Færslur: Umhverfismál

Spegillinn
Loftslagsáhrif augljós en rokið fletur mengunarkúrfuna
Umferð dróst verulega saman á höfuðborgarsvæðinu á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og á vef Vegagerðarinnar er talað um að umferðin um hringveginn hafi hrunið í apríl. Samhliða hefur dregið skarpt úr losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð. Áhrifin á loftmengun hafa verið minni. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu. 
Moltugerð fyrir alla
Hvað er hægt að gera við lífrænan úrgang sem fellur til á heimilinu (annað en að setja hann beint í ruslið)? Til eru umhverfisvænar, hagkvæmar og forvitnilegar leiðir - og fjölbreyttar. Hver og einn getur fundið hvað hentar sér og sínu heimili best því ýmislegt er í boði; safnkassi, moltukassi, ánagryfja eða bokashi aðferðin japanska. Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins fór yfir þessi mál, aðferðir og ávinning í Samfélaginu á Rás 1.
20.05.2020 - 16:00
Spegillinn
Aukin gróðursæld eykur hættu á gróðureldum
Eftir því sem gróðursæld vex á Íslandi eykst hætta á gróðureldum. Plöntuvistfræðingur segir að það eigi eftir að taka landið sem brann í nótt langan tíma að jafna sig. Veðurstofan hefur lengi viljað auka vöktun á gróðureldum en það hefur strandað á fjármagni. 
Fækkun skordýra áhyggjuefni
Hafdís Hanna Ægisdóttir fjallaði um skordýr og mikilvægi þeirra fyrir vistkerfi plánetunnar í umhverfispistli í Samfélaginu á Rás 1.
18.05.2020 - 14:08
Fiskeldi í vexti og aukin hætta á tjóni í vetrarveðrum
Matvælastofnun útilokar ekki að eldislax hafi sloppið þegar gat kom á sjókví í fiskeldi Arnarlax í Patreksfirði í síðasta mánuði. Í vaxandi sjókvíaeldi aukist líkurnar á slíkum atvikum í vondu vetrarveðri.
14.05.2020 - 18:13
Leiðangur til að rannsaka norsk-íslenska síldarstofninn
Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hófu um helgina þátttöku í árlegum rannsóknarleiðangri sem ber yfirskriftina „Vistfræði Austurdjúps.“ Megin viðfangsefnið er norsk-íslenski síldarstofninn.
12.05.2020 - 12:16
Hugmyndin kviknaði út frá umhverfismengun Despacito
Heimildarmyndin Mengað með miðlum er sigurvegari samkeppni Landverndar, Ungt umhverfisfréttafólk. Það eru þeir Axel Bjarkar, Hálfdán Helgi og Sölvi Bjartur sem gerðu myndina sem fjallar um mengun samfélagmiðla og streymisveita.
06.05.2020 - 13:12
Viðtal
Fræðsla um plast skilaði ekki nægum árangri
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, mælti á Alþingi í gær fyrir frumvarpi sem kveður á um bann við sölu á ýmis konar einnota plastvörum. Frumvarpið er hugsað sem næsta skref í framhaldi af hertum reglum um burðarpoka úr plasti sem tóku gildi í fyrra. Við ákvörðun á því hvaða vörur ætti að banna var horft til þess hvers konar rusl finnst helst við strendur ríkja í Evrópu.
05.05.2020 - 10:01
Landinn
Tuttugu ára búsetuafmæli svartþrastarins
Í tré einu í útjaðri Höfuðborgarsvæðisins eru svartþrastarhjón búin að hreiðra um sig fyrir sumarið. En það sem þau vita ekki er að þeirra ungauppeldi verður í beinni útsendingu til allra Landsmanna.
05.05.2020 - 09:29
Landinn
Setja upp endurnýtingarmiðstöð á Hofsósi
„Við brennum fyrir því að minnka neyslu og hugsa um náttúruna. Okkur finnst stundum alveg galið hvernig við höfum verið að haga okkur, við kaupum endalaust nýtt og hendum og kaupum svo meira nýtt. Við viljum lengja líftíma hlutanna,“ segir Solveig Pétursdóttir á Hofsósi.
04.05.2020 - 15:58
 · Innlent · mannlíf · Umhverfismál · #menning
Heimskviður
Hungruðum á eftir að fjölga hratt vegna COVID-19
Hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna þjást af hungri í heiminum í dag og þeim sem svelta á eftir að fjölga hratt á næstu misserum vegna COVID-19 faraldursins. Verð á matvælum er hluti af vandanum því það endurspeglar ekki allan framleiðslukostnað þeirra. Umhverfisáhrif eru bara að óverulegu leyti inn í verðinu segir Daði Már Kristofersson, umhverfishagfræðingur við Háskóla Íslands og Ragnhildur Helga Jónsdóttir, umhverfisfræðingur við Landbúnaðarháskólann tekur undir þetta.
03.05.2020 - 09:00
Landinn
Gamaldags gardína getur orðið flottur gjafapoki
„Margir tengja við það að kannski mamma þeirra eða amma hafi gert nákvæmlega þetta. Að sauma til dæmis úr gardínum ný föt. Þannig að við erum að mörgu leyti að fara „back to the basics,“ - nýta það sem til er," segir Marta Sif Ólafsdóttir sem hannar vörur undir merkjum Litlu Sifjar á Ísafirði.
