Færslur: Umboðsmaður Alþingis

Leggur til gjafsókn í máli vegna andláts ungrar konu
Umboðsmaður alþingis hefur lagt til við dómsmálaráðherra að foreldrum verði veitt gjafsókn í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu vegna andláts dóttur þeirra í kjölfar afskipta lögreglu af henni. Guðrún Haraldsdóttir, móðir konunnar, staðfestir í samtali við fréttastofu að þau hjónin undirbúi skaðabótamál.
15.09.2021 - 14:03
Vill frekari svör um athugun á synjun örorkulífeyris
Umboðsmaður alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu um yfirferð ráðuneytisins á framkvæmd Tryggingastofnunar þegar kemur að synjun á örorkulífeyri til ungs fólks.
Verða allir að nota stafræn pósthólf?
Umboðsmaður Alþingis hefur sent forsætis- og fjármálaráðuneyti bréf þar sem beðið er um leiðbeiningar stjórnvalda vegna notkunar stafræns pósthólfs, réttaráhrifa þeirra og hugsanlegrar gjaldtöku stofnana þegar borgarar óska eftir að fá gögn með öðrum hætti.
Áslaug Arna biðst afsökunar á framgöngu ráðuneytis
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi í gær formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar fyrir framgöngu ráðuneytisins í máli hans og Sigurðar K. Kolbeinssonar gegn embætti ríkislögreglustjóra.
Kona má loks heita Kona
Mannanafnanefnd hefur úrskurðað að kvenkynseiginnafnið Kona skuli samþykkt og í kjölfarið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað.
Ber að birta nöfn starfsmanna við ákvarðanir
Tryggingastofnun ber að birta nöfn starfsmanna, sem standa að baki ákvörðunum stofnunarinnar, þegar þær eru birtar.
10.08.2021 - 18:53
Tilkynna aðgerðir gegn hælisleitendum til NEL
Hjálparsamtökin Solaris hafa sent nefnd um eftirlit með störfum lögreglu, NEL, tilkynningu um „ámælisverða starfshætti lögreglu, starfsaðferð og framkomu í starfi,“ vegna aðgerða í húsakynnum Útlendingastofnunar í Hafnarfirði síðasta þriðjudag.
Heimsóttu Klepp vegna frétta af slæmum aðbúnaði
Umboðsmaður Alþingis og starfsfólk hans heimsótti á föstudag réttargeðdeild, öryggisgeðdeild og sérstaka endurhæfingardeild á Kleppi í tengslum við svokallað OPCAT eftirlit með frelsissviptum, sem umboðsmaður sinnir. Tilefni heimsóknarinnar var fyrst og fremst fréttaflutningur síðustu vikna af slæmum aðbúnaði á geðdeildum. Tilgangurinn var einnig að fylgja eftir atriðum í skýrslu umboðsmanns um eftirlit með geðdeildum á Kleppi frá árinu 2019.
Umboðsmaður óskar upplýsinga um bólusetningar
Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur óskað eftir upplýsingum frá embætti Landlæknis hvernig upplýsingum og leiðbeiningum er komið til almennings, einkum þeirra sem hafa fengið boð í bólusetningu með efni sem þeir telja ekki öruggt að þiggja af heilsufarsástæðum.
Gæti haft áhrif á greiðslur til fjölda fólks
Svo kann að vera að Tryggingastofnun hafi skert greiðslur til fjölda fólks með því að rangtúlka greiðslur sem það fékk úr erlendum almannatryggingasjóðum. Umboðsmaður Alþingis hefur gert úrskurðarnefnd velferðarmála að taka aftur til meðferðar mál konu sem fékk skertar greiðslur hér vegna greiðslu úr þýskum sjóði. Lögmaður konunnar segir að málið sé áfellisdómur yfir Tryggingastofnun.
Vill upplýsingar um útivist á sóttvarnahúsum
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um útivist þeirra sem dvelja í sóttvarnahúsum, meðal annars hvernig útivera sé tryggð og þá sérstaklega með börn í huga.
06.05.2021 - 09:57
Auka þarf skilning á því til hvers eftirlit sé ætlað
Tryggvi Gunnarsson, sem lét af starfi Umboðsmanns Alþingis nú um mánaðamótin, segir skorta eftirlitsmenningu á Íslandi. Auka þurfi skilning á því til hvers eftirlit sé en áríðandi sé að öflugar stofnanir sinni því.
Brýnt að stytta afgreiðslutíma upplýsinganefndar
Bæta þarf starfskilyrði og -aðstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að stytta megi afgreiðslutíma mála hjá henni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Bréfið var sömuleiðis sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis til upplýsingar. 
