Færslur: Ungt fólk

Mynd með færslu
Í BEINNI
Í beinni: Fyrsta undankvöld Skrekks
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 19:38
Fyrsta undankvöld Skrekks í kvöld
Skrekkur byrjar með látum í kvöld þegar fyrsta undakvöldið fer fram. Í kvöld keppa Austurbæjarskóli, Norðlingaskóli, Réttarholtsskóli, Seljaskóli, Breiðholtsskóli og Ingunnarskóli. Tveir skólar verða valdir af dómnefnd til þess að keppa á úrslitakvöldinu 15. mars í beinni útsendingu á RÚV.
01.03.2021 - 11:26
Seljaskóli og Ingunnarskóli áfram í Skrekk
Seljaskóli og Ingunnarskóli komust áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á fyrsta undankvöldinu sem fram fór í Borgarleikhúsinu í kvöld.  
26.02.2021 - 16:46
Fimm til að bregðast við eldi og jarðskjálftum
Það er ekki beinlínis sungið um jarðhræringar í Fimmunni að þessu sinni enda voru Carol King og James Taylor langt komin með að afgreiða það strax árið 1971. Það sem er aftur á móti í boði er huggulegheit frá sænsk-argentínska söngvaskáldinu José Gabriel González og kanadísku Weather Station, hressandi hómóerótík frá Man On Man, þungarokksrappbræðing frá Paris Texas og töffarastæla frá Night Beats.
Klukkan sex
Óttast að verða háð kynlífstækjum
Kynlífstæki geta verið skemmtileg viðbót við kynlíf og eru sífellt að verða vinsælli. Kynlífstækjaverslanir merkja sérstaklega mikla sölu á COVID-tímum þar sem mun fleiri eru heima við og hafa meiri tíma aflögu. Indíana Rós kynfræðingur og Mikael Emil ræða helstu kynlífstækin sem fólk kaupir sér í hlaðvarpsþættinum Klukkan sex. 
26.02.2021 - 11:35
Kringlumýrarbraut er einskismannsland kvöldsins
Síðasta umferð átta liða úrslita Gettu betur fer fram í kvöld þegar Menntaskólinn í Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands takast á um pláss í undanúrslitum. Liðin tvö eru firnasterk og því er von á spennandi keppni.
Viðtal
Vill að lesblind trúi á sig sjálf
Sylvía Erla Melsted greindist seint með lesblindu því hún kom sér ung upp aðferðum til að fylla í eyðurnar. Í nýrri heimildarmynd segir hún sögu sína og annarra. „Það er það sem braut í mér hjartað, þegar ég byrjaði á þessu 17 ára,“ segir hún um það þegar henni varð ljós aðstöðumunur þeirra sem eru með lesblindu.
25.02.2021 - 14:16
GusGus, russian.girls og Huginn með nýtt
Helstu fréttir af útgáfumálum eru þær að það styttist í nýja breiðskífu GusGus sem fagnar því með þriðja söngul á jafn mörgum mánuðum, Blankiflur er líka með nýtt lag eins og russian.girls, Huginn, Kaktus, Ragnar Ægir, SuperSerious og Freyr.
25.02.2021 - 08:15
Nýir kynnar á Skrekk
Hólmfríður Hafliðadóttir og Mímir Bjarki Pálmason eru nýir kynnar Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. Þau taka við af Mikael Emil Kaaber og Berglindi Öldu Ástþórsdóttur sem hafa verið kynnar síðustu þrjú ár og skemmt áhorfendum í sal og heima í stofu.
24.02.2021 - 16:35
Nú eru töluð 109 tungumál í leik- og grunnskólum
Börn í íslenskum leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi tala 109 tungumál. Þetta er niðurstaða tungumálaleitar í tilefni Alþjóðadags móðurmálsins 21. febrúar 2021. Þegar tungumálafjöldinn var fyrst skráður árið 2014 nam fjöldinn 91 máli.
Viðtal
Fengu sér ís saman eftir sögulega keppni
Tækniskólinn komst í undanúrslit í Gettu betur á föstudag í fyrsta skipti í sögu skólans. Skólinn er á mikilli siglingu en í fyrra komst hann í fyrsta sinn í átta liða úrslit. Auður Aþena Einarsdóttir úr liði Tækniskólans segir liðið bara nokkuð ferskt og tilbúið í slaginn.
Skrekkur 2020 verður í mars 2021
Æfingaferlið fyrir Skrekk hefur reynst mörgum skólum snúið vegna kórónuveirufaraldurins. Dæmi eru um að æfingar hafi farið fram í gegnum fjarfundabúnað.
19.02.2021 - 15:56
Myndband
Tvö reynslumestu liðin mætast í kvöld
Átta liða úrslit Gettu betur halda áfram í kvöld en nú er komið að Fjölbrautarskólanum við Ármúla að kljást við Tækniskólann. Þetta eru einu lið sjónvarpskeppninnar í ár sem eru óbreytt frá síðasta ári. Lið FÁ komst í undanúrslit í fyrra en lið Tækniskólans datt út eftir átta liða úrslitin.
