Færslur: UNICEF

Öryggisráðið hyggst funda um mannúðarmál í Úkraínu
Til stendur að efna til opins fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Tilgangur fundarins er að ræða hnignandi stöðu mannúðarmála í tengslum við stríðsátökin í Úkraínu.
Hamfaraþurrkar valda fjölgun barnahjónabanda
Barnahjónaböndum hefur fjölgað verulega í þeim héruðum Eþíópíu sem verst hafa orðið úti í einhverjum mestu þurrkum sem þar hafa geisað um áratuga skeið. Yfirmaður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef, segir neyðina sem þurrkarnir valda fylla fólk örvæntingu og knýja það til örþrifaráða.
01.05.2022 - 04:53
Tvö af hverjum þremur úkraínskum börnum á flótta
Um 4,8 milljónir barna í Úkraínu hafa neyðst til að flýja heimili sín frá því að innrás rússneska hersins hófst. Það eru hátt í tvö af hverjum þremur úkraínskum börnum, að sögn barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Rúmlega 1.600 nýir heimsforeldrar
Í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld, sem sýndur var á RÚV í gærkvöldi, náði heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi, Heimsins bestu foreldrar, hámarki.
03.04.2022 - 17:45
Söfnunarþáttur Unicef
„Við erum með fimm áleggstegundir“
Jón Gnarr ætlaði í sakleysi sínu að fá sér eina pulsu en átti erfitt með að klára pöntunina því starfsmaður þurfti að rifja upp alla karaktera sem hann hefur leikið í gegnum tíðina, Jóni til lítillar ánægju. Kanarí sýndi sprenghlægilega grínsketsa í söfnunarþætti Unicef sem fór fram í kvöld.
02.04.2022 - 23:00
Heimsins mikilvægasta kvöld
Prumpulagið gengur í endurnýjun lífdaga
Fullorðna fólkið bara prumpar ekki neitt. Þetta hafa landsmenn vitað síðan hin goðsagnakennda ABBABBABB kom út árið 1997 með Prumpulaginu fræga. Það lifnaði síðar við á fjölum leikhússins og nú tóku þjóðþekktir Íslendingar ábreiðu af því í söfnunarþætti UNICEF Heimsins mikilvægasta kvöld sem nú stendur yfir.
02.04.2022 - 20:29
Mynd með færslu
Í BEINNI
Heimsins mikilvægasta kvöld
Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld sem sýndur er á RÚV í kvöld nær Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi, Heimsins bestu foreldrar, hámarki. Um er að ræða glæsilegan söfnunar- og skemmtiþátt sem er fræðandi en einnig ætlað að vekja gleði og von.
02.04.2022 - 19:15
Heimsins mikilvægasta kvöld
Þjóðþekkt fólk fer á kostum með Kanarí annað kvöld
Kanarí-hópurinn fær meðal annars til liðs við sig fyrrverandi heimsmeistara í Crossfit, Annie Mist, Jón Gnarr fyrrum borgarstjóra, Steinda jr. grínista og Bassa Maraj, samfélagsmiðlastjörnu og rappara, til þess að brjóta upp landssöfnunarþátt Unicef á RÚV annað kvöld.
01.04.2022 - 10:27
COVID-19 stærsta ógn sem stafar að börnum í heiminum
Kórónuveirufaraldurinn hefur enn áhrif á nám um 400 milljón barna í 23 löndum í heiminum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að faraldurinn hafi orðið til þess að um 150 milljón börn hafi misst af minnst helmingi skólagöngunnar undanfarin tvö ár.
31.03.2022 - 22:41
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala til Íslands
Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu.
30.03.2022 - 12:30
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
1,5 milljónir barna á flótta
Um 1,5 milljónir barna hafa flúið Úkraínu frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Þetta er mat sérfræðinga Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sem óttast að fjölmörg úr þeirra hópi kunni að lenda í klóm glæpamanna sem stunda mansal.
Sjónvarpsfrétt
Talsmaður Unicef: „Börn eru drepin, særð og sprengd“
Minnst 780 almennir borgarar hafa látist í stríðinu í Úkraínu þar af 58 börn, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Börn eru drepin og særð í skólum, spítölum og á heimilium sínum segir talsmaður UNICEF sem er staddur í Úkraínu.
