Færslur: utanríkisráðuneyti

Segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg
Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Evrópu fremja efnahagslegt sjálfsvíg með þvingunum sem beint er að rússneska orkugeiranum. Norska ríkisútvarpið greinir frá þessum orðum forsetans á vef sínum.
Dregur úr bjartsýni Bandaríkjamanna um kjarnorkusamning
Heldur hefur dregið úr bjartsýni Bandaríkjamanna um að unnt verði að endurvekja kjarnorkusamning við Írani. Utanríkisráðuneyti varar Írani við að gripið verði til varaáætlunar haggist þeir ekki í kröfugerð sinni.
Havana-heilkennið herjar enn á sendifulltrúa
Fjórir bandarískir sendifulltrúar í Genf og París hafa veikst af Havana-heilkenninu svokallaða. Það eru veikindi sem fyrst varð vart 2016 en um 200 tilkynningar um þau hafa borist bandarískum yfirvöldum.
Níu fórust í flugslysi í Dóminíkanska lýðveldinu
Sex bandarískir farþegar og þriggja manna áhöfn einkaflugvélar fórust í flugslysi á Las Americas flugvellinum við Santo Domingo höfuðborg Dóminíkanska lýðveldisins í gær.
Bretar krefja Kínverja svara um að Peng sé óhult
Breska utanríkisráðuneytið krefur Kínverja um að leggja fram óræka sönnun þess að tenniskonan Peng Shuai sé heil á og húfi og hvar hún er stödd. Hvarf hennar sé mikið áhyggjuefni.
21.11.2021 - 00:36
Hvetja Íslendinga í Eþíópíu til að hafa samband
Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna segir mögulega stríðsglæpi hafa verið framda af báðum stríðandi fylkingum í borgarastríðinu í Eþíópíu. Utanríkisráðuneytið biðlar til Íslendinga sem staddir eru í Eþíópíu að virða lokanir og tilmæli yfirvalda þar í landi.
04.11.2021 - 12:03
Öryggisráðið hvetur Norður-Kóreu til viðræðna
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman á lokuðum neyðarfundi í gær vegna eldflaugaskota Norður-Kóreumanna í fyrrinótt. Brýnt er fyrir þeim að láta af tilraunum sínum og hefja viðræður umsvifalaust
Starfsfólk sendiráða flutt á brott frá Kabúl
Öllum Dönum í Afganistan er gert að yfirgefa landið í snatri. Norðmenn og Þjóðverjar grípa til svipaðra ráðstafana. Hersveitir Talibana hafa náð yfirráðum yfir stórum hlutum landsins, aðeins höfuðborgin Kabúl og nokkur svæði eru undir ráðum kjörinna stjórnvalda.
Afgönum sem störfuðu fyrir alþjóðaherinn boðið hæli
Ríki sem hafa haft herliði á að skipa í Afganistan bjóða nú þarlendum starfsmönnum hæli í ljósi mikillar framsóknar hersveita Talibana í landinu.
Öndunarvélar frá Íslandi til Indlands
Sautján öndunarvélar verða sendar héðan til Indlands á næstu dögum. Vélarnar eru gjöf Landspítalans sem hann þáði að gjöf frá velunnurum spítalans í fyrra þegar mikil óvissa var um þörfina fyrir slíkar vélar. Nú sé ekki þörf fyrir þær allar.
08.05.2021 - 16:52
Myndskeið
Leyniskjöl afhjúpuð - hægt að skoða á vef safnsins
Leyniskjöl frá upphafi síðari heimstyrjaldar eru nú opin öllum á vef Þjóðskjalasafnsins. Í einu segir að íslenska ríkið vilji ekki veita gyðingum dvalarleyfi og í öðru að hér séu stundaðar njósnir fyrir Þjóðverja. Skjölin eru á milli fimm og tíu þúsund sem birt eru nú og eru úr utanríkisráðuneytinu.
Spegillinn
Illa rökstutt og ruglingslegt
Þó að markmið frumvarps um skipan sendiherra sé að fækka þeim, gæti þeim fjölgað samkvæmt ákvæðum í frumvarpinu. Sendiherra segir það illa rökstutt og ruglingslegt. Hann vill að frumvarpið verði dregið til baka. Gagnsæi, samtök gegn spillingu, vara við því að frumvarpið verði afgreitt með hraði.
Allra síðasta flugið frá Alicante
Icelandair hefur hafið sölu á miðum í síðasta flugið frá Alicante til Íslands um óákveðinn tíma. Flogið verður á miðvikudaginn. Önnur flugfélög hafa fellt niður flug á þessari flugleið og því hvetur utanríkisráðuneytið alla sem hafa hug á að snúa aftur til Íslands til að kaupa flug heim.
03.04.2020 - 12:57
Ráðherra fær nýjan titil
Guðlaugur Þór Þórðarson gegnir nú embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Síðari hluti titilsins bættis við um áramót, samkvæmt forsetaúrskurði. Ráðuneytið heitir þó enn utanríkisráðuneyti.
05.02.2020 - 15:44