Færslur: Umferðarslys

Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Ekki vitað hvort keyrði bílinn
Ökumaður bíls sem hafnaði utan vegar í Heydal á Snæfellsnesi í október í fyrra með þeim afleiðingum að einn lést, var undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi
Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi, rétt utan við Grundarhverfi um sjöleytið í kvöld. Viðbragðsaðilar á Kjalarnesi fóru að slysinu auk eins sjúkrabíls.
Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi
Sænski teiknarinn og listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í dag, 75 ára að aldri. Mynd hans af spámanninum Múhameð í hundslíki vakti hörð viðbrögð meðal múslima þegar hún var birt árið 2007.
03.10.2021 - 22:23
23 látnir í rútuslysi í Bólivíu
Að minnsta kosti 23 manns, þar af þrjú börn, fórust þegar rúta ók út af fjallvegi og hrapaði niður snarbratta hlíð í Bólivíu í gærkvöld, að sögn lögreglu og vitna.
07.09.2021 - 08:23
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Öxnadalsheiði opnuð að nýju eftir árekstur
Umferð hefur verið hleypt um Öxnadalsheiði, á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, að nýju.
Ók á sjö ára stúlku og flúði vettvang
Sjö ára stúlka á reiðhjóli varð fyrir bíl um kvöldmatarleytið í Reykjavík í gær. Ökumaðurinn flúði vettvang. Stúlkan fór með sjúkrabíl á bráðadeild og er hún talin vera handleggsbrotin.
14.08.2021 - 08:33
Þrír slasaðir eftir bílveltu á Biskupshálsi
Þrír slösuðust þegar bílslys varð á austanverðum Biskupshálsi á hringveginum á milli Mývatns og Egilsstaða í dag. Einn þeirra hlut talsverða áverka.
05.08.2021 - 16:00
Enginn rútufarþeganna í lífshættu
Enginn af þeim farþegum sem slösuðust þegar rúta valt út af vegi við Drumboddstaði í Biskupstungum er í lífshættu. Þetta staðfesti Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli.
Löng bílaröð í Kömbunum vegna slyss
Mikil umferðarteppa er á Suðurlandsvegi vegna þriggja bíla áreksturs sem varð á veginum nærri Hveragerði í hádeginu.
24.07.2021 - 14:18
Umferðarslys í mikilli þoku á Hellisheiði
Umferðarslys varð efst í Kömbunum á Hellisheiði nú rétt fyrir klukkan 18. Lögregla og sjúkrabílar eru á vettvangi. Búast má við umferðartöfum á veginum í óákveðinn tíma.
23.07.2021 - 18:22
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama
Tíu fórust í átján bíla árekstri í Alabama-ríki í Bandaríkjunum á laugardag. Níu hinna látnu eru börn á aldrinum frá níu mánaða til sautján ára. Illviðri gengur yfir svæðið og telja sérfræðingar rekja megi slysið til þess.
21.06.2021 - 02:41
Hvalfjarðargöng opin að nýju eftir umferðaróhapp
Hvalfjarðargöng eru opin fyrir umferð að nýju eftir að þrír bílar skullu þar saman í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs hvetur til varkárni á vegum úti enda umferð tekin að þyngjast.
Minnst 27 námuverkamenn látnir í rútuslysi í Perú
Að minnsta kosti 27 létust þegar rúta með námuverkamenn ók fram af fjallvegi og ofan í snarbratt gil í suðurhluta Perú fyrr í dag að því er vinnuveitandi þeirra sagði. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá AFP fréttastofunni.
18.06.2021 - 21:38
Harður árekstur á Hringbraut
Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar nú á tólfta tímanum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var áreksturinn nokkuð harður og ein manneskja flutt á slysadeild.
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Umferðarslys á Moldhaugnahálsi
Fimm slösuðust í árekstri tveggja bíla á gatnamótum Hringvegar og Ólafsfjarðarvegar laust fyrir klukkan tvö í dag.
FÍB segir skýringar á iðgjaldahækkunum ekki standast
Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38% frá árinu 2015, á sama tíma fækkaði umferðarslysum um 15% og slösuðum um 23%. Hækkunin er umfram vísitölu neysluverðs að því er fram kemur í máli framkvæmdastjóra FÍB.
Banaslys á Reykjanesbraut rakið til ölvunaraksturs
Ökumaður fólksbíls sem lést eftir að hafa ekið í veg fyrir vörubíl á Reykjanesbraut við Álverið í Straumsvík 12.janúar í fyrra var ofurölvi. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Umtalsvert alkóhól mældist í blóði hans, segir í skýrslunni.
Bílvelta á Þingvallavegi í gærkvöldi
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um bílveltu á Þingvallavegi á tíunda tímanum í gærkvöldi.
Bílvelta rétt innan við Ólafsvík
Um­ferðarslys varð á Snæ­fellsnesi, um fimm kílómetra innan við Ólafs­vík, skömmu fyr­ir hádegið í dag.
28.02.2021 - 13:44
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Karlmaður lést í umferðarslysi í Garðabæ
Maður á áttræðisaldri lést þegar hann varð fyrir bíl á mótum Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að slysið hafi verið tilkynnt rétt fyrir klukkan átta í morgun. Lögreglan auglýsir eftir vitnum að slysinu. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu, segir í tilkynningunni.
17.02.2021 - 16:05