Færslur: Umsækjendur um alþjóðlega vernd

Undirbúa brottvísun á næstu dögum og vikum
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur á ný hafið undirbúning að fylgd hælisleitenda til Grikklands. Það eru einstaklingar sem dvöldu á Íslandi meðan á Covid-19 stóð. Reikna má með að þeim verði fylgt úr landi á næstu dögum og vikum, samkvæmt skriflegum svörum frá samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra.
Telja hættu á afturför í málefnum flóttafólks
Lögfræðingar Rauða krossins, sem sinntu hlutverki talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, létu af störfum um mánaðamót apríl og maí þar sem innanríkisráðuneytið framlengdi ekki samning um þjónustuna. Við tók fyrirkomulag sem felur í sér að lögmenn skrá sig að eigin frumkvæði á lista hjá Útlendingastofnun sem úthlutar umsækjendum talsmenn vegna samskipta við stofnunina og við kærunefnd útlendingamála.
Sjónvarpsfrétt
„Málið getur vaxið og orðið óstjórnlegt“
Stjórnmálafræðingur segir að í brottvísunarmálinu kristallist sá munur sem sé á stefnu stjórnarflokkanna og að þessi munur komi skýrt í ljós nú, þegar ríkisstjórnin þarf ekki lengur að verja mestallri vinnu sinni í verkefni tengd kórónuveirufaraldrinum.
Félagsráðgjafar lýsa áhyggjum af brottvísun flóttamanna
Félagsráðgjafafélag Íslands segir mikið áhyggjuefni að stór hópur umsækjenda um alþjóðlega vernd eigi nú yfir höfði sér að vera vísað úr landi. Í ályktun frá félaginu segir að íslenska ríkið stuðli með brottvísununum að því að hrekja fleiri á flótta um Evrópu. Skorar félagið á stjórnvöld að hafa mannúðarsjónarmið í fyrirrúmi í ákvörðunum um móttöku flóttafólks og við lagasetningu er varðar málefni útlendinga.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að fólkið verði sent í hættulegar aðstæður
Hættulegar aðstæður bíða þeirra tæplega 300 útlendinga sem til stendur að senda úr landi til Grikklands, að mati Rauða krossins. Kona sem hefur starfað í flóttamannabúðum í Grikklandi óttast þá stefnu sem verið sé að marka í útlendingamálum hér á landi.
Silfrið
Formaður Rauða krossins segir útlendingastefnuna harða
Formaður Rauða krossins segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir því hvaðan það kemur. Verið sé að taka upp útlendingastefnu sem sé með þeim harðari sem þekkist, tengja þurfi saman dvalarleyfi og atvinnuleyfi.
Sjónvarpsfrétt
Vísa á metfjölda úr landi
Vísa á hátt í 300 umsækjendum um alþjóðlega vernd úr landi. Dómsmálaráðherra segir að fólkið hafi dvalið hér ólöglega og þetta hafi legið fyrir um tíma. Lögmaður fólksins segir dómsmál á dagskrá, sem gæti breytt stöðu fólksins. Aldrei hafa fleiri verið í þessum sporum í einu.
Breyta verslun í fataúthlutun fyrir flóttafólk
Verslun Rauða krossins við Hlemm verður tímabundið breytt í fataúthlutunarstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Þetta er gert til að bregðast við mikilli neyð fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín án allra nauðsynja.
Rauði krossinn undirbýr komu flóttafólks frá Úkraínu
Rauði krossinn á Íslandi hefur þegar hafið undirbúning að komu flóttamanna frá Úkraínu. Viðbrögð við fjáröflun hafa verið góð, en fólk hefur boðið fram ýmsa aðstoð, meira að segja húsnæði.
20 manns frá Úkraínu hafa sótt um alþjóðlega vernd
Tuttugu manns frá Úkraínu hafa þegar sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Unnið er að því, í nokkrum ráðuneytum og stofnunum, að undirbúa komu flóttamanna frá Úkraínu.
Fólk fast í Afganistan þó það hafi fengið vernd hér
Frá því í júní hafa Afganir, sem búsettir eru hér á landi, sent alls 40 umsóknir um að fjölskyldumeðlimir þeirra fái hér vernd. Hluti umsóknanna hefur verið samþykktur en óljóst er hvenær fólkið kemur til landsins. Hungursneyð er í uppsiglingu í Afganistan og neyðin mikil. 
Koma kvótaflóttamanna áætluð í september
Vegna heimsfaraldursins hafa orðið miklar tafir á komum kvótaflóttamanna til landsins. Á síðasta ári ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 flóttamönnum sem staðsettir væru í Líbanon, Ísrael og Kenía en ekkert þeirra er komið til landsins.
Segir Palestínumennina hafa átt val
Útlendingastofnun hefur svipt hóp níu palestínskra hælisleitenda, sem til stendur að endursenda til Grikklands, húsnæði og tekið af þeim fæðisgreiðslur. Staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar segir aðgerðina samræmast lögum og reglum og ekki án fordæma. Mennirnir neituðu að undirgangast Covid-próf en það er forsenda þess að hægt sé að senda þá úr landi. Kona sem skotið hefur skjólshúsi yfir hluta hópsins segir aðgerðirnar ómannúðlegar.
