Færslur: útgöngubann

Útgöngubann í kjölfar mannskæðra mótmæla á Sri Lanka
Þúsundum her- og lögreglumanna er ætlað að tryggja að útgöngubann haldi í Sri Lanka en fimm fórust í gær í mestu átökum sem brotist hafa út í tengslum við mótmæli í landinu. Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra sagði af sér í gær en sú ákvörðun sló ekkert á bræði almennings.
Milljónir íbúa Beijing vinna heima hjá sér
Milljónir íbúa Beijing höfuðborgar Kína héldu sig heima við í morgun en borgaryfirvöld hafa smám saman komið á ferðatakmörkunum sem ætlað er að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19.
09.05.2022 - 06:30
Tugum jarðlestastöðva lokað í Beijing vegna COVID-19
Borgaryfirvöld kínversku höfuðborgarinnar Beijing tóku til þess ráðs að loka tugum jarðlestastöðva í morgun. Smám saman hefur verið hert á sóttvarnareglum í borginni sem telur 21 milljón íbúa, vegna nýrra kórónuveirusmita.
04.05.2022 - 06:30
Íbúar Peking hamstra mat af ótta við útgöngubann
Ótti um að kínversk stjórnvöld hyggðust grípa til útgöngubanns vegna COVID-19 varð til þess að íbúar höfuðborgarinnar hömstruðu mat og aðrar nauðsynjar af miklum móð í morgun. Langar raðir mynduðust við fjöldasýnatökustöðvar í borginni.
Æ fleiri látast af völdum COVID-19 í Shanghai
Borgaryfirvöld kínversku stórborgarinnar Shanghai greindu frá því að 39 hefðu látist af völdum COVID-19 í gær. Það er mesti fjöldi andláta frá því stjórnvöld gripu til útgöngubanns í byrjun apríl svo stemma mætti stigu við útbreiðslu veirunnar. Óttast er að útbreiðsla veirunnar sé að aukast í höfuðborginni.
24.04.2022 - 04:30
Bandaríkin heimila sendifulltrúum að yfirgefa Shanghai
Bandaríkjastjórn ákvað í dag að heimila því starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna við ræðismannskrifstofuna í kínversku borginni Shanghai að halda þaðan. Jafnframt var ákveðið að ráðleggja frá ferðalögum til Kína vegna harðra samkomutakmarkana.
09.04.2022 - 00:25
Lokað fyrir samfélagsmiðla á Sri Lanka
Yfirvöld á Sri Lanka lokuðu í nótt fyrir aðgang landsmanna að samfélagsmiðlum eftir að boðað var til helgarlangs útgöngubanns vegna harðvítugra mótmæla. Forseti landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu á föstudag.
03.04.2022 - 06:50
Kínverjar glíma enn við aukna útbreiðslu COVID-19
Stjórnvöld í Kína greina frá því að á fjórtánda þúsund nýrra kórónuveirutilfella hafi greinst í landinu undanfarinn sólarhring. Aldrei hafa greinst fleiri smit í landinu frá því faraldurinn hófst fyrir rúmum tveimur árum.
03.04.2022 - 04:20
Helmingur íbúa Shanghai sætir útgöngubanni
Milljónir íbúa kínversku borgarinnar Shanghai þurfa að halda sig heima við þar sem stjórnvöld fyrirskipuðu útgöngubann í austurhluta hennar. Ástæðan er mesta útbreiðsla kórónuveirusmita frá upphafi faraldurs.
28.03.2022 - 05:05
Útgöngu- og áfengissölubann í Miami
Borgaryfirvöld bandarísku borgarinnar Miami Beach á Florída hafa ákveðið að setja á útgöngubann næturlangt yfir helgina. Eins verður sala áfengis bönnuð á ákveðnum tímum.
Enn beita Kínverjar útgöngubanni í baráttu við veiruna
Næstum þrjátíu milljónir Kínverja sæta nú útgöngubanni um gjörvallt landið. Mikil fjölgun smita hefur leitt af sér upptöku fjöldasýnataka og sjá má heilbrigðisstarfsfólk í hlífðarbúningum á strætum stórborga.
15.03.2022 - 05:54
Hráolíuverð komið niður fyrir 100 dali tunnan
WTI Hráolíuverð er komið niður fyrir 100 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Meðal ástæðna er minnkandi eftirspurn í Kína og bjartsýni um að friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna skili árangri.
