Færslur: Vegagerðin

Hálendisvegir opnaðir óvenjuseint
Flestir af helstu hálendisvegum landsins eru orðnir færir, mun seinna þó en oftast áður. Umferð um hálendið er minni en síðustu ár, en landvörður við Öskju segir koma á óvart hve margir Íslendingar eru á ferðinni.
Nýir vegir á Vestfjörðum geta haft áhrif á verndarsvæði
Miklar samgöngubætur fyrir víðfeðmt svæði felast í lagningu nýrra vega um Dynjandisheiði og frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Umhverfisáhrif veglagningarinnar geta þó verið veruleg.
Önnur akreinin á Vesturlandsvegi malbikuð í dag
Búast má við talsverðum töfum á umferð á Vesturlandsvegi í dag þar sem Vegagerðin heldur áfram malbikunarvinnu á veginum norðan Grundarhverfis. Vegurinn verður þrengdur um eina akrein og umferð handstýrt líkt og í gær. Í gær gátu liðið um tuttugu mínútur á milli þess sem skipt var um aksturstefnu.
Miklar tafir vegna malbikunar á Kjalarnesi
Miklar tafir eru á umferð um Kjalarnes vegna malbikunarframkvæmda. Umferðinni er handstýrt um eina akrein og það geta liðið um það bil 20 mínútur á milli þess sem skipt er um aksturstefnu.
06.07.2020 - 16:18
Vegagerðin hvetur til aðgæslu vegna blæðinga í slitlagi
Vegagerðin hvetur vegfarendur til að hafa varann á vegna blæðinga í slitlagi víða um land. Í tilkynningu segir að tími framkvæmda á vegakerfinu standi sem hæst og víða sé nýlögð klæðning.
03.07.2020 - 13:22
Fræsa víða í kjölfar slyssins á Vesturlandsvegi
Vegagerðin vinnur nú að því að fræsa götur víða um höfuðborgarsvæðið. Malbikið stenst ekki kröfur um viðnám og er sambærilegt því sem hafði verið lagt á Vesturlandsvegi þegar tveir létust þar í umferðarslysi síðastliðinn sunnudag.
02.07.2020 - 18:58
Óttast um vitann á Gjögurtá í jarðskjálftahrinunni
Óttast var að vitinn á Gjögurtá, austan Eyjafjarðar, hefði orðið fyrir skemmdum í stærstu jarðskjálftum hrinunnar sem staðið hefur síðan 20. júní. Við nánari skoðun virðist vitinn hafa sloppið.
01.07.2020 - 15:47
Myndskeið
„Það þurfti slys til að eitthvað yrði gert“
Ekki stendur til að skipta um verktaka við endurlagningu malbiks á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudag. Bifhjólafólk krefst þess að öryggi allra vegfarenda verði sett í forgang.
30.06.2020 - 19:14
Myndskeið
Sniglarnir minntust látinna félaga
Félagsmenn í bifhjólasamtökunum Sniglunum minntust látinna félaga á samstöðufundi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Borgartúni eftir hádegi í dag. Yfirlýsing var lesin upp þar sem krafist var breytinga, hjólafólk yrði að geta treyst vegum landsins betur.
30.06.2020 - 14:02
Ekki ljóst hvort sama malbik verður lagt á Kjalarnesi
Ekki er komið á hreint hvort sama efni verður notað til að malbika aftur vegarkaflann á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudag. Sýni úr malbikinu, sem reyndist of hált, verða tekin til rannsóknar hér á landi og send til Svíþjóðar.
30.06.2020 - 12:02
Mótmælafundur verður samstöðufundur
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.
30.06.2020 - 08:44
Morgunútvarpið
Erfitt að benda á eitthvað eitt
G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að leggja þurfi malbik að nýju á Kjalarnesi og á Gullinbrú á Bústaðaveg og að fylgjast þurfi með ástandi malbiks á Bústaðavegi og Reykjanesbraut við Vífilsstaði. Hann var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun og sagði þar að allt nýtt malbik væri varhugavert. Erfitt væri að benda á eitthvað eitt í því sambandi.
30.06.2020 - 08:19
Myndskeið
Banaslysið á Kjalarnesi: „Vegagerðin er alltaf ábyrg“
Vegkaflinn á Kjalarnesi þar sem tveir létust í slysi í gær verður malbikaður aftur. Nýlögð klæðning uppfyllti ekki kröfur Vegagerðarinnar. Forstjórinn segir stofnunina axla ábyrgð.
29.06.2020 - 19:17
Sandur borinn á veginn um Kjalarnes - umferð tefst
Verið er að sandbera þjóðveg 1 um Kjalarnes þar sem banaslys varð í gær. Umferð er hleypt í gegn í hollum og umferð er þegar farin að tefjast. Leggja á nýtt malbik á veginn því nýlagða malbikið uppfyllir ekki kröfur.
29.06.2020 - 17:48
Nýtt malbik verður lagt yfir á Kjalarnesi
Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Kaflinn var mældur í morgun og reyndist mun hálli en kröfur eru gerðar um af Vegagerðinni. Banaslys varð á veginum í gær þegar bifhjól og húsbíll skullu saman. Tveir létust og einn slasaðist alvarlega.
29.06.2020 - 16:30
Telja malbikið á slysstað ekki hafa uppfyllt skilmála
Vegagerðin telur að nýlögð klæðning á vegarkafla á Kjalarnesi, þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls létust í gær í árekstri við húsbíl, uppfylli ekki skilyrði. Rannsókn beinist meðal annars að því hversu hált var á veginum. Formaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segir að lengi hafi verið varað við hættulegum aðstæðum sem þessum.
29.06.2020 - 11:59
Vesturlandsvegi lokað vegna rannsóknar á slysstað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun loka hluta Vesturlandsvegar klukkan eitt í dag vegna framhaldsrannsóknar á banaslysi sem varð í gær norðan Grundarhverfis.
Sniglar boða til mótmæla
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.
29.06.2020 - 01:39
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Þung umferð út úr bænum
Þung umferð er bæði á Suður- og Vesturlandsvegi út úr borginni í dag. „Langar bílaraðir ná nánast niður í Ártúnsbrekku,“segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
19.06.2020 - 16:58
Myndskeið
Vetrarfærð á Fjarðarheiði
Kalt er í veðri norðan- og austanlands og hefur færð spillst á fjallvegum. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar er verið að hálkuverja á Fjarðarheiði, en þar er snjór og krapi. Veðurstofan varar við varasömum akstursskilyrðum.
05.06.2020 - 08:45
Vorhret og vetrarástand á fjallvegum
Akstursskilyrði geta orðið varasöm á fjallvegum á Norðausturlandi og Austurlandi vegna kólnandi veðurs og élja. Ökumenn eru beðnir að fara með gát enda flestir komnir á sumardekk. Veðurfræðingur segir hretið smávægilegt og eigi ekki að hafa áhrif á dýralíf.
04.06.2020 - 11:08
Íslendingar skoða áður yfirfulla ferðamannastaði
Það gæti verið hálfur mánuður í viðbót þar til vegir um hálendið verða opnaðir. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands segir Íslendinga hafa mikinn áhuga á svæðum sem hafa hingað til verið yfirfull af erlendum ferðamönnum.
Verja þarf stólpa Lagarfljótsbrúar
Hin þrjú hundruð metra langa Lagarfljótsbrú liggur undir skemmdum og ráðast þarf í mikar viðgerðir eigi hún að þjóna hlutverki sínu á næstu árum. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar hefur undanfarið skoðað ástand stólpanna sem halda brúnni uppi.
03.06.2020 - 15:25