Færslur: Vetrarólympíuleikar 2022

Norðmenn með flest verðlaun - Settu gullmet
Norðmenn unnu flest verðlaun allra þjóða á vetrarólympíuleikunum sem lauk í Beijing í Kína í dag. Alls urðu verðlaun Norðmanna 37. Noregur vann líka flest verðlaun á síðustu vetrarólympíuleikum, í PyongChang í Suður-Kóreru 2018, þá 39 verðlaun alls.
Þjóðverjar unnu 9 af 10 gullverðlaunum í sleðagreinum
Þjóðverjar með Francesco Friedrich sem stýrimann báru sigur úr býtum í fjögurra manna bobbsleðakeppni vetrarólympíuleikanna í Beijing í Kína. Þetta var síðasta sleðagreinin á Ólympíuleikunum. Þjóðverjar unnu alls níu gullverðlaun af tíu mögulegum í sleðagreinum þessa leikana.
Johaug vann sín þriðju gullverðlaun í Kína
Norska skíðagöngukonan Therese Johaug fagnaði í morgun sigri í 30 km skíðagöngu kvenna á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Þetta var síðasta skíðagöngugrein leikanna, enda dagurinn í dag síðasti keppnisdagur Ólympíuleikanna.
Sögulegir sigrar Finna og Breta í Beijing
Finnar unnu sitt fyrsta ólympíugull í ísknattleik með sigri karlaliðsins á Rússum á Vetrarólympíuleikunum í Beijing og Bretar kræktu í fyrstu og einu gullverðlaun sín á leikunum þegar breska kvennaliðið í krullu valtaði yfir það japanska í úrslitunum.
20.02.2022 - 07:22
Unnu parakeppnina og settu heimsmet
Kínverska parið Sui Wenjing og Han Cong unnu í dag til gullverðlauna í parakeppni í listdansi á skautum á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Sui og Han voru efst að loknum skylduæfingum og fylgdu því svo eftir í frjálsu æfingunum í dag.
Viðtal
„Ég var samt búinn að panta mér svona veður“
Snorri Einarsson var sáttur og glaður eftir að hafa endað í 23. sæti í 30 kílómetra skíðagöngu á Ólympíuleikunum í dag. Hann hefði þó gjarnan viljað ganga 50 kílómetra eins og til stóð.
Porteous vann hálfpípuna
Keppt var í skíðafimi karla í hálfpípu í nótt og þar reyndist Nýsjálendingurinn Nico Porteous hlutskarpastur. Hann leiddi eftir fyrstu ferðina með 93 stig, hinar tvær ferðir hans heppnuðust ekki jafn vel en stigin 93 nægðu til sigurs.
Svíar unnu gullið í krullu eftir spennandi leik
Svíar urðu í dag Ólympíumeistarar karla í krullu á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Svíar unnu Breta í úrslitum eftir æsispennandi leik sem lauk 5-4 fyrir Svíþjóð.
epa09752207 Johannes Thingnes Boe of Norway in action during the Men's Biathlon 12.5km Pursuit race at the Zhangjiakou National Biathlon Centre at the Beijing 2022 Olympic Games, Zhangjiakou, China, 13 February 2022.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
Í BEINNI
ÓL: Dagur 14 - Skíðaskotfimi, listskautar og íshokkí
Fjórtándi keppnisdagur Vetrarólympíuleikanna í Beijing er að renna upp. Fjölmargir spennandi viðburðir eru á dagskrá sjónvarpsrása RÚV og stærstu stjörnur leikanna stíga á stokk.
Shcherbakova vann gullið á listskautum
Keppni lauk í dag á listskautum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Beijing. Heimsmeistarinn Anna Shcherbakova frá Rússlandi vann gullið en hinn umdeildi táningur, Kamila Valieva, náði sér ekki á strik.
Kanada Ólympíumeistari kvenna í íshokkí
Kanada varð í morgun Ólympíumeistari kvenna í íshokkí. Kanada vann nágranna sína í liði Bandaríkjanna í úrslitaleik þar sem úrslitin urðu 3-2.
Viðtal
„Líklega er ég kviðslitinn“
Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason gerði upp þátttöku sína á vetrarólympíuleikunum í Beijing í ítarlegu viðtali við RÚV í dag. Sturla Snær smitaðist af COVID-19 degi eftir setningarhátíð leikanna. Hann keppti á endanum ekki í stórsvigi, heldur aðeins í svigi, en sú keppni varð afar snubbótt.
Fimmtu gullverðlaun Svisslendinga í alpagreinum
Svisslendingar unnu sín fimmtu gullverðlaun í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Beijing í nótt. Michelle Gisin varð þá Ólympíumeistari í alpatvíkeppni.
epaselect epa09759327 Kamila Valieva of Russian Olympic Committee in action during the Women's Short Program of the Figure Skating events at the Beijing 2022 Olympic Games, Beijing, China, 15 February 2022.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
Í BEINNI
ÓL: Dagur 13 - Listskautar, tvíkeppni og íshokkí
Þrettándi keppnisdagur Vetrarólympíuleikanna í Beijing er að renna upp. Fjölmargir spennandi viðburðir eru á dagskrá sjónvarpsrása RÚV og stærstu stjörnur leikanna stíga á stokk.
