Færslur: Umhverfismál

Leggja til að borgin rukki fyrir rafbílahleðslur
Til skoðunar er að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu rafbíla á hleðslustöðvum sem Reykjavíkurborg rekur í miðborginni. Ekki liggur fyrir hversu mikið það myndi kosta, en ástæðan er meðal annars sú að hingað til hefur borgin verið að bjóða gjaldfría þjónustu sem þarf að greiða fyrir hjá ýmsum fyrirtækjum.
29.10.2020 - 13:41
Myndskeið
„Á hraðri leið að fara til fjandans"
Bæjarstjórnin í Fjallabyggð kannar nú leiðir til bjargar Siglunesi, sem liggur milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar. Mikið landbrot hefur verið á nesinu undanfarin ár og segja staðkunnugir að höfnin á Siglufirði verði ónothæf verði nesinu ekki bjargað.
26.10.2020 - 13:33
Nota hvata og gjaldtökur til að stuðla að orkuskiptum
Guðrún Arnbjörg Sævarsdóttir formaður starfshóps stjórnvalda um Orkustefnu til næstu þrjátíu ára telur raunhæft Ísland verði orðið óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050.
14.10.2020 - 08:45
„Ekki mögulegt að leggja auknar álögur á íbúa“
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, leggst gegn því að nýtt umhverfisgjald verði lagt á bíla. Hún segir bifreiðaeigendur nú þegar greiða mjög ríflega fyrir að eiga bíl.
12.10.2020 - 12:46
Frumvarp um Hálendisþjóðgarð sent til stjórnarflokkanna
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að senda frumvörp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um Hálendisþjóðgarð og stofnun Þjóðgarðsstofnunar; og þingsályktunartillögu um þriðja áfanga rammaáætlunar, til stjórnarflokkanna til afgreiðslu.
Leifar af sýkla- og geðlyfjum fundust í Tjörninni
Nokkrar tegundir lyfjaleifa fundust í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík við sýnatöku Umhverfisstofnunar. Þar á meðal eru blóðþrýstings- og sýklalyf. Verkefnastjóri hjá stofnuninni segir líklegt að þetta komi úr gömlum, lekum holræsalögnum.
08.10.2020 - 12:47
Vilja skoða hvort rukka eigi meira fyrir að eiga bíl
Ólafur Þór Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, vilja að samgönguráðherra og umhverfisráðherra meti hvort og hvernig unnt sé að veita sveitarfélögum heimild til að innheimta umhverfisgjöld. Gjöldin eiga að gera sveitarfélögum kleift að bæta umhverfið og styrkja gjaldstofna sína á sama tíma.
07.10.2020 - 16:47
Ekkert verður af urðunarskatti
Ríkisstjórnin hefur ákveðið í samráði við sveitarfélögin að falla frá áformum um urðunarskatt. Þetta kom fram í máli Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra á Alþingi á morgun í umræðu um fjármálaáætlun til næstu fjögurra ára.
2020 gott ár fyrir íslenska örninn
Árið 2020 virðist ætla að verða eitt það hagfelldasta fyrir íslenska haförninn sem staðfestar sögur fara af. Frá því að byrjað var að fylgjast skipulega með afkomu arnarstofnsins árið 1959 hafa aðeins einusinni komist fleiri ungar á legg en nú. Það var í fyrra, þegar 56 ungar komust á legg. Í ár komst 51 á legg í 60 arnarbælum. Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Kristni Hauki Skarphéðinssyni, dýravistfræðingi hjá Náttúrufræðistofnun.
06.10.2020 - 04:48
„Ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi“
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, ætlar að kalla eftir upplýsingum frá Eimskip, um niðurrif tveggja gámaflutningaskipa í Asíu. Eimskip er aðildarfélagi Festu. Skipaniðurrif í Alang er ljótur blettur á alþjóðlegu viðskiptakerfi, segir framkvæmdastjóri Festu.
28.09.2020 - 12:37
Til að jörðin lifi af verður að draga úr losun kolefnis
Hvað hefur heimurinn mikinn tíma til að bregðast við áður en óafturkræft loftslagsneyðarástand breytir tilveru manna eins og við þekkjum hana? Ný stafræn klukka var afhjúpuð á Union Square á Manhattan um helgina, sem segir okkur upp á sekúndu hvað við höfum langan tíma.
23.09.2020 - 10:45
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45
Færeyingar stefna að vindorkuveri fyrir 2025
Búist er við að fyrsta vindorkuverið í hafinu við Færeyjar verði tilbúið til notkunar undir lok árs 2025.
18.09.2020 - 03:20
Myndskeið
„Þakkarvert að hafa lifað svona lengi“
Baráttan gegn Kárahnjúkavirkjun er það sem afmælisbarn dagsins, Ómar Ragnarsson, er stoltastur af. Hann fagnar áttatíu ára afmæli sínu í dag, á degi íslenskrar náttúru, og segist aldrei hafa haft meira að gera.
