Færslur: Umhverfismál

Greta Thunberg fær Gulbenkian verðlaunin
Greta Thunberg hlaut í dag hin eftirsóttu Gulbekian verðlaun fyrir baráttu sína í loftslagsmálum.
21.07.2020 - 00:45
Rafmagn með vind- og sólarorku í Grímsey
Ef hugmyndir starfshóps um orkuskipti í Grímsey ganga eftir verður allt rafmagn þar framleitt með vind- og sólarorku. Nú fá Grímseyingar rafmagn til lýsingar og húshitunar frá dísilrafstöð.
16.07.2020 - 13:25
Sjá ekki fram á heyskap fyrr en í september
Margir bændur á Norður- og Austurlandi, sem plægðu tugi hektara í vor þar sem tún voru kalin, sjá ekki fram á heyskap fyrr en í lok ágúst eða í september. Heyskortur blasir við þeim sem ekki eiga fyrningar frá síðasta ári.
14.07.2020 - 13:50
Grísirnir fengu leið á því að éta kerfil í Bolungarvík
Baráttan við kerfil er bæði dýr og krefjandi fyrir mörg sveitarfélög. Sviðstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs hjá Akureyrarbæ segir að plantan sé komin til að vera. Í Bolungarvík er markmiðið að útrýma plöntunni á næstu árum. Grísir sem fengnir voru til að aðstoða síðasta sumar fengu leið á plöntunni.
14.07.2020 - 11:53
Myndskeið
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt. 
Vilja draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun leggur til að sett verði markmið um að draga úr matarsóun um helming á næstu tíu árum. Hver Íslendingur sóar 90 kílóum af mat árlega.
Móta ber skýra framtíðarsýn í loftslagsmálum
Búa þarf Ísland undir þátttöku í kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðarinnar. Fyrsta skrefið til þess er að styrkja umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Þetta kemur fram í nýlegri úttekt sem ráðgjafarfyrirtækið Capacent vann í samstarfi við Loftslagsráð.
Fá ekki upplýsingar um umfang olíuflutninga
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra ekki hafa heimildir til þess að krefjast upplýsinga frá Olíudreifingu um magn olíu sem flutt er um umdæmið. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins segir upplýsingarnar grunnforsendu þess að hafa mengunareftirlit í lagi.
08.07.2020 - 11:38
Gerja úrgang Rangárvallasýslu í tilraunarskyni
Jarðgerðarfélagið hóf tilraunaverkefni á heimsvísu á föstudag í samstarfi við sorpstöðvar Rangárvallasýslu og Landgræðsluna. Verkefnið snýst um að kanna hvort hægt sé að jarðgera lífrænan heimilsúrgang sem safnað er frá heimilum í sýslunni með svokallaðri bokashi aðferð.
Meta stofnstærð makríls í 30 daga leiðangri
Vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun héldu í gær af stað í fjölþjóðlegan rannsóknarleiðangur, meðal annars til að meta stærð makrílstofnsins. Tvö síðustu ár hefur minna verið af makríl sunnan og vestan við Ísland en áður.
Samþykkja bann við plaströrum og einnota hnífapörum
Bannað verður að setja plasthnífapör, diska, sogrör og eyrnapinna úr plasti á markað hér á landi frá og með 3. júlí á næsta ári. Einnig er lagt bann við matar- og drykkjarílátum úr frauðplasti.
Spegillinn
COVID-19 og umhverfismálin
Áður en COVID-19 skall á heiminum voru loftslagsbreytingar af mannavöldum víða áhyggjuefni. Umhverfisstefna flestra landa er þó tæplega róttæk. Nú heyrist víða að aðgerðir gegn veirunni sé dæmi um að stjórnir geti tekið afdrifaríkar ákvarðanir þegar mikið liggi við. Sömu kláru tökin þurfi nú í loftslagsmálum því þar liggi ekki síður mikið við.
26.06.2020 - 15:10
 · Erlent · Covid 19 · Umhverfismál
Fréttaskýring
Binda miklar vonir við „business as usual“
Fyrir árið 2030 þarf losun frá vegasamgöngum að minnka um 37%. Það er stuttur tími en vísindamenn sem mátu aðgerðir í uppfærðri loftslagsáætlun stjórnvalda telja að það náist. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar furðar sig á forsendum matsins, segir grunnsviðsmynd gera ráð fyrir því að stór hluti samdráttarins verði sjálfkrafa án aðgerða. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfisfræði, leiddi matsvinnuna. Hún gerir ráð fyrir viðsnúningi í orkunotkun á næstu tíu árum.
Stefnir Sorpu vegna uppsagnar
Björn H. Hall­dórs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sorpu, hefur stefnt fyrirtækinu og krefur það um 167 milljónir í skaðabætur, miskabætur og vegna uppgjörs námsleyfis.
