Færslur: Ungt fólk

Mynd með færslu
Í BEINNI
Söngkeppni Samfés
Mikið er um dýrðir á Akranesi í dag þegar ungir söngfuglar úr félagsmiðstöðvum landsins stíga á svið í Bíóhöllinni og reyna að heilla áhorfendur og dómnefnd í beinni útsendingu. Söngkeppni Samfés hefst klukkan 15:00.
09.05.2021 - 14:40
Ungmenni stíga á svið í Söngkeppni Samfés á Akranesi
Unglingar af öllu landinu munu stíga á svið í Söngkeppni Samfés sem fer fram sunnudaginn 9. maí í Bíóhöllinni á Akranesi. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og hefst klukkan 15.
08.05.2021 - 14:30
Viðtal
Aðgengilegra og auðveldara að dreifa ofbeldi á netinu
Unglingar gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Stígamóta og Samfés sem hefur það að markmiði að unglingar taki þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og kynferðisofbeldi. Þátttakendur í verkefninu, sem ræddu við UngRÚV á dögunum, segja að orðið sé aðgengilegra og auðveldara að dreifa ofbeldi á netinu.
07.05.2021 - 16:12
Fimm dísæt og dásamleg á föstudegi
Það eru heimsmeistararnir í huggulegheitum Kings of Convenience sem ríða á vaðið í Fimmunni þennan föstudag; síðan er það bræðingur frá Cola Boyy ásamt MGMT; dansvænn djass frá Emmu-Jean Thackray; og svo djammvænir diskóslagarar frá tónlistarkonunum Jaydu G og Remi Wolf.
Tiny rappar um fiðrildi en Karítas syngur um eilífðina
Að venju blása ferskir og fjölbreyttir vindar í Undiröldunni þar sem boðið er upp á nýja íslenska tónlist í hverri viku. Rapparinn Tiny ríður á vaðið með nýtt lag eins og tónlistarkonan Karítas sem var að senda frá sér stóra plötu. Auk þess fá tónlistarunnendur ný lög frá Eik Haraldsdóttur, Einarindra, Hákoni, Ástu ásamt Salóme Katrínu og Thorisson og Sharlee.
06.05.2021 - 16:50
Tveir skólar komnir áfram í úrslit Skólahreysti
Fyrstu undanriðlarnir í Skólahreysti fóru fram á Íþróttahúsinu á Akureyri í dag. Þar kepptust 18 skólar af Norður- og Austurlandi um tvo farmiða í úrslitin, sem fram fara 29. maí.
04.05.2021 - 21:37
Bjartmar, Selma Björns, Krampar og Offbít með nýtt
Það er allur skalinn í Undiröldunni að þessu sinni og nýtt rokk í boði frá Bjartmari og bergrisunum og Krömpum, síðan er það köntrí og sveitatónlist frá Selmu Björns, Bjarna Ara og Kahnanum og svo endað á balli með BSÍ, Hermigervli, Offbít og Countess Malice.
04.05.2021 - 18:30
Fimm sólrík og seiðandi
Hún er sólrík fimman að þessu sinni og við fáum huggulegheit frá; syni Bobs Marley ,reggítónlistarmanninum Damian Marley, dystópískan hipsterasmell frá Sad Night Dynamite, epíska rappsnilld frá Little Simz og dansvæna diskósmelli frá stuðboltunum Jazmine Sullivan ásamt Anderson .Paak og Keinemusic ásamt Sofie.
Þórólfur útskýrir bólusetningar í fræðslumynd UNICEF
Í nýrri fræðslumynd fræðir Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, áhorfendur um sögu og mikilvægi bólusetningar fyrir börn. Hann fær auðvitað hjálp frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Nadíu Lóu, formanni ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, við að skilja bólusetningar og áhrif þeirra á börn betur.
30.04.2021 - 10:09
Aron Can flýgur upp en Gusgus og John Grant gera annað
Sumarútgáfan er í fullum gangi og önnur vika sumars hentar fullkomlega til að fá nýtt lag frá Aroni Can. Hann er ekki einn í Undiröldunni þar sem við heyrum hvað Gusgus eru að gera með John Grant auk nýrra laga frá BSÍ, Tómasi Welding, Dodda, Gunnari Inga, Loga, Doctor Victori ásamt Gumma Tóta og Ingó Veðurguði.
29.04.2021 - 15:10
Viðtal
Svolítið eins og þú sért að kafna í ilmvatnsfýlu
María Carmela Torrini var 16 ára þegar hún var greind með einhverfu. Hún segir að það hafi verið gott að fá loksins orð yfir það sem hún væri og fá að vita hún væri ekki bara skrítin. Fríða María ræddi við Maríu Carmelu í Krakkakastinu í tilefni af bláum apríl .
28.04.2021 - 09:14
Flott er drull en KK sendir sólarkveðju
Í Undiröldunni að þessu sinni fáum við sögu af barnum frá kvennakvintettnum Flott auk þess sem KK er sumarlegur ásamt barnakór. Annað tónlistarfólk með nýtt efni í vikunni eru kef LAVÍK, Sigurður Guðmundsson einsamall, RAVEN, Fríða Dís og Tunglleysa,
27.04.2021 - 16:30
Myndband
„Þú getur ekkert rappað um að níðast á minni máttar“
Johnny Boy er 14 ára rappari sem kom fram í sjónvarpsþættinum Barnamenningarhátíð heim til þín sem sýndur var á laugardagskvöld. Í þættinum ræddi Johnny Boy líka við Emmsjé Gauta um rappferilinn, hvað megi rappa um og mikilvægi þess að fylgja hjartanu.
