Færslur: Útlendingastofnun

Sjónvarpsfrétt
Vísa á metfjölda úr landi
Vísa á hátt í 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi. Dómsmálaráðherra segir að fólkið hafi dvalið hér ólöglega og þetta hafi legið fyrir um tíma. Lögmaður fólksins segir dómsmál á dagskrá, sem gæti breytt stöðu fólksins. Aldrei hafa fleiri verið í þessum sporum í einu.
Ábendingar um úkraínsku systurnar skiluðu sér ekki
Úkraínskar systur, sem hafa verið á hrakhólum í þá viku sem þær hafa dvalið hér á landi, voru fyrir mistök settar í herbergi með karlmanni þeim ótengdum. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu. Þar stendur að ábendingar um málið hafi ekki skilað sér „með þeim hætti að mistökin uppgötvuðust.“
Lögregla beðin um að skoða aðstæður „au pair" stúlkna
Útlendingastofnun segir oft erfitt að bregðast við ábendingum um misnotkun á „au pair" fyrirkomulaginu því margar ábendingar séu nafnlausar. Þó hefur stofnunin beðið lögregluna um að athuga aðstæður.
06.04.2022 - 13:35
450 sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár
179 þeirra eru með tengsl við Úkraínu. Samtals dvelja um 600 umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar.
Spurði um afstöðu stjórnvalda vegna ummæla ráðherra
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um yfirlýsingar Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra um málefni flóttafólks sem henni finnst ógeðfelldar.
Segja upp samningum við lögfræðinga Rauða krossins
Rauði krossinn hefur sagt upp samningum við 15 lögfræðinga í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd vegna þess að dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að framlengja samning um réttaraðstoð. Fari verkefnið annað telur félagið nánast ómögulegt að tryggja órofna þjónustu við þennan hóp. Hátt í 500 eru nú með opið mál hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Dómsmálaráðuneytið á eftir að ákveða hvort farið verði í nýtt útboð á þjónustunni.
„Ráðherra segi af sér eða verði látinn segja af sér“
Eins og fram hefur komið í fréttum hafa þingmenn gagnrýnt Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fullyrða að hann standi í vegi fyrir því að Útlendingastofnun afhendi allsherjarnefnd Alþingis gögn sem nefndin þurfi til að afgreiða íslenskan ríkisborgararétt.
10.02.2022 - 14:55
Útlendingastofnun hunsar Alþingi að beiðni ráðuneytis
Þingmenn saka Útlendingastofnun um að fara ekki að lögum með því að trassa að afhenda þinginu þær umsóknir sem hafa borist um veitingu íslensks ríkisborgararéttar. Innanríkisráðherra segir verklagi hafi verið breytt þannig að allir sem sæki um ríkisborgararétt sitji við sama borð.
28.01.2022 - 16:51
Leita húsnæðis fyrir hælisleitendur í sóttkví
Útlendingastofnun leitar að húsnæði fyrir hælisleitendur sem þurfa að fara í skimunarsóttkví. Farsóttarhús taka ekki lengur við þessum einstaklingum vegna fjölda smita í samfélaginu og mikils álags. Finna þarf pláss fyrir um 20-25 manns sem hingað koma í leit að vernd.
10.11.2021 - 12:19
Fólk fast í Afganistan þó það hafi fengið vernd hér
Frá því í júní hafa Afganir, sem búsettir eru hér á landi, sent alls 40 umsóknir um að fjölskyldumeðlimir þeirra fái hér vernd. Hluti umsóknanna hefur verið samþykktur en óljóst er hvenær fólkið kemur til landsins. Hungursneyð er í uppsiglingu í Afganistan og neyðin mikil. 
Hefði aldrei trúað að á Íslandi yrði hún skráð kínversk
Kona frá Taívan sem hefur búið og starfað á Íslandi síðustu ár telur íslenska ríkið brjóta á mannréttindum sínum og annarra Taívana með því að skrá þau kínversk í kerfi sínu.
Dómsmál vegna skjalafals endurupptekið
Endurupptökudómur hefur fallist á að mál hælisleitanda, sem var sakfelldur fyrir skjalafals, verið tekið upp að nýju fyrir dómstólum í ljósi þess að maðurinn hefur fengið alþjóðlega vernd hér á landi.
