Færslur: Umferðarslys

Óttast að umferð rafskúta verði eins og villta vestrið
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af aukinni notkun rafskúta bæði meðal barna og fullorðinna. Margir nota skúturnar mjög gáleysislega, eru ekki með hjálm og aka jafnvel á gangandi fólk. Nokkur slys hafa orðið í vor og yfirlögregluþjónn óttast að þau verði mun fleiri þegar líður á sumarið.
Engar athugasemdir við bilaðar bremsur fyrir banaslys
Fólksbíll sem fór út af veginum á Norðurlandsvegi í Langadal í apríl í fyrra, með þeim afleiðingum að erlendur karlmaður á sjötugsaldri lést, var með bilaðar bremsur og líkur á að hemlun afturhjóla hafi verið takmörkuð í nokkurn tíma. Bíllinn fór athugasemdalaust í gegnum skoðun þremur mánuðum fyrir slysið.
11.05.2020 - 10:13
Báðir ökumenn reyndust ölvaðir í umferðarslysi
Lögregla handtók mann og konu á höfuðborgarsvæðinu klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um fíkniefna- og lyfjasölu. Konan er jafnframt grunuð um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla lagði hald á ýmis efni og peninga en þau voru bæði látin laus að skýrslutöku lokinni.
Umferðarslys á Kjalarnesi - einn fluttur á slysadeild
Umferðarslys varð á Kjalarnesi á níunda tímanum í morgun og var veginum lokað um tíma vegna þess. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var bíl ekið aftan á annan bíl. Einn var fluttur á slysadeild en ekki fást upplýsingar um hvort hann sé alvarlega slasaður.
05.04.2020 - 09:44
„Við viljum ekki að neinn gangi þarna yfir“
Nú stendur yfir fundur um umferðaröryggi við Hörgárbraut á Akureyri. Fulltrúar Vegagerðarinnar, skipulagsráðs Akureyrarbæjar og íbúa við Hörgárbraut sitja fundinn. Þar hafa orðið nokkur slys á undanförnum árum þar sem keyrt er á gangandi vegfarendur, nú síðast í byrjun febrúar.
24.02.2020 - 14:55
4 fluttir á slysadeild—búið að opna veginn um Kjalarnes
Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir árekstur upp á Kjalarnesi, tveir með sjúkrabíl og björgunarsveitin Kjölur flytur tvo. Vesturlandsvegi um Kjalarnes var lokað vegna slyssins í tæpa klukkustund en var opnaður aftur klukkan sjö. Lögreglan segir á Facebook-síðu sinni að veðrið á Kjalaranesi sé slæmt, blint og snarpar vinhviður.
19.02.2020 - 17:46
Ítrekað ekið á fólk við Hörgárbraut á Akureyri
Íbúar við Hörgárbraut á Akureyri hafa fengið sig fullsadda af tíðum slysum við götuna. Kona sem slasaðist alvarlega og missti hundinn sinn vill að bæjaryfirvöld grípi inn í áður en fleiri slys verða.
11.02.2020 - 23:05
Stúlkan sem varð fyrir bíl á Akureyri úr lífshættu
Stúlkan sem varð fyrir bíl á móts við Stórholt á Akureyri á laugardaginn er úr lífshættu og á batavegi. Tildrög slyssins voru þau að bíll ók gegn rauðu ljósi við gangbraut og hafnaði á stúlkunni.
10.02.2020 - 14:30
Erfiður dagur á Landspítalanum
Fjórir einstaklingar, þar af þrjú börn, liggja á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir harðan árekstur á Skeiðarársandi í gær. Forstöðumaður bráðalækninga á Landspítalanum segir gærdaginn hafa verið erfiðan og mikið álag sé á gjörgæsludeildinni.
Fluttu rútuna af slysstað
Rútan sem valt nærri bænum Öxl suður af Blönduósi á föstudag náðist upp í dag og var flutt af vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi vestra tilkynnti upp úr hádegi að það kynni að koma til umferðartafa á Þjóðvegi 1 meðan unnið væri að því að ná rútunni upp. Það skotgekk hins vegar. Aðstæður voru góðar meðan rútunni var lyft upp á pall flutningabíls og fáir á ferð, að sögn lögreglu.
12.01.2020 - 15:41
Áverkar hjólreiðarmannsins minniháttar
Meiðsli hjólreiðarmanns, sem ekið var á laust eftir klukkan tvö í gær á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti á Akureyri, eru ekki alvarleg og áverkar minniháttar. Greint var frá því í gær að maðurinn hefði verið fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri í kjölfar slyssins. Þá var ekki hægt að gefa upp upplýsingar um ástand og líðan mannsins.
23.11.2019 - 08:44
Ekið á hjólreiðamann á Akureyri
Ekið var á hjólreiðamann á Akureyri laust eftir klukkan tvö í dag. Slysið varð á Miðhúsabraut við Þórunnarstræti. Hjólreiðamaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er vitað um ástand hans.
