Færslur: Vesturlönd

Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Waters aflýsir tónleikum vegna afstöðu til innrásinnar
Breski tónlistarmaðurinn Roger Waters hefur aflýst tvennum tónleikum sem hann hugðist halda í Póllandi á næsta ári. Ástæðuna má, að sögn pólskra fjölmiðla, rekja til afstöðu tónlistarmannsins til innrásar Rússa í Úkraínu.
Segir Rússa ekki hafa átt annarra kosta völ
Utanríkisráðherra Rússlands segir engra annarra kosta hafa verið völ en að beita hernaðaríhlutun í Úkraínu. Hann staðhæfir að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra grafi undan því alþjóðakerfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á laggirnar. Úkraínuforseti hvetur rússneska hermenn til uppgjafar.
Pútín hikar ekki við að beita öllum brögðum við varnir
Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur tilkynnt herkvaðningu að hluta til í Rússlandi sem tekur gildi í dag. Tilgangurinn er að frelsa Donbas og vernda Rússland í anda þeirra sérstöku hernaðaraðgerða sem Pútín og stjórnvöld í Rússlandi hafa kallað innrásina í Úkraínu.
Vilja auka hergagnaframleiðslu vegna innrásarinnar
Ríkisstjórnir á Vesturlöndum hyggjast hvetja framleiðendur til að herða enn frekar á hergagnaframleiðslu en verulega hefur gengið á birgðir við að útvega Úkraínumönnum vopn til að verjast innrás Rússa.
„Hann talar eins og herra alheimsins“
Stjórnmálaskýrendur velta fyrir sér hvort Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé reiðubúinn að beita kjarnavopnum. Fyrirskipun hans um að sú sveit sem sér um kjarnorkuvopn hersins skuli sett í viðbragðsstöðu hefur víða vakið ugg. Hann kallaði þær „fælingarsveitir“ og sagði ástæðu tilskipunarinnar „árásargjarna framkomu“ Vesturlanda.