Færslur: Við mælum með

Fimm leikandi létt á föstudegi
Að venju er komið víða við í fimmunni þar sem við byrjum með syndinni og Django Django í kaffi; þaðan förum við í lausreimuðum strigaskóm á klúbbinn með UNKLE; Flying Lotus og Thundercat fara með okkur í ævintýraheim japanskra bardagamanna; Natalie Bergman biður Jesú um að láta ásjónu sína lýsa yfir sig og að lokum endum við þetta með sænskri sveitatónlist Önnu Leone.
Fimm dísæt og dásamleg á föstudegi
Það eru heimsmeistararnir í huggulegheitum Kings of Convenience sem ríða á vaðið í Fimmunni þennan föstudag; síðan er það bræðingur frá Cola Boyy ásamt MGMT; dansvænn djass frá Emmu-Jean Thackray; og svo djammvænir diskóslagarar frá tónlistarkonunum Jaydu G og Remi Wolf.
Tiny rappar um fiðrildi en Karítas syngur um eilífðina
Að venju blása ferskir og fjölbreyttir vindar í Undiröldunni þar sem boðið er upp á nýja íslenska tónlist í hverri viku. Rapparinn Tiny ríður á vaðið með nýtt lag eins og tónlistarkonan Karítas sem var að senda frá sér stóra plötu. Auk þess fá tónlistarunnendur ný lög frá Eik Haraldsdóttur, Einarindra, Hákoni, Ástu ásamt Salóme Katrínu og Thorisson og Sharlee.
06.05.2021 - 16:50
Bjartmar, Selma Björns, Krampar og Offbít með nýtt
Það er allur skalinn í Undiröldunni að þessu sinni og nýtt rokk í boði frá Bjartmari og bergrisunum og Krömpum, síðan er það köntrí og sveitatónlist frá Selmu Björns, Bjarna Ara og Kahnanum og svo endað á balli með BSÍ, Hermigervli, Offbít og Countess Malice.
04.05.2021 - 18:30
Stéttabaráttan heillar kvikmyndabuffið Vilhelm Neto
Skemmtikrafturinn og leikarinn Vilhelm Neto reif sig upp fyrir allar aldir á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins til að fara yfir fimm kvikmyndir sem eru í uppáhaldi hjá honum.
01.05.2021 - 12:29
Fimm sólrík og seiðandi
Hún er sólrík fimman að þessu sinni og við fáum huggulegheit frá; syni Bobs Marley ,reggítónlistarmanninum Damian Marley, dystópískan hipsterasmell frá Sad Night Dynamite, epíska rappsnilld frá Little Simz og dansvæna diskósmelli frá stuðboltunum Jazmine Sullivan ásamt Anderson .Paak og Keinemusic ásamt Sofie.
Menningin
Óttarr Proppé mælir með gleymdum fjársjóði
Óttarr Proppé er meðmælandi vikunnar i Menningunni. Hann deilir þremur listaverkum sem hafa stytt honum stundir undanfarnar vikur.
30.04.2021 - 10:10
Aron Can flýgur upp en Gusgus og John Grant gera annað
Sumarútgáfan er í fullum gangi og önnur vika sumars hentar fullkomlega til að fá nýtt lag frá Aroni Can. Hann er ekki einn í Undiröldunni þar sem við heyrum hvað Gusgus eru að gera með John Grant auk nýrra laga frá BSÍ, Tómasi Welding, Dodda, Gunnari Inga, Loga, Doctor Victori ásamt Gumma Tóta og Ingó Veðurguði.
29.04.2021 - 15:10
Flott er drull en KK sendir sólarkveðju
Í Undiröldunni að þessu sinni fáum við sögu af barnum frá kvennakvintettnum Flott auk þess sem KK er sumarlegur ásamt barnakór. Annað tónlistarfólk með nýtt efni í vikunni eru kef LAVÍK, Sigurður Guðmundsson einsamall, RAVEN, Fríða Dís og Tunglleysa,
27.04.2021 - 16:30
Fimm súr, sólrík og sumarleg fyrir helgina
Við fögnum sumri með feitum pakka í fimmunni þar sem; Chemical Brothers leysa vandann, jazz-brjálæðingarnir Sons of Kemet fá Kojey Radical til að höstla með sér, Sir Paul McCartney endurskapar lag með Khruangbin, St. Vincent hellir upp á súra sækadelíu og rapparinn Polo G rappar um gellur og gullkeðjur.
