Færslur: Við mælum með

Fimman
Fimm frökk fyrir helgina
Við komum víða við í Fimmunni að þessu sinni og meðal þess sem er í boði er óléttur rappari, huggulegur bræðingur, syngjandi þýskur teknóguð, plötusnúður í loftbelg og maðurinn sem fann upp reggí.
Nýtt frá Moses Hightower, Steve Sampling og fleirum
Hann er fjölbreyttur, fimmtudagsskammturinn af nýrri íslenskri tónlist í Undiröldunni. Við byrjum þetta í jazzskotnu poppi, fáum síðan súreplasúpu í Færeyjum, endurgerðir og alls konar rokk.
17.09.2020 - 16:00
Nýtt frá Valdimar x Úlfur Eldjárn, Hjaltalín og Krumma
Vikan byrjar með látum í íslenskri tónlistarútgáfu. Undiraldan býður upp á frískandi og nýhristan kokteil frá Valdimar og Úlfi Eldjárn, Hjaltalín, Krumma Björgvins, Geir Ólafs og fleirum.
16.09.2020 - 14:00
Fimm flugbeitt og fönkí fyrir helgina
Pólítík, skilnaðartregi, tóbaksgulir fingur, uprisa holdsins og gestlistinn hans Ingó eru umfjöllunarefnin í fimmunni að þessu sinni, þar sem sumar af skærustu stjörnum popptónlistarinnar rífa okkur í gang.
Nýtt frá Of Monsters and Men, Meginstreymi og fleirum
Útgáfan er hressileg þessa dagana og Undiraldan að venju stappfull af nýrri íslenskri tónlist. Meðal þess helsta að þessu sinni eru nýir sönglar frá Of Monsters and Men, Red Barnett og norskíslenska dúettinum Ultraflex.
10.09.2020 - 15:30
Fimman
Fimm fín fyrir eftirpartýið
Það eru þessi sem sluppu frá fimmunni í ágúst sem eiga sviðið. Þetta eru lúmskar rólegheitaneglur sem vinna á með hlustun. Það er vissulega óheppilegt að lögin séu ekki alveg glæný en umsjónarmaður axlar ábyrgð á því og vonar að það komi ekki að sök.
04.09.2020 - 14:05
Svala, Skurken og Mc Bjór með nýja slagara
Það eru bara allir að semja lög þessa dagana og að venju er Undiraldan stappfull af nýrri íslenskri tónlist. Af helstu tíðindum má nefna nýjasta lag Svölu en hún gefur á morgun út sitt fyrsta frumsamda lag á íslensku. Þá er ekki úr vegi að nefna nýtt efni af fimmtu plötu Skurken.
03.09.2020 - 14:15
Nýtt frá Sycamore Tree, Coney Island Babies og fleirum
Að venju er af nægu að taka í íslenskri tónlistarútgáfu í Undiröldunni og færri komast að en vilja. Að þessu sinni er það áframhaldandi kántríæðið sem runnið hefur á Sycamore Tree, nýr söngull frá Coney Island Babies og ýmislegt fleira sem tekur sviðið.
02.09.2020 - 13:00
Fimm baneitruð á battavöllinn
Það eru alls konar poppblöðrur í boði fyrir tónlistarunnandann í fimmunni í dag. Helst ber nefna; vænan versalakepp, dansvænan jórvíkurbúðing og síðan er það smákökusenan sem er sjóðheit svo er það hamingjan í hönnunarvörum og smá þetta-verður-allt-í-lagi-skilaboð, til að keyra helgina í gang.
Eivör, Zöe og Salóme Katrín með nýtt
Undiraldan er eins og endranær stöppuð af nýrri íslenskri tónlist sem fæstir hafa heyrt áður í kvöld enda er megnið af henni að koma út í vikunni eða á næstu dögum.
27.08.2020 - 15:00
Nýtt frá Loga Pedro, Blaffa ásamt BlazRoca og fleirum
Það er fjölbreytt Undiralda þennan þriðjudag og hellingur af efnilegu tónlistarfólki sem hefur sent frá sér lög síðustu daga. Glöggir hlustendur taka kannski eftir að það er ekki sunnudagur og ekki fimmtudagur en nú hefur Undiraldan flutt sig af sunnudögum yfir á þriðjudaga.
25.08.2020 - 16:43
Fimman
Engin rassblaut skaut í Fimmunni að þessu sinni
Við höldum okkur frá hávaða og látum, glysi og gellustælum í Fimmunni í dag þó popppressan sé upptekin af því. Í staðinn rennum við okkur í glænýja folk- og sveitatónlist frá núverandi þunglyndisheimsmeistara, Bíómynda-bluegrass- drottningu, poppprinsessunni af Nashville, mikilmennskubrjálæðingi í hvítum jakkafötum og breskri folk-stjörnu.
Nýtt íslenskt popp frá nýliðum
Unga fólkið og nýliðar í bransanum taka sviðið í Undiröldu kvöldsins og sýna fram á með fjölbreyttri tónlist hvað gerjunin í íslensku tónlistarlífi er mikil um þessar mundir.