22.11.2019 - 14:52
 · Innlent · Akureyri · Slys · Umferðarslys · hjólreiðar
Vöruflutningabíll valt á Fjarðarheiði
Ökumaður slapp ómeiddur þegar vöruflutningabíll valt á Fjarðarheiði í dag. Bíllinn skemmdist lítið en vinna við að koma honum aftur upp á veginn stendur nú yfir.
22.10.2019 - 13:49
Nokkur umferðaróhöpp á Akureyri vegna hálku
Sjö minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið innanbæjar á Akureyri í dag. Mikið snjóaði á Akureyri í nótt og hálka er á götum bæjarins. Að sögn lögreglunnar hafa engin meiðsl orðið á fólki en talsvert tjón á bílum.
22.10.2019 - 12:33
Bíll valt er hann rann út af veginum í hálku
Bíll valt á Hlíðarfjallsvegi við Hlíðarfjall, ofan Akureyrar á áttunda tímanum í dag. Tvennt var í bílnum, ökumaður og farþegi, og var það flutt á sjúkradeild til skoðunar með minniháttar áverka.
12.10.2019 - 09:34
Eltur af lögreglu á ofsahraða og endaði út af
Ökumaður á ofsahraða á stolnum bíl var eltur af lögreglu frá Akrafjalli að Melahverfi í Hvalfjarðarsveit í gær, 2. október. Við Melahverfi missti ökumaður stjórn á bílnum og ók út af. Þar valt bifreiðin og endaði á hægri hlið. Ökumaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa.
03.10.2019 - 14:29
Tveir fluttir á spítala vegna áreksturs
Tveir bílar rákust á við Lyngás í Garðabæ á níunda tímanum í kvöld. Annar bíllinn hafnaði á ljósastaur. Einn var í hvorum bíl og voru báðir fluttir á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru áverkar þeirra ekki taldir alvarlegir.
Sjö bíla árekstur á Kringlumýrarbraut
Sjö bílar rákust saman á Kringlumýrarbraut á hádegi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið sé nú í rannsókn. Minniháttar slys hafi verið á fólki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru í það minnsta tveir fluttir á sjúkrahús til skoðunar. Umferðarteppa sem myndaðist er nú gengin yfir.
Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu
Bíll valt við Reykjahlíð í Mývatnssveit undir morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var einn í bílnum. Sá var fluttur á sjúkrahús á Akureyri með sjúkrabíl. Maðurinn er ekki í lífshættu að sögn lögreglu.
11.08.2019 - 11:54
Merkja fjölgun slysa: „Skýr veðuráhrif“
Tryggingafélaginu VÍS hafa borist tvöfalt fleiri tilkynningar um bifhjólaslys í ár en á sama tíma í fyrra. Forvarnarfulltrúi tengir fjölgunina veðurblíðu síðustu vikna. Önnur stór félög merkja enga aukningu.
22.07.2019 - 19:39
Haldið sofandi eftir bílslys í Langadal
Ung kona og fimm ára dóttir hennar voru fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir árekstur skammt norðan við Æsustaði í Langadal í Húnaþingi um hádegisbil á laugardaginn.
07.06.2019 - 12:44
Náðu farþegum undan rútu með handafli
Tveimur farþegum sem voru fastir undir rútu sem valt í Öræfum, var bjargað undan henni með handafli. Formaður björgunarsveitarinnar segir að aðkoman að slysinu hafi verið skelfileg.
17.05.2019 - 15:31
Björguðu líklega mannslífum í Öræfum
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir það aðdáunarvert hve fljótir viðbragsaðilar og bændur voru á vettvang rútuslyss í Öræfum í gær. Mannslífum hafi líklega verið bjargað því skamman tíma hafi tekið að fá dráttarvél á vettvang, lyfta rútunni og losa þannig þá tvo farþega sem lentu undir rútunni. Skýrslur hafa verið teknar af stórum hluta farþega.
17.05.2019 - 12:24
Einn alvarlega slasaður eftir bílveltu
Alvarlegt umferðarslys varð á tíunda tímanum í kvöld þegar bifreið valt út af þjóðveginum í botni Langadals, skammt við Húnaver. Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu auk sjúkraflutningamanna frá Blönduósi og lögreglu Norðurlands vestra eru á vettvangi slyssins. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF verið send á staðinn. Hún er væntanleg á slysstað innan skamms, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.
23.04.2019 - 22:57
Ekið á gangandi vegfaranda í Úlfarsárdal
Alvarlegt umferðarslys varð á Lambhagavegi í Reykjavík þegar ekið var á gangandi vegfaranda um klukkan hálf átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var vegfarandinn fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. Slysið var alvarlegt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
28.02.2019 - 20:33