Færslur: verðbólga
Lélegustu janúarútsölur í 19 ár auka verðbólgu
Mikil verðbólga skýrist meðal annars af því að janúarútsölur hafa ekki verið lélegri í nítján ár. Hagfræðideild Landsbankans telur að verslanir hafi lækkað verð minna en í meðalári, vegna þess að Íslendingar séu nú háðari því að kaupa föt og skó hér á landi í faraldrinum.
26.01.2021 - 17:50
Verðbólgan veldur áhyggjum, gengur vonandi til baka
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ástæðu til að hafa ákveðnar áhyggjur af mestu verðbólgu sem mælst hefur í sjö ár, en vonast til þess að þessi toppur mælist í eitt skipti og gangi svo til baka.
26.01.2021 - 12:38
Verðbólga yfir viðmið Seðlabanka fyrsta sinni frá 2013
Verðbólga undanfarna tólf mánuði mælist 4,3% í nýjustu útreikningum Hagstofunnar. Svo mikil breyting hefur ekki mælst síðan í desember 2013. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5% en verðbólgan nú fer yfir varúðarmörk bankans.
26.01.2021 - 09:41
Samdráttur á flestum sviðum en bjartara framundan
Einn mesti samdráttur landsframleiðslu á Íslandi í heila öld blasir við á árinu 2020. Horfur eru á að landsframleiðslan dragist saman um allt að 7,6%. Atvinnuleysi er í sögulegu hámarki og getur átt eftir að aukast. Verðbólga ársins mælist um 2,8%.
01.10.2020 - 11:45
Vísitala neysluverðs hækkaði óvænt á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,15% á milli mánaða, en spáð hafði verið að hún myndi lækka. Verðbólga í júlí er 3%, en var 2,6% í júní og áhrif af sumarútsölum voru minni en ráð var gert fyrir. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.
24.07.2020 - 14:36
Býst ekki við verðbólgu þrátt fyrir veikari krónu
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir ekkert benda til þess að verðbólga láti á sér kræla í bráð. Í viðtali í Morgunblaðinu segir hann að samdráttur í hagkerfinu í haust muni halda aftur af verðhækkunum. Verðbólgan hafi verið undir markmiðum Seðlabankans í mars þegar gengið tók að veikjast og hún hafi fylgt markmiðum bankans og verið um 2,5 prósent á fyrri helmingi ársins.
17.07.2020 - 08:49
Vaxtalækkanir blása krafti í fasteignamarkaðinn
Vaxtalækkanir hafa blásið meiri krafti í fasteignamarkaðinn en gert var ráð fyrir. Þetta segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, í viðtali í Síðdegisútvarpinu dag.
10.07.2020 - 19:07
Verðbólguhorfur nokkuð góðar þrátt fyrir óvissuna
Mikil óvissa er til staðar á mörkuðum og hefur krónan veikst að jafnaði um 13% gagnvart helstu erlendum gjaldmiðlum frá áramótum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins. Þrátt fyrir það spáir greiningardeild Íslandsbanka að verðbólga verði enn undir markmiði Seðlabankans í júlí.
07.04.2020 - 12:38
Landsbankinn spáir minni verðbólgu í október
Verðbólga verður 2,6 prósent í október ef spá Hagfræðideildar Landsbankans gengur eftir og lækkar úr 3,0 prósentum.
15.10.2019 - 10:25
Farsímaþjónusta 35% ódýrari
Mikil breyting hefur orðið á samsetningu verðbólgu, samkvæmt hagfræðideild Landsbankans. Húsnæðisliðurinn hefur hækkað um 10,7% frá maí 2013 til 2018. Vægi farsímaþjónustu hefur dregist saman en hún hefur orðið 35% ódýrari síðasta árið. Heimasímaþjónusta er hins vegar 42% dýrari.
12.06.2019 - 09:07
Verðbólga jókst í maí
Verðbólga á 12 mánaða tímabili jókst um 0,3% frá apríl til maí og er 3,6 prósent. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Fram undan er meiri aukning verðbólgu samkvæmt spá bankans.
28.05.2019 - 14:11
Flugfargjöld hækkuðu um rúmlega 20% í apríl
Verðbólga eykst og verður 3,6 prósent, samkvæmt nýrri verðbólguspá Arion banka. Verðbólga hefur aukist jafnt og þétt undanfarna mánuði og meira atvinnuleysi er í kortunum. Flugfargjald til útlanda hefur hækkað um 20,6 prósent og efnahagsumhverfið tekur hröðum breytingum um þessar mundir.
16.05.2019 - 12:15
Ósammála um hvort húsnæðisliðurinn skuli burt
Breyta þarf uppbyggingu vísitölunnar, segir hagfræðiprófessor, og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni sem Seðlabankinn notar í verðbólgumarkmið. Lektor í hagfræði segir ekki endilega neytendum í hag taka hann út úr vísitölunni sem notuð er til verðtryggingar.
05.05.2019 - 19:00
Óverðtryggðum íbúðalánum snarfjölgar
Heimilin kusu miklu frekar að fjármagna íbúðakaup með óverðtryggðu láni en verðtryggðu í október. Ný óverðtryggð íbúðalán jukust um meira en tvo og hálfan milljarð milli septembers og óktóbers. Á sama tíma snarminnkuðu þau verðtryggðu, samkvæmt hagtölum Seðlabankans. Óverðtryggð íbúðalán hafa ekki verið meiri á einum mánuði það sem af er ári. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir að meiri verðbólguvæntingar heimilanna kunni að skýra þessa þróun.
28.11.2018 - 16:44
Verðbólga verði lægri vegna lægra olíuverðs
Eftir að hafa hækkað nær stöðugt frá miðju síðasta ári hefur olíuverð snarfallið á heimsmarkaði síðustu vikur. Þetta segir í Hagsjá Landsbankans, sem kom út í dag. Verðfallið skili sér líklega í lægri verðbólgu en áður hafði verið spáð. Þannig ætti bensín að lækka í verði og gjaldeyrisútflæði vegna innflutnings olíuafurða að minnka, sem myndi styðja við gengi krónunnar.
28.11.2018 - 10:55
Verðbólgan mælist 1,7 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,25 prósent í ágúst frá fyrra mánuði. Ef húsnæðis er undanskilið hækkar vísitalan um 0,18 prósent frá því í júlí. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar
30.08.2017 - 09:16
Minnkandi hagvöxtur á næstu tveimur árum
Kröftugur hagvöxtur verður hér á landi á þessu ári, eða 5,3 prósent, en hann minnkar á næstu tveimur árum, samkvæmt spá Greiningardeildar Arion banka, sem gefin var út í morgun.
09.08.2017 - 12:26
Vísitala neysluverðs óbreytt
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,5 prósent. Án húsnæðis hefur vísitalan lækkað um 3,1 prósent. Verð á mat og drykkjarvörum lækkar um 1,2 prósent frá fyrra mánuði.
29.06.2017 - 11:05
Minnsta verðbólga í hálft annað ár
Verðbólga mælist 0,9 prósent síðustu tólf mánuði og er það í fyrsta sinn síðan í febrúar í fyrra sem hún mælist undir einu prósenti. Síðustu 20 árin hefur ársverðbólga aðeins verið undir einu prósenti í sex mánuði samanlagt. Það var í þrjá mánuði kringum áramót 2014 til 2015 og í tvo mánuði í vetrarbyrjun 1998.
26.08.2016 - 09:40