25.04.2021 - 09:30
Fimm súr, sólrík og sumarleg fyrir helgina
Við fögnum sumri með feitum pakka í fimmunni þar sem; Chemical Brothers leysa vandann, jazz-brjálæðingarnir Sons of Kemet fá Kojey Radical til að höstla með sér, Sir Paul McCartney endurskapar lag með Khruangbin, St. Vincent hellir upp á súra sækadelíu og rapparinn Polo G rappar um gellur og gullkeðjur.
Nemendur smeykir við að mæta í vorprófin
„Fólk er mjög smeykt við að mæta í próf. Fram að þessu var það óvissan sem var óþægileg. Það var alltaf verið að bíða eftir næstu reglugerð til að ákveða hvort það yrði próf á prófstað eða ekki,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir, fráfarandi forseti Landsamtaka stúdenta. Hún segir að víða erlendis hafi verið ákveðið í upphafi annarinnar að prófin yrðu heima vegna óvissunnar. Nemendur séu nú smeykir eftir að kórónuveirusmitum fór að fjölga aftur.
23.04.2021 - 08:14
Fuglar
„Ég er eiginlega bara fuglafræðingur“
„Ég ætla að verða fuglafræðingur þegar ég verð stór,“ segir Nói Hafsteinsson, fjögurra ára að verða fimm. - Hvað gera fuglafræðingar? „Þeir fræðast um fugla“ – Eins og þú ert alltaf að gera? „Þannig að ég er eiginlega bara fuglafræðingur,“ segir Nói.
22.04.2021 - 14:46
Barnaefni · Innlent · Náttúra · Mannlíf · Umhverfismál · Fuglar · Farfuglar · Rás 1 · Börn · Ungt fólk
Halda í jákvæðnina og ætla sér að sýna söngleikinn Leg
Á ýmsu hefur gengið hjá Leikfélaginu Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ en aðeins þremur dögum áður en frumsýna átti söngleikinn Leg var tilkynnt um tíu manna samkomubann og allt sett á ís. Nú vonast aðstandendur sýningarinnar til að geta frumsýnt á laugardag.
Ljóst að börn hafa skoðanir og láta sig málin varða
Barnamenningarhátíð í Reykjavík var sett þriðjudaginn 20. apríl og nær hápunkti laugardaginn 24. apríl með sjónvarpsþættinum Barnamenningarhátíð heim til þín sem verður sýndur á RÚV klukkan 19:45. Verkefnisstjóri hátíðarinnar segir að það sé ljóst að börn hafa skoðanir og að þau láta sig málin varða.
21.04.2021 - 16:26
Myndband
Gugusar með nýtt lag með texta úr Völuspá
Gugusar frumflutti nýtt lag í dag en allur texti þess er úr Völuspá. Lag Gugusar var lokaatriði í sjónvarpsþættinum Handritin til ykkar sem var ætlað að veita grunnskólanemum innsýn í íslensku handritin. Textinn í Völuspá smellpassaði við tónlist Gugusar og hægt er að njóta útkomunnar í spilaranum hér að ofan.
21.04.2021 - 14:47
Þrumuguðinn Þór bregður sér í líki Freyju
Leikarahópurinn í nýrri uppfærslu á Þrymskviðu áttaði sig fljótt á hversu erfitt getur verið að leika í atriðum sem byggð eru á þúsund ára gömlum texta. Þá kom sér vel að Steiney Skúladóttir, sögumaður leikritsins, gat þýtt textann á ögn nútímalegra mál þegar leikararnir lentu í ógöngum.
21.04.2021 - 13:33
Eru Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur tossar?
Nú er heldur betur farið að styttast í sumardaginn fyrsta og gott ef það er ekki smá sólarglæta í útgáfu vikunnar. Það helsta í Undiröldu kvöldsins er nýtt frá Emmsjé Gauta og Helga Sæmundi sem eru á poppaðri nótunum í laginu Tossi og Ari Árelíus syngur um Apríkósur. Annað tónlistarfólk með nýtt efni eru þau Pale Moon, Sigga Ózk, Ása Elínardóttir, Hlynur Snær og svo sextíu ára afmælisdúett frá Eyfa og Haffa Haff.
20.04.2021 - 16:30
Grunnskólanemar fá innsýn í heim íslensku handritanna
Hálf öld er síðan fyrstu handritin komu heim. Af því tilefni verður hátíðardagskráin Handritin til ykkar sýnd á miðvikudag. Markmiðið með dagskránni er að veita grunnskólanemum innsýn í heim íslenskra miðaldahandrita.
20.04.2021 - 11:53
Íslensku tónlistarverðlaunin
Bríet sveif um í mögnuðu atriði á tónlistarverðlaununum
Tónlistarkonan Bríet kom sá og sigraði á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fóru í Hörpu í kvöld. Ekki nóg með að hafa hreppt þrenn verðlaun á hátíðinni í kvöld heldur kom hún einnig fram í mögnuðu atriði þar sem hún flutti lagið Djúp sár gróa hægt.
Ævintýralega spurningakeppnin Söguspilið hefst á ný
Þriðja þáttaröð Söguspilsins, ævintýralega skemmtilegu spurningakeppninnar, hefst sunnudaginn 18. apríl. Átta lið hefja keppni að þessu sinni og eitt lið stendur svo uppi sem sigurvegari.
17.04.2021 - 10:45
Fimm frekar nördaleg fyrir helgina
Það er ekkert partístand á Fimmunni þessa helgina, nú er það alvara lífsins, þykk súld, brúnt flauel, fölt tunglskin, hávaði og almennt vesen. Borin er á borð ljúfsár sálartónlist frá Joy Oladkun, rigningarlegt triphop Morcheeba, sækadelíu-nýbylga frá Crumb, göngutúr um æskuslóðir Johns Grant og súrkálssmessa frá Squid.