Heynet í stað svartra ruslapoka
Hjá Vinnuskólanum á Akranesi eru nú notuð fjölnota heynet auk svartra ruslapoka við að flytja slegið gras af túnum í bænum. Skessuhorn greinir frá þessu.
26.06.2020 - 02:52
Þarf að fylgjast með þekktum skriðusvæðum á Norðurlandi
Jarðvísindamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að meira hrynji úr fjöllum og klettabeltum á Norðurlandi verði fleiri stórir jarðskálftar. Þá þurfi að skoða nokkur þekkt skriðusvæði, þegar skjálftahrinan er gengin yfir, til að athuga hvort land hafi gengið til.
Viðtal
„Offramleiðslukerfið gengur bara ekki upp“
„Það eru allir að tala um hvernig þurfi að breyta tískubransanum því kerfið gengur ekki upp,“ þetta segir Áslaug Magnúsdóttir, kaupsýslukona og eigandi tískumerkisins Kötlu. Heimsfaraldurinn leiði vonandi til endurskoðunar á framleiðsluferlum og þeirri hugmynd að það þurfi að koma nýjar fatalínur í búðirnar á nokkurra vikna fresti. 
24.06.2020 - 12:27
Hafa tínt 36 tonn af rusli á Hornströndum
Árlegri ruslatínslu í friðlandinu á Hornströndum lauk í gær. Gauti Geirsson, einn skipuleggjenda fjörutínslunnar, segir að 2,6 tonn hafi verið tínd í ár. Alls 36 tonn hafa verið tínd síðan tínslan hófst 2014.
24.06.2020 - 08:29
Viðtal
Renna ekki blint í sjóinn eins og í fyrri aðgerðaáætlun
Stjórnvöld kynntu í dag uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, útgáfan hefur tafist ítrekað. „Þó svo áætlunin að hafi dregist höfum við samt sem áður verið að setja aðgerðir, hverja á fætur annarri í framkvæmd,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Hann getur ekki svarað því hversu miklum samdrætti stjórnvöld hafa þegar náð. Tæpir sjö milljarðar fylgdu áætluninni árið 2018 en nú eru þeir níu. Þá er eftirfylgni með aðgerðum bætt.
Vilja ganga lengra en alþjóðlegar skuldbindingar
Stjórnvöld hyggjast draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum um að minnsta kosti 40% árið 2030 miðað við árið 2005 og með því ganga lengra en alþjóðlegar skuldbindingar þeirra. Uppfærð aðgerðaráætlun í loftslagsmálum var kynnt í dag. Stefnt er að því að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040 og að lágmarki eiga 46 milljaðar að renna til stærstu verkefnanna.
Viðtal
„Það verður allt, allt annað að taka við af okkur“
Drög að skýrslu um stjórnsýslu loftslagsmála eru ekki áfellisdómur heldur leiðarljós. Þetta er mat umhverfisráðherra. Þegar hafi verið brugðist við hluta gagnrýninnar í drögunum. Loftslagsráð bað Capacent að vinna skýrsluna en ráðherra pantaði hana. Loftslagsráð á nefnilega bæði að veita stjórnvöldum aðhald og vinna verkefni fyrir ráðherra, þetta tvöfalda hlutverk ráðsins er eitt af fjölmörgum atriðum sem var gagnrýnt í skýrsludrögunum.
Spegillinn
„Engin raunveruleg stjórnsýsla í loftslagsmálum“
Það háir öllum aðgerðum stjórnvalda, fyrirtækja og heimila í loftslagsmálum að ekki liggur fyrir skýr sýn um hvernig Ísland hyggst standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda. Fram kemur að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk og að eins og er bendi fátt til þess að Ísland eigi eftir að standa við markmið Parísarsamkomulagsins árið 2030 og markmið um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. 
Hætta vonandi að slást með köplum og leiðslum
„Þetta er mikil réttarbót og vonandi hætta menn nú að slást með köplum og leiðslum,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, um breytingar á lögum um fjöleignarhús sem samþykktar voru í vikunni og eiga að liðka fyrir rafbílavæðingu.
11.06.2020 - 13:20
Útilokað að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar
Nú líður að því að gerð verður upp losun gróðurhúsalofttegunda fyrir Kýótótímabilið og ljóst að Íslendingar eru langt frá því að standa við skuldbindingar sínar. Kýótótímabilið líður undir lok á næsta ári og við tekur tímabil Parísarsáttmálans. Íslendingar þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir þúsundir kílótonna af gróðurhúsalofttegundum til að hægt sé að gera upp Kýótótímabilið.
11.06.2020 - 09:00
Þurfa ekki samþykki annarra íbúa fyrir hleðslubúnaðinum
Íbúar fjölbýlishúsa þurfa ekki samþykki annarra eigenda hússins til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla.
11.06.2020 - 07:57