20.08.2020 - 16:20
Nýtt frá Mammút, Loga og Jónsa ásamt Elizabeth Fraser
Ný tónlist streymir í stríðum straumum frá íslensku tónlistarfólki þessa dagana og í Undiröldunni komast færri að en vilja. Meðal því markverðasta sem kom út í vikunni er nýtt lag frá Mammút, Loga og Jónsa ásamt Elizabet Frazer.
16.08.2020 - 14:00
Föstudagsfimman
Sorry, ekkert klám í fimmunni fyrir helgina
Svona er þetta bara, nú er þetta bara rokk og rómantík en engar áhyggjur, þetta verður nú samt ekkert óspennandi rusl. Dúettinn Sorry frá London ríður á vaðið og svo koma óhamingjusamar indístjörnur í langri röð með hressandi sjálfsvorkunn, aðeins of mikla sjálfsvitund og slettu af kímni.
Nýtt frá Ólafi Arnalds ft JFDR, Sin Fang og Sólstöfum
Undiraldan þennan fimmtudag endurspeglar heldur betur veðrið á suðvesturhorninu í þetta skiptið en það hefur ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegt í ágúst. Það er sem sagt boðið upp á dökkan dumbung og djöfullegt drama í tónlistinni og túristinn er pottþétt alveg vitlaus í þetta.
13.08.2020 - 14:45
Nýtt frá Sycamore Tree, Kalla Bjarna og Unu Stef
Heimili nýrrar íslenskrar tónlistar, Undiraldan á Rás 2 er að venju stöppuð af íslenskri útgáfu vikunnar þennan sunnudag. Það helsta sem er í boði fyrir tónlistarunnendur er kántrí frá krökkunum í Sycamore Tree, endurkoma Kalla Bjarna og ábreiða af dægurlagi sem þjóðin þekkir.
09.08.2020 - 14:00
Fimm kvenleg og kyndandi fyrir helgina
Það eru konurnar sem eiga sviðið í Fimmunni þennan föstudaginn enda full ástæða til. Það sem er í boði er heitasta ungstirni poppheimsins með fyrsta söngul af nýrri plötu, norsk elektrópoppdrottning í bíóstuði, langheitasta teknótæfan frá Wales, írsk diskódíva með reynslu og síðast en alls ekki síst poppprinsessan af Jamaíka.
07.08.2020 - 00:01
Ný íslensk tónlist í eyrun
Þrátt fyrir að íslenskir tónlistarmenn geti ekki haldið tónleika þessa dagana þá geta þeir svo sannarlega sent frá sér tónlist eins og sérlega langur Undirölduþáttur ber vitni um þennan fimmtudag.
06.08.2020 - 18:00
Svona er hægt að skemmta sér um helgina
Verslunarmannahelgin er með óhefðbundu sniði í ár, á því leikur enginn vafi. Margir þurfa að hverfa frá plönum sínum um mannamót og veisluhöld og skipta þeim út fyrir eitthvað rólegra og fámennara. Þó við getum ekki hópast saman og haldið upp á þessa stærstu ferðahelgi ársins að gömlum sið er ekkert sem segir að það sé ekki hægt að njóta hennar með fjölskyldu og nánustu vinum.
01.08.2020 - 10:10
Fimm róleg en frekar flippuð fyrir helgina
Verslunarmannahelgin fram undan er kannski með örlítið öðru sniði en við erum vön en tónlistin er klár og hún er hugguleg þrátt fyrir að það sé stutt í flippið. Á matseðlinum má finna indí-útgáfu af popp prinsessunni Taylor Swift, lágstemmt listapopp frá söngvara The National, baritón englarödd í ástarsorg, gallsúrt flipprokk og austurríska en alþjóðavædda sækadelíu.
31.07.2020 - 12:57
Nýtt frá Warmland, Elín Ey, Ouse ft Auður og Hreimi
Blússandi sumarútgáfa í gangi sem þýðir að Undiraldan að þessu sinni er samsett af geggjuðum og glimrandi ferskum stuðslögurum annars vegar og hins vegar rólegum og rómantískum vangalögum sem fá jafnvel hörðustu sambandsafneitunarsinna í eldheitan skemmtistaðasleik.
25.07.2020 - 14:00
Fimm frísk fyrir klúbbinn
Nú verður dansað inn í helgina því fimman er sérstaklega dansvæn að þessu sinni - þrátt fyrir að flestir klúbbar séu lokaðir. Nú verður boðið upp á brjálað stuð, suðræna stemningu, sand á milli tánna, sól í sinni, aukalag og ólgandi kynorku.
Nýtt frá Herra Hnetusmjöri, Hjálmum og Mammút
Þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar sé á ferð og flugi um landið í alls konar hýsum og tjöldum þá er ekki að sjá að blessað tónlistarfólkið hafi sett tásur upp í loft. Það er af nógu að taka í Undiröldunni og það má með sanni segja að færri komist að en vildu.
19.07.2020 - 14:00
Fimm firnafín á haustlegum föstudegi
Haustið kemur óvenjusnemma í ár en við höfum þó alltaf tónlistina til að hugga okkur við á landinu kalda. Það er komið víða við í Fimmunni þennan föstudaginn eftir smá frí og boðið upp á heldur betur hressilega uppfærslu á lagalistanum sem var farinn að reskjast.