Færslur: verðbólga

82 milljónir öreiga í Rómönsku Ameríku
Örbirgð, eða sárafátækt, hefur farið vaxandi í Rómönsku Ameríku að undanförnu, samkvæmt sérfræðinganefnd Sameinuðu þjóðanna um efnahagsmálefni álfunnar. Áætlað er að allt að 82 milljónir karla, kvenna og barna í rómönsku Ameríku búi við sárafátækt áður í lok þessa árs. Ástæðurnar eru fyrst og fremst há verðbólga og eftirköst heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Spegillinn
Verðbólga í Bretlandi yfir 11 prósent
Verðbólgan er komin yfir ellefu prósent í Bretlandi. Hún hefur ekki verið meiri í rúmlega fjóra áratugi. Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar verða kynntar á morgun.
16.11.2022 - 18:20
Spá 5,6% meðalverðbólgu á næsta ári
Hagstofan spáir því að verðbólga verði áfram há næstu misseri og að meðaltali 5,6% á næsta ári. Ársverðbólga í ár verður um 8% en stofnunin segir útlit fyrir hóflega hjöðnun samhliða hjöðnun alþjóðaverðbólgu og því að verðlækkunarhrinan á húsnæðismarkaði er liðin hjá.
11.11.2022 - 11:05
Sveitarfélög verði að stilla gjaldskrárhækkunum í hóf
Formaður samninganefndar Landssambands íslenskra verslunarmanna hvetur sveitarfélög til þess að stilla fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum í hóf. Verkalýðsfélög hafa ítrekað verið minnt á að gæta hófsemi í kjaraviðræðum og óeðlilegt væri að gera ekki sömu kröfu um hófsemi til sveitarfélaga.
09.11.2022 - 15:18
Stefnir í verkfallsaðgerðir breskra hjúkrunarfræðinga
Fátt virðist geta komið í veg fyrir að breskir hjúkrunarfræðingar grípi til verkfallsaðgerða á næstu vikum. Yfir 300 þúsund félagar í RCN, samtökum hjúkrunarfræðinga, hafa greitt atkvæði um aðgerðir, og allt stefnir í að yfirgnæfandi fjöldi samþykki aðgerðir.
Þingkosningar í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi
Bandaríkjaforseti segir lýðræðið sjálft í húfi þegar kemur að þingkosningum í næstu viku. Hann beindi spjótum sínum mjög ákveðið að Repúblikönum í sjónvarpsávarpi í gær.
Segir allt of mikið af millistjórnendum hjá borginni
Mikill halli er á rekstri Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að borgarsjóður verði rekinn með rúmlega fimmtán milljarða halla á þessu ári og sex milljarða halla á því næsta. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Hildur Björndóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, mættust í Kastljósi í kvöld og fóru yfir stöðuna. Dagur segir borgina þurfa að bera þungan bagga vegna heimsfaraldurs og verðbólgu, en Hildur telur að grípa hefði átt inn í mun fyrr.
Spegillinn
Mesta verðbólga í sögu evrunnar
Ársverðbólgan í þeim 19 löndum Evrópu þar sem evran er gjaldmiðill mælist núna að meðaltali 10,7%. Hún hefur aldrei áður mælst svo mikil í rúmlega 20 ára sögu evrunnar.
01.11.2022 - 09:12
Verðbólga í ESB-ríkjum aldrei meiri
Verðbólga í Evrópusambandinu er í hæstu hæðum um þessar mundir. Sé litið til verðlags í aðildarríkjunum 27 í september miðað við sama mánuð í fyrra hefur verð hækkað um 10,9 prósent að meðaltali. Danska hagstofan greinir frá þessu í dag. Þetta er mesta hækkun á milli ára frá því að sambandið byrjaði að taka saman breytingar á verðlagi árið 1997.
24.10.2022 - 08:14
Milljónir Breta teknar að sleppa úr máltíðum
Milljónir Breta hafa gripið til þess ráðs að sleppa máltíðum vegna sífellt hækkandi framfærslukostnaðar. Þetta er niðurstaða könnunar neytendasamtaka sem spá enn versnandi afkomu vegna hás orkuverðs.
Ekki byggt nóg í Ósló til að mæta þörfinni
Búist er við að um 1.850 nýjar íbúðir komi á markað í Ósló, höfuðborg Noregs, á þessu ári. Þörf er á um það bil þrjú þúsund íbúðum.
Fimmtán milljón olíutunnur úr varabirgðum á markað
Bandaríkjaforseti tilkynnir í dag miðvikudag um að 15 milljónir olíutunna úr varabirgðum verði settar á markað. Stjórnvöld útiloka ekki að losað verði um frekari birgðir haldi orkuverð áfram að hækka.
Stríðið fjölgaði fátækum börnum um fjórar milljónir
Innrás Rússa í Úkraínu og hinar margvíslegu afleiðingar hennar hafa fjölgað börnum sem búa við fátækt í Evrópu og Mið-Asíu um fjórar milljónir. Þetta er mat Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. „Börnin líða allra mest fyrir efnahagskreppuna sem Úkraínustríðið hefur valdið,“ segir í tilkynningu samtakanna.
