Færslur: Ungt fólk

Eru ekki allir brosandi á Rhodos?
Að venju er boðið upp á fjölbreyttan og ferskan tónlistarkokteil í Undiröldunni þar sem sum eru í sumarstuði eins og t.d. Ultraflex og Poppvélin. Annað tónlistarfólk með nýtt efni eru Prins Póló, Gugusar, Hildur Vala, Una Torfa og Haffi Hjálmars.
24.05.2022 - 16:40
Fimm sumarleg og seiðandi á föstudegi
Það er raftónlistarslagsíða á fimmunni þennan föstudag þar sem boðið er upp á rafpopp frá Flume ásamt Emmu Louise og alvarlegri sálma frá Daniel Avery og vinkonum hans Kelly Lee Owens og HAAi. Síðan rennum við okkur á dansgólfið í sleggjur frá KH, Diönu Ross og Tame Impala og lokum þessu í nostalgíukasti Pusha T og Kanye West.
Rúm 6% ungmenna ekki í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Áætlað er að um 2.500 íslensk ungmenni á aldrinum 16 til 24 ára hafi ekki stundað atvinnu, nám eða starfsþjálfun á síðasta ári. Það jafngildir um 6,3 prósentum allra innan þess aldurshóps.
19.05.2022 - 05:40
Minningar og persónulegir hlutir
Nemendur á hinum ýmsu brautum Myndlistakólans í Reykjavík leyfa sköpunargleðinni að njóta sín á vorsýningu skólans sem var opnuð í gær.
14.05.2022 - 19:14
Fimm frelsandi á föstudegi
Pulitzer-verðlaunahafinn Kendrick Lamar stal öllum fyrirsögnum í tónlistarpressunni í vikunni með lagi sínu og myndbandi, The Heart pt. 5. Það voru líka fleiri sem áttu góða spretti í vikunni, þar á meðal King Gizzard And The Lizard Wizard, Arcade Fire, Toro y Moi og Sharon Van Etten.
Bræðurnir dansa eins og hálfvitar
Það er blönduð sumarstemmning í Undiröldu kvöldsins þar sem jákvæðustu bræður í heimi dansa sig inn í sumarið og Íris Lind og Páll Rósinkranz taka bara eitt skref í einu inn í sama sumar. Annað tónlistarfólk með nýtt efni að þessu sinni eru Foreign Monkees, Nýju fötin keisarans, Ragnar Ólafsson og Sólveig Ásgeirsdóttir, Klaufar og Bjarni Ómar Haraldsson ásamt Svavari Hafþóri Viðarssyni.
13.05.2022 - 11:00
Nýtt met og maðkur í mysunni
Rappararnir Daniil og Joey Christ áttu helgina á Spottanum og slógu þar nýtt met en eitt og annað merkilegt kom líka út síðastliðna viku. Þar má nefna slagara frá Moses Hightower ásamt Prins Póló, Írafári, Hákoni, Sexy Lazer, Nátttrölli og Virgin Orchestra.
10.05.2022 - 17:00
Lón - Thankfully Distracted
Súpergrúppan Lón gefur út fyrstu plötu sína, Thankfully Distracted, á næstu dögum en frumflytur hana í heild sinni á Rás 2 í vikunni. Sveitin er skipuð þeim Valdimari Guðmundssyni söngvara, Ómari Guðjónssyni sem spilar á kassagítar, slagverk og bassa, Ásgeiri Aðalsteinssyni á kassagítar og slagverk en þeim til aðstoðar eru Högna Ómarsdóttir á víólu og Tommy Baldur á trommur.
09.05.2022 - 16:15
Fimm með fjölbreyttasta móti á föstudegi
Það er fínasta blanda af tilvistarkreppupoppi og dansvænni lífsgleði í fimmunni að þessu sinni þar sem The Smile og Sun's Signature sjá um þunglyndið en Lizzo og Tom Misch sjá um gleðina á gólfinu og Flume og Caroline Polachek staðsetja sig svona mitt á milli upp til að halda jafnvægi á stemmningunni.
Orðljótur orðljótur um heilbrigðiskerfið
Þau eru fjölbreytt, hugðarefni tónlistarfólksins í vikunni, þar sem sungið er um erfiða tíma, hlaupkenndan maga, heilbrigðiskerfið, tré, ljós, byltingu og margt annað skemmtilegt af dúettinum BSÍ, Júlí Heiðari, Bjartmari og bergrisunum, Guðríði Hansdóttur ásamt Eivöru, knattspyrnumanninum Þormóði, Birgi Hansen og rapparanum Orðljóti.
06.05.2022 - 11:30
Vilja hætta sölu tollfrjáls áfengis til ferðamanna
Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja hefur aukið við leiðbeiningar sem gefnar voru út í síðasta mánuði. Mesta eftirtekt vekja þær hugmyndir að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og á ferjunni Norrænu.
