Færslur: Tyrkland

Bandaríkjastjórn hætti við að senda herskip á Svartahaf
Stjórnvöld í Washington hafa hætt við að senda tvö bandarísk herskip inn á Svartahaf. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa þetta eftir starfsmönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins. Annað herskipanna, sem koma átti í gær, miðvikudag, lét ekki sjá sig.
15.04.2021 - 01:23
Svefnlausar nætur eftir fund með Tyrklandsforseta
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum.
Tyrkir fordæma ummæli Draghi um Erdogan
Ítalski sendiherrann í Tyrklandi var kallaður á teppið í Ankara vegna ummæla Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, um tyrkneska forsetann. Draghi kallaði Recep Tayyip Erdogan einræðisherra vegna fundarins með forsetum Evrópusambandsins þar sem Ursula von der Leyen var skilin útundan. Draghi sagði Tyrki hafa niðurlægt von der Leyen, sem er forseti framkvæmdastjórnar ESB.
09.04.2021 - 06:17
Tyrkir kenna ESB um stólaklúðrið
Utanríkisráðherra Tyrklands lýsti því yfir í dag að uppröðun sæta á fundi Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Charles Michel, forseta leiðtogaráðs sambandsins með Erdogan Tyrklandsforseta á þriðjudag hafi verið samkvæmt tilmælum frá sambandinu.
Myndskeið
Von der Leyen fékk ekki sæti með körlunum
Uppsetning Tyrklandsforseta á fundi sínum með báðum forsetum Evrópusambandsins, þeim Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar ESB og Charles Michel forseta leiðtogaráðsins, vakti mikla athygli í gær.
08.04.2021 - 02:17
Hlutu lífstíðardóma fyrir valdaránstilraun í Tyrklandi
Tuttugu og tveir hlutu lífstíðarfangelsisdóma í Tyrklandi í dag og er gefið að sök að hafa tekið þátt í tilraun til valdaráns árið 2016. Þúsundir hafa hlotið dóma vegna málsins. 
Tyrkneskur stjórnarandstöðuþingmaður handtekinn
Lögregla í Tyrklandi handtók stjórnarandstöðuþingmanninn Ömer Faruk Gergerlioğlu og færði hann í gæsluvarðhald, eftir að dómstóll dæmdi hann til fangelsisvistar fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hryðjuverk þingmannsins fólst í nokkrum færslum á twitter, sem ekki voru ráðandi öflum að skapi. Ríkisstjórn Tyrklands krefst þess að flokkur Gergerlioğlus, Demókrataflokkurinn, verði leystur upp og bannaður.
03.04.2021 - 05:42
Heimsglugginn: Deilur um útflutning á bóluefni
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna.
Þúsundir kvenna mótmæltu í Istanbúl
Þúsundir Tyrkja, að miklum meirihluta konur, mótmæltu í gær forsetatilskipun Receps Tayyips Erdogans um að Tyrkland segi sig frá Istanbúl-sáttmálanum, fyrsta, bindandi alþjóðasáttmálanum sem gerður hefur verið með það að markmiði að draga úr kynbundnu ofbeldi. Tilkynnt var um þessa tilskipun forsetans nánast í skjóli nætur, seint á föstudagskvöld.
21.03.2021 - 06:49
Fyrsta loftárás Tyrkja á Sýrland í nær hálft annað ár
Tyrkneski flugherinn gerði í dag sprengjuárás á skotmörk í Norður-Sýrlandi, sem lúta yfirráðum Kúrda. Í tilkynningu frá Sýrlensku mannréttindavaktinni segir að sprengjuflugvél tyrkneska flughersins hafi varpað sprengjum á bækistöðvar hins sýrlensk-kúrdíska Lýðræðishers Sýrlands í þorpinu Saida, í útjaðri bæjarins Ain Issa. Þetta eru fyrstu loftárásir Tyrkja í Sýrlandi í 17 mánuði, samkvæmt Sýrlensku mannréttindavaktinni.
21.03.2021 - 00:58
Fimm í lífstíðarfangelsi fyrir morð á sendiherra
Fimm hlutu í gær lífstíðardóm í Tyrklandi fyrir aðild að morðinu á Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Ankara, árið 2016. Lögreglumaður á frívakt skaut sendiherrann til bana á listasafni í Ankara í desember 2016. Árásarmaðurinn var sjálfur skotinn til bana skömmu síðar. 
10.03.2021 - 03:05
Níu fórust í þyrluslysi í Tyrklandi
Níu tyrkneskir hermenn létust og fjórir slösuðust þegar þyrla sem þeir ferðuðust með fórst í dag í héraðinu Bitlis í suðausturhluta Tyrklands. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti landsins segir að samband við þyrluna hafi rofnað hálfri klukkustund eftir að hún hóf sig á loft. Leit hófst þegar í stað með flugvél, þyrlu og nokkrum drónum. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlega ástæðu slyssins.
04.03.2021 - 16:43
Erlent · Asía · Tyrkland · flugslys
Telja krónprinsinn hafa heimilað morðið á Khasoggi
Bandaríska leyniþjónustan telur afar litlar líkur á að aðgerð sem leiddi til morðs á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khasoggi hafi átt sér stað án samþykkis krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman. Þetta kemur fram í skýrslu leyniþjónustunnar um morðið sem gefin var út nú síðdegis.
26.02.2021 - 19:19
Leyndardómsfull málmsúla birtist og hvarf í Tyrklandi
Þriggja metra há málmsúla sem birtist með óútskýrðum hætti á akri í Şanlıurfa-sýslu í suðuausturhluta Tyrklands á föstudaginn er nú horfin. Tyrkneska fréttastofan Anadolu hefur eftir Fuat Demirdil, eiganda akursins, að hann hafi verið furðu lostinn yfir atburðunum öllum.