ESB-ríkin takast á um innleiðingu hámarksverðs á gasi
Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman til fundar í lok þessarar viku. Meðal umræðuefna verður spurningin um hvort og þá hvernig skuli innleiða verðþak á jarðgas. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Tekist hefur verið á um það innan Evrópusambandsins um nokkurra mánaða skeið, hvort rétt sé að innleiða verðþak á jarðgas til að hamla gegn síhækkandi orkukostnaði heimilanna og ef svo, þá með hvaða hætti.
Verðbólga verði komin niður í 8,2% fyrir árslok
Ársverðbólga er nú 9,3% og heldur því áfram að hjaðna frá í júlí þegar hún var 9,9%. Milli ágúst og september hækkaði vísitala neysluverðs um 0,09%. Hagfræðingar Landsbankans telja að verðbólga hjaðni enn á næstu mánuðum og spá því að verðbólga verði 8,3% í desember og 8,2% í árslok.
Verðbólga hjaðnar annan mánuðinn í röð
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 9,3% og minnkar milli mánaða, fer úr 9,7%. Hæst fór hún í júlí þegar hún náði 9,9%.
Starmer segir Verkamannaflokinn geta leyst vandann
Keir Starmer, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, ávarpar landsfund flokksins í dag þar sem hann leggur áherslu á að áður klofinn flokkurinn sé tilbúinn að leiða Bretland út úr yfirstandandi efnahagskröggum.
Aðgerðir Seðlabanka skýri kólnandi íbúðamarkað
Sérfræðingar Íslandsbanka telja að nú sjái fyrir endann á verðhækkunum á íbúðamarkaði á Íslandi. Í nýrri þjóðhagsspá bankans segir að hækkun íbúðaverðs á árinu sé að mestu þegar komin fram, verð muni lítið hækka á næsta ári og svo standa í stað árið 2024.
26.09.2022 - 11:52
Fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Ítalíu í sjónmáli
Ítalskir kjósendur ganga að kjörborðinu í dag, sunnudag og allt bendir til þess að flokkur lengst til hægri á pólítíska litrófinu verði sigurvegari kosninganna. Leiðtogi flokksins vonast til að verða fyrsti kvenkynsforsætisráðherra Ítalíu.
Segir verðhækkanir hafa áhrif á komandi kjaraviðræður
Útgjöld heimilanna hafa hækkað um allt að tæplega 130.000 krónur miðað við fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir mikla hækkun hafa orðið á nauðsynjavörum og segir vonbrigði að nýtt fjárlagafrumvarp hafi ekki komið til móts við heimilin.
Spá verðbólgulækkun því íbúðaverð á niðurleið
Verðbólga lækkar meira en spáð var því húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað. Greinendur telja að hún lækki um hálft prósentustig frá því sem var í júní. 
Sleppa því að kynda og borða minna fyrir ferðalög
Áhrifa orkukreppu og verðbólgu er ekki farið að gæta í ferðaþjónustu hér á landi. Þá taka sumir ferðamenn ferðalag fram yfir helstu nauðsynjar eins og húskyndingu og mat, samkvæmt framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands.
20.09.2022 - 15:15
Sjónvarpsfrétt
Ekki nóg gert fyrir tekjulága íbúðaleitendur
Forseti Alþýðusambandsins furðar sig á að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki að finna aðgerðir í húsnæðismálum fyrir tekjulága. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir of snemmt að segja til um áhrif frumvarpsins á kjaraviðræður.
Sjálfsagt að stjórnvöld og bankar bregðist við
Viðskiptabankarnir þrír hafa allir hækkað útlánsvexti sína eftir nýjustu stýrivaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Ótal dæmi eru um að mánaðarleg greiðslubyrði á óverðtryggðum húsnæðislánum á breytilegum vöxtum hafi hækkað um tugi þúsunda. Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra nefndi bankaskatt sem hugsanlegt mótsvar við vaxtahækkunum viðskiptabankanna síðasta vetur. Hún segir sjálfsagt í sínum huga að bregðast við vegna þess höggs sem heimilin í landinu hafa orðið fyrir vegna verðbólgunnar.
Morgunvaktin
Samkeppnishindranir á þremur mörkuðum til skoðunar
Samkeppniseftirlitið er með til skoðunar vísbendingar um samkeppnishindranir á dagvöru-, eldsneytis- og byggingarmarkaði. Í því felst meðal annars að greina upplýsingar um framlegð fyrirtækja á þeim mörkuðum. Forstjóri eftirlitsins segir að verðvitund neytenda slævist þegar kreppir að og verð hækkar hratt. Þá aukist hættan á að fyrirtæki skáki í skjóli ytri aðstæðna og hækki verð umfram það sem nauðsynlegt er.

Mest lesið