Koma kvótaflóttamanna tafist mikið vegna faraldursins
Síðastliðið ár ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum, enginn þeirra er kominn til landsins. Starfsmaður flóttamannanefndar stjórnvalda, segir heimsfaraldurinn hafa tafið fyrir. 
Verndarmál kosta dómsmálaráðuneyti um 4 milljarða á ári
Alls sóttu samtals 2.263 manns um alþjóðlega vernd hér á landi árin 2018 og ´19 og fyrstu tíu mánuði þessa árs. Um helmingur þessara umsókna fór beint í efnislega meðferð hjá Útlendingastofnun og um fjórðungur hafði þegar fengið vernd í öðru EES- eða EFTA-ríki. Meðallengd málsmeðferðar hefur verið rúmir fjórir mánuðir í ár og kostnaður dómsmálaráðuneytisins vegna þessa málaflokks var hátt í 12 milljarðar króna á þessu tæplega þriggja ára tímabili.
Fleiri umsækjendur um alþjóðlega vernd fá þjónustu
Umsækjendum um alþjóðlega vernd sem fá þjónustu í Reykjavík verður fjölgað um allt að áttatíu. Borgarráð veitti í gær sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar heimild til að endurnýja þjónustusamning við Útlendingastofnun, þannig að allt að 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd fái þjónustu í borginni. Með breytingunni bregst Reykjavíkurborg við beiðni Útlendingastofnunar, sem barst í október síðastliðnum.
Desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða umsækjendum um alþjóðlega vernd fasta framfærslugreiðslu í desember, tíu þúsund krónur til fullorðinna og fimm þúsund til barna. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður verði um 4,5 milljónir króna. Umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið slíkar greiðslur frá því í desember árið 2017, þótt ekki séu í gildi reglur um þær.
Helmingur umsækjanda þegar með vernd í öðru landi
Um helmingur þeirra sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi í ár höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru landi, flestir í Grikklandi. Tveir umsækjendur hafa verið sendir til Grikklands í ár og fjórir fóru þangað sjálfviljugir.Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar þingmanns Pírata um endursendingu flóttafólks til Grikklands.
Binda vonir við að kærunefndin taki málið upp aftur
Lögmaður fjölskyldu frá Senegal sem hefur búið á Íslandi í næstum sjö ár hefur farið fram á það við kærunefnd útlendingamála að mál fjölskyldunnar verði tekið aftur upp. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Útlendingastofnunar um að veita fjölskyldunni ekki alþjóðlega vernd á Íslandi. Fallist kærunefndin á endurupptöku má búast við að fjölskyldan fái dvalarleyfi. 
Íbúar segja aðra sögu en Útlendingastofnun
„Þegar ég bað öryggisvörð um að útvega mér grímu og hjálpa mér að finna út úr því hvernig ég kæmist til læknis vegna húðsjúkdóms neitaði hann að aðstoða og skammaði mig fyrir að hafa enga grímu. Einnota gríman mín var þriggja daga gömul og mig sárvantaði nýja,“ segir Abdal Rahman Hameed, íbúi á Ásbrú, búsetuúrræði Útlendingastofnunar í Reykjanesbæ, í samtali við fréttastofu. „Næstu daga á eftir þorði ég ekki að sækja matarbakka af ótta við að vörðurinn tilkynnti mig til Útlendingastofnunar.“
„Þingmenn okkar hafa málfrelsi“
„Við höfum svosem engar skoðanir á því hvað menn setja á Facebook, við höfum ekkert rætt það,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um viðhorf þingflokksins til ummæla Ásmundar Friðrikssonar þingmanns um umsækjendur um alþjóðlega vernd á Facebook. „Ég meina, þingmenn okkar hafa málfrelsi, þeir hafa það,“ segir hann.
Myndskeið
„Stór tíðindi í flóttamannapólitík í Evrópu“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður flóttamannanefndar Evrópuráðsþingsins,segir það stórtíðindi að afnema eigi Dyflinarreglugerðina. Verði breytingarnar samþykktar sé von á umbyltingu í móttökukerfi flóttamanna í Evrópu. 
Mesti fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd í tæp þrjú ár
106 sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júlí. Umsóknirnar hafa ekki verið fleiri í tæplega þrjú ár, eða síðan í ágúst 2017. Alls hafa Útlendingastofnun borist 368 umsóknir um alþjóðlega vernd það sem af er ári. Umsóknum fækkaði talsvert í vor eftir að ferðatakmarkanir voru settar á.
Myndskeið
Umsækjendur um alþjóðlega vernd fylla sóttvarnarhúsið
Sóttvarnarhúsið í Reykjavík er nánast orðið yfirfullt vegna hælisleitenda sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur. Til stendur að opna annað sóttvarnarhús til viðbótar á næstu dögum.
VIðtal
Umdeildur hornsteinn hæliskerfisins
Kerfið virkar ekki og sú staðreynd að Evrópuríki beita Dyflinnarreglugerðinni með ólíkum hætti og brjóta gegn henni bætir ekki úr skák. Þetta er niðurstaða meistararitgerðar Guðrúnar Elsu Tryggvadóttur, í lögfræði við HR. Dyflinnarreglugerðin er hornsteinn samevrópska hæliskerfisins og hefur lengi verið umdeild.