Færslur: Umhverfismál

„Margir leiðtogar eru fyrst og fremst fylgjendur“
Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, segist hugsanlega verða orðinn að jarðvegi árið 2050, en hann vonar að þá verði hægt að hlusta á söng vaðfugla í borginni, að við höfum endurheimt vistkerfi, eyðum ekki stórum hluta dagsins í umferðarteppu og höfum úrval fæðu sem að mestum hluta komi úr plönturíkinu. Hann og tveir aðrir sérfræðingar sem komið hafa fram á upplýsingafundum loftslagsverkfallsins ræddu framtíðarsýn sína á fundinum í gær, en fundurinn var sá síðasti í þriggja funda röð.
Nánar um nagladekk
Stefán Gíslason ræddi um vetrardekk og flækjurnar í kring um það.
22.10.2021 - 10:40
Sjónvarpsfrétt
Kannski síðasta tækifærið til að bjarga heiminum
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow er síðasta tækifæri þjóða heimsins til að snúa þróuninni við, að mati fyrsta ráðherra Skotlands. Heimsbyggðin hafi ekki gert nóg síðan Parísarsamkomulagið var undirritað fyrir um sex árum og úr því þurfi að bæta.
16.10.2021 - 20:34
Metnaðarfull áform ekki nóg
Stefán Gíslason flutti umhverfispistilinn og fjallaði þá um loftlagsráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna sem verður haldin í Glasgow um mánaðarmótin. Það er mikið undir, ekki aðeins þarf að setja róttæk markmið - það þarf að tryggja efndir.
14.10.2021 - 15:42
Börn skora á bresku konungsfjölskylduna
Bresk börn og ungmenni færðu bresku konungsfjölskyldunni í dag yfir hundrað þúsund undirskriftir, þar sem skorað er á krúnuna að endurheimta náttúruleg vistkerfi á landsvæðum í þeirra eign. Talið er að breska konungsfjölskyldan eigi um það bil 800.000 hektara af landi á Bretlandseyjum.
Plastmengun ein alvarlegasta ógnin við lífríki sjávar
Plastmengun er meðal alvarlegustu ógna sem steðja að lífríki sjávar við Íslandsstrendur, er fram kemur í nýrri skýrslu umhverfis- og auðlindaráðuneytis. Í skýrsluni segir að margt hafi áunnist á undanförnum áratugum í baráttunni gegn mengun hafsins, en áríðandi sé að bregðast við þessari ógn sem fyrst.
Neysla á risarækjum stórskaðar umhverfið
Stefán Gíslason ræddi um umhverfisskaðann af risarækjueldi. Hann er verulegur og eyðileggur einstök vistkerfi. Stefán segir eina ráðið til að sporna við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur sé að hætta að kaupa og borða risarækjur.
23.09.2021 - 14:45
Verja 150 milljónum til hreinsunar strandlengjunnar
Samstarfsyfirlýsing um fimm ára átak í hreinsun strandlengju Íslands var undirrituð í dag. Ríkið ætlar að veita 150 milljónum til átaksins á fimm árum. Tómas Knútsson, stofnandi Bláa hersins, gleðst yfir átakinu sem hann hefur beðið eftir í 25 ár.
21.09.2021 - 23:44
Vegakerfið ekki hannað fyrir blandaða samgöngumáta
Nú stendur yfir evrópska samgönguvikan þar sem bæir og borgir víða um Evrópu taka þátt í átakinu. Reykjavík og Akureyri eru meðal þátttakenda. Mikilvægt er að mati hjólreiðamanns að endurhugsa vegakerfið til að auðvelda almenningi að nota hjólið oftar.
19.09.2021 - 10:21
Sjónvarpsfrétt
Sprenging í sölu á rafmagnshjólum
Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í sölu á rafmagnshjólum síðustu árin. Ætla má að aukin notkun rafmagnshjóla dragi úr notkun einkabílsins.
13.09.2021 - 12:50
Sjónvarpsfrétt
Tæknilausn til að fækka bílferðum
Ný tæknilausn ætti að verða til þess að fækka bílferðum og auka vægi göngu- og hjólreiða. Einn af hönnuðum verkefnisins segir fólk oft vanmeta hversu langt það kemst án þess að nota einkabílinn.
13.09.2021 - 11:59
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu
Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands hélt erindi á Málþingi Landverndar í dag, þar sem hann fór ófögrum orðum um skemmtiferðaskipin sem ferðast hingað til lands. „Við vorum að mæla þetta árið 2019 og þessi skip eru að menga álíka og 5000 bílar á mínútu“ segir Árni, en þar vísar hann til mælinga á sóti í andrúmslofti sem samtökin gerðu í Reykjavík, í samstarfi við Clean Arctic Alliance.
Síðdegisútvarpið
Sæðisfrumur mögulega nær alveg horfnar árið 2045
Sæðisfrumur hjá karlmönnum gætu verið nær alveg horfnar árið 2045 haldi sama þróun áfram. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Ástæðan er notkun á efnum sem eru skaðleg hormónastarfsemi líkamans. Rannsóknir í Evrópu-, Norður-Ameríku og Ástralíu frá 1973 til 2011 sýna að meðalfjöldi sæðisfruma hefur lækkað um 50 til 60 prósent á tímabilinu.  