27.04.2020 - 17:14
Brennisteinsfjöll friðlýst gegn orkuvinnslu
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu háhitasvæðis Brennisteinsfjalla á Reykjanesskaga í samræmi við rammaáætlun. Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar að stærð og liggur í 400 til 500 metra hæð við Kleifarvatn.
25.04.2020 - 15:02
Myndskeið
Plokkið er „ávanabindandi að vissu leyti“ segir Guðni
Fólk um allt land tínir upp rusl í dag og hefur dagurinn verið nefndur Stóri plokkdagurinn. Í dag er líka dagur umhverfisins. Forsetahjónin og umhverfisráðherra hreinsuðu sígarettustubba og annað rusl af lóð Landspítalans í morgun. „Þetta er ávanabindandi að vissu leyti,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sem plokkaði í morgun og ekki í fyrsta sinn.
25.04.2020 - 13:52
Landinn
Rannsaka hvort örplast finnist uppi á jöklum
„Ég býst ekki við að við finnum mikið en ég býst við að við finnum eitthvað,“ segir Ásta Margrét Ásmundsdóttir, efnafræðingur við Háskólann á Akureyri, sem rannsakar nú ásamt fleirum hvort örplast finnist í jöklum á Íslandi.
19.04.2020 - 20:00
Óttuðust að fnykur frá hvalshræi hefði áhrif á æðarvarp
Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði í dag hvalshræ sem lá í fjörunni fyrir neðan flugvöllinn á Þórshöfn á Langanesi. Hræið, sem var af 13 metra löngum hnúfubak, rak á land um páskana og var óttast að ólyktin frá því hefði áhrif á æðarvarp í grenndinni.
18.04.2020 - 15:45
Staðfest að fuglarnir voru ataðir í svartolíu
Niðurstöður bárust í dag úr greiningu á fjöðrum olíublautra fugla sem fundust á Suðurlandi í febrúar. „Sýnin staðfesta að þetta er svartolía,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun. „Við erum því miður engu nær um hver er uppruni olíunnar.“
08.04.2020 - 22:50
Landinn
Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð
„Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel,“ segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.
08.04.2020 - 08:30
Pistill
Stærri ógnir en Covid-19 framundan
Hvað getur kórónuveiran kennt okkur í baráttunni gegn loftlagsbreytingum? Hafdís Hanna Ægisdóttir veltir þessu fyrir sér umhverfispistli í Samfélaginu á Rás 1.
07.04.2020 - 09:28
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Landinn
Uppruni birkisins á Skeiðarársandi staðfestur
„Við erum búin að bera saman erfðaefni úr birkinu á Skeiðarársandi og birki úr þremur birkiskógum í nágrenninu og það liggur núna fyrir niðurstaða um faðernið, ef svo má segja,“ segir Kristinn Pétur Magnússon, prófessor í erfðafræði við Háskólann á Akureyri.
30.03.2020 - 15:35
Landinn
Borða diskósúpu í Umhverfislestinni
„Þetta er Diskósúpa. Í þessari súpu er bara grænmeti og gúmmulaði sem var á leiðinni í ruslið, einhverra hluta vegna, í búðum hérna á svæðinu. Þetta er bragðgóð leið til að vekja athygli á vandamáli sem er gríðarlega stórt í heiminum, það er að segja matarsóun," segir Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumaður sem ferðaðist með Umhverfislestinni um Vestfirði á dögunum.
20.03.2020 - 09:07
Landinn
Okkar hlutverk að miðla þekkingu
„Þetta kom svona í framhaldi af Náttúrustígnum þar sem hægt er að skoða sólkerfið í réttum hlutföllum. Við lítum á það sem okkar verkefni að miðla þeirri þekkingu sem hér verður til,“ segir Sævarr Guðmundsson náttúrulandfræðingur hjá Náttúrstofu Suðausturlands í samtali við Landann.
12.03.2020 - 13:08
Landinn
Endurnýta fiskvinnslusalt á Flateyri
„Uppistaðan er náttúrlega salt sem við fáum úr saltfiskverkunum. Í staðinn fyrir að henda saltinu, þá nýtum við það í þessar fötur til að gefa skepnum,“ segir Eyvindur Atli Ásvaldsson, annar eigenda Kalksalts á Flateyri. Eyvindur og Sæbjörg Freyja Gísladóttir, festu nýlega kaup á verksmiðju Kalksalts af Úlfari Önundarsyni sem þróaði uppskriftina og aðferðirnar.
11.03.2020 - 15:06
Stækkun Heathrow dæmd ólögleg
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi dæmdi í morgun fyrirhugaða stækkun Heathrow-flugvallar ólöglega þar sem hún brýtur í bága við skuldbindingar Bretlands í Parísarsamkomulaginu. Talið er að dómurinn sé fordæmisgefandi, bæði í Bretlandi og annars staðar í Evrópu.
27.02.2020 - 14:41