Færslur: Við mælum með

Fimm alls konar á föstudegi
Fimman fer um víðan völl að þessu sinni, þó amerískt indí sé í aðalhlutverki. Soccer Mommy og Yaya Bey bjóða upp á glænýjar plötur, Lil Nas X heldur áfram að ögra og Stereolab sendir frá sér nýja/gamla snilld.
Við mælum með
Sögur til að lesa í sveitinni í sumar
Seint á 19. öld og snemma á þeirri 20. fluttust Íslendingar unnvörpum úr sveit í borg og íslensk skáld kepptust við að ýmist dásama gamla heiðarbúskapinn eða bölva honum. Enn í dag njótum við afraksturs þessarar bókmenntahefðar og tilvalið er að gera það einmitt nú, þegar sólin er hátt á lofti og fólk ferðast um sveitir landsins.
24.06.2022 - 10:03
Að hafa gaman með vinum
Meginstefin eru tvö í Undiröldu kvöldsins, sem kemur þó víða við, þau eru annars vegar hipphopp og hins vegar rokk með sígildum brag.
21.06.2022 - 21:38
Una Torfa – Flækt og týnd og einmana
Stuttskífan Flækt og týnd og einmana er fyrsta útgáfa söngvaskáldsins Unu Torfa.
Mitt á milli
Það er annars vegar rokkið og hins vegar raftónlistin sem ráða för í Undiröldunni að þessu sinni og við heyrum meðal annars ný lög frá Kahnin, Pocketchain, Kónguló og neonme, og Bjartmari.
15.06.2022 - 09:40
Heidrunna - Melodramatic
Melodramatic er fyrsta breiðskífa tónlistarkonunnar Heiðrúnar Önnu eða Heidrunna.
13.06.2022 - 16:40
Fimm sólríkir og sumarlegir smellir
Það er dans og gleði í fimmunni að þessu sinni þar sem boðið er upp á ný lög frá hressu dansdrengjunum í Jungle, franskan hússmell frá Myd, Sudan Archives setur lag um konur og hár í blönduna sem er fylgt eftir af franska bandinu La Femme sem er suðrænt og seiðandi en Maggie Rogers sér um poppið.
Björt framtíð og blómabörn
Að venju er enginn skortur á nýrri íslenskri tónlist í Undiröldunni en í þetta skiptið er það Svala Björgvins sem syngur fyrst allra um bein og bjarta framtíð. Önnur með ný lög eru gruggrokkarinn Aldís Fjóla, Hrafnar frá Vestmannaeyjum, Holy Hrafn, Rebekka Blöndal, Hörður Gunnar Ólafsson og Svavar Viðarsson sem er ásamt félaga sínum Bjarna Ómari.
10.06.2022 - 12:10
Hver er þessi græna eyja?
Það er nýtt þjóðhátíðarlag sem byrjar Undiröldu kvöldsins. Þetta er annað lagið í sögu Þjóðhátíðar sem kona semur og flytur. Það er langt frá því að vera það eina sem er fréttnæmt af útgáfumálum íslensku tónlistarsenunnar því það er jafnframt boðið upp á nýtt frá Greyskies, Krassasig, Laufey, Siggu Ózk, Mimru, The Sweet Parade og Eymari.
07.06.2022 - 18:30
Senn fer vorið á vængjum yfir flóann
Það er nóg af sumarslögurum í Undiröldunni að þessu sinni þar sem JóiPé sendir frá sér sitt fyrsta sólóefni og Góss flautar inn sumarvertíðina. Önnur með nýtt efni að þessu sinni eru Eyjapeyinn Júníus Meyvant, Prins Póló, Gummi Tóta, Draumfarir ásamt Friðriki Dór og Valgerður Guðnadóttir.
03.06.2022 - 14:00
Fimm fínir hvítasunnuslagarar á föstudegi
Það eru Yeah Yeah Yeah's og Perfume Genious sem keyra hvítasunnuhelgina í gang í Fimmunni og við af þeim tekur rapparinn Aitch sem brúar kynslóðabilið. Þeim er fylgt eftir af mótþróamaninu M.I.A. sem úthellir heilögum anda, þá taka Frakkarnir í Phoenix keflið og rétta það post pönkurunum í Yard Act sem klára helgarskammtinn með 100% þolgæði og þrautseigju að leiðarljósi.
03.06.2022 - 10:00
Konur á barminum
Heiðrún Anna er fyrst undir nálina í Undiröldunni að þessu sinni en síðan fylgir fast á hæla hennar Reykjavíkurdóttirin Karítas. Í kjölfarið kemur djass frá Kjass, tilraunaverk frá Korda Samfónía, blúsaður djass frá Marínu Ósk og dramatískt popp Sjönu Rutar.
31.05.2022 - 16:35
Fimm kælandi á föstudegi
Það verður sjóðheitt á landinu um helgina og um að gera að hafa kælandi en nýja tónlist við hendina. Eins og stundum áður kemur Fimman til hjálpar. Við byrjum á synþahlöðnu kuldarokki frá ensku sveitunum Working Men's Club og PVA, förum þaðan í dreymandi sálma Mogwai og Odesza og endum loks á apareifi með þeim Amadou & Mariam, Blondish og Francis Mercer.
Eru ekki allir brosandi á Rhodos?
Að venju er boðið upp á fjölbreyttan og ferskan tónlistarkokteil í Undiröldunni þar sem sum eru í sumarstuði eins og t.d. Ultraflex og Poppvélin. Annað tónlistarfólk með nýtt efni eru Prins Póló, Gugusar, Hildur Vala, Una Torfa og Haffi Hjálmars.
