Færslur: verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði óvænt á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% á milli mánaða, en spáð hafði verið að hún myndi lækka. Verðbólga í júlí er 3%, en var 2,6% í júní og áhrif af sumarútsölum voru minni en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.07.2020 - 14:36
Býst ekki við verðbólgu þrátt fyrir veikari krónu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekkert benda til þess að verðbólga láti á sér kræla í bráð. Í viðtali í Morgunblaðinu segir hann að samdráttur í hagkerfinu í haust muni halda aftur af verðhækkunum. Verðbólgan hafi verið undir markmiðum Seðlabankans í mars þegar gengið tók að veikjast og hún hafi fylgt markmiðum bankans og verið um 2,5 prósent á fyrri helmingi ársins.
17.07.2020 - 08:49
Viðtal
Vaxtalækkanir blása krafti í fasteignamarkaðinn
Vaxtalækkanir hafa blásið meiri krafti í fasteignamarkaðinn en gert var ráð fyrir. Þetta segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, í viðtali í Síðdegisútvarpinu dag.
10.07.2020 - 19:07
Verðbólguhorfur nokkuð góðar þrátt fyrir óvissuna
Mikil óvissa er til staðar á mörkuðum og hefur krónan veikst að jafnaði um 13% gagnvart helstu erlendum gjaldmiðlum frá áramótum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Þrátt fyrir það spáir greiningardeild Íslandsbanka að verðbólga verði enn undir markmiði Seðlabankans í júlí.
07.04.2020 - 12:38
Landsbankinn spáir minni verðbólgu í október
Verðbólga verður 2,6 prósent í október ef spá Hagfræðideildar Landsbankans gengur eftir og lækkar úr 3,0 prósentum.
15.10.2019 - 10:25
Farsímaþjónusta 35% ódýrari
Mikil breyting hefur orðið á samsetningu verðbólgu, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðisliðurinn hefur hækkað um 10,7% frá maí 2013 til 2018. Vægi farsímaþjónustu hefur dregist saman en hún hefur orðið 35% ódýrari síðasta árið. Heimasímaþjónusta er hins vegar 42% dýrari.
12.06.2019 - 09:07
Verðbólga jókst í maí
Verðbólga á 12 mánaða tímabili jókst um 0,3% frá apríl til maí og er 3,6 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fram undan er meiri aukning verðbólgu samkvæmt spá bankans.
28.05.2019 - 14:11
Flugfargjöld hækkuðu um rúmlega 20% í apríl
Verðbólga eykst og verður 3,6 prósent, samkvæmt nýrri verðbólguspá Arion banka. Verðbólga hefur aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði og meira atvinnuleysi er í kortunum. Flugfargjald til útlanda hefur hækkað um 20,6 prósent og efnahagsumhverfið tekur hröðum breytingum um þessar mundir.
Viðtal
Ósammála um hvort húsnæðisliðurinn skuli burt
Breyta þarf uppbyggingu vísitölunnar, segir hagfræðiprófessor, og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni sem Seðlabankinn notar í verðbólgumarkmið. Lektor í hagfræði segir ekki endilega neytendum í hag taka hann út úr vísitölunni sem notuð er til verðtryggingar.
05.05.2019 - 19:00
Óverðtryggðum íbúðalánum snarfjölgar
Heimilin kusu miklu frekar að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðu láni en verðtryggðu í október. Ný óverðtryggð íbúðalán jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli septembers og óktóbers. Á sama tíma snarminnkuðu þau verðtryggðu, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið meiri á einum mánuði það sem af er ári. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að meiri verðbólguvæntingar heimilanna kunni að skýra þessa þróun.
Verðbólga verði lægri vegna lægra olíuverðs
Eftir að hafa hækkað nær stöðugt frá miðju síðasta ári hefur olíuverð snarfallið á heimsmarkaði síðustu vikur. Þetta segir í Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Verðfallið skili sér líklega í lægri verðbólgu en áður hafði verið spáð. Þannig ætti bensín að lækka í verði og gjaldeyrisútflæði vegna innflutnings olíuafurða að minnka, sem myndi styðja við gengi krónunnar.
28.11.2018 - 10:55
Verðbólgan mælist 1,7 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25 prósent í ágúst frá fyrra mánuði. Ef húsnæðis er undanskilið hækkar vísitalan um 0,18 prósent frá því í júlí.  Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar 
30.08.2017 - 09:16
Minnkandi hagvöxtur á næstu tveimur árum
Kröftugur hagvöxtur verður hér á landi á þessu ári, eða 5,3 prósent, en hann minnkar á næstu tveimur árum, samkvæmt spá Greiningardeildar Arion banka, sem gefin var út í morgun.
09.08.2017 - 12:26
Vísitala neysluverðs óbreytt
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5 prósent. Án húsnæðis hefur vísitalan lækkað um 3,1 prósent. Verð á mat og drykkjarvörum lækkar um 1,2 prósent frá fyrra mánuði.
29.06.2017 - 11:05
Minnsta verðbólga í hálft annað ár
Verðbólga mælist 0,9 prósent síðustu tólf mánuði og er það í fyrsta sinn síðan í febrúar í fyrra sem hún mælist undir einu prósenti. Síðustu 20 árin hefur ársverðbólga aðeins verið undir einu prósenti í sex mánuði samanlagt. Það var í þrjá mánuði kringum áramót 2014 til 2015 og í tvo mánuði í vetrarbyrjun 1998.
26.08.2016 - 09:40