16.09.2020 - 19:38
Landvernd kvartar yfir íslenskum stjórnvöldum til ESA
Landvernd hefur kvartað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna innleiðingar á EES-tilskipun um lög um mat á umhverfisáhrifum. Í kvörtuninni segir að lítil sveitarfélög hér á landi séu ekki hlutlaus þegar kemur að því að veita leyfi fyrir stórar framkvæmdir.
14.09.2020 - 15:59
Þakklátur að geta verið samkynhneigður og ráðherra
„Mér finnst mikilvægt að brosa og auðveldara að fara í gegnum daginn ef ég brosi slatta.“, segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sem í æsku jafnan kallaður Mummi af Mýrunum. Hann er sveitastrákur í húð og hár og hefur alla tíð starfað við umhverfisvernd sem er honum einkar hugleikin.
09.09.2020 - 13:28
Myndskeið
Notkun einnota plasts eykst víða í faraldrinum
Sameinuðu þjóðirnar standa nú fyrir alheimsátaki gegn plastmengun en eitt af meginmarkmiðum þess er að binda enda á notkun einnota plasts. Almenningur, heilbrigðisstarfsfólk og fyrirtæki hafa neyðst til að nota það í meira mæli í kórónuveirufaraldrinum, þar sem meiri smithætta þykir fylgja margnota umbúðum.
05.09.2020 - 19:55
Reiknar út kolefnisfótspor hvers og eins
„Þetta er eins og að stíga á vigtina, maður sér tölur sem maður vill kannski ekki sjá“ segir Gunnar Hansson dagskrárgerðarmaður þegar hann var fenginn til að prófa Kolefnisreikninn, reikniforrit á netinu sem sýnir stærð kolefnisspors hvers og eins út frá ferðamáta, húsnæði, mat og neyslu. Sigurður Loftur Thorlacius umhverfisverkfræðingur hjá Eflu og Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR, sem komu að gerð reiknisins, benda á að samt megi auðveldlega losa sig við heil tvö tonn.
03.09.2020 - 11:15
Hvert einasta „like“ mengar
Þrír sextán ára nemendur Tækniskólans sem gerðu heimildarmynd um mengun samfélagsmiðla og streymiveita segja að í fyrstu hafi þeir ekki trúað hversu mikil og mengandi áhrif á umhverfið notkun þeirra hefur. Öll klikk, áhorf og birtingar krefjist rafmagns sem sé oftar en ekki fengin frá gríðarstórum og mengandi gagnaverum. Heimildarmynd drengjanna um málið sigraði keppni Ungs umhverfisfréttafólks hjá Landvernd árið 2020 og er nú komin í úrslit í alþjóðlegri keppni.
02.09.2020 - 16:24
„Spjarasafnið“ hugsað eins og Airbnb fyrir fatnað
Hugmyndasmiðja Umhverfisstofnunnar, Spjaraþonið, fór fram um síðastliðna helgi þar sem leitast var eftir lausnum við textílvandanum. Sigurhugmyndin kallaðist „Spjarasafnið“ og er hugsað sem eins konar Airbnb leiga fyrir fatnað.
01.09.2020 - 12:50
Komin í úrslit í alþjóðlegri umhverfissamkeppni
Nemendur í tíu framhaldsskólum sendu inn verkefni í samkeppni Landverndar sem ber heitið Ungt umhverfisfréttafólk. Tvö af þeim taka nú þátt í alþjóðlegri keppni ungs umhverfisfréttafólks.
31.08.2020 - 12:33
Leita að lausnum við textílvandanum með spjaraþoni
Nú um helgina, 28. og 29. ágúst, fer fram Spjaraþon á vegum Umhverfisstofnunar þar sem leitast verður við að leysa textílvandann, umhverfisáhrif textílframleiðslu og þá sóun og þau vandamál sem fylgja neysluhraðanum í tísku- og textíliðnaðinum.
25.08.2020 - 15:58
Greta Thunberg mætir í skólann á ný
Sænski umhverfisverndarsinninn Greta Thunberg er byrjuð aftur í skóla eftir ársfrí frá námi til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Hún greinir frá tíðindunum í færslu á Twitter og segir að henni finnist frábært að vera loksins komin aftur í skólann. Ekki kemur fram í færslunni í hvaða skóla hún stundi nú nám.
25.08.2020 - 15:39
„Það er uppskeruhátíð framundan í skotveiðibransanum“
Á meðan skotveiðimenn eru hvattir til hóflegra veiða á grágæs er talið óhætt að auka til muna veiði á heiðagæs. Gæsaveiðitíminn hófst í vikunni, en á fjórða þúsund manns stunda gæsaveiðar að jafnaði.
22.08.2020 - 11:48
Samfélagið
Gott að umreikna krónur í klukkutíma
Það er ágætt að hugsa kostnað hluta ekki eingöngu út frá peningum heldur líka tíma. Fólk gæti spurt sig hvort því finnist þess virði að vinna heilan vinnudag og fá útborgað í bol. Stefán Gíslason velti innkaupum fyrir sér í pistli í Samfélaginu og fór yfir grundvallarreglur sem hafa skal í huga áður en hlutir eru keyptir.
21.08.2020 - 08:52