06.05.2022 - 06:00
Reiðir menn fá ekki stæði
Það er alls konar jazz og huggulegheit í Undiröldu kvöldsins þar sem Sváfnir Sigurðarson syngur fyrstur óð til reiðra manna sem fá ekki stæði. Annað glænýtt og ferskt er frá jazz-dúettunum GDRN og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni, Silvu Thordardottur og Steingrími Karl Teague en síðan taka Páll Rósinkrans, Snorri Helga og stuðboltinn Love Guru við.
03.05.2022 - 17:00
Kindur
Fimmtán ára með dálæti á sauðfjárrækt
„Ég allt í einu fór að fara í fjárhús og þá elskaði ég þær [kindur] allt í einu, ég veit ekki hvaðan þetta kemur,“ segir Marinó Helgi Sigurðsson, fimmtán ára, frá Hólmavík sem hefur frá 2020 varið flestum helgum og sumrum við bústörf í Svansvík í Ísafjarðardjúpi.
30.04.2022 - 08:30
Fimm á radarinn fyrir helgina
Það er venjulegur dans og línudans í Fimmunni að þessu sinni þar sem Hot Chip-bræður skríða aftur inn á radarinn, beinir í baki, og fast í kjölfarið koma Jamie xx og Leeds-ararnir í Easy Life. Síðan er það lágstemmd kerta- og kúrekastemmning frá Angel Olsen og L.A.-skvísunum í Muna.
Seðlar, sól, sjálfstraust og sveitaböll á Suðurlandi
Ballþyrst poppáhugafólk ætti að fá eitthvað fyrir sinn snúð í Undiröldu kvöldsins sem keyrir helgina í gang með sumarslögurum sem fjalla um allt frá seðlum og sjálfstrausti til sólar og sveitaballa á Suðurlandi. Með nýtt eru Emmsjé Gauti og herra Hnetusmjör, Vök, Stjórnin, Ari Árelíus, Karitas Harpa, Eyjaa-systur og Slagarasveitin.
29.04.2022 - 12:30
Einar Vilberg - Upside Down & Everywhere In Between
Einar Vilberg hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu í fullri lengd, plötuna Upside Down & Everywhere In Between.
Nýliðar höfðu sigur í slóvensku þingkosningunum
Frelsishreyfingin, flokkur nýliðans Roberts Golob, hafði afgerandi betur gegn Lýðræðisflokki forsætisráðherrans, Janez Janša, í þingkosningum í Slóveníu í dag. Eftir að næstum öll atkvæði hafa verið talin er Frelsishreyfingin með 34,5 prósent atkvæða gegn 23,6 prósentum Slóvenska lýðræðisflokksins.
Fimm hálf-drungaleg á föstudegi
Það er smá drungi í loftinu á fyrsta föstudegi eftir komu sumars, en breskt og bandarískt indírokk er í aðalhlutverki hjá fimmunni í dag.
Sýrudjass og draugabær
Undiraldan fer um víðan völl á þessum sólríka þriðjudegi, en akureyskt rokk, sýru-geim-djass og hamingjan sjálf eru meðal þess sem er á dagskrá.
Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR - While We Wait
Salóme Katrín Magnúsdóttir, Rakel Sigurðardóttir og Sara Flindt sendu nýverið frá sér splitt-skífuna While We Wait. Þetta er fyrsta formlega samstarfsverkefni þessa kraftmikla þríeykis.
18.04.2022 - 16:38
Beinagrindin í skápnum
Undiraldan er í lengri kantinum í kvöld, enda föstudagurinn langi - en það er líka mikið af tónlist sem við þurfum að fara yfir og gera skil. Við heyrum hljóðið í listasamlaginu NEF, hljómsveitunum Pellegrina og Charliedwarf og tónlistarmanninum Flaaryr, svo einhver séu nefnd.
15.04.2022 - 18:59
Fimm löng á föstudegi
Hin eina sanna ást, tímaskekkjur og snakkát með Danny DeVito eru meðal hugðarefna fimmunnar á föstudeginum langa.
15.04.2022 - 16:08
Skagarokk, uglur og eyðimerkurdjamm
Undiralda kvöldsins flakkar frá Akranesvita til pýramídanna í Egyptalandi, með stuttu stoppi í Liverpool. Magnús Jóhann, Ultraflex og Gaddavír eru meðal þeirra sem skjóta upp kollinum.
12.04.2022 - 13:41
Kenndu mér að dansa
Það er mikið um andstæður í Undiröldu kvöldsins; Atli Arnarsson og Inga Björk bjóða upp á lágstemmda lýru- og gítartóna áður en The Boob Sweat Gang, Celebs og Inspector Spacetime kenna okkur að dansa.
08.04.2022 - 18:50
Fimm mamma þín-brandarar og brúðkaupsferð á föstudegi
Leikgleðin ræður ríkjum í Fimmunni þennan föstudaginn, en við heyrum meðal annars langdreginn mamma þín-brandara frá Wet Leg, kíkjum í sýrubleytta brúðkaupsferð með Yung Lean og FKA Twigs, og spilum lúmskt erfiðan tölvuleik úr smiðju ericdoa.