Færslur: Vegagerðin

„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu gott miðað við árstíma
Ástand þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu virðist nokkuð gott miðað við árstíma. Miklu minna er nú um holur og skemmdir vegna samspils frosta og þíðu enda hefur veðurfar ekki verið með þeim hætti.
22.02.2021 - 09:14
Hægir vestanvindar leika um landið í dag
Fremur hægir vestanvindar leika um landið í dag með snjókomu sums staðar norðvestan ti. Annars er búist við lítilsháttar slyddu eða rigningu en smám saman léttir til á Suðausturlandi.
22.02.2021 - 06:34
Hiti yfir frostmarki, hæg suðaustlæg átt og skúrir
Veðurstofan spáir fremur hægri suðaustlægri átt og dálitlum skúrum fyrri part dags. Þurrt og bjart verður á Norðurlandi. Hitinn er á bilinu 1 til 6 stig. Eftir hádegi gengur úrkomubakki inn á austanvert landið og þá má búast við norðaustan kalda og rigningu með köflum
16.02.2021 - 06:52
Þjóðvegur 1 lokaður vegna háspennulínu sem þverar veg
Hringvegur eitt milli Miðfjarðar og Víðidals er lokaður austan við Línakradal vegna háspennulínu sem þverar veginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Hjáleið er um Síðuveg og Vatnsnesveg sem ekki er ætluð farartækjum með meiri ásþunga en 3,5 tonn. .
15.02.2021 - 07:03
Útlit fyrir rigningu í dag og um helgina
Í dag er spáð nokkuð hvassri austan- og suðaustanátt suðvestanlands, en björtu veðri norðantil á landinu. Úrkoma verður líklega óveruleg þar til í kvöld þegar fer að rigna um landið suðaustanvert.
12.02.2021 - 06:51
Hiti yfir frostmarki og skúrir eða él
Veðurstofan spáir suðaustan kalda eða stinningskalda í dag. Hiti verður frá frostmarki að fimm stigum, lítilsháttar skúrir eða él. Þurrviðri er á Norður- og Austurlandi og hægari vindur og hiti yfir frostmarki.
11.02.2021 - 06:53
Alhvít jörð á höfuðborgarsvæðinu fyrsta sinni frá jólum
Alhvít jörð er á höfuðborgarsvæðinu eftir talsverða snjókomu í nótt. Það er nýlunda fyrir íbúa því slík sjón hefur ekki sést síðan annan í jólum að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.02.2021 - 06:52
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
230 ökutæki skemmdust og heildartjón um 30 milljónir
Um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni í bikblæðingum í desember. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum. Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir. Varað er við bikblæðingum á Vesturlandi í dag.
05.02.2021 - 11:45
Myndskeið
Virðist sem krapinn í Jökulsá sé á undanhaldi
Litlar breytingar eru sjáanlegar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum og vegurinn þar er opinn fyrir umferð. Þó virðist sem krapinn sé á undanhaldi og það sé að opnast betur fyrir rennsli árinnar.  
Hvort er verra fyrir malbik, nagladekk eða salt?
Margir hafa tekið ástfóstri við nagladekk og finna til mikillar öryggiskenndar akandi á þeim í hálku. En þeim hefur verið kennt um að valda svifryki með því að slíta og eyða malbiki. Þá vilja sumir meina að saltið sem borið er á götur í hálku sé meiri skaðvaldur en naglarnir. En hvort slítur malbiki meira? „Nagladekkin en saltið hjálpar til vegna þess að það heldur yfirborðinu blautu. Og blautt yfirborð slitnar miklu meira en þurrt,“ segir malbikssérfræðingur.
03.02.2021 - 18:10
Opnað aftur við Jökulsá á Fjöllum
Þjóðvegur eitt milli Austur- og Norðurlands hefur verið opnaður aftur. Gæsla verður áfram við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
Myndskeið
Hertar kröfur koma ekki í veg fyrir hált malbik
Öryggi vegfarenda verður aukið með því að Vegagerðin ætlar í vor að gera ítarlegri kröfur til verktaka sem malbika og sömuleiðis auka eftirlit. Forstjóri Vegagerðarinnar gefur ekki upp kostnaðinn en segir að hann verði ekki til þess að draga úr viðhaldi vega. Þetta þýðir samt ekki að hált nýlagt malbik heyri sögunni til. „Ég get ekki fullyrt það hundrað prósent en þetta minnkar líkurnar umtalsvert,“ segir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.