Viðtal
„Var markmiðið að vinna einhver liðanna“
Skíðagöngukapparnir Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen segjast nokkuð sáttir við sinn árangur í liðasprettgöngunni í Beijing í dag. Þeir urðu í 19. sæti í keppninni.
Viðtal
„Ég er hungraður í að fara á næstu leika“
Sturla Snær Snorrason, skíðamaður, segir þessa Ólympíuleika að miklu leyti hafa farið í vaskinn. Hann sýktist af Covid-19 og missti af stórsviginu og meiddist svo snemma í fyrri ferð svigsins í dag og féll úr leik. Hann hefur þegar sett stefnuna á næstu leika.
Snorri og Ísak enduðu í 19. sæti
Snorri Einarsson og Ísak Stianson Pedersen kepptu í undankeppni liðakeppninnar í sprettgöngu á vetrarólympíuleikunum í Beijing í dag. Þeir enduðu í 10. sæti í sínum riðli, en fjögur efstu liðin í hvorum riðli komust áfram í úrslitahlutann ásamt tveimur liðum með bestan tíma sem ekki voru meðal fjögurra efstu í sínum riðli.
Sturla féll úr keppni í sviginu
Skíðakappinn Sturla Snær Snorrason féll úr keppni í svigi karla á Ólympíuleikunum í Beijing í nótt. Sturla, sem var með rásnúmer 47 í keppninni, missti af beygju ofarlega í brautinni og keyrði út úr henni í fyrri umferð svigkeppninnar. Þar með er þátttöku Sturlu á leikunum lokið.
16.02.2022 - 03:36
epa09759197 Belarus' Stanislau Hladchenka in action during Men's Freestyle Skiing Aerials qualification at the Zhangjiakou Genting Snow Park at the Beijing 2022 Olympic Games, Beijing municipality, China, 15 February 2022.  EPA-EFE/MAXIM SHIPENKOV
Í BEINNI
ÓL - Dagur 12: Íslendingarnir keppa
Það er nóg um að vera á Vetrarólympíuleikunum í Kína í nótt og í fyrramálið en alls eru níu beinar útsendingar á rásum RÚV. Allir þrír keppendurnir sem eftir eru í íslenska hópnum á vetrarólympíuleikunum í Beijing ættu að keppa í nótt og fyrramálið.
Myndskeið
Snorri og Isak tóku upp myndband fyrir RÚV
Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen keppa í liðakeppni í sprettgöngu í fyrramálið á Vetrarólympíuleikunum í Kína. Íþróttadeild RÚV fékk Snorra og Ísak til að sýna okkur hvernig lífið er bak við tjöldin hjá þeim í Zhangjiakou.
Viðtal
Sturla: Markmiðin hafa breyst örlítið
Allir þrír keppendurnir sem eftir eru í íslenska hópnum á vetrarólympíuleikunum í Beijing ættu að keppa í nótt og fyrramálið. Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen keppa í liðakeppni í sprettgöngu í fyrramálið og í nótt er loksins eða vonandi komið að Sturlu Snæ Snorrasyni sem hefur farið flóknari leið að þátttöku sinni í Kína.
Svisslendingar áttu hraðagreinarnar
Corinne Suter frá Sviss varð í morgun Ólympíumeistari kvenna í bruni. Hún kom í mark á 1:31,87 mín, eða 16/100 úr sekúndu á undan tíma Sofiu Goggiu frá Ítalíu sem varð önnur. Goggia vann því silfur og Nadia Delago, einnig frá Ítalíu vann bronsið.
Myndskeið
Ótrúleg dramatík í síðustu skotseríunni
Noregur varð í morgun Ólympíumeistari í boðgöngukarla í skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikunum í Beijing. Rússar höfðu þó gullið í hendi sér áður en kom að síðustu skotseríunni.
Kastljós
Íslenskur læknir samdi lag fyrir Vetrarólympíuleikana
„Ég ákvað að ná mínum stíl í bland við þeirra, gera eitthvað skemmtilegt úr þessu,“ segir Victor Guðmundsson læknir og tónlistarmaður. Kínversk sjónvarpsstöð fékk hann til að semja lag í tilefni Vetrarólympíuleikannan í Beijing.
Engin verðlaunaafhending ef Valieva nær topp þremur
IOC, Alþjóða Ólympíunefndin hefur nú gefið það út að hafni rússneska skautamærin Kamila Valieva í einu af þremur efstu sætunum í listdansi kvenna á skautum á yfirstandandi Ólympíuleikum fari engin verðlaunaafhending fram.