Færslur: Ungverjaland

Sjö tegundir bóluefna með leyfi í Ungverjalandi
Forsætisráðherra Ungverjalands telur ólíklegt að hægt verði að slaka á ráðstöfunum vegna COVID-19 á næstunni. Faraldurinn dró á þriðja hundrað til dauða í gær. Leyfi hefur verið gefið fyrir sjö tegundum bóluefna. 
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Ungverjar fyrstir ESB-þjóða til að leyfa Sputnik V
Ungverjaland er fyrsta Evrópusambandsríkið sem heimilar innflutning og notkun rússneska bóluefnisins Sputnik V í baráttunni við COVID-19. Ráðuneytisstjóri Viktors Orbans, forsætisráðherra, staðfesti í gær að heilbrigðisyfirvöld hefðu gefið grænt ljós á notkun hvorutveggja Sputnik V og bóluefnisins frá Oxford-AstraZeneca.
Bólusetning hafin í Evrópusambandinu
Bóluefni Pfizer-BioNTech gegn COVID-19 barst til allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins í gær og í dag hefst sameiginlegt bólusetningarátak sambandsins. Reyndar þjófstörtuðu Slóvakar og Ungverjar og byrjuðu að bólusetja strax og bóluefnið barst þeim í gær, og sögðust engan tíma mega missa.
Heimskviður
Stjórnvöld verða sífellt valdameiri í Ungverjalandi
Það þótti heldur neyðarlegt þegar ungverskur Evrópuþingmaður þurfti að segja af sér eftir að greint var frá því að hann hafi brotið sóttvarnarreglur með því að sækja kynlífspartý með 20 öðrum karlmönnum í Brüssel - maður sem talinn er höfundur stjórnarskrár sem takmarkar réttindi hinseginfólks. Þetta mál er hins vegar ein af birtingarmyndum slæmrar lýðræðisþróunar í Ungverjalandi. Ríkisstjórnin hefur tekið til sín sífellt meiri völd og stjórnar nú meðal annars fjölmiðlum og dómskerfi.
19.12.2020 - 07:35
Ungverjar brutu Evrópusambandslög
Evrópudómstóllinn í Lúxemborg komst að þeirri niðurstöðu í morgun að stjórnvöld í Ungverjalandi hefðu brotið lög Evrópusambandsins um meðferð á hælisleitendum og með því að meina fólki að sækja þar um hæli.
17.12.2020 - 11:59
Sagði af sér eftir meint kynlífspartý
Ungverskur þingmaður Evrópuþingsins hefur sagt af sér í kjölfar frétta um að hann hefði verið handtekinn eftir kynlífspartý í Brüssel. Hann hefur verið valdamikill í flokki Viktors Orban forseta landsins.
02.12.2020 - 21:54
Segir af sér og viðurkennir þátttöku í kynsvalli
Ungverski Evrópuþingmaðurinn József Szájer hefur sagt af sér embætti og viðurkennt að hafa tekið þátt í kynsvalli með um 20 karlmönnum í Brussel á föstudaginn. Hann er samflokksmaður Victor Orbans forsætisráðherra Ungverjalands í Fidesz.
01.12.2020 - 16:06
Ungverjar ætla að loka landamærunum
Ungversk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætli að loka landamærum landsins til þess að bregðast við fjölgun kórónuveirutilfella í Evrópu. 
28.08.2020 - 17:05
Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48
Fólksflótti af ungverskum fréttamiðli
Yfirmenn og sjötíu starfsmenn ungverska fréttavefjarins Index.hu hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna þess að aðalritstjórinn var rekinn í vikunni. Starfsfólkið telur að brottreksturinn sé runninn undan rifjum stjórnvalda.
24.07.2020 - 15:35
Málamiðlun í Brussel
Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð málamiðlun í þeim þætti umræðnanna um bjargráðasjóð vegna Covid-19 sem snýr að því hvort neita megi þeim ríkjum um aðstoð af hálfu sambandsins sem talin eru fara á svig við regluverk þess.
21.07.2020 - 02:21
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Úrskurðað um landamærabúðir Ungverja
Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að Ungverjaland megi ekki láta hælisleitendur dvelja í afgirtum búðum við landamæri landsins án þess að mál hvers og eins sé tekið til meðferðar. Eins megi ekki láta neinn dvelja þar lengur en í fjórar vikur.