08.09.2021 - 18:15
Enn olíumengun á Hofsósi
Enn hefur ekki verið bundinn endi á olíumengunina frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Fyrirtækið hefur lagt fram drög að úrbótaáætlun til Umhverfisstofnunar en ekki verður farið af stað í framkvæmdir fyrr en skýr áætlun er tilbúin.
06.09.2021 - 10:29
Nærri 30% villtra tegunda nú í útrýmingarhættu
Hlutfall villtra dýrategunda sem nú teljast í útrýmingarhættu er komið yfir 28% samkvæmt Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum (IUCN). Samtökin uppfærðu í dag svokallaðan rauðan lista þar sem staða allra þekktra villtra dýrategunda er metin, með tilliti til útrýmingarhættu.
Loftslagið kallar á jafn róttækar aðgerðir og COVID-19
„Íslendingar þurfa að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum,“ sagði Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor í jarð- og sjálfbærnifræðum við Háskóla Íslands, í upphafsávarpi á fyrsta upplýsingafundi loftslagsverkfallsins í dag. Ungir umhverfissinnar hafa boðað til þriggja upplýsingafunda um loftslagmál og segja að jafn rótttækar aðgerðir þurfi í loftslagsmálum og heimsfaraldri COVID-19.
Loftslagsskógarnir munu binda 1000 tonn af CO2
Gróðursetning Loftslagsskóga Reykjavíkurborgar hófst í sumar og er búið að gróðursetja um 2.500 plöntur. Skógarnir, sem eiga að þekja um 150 hektara í hlíðum Úlfarsfells, munu binda yfir þúsund tonn af koltvísýringi á ári þegar gróðursetningu verður lokið. Samningur um skógana var undirritaður á 70 ára afmæli Heiðmerkur síðasta sumar.
Fréttaskýring
Létu stjórnvöld moka ofan í nógu marga skurði?
Ríkisstjórnin lofaði að moka ofan í skurði og planta trjám til að binda kolefni og taka á stærsta losunarþætti landsins, þeirri urmull af gróðurhúsalofttegundum sem stígur upp úr mýrunum sem voru framræstar, margar fyrir ríkisstyrk, breytt í tún. Athæfi sem Halldór Laxness hneykslaðist á í ritgerð sinni „Hernaðurinn gegn landinu.“ En hvernig gekk? Náðu stjórnvöld að tvöfalda umfang skógræktar, er nú tífalt meira endurheimt af votlendi en árið 2018?
Tína rusl á Langanesi
Strandlengja Langaness verður gengin um helgina, 13. og 14. ágúst, og safnað þar rusli. Markmiðið er að virkja og fræða almenning um verndun hafsins.
13.08.2021 - 08:24
Neytendur vilja umhverfisvænar vörur
Snyrtivöruframleiðandi á Grenivík segir að gott gengi fyrirtækisins á markaði sé að einhverju leyti að þakka góðri umhverfisímynd íslenskra fyrirtækja. Neytendur vilji í auknum mæli kaupa snyrtivörur sem þeir viti að eru framleiddar með umhverfisvænum hætti. 
12.08.2021 - 09:40
Fréttaskýring
Skilaði loftslagsstjórnin mikla raunverulegum árangri?
Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál en hverju hefur sú áhersla skilað? Lét stjórnin verkin tala eða talaði hún aðallega um þau? Hafa aðgerðir hennar þegar skilað samdrætti í losun? Fréttastofa fór yfir þau gögn sem fyrir liggja, ræddi við ráðherra sem og forsvarsmenn umhverfissamtaka og stofnana sem ekki eru á einu máli um loftslagsarfleifð stjórnarinnar.
Áhrif loftslagsbreytinga eru að raungerast
„Það verður aldrei of seint að bregðast við loftslagsbreytingum. Við erum að forða okkur frá verri og verri afleiðingum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, forstjóri Landverndar. „En það sem við sjáum núna er að áhrifin sem hafði verið varað við eru að raungerast.“
Seinagangur, frestun og ábyrgðarleysi í loftslagsmálum
Seinagangur, frestun, ábyrgðarleysi, ábyrgðarfirring og sérhagsmunir hafa verið ríkjandi yfirbragð íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri harðorðri yfirlýsingu frá Landvernd um aðgerðir íslenskra stjórnvalda í málaflokknum.
Nýja skýrslan frá IPCC skýrasta viðvörunin til þessa
Forseti Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, segir nýja stöðuskýrslu sem væntanleg er frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag, alvarlegustu viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefur fengið til þessa um þær hættur sem felist í æ hraðari breytingum á loftslaginu . Skýrslan bendi til þess að heimurinn rambi á barmi hörmunga og metin falli um víða veröld. 
Holur lundans flestar plastmengaðar
Plast finnst í tveimur af hverjum þremur lundaholum, þetta sýnir ný rannsókn Háskóla í Inverness í Skotlandi.
07.08.2021 - 15:35
 · Innlent · Umhverfismál · Plastmengun · Lundi · Erlent · Rannsóknir · Fuglar · Sjófuglar