Færslur: Ungt fólk

Að sogast inn í svarthol er góð skemmtun
Undiraldan er frekar djúp að þessu sinni og við fáum kuldapopp frá hressu stelpunum í Kælunni miklu og Gróu. Önnur með nýtt eða nýlegt eru þau Sindri Sin Fang, Hugrún, Milkhouse, Benedikt Gylfason og indie-krakkarnir í Supersport!
14.10.2021 - 12:00
Kannski í næsta lífi, aumingi
Að venju er af nógu að taka í útgáfu helgarinnar og margt að hlusta á. Konurnar eru í meirihluta og við fáum ný lög frá GDRN, Vök, Zöe, CeaseTone, Brynju ásamt Marra, dönsk íslensku Eyjaa-systrum og að lokum hressandi rokk frá RedLine.
12.10.2021 - 16:40
Fimm framúrskarandi á föstudegi
Það er feit vika í tónlistinni þennan föstudag og boðið upp á nýtt lag frá indie-kúrekastelpunni Mitski, neglu um fyrrverandi kærasta frá dúettnum Wet Leg og virkilega fágað danspopp fyrir fagurkerann frá Bonobo. Síðan er það TikTok-stjarnan PinkPantheress sem biðst afsökunar og að lokum bjóða hávaðagrísirnir í LOW upp á erfiða en fallega ballöðu.
Léttur látúnshnefi á lúðurinn
Nú er það nýlegur jazz í Undiröldunni en útgáfa undanfarna mánuði hefur verið lífleg. Við fáum lög frá árinu 2021 - frá tónlistarfólkinu Mikael Mána Ásmundssyni, Hróðmari Sigurðssyni, Marínu Ósk og Rebekku Blöndal, Andrési Þór og Agnari Má, Tómasi R. ásamt Röggu Gísla og lúðrasveitinni Látúni.
07.10.2021 - 17:15
Týpa sem við þekkjum öll í stormi
Snorri Helga ríður á vaðið í Undiröldu kvöldsins, en hann sendir frá sér annað lagið af væntanlegri þröngskífu sinni þar sem hann dettur í grimma nostalgíu. Önnur með ný lög eru þau Magni og Ágústa sem eru í nýpússuðum kúrekastígvélum, auk Júlí Heiðars, Superserious, Hákons, Leiksviðs fáránleikans, Elínar Bergljótar og Jónasar Björgvinssonar.
05.10.2021 - 18:25
Stundin okkar
„Við erum sjálfir með andlegan þroska á við fimm ára“
Félagarnir Mikael, Arnór og Óli Gunnar kynntust í Verslunarskóla Íslands og eru allir leikarar í dag. Þeir skipa handritsteymi Stundarinnar okkar sem hefur göngu sína aftur á sunnudag. Þá fá áhorfendur að kynnast tveimur álfum sem hafa ólíka sýn á álfalífið og heiminn en geta samt verið bestu vinir. Strákarnir hafa heilmikla reynslu af því að skapa sögur en segjast ungir í anda og því ekkert eiga erfitt með að tengja við hugarheim krakkanna.
Fimm svellköld á sveitaballið
Það er farið á ball í fimmunni að þessu sinni og við byrjum í Ohio þar sem Idles skapa stemningu í The Beachland Ballroom. Þaðan förum við í sólina með Remi Wolf og síðan liggur leiðin á flæmska dansgólfið með þeim stöllum Charlotte Adigérí og Bolis Pupul. Hinum megin við Ermasundið er það Orlando Tobias Edward Higginbottoms sem rokkar dansgólfið með sveit sinni Totally Enourmous Extinct Dinosaurs og síðastir á gólfið eru síðan Ástralarnir í Parcels með sitt silkimjúka diskódanspopp.
Skagfirskt hamfarapopp er ekkert grín
Útgáfa var með hressara móti síðustu helgi með nýjum útgáfum frá gleðisveitinni Baggalút og skagfirsku söngsveitinni Úlfi Úlfi, sem nú eru með Sölku Sól með sér. Önnur sem koma við sögu eru Gummi Tóta, Fríða Dís, Kul, K. Óla ásamt Salóme Katrínu, Albatross og súpergrúbbunni Lón.
