Færslur: Vegagerðin

Fullt tungl og stórstreymt
Í dag er fullt tungl og því verður stórstreymt næstu daga. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að sjávarhæð verði meiri en sjávarfallaspár gefa til kynna vegna vind- og ölduáhlaðanda, fyrst sunnan- og vestanlands en svo um norðanvert landið eftir því sem líður á vikuna.
30.11.2020 - 13:09
Myndskeið
Náðu niður hættulegum bjargbrotum í Bröttubrekku
Starfsmenn Vegagerðarinnar réðust í það verkefni í síðustu viku að ná niður tveimur bjargbrotum í Bröttubrekku sem höfðu valdið þeim og vegfarendum hugarangri. Brotin höfðu smám saman mjakast nær bjargbrúninni. Var því hætta á að þau féllu fram, niður á Vestfjarðaveg og jafnvel á eða fyrir bíl.
27.11.2020 - 17:58
Vetrarfærð og sums staðar ófært
Vetrarfærð er á landinu og víða allhvasst. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ófært er um Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp. Þæfingsfærð er um Klettsháls. Öxnadalsheiði hefur verið opnuð en þar er mikill skafrenningur og mjög blint. Snjóþekja og stórhríð er á Vatnsskarði en hálka, éljagangur, skafrenningur.
27.11.2020 - 09:49
Snjóflóðin í janúar fóru yfir garða á tveimur stöðum
Tvö snjóflóð féllu á Flateyri í janúar á nánast sama tíma og fóru þau yfir varnargarða fyrir ofan bæinn á tveimur stöðum. Þetta kom fram á íbúafundi á Flateyri þar sem fulltrúar viðbragðsaðila fóru yfir aðgerðir sem gripið var til eftir að snjóflóðin féllu á bæinn 14. janúar og viðbrögð við uppfærðu hættumati og rýmingaráætlun, ef snjóflóð skyldi falla aftur.
24.11.2020 - 08:03
Hálka á þjóðvegum um nær allt land
Það er hálka eða hálkublettir og snjóþekja á nær öllum þjóðvegum á landinu í dag. Þungfært er á Öxi eystra og á Strandavegi vestra. Þar er unnið að mokstri.
23.11.2020 - 10:03
Vetrarfæri á flestum leiðum
Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á flestum þjóðvegum landsins samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 
15.11.2020 - 21:01
Víða hálka eða hálkublettir og Öxi erfið yfirferðar
Víðast hvar er hálka eða hálkublettir á vegum landsins, og sums staðar jafnvel snjóþekja og éljagangur samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
14.11.2020 - 17:44
Ítreka að Norlandair uppfylli skilyrði um flugþjónustu
Vegagerðin ítrekar að flugvélar Norlandair, sem fyrirhugað er að taki við flugþjónustu við Bíldudal og Gjögur, uppfylli þau skilyrði sem sett voru þegar flugþjónusta til þessara staða var boðin út. Kærunefnd útboðsmála hafi staðfest að ekki var farið gegn lögum þegar samið var við Norlandair um flugið.
14.11.2020 - 13:53
Flugfélagið Ernir skoðar lagalega stöðu sína
Forstjóri flugfélagsins Ernir segir það ljóst að lög hafi verið brotin þegar Vegagerðin gekk til samninga við Norlandair um flug til Bíldudals og Gjögurs. Lögmenn Ernis skoða næstu skref.
Hafna fullyrðingum um að flugþjónustan sé skert
Norlandair og Vegagerðin hafna fullyrðingum Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum um skerta flugþjónustu. Vélar Norlandair séu sambærilegar við þær sem hafi verið notaðar síðustu ár.
12.11.2020 - 15:49
Áhyggjur af skertri flugþjónustu á Vestfjörðum
Samtök atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af flugþjónustu á svæðinu. Nýir samningar Vegagerðarinnar og Norlandair feli í sér þjónustuskerðingu. Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir mörgum spurningum ósvarað.
12.11.2020 - 14:52
Eðlileg krafa að í Baldri sé varavél
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð segir að það sé áhyggjuefni að engin varavél sé í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Það hafi vakið óhug með íbúum þegar ferjan varð vélarvana úti á Breiðafirði í sumar.
Myndskeið
Mikil gleði við opnun Dýrafjarðarganga
Dýrafjarðargöng voru opnuð við hátíðlega athöfn í dag og leysa þar með Hrafnseyrarheiði af hólmi. Maður sem hefur mokað heiðina í nær hálfa öld segir löngu kominn tími á það og grunnskólabörn á Þingeyri munu ekki sakna þess að fara heiðina.