Eru Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur tossar?
Nú er heldur betur farið að styttast í sumardaginn fyrsta og gott ef það er ekki smá sólarglæta í útgáfu vikunnar. Það helsta í Undiröldu kvöldsins er nýtt frá Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi sem eru á poppaðri nótunum í laginu Tossi og Ari Árelíus syngur um Apríkósur. Annað tónlistarfólk með nýtt efni eru þau Pale Moon, Sigga Ózk, Ása Elínardóttir, Hlynur Snær og svo sextíu ára afmælisdúett frá Eyfa og Haffa Haff.
20.04.2021 - 16:30
Fimm frekar nördaleg fyrir helgina
Það er ekkert partístand á Fimmunni þessa helgina, nú er það alvara lífsins, þykk súld, brúnt flauel, fölt tunglskin, hávaði og almennt vesen. Borin er á borð ljúfsár sálartónlist frá Joy Oladkun, rigningarlegt triphop Morcheeba, sækadelíu-nýbylga frá Crumb, göngutúr um æskuslóðir Johns Grant og súrkálssmessa frá Squid.
Hipsumhaps og The Vintage Caravan þjást af ást
Í Undiröldu kvöldsins syngja sveitirnar Hipsumhaps og The Vintage Caravan um ást og þjáningar eins og venjulega. Önnur sem vilja upp á dekk með nýtt efni eru þau Sólborg eða Suncity ásamt La Melo, Daníel Hjálmtýssyni, Finn Dal, Volcano Victims og Love Guru.
15.04.2021 - 16:00
Svala og Elíza syngja um ástina og gosið
Það er víða komið við í Undiröldunni að venju og við fáum ný lög frá Jóa Pé og Króla sem eru í sitt hvoru lagi. Einnig syngur Elíza um eldgos, Svala um ástina, Kælan mikla um Sólstöður og Himbrimi um einmanaleikan áður en við endum þetta á klassísku nótunum með Inki og Ingibjörgu.
13.04.2021 - 18:50
Fimm frískandi og fjörug fyrir helgina
Það er boðið upp á sumarlegan tónlistarkokteil í Fimmunni að þessu sinni þar sem vorið er á næsta leyti hjá þeim allra bjartsýnustu. Við fáum hitabylgju frá Julien Baker, aparassgatið Ian Brown með derring, nýja sálartónlist frá VC Pines og The Jungle, síðan endum við þetta með að senda kovid-kaldar kveðjur frá Fred again... ásamt The Blessed Madonna sem vilja komast á dansgólfið.
Stóru krakkarnir í Kaleo og OMAM með ný lög
Það vantar ekki bomburnar í Undiröldu kvöldsins þar sem tónlistarunnendur fá að heyra ný lög frá stórstjörnunum í Kaleo og Of Monsters and Men. Þau eru ekki ein um hituna því við fáum líka ný lög frá Hipsumhaps, Snny, Ugly Since 91, Basaltic Suns og Smára Guðmundssyni.
08.04.2021 - 16:05
Barnalag frá Hafdísi Huld og Eden frá Auði ásamt Flona
Páskarnir búnir og kominn tími til að kíkja á útgáfuna um og yfir hátíðarnar. Auður og Floni gáfu út þröngskífuna Eden og ein mest streymda tónlistarkona landsins sendi frá sér fyrsta lag af væntanlegri plötu fyrir börnin. Auk þess koma við sögu Greyskies, Kristín Sesselja, House of deLay and the Crown Jules, Már og Iva, Járnrós og Blóðmör.
