Færslur: Verkföll

Langar raðir, tafir og ringulreið á flugvöllum í Evrópu
Ringulreið hefur ríkt á flugvöllum víða um Evrópu það sem af er sumri. Á Heathrow í Lundúnum hafa aðeins 49% flugvéla verið farnar í loftið á réttum tíma. Breskir fjölmiðlar segja stöðuna þunga, raðir í öryggisleit séu ógurlega langar og miklar tafir á allri þjónustu.
18.07.2022 - 00:57
Erlent · Ferðaþjónusta · Flugvellir · Evrópa · Verkföll · Tafir · álag · kjaradeilur · SAS · easyJet · Ryanair
Áhafnir EasyJet og Ryanair viðhalda verkfallsaðgerðum
Áhafnir lággjaldaflugfélaganna EasyJet og Ryanair á Spáni ætla að leggja niður störf á nokkrum völdum dagsetningum í júlí. Kröfur starfsfólksins snúa bæði að launakjörum og starfsaðstöðu.
03.07.2022 - 05:30
Yfirvofandi verkföll gætu raskað flugi í Evrópu í sumar
Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef því tekst ekki að semja við félögin um kjör sín.
01.07.2022 - 02:59
TF-GRÓ fer ekki í loftið á morgun
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GRÓ. verður ekki til reiðu á morgun eins og að hafði verið stefnt. Reglubundin skoðun á þyrlunni tekur lengri tíma en áætlað var og vonast er til þess að hún verði útkallsfær á mánudaginn.
„Það er sannarlega svartur föstudagur í dag“
Svartur föstudagur, öryggi landsmanna og verkfallsrétturinn var meðal þess sem kom fram í máli þingmanna þegar þeir gerðu grein fyrir atkvæðum sínum vegna frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um lög þar sem bann er lagt við vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni.
Alþingi samþykkir lög á verkfall flugvirkja Gæslunnar
Alþingi samþykkti nú á níunda tímanum lög á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp þessa efnis fyrr í dag.
27.11.2020 - 20:48
Samstöðuverkföll með Black Lives Matter
Tugir þúsunda starfsfólks í margskonar fyrirtækjum og stofnunum víðsvegar um Bandaríkin tóku þátt í samstöðuverkfalli með Black Lives Matter hreyfingunni í gær.
Sakar bæjarstjórn í Eyjum um lögbrot
Jónas Garðarsson, formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands, segir að bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafi brotið grunnréttindi launafólks. Útgerð Herjólfs ohf, sem sé í eigu bæjarins noti eigur ríkisins til að beita launafólk ofríki. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jónas sendi frá sér.
Viðtal
„Þetta verður næsta stóra verkefnið“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir hugsanlegt að mörg heimili geti ekki staðið skil á útgjöldum í haust. Fjöldi fólks hefur misst vinnuna að undanförnu og uppsagnarfrestur margra verður liðinn að sumri loknu.
22.06.2020 - 20:31
Verkfall Eflingar hefst á morgun
Verkfall Eflingar hefst í fjórum sveitarfélögum á morgun, samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra Eflingar. Loka þarf þremur leikskólum og fjórum grunnskólum.
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkfall frá 5. maí
Félagsmenn Eflingar hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélginu Ölfusi samþykktu verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eflingu. Verkfallsboðunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, en kjörsókn var 65%. Að óbreyttu hefst verkfall á hádegi þriðjudaginn 5. maí. Vinnustöðvunin er ótímabundin.
27.04.2020 - 17:11
„Þetta var stuttur og mjög slæmur fundur“
Efling sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var að verkfallsaðgerðum þeirra verði frestað vegna Covid-19 faraldursins. Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi höfðu þá verið í verkfalli í rúman hálfan mánuð.
24.03.2020 - 12:51
Efling frestar verkfalli
Samninganefnd Eflingar hefur frestað verkfallsaðgerðum gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu. Verkfallið hafði staðið í rúmar tvær vikur.
24.03.2020 - 09:27
Efling óskar eftir samningafundi
Samninganefnd Eflingar óskaði í morgun eftir fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Vika er frá síðasta samningafundi.
