Færslur: Vegagerðin

Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Skil nálgast landið með skúrum og slydduéljum
Veðurstofan spáir rigningu, fimm til 13 metrum á sekúndu en þurrviðri fram eftir degi norðan- og norðaustanlands. Skilum sem nálgast landið fylgir smá vindstrengur suðvestantil.
12.10.2021 - 06:48
Umferð á bíllausa deginum nærri meðaltali miðvikudaga
Bíllausa daginn 22. september var umferð svipuð og að meðaltali aðra miðvikudaga í september. Aldrei hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september og í ár.
11.10.2021 - 14:15
Fundu ekkert skip til að leysa Baldur af hólmi
Þrátt fyrir ítarlega leit hefur enn ekki fundist skip til að leysa Breiðafjarðarferjuna Baldur af hólmi. Eigi siglingar yfir Breiðafjörð að halda áfram þarf að laga hafnarmannvirki á Brjánslæk og í Stykkishólmi.
Sex bæir til viðbótar rýmdir í Kinn
Klukkan átta í kvöld var tekin sú ákvörðun að rýma sex bæi til viðbótar í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra í kvöld og að íbúar hafi þegar yfirgefið bæina sem eru sunnar en þeir bæir sem áður voru rýmdir.
Kæra Vegagerðina vegna útboðs Þverárfjallsvegar
Verktakafyrirtækið Ístak hefur kært ákvörðun Vegagerðarinnar um að ganga til samninga við Skagfirska verktaka um byggingu nýs vegar milli Blönduóss og Skagastrandar. Á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála verður ekki skrifað undir samning um verkið.
29.09.2021 - 15:45
Appelsínugul viðvörun fram eftir kvöldi
Vonskuveður hefur verið víða um landið í dag og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi fram á kvöld á Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu.
21.09.2021 - 17:33
Vígðu fjórar nýjar brýr og einbreiðum brúm fækkar enn
Fjórar nýjar brýr voru formlega opnaðar á hringveginum sunnan Vatnajökuls í gær. Þetta eru brýr yfir Steinavötn, Fellsá, Kvíá og Brunná. Bygging þeirra var boðin út fyrir tveimur árum og lauk framkvæmdum í ár.
11.09.2021 - 08:54
Íshellan hefur lækkað um tæpa sextíu metra
Íshellan yfir eystri Skaftárkatlinum hefur nú lækkað um tæpa sextíu metra. Það hefur gerst hraðar en í fyrri hlaupum að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Viðbúið er að íshellan geti lækkað allt að hundrað metra. 
Umferðin jókst um 6% í ágúst - þó minni en fyrir covid
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp sex prósent í síðasta mánuði miðað við ágúst í fyrra. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferðin sé þó ekki búin að ná sömu hæðum og áður en faraldurinn skall á.
05.09.2021 - 14:59
Viðgerðir á Sprengisandsleið eftir vatnavexti
Vegagerðin vinnur að viðgerð á Sprengisandsleið sem er lokuð við Hagakvísl. Vatnavextir síðustu tveggja daga virðast vera í rénun.
26.08.2021 - 15:04
Öxnadalsheiði opnuð að nýju eftir árekstur
Umferð hefur verið hleypt um Öxnadalsheiði, á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, að nýju.
Hafa vart undan við að steikja ástarpunga á Möðrudal
Á sama tíma og umferðin um höfuðborgarsvæðið dróst saman hefur umferð um hringveginn aldrei verið meiri. Vertinn í vegsjoppunni á Möðrudal hefur fundið vel fyrir aukningunni og hafði vart undan við að steikja ástarpunga í júlí.
05.08.2021 - 11:15
Hvalfjarðargöng lokuð til klukkan tíu
Á tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að Hvalfjarðargöng verða lokuð til klukkan tíu í dag vegna malbikunar.
28.07.2021 - 07:13
Áætlað að framkvæmdum ljúki árið 2024
Gangi allt að óskum verður hægt að aka til og frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi árið 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endann á verkefninu. 
24.07.2021 - 12:35
Samið um vegalagningu í Gufudalssveit
Í dag náðist samkomulag milli Vegagerðarinnar og landeigenda Grafar í Þorskafirði um vegalagningu í Gufudalssveit. Deilur um framkvæmdir á svæðinu hafa staðið í um tvo áratugi. Jafnframt var samið um að umhverfissjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi við hönnun vegarins en landeigendur Grafar hafa staðið gegn framkvæmdinni vegna áhrifa hennar á náttúruna.
23.07.2021 - 23:22
Óvarkárir ökumenn keyra á tugi kríuunga á dag
Tugir kríuunga hafa drepist á dag undanfarna viku vegna mikillar bílaumferðar við Rif á Snæfellsnesi. Hámarkshraði á svæðinu hefur nú þegar verið lækkaður og svæðið merkt sem varpland, en það virðist ekki duga til þess að hlífa varpinu.
22.07.2021 - 21:05
Innlent · Vesturland · Náttúra · Umhverfismál · Kría · Fuglar · Náttúra · umferð · Varp · Kríuvarp · Varpland · Vegagerðin · samgöngur · Bílar · Vesturland · Snæfellsnes
Biskupsbeygja á Holtavörðuheiði kvödd
Opnað hefur verið fyrir umferð um nýjan vegarkafla um Heiðarsporð á Holtavörðuheiði. Framkvæmdir hafa staðið þar yfir síðan í fyrra til þess fjarlægja krappa beygju á veginum.
07.07.2021 - 15:41
Gæti kostað um 100 milljónir að gera við vegi
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðurlandi giskar á að það kosti rúmar 100 milljónir króna að gera við skemmdir á vegum eftir vatnavextina síðustu daga. Báðar virkjanir í Glerá voru stöðvaðar þegar mest gekk á og um tíma var óttast að hitaveitulögnin til Grenivíkur færi í sundur.
Eyjafjarðarbraut eystri lokað eftir að gat kom í veginn
Lögreglan á Akureyri hefur lokað Eyjafjarðarbraut eystri eftir að gat kom í veginn við brúnna yfir Þverá.
30.06.2021 - 20:14
Malbiki blæðir á Borgarfirði eystra
Nokkuð er um bikblæðingar úr malbiki á veginum í gegnum þorpið á Borgarfirði eystra. Slíkt er oft afleiðing mikilla hitasveifla á skömmum tíma en síðustu daga hefur hiti náð allt að 25 stigum á Austurlandi.
30.06.2021 - 14:18
Mikið um vegaframkvæmdir í borginni á næstu dögum
Unnið verður við fjölfarna vegi frá klukkan 20 annað kvöld, miðvikudagskvöldið 30.júlí, ef veður leyfir. Þá stendur til að ljúka framkvæmdunum fyrir fimmtudagsmorgunn. Framkvæmdirnar verða bæði við Hringbraut og Kringlumýrarbraut í Reykjavík.
29.06.2021 - 17:35
Myndskeið
13 kílómetrar, 400.000 fermetrar af malbiki og 50 menn
Breikkun Hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss gengur vel, en þar vinna um 50 manns við að leggja um 400 þúsund fermetrar af malbiki. Gott tíðarfar gæti flýtt fyrir að hægt verði að aka fyrstu hluta vegkaflans.
Meiri umferð nú en í fyrra og mest aukning á sunnudögum
Umferðin á Hringveginum, þjóðvegi 1, jókst í maí um 8,4% samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar minnkaði umferð um veginn í maí 2020 svo nam tíu af hundraði sem kenna má áhrifum kórónuveirufaraldursins.
10.06.2021 - 18:13
Gagnrýna drög að nýjum reglum um öryggi í jarðgöngum
Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.