Færslur: Umferðarslys

Lík fannst í brunnu bílflaki við vegarkant í Noregi
Mannslík fannst í brunnum bíl sem tilkynnt var um í nótt að stæði við vegarkant í Svelvik suðvestan við höfuðborgina Osló. Tilkynning barst um að bíll stæði í ljósum logum við veginn á öðrum tímanum í nótt.
12.04.2022 - 05:40
Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi
Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi, sunnan við Seltjörn, eftir hádegi í dag. Grindavíkurvegi hefur verið lokað. Samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurnesjum varð árekstur milli fólksbifreiðar og flutningabíls. Lögreglunni barst tilkynning um slysið klukkan 14:30, en fjölmennt lið viðbragðsaðila fór á vettvang.
06.04.2022 - 16:16
Texas
13 ára drengur undir stýri þegar níu fórust í árekstri
Níu manns létu lífið þegar þrettán ára drengur ók pallbíl framan á smárútu í vestanverðu Texasríki í Bandaríkjunum á þriðjudagskvöld. Pilturinn lést í slysinu, rétt eins og faðir hans sem sat við hlið hans. Í smárútunni var átta manna golflið háskóla í Nýju Mexíkó ásamt þjálfara sínum. Þjálfarinn og sex ungmennanna létust í slysinu en tveir úr liðinu slösuðust lífshættulega og eru á gjörgæslu.
18.03.2022 - 03:37
Líðan drengs sem ekið var á er stöðug
Líðan drengs, sem varð fyrir bíl við Gerðaskóla í Garði í morgun, er stöðug að sögn lögreglu. Drengurinn, sem er níu ára, var fluttur með sjúkrabíl á Landspítala um klukkan átta í morgun.
15.02.2022 - 16:02
Ekið á níu ára dreng í Garði
Ekið var á níu ára dreng við Gerðaskóla í Garði á Reykjanesi um klukkan átta í morgun.
15.02.2022 - 10:55
Vörður verður að greiða bifhjólamanni fullar bætur
Hæstiréttur dæmdi tryggingafélagið Vörð í gær til að greiða ökumanni bifhjóls fullar bætur með vöxtum vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir í umferðarslysi fyrir tæpum níu árum. Meginrök dómsins eru að félagið hafi látið hjá líða að tilkynna manninum formlega að það hygðist skerða bætur hans og því glatað rétti sínum til þess fyrir tómlæti.
Drukkinn vörubílstjóri keyrði á 30 bíla
Vörubílstjóri sem var undir áhrifum áfengis kærði á um 30 bíla og olli jafnframt eldsvoða í borginni Fürth skammt vestur af Nürnberg í Þýskalandi í gærkvöld.
09.02.2022 - 11:47
Mexíkó: Hið minnsta þrettán fórust í rútuslysi
Að minnsta kosti þrettán fórust og tíu slösuðust þegar rúta valt í Mexíkó í gær. Tvö hinna látnu voru börn eða unglingar. Alvarleg umferðarslys eru nokkuð tíð í landinu og á síðasta ári urðu tvö mjög mannskæð slys.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Suðurlandsvegi lokað vegna slyss - Varað við hálku
Suðurlandsvegi vestan við Selfoss hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út, en útkallið svo afturkallað. Ökumönnum er bent um hjáleið um Urriðafossveg/Villingaholtsveg.
Alvarlega slasaður eftir bílslys undir Hafnarfjalli
Einn er alvarlega slasaður eftir umferðarslys sem varð undir Hafnarfjalli síðdegis í gær. Í slysinu skullu saman tveir bílar og var einn farþegi í hvorum bíl. Annar ökumaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítala, en hinn var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi með minniháttar meiðsl.
Umferðarslys undir Hafnarfjalli
Þjóðveginum undir Hafnarfjalli hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Töluverðar umferðartafir eru á veginum en opnuð hefur verið hjáleið um Geldingadraga.
17.12.2021 - 16:39
Í lífshættu eftir slys á hjólastíg
Tveir voru fluttir á sjúkrahús og er annar í lífshættu, eftir að rafmagnshlaupahjól og bifhjól skullu saman á hjólastíg við gatnamót Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í morgun.
10.11.2021 - 11:24
Alvarlegt umferðarslys í Eyjafirði
Alvarlegt umferðarslys varð á Moldhaugnahálsi í Eyjafirði, er fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi Eystra.
Minnst 19 fórust í bílslysi í Mexíkó
Að minnsta kosti nítján fórust og þrennt slasaðist í bílslysi í gær á þjóðveginum sem tengir Mexikóborg og borgina Puebla í miðhluta landsins.
07.11.2021 - 06:29
Sluppu án teljandi meiðsla úr hörðum árekstri
Sex manns sluppu án teljandi meiðsla þegar húsbíll og fólksbíll skullu saman á þriðja tímanum í dag. Slysið varð á þjóðvegi eitt á Hrútafjarðarhálsi við gatnamótin að Heggstaðanesi.
Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Ekki vitað hvort keyrði bílinn
Ökumaður bíls sem hafnaði utan vegar í Heydal á Snæfellsnesi í október í fyrra með þeim afleiðingum að einn lést, var undir áhrifum áfengis. Þetta kemur fram í nýbirtri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa.
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi
Einn var fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesi, rétt utan við Grundarhverfi um sjöleytið í kvöld. Viðbragðsaðilar á Kjalarnesi fóru að slysinu auk eins sjúkrabíls.
Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi
Sænski teiknarinn og listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í dag, 75 ára að aldri. Mynd hans af spámanninum Múhameð í hundslíki vakti hörð viðbrögð meðal múslima þegar hún var birt árið 2007.
03.10.2021 - 22:23
23 látnir í rútuslysi í Bólivíu
Að minnsta kosti 23 manns, þar af þrjú börn, fórust þegar rúta ók út af fjallvegi og hrapaði niður snarbratta hlíð í Bólivíu í gærkvöld, að sögn lögreglu og vitna.
07.09.2021 - 08:23
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur bíls og hjóls
Einn var fluttur á slysadeild eftir að bifreið var ekið á rafhlaupahjól á gatnamótum í miðborg Reykjavíkur skömmu fyrir miðnættið í gær. Stjórnendur beggja tækja eru taldir hafa verið undir áhrifum.
Rannsaka sjálfstýribúnaða Tesla-bifreiða
Frumrannsókn er hafin á öryggi sjálfstýribúnaðar Tesla bifreiða. Margt bendir til að nokkur umferðarslys á nokkrum árum megi rekja til rangrar notkunar búnaðarins.
16.08.2021 - 14:05
Öxnadalsheiði opnuð að nýju eftir árekstur
Umferð hefur verið hleypt um Öxnadalsheiði, á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, að nýju.
Ók á sjö ára stúlku og flúði vettvang
Sjö ára stúlka á reiðhjóli varð fyrir bíl um kvöldmatarleytið í Reykjavík í gær. Ökumaðurinn flúði vettvang. Stúlkan fór með sjúkrabíl á bráðadeild og er hún talin vera handleggsbrotin.
14.08.2021 - 08:33