17.03.2022 - 22:05
Á hverri sekúndu verður úkraínskt barn flóttamaður
Hjálparsamtök óttast að fylgdarlaus börn frá Úkraínu hafi þegar lent í klóm fólks sem stundar mansal. Á þeim tuttugu dögum sem liðnir eru frá innrásinni í Úkraínu verður úkraínskt barn flóttamaður á hverri sekúndu.
15.03.2022 - 11:32
Næstum fimmtíu börn látin eða limlest í Jemen
Næstum fimmtíu börn létust eða voru limlest fyrstu tvo mánuði ársins í borgarastyrjöldinni í Jemen en átökin hafa harðnað þar. UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu.
Rúmar 60 milljónir hafa safnast til hjálpar Úkraínu
Söfnun fyrir hjálparstarf í Úkraínu hefur gengið vel. Fjölmörg samtök hafa staðið fyrir söfnuninni, þar á meðal Rauði kross Íslands, UNICEF og Hjálparstarf kirkjunnar. Rúmar sextíu milljónir hafa safnast alls hjá þessum þrennum samtökum.
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir Úkraínu með því að selja teikningar
Tveir tíu ára strákar hafa lagt fé í söfnun Unicef til aðstoðar fólki í Úkraínu. Peninganna öfluðu þeir með því að selja eigin teikningar. 
04.03.2022 - 19:55
Loftslagsbreytingar og umhverfisvá ógna milljarði barna
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, áætlar að um milljarður barna í 33 ríkjum heims séu í mikilli hættu vegna loftslagsbreytinga, hlýnunar Jarðar, mengunar og annarra aðsteðjandi umhverfisógna. Þetta kemur fram í skýrslu UNICEF, Áhættuvísi fyrir börn heimsins, þeim fyrsta sem unninn hefur verið.
Hjálparsamtök senda út ákall fyrir Afganistan
Í ljósi leiftursóknar Talibana og óvæntrar valdatöku þeirra í Afganistan hafa hjálparsamtök sent út ákall vegna neyðarsöfnunar fyrir börn og fjölskyldur í landinu.
17.08.2021 - 15:49
Milljónir barna missa af mislingasprautu vegna COVID-19
Sameinuðu þjóðirnar greina frá áhyggjum sínum yfir því að heimsfaraldurinn hafi hægt á almennum bólusetningum barna á heimsvísu. Óttast samtökin að milljónir barna séu þar með berskjaldaðar gegn mislingum og öðrum hættulegum sjúkdómum.
Óttarr Proppé nýr stjórnarformaður Unicef
Óttarr Proppé, bóksali, tónlistarmaður og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er nýr stjórnarformaður Unicef á Íslandi. Hann tók við embættinu af Kjartani Erni Ólafssyni á ársfundi félagsins í gær.
11.06.2021 - 10:06
UNICEF vill bóluefni fyrir alla
Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir algjörleg óásættanlegt að innan við 1% af bóluefni gegn COVID-19 hafi skilað sér til efnaminni ríkja. Átakið Komum bóluefnum til skila hófst í dag. 
Íslensk börn eru síður í tómstundastarfi
Mikilvægt er að gera langtímaáætlanir um að jafna aðstæður barna í efnahagslægðum því áhrifin geti verið lengi að koma fram. Staða íslenskra barna er almennt góð en þau eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna. 
12.05.2021 - 13:25
Innlent · Börn · UNICEF · Fátækt
Þórólfur útskýrir bólusetningar í fræðslumynd UNICEF
Í nýrri fræðslumynd fræðir Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, áhorfendur um sögu og mikilvægi bólusetningar fyrir börn. Hann fær auðvitað hjálp frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Nadíu Lóu, formanni ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, við að skilja bólusetningar og áhrif þeirra á börn betur.
30.04.2021 - 10:09
Viðtal
Vinnuveitendur hvattir til að sýna starfsfólki skilning
UNICEF á Íslandi hvetur vinnuveitendur til að sýna foreldrum skilning í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða. Jafnframt að senda skýr skilaboð til starfsmanna um að hægt sé að forgangsraða verkefnum. Hætt sé við að fólk sem vinnur heima hjá sér sinni börnum sínum yfir daginn og öll vinna sitji eftir.