Færslur: Vesturlandsvegur

Sjónvarpsfrétt
Tjaldur vann sigur á vinnuvélum við Vesturlandsveg
Þrátt fyrir smæð sína tókst tjaldapari að hafa áhrif á vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi. Verktakar ákváðu að skilja eftir malarhaug þar sem fuglinn hafði verpt. Parið skiptir sér ekki af stórtækum vinnuvélum en er illa við dróna.
30.05.2022 - 19:06
Umferðarteppa vegna árekstrar á Vesturlandsvegi
Umferð stöðvaðist nær alveg í um tvo tíma vegna árekst­urs sem varð við hring­torgið neðan við Bauhaus á Vest­ur­lands­vegi. Engin slys urðu á fólki en töfin varð vegna þess að annar bílanna var rafmagnsbíll og læstist í árekstrinum.
11.05.2022 - 18:11
Þurfi umbætur til að halda veginum opnum
Formaður íbúasamtaka Kjalarness segir þörf á umbótum við Vesturlandsveg svo ekki þurfi ítrekað að loka veginum. Vegagerðin hefur haft veginn meira og minna lokaðan í dag, en bauð upp á fylgdarakstur í um klukkustund síðdegis.
14.02.2022 - 18:33
Hvalfjarðargöng lokuð til klukkan tíu
Á tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að Hvalfjarðargöng verða lokuð til klukkan tíu í dag vegna malbikunar.
28.07.2021 - 07:13
Hvalfjarðargöngin opin að nýju öðru sinni í kvöld
Umferð hefur verið hleypt um Hvalfjarðargöng að nýju eftir umferðaróhapp sem varð þar á tólfta tímanum.Tvisvar þurfti að loka göngunum í kvöld vegna umferðaróhappa og varðstjóri hjá slökkviliði hvetur ökumenn til aðgátar.
Myndskeið
Auka umferðaröryggi með breikkun Vesturlandsvegar
Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi er vel á veg komin. Verkfræðingur hjá Vegagerðinni segir að með framkvæmdinni verði umferðaröryggi aukið til muna. Heildarkostnaður nemur 6,5 milljörðum króna.
09.03.2021 - 08:53
Tafir á Miklubraut og Vesturlandsvegi í kvöld
Stefnt er að því að malbika tvo kafla á Miklubraut í kvöld og fræsa hluta af Vesturlandsvegi.
22.07.2020 - 15:18
Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.
Miklar tafir vegna malbikunar á Kjalarnesi
Miklar tafir eru á umferð um Kjalarnes vegna malbikunarframkvæmda. Umferðinni er handstýrt um eina akrein og það geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess sem skipt er um aksturstefnu.
06.07.2020 - 16:18
Fræsa víða í kjölfar slyssins á Vesturlandsvegi
Vegagerðin vinnur nú að því að fræsa götur víða um höfuðborgarsvæðið. Malbikið stenst ekki kröfur um viðnám og er sambærilegt því sem hafði verið lagt á Vesturlandsvegi þegar tveir létust þar í umferðarslysi síðastliðinn sunnudag.
02.07.2020 - 18:58
Nýtt malbik verður lagt yfir á Kjalarnesi
Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Kaflinn var mældur í morgun og reyndist mun hálli en kröfur eru gerðar um af Vegagerðinni. Banaslys varð á veginum í gær þegar bifhjól og húsbíll skullu saman. Tveir létust og einn slasaðist alvarlega.
29.06.2020 - 16:30
Þung umferð út úr bænum
Þung umferð er bæði á Suður- og Vesturlandsvegi út úr borginni í dag. „Langar bílaraðir ná nánast niður í Ártúnsbrekku,“segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
19.06.2020 - 16:58
Telja breikkun Vesturlandsvegar auka öryggi til muna
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna breikkunar Vesturlandsvegar á níu kílómetra kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Skipulagsstofnun úrskurðaði í fyrrasumar að framkvæmdin skyldi fara í umhverfismat. Sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þá ákvörðun til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem vísaði kærunni frá nú í febrúar.
Kæru vegna breikkunar Vesturlandsvegar vísað frá
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur vísað frá kæru níu sveitarfélaga vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin fellst á að mikilvægir hagsmunir felist í því að tryggja umferðaröryggi en það séu almannahagsmunir en ekki hagsmunir sveitarfélaganna sem kærðu ákvörðunina.
09.02.2020 - 15:11