24.05.2022 - 16:40
Fimm sumarleg og seiðandi á föstudegi
Það er raftónlistarslagsíða á fimmunni þennan föstudag þar sem boðið er upp á rafpopp frá Flume ásamt Emmu Louise og alvarlegri sálma frá Daniel Avery og vinkonum hans Kelly Lee Owens og HAAi. Síðan rennum við okkur á dansgólfið í sleggjur frá KH, Diönu Ross og Tame Impala og lokum þessu í nostalgíukasti Pusha T og Kanye West.
Angurvær ást og sjálfshatur
Að venju fjölbreyttur kokteill í boði hjá Undiröldunni þar sem Hjálmar hrista saman seiðandi samstarf með karabískum kryddjurtum við GDRN og Tilbury eru á svipuðum nótum með Mr Sillu. Önnur með framlag að þessu sinni eru The Perfect Weekender, Projekt, Einar Vilberg og þungbrýndur Mosi frændi.
20.05.2022 - 10:45
Fimm frelsandi á föstudegi
Pulitzer-verðlaunahafinn Kendrick Lamar stal öllum fyrirsögnum í tónlistarpressunni í vikunni með lagi sínu og myndbandi, The Heart pt. 5. Það voru líka fleiri sem áttu góða spretti í vikunni, þar á meðal King Gizzard And The Lizard Wizard, Arcade Fire, Toro y Moi og Sharon Van Etten.
Bræðurnir dansa eins og hálfvitar
Það er blönduð sumarstemmning í Undiröldu kvöldsins þar sem jákvæðustu bræður í heimi dansa sig inn í sumarið og Íris Lind og Páll Rósinkranz taka bara eitt skref í einu inn í sama sumar. Annað tónlistarfólk með nýtt efni að þessu sinni eru Foreign Monkees, Nýju fötin keisarans, Ragnar Ólafsson og Sólveig Ásgeirsdóttir, Klaufar og Bjarni Ómar Haraldsson ásamt Svavari Hafþóri Viðarssyni.
13.05.2022 - 11:00
Nýtt met og maðkur í mysunni
Rappararnir Daniil og Joey Christ áttu helgina á Spottanum og slógu þar nýtt met en eitt og annað merkilegt kom líka út síðastliðna viku. Þar má nefna slagara frá Moses Hightower ásamt Prins Póló, Írafári, Hákoni, Sexy Lazer, Nátttrölli og Virgin Orchestra.
10.05.2022 - 17:00
Lón - Thankfully Distracted
Súpergrúppan Lón gefur út fyrstu plötu sína, Thankfully Distracted, á næstu dögum en frumflytur hana í heild sinni á Rás 2 í vikunni. Sveitin er skipuð þeim Valdimari Guðmundssyni söngvara, Ómari Guðjónssyni sem spilar á kassagítar, slagverk og bassa, Ásgeiri Aðalsteinssyni á kassagítar og slagverk en þeim til aðstoðar eru Högna Ómarsdóttir á víólu og Tommy Baldur á trommur.
09.05.2022 - 16:15
Fimm með fjölbreyttasta móti á föstudegi
Það er fínasta blanda af tilvistarkreppupoppi og dansvænni lífsgleði í fimmunni að þessu sinni þar sem The Smile og Sun's Signature sjá um þunglyndið en Lizzo og Tom Misch sjá um gleðina á gólfinu og Flume og Caroline Polachek staðsetja sig svona mitt á milli upp til að halda jafnvægi á stemmningunni.
Orðljótur orðljótur um heilbrigðiskerfið
Þau eru fjölbreytt, hugðarefni tónlistarfólksins í vikunni, þar sem sungið er um erfiða tíma, hlaupkenndan maga, heilbrigðiskerfið, tré, ljós, byltingu og margt annað skemmtilegt af dúettinum BSÍ, Júlí Heiðari, Bjartmari og bergrisunum, Guðríði Hansdóttur ásamt Eivöru, knattspyrnumanninum Þormóði, Birgi Hansen og rapparanum Orðljóti.
06.05.2022 - 11:30
Reiðir menn fá ekki stæði
Það er alls konar jazz og huggulegheit í Undiröldu kvöldsins þar sem Sváfnir Sigurðarson syngur fyrstur óð til reiðra manna sem fá ekki stæði. Annað glænýtt og ferskt er frá jazz-dúettunum GDRN og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Silvu Thordardottur og Steingrími Karl Teague en síðan taka Páll Rósinkrans, Snorri Helga og stuðboltinn Love Guru við.
03.05.2022 - 17:00
Fimm á radarinn fyrir helgina
Það er venjulegur dans og línudans í Fimmunni að þessu sinni þar sem Hot Chip-bræður skríða aftur inn á radarinn, beinir í baki, og fast í kjölfarið koma Jamie xx og Leeds-ararnir í Easy Life. Síðan er það lágstemmd kerta- og kúrekastemmning frá Angel Olsen og L.A.-skvísunum í Muna.
Seðlar, sól, sjálfstraust og sveitaböll á Suðurlandi
Ballþyrst poppáhugafólk ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Undiröldu kvöldsins sem keyrir helgina í gang með sumarslögurum sem fjalla um allt frá seðlum og sjálfstrausti til sólar og sveitaballa á Suðurlandi. Með nýtt eru Emmsjé Gauti og herra Hnetusmjör, Vök, Stjórnin, Ari Árelíus, Karitas Harpa, Eyjaa-systur og Slagarasveitin.
29.04.2022 - 12:30