Færslur: verðbólga

Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
Verðbólga í Rússlandi í hæstu hæðum
Verðbólga hefur farið hækkandi á Vesturlöndum að undanförnu og er víða hærri en hún hefur verið í Áratugi. Er þetta ekki síst rakið til Úkraínustríðsins. Í Rússlandi er það sama uppi á teningnum. Þar fór verðbólgan í síðasta mánuði upp í 17,83 prósent á ársgrundvelli, segir í frétt AFP, og hefur ekki verið meiri síðan í janúar 2002.
14.05.2022 - 08:04
„Ætti að vera hægt að skila til baka til samfélagsins“
Formaður Neytendasamtakanna segir að stórfyrirtæki á matvælamarkaði þurfi að sýna samfélagslega ábyrgð og skila til baka til samfélagsins, í stað þess að greiða eigendum milljarða í arð. Formaður Starfsgreinasambandsins segir að verkalýðshreyfingin eigi að beita sér fyrir verðlækkunum til neytenda.
07.05.2022 - 23:00
Boða aðgerðir til að bregðast við verðbólgu
Ríkisstjórnin ræddi á fundi sínum í morgun um aðgerðir til að bregðast við mikilli verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra staðfesti þetta að loknum ríkisstjórnarfundi undir hádegi.
06.05.2022 - 12:28
Viðtal
Býst ekki við kreppu heldur dýrtíð
Hagfræðingur hjá Landsbankanum telur ekki að verðbólga verði hér til langs tíma. Gústaf Steingrímsson hagfræðingur segir að verðbólgan nú komi ekki niður á þeim sem tekið hafa verðtryggð lán eða lán með föstum vöxtum. Öðru máli gegni um þau sem greiði af lánum sem bera breytilega vexti. Ólíkt ýmsum öðrum löndum blasi kreppa ekki við hér heldur einungis dýrtíð.
06.05.2022 - 08:06
Bjarni boðar aðgerðir fyrir tekjulága
Fjármálaráðherra hyggst grípa til aðgerða til að styðja við tekjulága á meðan unnið er að lækkun verðbólgu. Þá hefur viðskiptaráðherra sett saman hóp til að fylgjast með verðlagi og óhóflegum verðhækkunum.
05.05.2022 - 13:10
Ekki brugðist við hættumerkjum á húsnæðismarkaði
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að ekki hafi verið brugðist við hættumerkjum síðustu ára á húsnæðismarkaði.
Mesta verðbólga í Ástralíu í 20 ár
Verðbólga í Ástralíu mælist 5,1 prósent á ársgrundvelli um þessar mundir og hefur ekki verið meiri síðan aldamótaárið 2001, samkvæmt tölum áströlsku hagstofunnar sem birtar voru í morgun. Þær sýna líka að verðlagshækkanir hafa ekki verið meiri frá innleiðingu núgildandi virðisaukaskattskerfis, hvorki á ársfjórðungs- né ársgrundvelli.
27.04.2022 - 05:37
Eingreiðsla fyrirhuguð til fátækra ellilífeyrisþega
Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja til skattfrjálsa eingreiðslu til þeirra ellilífeyrisþega sem minnst hafa milli handanna. Forsætisráðherra vonast til að greiðsla berist fólkinu í sumar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir enn meiri verðbólgu
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 7,4 prósenta verðbólgu í heiminum á árinu. Spá sjóðsins hefur versnað mikið frá því í október, þegar spáð var 3,8 prósenta verðbólgu.
Verðbólga nær hámarki í júní
Samkvæmt verðbólguspá Landsbankans nær verðbólga hámarki í júní, gert er ráð fyrir að hún mælist þá um sjö prósent. Ljóst er að verulegar verðhækkanir verða á mat og drykk.
13.04.2022 - 12:10
Valdatíð Imran Khan í Pakistan senn á enda
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, missti meirihlutastuðning á þingi landsins eftir að þingmenn úr flokki hans snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. Khan þarf að stíga til hliðar en ekki sér fyrir endann á stjórnmálakreppu í þessu fimmta fjölmennsta ríki heims.
