Færslur: Umferðarslys

Ísland áttunda neðst yfir hlutfall látinna í umferðinni
Ísland er í áttunda neðsta sæti meðal Evrópuríkja á lista yfir fjölda látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa. Eitt markmiða stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2034 er að Ísland verði meðal þeirra fimm neðstu.
23.09.2022 - 06:35
27 fórust í rútuslysi í Kína
Tuttugu og sjö létu lífið í rútuslysi í suðvestanverðu Kína í morgun, samkvæmt fréttum kínverskra fjölmiðla, sem segja þetta mannskæðasta slys sem orðið hefur í umferðinni þar í landi það sem af er þessu ári. Í fréttum CCTV-sjónvarpsstöðvarinnar kom fram að rútan hafi oltið á hliðina á þjóðvegi í hinu dreifbýla Guishou-héraði.
18.09.2022 - 07:31
Lést í fjórhjólaslysi
Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir að hafa lent í fjórhjólaslysi í Þingeyjarsveit í síðustu viku. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.
23 dóu í rútuslysi í Marokkó
23 manneskjur létu lífið þegar rúta valt í beygju á þjóðvegi austur af borginni Casablanca í Marokkó í gær morgun, og 36 til viðbótar slösuðust. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rochdi Kaddar, yfirmanni heilbrigðismála í Khouribga-héraði, þar sem slysið varð. Hin slösuðu voru flutt á sjúkrahús í héraðshöfuðborginni Khouribga og rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.
18.08.2022 - 05:34
Alvarlegt umferðaslys á Akureyri
Ekið var á gangandi vegfranda í miðbænum á Akureyri á ellefta tímanum í morgun. Slysið varð á Strandgötu, skammt frá BSO.
Kerrudekk kastaðist á bifreið úr gagnstæðri átt
Umferðarslys varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði við Esjurætur um miðjan dag í gær. Hjólbarði losnaði af bátakerru í eftirdragi bifreiðar sem ekið var suður í átt að höfuðborgarsvæðinu.
Umferðatafir við Kollafjörð vegna bílslyss
Nokkurra bíla árekstur varð við Esjurætur í Kollafirði fyrir skömmu.
31.07.2022 - 14:03
Ekki alvarlega slösuð eftir bílveltu á Snæfellsnesi
Betur fór en á horfðist þegar bíll valt austan við Grundarfjörð á þriðjudag. Tvö voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið.
Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu
Bíll valt á Snæfellsnesi, austan við Grundarfjörð, klukkan hálf ellefu í morgun.
Alvarlegt umferðarslys í nágrenni Kirkjubæjarklausturs
Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir til um klukkan þrjú í nótt vegna alvarlegs umferðarslyss á Meðallandsvegi, skammt sunnan við Kirkjubæjarklaustur. Bíll hafði oltið og voru tveir fluttir alvarlega slasaðir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðdeild Landspítalans í Fossvogi. Þyrlan lenti við Landspítalann um klukkan hálf sex í morgun.
Blómvendir lagðir við vegi til að minnast látinna
Blómvendir voru lagðir við vegbrúnir um allar Færeyjar í dag til að minnast þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Allt frá árinu 2000 hefur fyrsti sunnudagur í júlí verið helgaður minningu þeirra.
04.07.2022 - 00:35
Handtekinn eftir bílveltu á Hringbraut
Bíll valt undir mislægum gatnamótum Hringbrautar og Bústaðavegar í Reykjavík í nótt. Ökumaður og farþegi voru flutt á Bráðadeild til aðhlynningar.
Alvarlegt umferðarslys austur af Vík
Alvarlegt umferðarslys varð á Þjóðvegi 1 vestan Kúðafljóts um klukkan fjögur í dag þegar tveir bílar úr gagnstæðum áttum lentu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og er lent á Landspítalanum í Fossvogi með einn alvarlega slasaðan.
Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi, sunnan við Seltjörn, eftir hádegi í dag. Grindavíkurvegi hefur verið lokað. Samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurnesjum varð árekstur milli fólksbifreiðar og flutningabíls. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14:30, en fjölmennt lið viðbragðsaðila fór á vettvang.
06.04.2022 - 16:16
Texas
13 ára drengur undir stýri þegar níu fórust í árekstri
Níu manns létu lífið þegar þrettán ára drengur ók pallbíl framan á smárútu í vestanverðu Texasríki í Bandaríkjunum á þriðjudagskvöld. Pilturinn lést í slysinu, rétt eins og faðir hans sem sat við hlið hans. Í smárútunni var átta manna golflið háskóla í Nýju Mexíkó ásamt þjálfara sínum. Þjálfarinn og sex ungmennanna létust í slysinu en tveir úr liðinu slösuðust lífshættulega og eru á gjörgæslu.
18.03.2022 - 03:37
Líðan drengs sem ekið var á er stöðug
Líðan drengs, sem varð fyrir bíl við Gerðaskóla í Garði í morgun, er stöðug að sögn lögreglu. Drengurinn, sem er níu ára, var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala um klukkan átta í morgun.
15.02.2022 - 16:02
Ekið á níu ára dreng í Garði
Ekið var á níu ára dreng við Gerðaskóla í Garði á Reykjanesi um klukkan átta í morgun.
15.02.2022 - 10:55
Vörður verður að greiða bifhjólamanni fullar bætur
Hæstiréttur dæmdi tryggingafélagið Vörð í gær til að greiða ökumanni bifhjóls fullar bætur með vöxtum vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Meginrök dómsins eru að félagið hafi látið hjá líða að tilkynna manninum formlega að það hygðist skerða bætur hans og því glatað rétti sínum til þess fyrir tómlæti.
Drukkinn vörubílstjóri keyrði á 30 bíla
Vörubílstjóri sem var undir áhrifum áfengis kærði á um 30 bíla og olli jafnframt eldsvoða í borginni Fürth skammt vestur af Nürnberg í Þýskalandi í gærkvöld.
09.02.2022 - 11:47
Mexíkó: Hið minnsta þrettán fórust í rútuslysi
Að minnsta kosti þrettán fórust og tíu slösuðust þegar rúta valt í Mexíkó í gær. Tvö hinna látnu voru börn eða unglingar. Alvarleg umferðarslys eru nokkuð tíð í landinu og á síðasta ári urðu tvö mjög mannskæð slys.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Suðurlandsvegi lokað vegna slyss - Varað við hálku
Suðurlandsvegi vestan við Selfoss hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en útkallið svo afturkallað. Ökumönnum er bent um hjáleið um Urriðafossveg/Villingaholtsveg.
Alvarlega slasaður eftir bílslys undir Hafnarfjalli
Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys sem varð undir Hafnarfjalli síðdegis í gær. Í slysinu skullu saman tveir bílar og var einn farþegi í hvorum bíl. Annar ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítala, en hinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl.
Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Þjóðveginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Töluverðar umferðartafir eru á veginum en opnuð hefur verið hjáleið um Geldingadraga.
17.12.2021 - 16:39