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Kínverjar glíma við mikla útbreiðslu kórónuveirusmita
Enn fjölgar kórónuveirutilfellum í Kína en heilbrigðisyfirvöld þar í landi greindu frá því að 3.393 ný tilfelli hefðu greinst þar í gær. Það er tvöfalt meira en daginn áður og stjórnvöld óttast að versta bylgja faraldursins sé í uppsiglingu.
13.03.2022 - 04:06
Nýja Sjáland
Spila Manilow og Macarena til að fæla brott mótmælendur
Nýsjálensk yfirvöld tóku upp á þeirri nýlundu að spila í sífellu nokkur lög bandaríska söngvarans Barry Manilow og spænskan danssmell til að hrekja mótmælendur brott frá þinghúsinu í Wellington. Mótmælendur svöruðu í svipaðri mynt.
Kína: Allar erlendar póstsendingar skulu sótthreinsaðar
Póstþjónustan í Kína skipar starfsmönnum að sótthreinsa allar sendingar sem berast frá útlöndum og hvetur almenning til að draga úr vörupöntunum erlendis frá.
Hart brugðist við smitum í kínverskri borg
Íbúar borgarinnar Zhuhai á suðurströnd Kína eru beðnir að halda sig innan borgarmarkanna nema brýna nauðsyn beri til annars. Borgaryfirvöld ákváðu jafnframt að stöðva nær allar strætisvagnaferðir um borgina eftir að omíkron-smit komu upp.
15.01.2022 - 05:21
Myndskeið
Lýsti yfir neyðarástandi og rak ríkisstjórnina
Kassym Jomart Tokayev forseti Mið-Asíulýðveldisins Kasakstan rak alla ríkisstjórnina í morgun eftir kröfur þess efnis í fjölmennum mótmælum víða um landið. Skömmu áður lýsti forsetinn yfir neyðarástandi á tveimur stöðum í landinu.
Omíkron setti mark sitt á áramótagleði heimsins
Nýtt ár er gengið í garð en ný bylgja drifin áfram af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar setti svip sinn á hátíðahöld víða um heim. Mikið fjölmenni var þó á Skólavörðuholti þegar árið 2021 var kvatt og árið 2022 boðið velkomið.
Hámarki omíkron-bylgjunnar talið náð í Suður-Afríku
Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að hámarkinu sé náð í fjórðu bylgju kórónuveirufaraldursins í landinu en þaðan bárust upplýsingar um tilvist omíkron-afbrigðisins fyrir rúmum mánuði. Ákveðið hefur verið að láta af næturlöngu útgöngubanni sem gilt hefur í landinu.
Öllum íbúum kínverskrar borgar gert að halda sig heima
Öllum íbúum í kínverskri borg er nú skipað að halda sig heima af ótta við útbreiðslu veirunnar. Kínversk yfirvöld grípa til mjög ákveðinna takmarkana um leið og smits verður vart.
Rauði krossinn lýsir áhyggjur af innviðum samfélaga
Í nýrri skýrslu Rauða krossinn koma fram þungar áhyggjur af því að innviðir samfélaga þoli illa álagið sem fylgir aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar. Evrópa er að nýju orðin þungamiðja faraldursins þar sem gripið er til harðra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslunni.
Nýsjálendingar láta af útgöngubanni í næsta mánuði
Ætlunin er að láta af útgöngubanni í Auckland, fjölmennustu borg Nýja Sjálands, snemma í næsta mánuði. Forsætisráðherra landsins kynnti nýjar reglur um viðbrögð við faraldrinum í morgun.
Hugðust myrða lögreglumenn með hrottalegum hætti
Tveir sextán ára austurrískir drengir og tvítugur samlandi þeirra viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa ætla að valda lögreglumönnum alvarlegum skaða meðan á mótmælum gegn samkomutakmörkunum stóð.
Mótmæli á Nýja Sjálandi gegn Covid-ráðstöfunum
Þúsundir Nýsjálendinga tóku í morgun þátt í mótmælum gegn hörðum samkomutakmörkunum í landinu. Strangar samkomutakmarkanir og útgöngubann eru meðal þeirra ráða sem nýsjálensk stjórnvöld hafa gripið til svo hamla megi útbreiðslu faraldurins.