Færslur: Ungt fólk

Sumir fá þá eitthvað fallegt
Jólatónlistinni snjóar inn til plötusnúða hins opinbera og að þessu sinni eru það jólakanónurnar Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius sem bjóða upp á nýja útgáfu af Bing Crosby-lagi og Mi Arma sem líst ekki vel á allt þetta vesen. Sóley Stefánsdóttir og þeir Brynjar Daðason og Skúli Sverrisson eru ekki með jólalög en það eru meðlimir Poppvélarinnar og Mosa frænda.
07.12.2021 - 16:45
Landinn
Fjórtán ára og les hrútaskrána spjaldanna á milli
„Þetta eru náttúrulega allt flottir hrútar en mér líst einna best á Galla frá Hesti og Dal frá Ásgarði í Hvammssveit," segir Arnar Darri Ásmundsson, ungur áhugamaður um sauðfjárrækt.
Fimm af feitum plötum fyrir helgina
Nú eru ársuppgjör tónlistarmiðla farinn að flæða um alnetið og kominn tími til að skoða hverju fólk er að mæla með. Í fimmunni kíkjum við á lög af Fimm bestu plötum ársins samkvæmt amerísku Rás 2, eða NPR, sem þykir vera með þeim betri í bransanum þegar kemur að tónlistarumfjöllun. Sérstaða National Public Radio er fjölbreytnin og þaðan kemur oftar en ekki eitthvað stórskemmtilegt sem maður hefði líklega aldrei sett á fóninn.
Jólin eru ekkert grín
Við höldum áfram að jóla okkur í drasl í Undiröldunni og að þessu sinni er komið að Birgittu Haukdal í nostalgískri jólastemmningu en Prins Póló er með alls konar efasemdir. Önnur með jólastuð eru Hreimur, Salka Sól, Bragi Þór Valsson ásamt Barnakór Strandabyggðar og Þórhallur Þórhallsson grínisti.
02.12.2021 - 17:00
Jólin koma reykspólandi fyrir hornið
Nú er það byrjað blessað jólalagatímabilið og það eru heldur betur jólaneglur í boði í Undiröldu kvöldsins. Það er jólakóngurinn Laddi sem ríður á vaðið og að sjálfsögðu er stutt í jólavitringana í Baggalúti sem eru á ítölskum nótum. Önnur með rétta jólaskapið eru Heiða trúbador, Reykjavíkurdætur, Katrín Halldóra, Hildur Vala og Hjálmar ásamt Kára Stefáns sem eru ekki að jóla.
30.11.2021 - 16:40
Fimm fjörug og fönkí fyrir dansgólfið
Nú er að pússa dansskóna því það verður dansað með ryksuguna þessa helgina. Við fáum dívurnar Dames Brown frá Detroit, jazzarann Makaya McCraven, djúphúskóngana Miguel Migs og Jimpster, teknótarfinn Maceo Plex og nostalgískt jungle-teknó af sverustu sort frá Sherelle.
Óskrifað blað sem reynslan fyllir út
Við heyrum lög af nýlegum hljómplötum í Undiröldu kvöldsins sem verður sú síðasta áður en við dembum okkur í jólalagaflóðið. Listafólk kvöldsins hefur sumt hvert reynt að felulita poppið sitt með alls konar trixum en það eru þau Teitur Magnússon, Daníel Hjálmtýsson, Sucks To Be You Nigel, Dr Gunni, Supersport! og jazzbandið Ludvig Kári Kvartett.
25.11.2021 - 15:00
Ástarpungarnir dansa meðan mömmuhjartað slær
Nú er aldeilis farið að styttast í jólavertíðina þar sem jólalögin hljóma en róum okkur aðeins og kíkjum á ójólalög sem eru enn að koma út í Undiröldu kvöldsins. Bomarz, Doktor Viktor og Daníel Ágúst eru með nýstárlega útgáfu og mömmuhjartað slær hjá Margrét Rúnarsdóttir en önnur með nýtt eru Árstíðir, Benedikt Gylfason, Inspector Spacetime, Son of Henry og Ástarpungarnir.
23.11.2021 - 18:20
Fimm framsækin og fersk á föstudegi
Stærstu lögin í vikunni eru eflaust frá Adele og Taylor Swift en þið vitið það auðvitað og þess vegna spáum við í öðru í Fimmunni. Við byrjum á tónlistarkonunni Arca frá Venezuela, sem er ekki eins og flest, og rennum okkur síðan í ný lög frá Big Thief, José González ásamt DJ Koze, Beirut og FKA Twigs ásamt Central Cee.
Sungið um refi og Reykjavíkurnætur
Það er að venju sprellfjörug útgáfa af innlendri tónlist og við spólum okkur í gegnum ný lög frá Sin Fang, Klöru Elías, Suð, Quest, Ottoman og Afkvæmum guðanna ásamt Bent, Gústa B, Tonnataki og Fríd í Undiröldunni að þessu sinni.
18.11.2021 - 20:00
Hvaða gæi er á tíu þúsund króna seðlinum?
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur um land allt á afmælisdegi listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, sem prýðir tíu þúsund króna seðilinn ásamt heiðlóu. Krakkafréttir fóru á stúfana á Akureyri og athuguðu hvort unga fólkið þar kannaðist við gæjann á bláa seðlinum.
16.11.2021 - 17:09
Fimm fyrir tryllta tónlistarhelgi
Það er skemmtileg helgi framundan því í dag koma út tvær plötur sem beðið hefur verið eftir frá fönk- og pönkkóngum. Þetta eru Silk Sonic og Idles en það eru líka í boði spikfeitir smellir frá Bonobo og vini hans O’Flynn, indíprinsessunni Mitski og draumapoppdúettinum Beach House.
