Færslur: Vegagerðin

„Ekki algengt að vara við hálku á þessum tíma árs“
Hætta er á hálku í nótt á hæstu fjallvegum norðan- og vestanlands en von er á mjög köldu lofti til landsins. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir að svo mikill kuldi sé óalgengur á þessum tíma árs.
22.06.2022 - 19:18
Hálendisvegir opnaðir seinna en undanfarin ár
Snjóþungur vetur og kalt vor á hálendinu er ástæða þess að hálendisvegir eru opnaðir seinna en undanfarin ár. Þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni segir að þeir verði opnaðir einn af öðrum næstu daga. Hann hvetur fólk til að fylgjast með hálendiskortinu.
21.06.2022 - 12:51
Harður árekstur á Hellisheiði
Harður árekstur varð á fjórða tímanum í dag austan Hellisheiðarvirkjunar í brekkunni við Skíðaskálann í Hveradölum þegar fólksbíll og jeppi lentu saman. Veginum var lokað í vesturátt um tíma og hjáleið opnuð.
20.06.2022 - 15:38
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar langt fram úr áætlun
Rekstrarkostnaður Landeyjahafnar hefur farið langt fram úr áætlun vegna reglulegra dýpkana að því er kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja tekur undir þá ábendingu að kanna þurfi möguleika á varanlegum úrbótum á höfninni.
14.06.2022 - 17:02
Sjónvarpsfrétt
Ekkert bólar á áhættumati fyrir Reynisfjöru
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps furðar sig á því að þrátt fyrir þriggja ára vinnu liggi enn ekki fyrir áhættumat fyrir Reynisfjöru. Með slíku mati væri unnt að loka fjörunni þegar hættan er mest. Leiðsögumaður leggur til að 3-4 strandverðir sjái um gæslu í fjörunni.
Sjónvarpsfrétt
Hvammur er varasamasti vindhviðustaðurinn
Hvammur undir Eyjafjöllum er varasamasti vindhviðustaður landsins. Þar á eftir kemur Hafnarfjall og Vatnsskarð eystra. Þetta sýnir kortlagning sem gerð var fyrir Vegagerðina. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að þessar upplýsingar nýtist á ýmsan hátt en vill ekki nota orðið rokrass yfir þessa staði.
30.05.2022 - 19:22
Sjónvarpsfrétt
Skorar á þingmenn að sigla með Sæfara til Grímseyjar
Grímseyingar eru orðnir langþreyttir á ferjunni Sæfara sem siglir milli lands og eyjar. Sjómaður í Grímsey skorar á þingmenn í kjördæminu að koma út í eyju í fimm metra ölduhæð og upplifa aðstæður.
23.05.2022 - 17:12
Töluvert jarðsig við Brimnes í Ólafsfirði
Vegurinn við Brimnes á leið út úr Ólafsfirði í átt að Múlagöngum hefur sigið talsvert síðustu viku. Vegurinn hefur verið girtur af við skemmdirnar og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.
20.05.2022 - 17:42
Kalt og vetraraðstæður á fjallvegum um allt land
Kalt loft streymir yfir landið og nú í morgunsárið er víða ansi vetrarlegt um að litast, segir í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofunni.
12.05.2022 - 06:57
Umferðaróhöpp og víða vetrarfærð á vegum
Þriggja bíla árekstur á varð á Miklubraut í Reykjavík nærri Skeifunni á öðrum tímanum í dag og var einn fluttur á slysadeild með minniháttar áverka. Verið er að hreinsa vettvang en búist er við einhverjum umferðartöfum vegna þessa.
05.05.2022 - 15:33
„Staðan sjaldan verið jafn slæm“
Vegagerðin vinnur nú hörðum höndum við að gera við holur sem hafa myndast í bundnu slitlagi. Sjaldan hafa fleiri holur myndast í vegum landsins enda var veturinn sérstaklega þungur.
20.04.2022 - 12:10
Verra ástand vega en lægri fjárhæð fer í framkvæmdir
Rúmum fjórum milljörðum króna verður varið í viðhald á vegum landsins í ár. Þetta er helmingi lægri fjárhæð en Vegagerðin varði í framkvæmdir í fyrra. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir ástandið verra en síðustu ár.
04.04.2022 - 09:11
Veður óhagstætt til siglinga í Landeyjahöfn í vetur
Herjólfur hefur lítið getað siglt til Landeyjahafnar það sem af er ári. Í janúar voru ferðirnar 34 en 286 í janúar í fyrra. Rannsakað hefur verið hvernig megi bæta aðstæður í höfninni og hvernig megi fjölga dögum sem hægt verður að sigla þar um. Forsendur ríkisstyrks áætlunarflugs til Vestmannaeyja eru einnig í skoðun.
