
Harðasti matargagnrýnandinn mælir með þessu í kvöld
Katrín Guðrún Tryggvadóttir kann ekki að meta allan mat, en hún mælir með margaritu, pepsi og lakkrís í kosningavökuna. Hún hefur sýnt það í þáttunum Með okkar augum að hún lætur ekki bjóða sér hvað sem er, en veit nákvæmlega hvað á að hafa á borðum þegar góða veislu gjöra skal.
Tónlist
Fimm æsandi fjörug fyrir kosninganótt
Það kemst fátt annað að en kosningar hjá okkur þessa dagana en erlendum poppstjörnum er nákvæmlega sama um það. Hljómsveitinni Alt-J er mest sama og tilkynnti endurkomu sína í vikunni. Því til viðbótar eru pæjurnar St. Vincent, Bessie Turner og Jasmine Thompson með nýtt efni og harðkjarnasveitin Turnstile bankar á heimsfrægðarhringhurðina góðu.
Sungið um foreldrahlutverkið og kviksyndi ástarinnar
Það er að venju af nógu að taka í útgáfu vikunnar af íslenskri tónlist og því er fagnaðarefni að Undiraldan sé aftur í línulegri dagskrá á Rás 2. Tónlistarfólkið sem á sviðið að þessu sinni eru syngjandi glaður Damon Albarn, stelpurnar í Konfekt, Soma, þríeykið Sin Fang, Örvar Smárason og Sóley, Árstíðir, og síðast en ekki síst rappararnir Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur sem syngja um foreldrahlutverkið.
23.09.2021 - 15:30
Fimm djössuð stuðlög á föstudegi
September er hálfnaður sem þýðir að nú eru tæplega hundrað dagar til jóla og því ber að fagna með djössuðum og dansvænum slögurum frá gleðisveitinni Glass Animals, töffaradúettinum Tokimonsta og Channel Tres, saxófónsgeggjaranum Kamasi Washington, rapparanum knáa Little Simz ásamt Obongjayar og söngkonunni geðþekku Yebbu.
Nýtt frá Dr Gunna, Pale Moon og Bjartmar og Bergrisunum
Undiraldan er einungis á netinu þessa dagana vegna komandi kosninga en það stoppar ekki tónlistarfólkið í útgáfunni. Þessa viku heyrum við ný lög frá jazzistanum Önnu Grétu, þungarokkurunum í Dimmu, ópólítískum Bjartmari ásamt Bergrisunum, rússnesk-íslensku Pale Moon, tilraunakenndri Tunglleysu, hljómsveit Dr. Gunna, hlaðvarpsstjörnunni Flosa og áhrifavaldabandinu Superserious.
16.09.2021 - 17:30
Fimm súr í súld
Blessuð súldin elskar allt, allt með kossi vekur eins og við vitum og þess vegna þarf blessunin tónlist við hæfi og hana skortir ekki í fimmunni að þessu sinni. Í boði eru lög frá Lönu Del Rey, Big Thief, Radiohead, BadBadNotGood og Joy Orbison ásamt Léu Sen en þau eru öll gíruð í himneska hauststemmningu.
Kontiniuum og Karlotta í Undiröldunni
Vegna kosninga er Undiraldan einungis á RÚV-vefnum þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að tónlistarfólk sendi frá sér músik. Að þessu sinni eru það Kontiniuum, Gunni og Felix, Devine Defilement. Karlotta, Heiða, Bony Man, Thin Jim & the Castaways og Hlynur Ben sem láta ljós sitt skína.
09.09.2021 - 15:30
Fimm hel hressandi við helgarþrifin
Kanye West átti flestar fyrirsagnir í vikunni og við fáum tóndæmi frá séranum í fimmunni. Auk þess koma við sögu hulduhitt frá Caroline Polachek, sumarbústaðarstemning frá Sufjan Stevens ásamt Angelo De Augustine og hressandi post pönk sem passar við kraftskúringar frá Parquet Courts og Amyl & the Sniffers.
Herra Hnetusmjör ásamt Flóna og Birnir ásamt Aroni Can
Hamraborgarprinsinn Herra Hnetusmjör sendi frá sér nýja plötu síðastliðinn þriðjudag sem verður að teljast til tíðinda. Auk þess er boðið upp á nýtt og nýlegt efni frá Birni ásamt Aroni Can, Kælunni miklu, Heró, Hipsumhaps, Omotrack, Krömpum og Daníel Hjálmtýssyni í Undiröldunni að þessu sinni.
02.09.2021 - 15:00
Nýtt frá Nýdanskri, Kælunni miklu og Bigga Maus
Sum af síðustu lögum sumarsins detta inn í Undiröldu kvöldsins þar sem Nýdönsk eru í kosningaham, Biggi í Maus biður fyrirgefningar en Kælan mikla syngur inn ný lægðarkerfi og hauststorma. Auk þeirra koma við sögu, Brek, Kef Lavík, Tendra, Magnús Jóhann Ragnarsson og Skúli Sverrisson.
31.08.2021 - 17:50
Tengivagninn
Hangskvikmyndir fyrir sóttkvína
Hangskvikmynd er mynd sem hefur ekki endilega sterkan söguþráð heldur hanga persónur hennar saman. Hún getur einnig verið kvikmynd sem áhorfendur geta horft á aftur og aftur án þess að fá leiða á, eins og að hitta gamlan vin. Tengivagninn fékk kvikmyndarapælara til að mæla með fimm slíkum myndum fyrir fólk sem þarf að hanga heima.
10.08.2021 - 10:45
Fimm hugguleg fyrir helgina
Það er rólegheitastemmning í Fimmunni að þessu sinni með nýjum lögum frá pabbarokksveitinni The War On Drugs, tónlistarkonunni Courtney Barnett sem syngur um peninga og vinunum Natalie Bergman og Beck sem endurgera saman gamla sálarperlu en James Blake leitar að innri friði og að lokum er það furðufuglinn Chilly Gonzales sem lýsir yfir endurkomu tónlistarinnar.
Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína
Smit hafa greinst víða um land síðustu daga sem þýðir að margir landsmenn þurfa að hliðra áformum um mannamót og ferðalög og halda sig heima í sóttkví eða einangrun. Til að stytta sér stundir er tilvalið að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.07.2021 - 10:25