Færslur: Ungverjaland

Slóvenar kjósa sér þing í dag
Almenningur í Slóveníu gengur til þingkosninga í dag. Búist er við að baráttan standi millli Slóvenska lýðræðisflokksins, íhaldsflokks forsætisráðherrans Janez Janša og nýliðans Roberts Golob.
Orban forsætisráðherra Ungverjalands í fjórða sinn
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tryggt sér fjórða kjörtímabilið í embætti. Þetta tilkynnti Orban í kvöld, sem sagði Fidesz -flokkinn hafa unnið yfirburða sigur.
04.04.2022 - 00:44
Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.
Leiðtogafundur vegna Úkraínu hefst í dag
Fulltrúar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins eiga fund í Brussel í dag þegar réttur mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu. Ætlunin er að senda Vladimír Pútín Rússlandsforseta skýr skilaboð um alvarlegar afleiðingar innrásarinnar í Úkraínu.
Kastljós
Mikill munur á viðbrögðum við komu flóttafólks
Viðbrögð Evrópu við flóttafólki frá Úkraínu eru gjörólík því sem við sáum árin 2015 og 2016 þegar flóttamannstraumurinn frá Sýrlandi var sem mestur. Munurinn er hvað mestur í ríkjum í Austur-Evrópu og að margra mati er þetta ekkert annað en fordómar og rasismi. Sérfræðingur í málefnum flóttafólks segir málið flóknara en svo en rasismi spili vissulega stórt hlutverk
23.03.2022 - 20:31
Flóttinn frá Úkraínu
Svíar taka upp landamæraeftirlit að nýju
Ríkisstjórn Svíþjóðar áformar að innleiða vegabréfaeftirlit á landamærum sínum að nýju, eins og tíðkaðist þegar flóttamannastraumurinn vegna Sýrlandsstríðsins var hvað mestur árið 2015. Ástæðan er sá mikli flótti sem brostinn er á eftir innrás Rússa í Úkraínu, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem mesta fólksflótta í Evrópu frá lokum heimstyrjaldarinnar síðari. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sænska innviðaráðuneytinu.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir Ungverja bjóða Úkraínumönnum gistingu
Toon Otten, kennari frá Hollandi, sem á tvö sumarhús í Ungverjalandi, hefur síðustu daga komið reglulega á aðallestarstöðina í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest. Sjálfboðaliðar þar tengja saman fólk sem býður húsaskjól og fólk á flótta undan stríðsátökum í Úkraínu.
09.03.2022 - 10:27
Yfir 1.700.000 hafa flúið Úkraínu
Ríflega 1.700.000 manns hafa flúið frá Úkraínu til grannríkja í vestri og suðri, síðan Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar og minnst 1.200 almennir borgarar hafa farist og særst í átökunum. Flóttamannastofnun og Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna greina frá þessu. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, telur ekki óvarlegt að áætla að um fimm milljónir flýi Úkraínu á næstu mánuðum ef stríðinu linnir ekki.
Mesti fólksflótti í Evrópu frá seinni heimsstyrjöld
Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólksflóttann frá Úkraínu síðustu daga þann mesta sem sést hefur í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Aldrei hafa jafn margir flúið eitt og sama landið á jafn skömmum tíma og nú.
1.200.000 hafa flúið stríðið í Úkraínu
Yfir 1.200.000 manns hafa flúið frá Úkraínu til nágrannaríkja frá því að Rússar réðust inn í landið hinn 24. febrúar. Langflest fara þau til Póllands, þar sem yfir helmingur flóttafólksins hefur leitað skjóls samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
05.03.2022 - 07:42
Viðtal
Hafa safnað þremur tonnum handa flóttafólki frá Úkraínu
Nemendur við Háskólann í Debrecen í Ungaverjalandi, þar á meðal fjörutíu íslenskir læknanemar, hafa safnað þremur tonnum af mat og hreinlætisvörum handa flóttafólki frá Úkraínu frá því söfnunin hófst á mánudag. Arna Bjarnadóttir læknanemi segir að samstaðan með Úkraínu sé mikil í Ungverjalandi. Skólinn er um hundrað og tuttugu kílómetra frá landamærunum.
04.03.2022 - 08:03
Hefur reynt í á þriðja sólarhring að komast frá Úkraínu
Langar bílaraðir eru við landamærin út úr Úkraínu. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Úkraínu hefur á þriðja sólarhring verið að reyna að komast frá landinu. Hann situr nú ásamt fjölskyldu í bílalest við landamæri Ungverjalands og hefur beðið þar í 13 klukkustundir. „Við erum komin að landamærum Ungverjalands og okkur var bent á að fara á þessa stöð því það væri stutt bið, 2ja til 4ra tíma bið. En við erum nú búin að vera í 13 tíma hérna og erum rétt rúmlega hálfnuð,“ segir Sindri.
