Færslur: Verbúðin

Með Verbúðina á heilanum
Tókst vel að fanga stemninguna í þáttum Hemma Gunn
„Þetta var geðveikt! Svona var stemningin í hljómsveitinni og á bak við. Þetta var nákvæmlega svona,“ segir Gunnar Árnason, hljóðmaður, um endurgerð á setti Hemma Gunn í nýjasta þætti Verbúðarinnar. Þetta var krefjandi verk fyrir hljóðmennina og gervahönnuði sem þurftu að gera persónurnar sannfærandi á skjánum.
Með Verbúðina á heilanum
„Nánast öll dauðaslys barna voru úti á landi“
„Hvað er þessi kona að sunnan að gera?“ spurðu margir sig þegar Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur fór um landið árið 1991 með vitundarvakningu um öryggi barna og til að mæla gegn því að þau stunduðu erfiðisvinnu. Hún ræðir þetta í tilefni af álitamáli sem kom upp í nýjasta þætti af Verbúðinni, um það hvort börn ættu að vinna í slorinu.
17.01.2022 - 17:11
Kastljós
Á sundskýlunni í heimspressunni
Þættirnir Verbúðin hafa slegið í gegn um þessar mundir. Margir velta fyrir sér sannleiksgildi þáttanna enda er þar raunverulegt fólk sem kemur við sögu. 
11.01.2022 - 12:32
Verbúðin
„Áskorunin var klárlega í því að Sveppi missti höndina“
„Blóðið spýtist bara úr þér eins og úr garðslöngu, það er ekkert að slettast eða frussast um allt eins og í þáttunum,“ segir Davíð Jón Ögmundsson sem vann við brellur í þáttunum Verðbúðin sem sýndir eru á RÚV. Þar blöstu við margar stórar áskoranir, eins og til dæmis að láta útlimi hverfa.
10.01.2022 - 08:50
Víðsjá
Mun ríkasta fólkið bjarga heiminum?
Á meðan gróðamaskínan grillar á okkur öllum hausinn með nýrri neysluvöru halda ríkustu menn heims áfram að grilla plánetuna. Í stað þess að vakna til meðvitundar fljótum við áfram sofandi að feigðarósi. Á að stóla á, að þetta 1% heimsins sem á 99% af auði heimsins, komi okkur til bjargar?
06.01.2022 - 13:02
Verbúðin
„Það lék allt á reiðiskjálfi“
Ögmundur Jónasson, sem ásamt öðrum fór mikinn í baráttu fyrir réttindum verkafólks þegar landið logaði verkföllum á níunda áratugnum, leggur dóm sinn yfir annan þátt Verbúðarinnar.
04.01.2022 - 14:11
Verbúðin
Berrössuð á súru balli á Siglufirði
Það eru 40 ár síðan Árni Matthíasson gerðist landkrabbi. Hann var togarasjómaður sem vildi á þurrt og fann sér þá stöðu sem prófarkalesari á Morgunblaðinu. Í dag starfar hann sem netstjóri mbl.is og er að auki ástsæll menningarrýnir en hann á ýmsar áhugaverðar minningar af menningunni á verbúð, bæði af Bubba Morthens og baðferðum á miðju balli.
29.12.2021 - 11:40
Verbúðin
Búningarnir fengnir úr fataskáp ráðherra
Margrét Einarsdóttir og Rebekka Jónsdóttir hafa veg og vanda af búningahönnun í þáttaröðinni Verbúðinni, sem hóf göngu sína á RÚV á sunnudag. Þær þurftu ekki að leita langt eftir búningum á leikarann Gísla Örn Garðarsson.
Menningin
Við bíðum bara spennt eftir Twitter 
Vesturport ræðst til atlögu við eitt af stærstu deilumálum síðustu áratuga, sjálft kvótakerfið, í sjónvarpsþáttunum Verbúðin, sem hefja göngu sína á RÚV um jólin. 
Verbúðin tilnefnd til norrænna verðlauna
Verbúðin, sjónvarpsþættir um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp, eru tilnefndir til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins.
15.12.2021 - 09:30
Pétur Jóhann: „Ég er náttúrlega bara asnalegur“
Þriðja þáttaröðin af grínþáttunum Venjulegt fólk er nýkomin út en einn þeirra sem kemur þar nýr inn er Pétur Jóhann Sigfússon. Hann veiktist illa af COVID-19 í síðasta mánuði en er nú kominn á ról á ný. Hann leikur lögreglumann í þáttunum Verbúðin sem nú eru í tökum og heldur sér uppteknum í faraldrinum með hlaðvarpsgerð.
„Það var bara unnið, drukkið og djammað“
„Þetta er átta þátta sería sem heitir Verbúðin og gerist frá '83 til '91, þegar kvótakerfið er sett á og svo framsal kvótans gefið frjálst,“ segir Björn Hlynur Haraldsson einn leikstjóri Verbúðarinnar, sjónvarpsþáttar sem leikhópurinn Vesturport framleiðir í samstarfi við RÚV.
04.07.2020 - 09:45
Tökur hafnar á spennuþáttum um kvótakerfið
Tökur eru hafnar á spennuþáttunum Verbúðinni og standa yfir næstu 14 vikur. Tekið verður upp á höfuðborgarsvæðinu og vestur á fjörðum. Verbúðin er sjónvarpsþáttaröð í átta hlutum og verður þáttaröðin frumsýnd á RÚV fyrri hluta árs 2021.
21.05.2020 - 09:59