28.09.2021 - 18:00
Vikulokin
Fólk með glænýjan kosningarétt líklegt til að kjósa
Fólk með glænýjan kosningarétt er líklegra að mæta á kjörstað en þau sem aðeins eldri eru. Það er mat viðmælenda í Vikulokunum á Rás eitt að kosningabaráttan hafi verið málefnaleg.
Tónlist
Fimm æsandi fjörug fyrir kosninganótt
Það kemst fátt annað að en kosningar hjá okkur þessa dagana en erlendum poppstjörnum er nákvæmlega sama um það. Hljómsveitinni Alt-J er mest sama og tilkynnti endurkomu sína í vikunni. Því til viðbótar eru pæjurnar St. Vincent, Bessie Turner og Jasmine Thompson með nýtt efni og harðkjarnasveitin Turnstile bankar á heimsfrægðarhringhurðina góðu.
Sungið um foreldrahlutverkið og kviksyndi ástarinnar
Það er að venju af nógu að taka í útgáfu vikunnar af íslenskri tónlist og því er fagnaðarefni að Undiraldan sé aftur í línulegri dagskrá á Rás 2. Tónlistarfólkið sem á sviðið að þessu sinni eru syngjandi glaður Damon Albarn, stelpurnar í Konfekt, Soma, þríeykið Sin Fang, Örvar Smárason og Sóley, Árstíðir, og síðast en ekki síst rappararnir Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur sem syngja um foreldrahlutverkið.
23.09.2021 - 15:30
Landinn
Framtíðin er ekki óskrifað blað
„Það er enginn lengur sem fer um á morgnana og slekkur á lýsislömpum hér í Reykjavík og það eru heldur engir sótarar hérna lengur. Og það er fullt af öðrum störfum sem einu sinni voru mikilvæg sem eru ekki lengur til,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
20.09.2021 - 11:40
Ræðir kosningamálin á róló og yfir ís
„Mér finnst mjög gaman að spjalla við stjórnmálafólk vegna þess að það svarar á mjög áhugaverðan hátt, þau eru fræðandi á skringilegan hátt,“ segir Magnús Sigurður Jónasson, ungur fréttamaður sem hefur kynnt sér alla frambjóðendur í komandi kosningum í þáttunum Krakkakosningar. Til stendur að halda skuggakosningar fyrir grunnskólabörn um allt land.
Fimm djössuð stuðlög á föstudegi
September er hálfnaður sem þýðir að nú eru tæplega hundrað dagar til jóla og því ber að fagna með djössuðum og dansvænum slögurum frá gleðisveitinni Glass Animals, töffaradúettinum Tokimonsta og Channel Tres, saxófónsgeggjaranum Kamasi Washington, rapparanum knáa Little Simz ásamt Obongjayar og söngkonunni geðþekku Yebbu.
Nýtt frá Dr Gunna, Pale Moon og Bjartmar og Bergrisunum
Undiraldan er einungis á netinu þessa dagana vegna komandi kosninga en það stoppar ekki tónlistarfólkið í útgáfunni. Þessa viku heyrum við ný lög frá jazzistanum Önnu Grétu, þungarokkurunum í Dimmu, ópólítískum Bjartmari ásamt Bergrisunum, rússnesk-íslensku Pale Moon, tilraunakenndri Tunglleysu, hljómsveit Dr. Gunna, hlaðvarpsstjörnunni Flosa og áhrifavaldabandinu Superserious.
16.09.2021 - 17:30
Fimm súr í súld
Blessuð súldin elskar allt, allt með kossi vekur eins og við vitum og þess vegna þarf blessunin tónlist við hæfi og hana skortir ekki í fimmunni að þessu sinni. Í boði eru lög frá Lönu Del Rey, Big Thief, Radiohead, BadBadNotGood og Joy Orbison ásamt Léu Sen en þau eru öll gíruð í himneska hauststemmningu.
