Færslur: Ungt fólk

Sögur af landi
Stofnuðu hljómsveit sem semur flesta texta um mat
Heklu Sólveigu Magnúsdóttur, 15 ára stelpu á Akureyri, finnst ekki mikið að gera fyrir unglinga í bænum. Ef maður vill gera eitthvað þá þarf maður sjálfur að láta það gerast. Hekla stofnaði því hljómsveitina Brenndu bananana með vinum sínum. Þau semja lögin sín sjálf, textarnir fjalla um hversdaginn og matur verður oft fyrir valinu sem yrkisefni.
22.01.2022 - 09:00
Angurvær áhrif níunda áratugins og hlaðvarpshetjurokk
Að venju er af nógu að taka í Undiröldunni þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi með poppuðum jazz frá Finni Árnasyni og GDRN og rokkuðum slagara frá Salóme Katrínu. Einnig koma við sögu Berndsen og Anna sem leita innblásturs til níunda áratugarins og rokkararnir í Ballados og Kiss Army Iceland Podcasters.
18.01.2022 - 16:05
Hér komum við og erum bara hress
Það er hellingur af nýju listafólki sem kallar eftir athygli tónlistarunnenda í Undiröldu kvöldsins og við gefum því pláss. Dúettinn Pale Moon ríður á vaðið og í kjölfar hans koma ný lög frá Karki, iLo, Jaðrakan, Axel Thor, 7.9.13. og Gulla.
14.01.2022 - 16:00
Fimm fantafín á föstudegi
Það er indírokkslagsíða á fimmunni að þessu sinni og boðið upp á huggulegt fínerí frá Mitski, hæga uppbyggingu hjá Black Country, New Road, hressandi rokk frá Dyflinnardrengjunum í Fontaines D.C., skrítnipopp frá Aldous Harding og Cat Power breiðir yfir sjálfa sig.
Dæmi um að norskir unglingar syrgi glötuð æskuár
Dæmi eru um að Norðmenn á unglingsaldri sýni aukin merki kvíða og þunglyndis í kórónuveirufaraldrinum. Jafnvel syrgja mörg ungmenni glötuð æskuár.
12.01.2022 - 00:12
Vök keyrir þetta í gang og Laddi vill vera memm
Enn hressist útgáfan og að þessu sinni er Undirölduþáttur dagsins að mestu með lögum frá því herrans ári 2022. Meðal þess helsta eru ný lög frá Vök og Ladda en önnur með nýja tónlist eru Malen, Gillon, BaraBaldur, Áslaug María, Guðný María og Rúnar Þór.
11.01.2022 - 16:35
Fimm fyrir nýja árið
Það eru bara læti í fyrstu fimmu ársins þar sem boðið eru upp á; dramatískt draumapopp frá Beach House, dillandi danspopp frá Bonobo og andfætlingnum Jordan Rakei, gáfumannapopp frá vitringunum í alt-J og síðan ræflarokk frá Yard Act og súpergrúbbunni The Smile.
Allskonar bland í poka
Við byrjum á balli með hljómsveitinni Gusgus í Undiröldunni að þessu sinni en sveitin fékk spænskan plötusnúð til að tjúna fyrir sig lag. Hermigervill sendi frá sér nýtt lag og Birnir á sloppnum kemur líka við sögu eins og tónlistarkonan Sóley og blúsarinn Beggi Smári.
06.01.2022 - 15:50
Ungu fólki einfaldað að sækja um vinnudvöl á Bretlandi
Ungt fólk getur nú sótt um dvalarleyfi vegna fyrirhugaðrar vinnudvalar á Bretlandi. Það byggir á samkomulagi þess efnis sem undirritað var milli ríkjanna í júlí á síðasta ári.
