Færslur: Ungverjaland

Orban haukur í horni Póllands
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, undirritaði í gær ályktun þar sem hann lýsir yfir stuðningi við úrskurð pólska stjórnlagadómstólsins á fimmtudag. Í úrskurðinum sagði að pólska stjórnarskráin væri æðri lögum Evrópusambandsins.
Ungverjaland
Fjöldi í gleðigöngu – mótmæla umdeildum lögum
Fjöldi fólks kom saman í Búdapest í Ungverjalandi í dag þar sem nú fer fram gleðiganga. Nýlega tóku lög gildi í landinu sem þykja þrengja mikið að réttindum hinsegin fólks. Samkvæmt nýju lögunum er bannað að birta myndir af hinsegin fólki í bókum og sjónvarpsefni fyrir 18 ára og yngri.
24.07.2021 - 14:38
Leitar stuðnings þjóðar vegna laga gegn hinsegin fólki
​​​​​​​Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, boðaði í morgun þjóðaratkvæðagreiðslu vegna nýrra umdeildra laga sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks í landinu.
21.07.2021 - 10:22
ESB í hart við Ungverja og Pólverja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins höfðaði í gær mál gegn Ungerjalandi og Póllandi til varnar réttindum hinsegin fólks í ríkjunum tveimur. Stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi hafa nýverið samþykkt lög sem þrengja verulega að réttindum hinsegin fólks.
Ekki sátt um formennsku Slóvena í ESB
Janez Janša, forsætisráðherra Slóveníu, verður í forystu fyrir Evrópusambandinu næsta hálfa árið en efasemdir ríkja um hæfi hans til að sinna formennskunni. Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með Janša er Slóvenar tóku við formennskunni um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Mark Rutte vill reka Ungverja úr ESB
Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, telur að Ungverjar eigi ekki heima í Evrópusambandinu vegna nýrra laga sem banna fræðslu um hinsegin fólk í skólum landsins. Hann lýsti þessu yfir við fréttamenn þegar hann kom til leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Brussel í dag. Rutte bætti því við að hann einn gæti ekki ákveðið að vísa Ungverjum úr Evrópusambandinu. Hinir leiðtogarnir tuttugu og sex yrðu að vera sama sinnis. Málið yrði að leysa skref fyrir skref.
24.06.2021 - 14:23
Ungverskur krókur á móti kínversku bragði
Borgarstjórinn í Búdapest er allt annað en sáttur við áform um kínverskan háskóla í borginni og sendir kínverjum langt nef með því að endurskíra göturnar í næsta nágrenni við fyrirhugaða byggingu.
24.06.2021 - 07:31
Sjónvarpsfrétt
Fordæma umdeilda lagasetningu í Ungverjalandi
Knattspyrnusamband Evrópu hefur sætt gagnrýni fyrir að banna borgaryfirvöldum í München að lýsa upp leikvang í regnbogalitunum í tilefni viðureignar Þýskalands og Ungverjalands í Evrópumótinu. Angela Merkel og Ursula Von Der Leyen eru á meðal þeirra sem fordæma lagasetningu í Ungverjalandi sem þrengir að réttindum hinsegin fólks.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks
Fjölmennustu mótmæli hinsegin fólks í sögu Póllands fóru fram í Varsjá um helgina. Mótmælendur óttast að enn verði saumað að réttindum hinsegin fólks í landinu.
20.06.2021 - 19:20
ESB með löggjöf Ungverja til skoðunar
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hyggst grandskoða ný lög í Ungverjalandi sem banna sýnileika samkynhneigðra í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag, en talsmaður framkvæmdastjórnarinnar vildi ekki gagnrýna lagasetninguna fyrr en búið væri að fara vel yfir hana.
Banna sýnileika samkynhneigðra í Ungverjalandi
Ungverska þingið samþykkti í dag lög sem banna samkynhneigðum að koma fram í barnaefni eða við sögu í kennsluefni fyrir börn yngri en 18 ára.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
Stjórn Orbans sækir enn að réttindum hinseginfólks
Ríkisstjórn Viktors Orbans og flokks hans í Ungverjalandi hefur lagt fram frumvarp til laga, sem bannar allt það sem „ýtir undir samkynhneigð“ eins og þar stendur. Amnesty International, samtök hinseginfólks og fleiri mannréttindasamtök fordæma löggjöfina og segja að með henni sé gróflega vegið að réttindum samkynhneigðra og ungs fólks yfirhöfuð.
Sjö tegundir bóluefna með leyfi í Ungverjalandi
Forsætisráðherra Ungverjalands telur ólíklegt að hægt verði að slaka á ráðstöfunum vegna COVID-19 á næstunni. Faraldurinn dró á þriðja hundrað til dauða í gær. Leyfi hefur verið gefið fyrir sjö tegundum bóluefna. 
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Bólusetning hafin í Evrópusambandinu
Bóluefni Pfizer-BioNTech gegn COVID-19 barst til allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins í gær og í dag hefst sameiginlegt bólusetningarátak sambandsins. Reyndar þjófstörtuðu Slóvakar og Ungverjar og byrjuðu að bólusetja strax og bóluefnið barst þeim í gær, og sögðust engan tíma mega missa.
Heimskviður
Stjórnvöld verða sífellt valdameiri í Ungverjalandi
Það þótti heldur neyðarlegt þegar ungverskur Evrópuþingmaður þurfti að segja af sér eftir að greint var frá því að hann hafi brotið sóttvarnarreglur með því að sækja kynlífspartý með 20 öðrum karlmönnum í Brüssel - maður sem talinn er höfundur stjórnarskrár sem takmarkar réttindi hinseginfólks. Þetta mál er hins vegar ein af birtingarmyndum slæmrar lýðræðisþróunar í Ungverjalandi. Ríkisstjórnin hefur tekið til sín sífellt meiri völd og stjórnar nú meðal annars fjölmiðlum og dómskerfi.
19.12.2020 - 07:35
Ungverjar brutu Evrópusambandslög
Evrópudómstóllinn í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu í morgun að stjórnvöld í Ungverjalandi hefðu brotið lög Evrópusambandsins um meðferð á hælisleitendum og með því að meina fólki að sækja þar um hæli.
17.12.2020 - 11:59
Sagði af sér eftir meint kynlífspartý
Ungverskur þingmaður Evrópuþingsins hefur sagt af sér í kjölfar frétta um að hann hefði verið handtekinn eftir kynlífspartý í Brüssel. Hann hefur verið valdamikill í flokki Viktors Orban forseta landsins.
02.12.2020 - 21:54
Segir af sér og viðurkennir þátttöku í kynsvalli
Ungverski Evrópuþingmaðurinn József Szájer hefur sagt af sér embætti og viðurkennt að hafa tekið þátt í kynsvalli með um 20 karlmönnum í Brussel á föstudaginn. Hann er samflokksmaður Victor Orbans forsætisráðherra Ungverjalands í Fidesz.
01.12.2020 - 16:06
Ungverjar ætla að loka landamærunum
Ungversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætli að loka landamærum landsins til þess að bregðast við fjölgun kórónuveirutilfella í Evrópu. 
28.08.2020 - 17:05
Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48
Fólksflótti af ungverskum fréttamiðli
Yfirmenn og sjötíu starfsmenn ungverska fréttavefjarins Index.hu hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna þess að aðalritstjórinn var rekinn í vikunni. Starfsfólkið telur að brottreksturinn sé runninn undan rifjum stjórnvalda.
24.07.2020 - 15:35