Færslur: Umboðsmaður Alþingis

Mismunun „á grundvelli þjónustuforms“
Umboðsmaður Alþingis beinir því til úrskurðarnefndar velferðarmála að taka til nýrrar meðferðar mál manns með hreyfihömlun, óski hann þess. Árið 2018 staðfesti nefndin ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja hreyfihömluðum manni um styrk til kaupa á bifreið á þeim grundvelli að maðurinn uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði til að eiga rétt á slíkum styrk.
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar. 
Sýslumenn benda fólki á að útvega túlk á eigin kostnað
Það þarf að skýra hver réttindi þeirra sem ekki skilja íslensku eiga að vera í samskiptum við stjórnvöld. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis. Álitið var gefið út í gær í kjölfar frumkvæðisathugunar. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættin bendi fólki á að útvega túlk á eigin kostnað.
Telur kærunefnd jafnréttismála fara út fyrir valdsviðið
Umboðsmaður Alþingis segir að kærunefnd jafnréttismála hafi ekki brugðist við athugasemdum sem henni hafa borist frá embættinu, þótt bent hafi verið á annmarka í störfum hennar og umboðsmaður gert athugasemdir við að hún færi út fyrir valdsvið sitt.
Kvörtunum til umboðsmanns fjölgaði um tæp 40 prósent
Kvörtunum til umboðsmanns Alþingis fjölgaði verulega síðasta vetur í samanburði við fyrri ár. Fyrstu sex mánuði ársins bárust embættinu 265 kvartanir en 191 á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 39 prósenta fjölgun milli ára.
14.07.2020 - 07:00
Umboðsmaður Alþingis spyr um lögheimilisskráningar
Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn um eftirlit með skráningu lögheimilis og aðseturs. Tilefni fyrirspurnarinnar er eldsvoði sem varð á Bræðraborgarstíg í vesturbæ Reykjavíkur þann 25. júní síðastliðinn. Þrír létust í brunanum.
13.07.2020 - 13:49
Umboðsmaður Alþingis með ákvörðun Lilju til athugunar
Umboðsmaður Alþingis er með til athugunar ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um skipan í embætti ráðuneytisstjóra. Lögmaður eins umsækjanda staðfestir að kvörtun hafi verið send þangað. Lilja er meðal annars sökuð um brot á stjórnsýslulögum. 
Spyr hvernig stytta á biðtíma í forsjármálum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvernig koma á í veg fyrir tafir á afgreiðslu fjölskyldumála hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Mörg dæmi eru um að slík mál hafi tafist. 
Ráðherrar trassað í 18 ár að setja reglur um þvinganir
Félagsmálaráðherra og forverar hans hafa árum saman trassað að setja reglur um þvingunarúrræði á Stuðlum, að sögn Umboðsmanns Alþingis, sem gerir margháttaðar athugasemdir og tillögur til úrbóta í nýrri skýrslu.
18.05.2020 - 21:50
Snæfríður fær 3 milljónir í miskabætur frá Akureyri
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í dag að greiða Snæfríði Ingadóttur þrjár milljónir í miskabætur. Snæfríður var ráðin verkefnastjóri Akureyrarstofu í fyrra en var svo tilkynnt nokkrum dögum síðar að ráðningin hefði verið afturkölluð,
Akureyrarbær leitar sátta
Akureyrarbær ætlar að bjóða konu sem ráðin var sem verkefnastjóri Akureyrarstofu í fyrra, en var svo tilkynnt nokkrum dögum síðar að ráðningin hefði verið afturkölluð, á sáttafund vegna málsins.
05.02.2020 - 12:39
Akureyrarbær braut á konu að mati Umboðsmanns Alþingis
Akureyrarbær hafði enga heimild til að afturkalla ráðningu konu sem ráðin hafði verið í starf verkefnastjóra Akureyrarstofu. Þetta er álit Umboðsmanns Alþingis.
03.02.2020 - 21:29
Umboðsmaður snuprar heilbrigðiseftirlit vegna bíls
Umboðsmaður Alþingis telur að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi ekki farið að lögum þegar það lét fjarlægja númerslausan bíl af einkalóð. Eigandi bílsins sagðist ekki hafa vitað að til stæði að fjarlægja bílinn og tilkynnti lögreglu að honum hefði verið stolið.
