Færslur: Við mælum með

Kiriyama Family, Skoffín og Snarri ásamt JóaPé með nýtt
Fjölbreyttur pakki í Undiröldunni að þessu sinni enda mikið vor í íslenskri tónlist. Að þessu sinni rennum við okkur í vandaðan kokteil af poppi, röppuðu teknó-i, vösku ræflarokki og hressum harmonikkuvals.
14.06.2020 - 14:00
Fimm fyrir indírokkþyrstan almúgann
Það er índírokkið sem á sviðið í fimmunni að þessu sinni, verðskuldað því að senan virðist vera ranka við sér miðað við útgáfu ársins í ár og í fyrra. Við erum svo sem ekki enn komin upp í neitt sem heitir almennar vinsældir enn þá, en kannski átti það aldrei að vera þannig.
Nýtt frá Ásgeiri, Gretu Salóme og Óla Stef
Íslenskt tónlistarfólk er svo sannarlega ekki komið í sumarfrí og að venju er boðið upp á hressandi nýmeti í Undiröldunni. Helst má nefna, þennan fimmtudag, upphaf tónlistarferils Óla Stef sem sumir kalla Handbolta-Elvis, ábreiðu sem tók þrjú ár í framleiðslu og nýjan söngul frá Ásgeiri Trausta.
12.06.2020 - 10:50
Nýtt frá Karitas Hörpu, Séra Bjössa og Cacksackah
Lungi Undiröldunnar þennan sunnudag er helgaður tónlistarmönnum af nýja skólanum sem hafa heldur betur verið duglegir að gefa út og senda þættinum lög sín að undanförnu.
07.06.2020 - 14:00
Fimm ferlega þétt á föstudegi
Stutt vika á enda og tími til komin að keyra sig í gang aftur með löðrandi seigu hommakántrí, endurhljóðblandaðri vísindaskáldskaparkvikmyndatónlist, kóreskum bransabyrjanda, bræðrum sem leysa hústónlistarvandann og áhugaverðu verkefni fyrir mannanafnanefnd.
05.06.2020 - 11:44
Skoffín - Skoffín hentar íslenskum aðstæðum
Hljómsveitin Skoffín byrjaði sem eins manns verkefni Jóhannesar Bjarka en fljótlega eftir útgáfu á plötunni Skoffín bjargar heiminum varð verkefnið að hljómsveit. Skoffín hentar íslenskum aðstæðum er önnur plata þeirra en hún var tekin upp í Reykjavík og London af Árna Hjörvari Árnasyni sem hljóðblandaði einnig plötuna og spilar á hljóðgervla og slagverk.
02.06.2020 - 18:30
Nýtt frá Páli Óskari, Stebba Hilmars og Regínu Ósk
Það eru gamlir hundar í bransanum sem eru í aðalhlutverki í Undiröldunni að þessu sinni og boðið upp á ný lög frá stuðkallinum Páli Óskari, Stefán í Sálinni og Regínu Ósk sem öll eru senda frá sér sín fyrstu lög í töluverðan tíma.
28.05.2020 - 15:48
Undiraldan
Nýtt frá Elízu Newman, Febrúar og fleirum
Enn heldur íslenska útgáfan áfram að blómstra og að þessu sinni er boðið upp á ágætis blöndu í Undiröldunni af nýliðum og lengra komnum með fjölbreytta tónlist úr flestum landsfjórðungum.
28.05.2020 - 15:20
Fimm frekar fersk fyrir helgina
Þá er loksins komin helgi aftur og kominn tími að syngja og tralla sig í gang. Að þessu sinni er boðið upp á einhverja vinsælustu plötusnúða heims, lag með langa sögu, síðasta samstarf trommarans Tony's, martröð tónlistargagnrýnandans og að lokum smá þunglyndisvísu.
Ultraflex, When 'Airy Met Fairy og Volcanova með nýtt
Það eru ferskir vindar í Undiröldunni að þessu sinni og hellingur af tónlistarfólki með nýtt efni sem margir hafa líklega ekki heyrt. Mörg þeirra hafa þó unnið að tónlist í einhvern tíma og bíða þolimóð eftir að frægðarsólin brjótist í gegn og brenni þau á nefinu.
14.05.2020 - 17:30
Fimm rokkuð og rómantísk á föstudegi
Nú er það rokkið og samkvæmt síðustu athugun er það með mjög góðu lífsmarki og sumir myndu segja í hressara lagi þó það sé auðvitað skammt í blúsinn. Í boðið mæta dáðadrengir frá Dublin, plata ársins hingað til, höfuðpúðar á bílsæti, uppáhaldshljómsveit Iggy Pop og þunglyndur Ástrali.
08.05.2020 - 10:25
Nýtt frá Má og Ívu, Hreimi og Vestfjarðaundrinu Ouse
Það er blásið til veislu þennan fimmtudag í Undiröldunni og fjölbreytni íslensks tónlistarlífs könnuð ofan í kjölinn. Á boðstólum er pjakkur að vestan, ábreiða af Ragga Bjarna og fyrsta sólólag frá Hreimi síðan 2012 og margt fleira.