23.03.2020 - 11:00
Spegillinn
„Menn verða að halda sínu striki í samningaviðræðum“
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gætir nærri alls staðar og óveðursblikur eru á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá er ekki öllum létt að vinna heima. Minni yfirvinna og samdráttur í tekjum getur komið sumum verr en öðrum.
17.03.2020 - 19:00
Ekkert fundað í dag - verkfallið heldur áfram
Fundi samninganefnda sveitarfélaga og Eflingar, sem átti að fara fram í dag, var frestað. Þetta var gert að beiðni samninganefndar sveitarfélaganna, að sögn Ingu Rúnar Ólafsdóttur, formanns hennar. Hún segir að nefndin hafi þurft meiri tíma til að vinna sína heimavinnu. Verkfall félagsmanna í Eflingu, sem hófst á mánudag, heldur því áfram.
Sólveig Anna stolt og ánægð með samninginn
„Við í samninganefnd erum bara mjög ánægð,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skömmu eftir undirritun kjarasamnings félagsins við Reykjavíkurborg. Lægstu laun hækka um allt að 112.000 krónur á mánuði.
10.03.2020 - 07:14
Samningar í höfn og verkfalli Eflingar aflýst
Efling og Reykjavíkurborg undirrituðu í nótt kjarasamning, eftir þriggja vikna langt verkfall Eflingarfólks sem starfar hjá borginni. Verkfallinu hefur því verið aflýst og Eflingarfélagar munu snúa aftur til vinnu í dag. Í tilkynningu frá Eflingu kemur fram að samningurinn feli í sér allt að 112.000 króna launahækkun á samningstímanum fyrir Eflingarfólk í fullu starfi í lægstu launaflokkunum.
10.03.2020 - 04:17
Samningur Eflingar og Reykjavíkur nánast í höfn
Kjarasamningar milli Eflingar og Reykjavíkurborgar eru nánast í höfn og aðeins lokafrágangur eftir áður en þeir verða undirritaðir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Verkfalli Eflingarfólks hjá borginni, sem hefur nú staðið í þrjár vikur, er því að ljúka, gangi þetta eftir, og á annað þúsund félaga Eflingar sem verið hafa í verkfalli frá 17. febrúar snúa því aftur til starfa í fyrramálið.
10.03.2020 - 01:54
Nær 60% Reykvíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar
Fimmtíu og átta prósent Reykjavíkinga styðja verkfallsaðgerðir Eflingar í borginni að hluta eða öllu leyti, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Tuttugu og sjö prósent styðja þær ekki eða að litlu leyti. Stuðningur Reykvíkinga við verkföllin minnkar eftir því sem skólaganga fólks er lengri.
09.03.2020 - 12:51
Samkomulag um styttingu vinnuviku vaktavinnufólks
Samkomulag hefur tekist um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Samkomulagið er stór liður í því að samkomulag náist um undirritun kjarasamninga og vonar formaður BSRB að það verði áður en boðaðar verkfallsaðgerðir hefjast á mánudaginn.
05.03.2020 - 12:27
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fresta verkfalli
Boðuðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Landsambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur verið frestað á meðan hættustig almannavarna vegna COVID-19 veirunnar er í gildi.
05.03.2020 - 10:56
Efling fer fram á fund í dag
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur farið fram á við ríkissáttasemjara að haldinn verði samningafundur í kjaradeilu félagsins við Reykjavíkurborg. Er þess óskað að fundurinn verði haldinn eigi síðar en í dag.
05.03.2020 - 09:39
Verkföll gætu haft ófyrirséðar afleiðingar á lýðheilsu
Yfirstandandi og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir geta ógnað lýðheilsu á Íslandi með ófyrirsjálanlegum afleiðingum. Þetta er mat ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnarlæknis sem skora á deiluaðila að leita allra leiða til að enda þær verkfallaðgerðir sem nú eru í gangi og jafnframt koma í veg fyrir fyrirhugaðar aðgerðir.
05.03.2020 - 09:15
Sólveig Anna setur Degi skilyrði fyrir viðræðum
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist tilbúin til að hitta Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, á fundi til að ræða yfirstandandi kjaradeilur. Fyrir því setur hún hins vegar tvö skilyrði, annað þeirra að þau mætist í kappræðum í sjónvarpi eða útvarpi.
04.03.2020 - 10:03