30.01.2020 - 13:17
Spyr hvort upplýsingum sé vísvitandi haldið leyndum
Tryggingastofnun lét hjá líða að upplýsa konu um rétt hennar til barnalífeyris þrátt fyrir að allar upplýsingar þar um hafi legið fyrir. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir þetta allt of algengt og veltir fyrir sér hvort þetta sé með vilja gert.
Bar að upplýsa um rétt til barnalífeyris
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að sú skylda hafi hvílt á Tryggingastofnun að upplýsa konu árið 2008 um að hún hafi átt rétt á barnalífeyri. Hún heyrði fyrst af þessum rétti sínum hjá Öryrkjabandalagi Íslands mörgum árum síðar og sótti um lífeyrinn árið 2017. Lögum samkvæmt átti hún þá aðeins rétt á barnalífeyri tvö ár aftur í tímann, til 2015.
07.01.2020 - 09:17
Segir ráðuneytið hafa brugðist sér
Afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins á embættisfærslum Haraldar Johannessen, ríkislögreglustjóra, er allsendis ófullnægjandi og ekki til þess fallin til að leiða málið til lykta. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Björn Jón Bragason sem telur ráðuneytið hafa brugðist sér í málinu.
Tryggvi umboðsmaður næstu fjögur árin
Tryggvi Gunnarsson hefur verið endurkjörinn Umboðsmaður Alþingis til næstu fjögurra ára.
22.10.2019 - 15:02
Stjórnvöld treg og ferlið tímafrekt
Upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings er verulega ábótavant og langt frá þeim viðmiðum sem gilda annars staðar á Norðurlöndum, að mati umboðsmanns Alþingis sem veltir fyrir sér hvort núverandi kerfi sé komið á endastöð. Borið hefur á því að opinberir aðilar skýla sér á bakvið ný persónuverndarlög til að láta upplýsingar ekki af hendi.
09.10.2019 - 12:18
Sérstaklega ráðinn til að skoða umfjöllun
Ríkislögreglustjóri réð fyrrum lögreglumann til að rannsaka sérstaklega umfjöllun tveggja fjölmiðlamanna um hann og hans embætti. Dómsmálaráðuneytið mat framgöngu ríkislögreglustjóra ámælisverða.
Skikkuð í skólasund hálftíma fyrir sundæfingu
Sex ára stelpa sem æfði sund var skikkuð í skólasund strax á undan sundæfingum. Foreldrar hennar kvörtuðu yfir þessu til umboðsmanns Alþingis. Grunnskólastjórinn bannaði stelpunni að sleppa skólasundinu og foreldrar hennar kærðu þá ákvörðun til menntamálaráðuneytisins sem staðfesti hana. Umboðsmaður segir að sú niðurstaða ráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við lög, þótt hann taki ekki afstöðu til þess hvort stelpan hefði átt að fá að sleppa skólasundinu.
31.10.2018 - 16:10
Tilgreina skuli starfsheiti umsækjenda
Umboðsmaður Alþingis hefur áréttað fyrri ábendingu til stjórnvalda að þeim sé skylt sé að birta starfsheiti umsækjanda um opinber störf þegar umsóknarfrestur er liðinn. Slíkt stuðli að opinni umræðu um stöðuveitingar hjá hinu opinbera.
09.07.2018 - 16:06
Áttu að taka fyrir Facebook-mál 14 ára stúlku
Persónuvernd braut gegn stjórnsýslulögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar stofnunin vísaði frá kvörtunarmáli sem varðaði 14 ára stúlku án þess að gefa henni færi á að tjá sig um málið fyrst. Þetta er niðurstaða Umboðsmanns Alþingis. Móðir stúlkunnar kvartaði yfir því að barnsfaðir hennar hefði birt mynd af dóttur þeirra á Facebook þvert gegn vilja stúlkunnar. Persónuvernd vísaði málinu frá þar sem dóttirin hefði þurft að kvarta sjálf.
25.05.2018 - 12:35