Færslur: Ungverjaland

Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48
Fólksflótti af ungverskum fréttamiðli
Yfirmenn og sjötíu starfsmenn ungverska fréttavefjarins Index.hu hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna þess að aðalritstjórinn var rekinn í vikunni. Starfsfólkið telur að brottreksturinn sé runninn undan rifjum stjórnvalda.
24.07.2020 - 15:35
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Úrskurðað um landamærabúðir Ungverja
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Ungverjaland megi ekki láta hælisleitendur dvelja í afgirtum búðum við landamæri landsins án þess að mál hvers og eins sé tekið til meðferðar. Eins megi ekki láta neinn dvelja þar lengur en í fjórar vikur.
15.05.2020 - 05:29
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Frumvarp gegn transfólki lagt fyrir ungverska þingið
Ungverska stjórnin virðist ætla að þrýsta lögum gegn réttindum transfólks í gegnum þingið á næstunni. Samkvæmt lögunum er kyn einstaklinga ákvarðað út frá líffræðilegum kynfærum og litningum við fæðingu. Þannig yrði ómögulegt fyrir transfólk að fá leiðréttingu á kyni sínu staðfesta. Þingmenn hafa þegar fengið frumvarpið í hendurnar. 
27.04.2020 - 06:14
Hótar Ungverjum málsókn ef stjórnvöld ganga of langt
Ungverjar geta átt von á lögssókn frá Evrópusambandinu vegna nýrra laga ríkisins sem sett voru til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér í þýska sunnudagsblaðinu Bild am Sonntag að sambandið væri reiðubúið að grípa inn í ef aðgerðir stjórnvalda í Búdapest ganga of langt. 
13.04.2020 - 05:56
Viðtal
Einræði í Ungverjalandi
Ungverska þingið samþykkti í vikunni lög sem heimila forsetanum Viktor Orban að stýra landinu með tilskipunum í ótilgreindan tíma. Hann segir það nauðsynlegt í baráttu við Covid-19 farsóttina. Í raun er því komið einræði í Ungverjalandi um ótilgreindan tíma.
05.04.2020 - 15:38
Hefur áhyggjur af Ungverjum
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi þar sem Viktor Orban forsætisráðherra hefur fengið aukin völd til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og getur stjórnað með tilskipunum þangað til hann er yfirstaðinn.
02.04.2020 - 12:06
Viktor Orban stjórnar með tilskipunum
Ungverska þingið samþykkti lög í dag sem heimila Viktor Orban forsætisráðherra að stýra landinu með tilskipunum. Hann segir það nauðsynlegt í baráttu við COVID-19 farsóttina.
30.03.2020 - 17:56
Skipstjóri leiddur fyrir rétt
Í morgun hófust í Ungverjalandi réttarhöld yfir skipstjóra skemmtiferðaskips sem sigldi á skemmtibát á Dóná í Búdapest í maí í fyrra með þeim afleiðingum að 25 suðurkóreskir ferðamenn létu lífið og tveir úr áhöfn bátsins.
11.03.2020 - 09:57
Skipstjórinn ákærður fyrir vanrækslu
Yfirvöld í Ungverjalandi hafa formlega ákært úkraínskan skipstjóra farþegaferju vegna dauða ferðamanna sem fórust þegar skip hans sigldi á skemmtiferðabát á Dóná í maí, þar sem áin rennur um Búdapest.
28.11.2019 - 10:47
Fundu 730 kíló af hreinu heróíni
Ungverskur karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi, grunaður um að hafa tekið þátt í að smygla 730 kílóum af hreinu heróíni frá Íran til Evrópu. Sendingin fannst í hafnarbænum Koper í Slóveníu. Þetta er stærsta eiturlyfjasending sem fundist hefur í landinu til þessa.
14.11.2019 - 13:09
Ungverjar auki kyn sitt eða deyi út
Ungverjar verða að auka kyn sitt ellegar deyja út. Þetta eru skilaboð Viktor Orban og fleiri leiðtoga Austur-Evrópuríkja til þjóða sinna. Lýðfræðiráðstefna er haldin í Búdapest þessa dagana, í boði ungverskra stjórnvalda. Þangað eru komnir nokkrir leiðtogar nágrannaríkja og sendinefndir annars staðar frá. 
06.09.2019 - 14:35
Skipstjórinn einnig til rannsóknar í Hollandi
Úkraínski skipstjórinn sem var handtekinn eftir að ferja sem hann stýrði sigldi á skemmtibát í Ungverjalandi í síðustu viku er grunaður um að hafa valdið öðru slysi í apríl. Deutsche Welle hefur þetta eftir saksóknurum í Ungverjalandi. 