Hælisleitendur ekki sviptir rétti til bólusetningar
Útlendingastofnun segir að vanda hefði þurft orðalag betur í bréfi sem sent var á einstaklinga í sóttkví á Ásbrú. Fimm smit hafa greinst að undanförnu hjá hælisleitendum á Ásbrú og tuttugu eru í sóttkví, bæði umsækjendur og starfsmenn.
Reglur ÚTL vegna smita andstæðar lýðheilsusjónarmiðum
Fjögur kórónuveirusmit greindust á Ásbrú um síðustu helgi. Tuttugu eru í sóttkví, hælisleitendur og starfsmenn, og fóru þeir í fyrri sýnatöku um helgina.
13.08.2021 - 20:19
Ekki þarf að fresta brottvísunum héðan til Afganistan
Í ljósi versnandi ástands í Afganistan hafa sænsk og finnsk stjórnvöld stöðvað brottvísanir þaðan til Afganistan um óákveðinn tíma. Ekki er þörf á að grípa til sams konar aðgerða hér á landi.
Myndskeið
Útlendingastofnun mótmælt á Austurvelli
Fólk á vegum fernra samtaka kom saman til mótmælafundar á Austurvelli kl. 13 í dag til að mótmæla meðferð yfirvalda hér á landi á flóttafólki og meintu kerfisbundnu ofbeldi Útlendingastofnunar.
Tilkynna aðgerðir gegn hælisleitendum til NEL
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, NEL, tilkynningu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi,“ vegna aðgerða í húsakynnum Útlendingastofnunar í Hafnarfirði síðasta þriðjudag.
Fluttur á sjúkrahús vegna áverka eftir handtöku
Annar Palestínumannanna sem lögregla handtók á skrifstofum Útlendingastofnunar á þriðjudagsmorgun var fluttur á Landspítala með áverka eftir handtökuna.
Handteknir á skrifstofu ÚTL og vísað úr landi
Tveir Palestínumenn voru handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gær. Mennirnir voru þangað komnir til að sækja sér bólusetningarvottorð, en þeir voru leiddir út í járnum. Þeir eru í þessum skrifuðu orðum á flugi á leið til Grikklands eftir að hafa verið vísað úr landi.
Útlendingastofnun tjáir sig ekki um úrskurð kærunefndar
Forsvarsmenn Útlendingastofnunar telja ekki tilefni til að tjá sig um niðurstöðu Kærunefndar útlendingamála í málum tveggja palestínskra hælisleitenda. Nefndin komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að stofnunin hafi ekki haft lagaheimild til að vísa hópi palestínskra hælisleitanda á götuna og svipta þá fæðispeningum.
Vill að Útlendingastofnun axli ábyrgð
Lögmaður hælisleitenda vill að Útlendingastofnun biðjist afsökunar á að hafa svipt fólk húsaskjóli og fæðispeningum fyrir að neita að fara í Covid-próf. Hann furðar sig á að enginn hjá stofnuninni hafi axlað ábyrgð á málinu.
22.06.2021 - 22:05
Kærunefnd snýr við ákvörðun Útlendingastofnunar
Kærunefnd útlendingamála hefur snúið við þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að neita hælisleitendum um húsaskjól og fæðispeninga, neiti þeir að fara í PCR-próf eftir að ákveðið hefur verið að vísa þeim úr landi. Þetta segir Magnús Davíð Norðdahl lögmaður en umbjóðandi hans er einn þeirra sem málið tekur til.
Spegillinn
Stefnir í alvarlega mannúðarkrísu
Það stefnir í alvarlega mannúðarkrísu hér á landi ef haldið er áfram að vísa flóttamönnum á götuna, segir Áshilldur Linnet, teymisstjóri Rauða krossins í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Lögfræðingar samtakanna telja að það standist ekki lög að vísa fólki úr húsnæði og hafa kært málið til kærunefndar útlendingamála.
Kærir sviptingu þjónustu til kærunefndar útlendingamála
Lögmaður eins af þeim níu Palestínumönnum, sem til stendur að endursenda til Grikklands, hefur kært til kærunefndar útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar að svipta manninn þjónustu og fæðispeningum.
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.