Leggja til afnám undanþágu hjúskapar yngri en átján ára
Breytingar varðandi undanþáguheimild vegna lágmarksaldurs til þess að stofna til hjúskapar og á könnun hjónavígsluskilyrða eru meðal þess sem lagt er til í frumvarpi til laga um breytingu á hjúskaparlögum.
Vinsælasta hlaðvarp landsins eignast litla systur
Þátturinn Í ljósi sögunnar, í umsjón Veru Illugadóttur, hefur verið eitt vinsælasta hlaðvarp landsins um árabil. Nú hefur þátturinn eignast systurþátt þar sem ljósinu er beint að krökkum sem hafa með einum eða öðrum hætti skráð nafn sitt á spjöld sögunnar. Þátturinn hefur hlotið nafnið Í ljósi krakkasögunnar.
18.02.2021 - 11:14
Krakkafréttir
Sturta og kandífloss á öskudaginn 
Öskudagurinn er eflaust hápunktur vikunnar hjá mörgum börnum landsins enda helsti búningadagur ársins. Systurnar Emma og Elia eiga framtíðina fyrir sér í búningagerð. Þær taka öskudaginn hátíðlega og hafa verið nokkra daga að föndra sína búninga, sturtu og kandífloss.   
17.02.2021 - 14:05
Typpið fær nýtt hlutverk
Typpi eru af öllum stærðum og gerðum. Lítil, stór, digur, mjó, stutt, skökk og löng. Í sjónvarpsþættinum Kynþroskinn er fjallað um þetta merkilega kynfæri sem fær nýtt hlutverk á kynþroskaskeiðinu: að búa til börn.
16.02.2021 - 18:21
Morgunútvarpið
Börnum líður verr í síðari bylgjum faraldursins
Líðan grunnskólabarna hér á landi hefur farið versnandi, eftir því sem liðið hefur á faraldurinn. Salvör Nordal Umboðmaður barna segir frásagnir þeirra sem safnað var á síðasta ári sýna að þau hafa áhyggjur af mörgu og að mikilvægt sé að ræða við þau um það sem vekur þeim ugg.
Myndskeið
Krakkar spila Án þín í bílskúrnum
„Ég byrjaði að æfa á bassa sjö ára ,“ segir Elísabet Hauksdóttir, 12 ára bassaleikari sem er harðákveðin í að gera tónlistina að ævistarfi. Elísabet kemur fram í þáttunum Stundin rokkar. Þar flytur hljómsveit þáttarins klassískan rokkslagara, lagið Án þín, sem Trúbrot gerði frægt.
15.02.2021 - 15:02
Landinn
Vonast til að nemendur finni sinn innri listamann
Skólastarf í grunnskólum sunnanverðra Vestfjarða hefur verið brotið reglulega upp í vetur með listasmiðjum.
Klukkan sex
Ekki til nein töfralausn til að verða góð í rúminu
„Það er fullt hægt að gera, og svo er þetta náttúrlega bara æfing. Fæstir eru eitthvað geggjaðir í byrjun en svo verðum við betri,“ segir Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi. Hún er með ýmis góð ráð um hvað er gott að hafa í huga en segir að því miður sé engin ein töfralausn til sem virki fyrir allt fólk. 
13.02.2021 - 14:20
Viðtal
Mikið vatn runnið til sjávar frá stofnun Stúdentaráðs
„Stúdentaráð hefur verið einstaklega óhrætt við að láta í sér heyra, sýna aðhald, róttækni og framsækni. Hagsmunabaráttan snýst nefnilega um að tryggja réttindi stúdenta á mjög víðtæku sviði; jafnt aðgengi að námi og þróun fjölbreyttra kennsluaðferða, en líka örugga fjármögnun Háskólans og sanngjörn kjör á vinnumarkaði,“ segir Isabel Alejandra Diaz forseti Stúdentaráðs.
Myndband
Miðborgin mætir Garðabæ í Gettu betur í kvöld
Það mætast stálin stinn í Gettu betur viðureign kvöldsins þegar Fjölbrautarskólinn í Garðabæ og Menntaskólinn í Reykjavík eigast við. MR eru ríkjandi sigurvegarar Gettu betur en FG hrepptu hljóðnemann árið 2018.
12.02.2021 - 11:54
Menningarefni · Gettu betur · ungtfolk · Ungt fólk · MR · FG
Byrjuð að sauma búninga fyrir Eurovision-myndbandið
Daði og Árný í Gagnamagninu hafa síðustu daga birt fjölda mynda á samfélagsmiðlum þar sem þau fást við óvenjulega búningagerð. Þar nota þau það sem til er, svampdýnur, forláta vinnubuxur, gærubúta og ýmis gömul raftæki.
Spegillinn
Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman
Um fjórðungur launafólks á erfitt eða frekar erfitt með að að ná endum saman. Þetta kemur fram í nýrri vinnumarkaðskönnun sem kynnt verður á morgun. Þar kemur líka fram að um fjórðungur kvenna á vinnumarkaði býr við slæma andlega heilsu. Þetta hlutfall meðal ungs fólks er nærri 42%.
08.02.2021 - 17:00