06.04.2021 - 18:00
Nýtt frá Margréti Rán, Bony Man og Rok
Það er eitt og annað að frétta í tónlistinni þennan þriðjudag en helst má nefna enn eitt lagið frá Margréti Rán og nú er það úr nýlegri heimildarmynd. Síðan er styrktarlag sem var unnið fyrir Krabbameinsfélagið auk þess sem Bony Man, Kaktus Einarsson, Valdís, Rok, Kul og Guðni Þór láta ljós sitt skýna.
30.03.2021 - 18:10
Fimm hressandi frá ungum konum og gömlum köllum
Það er bráðnauðsynlegt að hafa góða tónlist í stofufangelsinu og skammtur vikunnar ætti að geta hjálpað heimavinnandi fólki í neyð. Djasstrommarinn og teknótæfan Ela Minus ríður á vaðið og í kjölfarið koma Kali Uchis og Enny með takt og trega, svölu krakkarnir í Crumb og svo slá eldri borgararnir Sir Paul McCartney og Beck David Hansen botninn í þetta.
Sycamore Tree og Árstíðir með ný lög
Það er bara áfram gakk og ekkert stopp í tónlistinni þennan fimmtudag og við heyrum ný lög frá Sycamore Tree sem segjast færa þjóðinni vorið með nýja laginu sínu. Einnig senda Árstíðir frá sér sinn fyrsta söngul í þrjú ár auk þess sem Hreinn Stephensen, Dopamine Machine, Mighty Bear, Daníel Oliver og Mighty Manta bjóða upp á ný lög.
25.03.2021 - 15:30
Fjölbreyttur afli úr í íslenska tónlistartrollinu
Það er óhætt að segja að Undiralda kvöldsins sé með fjölbreyttasta móti þar sem við heyrum allt frá vinsælasta lagi landsins þar sem Bassi Maraj rappar um sjálfan sig yfir í þjóðlagaskotnu jazzballöðuna í kvöld, sem Söngtríóið Skel flytur ásamt hljómsveit, en svo er auðvitað víkingametall, gítarjazz, poppballaða um ofbeldi og smá grugg rokk.
23.03.2021 - 18:45
Fimm fyrir dansljón á leið í land
Hún er hressandi helgarfimman og boðið upp á frískandi sækadelíu frá sýrusveitinni King Gizzard and the Lizard Whizard; frumlegt popp frá dansboltanum San Holo; húsmæðrahús frá listamanninum Dave Lee sem kallaði sig einu sinni Joe Negro; endurhljóðblöndun á Perfume Genius og unglingaherbergis-LoFi frá Leat'eq.
Íslenskt teknó, já takk!
Íslenska teknósenan er kyrfilega neðanjarðar og ratar ekki oft í útvarpið sem eðlilegt er allavega sé horft til klassíska fólksfjöldaviðmiðsins. Hún er engu að síður sprelllifandi og heyrist á klúbbum í Rotterdam, Hanoi, Rio De Janero og í Undiröldu kvöldsins sem fer heldur betur á dýpið að þessu sinni.
18.03.2021 - 15:30
Fimm frekar framandi fyrir helgina
Ferskleikinn er í fyrirrúmi í Fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt frá besta bandi Bretlands um þessar mundir, að sögn NME, Wolf Alice; Prince-legan slagara frá St. Vincent; hressandi hjónabandsrifrildi frá rugludöllunum í Ohtis; raftónlistarbræðing frá For those I Love; og heimspekilega spurningu úr Future Utopia-verkefninu.
Emmsjé Gauti ásamt Helga Sæmundi og alls konar djass
Að venju er af nógu að taka í íslenskri útgáfu í Undiröldunni en stærstu tíðindi vikunnar eru væntanlega samstarf rapparana Emmsjé Gauti og Helga Sæmundar. Önnur sem koma við sögu eru Ingi Bauer með ábreiðu, Axel Flóvent, Andrea Ingvars, Kári the Attempt, Laufey, Asalaus og síðast en ekki síst MC Cacksakkah.
11.03.2021 - 14:50