Kontiniuum og Karlotta í Undiröldunni
Vegna kosninga er Undiraldan einungis á RÚV-vefnum þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að tónlistarfólk sendi frá sér músik. Að þessu sinni eru það Kontiniuum, Gunni og Felix, Devine Defilement. Karlotta, Heiða, Bony Man, Thin Jim & the Castaways og Hlynur Ben sem láta ljós sitt skína.
09.09.2021 - 15:30
Úr hlutverki Sigga sæta í fréttalestur
Gunnar Hrafn Kristjánsson er nýr liðsmaður Krakkafrétta. Gunnar Hrafn er mörgum kunnur því að hann lék hinn uppátækjasama ormasafnara Óla í þáttaröðinni Fólkið í blokkinni.
06.09.2021 - 15:52
Fimm hel hressandi við helgarþrifin
Kanye West átti flestar fyrirsagnir í vikunni og við fáum tóndæmi frá séranum í fimmunni. Auk þess koma við sögu hulduhitt frá Caroline Polachek, sumarbústaðarstemning frá Sufjan Stevens ásamt Angelo De Augustine og hressandi post pönk sem passar við kraftskúringar frá Parquet Courts og Amyl & the Sniffers.
Herra Hnetusmjör ásamt Flóna og Birnir ásamt Aroni Can
Hamraborgarprinsinn Herra Hnetusmjör sendi frá sér nýja plötu síðastliðinn þriðjudag sem verður að teljast til tíðinda. Auk þess er boðið upp á nýtt og nýlegt efni frá Birni ásamt Aroni Can, Kælunni miklu, Heró, Hipsumhaps, Omotrack, Krömpum og Daníel Hjálmtýssyni í Undiröldunni að þessu sinni.
02.09.2021 - 15:00
Nýtt frá Nýdanskri, Kælunni miklu og Bigga Maus
Sum af síðustu lögum sumarsins detta inn í Undiröldu kvöldsins þar sem Nýdönsk eru í kosningaham, Biggi í Maus biður fyrirgefningar en Kælan mikla syngur inn ný lægðarkerfi og hauststorma. Auk þeirra koma við sögu, Brek, Kef Lavík, Tendra, Magnús Jóhann Ragnarsson og Skúli Sverrisson.
31.08.2021 - 17:50
Samkomulag auðveldar ungu fólki búsetu í Bretlandi
Fólk frá átján ára til þrítugs getur nú búið og starfað í Bretlandi í allt að tvö ár. Það byggir á samkomulagi ríkjanna sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, og Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, undirrituðu í gær.
Fimm hugguleg fyrir helgina
Það er rólegheitastemmning í Fimmunni að þessu sinni með nýjum lögum frá pabbarokksveitinni The War On Drugs, tónlistarkonunni Courtney Barnett sem syngur um peninga og vinunum Natalie Bergman og Beck sem endurgera saman gamla sálarperlu en James Blake leitar að innri friði og að lokum er það furðufuglinn Chilly Gonzales sem lýsir yfir endurkomu tónlistarinnar.
Reykjavíkurdætur, GDRN + Flóni og Sinfó með nýtt sprell
Það vantar ekki nýja íslenska tónlist þennan þriðjudaginn og er boðið upp á nýja útgáfu af Lætur mig í flutningi GDRN, Flóna og Sinfó auk þess sem Reykjavíkurdætur láta sig varða málefni mæðra. Önnur með nýtt efni að þessu sinni í Undiröldunni eru Aron Can, Boncyan, Kahninn, Grasasnar, ferrARI, Draumfarir og Kristín Sesselja.
20.07.2021 - 16:50
Fimm hressandi poppneglur á föstudegi
Það er skandipopp og danstónlist í fimmunni að þessu sinni og boðið upp á nýtt efni frá norsku poppprinsessunum Aurora og Sigrid, auk þess er að finna nýja og sólríka slagara frá Chemical Brothers, Arlo Parks, Tycho og Ben Gibbard.