Færslur: Utanríkisráðherrar

Segir Rússa ekki hafa átt annarra kosta völ
Utanríkisráðherra Rússlands segir engra annarra kosta hafa verið völ en að beita hernaðaríhlutun í Úkraínu. Hann staðhæfir að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra grafi undan því alþjóðakerfi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa komið á laggirnar. Úkraínuforseti hvetur rússneska hermenn til uppgjafar.
Alþjóðasamfélagið hyggst beita Rússa auknum þrýstingi
Alþjóðlegur þrýstingur verður aukinn gagnvart Rússum í kjölfar herkvaðningar Rússlandsforseta í gær og lítt dulinna hótana hans um beitingu kjarnavopna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins héldu neyðarfund í gær og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman með morgninum.
Zelensky: „Undanhald Rússa sýnir þeirra bestu hlið“
Velheppnuð gagnsókn Úkraínuhers í Kharkiv sýnir að mögulegt er að hafa betur gegn innrásarher Rússa. Þó þarfnast Úkraínumenn frekari hernaðarstuðnings og vopna, að sögn utanríkisráðherra landsins. Úkraínuforseti segir undanhald Rússa sýna þeirra bestu hlið.
Ræða kröfu Úkraínumanna um algert ferðabann á Rússa
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna ræða í vikunni mögulegt bann við komu rússneskra ferðamanna þangað. Málið verður rætt að beiðni Úkraínumanna á tveggja daga fundi sem hefst á þriðjudag í Prag, höfuðborg Tékklands.
„Haltu áfram að dansa, Sanna“
Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvetur Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, til að halda áfram að dansa. Myndskeið af Marin dansandi og syngjandi hefur vakið athygli og jafnvel úlfaþyt víða um veröld.
Þjóðverjar heita áframhaldandi stuðningi við Úkraínu
Þýska ríkisstjórnin heitir áframhaldandi efnahags- og hernaðarstuðningi við Úkraínu í innrásarstríðinu við Rússa. Aðstoðinni verður haldið áfram næstu ár ef þörf krefur.
Eistar banna fjölda Rússa að koma inn í landið
Eistnesk stjórnvöld ákváðu í gær að banna fjölda rússneskra ríkisborgara með Schengen-vegabréfaáritun að koma til landsins. Nokkrar undantekningar verða þó frá þeirri reglu sem tekur gildi í næstu viku.
12.08.2022 - 06:20
Blinken og Lavrov ræddu fangaskipti símleiðis
Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands ræddu saman símleiðis í dag í fyrsta skipti frá því að innrásin í Úkraínu hófst 24. febrúar. Helsti tilgangur samtalsins var að ræða tilboð Bandaríkjastjórnar um fangaskipti við Rússa.
Lavrov kveður hættu á heimsstyrjöld yfirvofandi
Utanríkisráðherra Úkraínu segir orð rússnesks kollega hans, um að þriðja heimsstyrjöldin geti verið yfirvofandi, til marks um að Rússum finnist stefna í ósigur. Orð utanríkissráðherra Rússlands féllu eftir að bandarískir ráðherrar hétu Úkraínu og fleiri ríkjum auknum fjárhags- og hernaðarstuðningi.
Níkaragva segir skilið við Samtök Ameríkuríkja
Skrifstofum Samtaka Ameríkuríkja var lokað um helgina í Managua, höfuðborg Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva. Ríkið hefur sagt skilið við samtökin að tillögu forsetans og utanríkisráðherrans.
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
Utanríkisráðherrar Kína og Indlands hittast í dag
Wang Yi utanríkisráðherra Kína er kominn til fundar á Indlandi við þarlendan kollega sinn S. Jaishankar. Fundur þeirra verður haldinn í höfuðborginni Nýju Delí síðar í dag og er sá fyrsti frá því að upp úr sauð í deilum um landsvæði við Himalaja-fjallgarðinn.
25.03.2022 - 04:25
Vestræn ríki hvetja talibana til að opna stúlknaskóla
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja fordæma þá ákvörðun talibana-stjórnarinnar að loka öllum miðskólum fyrir stúlkur á miðvikudaginn örfáum klukkustundum eftir að þeir voru opnaðir að nýju.