Færslur: utanríkisráðuneyti

Öndunarvélar frá Íslandi til Indlands
Sautján öndunarvélar verða sendar héðan til Indlands á næstu dögum. Vélarnar eru gjöf Landspítalans sem hann þáði að gjöf frá velunnurum spítalans í fyrra þegar mikil óvissa var um þörfina fyrir slíkar vélar. Nú sé ekki þörf fyrir þær allar.
08.05.2021 - 16:52
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
Spegillinn
Illa rökstutt og ruglingslegt
Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Sendiherra segir það illa rökstutt og ruglingslegt. Hann vill að frumvarpið verði dregið til baka. Gagnsæi, samtök gegn spillingu, vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði.
Allra síðasta flugið frá Alicante
Icelandair hefur hafið sölu á miðum í síðasta flugið frá Alicante til Íslands um óákveðinn tíma. Flogið verður á miðvikudaginn. Önnur flugfélög hafa fellt niður flug á þessari flugleið og því hvetur utanríkisráðuneytið alla sem hafa hug á að snúa aftur til Íslands til að kaupa flug heim.
03.04.2020 - 12:57
Ráðherra fær nýjan titil
Guðlaugur Þór Þórðarson gegnir nú embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Síðari hluti titilsins bættis við um áramót, samkvæmt forsetaúrskurði. Ráðuneytið heitir þó enn utanríkisráðuneyti.
05.02.2020 - 15:44