07.05.2020 - 16:00
Fimm sjóðandi heit og sumarleg á föstudegi
Nú er vissara að bera á sig góða sólarvörn, að minnsta kosti 50, því Fimman er sjóðandi heit og sumarleg að þessu sinni. Það er boðið upp á tryllt taí-fönk, eitraða endurhljóðblöndun, vel tennta teknó-tæfu og -tarf og endað á sérbökuðum súkkulaðieftirrétti.
Átta baráttupopplög verkalýðsins fyrir 1. maí
Á þessum degi verkalýðsins bjóðum við upp á átta blóðheita slagara um kjarabaráttu, táradal tannhjóla atvinnulífsins og ósanngjarna yfirmenn.
01.05.2020 - 09:07
Jónsi, Krassasig og endurblandaður Bubbi
Sunnudagur og sól í Undiröldunni að þessu sinni enda full ástæða til fagnaðarláta þar sem við fáum fyrsta sólólag frá Sigurósar-Jónsa í tíu ár, endurhljóðblandaðan Bubba, glænýtt lag frá Krassasig og fleira gott.
26.04.2020 - 15:07
Warmland, Rokky og Ljótu hálfvitarnir með nýtt
Eins og oft áður ræður fjölbreytnin ríkjum í Undiröldinni en eitt breytist aldrei og það er að tónlistin er ný og íslensk. Meðal tónlistarmanna með brakandi ferskt í eyrun þennan sunnudag eru Warmland, Rokky og Ljótu hálfvitarnir.
19.04.2020 - 13:25
Fimm hressandi stuðlög fyrir helgina
Nýr Elvis sendir frá sér TikTok-snilld, fólk svarar ekki símanum til að vera merkilegt og þriðji þáttur í nýju sápuóperunni frá Gorillaz, poppsnilld með óvæntum endalokum og gaur sem reynir að fokka þessu öllu upp.
Nýtt frá JóaPé x Króla, Myrkva og Emmsjé Gauta
Páskarnir loksins búnir en það voru greinilega ekki margir lögbundnir frídagar að flækjast fyrir tónlistarfólkinu okkar því útgáfa var bara með hressasta móti. Í boði þennan fimmtudag eru nýjar útgáfur frá Emmsjé Gauta, Of Monsters & Men, JóaPé x Króla og fleirum.
16.04.2020 - 15:20
Sjö sótfyndnir grínþættir sem nóg er til af
Rétt upp hönd sem ætluðu að byrja að skokka í sóttkvínni, horfa á The Wire, lesa Dostojevskí, taka maraþon í frönsku nýbylgjunni eða sökkva sér ofan í stóíska fegurð Tarkovskís. Enginn?
11.04.2020 - 11:52
Fimm fyrir geggjaða geðheilsu og galna tíma
Þótt það sé nú kannski ekki mikil tilbreyting fyrir sumt fólk að detta í helgarfrí þessa dagana, þá reynum við nú samt. Í helgarfixinu að þessu sinni er boðið upp á hressa krakka, hómóerótík fyrir áhugafólk um álfelgur, nærandi meðferð, norðurírskan tvíhöfða og léttlynda landkrabba.
Auður, Kahninn og GDRN með nýtt
Það er heldur betur stórskotalið sem er dregið fram í Undiröldunni að þessu sinni og í boði ágætis þverskurður af íslensku tónlistarlífi. Við fáum nýja svítu laga undir áhrifum frá Pink Floyd og Mars Volta, flauelsmjúkt popp, stjörnum prýtt kántrí og kunnuglega rödd sem segir okkur að þetta verði allt í lagi.
02.04.2020 - 15:15
Fjögur mikilvæg popplög í réttindabaráttu svartra
Í réttindabaráttu svartra sem hófst í Bandaríkjunum upp úr miðri síðustu öld var tónlist mikilvægur farvegur fyrir reiði, þrár og vonir. Í þættinum Tónmál tímans í gær var fjallað um lög sem tengjast morðinu á Martin Luther King og hreyfingunni sem barðist fyrir jafnrétti kynþátta.
31.03.2020 - 14:44
Sycamore Tree, Cyber og Skímó með nýtt
Fjölbreytnin er í fyrirrúmi í Undiröldunni þennan sunnudag og í boði er; ástaróður til náttúrunnar, slagari af gamla skólanum frá sveitinni sem setti S-ið í Selfoss, tilraunakennd raftónlist frá röppurum og ýmislegt fleira.
29.03.2020 - 16:10
Fimm fyrir heimavinnandi huggustund á helgarvakt
Tónlistarunnendur sem eru búnir að ákveða að vera bara heima um helgina eiga heldur betur von á góðu í Fimmunni að þessu sinni. Nú er bara að passa sig að stýra ryksugunni og græjunum á ábyrgan hátt svo fúlu nágrannarnir fari nú ekki að dæma.
Paunkholm, Systir og Bistro Boy með nýtt
Við þeysumst um víðan völl íslenskrar útgáfu í Undiröldunni að venju. Það sem er í boði þennan fimmtudag er indírokk með jákvæðum boðskap, ný döbbreggí-hljómsveit, ballöður frá systrum og sveimhugum, auk endurhljóðblöndunar af nýlegu lagi og tilraunakenndrar raftónlistar frá frumkvöðlum í bransanum.
26.03.2020 - 17:14