Hættir athugun á lokadögum í starfi
Umboðsmaður Alþingis telur ekki ástæðu til að halda áfram almennri athugun á því hvort brotið sé á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna. Hann segir að í ljósi nýlegrar lagasetningar sem styrki tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna sé rétt að sjá hver reynslan af því verður. Hann tekur þó fram að framkvæmd laganna falli undir eftirlit umboðsmanns Alþingis og að fólk geti komið kvörtunum og ábendingum á framfæri við embættið telji það tilefni til.
28.04.2021 - 11:06
Skúli Magnússon verður næsti umboðsmaður Alþingis
Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis, á þingfundi eftir hádegi í dag með 49 atkvæðum. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Skúli tekur því við af Tryggva Gunnarssyni sem gegnt hefur embættinu í nærri tvo áratugi en var áður sérrstakur aðstoðarmaður forvera síns.
26.04.2021 - 13:49
Ekkert athugavert við úrskurð í máli 13 ára stúlku
Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, gerir engar athugasemdir við úrskurð dómsmálaráðuneytisins sem sneri við ákvörðun Þjóðskrár Íslands í máli stúlku sem vildi kenna sig við móður sína en ekki föður. Faðirinn taldi að ráðuneytið ekki hafa rannsakað nægjanlega vel hvort vilji stúlkunnar sjálfrar hefði ráðið för þegar hún breytti nafninu. Umboðsmaður segir hagsmunir barns geta vegið þyngra en hagsmunir foreldris sem er andvígt nafnabreytingunni.
29.03.2021 - 16:16
Fjórir gáfu kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis
Fjórir hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis, þau Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og settur umboðsmaður, Skúli Magnússon, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
29.03.2021 - 13:25
Gera hlé á athugun og veita Umboðsmanni svigrúm
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur gert hlé á athugun sinni á samskiptum Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í tengslum við málið sem kom upp í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar í morgun. Formaður nefndarinnar segir að það skapi rými fyrir Umboðsmann Alþingis til þess að hefja frumkvæðisathugun á málinu.
Hnökrar á lagalegri stöðu frelsissvipts fólks
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis segir að fullnægjandi lagaheimildir skorti þegar grípa þurfi inn í réttindi fólks sem hefur verið svipt frelsi. Hann fjallaði um árskýrslu embættisins við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins í morgun.
Fólk sem bíður eftir félagshúsnæði gæti kært úthlutun
Fólk á biðlista sveitarfélags eftir húsnæði getur átt rétt á að kæra ákvörðun um úthlutun. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis á máli fatlaðrar konu sem hafði kært ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála um að vísa frá kæru hennar um að annar en hún fékk úthlutað sértæku húsnæðisúrræði í Reykjavík. Í álitinu er lagt til að borgin meti hvort endurskoða þurfi verklag í þessum málaflokki.
Umboðsmaður: Nánast útilokað að sinna frumkvæðismálum
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir embættið ekki geta sinnt frumkvæðismálum áfram vegna fjárskorts.. Þetta kom fram á fundi hans með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Umboðsmaður Alþingis gefur skýrslu á þingnefndarfundi
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, kynnir skýrslu sína fyrir árið 2019 á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis klukkan níu í dag.
11.11.2020 - 08:51
Mismunun „á grundvelli þjónustuforms“
Umboðsmaður Alþingis beinir því til úrskurðarnefndar velferðarmála að taka til nýrrar meðferðar mál manns með hreyfihömlun, óski hann þess. Árið 2018 staðfesti nefndin ákvörðun Tryggingastofnunar um að synja hreyfihömluðum manni um styrk til kaupa á bifreið á þeim grundvelli að maðurinn uppfyllti ekki nauðsynleg skilyrði til að eiga rétt á slíkum styrk.
Telur fólk eiga rétt á að skilja stjórnvöld
Dæmi eru um að fólk sem talar ekki íslensku átti sig ekki á því að það geti kært ákvarðanir stjórnvalda. Ástæðan er sú að það fær ekki upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta segir Umboðsmaður Alþingis. Hann telur að stjórnsýslulög veiti fólk rétt til að fá þessar upplýsingar. 
Sýslumenn benda fólki á að útvega túlk á eigin kostnað
Það þarf að skýra hver réttindi þeirra sem ekki skilja íslensku eiga að vera í samskiptum við stjórnvöld. Þetta er álit umboðsmanns Alþingis. Álitið var gefið út í gær í kjölfar frumkvæðisathugunar. Þar kemur meðal annars fram að sýslumannsembættin bendi fólki á að útvega túlk á eigin kostnað.