Óvenjuleg vígsla Dýrafjarðarganga á sunnudag
Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, 25. október, en vígsla þeirra verður með óvenjulegu sniði vegna heimsfaraldursins. Í stað þess að ráðherra klippi á borða við annan enda ganganna, verður fjarskiptatæknin í aðalhlutverki.
19.10.2020 - 16:27
Myndskeið
Óvarlegt að boða umbyltingu á vegagerð eftir slysið
Forstjóri Vegagerðarinnar telur óvarlegt að boða umbyltingu í vegagerð þrátt fyrir að stofnunin endurskoði verklag í kjölfar banaslyss á Kjalarnesi í sumar. Aukin áhersla verður á að tryggja hæfni verktaka.
13.10.2020 - 22:01
Endurskoða alla verkferla við malbikun vegna slyssins
Vegagerðin er með alla verkferla við malbikun þjóðvega til endurskoðunar, að sögn Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Hún sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umræðunnar í kjölfar banaslyss sem varð á Vesturlandsvegi í sumar. Markmið endurskoðunarinnar er að tryggja að sambærilegt slys geti ekki komið fyrir aftur.
13.10.2020 - 12:24
Minni umferð á ný eftir hertar sóttvarnaaðgerðir
Hertar samkomutakmarkanir eru farnar að endurspeglast í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu á ný, rétt eins og í fyrri bylgjum faraldursins. Merkja má samdrátt í umferð á milli vikna eftir að hertar aðgerðir tóku gildi í síðustu viku.
13.10.2020 - 08:15
Kastljós
„Þetta var fólk í blóma lífsins“
Finnur Einarsson, sem lést ásamt Jóhönnu Sigríði Sigurðardóttur, konu sinni, í vélhjólaslysi á Kjalarnesi í sumar, hafði þungar áhyggjur af lélegu malbiki á vegum landsins. Þetta segir dóttir hans. Slysið hefur verið rakið til galla í klæðningu sem lögð var á veginn þremur dögum fyrr.
12.10.2020 - 20:16
Hafnarfjarðarvegi lokað til suðurs - umferð um hjáleið
Hafnarfjarðarvegur verður lokaður til suðurs í dag, laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.
10.10.2020 - 08:45
Vildi vara Vegagerðina við
Vegfarandi sem átti leið um nýmalbikaðan vegarkafla á Kjalarnesi í sumar reyndi án árangurs að ná sambandi við Vegagerðina til að vara við vegarkaflanum. Hann segir að bæta þurfi aðgengi vegfarenda að Vegagerðinni utan skrifstofutíma.
09.10.2020 - 12:30
Lýsa yfir „fullkomnu vantrausti“ til Vegagerðarinnar
Stjórn Sniglanna bifhjólasamtaka lýsa yfir „fullkomnu vantrausti til Vegagerðarinnar og forstjóra Vegagerðarinnar“ í kjölfar umfjöllunar Kveiks í gærkvöld um stöðu vegakerfisins og vinnubrögð stofnunarinnar.
09.10.2020 - 07:08
Kveikur
Stór hluti vegakerfisins ber ekki umferðarþungann
Það eru engin nýmæli að malbik og klæðningar á vegum skapi hættu. Vegir eru holóttir, það eru djúp hjólför í þeim og stundum verða þeir hálir á heitum sumardögum. En hvers vegna er þetta svona? Erum við svona léleg í að leggja vegi? Hvað þarf að gera til að bæta ástandið?
08.10.2020 - 20:00
Kveikur
Vegagerðin ætti að breyta viðmiðunum
Sérfræðingur í malbikun segir að Vegagerðin ætti að hækka viðmið sín um holrýmd eða loft í malbiki. Lítið megi út af bregða til að holrýmdin fari undir viðmið Vegagerðarinnar sem auki hættu á að vegurinn verði of háll.
08.10.2020 - 07:05
Malbikið ekki í samræmi við útboðslýsingar
Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar segir að ný skýrsla sýni að það malbik sem lagt var á nokkra vegkafla í höfuðborginni í sumar hafi ekki staðist þær kröfur sem gerðar voru í útboði stofnunarinnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málið verði kært.
07.10.2020 - 18:17
Malbik víða á höfuðborgarsvæðinu stóðst ekki kröfur
Malbik sem var lagt á nokkra vegkafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar stóðst alls ekki þær kröfur sem gerðar eru í útboði Vegagerðarinnar, hvorki kröfur um holrýmd né um viðnám. Það á meðal annars við um vegkafla á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi í júní. Þetta kemur fram í skýrslu sem Vegagerðin birti í dag og byggir á rannsóknum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og gatnarannsóknarstofnunarinnar VTI í Svíþjóð.
06.10.2020 - 17:13