Færslur: Verkamannaflokkurinn

Bercow skiptir um flokk og gagnrýnir Boris Johnson
John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Borisar Johnson popúlískan flokk sem daðri á stundum við útlendingaandúð.
20.06.2021 - 12:08
Khan endurkjörinn borgarstjóri Lundúna
Sadiq Khan var endurkjörinn í embætti borgarstjóra Lundúna í kosningunum í vikunni. Khan, sem var fulltrúi Verkamannaflokksins, hafði betur gegn Íhaldsmanninum Shaun Bailey. Minna munaði þó á þeim en búist var við.
09.05.2021 - 02:11
Myndskeið
Segir ásakanirnar „hrærigraut af þvættingi“
Hrærigrautur af þvættingi eru orðin sem Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands notar um ásakanir á hendur sér. Kosningaeftirlit landsins rannsakar nú hvort hann hafi þegið fjárstyrki til íbúðaframkvæmda.
Gyðingahatur í Verkamannaflokknum rannsakað
Lundúnalögreglan rannsakar nú ásakanir á hendur flokksmanna breska Verkamannaflokksins um hatursglæpi þeirra gegn gyðingum. Málið kom á borð lögreglu eftir að starfsmenn LBC útvarpsstöðvarinnar komst yfir upplýsingar úr spjallþráðum Verkamannaflokksins á netinu. Cressida Dick, lögreglustjóri Lundúnalögreglunnar, segir útlit fyrir að glæpir hafi verið framdir.
02.11.2018 - 13:50
Fréttaskýring
Hreyfingin í kringum Corbyn ógn við stjórnina
Það er hálfleikur í flokksþingunum, flokksþing Verkamannaflokksins afstaðið, flokksþing Íhaldsflokksins hefst um helgina. Flokkurinn getur vel við unað en það er þó innri spenna í flokknum, bæði vegna stefnu í þjóðmálum og Brexit-málum.
28.09.2018 - 15:34