11.02.2021 - 11:59
Grikkir og Tyrkir ræða um landhelgi og auðlindir
Í morgun hófust í Istanbúl í Tyrklandi viðræður Grikkja og Tyrkja um landhelgi og auðlindir á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta er í fyrsta sinn í næstum fimm ár sem fulltrúar ríkjanna ræða þessi mál augliti til auglitis.
25.01.2021 - 09:13
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Meintir fylgismenn Gülens handteknir í Tyrklandi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa enn á ný gefið úr handtökuskipun á hendur meintum fylgismönnum klerksins og stjórnarandstöðuleiðtogans Fethullah Gülen, sem ráðamenn saka um að hafa staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu árið 2016.
19.01.2021 - 08:24
Erlent · Asía · Tyrkland
Skipskaði í óveðri á Svartahafi
Að minnsta kosti þrír skipverjar eru látnir eftir að flutningaskip sökk á Svartahafi undan Tyrklandsströnd í gær. Skipið var á leið frá Georgíu til Búlgaríu, og hugðist leita skjóls undan óveðri við bryggjuna í Bartin í Tyrklandi. Al Jazeera hefur eftir tyrknesku strandgæslunni að flutningaskipið hafi sokkið vegna þess að það tók á sig mikið vatn. 
18.01.2021 - 03:18
Þúsundir flýja árásir á bæinn Ain Issa í Sýrlandi
Minnst 9.500 íbúar sýrlenska bæjarins Ain Issa og nágrennis hafa flúið heimili sín undanfarna daga vegna harðnandi stórskotahríðar og flugskeytaárása Sýrlenska þjóðarhersins svonefnda, vopnaðarar hreyfingar sýrelenskra uppreisnarmanna sem nýtur stuðnings Tyrkja. Ain Issa lýtur aftur á móti yfirráðum hins svonefnda Lýðræðishers Sýrlands, sem er vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda; andstæðinga Assads Sýrlandsforseta sem jafnframt eru þyrnir í augum Tyrkja.
28.12.2020 - 06:16
Tafir á bóluefnasendingu til Tyrklands
Tafir verða á afhendingu kínverska bóluefnisins Sinovac til Tyrklands, vegna kórónaveirusmits hjá kínverska tollinum. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu á Twitter á sunnudag. Tafirnar verða þó ekki miklar, að líkindum ekki nema einn til tveir dagar ef allt gengur eftir.
28.12.2020 - 01:36
Tyrkir hefja bólusetningu með kínversku bóluefni
Tyrkir taka á móti fyrstu stóru sendingunni af kínversku bóluefni gegn COVID-19 á mánudag og hyggjast hefja bólusetningar eins fljótt og auðið er. Tyrkneska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu. Ætlunin er að bólusetja um níu milljónir manna í fyrstu bólusetningarskorpunni, og verður heilbrigðisstarfsfólk í forgangi. Samkvæmt ráðuneytinu hefur tyrkneska heilbrigðiskerfið burði til þess að bólusetja eina og hálfa til tvær milljónir manna á dag.
25.12.2020 - 03:01
Tyrkneskur blaðamaður í 27 ára fangelsi
Dómstóll í Istanbúl í Tyrklandi dæmdi í dag Can Dündar, fyrrverandi ritstjóra dagblaðsins Cumhuriyet í 27 ára fangelsi fyrir njósnir og aðstoð við hryðjuverkahóp. Helsta sakarefnið var frétt sem blaðið birti um vopnasendingu frá Tyrklandi til sýrlenskra uppreisnarmanna sem börðust við herlið Bashars al Assads, forseta Sýrlands.
23.12.2020 - 13:57
Réttað yfir tyrkneskum stjórnarandstöðuleiðtoga
Tyrkneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala kemur fyrir rétt í Istanbúl í dag. Mannréttindasamtök segja ákærur á hendur honum vera hluta af tilraunum Receps Tayyip Erdogan forseta til að þagga niður andóf í landinu.
Bandaríkjamenn refsa Tyrkjum
Bandaríkjastjórn lét í gær verða af hótunum um refsingar gegn Tyrkjum vegna kaupa þeirra á S-400 loftvarnarkerfi frá Rússum. Refsiaðgerðirnar beinast einkum gegn innkaupastofnun tyrkneska hersins og snúa að útgáfu leyfa og lánafyrirgreiðslu við stofnunina. 
15.12.2020 - 10:11
Tyrkir nota kínverskt bóluefni
Tyrkir hafa ákveðið að kaupa bóluefni við kórónuveirunni sem kínverska fyrirtækið Sinovac hefur þróað, þrátt fyrir að vísindalegum prófunum á því sé ekki lokið. Stefnt er að því að hefja bólusetningar sem fyrst, jafnvel fyrir áramót. 
11.12.2020 - 16:10
Bandaríkin og ESB undirbúa refsiaðgerðir gegn Tyrkjum
Hvort tveggja Bandaríkin og Evrópusambandið huga nú að refsiaðgerðum gegn Tyrkjum, af ólíkum ástæðum þó. Bandaríkjastjórn hyggst innleiða viðskiptaþvinganir gegn Hergagnaverksmiðju Tyrklands og forstjóra hennar innan skamms, vegna kaupa Tyrklandsstjórnar á rússneska S-400 eldflaugavarnakerfinu á síðasta ári. Leiðtogar ESB ígrunda mögulegar refsiaðgerðir vegna ólöglegra tilraunaborana Tyrkja í Miðjarðarhafi.
11.12.2020 - 02:42