Vegalokanir í borginni um helgina vegna kvikmyndatöku
Nokkrar götur í Reykjavík verða lokaðar um helgina, þegar fara fram tökur á kvikmyndinni Heart of Stone. Í dag verður Sæbraut lokuð frá Snorrabraut að Hörpu, frá því klukkan sjö að morgni og til eitt
Opna fyrir umferð um Axarveg á morgun
Unnið er að því að opna veginn yfir Öxi en mikill og þykkur ís liggur yfir veginum. Stefnt er að því að opna fyrir umferð á morgun, föstudaginn 25. mars.
24.03.2022 - 20:29
Sjónvarpsfrétt
Gerbreytt ásýnd Hrafnagilshverfis framundan
Miklar breytingar verða í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit þegar þjóðvegur, sem nú liggur í gegnum þorpið, verður færður að bökkum Eyjafjarðarár. Við það skapast tækifæri til að endurskoða skipulag hverfisins í heild með miðbæjartorgi og nýjum íbúðalóðum.
17.03.2022 - 19:44
18 þúsund símtöl í febrúar vegna færðar á vegum
Umferðarþjónusta Vegagerðarinnar miðlar upplýsingum til vegfarenda í sambandi við færð og veður á vegum. Eins og gefur að skilja hefur mikið álag verið á starfsfólki sem veitir þessa þjónustu, því færðin hefur verið sérlega slæm þetta árið. Ríflega 18 þúsund símtöl bárust umferðarþjónustunni í febrúar, sem eru tvöfalt fleiri símtöl en í janúar, þó þau væru mörg þann mánuð miðað við venjulegt árferði eða 7.300.
17.03.2022 - 08:55
Myndband
Um 170 tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar
Um 170 ökumenn hafa tilkynnt tjón á bílum til Vegagerðarinnar vegna skemmda í malbiki það sem af er ári. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir langflestar tilkynningarnar vera vegna vega á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir vetrarþjónustu á þeirra vegum í fullum gangi, en hún hafi verið meira krefjandi nú en síðustu ár.
10.03.2022 - 15:18
Viðtal
Hvergerðingar krefja Vegagerðina svara um Hellisheiði
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir þúsundir manna fara um Heillisheiði til að sækja vinnu og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að svo virðist vera sem heiðin sé mokuð seinna en vant er. Umferð á Suðurlandi var tuttugu prósentum minni í nýliðnum febrúar en í febrúar í fyrra og telur Vegagerðin helstu ástæðuna vera tíða ófærð á Hellisheiði. Bæjarstjórnin í Hveragerði á fund með Vegagerðinni í fyrramálið.
Lokað á Hellisheiði, í Þrengslum og víðar
Vegum um Hellisheiði, Þrengslin og Sandskeið hefur verið lokað vegna slæmrar færðar. Þetta segir á vef Vegagerðarinnar.
28.02.2022 - 21:11
Margar leiðir enn lokaðar en á að skána er líður á
Óveðrið sem tók á móti fólki á vestan- og norðanverðu landinu í morgun er farið að lægja hægt og rólega. Veðrið er þó enn slæmt á norðvestanverðu landinu og ófærð mikil, sér í lagi á Vestfjörðum og Breiðafirði. Gular veðurviðvaranir hafa þar tekið við af þeim appelsínugulu. Þær falla úr gildi klukkan sex og sjö í kvöld.
Ófærð um landið - gular og appelsínugular viðvaranir
Ófærð og lokanir vega eru víðast hvar á landinu og sinntu björgunarsveitir útköllum í nótt þegar bílar festust vegna ófærðar. Hellisheiði er lokuð en vonast er til að hún opnist upp úr hádegi. Meiri óvissa er um hvort Suðurstrandarvegur opni.
Sjálfhætt með þjónustu eftir hádegi
Vonda veðrið lætur áfram finna fyrir sér. Norðaustan hríðarveður gengur nú yfir landið norðvestanvert og stendur fram á kvöld með versnandi akstursskilyrðum. Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum hefur verið lokað.
Hellisheiðin lokuð í 138 klukkustundir í febrúar
Hellisheiði hefur verið lokað oftar það sem af er febrúar en allan síðasta vetur. Heiðin er lokuð núna. Þar hefur verið þæfingsfærð og mikill skafrenningur síðan í morgun.
23.02.2022 - 12:13
Hellisheiðin lokuð og bílaröð við Hveradali
Vegagerðin hefur lokað aftur fyrir umferð um Hellisheiði, en heiðin var fær í morgun. Þrengslin eru opin en þar er snjóþekja og hálka. Fjöldi fólks bíður nú í bílum sínum við Hveradali, þar sem hefur skafið í skafla.
23.02.2022 - 09:00