15.05.2020 - 05:29
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
Frumvarp gegn transfólki lagt fyrir ungverska þingið
Ungverska stjórnin virðist ætla að þrýsta lögum gegn réttindum transfólks í gegnum þingið á næstunni. Samkvæmt lögunum er kyn einstaklinga ákvarðað út frá líffræðilegum kynfærum og litningum við fæðingu. Þannig yrði ómögulegt fyrir transfólk að fá leiðréttingu á kyni sínu staðfesta. Þingmenn hafa þegar fengið frumvarpið í hendurnar. 
27.04.2020 - 06:14
Hótar Ungverjum málsókn ef stjórnvöld ganga of langt
Ungverjar geta átt von á lögssókn frá Evrópusambandinu vegna nýrra laga ríkisins sem sett voru til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lét hafa eftir sér í þýska sunnudagsblaðinu Bild am Sonntag að sambandið væri reiðubúið að grípa inn í ef aðgerðir stjórnvalda í Búdapest ganga of langt. 
13.04.2020 - 05:56
Viðtal
Einræði í Ungverjalandi
Ungverska þingið samþykkti í vikunni lög sem heimila forsetanum Viktor Orban að stýra landinu með tilskipunum í ótilgreindan tíma. Hann segir það nauðsynlegt í baráttu við Covid-19 farsóttina. Í raun er því komið einræði í Ungverjalandi um ótilgreindan tíma.
05.04.2020 - 15:38
Hefur áhyggjur af Ungverjum
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti í morgun yfir áhyggjum af þróun mála í Ungverjalandi þar sem Viktor Orban forsætisráðherra hefur fengið aukin völd til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum og getur stjórnað með tilskipunum þangað til hann er yfirstaðinn.
02.04.2020 - 12:06
Viktor Orban stjórnar með tilskipunum
Ungverska þingið samþykkti lög í dag sem heimila Viktor Orban forsætisráðherra að stýra landinu með tilskipunum. Hann segir það nauðsynlegt í baráttu við COVID-19 farsóttina.
30.03.2020 - 17:56
Skipstjóri leiddur fyrir rétt
Í morgun hófust í Ungverjalandi réttarhöld yfir skipstjóra skemmtiferðaskips sem sigldi á skemmtibát á Dóná í Búdapest í maí í fyrra með þeim afleiðingum að 25 suðurkóreskir ferðamenn létu lífið og tveir úr áhöfn bátsins.
11.03.2020 - 09:57
Skipstjórinn ákærður fyrir vanrækslu
Yfirvöld í Ungverjalandi hafa formlega ákært úkraínskan skipstjóra farþegaferju vegna dauða ferðamanna sem fórust þegar skip hans sigldi á skemmtiferðabát á Dóná í maí, þar sem áin rennur um Búdapest.
28.11.2019 - 10:47
Fundu 730 kíló af hreinu heróíni
Ungverskur karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi, grunaður um að hafa tekið þátt í að smygla 730 kílóum af hreinu heróíni frá Íran til Evrópu. Sendingin fannst í hafnarbænum Koper í Slóveníu. Þetta er stærsta eiturlyfjasending sem fundist hefur í landinu til þessa.
14.11.2019 - 13:09
Ungverjar auki kyn sitt eða deyi út
Ungverjar verða að auka kyn sitt ellegar deyja út. Þetta eru skilaboð Viktor Orban og fleiri leiðtoga Austur-Evrópuríkja til þjóða sinna. Lýðfræðiráðstefna er haldin í Búdapest þessa dagana, í boði ungverskra stjórnvalda. Þangað eru komnir nokkrir leiðtogar nágrannaríkja og sendinefndir annars staðar frá. 
06.09.2019 - 14:35
Skipstjórinn einnig til rannsóknar í Hollandi
Úkraínski skipstjórinn sem var handtekinn eftir að ferja sem hann stýrði sigldi á skemmtibát í Ungverjalandi í síðustu viku er grunaður um að hafa valdið öðru slysi í apríl. Deutsche Welle hefur þetta eftir saksóknurum í Ungverjalandi. 
07.06.2019 - 04:47