09.04.2022 - 06:00
Olíuverð lækkaði á mörkuðum í dag
Olíuverð lækkaði um yfir fimm prósent á mörkuðum í dag. Ástæður lækkunarinnar eru meðal annars raktar til minnkandi eftirspurnar vegna viðbragða helstu banka ýmissa ríkja við vaxandi verðbólgu. Eins hafa nokkur ríki tilkynnt um að gripið verði til varabirgða olíu.
07.04.2022 - 00:35
Mælir gegn því að húsnæðisliðurinn verði tekinn út
Hagstofa Íslands mælir gegn því að ekki verði tekið tillit til húsnæðiskostnaðar við útreikning á vísitölu neysluverðs. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem vilja fjarlæga húsnæðisliðinn úr útreikningnum. Í janúar lögðu nokkrir þingmenn Flokks fólksins fram frumvarp um breytingu á lögum um vísitölu neysluverðs, þar sem lagt var til að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út.
Sjónvarpsfrétt
Jafnvel ekki neitt svigrúm til launahækkana segir SI
Lítið ef nokkurt svigrúm er til launahækkana, segir formaður Samtaka iðnaðarins. Verðbólga og stríðið í Úkraínu valdi óstöðugleika í efnahagsmálum. 
10.03.2022 - 22:22
Verðbólgan komin yfir sex prósent
Verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 6,2% og hækkar um 0,5 prósentustig frá því í janúar, samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Spá aukinni verðbólgu næstu mánuði
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólgan aukist enn frekar í febrúar, en í janúar mældist hún 5,7 prósent á ársgrundvelli, sem er mesta verðbólga hérlendis í áratug. Samkvæmt spá bankans mun hún ná 5,8 prósentum í febrúar og fara enn hækkandi næstu mánuði.
Segir að bönkum beri að létta undir með skuldurum
Viðskiptaráðherra segir að bönkunum beri að létta undir með heimilum og fyrirtækjum með því að greiða niður vexti. Geri þeir það ekki segir ráðherra ekki útlokað að endurvekja bankaskattinn. Ofurhagnaður banka aukist enn með hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands.
Kastljós
Segir vexti lága og stöðu heimilanna aldrei betri
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, vísar því á bug ummælum forseta ASÍ um að Seðlabankinn hafi misst tök á húsnæðismarkaði og sé með stýrivaxtahækkunum að leysa sjálfskapaðan vanda. Hann segir vexti vera lága í sögulegu samhengi og almennt séu kjör fólks í landinu góð, ekki síst vegna aukins kaupmáttar.
Spá mikilli stýrivaxtahækkun í næstu viku
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,75 prósentustig á miðvikudaginn í næstu viku. Vextir eru nú 2 prósent en því er spáð að þeir fari upp í 2,75 prósent. Hækkunin sé einkum vegna verðbólgumælingar í janúar, sem hafi komið flestum í opna skjöldu, en þá mældist mesta 12 mánaða verðbólga síðan í apríl 2012.
03.02.2022 - 10:16
Spegillinn
Verðbólgudraugurinn hrellir landann
Verðbólgudraugurinn er kominn á stjá eftir að hafa haldið sig til hlés um nokkuð langt skeið. Verðbólgan hefur ekki verið meiri hér á landi í tíu ár. Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur hækkað umtalsvert á tímum heimsfaraldurs og það smitast inn í kerfið hér á landi.
01.02.2022 - 20:34
Íþyngjandi að hafa húsnæðislið í vísitölu neysluverðs
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra telur tilefni til að taka húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs, en verðbólga mælist þá mun minni. Verðbólga mælist nú 5,7%, og hefur ekki verið meiri í tíu ár. Þetta er langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5%. 
01.02.2022 - 19:00
Sjónvarpsfrétt
Há verðbólga víðar en á Íslandi
Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fleiri lönd en Ísland glími nú við hækkandi verðlag út af heimsfaraldrinum. Verðbólgan sé einnig sögulega há í Bandaríkjunum og Evrópu. 
29.01.2022 - 19:38
Erdogan lætur hagstofustjóra taka pokann sinn
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ákvað í dag að segja forstjóra hagstofu landsins upp störfum. Meginástæðan virðist vera óánægja með hagtölur. Einnig stokkaði forsetinn upp í ríkisstjórn landsins.
29.01.2022 - 03:00