27.02.2022 - 12:44
Heimsglugginn: Mikil áhrif Jenis av Rana í Færeyjum
Jenis av Rana og Miðflokkur hans hafa gífurleg áhrif í færeyskum stjórnmálum þó að flokkurinn sé ekki stór segir Hjálmar Árnason, formaður Færeysk-íslenska verslunarráðsins. Bogi Ágústsson ræddi við hann í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1.
Bolsonaro Brasilíuforseti heldur ótrauður til Pútíns
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu er væntanlegur til Rússlands á þriðjudaginn þrátt fyrir þá miklu spennu sem ríkir vegna Úkraínudeilunnar. Bolsonaro lét þrýsting Bandaríkjanna og ráðherra eigin ríkisstjórnar sem vind um eyru þjóta.
Úkraínudeilan
Orban og Pútín ræða viðskipti og orkumál
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands heldur til fundar við Vladímir Pútín Rússlandsforseta á morgun. Ætlunin er að ræða viðskipti og orkumál auk þess sem öryggismál í Evrópu eru á dagskránni.
Bolsonaro hyggur á Rússlandsheimsókn í febrúar
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hyggst þiggja heimboð til Rússlands undir lok febrúar. Hann kynnti þessa fyrirætlan sína fyrir stuðningsmönnum sínum í gær.
Faraldurinn í hæstu hæðum hjá EM-gestgjöfunum
Nýjasta bylgja kórónuveirufaraldursins ríður yfir í Ungverjalandi og mun fleiri hafa smitast en eingöngu leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sem keppa leiki sína á Evrópumótinu í landinu. 
23.01.2022 - 14:06
Allir bólusettir og þeir smituðu sýna lítil einkenni
Fimm leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem greinst hafa með covid í gærkvöld og í morgun sýna lítil einkenni og eru við góða heilsu. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir smitin mikil vonbrigði enda hafi allt kapp verið lagt á að koma í veg fyrir smit. Allir eru bólusettir.
Ræddi Úkraínumálið við leiðtoga Austur-Evrópuríkja
Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi í dag símleiðis við forseta Úkraínu og leiðtoga níu NATÓ-ríkja í Austur-Evrópu. Hann hét Úkraínumönnum stuðningi ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið.
Biden ræðir við leiðtoga níu Austur-Evrópuríkja
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með leiðtogum níu NATO-ríkja í Austur-Evrópu til að fara yfir stöðu mála í Úkraínu og það sem þeim Vladimír Pútín Rússlandsforseta fór á milli á fjarfundi þeirra á þriðjudag.
09.12.2021 - 01:22
Fréttaskýring
Vandræði SAS, valdarán og vondar ríkisstjórnir
Kórónuveirufaraldurinn lék flugfélög heimsins grátt vegna mikils samdráttar í farþegaflugi. Skandínavíska flugfélagið SAS er eitt þeirra og segja sumir sérfræðingar að félagið fari í þrot takist ekki að endurskipuleggja reksturinn. Það sem eru mestu vandræði SAS er að þeim sem fljúga í viðskiptaerindum hefur fækkað mjög. Það fólk greiðir jafnan miklu hærra verð fyrir farmiðann en þeir sem eru að fara í frí og ferðast á eigin vegum
Sex mánuðir í kosningar en baráttan þegar hafin
Kosningabarátta er hafin í Ungverjalandi sex mánuðum fyrir þingkosningar í landinu. Talið er að afar mjótt verði á munum milli flokks Viktors Orban og Peter Marki-Zay nýkjörins leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
23.10.2021 - 15:14
Orban haukur í horni Póllands
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, undirritaði í gær ályktun þar sem hann lýsir yfir stuðningi við úrskurð pólska stjórnlagadómstólsins á fimmtudag. Í úrskurðinum sagði að pólska stjórnarskráin væri æðri lögum Evrópusambandsins.
Ungverjaland
Fjöldi í gleðigöngu – mótmæla umdeildum lögum
Fjöldi fólks kom saman í Búdapest í Ungverjalandi í dag þar sem nú fer fram gleðiganga. Nýlega tóku lög gildi í landinu sem þykja þrengja mikið að réttindum hinsegin fólks. Samkvæmt nýju lögunum er bannað að birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni fyrir 18 ára og yngri.
24.07.2021 - 14:38
Leitar stuðnings þjóðar vegna laga gegn hinsegin fólki
​​​​​​​Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, boðaði í morgun þjóðaratkvæðagreiðslu vegna nýrra umdeildra laga sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks í landinu.
21.07.2021 - 10:22