07.06.2019 - 04:47
Skipstjóri ákærður vegna mannskæðs slyss
Skipstjóri skemmtiferðaskips sem lenti í mannskæðum árekstri á Dóná á miðvikudaginn hefur verið ákærður. Yfirvöld í Búdapest í Ungverjalandi hafa ekki greint frá efni ákærunnar samkvæmt AFP.
01.06.2019 - 14:37
Skipstjórinn í Búdapest handtekinn
Skipstjóri norsk skemmtiferðaskips sem lenti í mannskæðum árekstri við bát á Dóná í gærkvöldi, hefur verið handtekinn en ungverska lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.
30.05.2019 - 21:10
7 dáin og 21 saknað eftir bátsslys í Búdapest
Að minnsta kosti sjö suður-kóreskir ferðamenn eru látnir og tuttugu og eins er enn saknað eftir að bát hvolfdi á Dóná í Búdapest í Ungverjalandi á tíunda tímanum í gærkvöld. Sjö manns var bjargað lífs úr ánni og fluttir á sjúkrahús vegna ofkælingar og losts. Ungverskir fjölmiðlar segja bátinn hafa verið á hægri siglingu nærri ungverska þinghúsinu þegar annar og stærri bátur kom aðvífandi og sigldi á hann. Hvolfdi þá bátnum, sem sökk skömmu síðar.
30.05.2019 - 06:56
Sjö látnir eftir að bát hvolfdi í Búdapest
Að minnsta kosti sjö eru látnir og sextán er enn saknað eftir að bát hvolfdi á Dóná í Búdapest í Ungverjalandi. Ungverskir fjölmiðlar segja bátinn hafa rekist á annað skip þegar hann var á siglingu nærri ungverska þinghúsinu. 
29.05.2019 - 23:56
Ungverjar og Svíar kalla sendiherra á teppið
Sendiherra Ungverjalands í Svíþjóð hefur verið boðaður til viðtals í sænska utanríkisráðuneytinu í dag, miðvikudag, vegna ítrekaðra hrakyrða ungverskra stjórnmálamanna í garð Anniku Strandhäll, ráðherra almannatrygginga í sænsku ríkisstjórninni að undanförnu. Nú síðast kallaði Zsolt Semjen, aðstoðarforsætisráðherra Ungverjalands, Strandhäll ítrekað „vesalings sjúka manneskju,“ í spjallþætti í sjónvarpi. Sænski sendiherrann í Búdapest var kallaður í ungverska ráðuneytið í síðustu viku.
20.02.2019 - 01:46
Orban varar við „hryðjuverkaveirunni“
Forsætisráðherra Ungverjalands hvetur landa sína til að verja kristnar þjóðir gegn straumi innflytjenda, sem hann segir orsök þess sem hann kallar „hryðjuverkaveiruna."
Lofar skattfrelsi fyrir margra barna mæður
Ungverskar konur sem eignast fjögur börn eða fleiri verða undanþegnar tekjuskatti það sem eftir lifir ævi þeirra, samkvæmt nýjum lagabálki sem Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, kynnti til sögunnar þegar hann hélt stefnuræðu sína í dag. Markmið laganna er að ýta undir barneignir ungverskra kvenna og tryggja viðkomu ungversku þjóðarinnar, án þess að þurfa að reiða sig á innflytjendur, sagði forsætisráðherrann.
10.02.2019 - 23:34
„Þrælalögum“ mótmælt í Ungverjalandi
Um tíu þúsund manns gengu fylktu liði að þinghúsinu í Búdapest í Ungverjalandi í dag til að mótmæla nýsamþykktum lögum sem margir hafa nefnt þrælalögin. Stjórn Viktors Orbans samþykkti lögin í síðasta mánuði. Þau kveða á um að yfirmenn geta krafist þess að starfsmenn sínir vinni allt að 400 yfirvinnutíma á ári í stað 250 áður. Auk þess mega vinnuveitendur nú bíða með að greiða fyrir yfirvinnutímana í þrjú ár, í stað árs.
06.01.2019 - 01:34
Mótmæli í Búdapest fimmta kvöldið í röð
Þúsundir Ungverja mótmæltu í Búdapest í gærkvöld, fimmta kvöldið í röð. Ný vinnulöggjöf sem gengur undir heitinu „þrælalögin" og meint aðför að sjálfstæði dómstóla eru meginástæður mótmælanna, en að þessu sinni beindust þau einnig gegn ungverska ríkissjónvarpinu, MTVA. Mannfjöldinn safnaðist saman fyrir utan aðalstöðvar MTVA eftir að tveir óflokksbundnir stjórnarandstöðuþingmenn birtu myndskeið á samfélagsmiðlum, þar sem öryggisverðir ríkissjónvarpsins sáust varpa þeim á dyr með valdi.
18.12.2018 - 03:59