Gleðilegt nýtt tónlistarár
Tónlistarárið 2022 er í startholunum og útgáfa að glæðast eftir jólavertíðina. Á síðustu metrum ársins komu út lög með Flott og Unnsteini sem kvöddu saman gamla árið auk þess sem Albatross er með fimmta lagið af væntanlegri þröngskífu sinni. Önnur með nýtt efni að þessu sinni eru tríóið Kurt og pí, Hanna Mia Brekkan, Gróa, Suð, Tríó Bjölla Klikk og Reynir Guðmundsson.
04.01.2022 - 16:30
Jarðskjálfti skók tökur á Krakkafréttum
Fyrrum krakkafréttamaðurinn Mikael Emil Kaaber stal senunni í Krakkafréttaannál ársins 2021 þegar hann kynnti inn atriði þáttarins á forláta líkamsræktartæki sem hristist og skalf. Mikael er vanur að taka upp Krakkafréttir í skjálfandi myndveri því hann var í miðjum tökum í febrúar þegar stór jarðskjálfti reið yfir á Reykjanesskaga.
Hjálparstarfi kirkjunnar veittur 10 milljóna styrkur
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur undirritað tíu milljón króna styrk til Hjálparstarfs kirkjunnar. Meginmarkmiðið er efla félagslega þjónustu við þau sem nýta sér þjónustu hjálparstarfsins.
Fjörutíu og fimm snúningar til áramóta
Þá er jólalagatímabilinu lokið og tónlistarfólkið okkar byrjað að senda frá sér lög aftur fyrir hina hluta ársins. Það helsta í útgáfu undanfarið eru ný lög frá dúettunum Þau og Omotrack auk slagara frá Sigrúnu Stellu, Magnúsi Þór, Kaktusi Einarssyni og jazzaranum Brynjari Davíðssyni.
28.12.2021 - 17:00
Jólalandinn
Foreldrunum semur betur en börnunum
Fyrir þrjátíu árum kviknaði hugmynd sem leiddi til þess að fjögurra manneskja fjölskylda hélt jólin í ár í Dunkerque í Frakklandi. Þangað sigldu þau með skútunni Victoriu sem tók sinn tíma að finna en fer blíðum höndum um fjölskylduna, Bjarka, Þóru og börnin Ísabellu og Jökul, á ferð þeirra suður á bóginn. 
28.12.2021 - 08:20
Jólalandinn
Sauma föt á sjálfa jólasveinana
„Grýla hafði bara samband og spurði hvort það væri ekki hægt að fá almennileg föt,“ segir Kristín Sigurðardóttir, handverkskona á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði. Það má eiginlega segja að hún og og vinkona hennar, Ragnheiður Kristjánsdóttir, hafi undanfarin ár séð til þess að sjálfir jólasveinarnir fari ekki jólaköttinn því þær sauma buxur, vesti, brækur og skó á alla sveinana þrettán. 
Fimm ójólaleg á föstudegi
Þrátt fyrir að sum jólalög séu vissulega skemmtileg á þessum tíma ársins þá verður maður að gefa sér tíma til að hlusta líka á venjuleg lög. Listafólkið sem gleður okkur með hressandi tónum að þessu sinni eru hressu stelpurnar í Wet Leg, Texas-sveitungarnir Khruangbin og Leon Bridges, hljómsveitastjórinn Shay Hazan frá Tel Aviv, andfætlingurinn hressi Tame Impala og Íslandsvinurinn Mura Masa.
Vinningshafar Kraumsverðlaunanna
Kraumsverðlaunin voru afhent í gær en yfirskrift þeirra er að verðlauna þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika. Oftar en ekki verða fyrir valinu hjá Kraumsdómnefnd tónlistarfólk djúpt úr grasrótinni sem ekki margir kannast við og við heyrum í þessu listafólki í Undiröldu kvöldsins en verðlaunahafar voru sjö talsins.