Landinn að gera það gott
Nöfn tónlistarkvennanna Laufeyjar Lín og Eydísar Evensen eru ekki á hvers manns vörum á landinu kalda en engu að síður raka þær inn milljónum streyma á tónlistarveitum og við setjum á fóninn ný lög þeirra í Undiröldu kvöldsins. Önnur með nýja tónlist eru Svavar Knútur, Karl Orgeltríó ásamt Sölku, Jónas Björgvinson, Kig and Husk og Miomantis.
11.11.2021 - 16:00
Tvær ábreiður í sófa
Tökulög eða kover eru áberandi í þætti kvöldsins og við leggjum í hann með nýrri útgáfu Valdimars og Emelíönu á klassíkinni Sunny Roads sem var nýlega í sjónvarpinu. Borko breiðir líka yfir þekktan slagara en með frumsamið efni mæta þau Bergrós, Teitur, Geirfuglarnir, Freyjólfur, Supersport! ásamt K Óla og Rokky.
09.11.2021 - 17:30
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Skrekkur - Úrslit
Úrslitakvöldið í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Keppni hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á vefnum og á RÚV.
08.11.2021 - 19:37
Fimman
Fimm frekar næs á föstudegi
Það er rokkuð kana slagsíða á fimmunni þennan fyrsta föstudag í nóvember og boðið upp á ólgandi ferska slagara frá hressu krökkunum í Spoon, The War On Drugs, Cat Power, El Michels Affair og Metronomy.
Boðið upp á kex og ýmislegt annað
Það er fjölbreytt flóran í Undiröldu kvöldsins þar sem við byrjum á leikkonunni Katrínu Halldóru sem syngur ásamt Páli Óskari lag Jóns Múla og þaðan höldum við í Draumalandið með Elínu Bergljótar. Önnur með lög að þessu sinni eru Bjartmar, Kaktus Einarsson, Daniil, Doddi, Ari og Popparoft með eitt ísl-enskt.
04.11.2021 - 16:00
Austurbæjarskóli og Árbæjarskóli komust áfram
Þriðja og síðasta undankvöld Skrekks var haldið í kvöld. Austurbæjarskóli með atriðið Í skugga ofbeldis og Árbæjarskóli með atriðið Annað viðhorf komust áfram og keppa því til úrslita mánudaginn 8. nóvember ásamt Laugalækjarskóla, Fellaskóla, Seljaskóla og Hagaskóla.
03.11.2021 - 22:44
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks
Þriðja undanúrslitakvöldið í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Keppni hefst klukkan 20:00. Skólarnir sem stíga á svið að þessu sinni og freista þess að komast í lokakeppnina eru Hólabrekkuskóli, Klettaskóli, Víkurskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli, Rimaskóli, Ingunnarskóli, Hlíðaskóli
03.11.2021 - 19:37
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Annað undanúrslitakvöld Skrekks
Annað undanúrslitakvöldið af þremur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Keppni hefst klukkan 20:00. Skólarnir sem stíga á svið að þessu sinni og freista þess að komast í lokakeppnina eru Foldaskóli, Breiðholtsskóli, Dalskóli, Seljaskóli, Sæmundarskóli, Háteigsskóli, Vogaskóli og Hagaskóli.
02.11.2021 - 19:37
Sófarokk um trúða og náttfara
Það er köntrí- og ballöðufílingur í Undiröldu kvöldsins þar sem Soffía Björg og Krummi ríða á vaðið með þeysireið sína Rodeo Clown. Önnur sem koma við sögu er tónlistarkonan Anna Gréta sem gefur út sína fyrstu plötu hjá þekktri þýskri jazzútgáfu auk Láru Ómars, Kólumkilla, Karma Brigade, Kahnans og Supersport! ásamt K Óla.
02.11.2021 - 16:40
Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks
Fyrsta undanúrslitakvöldið af þremur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanema, fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Keppni hefst klukkan 20:00 og skólarnir sem keppa í kvöld eru Laugalækjarskóli, Norðlingaskóli, Langholtsskóli, fellaskóli, Ölduselsskóli, Landakotsskóli, Réttaholtsskóli.
01.11.2021 - 19:37
Skrekkur
Átröskun, heimsfaraldur, kvíði og hryðjuverk í Skrekk
Undanúrslit hæfileikakeppninnar Skrekks verða í kvöld og næstu tvö kvöld í Borgarleikhúsinu og beinu vefstreymi á RUV.is. Sjö skólar keppast um að komast í úrslitin sem verða 8. nóvember.
01.11.2021 - 12:52
Fimm fanta fersk á föstudegi
Það er djammið sem fær athyglina þennan föstudag enda gaman að djamma og djúsa eins og segir í laginu. Við setjum á fóninn neglu frá Sleaford Mods sem hafa fengið Orbital til að endurhljóðblanda fyrir sig, franska og þýska elektróník frá Vitalic og Stephan Bodzin, nýuppgerða húsneglu frá DJ Streak af Jungle og geggjað grúv frá Nightmares On Wax.
Blíp blabb blúpp, kallarðu þetta músík?
Tilraunakennd íslensk raftónlist tekur sviðið að þessu sinni í Undiröldunni og við heyrum af nýjustu ævintýrum President Bongo sem heldur áfram að raða út breiðskífum í seríu sinni til heiðurs belgíska blaða- og ævintýramanninum Tinna. Það er síðan útgáfuserían Móatún 7 sem tekur við og lög frá Perlu, Futuregrapher, Vonda kallinum og Bloodline, sem komu út núna í október.
28.10.2021 - 16:50