02.02.2021 - 20:14
Viðtal
Stórauka kröfur og herða reglur um vegaframkvæmdir
Kröfur til þeirra sem sinna framkvæmdum fyrir Vegagerðina verða stórauknar og reglur um slíkar framkvæmdir verða hertar frá og með vorinu. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Þótt breytingarnar kosti töluvert segir hún að það komi ekki til með að bitna á almennu viðhaldi.
02.02.2021 - 11:44
Stinningskaldi og stöku él við suðurströndina
Veðurstofan spáir austan og suðaustan golu eða kala og björtu með köflum í dag. Gert er ráð fyrir stinningskalda og stöku éljum við suðurströndina. Hiti verður um eða yfir frostmarki syðst en fer niður í 10 til 15 stiga frost í innsveitum á Norður- og Austurlandi.
02.02.2021 - 06:58
Myndskeið
Vilja meira viðhaldsfé til Vegagerðarinnar
Samgönguráðherra segist jákvæður fyrir gangagerð á milli þéttbýla á sunnanverðum Vestfjörðum. Hámarkshraði á hluta Bíldudalsvegar hefur verið lækkaður síðustu mánuði vegna ónýts slitlags. Vestfirðingar fagna jákvæðni gagnvart gangagerð en vilja aukið viðhaldsfé til Vegagerðarinnar.
Allt að 15 stiga frost í innsveitum
Veðurstofan spáir hægri suðlægri breytilegri átt og bjartviðri yfirleitt til miðnættis í dag. Gert er ráð fyrir austan- og suðaustan kalda eða stinningskalda, 8 til 13 metrum á sekúndu syðst. Frost verður á bilinu tvö til fimmtán stig en í kringum frostmark syðst.
Áin er aðeins metra frá brúargólfinu
Vatnshæðarmælir við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum sýnir að hæð árinnar hefur lækkað lítillega síðan í morgun, en í gær fór hún yfir vatnshæðarþröskuld sem er 520 sentímetrar. Þetta kom fram á stöðufundi Veðurstofu Íslands, Almannavarna, lögreglu og Vegagerðarinnar þar sem mat var lagt á aðstæður á svæðinu. Óvissustig Almannavarna er enn í gildi á svæðinu.
Óvissustig vegna flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum
Ákveðið hefur verið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum. Vegna þess verður þjóðvegur eitt milli Mývatnssveitar og Egilsstaða aðeins opinn milli 9:00 og 18:00 í dag og næstu fjóra daga.
28.01.2021 - 16:22
Hyggjast bjóða út verk að verðmæti 139 milljarða
Áætlað er að varið verði 139 milljörðum til ýmissa framkvæmda af hálfu hins opinbera á árinu 2021. Þetta kom fram á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins (SI) í gær þar sem ellefu fulltrúar kynntu þau verk sem fara eiga í útboð á árinu. Reykjavíkurborg, Vegagerðin og Framkvæmdasýsla ríkisins boða viðamestu framkvæmdirnar á árinu.
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
Enn óvissustig – Flateyrarvegur verður opnaður í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi í þremur landshlutum. Færð á Vestfjörðum hefur skánað og margar leiðir verið opnaðar. Mokað verður um Flateyrarveg í dag. Fimm ný snjóflóð sáust þar í dag sem höfðu fallið á veginn.
Kolófært og lokað um helstu leiðir á Vestfjörðum
Helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir eða ófærir vegna veðurs. Óvissustig er í Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegur um Hvilftarströnd er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Veðurspá er óskapleg og ekki líklegt að hægt verði að opna í bráð.
26.01.2021 - 15:22
Umferð á höfuðborgarsvæðinu 2% minni en í fyrra
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu var tveimur prósentum minni í liðinni viku en í sömu viku á síðasta ári.
26.01.2021 - 07:04