16.12.2021 - 16:30
Ekki fær maður jólahjól í ár frekar en í fyrra
Jólalagaútgáfan aðeins að róast enda bara rétt rúmt korter í blessuð jólin. Það eru nú samt jólabombur í Undiröldu kvöldsins og það er Daði Freyr sem ríður á vaðið með jól á útlensku. Önnur með alls konar eru Arnar Dór, Helga Dýrfinna ásamt þýskum vinum, Inga María, Kailash House, Flosi Þorgeirsson og Tiny.
14.12.2021 - 18:40
Fimm af bestu plötum ársins hjá Pitchfork
Nýlega sendi Pitchfork Media frá sér lista yfir bestu plötur ársins, sem verður að segjast að er svona hápunktur árins hjá vissri týpu. Í fimmunni kíkjum við á lög af áhugaverðum plötum sem komust á topp 10 hjá bandarísku vitringunum, en eins og hjá NPR er plata Jazmine Sullivan, Heaux Tales, í efsta sæti.
Úrslit í Jólalagakeppni Rásar 2 og meiri jól
Það eru úrslit jólalagakeppni Rásar 2 sem opna Undirölduna að þessu sinni og við heyrum lögin í fyrstu þremur sætunum en 50 frumsamin jólalög bárust í keppnina í ár. Önnur lög sem heyrast eru ný jólalög frá Per: Segulsvið, Klaufum, Karli Örvarssyni, Geir Ólafs og Snorra Snorrasyni.
09.12.2021 - 16:00
Sumir fá þá eitthvað fallegt
Jólatónlistinni snjóar inn til plötusnúða hins opinbera og að þessu sinni eru það jólakanónurnar Sigurður Guðmundsson og Sigríður Thorlacius sem bjóða upp á nýja útgáfu af Bing Crosby-lagi og Mi Arma sem líst ekki vel á allt þetta vesen. Sóley Stefánsdóttir og þeir Brynjar Daðason og Skúli Sverrisson eru ekki með jólalög en það eru meðlimir Poppvélarinnar og Mosa frænda.
07.12.2021 - 16:45
Landinn
Fjórtán ára og les hrútaskrána spjaldanna á milli
„Þetta eru náttúrulega allt flottir hrútar en mér líst einna best á Galla frá Hesti og Dal frá Ásgarði í Hvammssveit," segir Arnar Darri Ásmundsson, ungur áhugamaður um sauðfjárrækt.
Fimm af feitum plötum fyrir helgina
Nú eru ársuppgjör tónlistarmiðla farinn að flæða um alnetið og kominn tími til að skoða hverju fólk er að mæla með. Í fimmunni kíkjum við á lög af Fimm bestu plötum ársins samkvæmt amerísku Rás 2, eða NPR, sem þykir vera með þeim betri í bransanum þegar kemur að tónlistarumfjöllun. Sérstaða National Public Radio er fjölbreytnin og þaðan kemur oftar en ekki eitthvað stórskemmtilegt sem maður hefði líklega aldrei sett á fóninn.
Jólin eru ekkert grín
Við höldum áfram að jóla okkur í drasl í Undiröldunni og að þessu sinni er komið að Birgittu Haukdal í nostalgískri jólastemmningu en Prins Póló er með alls konar efasemdir. Önnur með jólastuð eru Hreimur, Salka Sól, Bragi Þór Valsson ásamt Barnakór Strandabyggðar og Þórhallur Þórhallsson grínisti.
02.12.2021 - 17:00
Jólin koma reykspólandi fyrir hornið
Nú er það byrjað blessað jólalagatímabilið og það eru heldur betur jólaneglur í boði í Undiröldu kvöldsins. Það er jólakóngurinn Laddi sem ríður á vaðið og að sjálfsögðu er stutt í jólavitringana í Baggalúti sem eru á ítölskum nótum. Önnur með rétta jólaskapið eru Heiða trúbador, Reykjavíkurdætur, Katrín Halldóra, Hildur Vala og Hjálmar ásamt Kára Stefáns sem eru ekki að jóla.
30.11.2021 - 16:40