Færslur: Tyrkland

Þúsundir flýja árásir á bæinn Ain Issa í Sýrlandi
Minnst 9.500 íbúar sýrlenska bæjarins Ain Issa og nágrennis hafa flúið heimili sín undanfarna daga vegna harðnandi stórskotahríðar og flugskeytaárása Sýrlenska þjóðarhersins svonefnda, vopnaðarar hreyfingar sýrelenskra uppreisnarmanna sem nýtur stuðnings Tyrkja. Ain Issa lýtur aftur á móti yfirráðum hins svonefnda Lýðræðishers Sýrlands, sem er vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda; andstæðinga Assads Sýrlandsforseta sem jafnframt eru þyrnir í augum Tyrkja.
28.12.2020 - 06:16
Tafir á bóluefnasendingu til Tyrklands
Tafir verða á afhendingu kínverska bóluefnisins Sinovac til Tyrklands, vegna kórónaveirusmits hjá kínverska tollinum. Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu á Twitter á sunnudag. Tafirnar verða þó ekki miklar, að líkindum ekki nema einn til tveir dagar ef allt gengur eftir.
28.12.2020 - 01:36
Tyrkir hefja bólusetningu með kínversku bóluefni
Tyrkir taka á móti fyrstu stóru sendingunni af kínversku bóluefni gegn COVID-19 á mánudag og hyggjast hefja bólusetningar eins fljótt og auðið er. Tyrkneska heilbrigðisráðuneytið greinir frá þessu. Ætlunin er að bólusetja um níu milljónir manna í fyrstu bólusetningarskorpunni, og verður heilbrigðisstarfsfólk í forgangi. Samkvæmt ráðuneytinu hefur tyrkneska heilbrigðiskerfið burði til þess að bólusetja eina og hálfa til tvær milljónir manna á dag.
25.12.2020 - 03:01
Tyrkneskur blaðamaður í 27 ára fangelsi
Dómstóll í Istanbúl í Tyrklandi dæmdi í dag Can Dündar, fyrrverandi ritstjóra dagblaðsins Cumhuriyet í 27 ára fangelsi fyrir njósnir og aðstoð við hryðjuverkahóp. Helsta sakarefnið var frétt sem blaðið birti um vopnasendingu frá Tyrklandi til sýrlenskra uppreisnarmanna sem börðust við herlið Bashars al Assads, forseta Sýrlands.
23.12.2020 - 13:57
Réttað yfir tyrkneskum stjórnarandstöðuleiðtoga
Tyrkneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala kemur fyrir rétt í Istanbúl í dag. Mannréttindasamtök segja ákærur á hendur honum vera hluta af tilraunum Receps Tayyip Erdogan forseta til að þagga niður andóf í landinu.
Bandaríkjamenn refsa Tyrkjum
Bandaríkjastjórn lét í gær verða af hótunum um refsingar gegn Tyrkjum vegna kaupa þeirra á S-400 loftvarnarkerfi frá Rússum. Refsiaðgerðirnar beinast einkum gegn innkaupastofnun tyrkneska hersins og snúa að útgáfu leyfa og lánafyrirgreiðslu við stofnunina. 
15.12.2020 - 10:11
Tyrkir nota kínverskt bóluefni
Tyrkir hafa ákveðið að kaupa bóluefni við kórónuveirunni sem kínverska fyrirtækið Sinovac hefur þróað, þrátt fyrir að vísindalegum prófunum á því sé ekki lokið. Stefnt er að því að hefja bólusetningar sem fyrst, jafnvel fyrir áramót. 
11.12.2020 - 16:10
Bandaríkin og ESB undirbúa refsiaðgerðir gegn Tyrkjum
Hvort tveggja Bandaríkin og Evrópusambandið huga nú að refsiaðgerðum gegn Tyrkjum, af ólíkum ástæðum þó. Bandaríkjastjórn hyggst innleiða viðskiptaþvinganir gegn Hergagnaverksmiðju Tyrklands og forstjóra hennar innan skamms, vegna kaupa Tyrklandsstjórnar á rússneska S-400 eldflaugavarnakerfinu á síðasta ári. Leiðtogar ESB ígrunda mögulegar refsiaðgerðir vegna ólöglegra tilraunaborana Tyrkja í Miðjarðarhafi.
11.12.2020 - 02:42
Um 200 handteknir í Tyrklandi
Lögreglan í Tyrklandi handtók í morgun nærri tvö hundruð grunaða fylgismenn stjórnarandstöðuleiðtogans Fetullah Gülens. Fréttastofan Anadolu greindi frá þessu og sagði að áður hefðu verið gefnar út handtökuskipanir á hendur ríflega 300 fylgismönnum Gülens, þar af 295 hermönnum.
08.12.2020 - 12:09
Erlent · Asía · Tyrkland
Tyrkland
Allt lokað og læst kvölds og nætur og helgarnar allar
Tyrknesk stjórnvöld hafa sett strangar sóttvarnareglur sem kveða meðal annars á um útgöngubann um nætur í miðri viku og algjört útgöngubann og víðtækar lokanir um helgar. Ástæðan er sú sama og annars staðar þar sem gripið er til aðgerða af þessu tagi; mikil fjölgun COVID-19 tilfella að undanförnu.
01.12.2020 - 05:34
Yfir 300 Tyrkir til viðbótar dæmdir í lífstíðarfangelsi
Tyrkneskur dómstóll dæmdi nýverið á fjórða hundrað fyrrverandi tyrkneskra hermanna í lífstíðarfangelsi fyrir aðild að misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi sumarið 2016, flesta án möguleika á reynslulausn. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem AFP-fréttastofan fékk í hendur í gær.
Rússar og Tyrkir ræða sameiginlegt eftirlit
Rússnesk sendinefnd er væntanleg til Tyrklands til að ræða sameiginlegt eftirlit með vopnahléi Armena og Asera. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2020 - 09:03
Rússneskir friðargæsluliðar komnir til Nagorno-Karabakh
Fjöldi rússneskra friðargæsluliða er kominn til Nagorno-Karabakh, þar sem þeim er ætlað að standa vaktina á landamærum sjálfstjórnarhéraðsins og á lykilstöðum innan þess og utan næstu fimm árin. Fleri eru á leiðinni og alls verða 1.960 rússneskir friðargæsluliðar sendir til starfa á svæðinu, með 90 bryndreka sér til halds og trausts.
11.11.2020 - 01:50
Erdogan sendir Joe Biden hamingjuóskir
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sendi Joe Biden hamingjuóskir í dag fyrir að hafa sigrað Donald Trump í forsetakosningunum fyrir viku. Jafnframt óskaði hann bandarísku þjóðinni friðar og velsældar og kvaðst vonast til þess að Tyrkir og Bandaríkjamenn ættu eftir að vinna náið saman í framtíðinni.
Tengdasonur Erdogans segir af sér
Fjármálaráðherra Tyrklands, Berat Albayrak, sagði í dag upp störfum. Hann sendi frá sér yfirlýsingu á Instagramsíðu sinni, þar sem hann segist hafa tekið þessa ákvörðun af heilsufarsástæðum. Hann ætli að verja meiri tíma með fjölskyldu sinni, sem hann segist hafa vanrækt á pólitískum ferli sínum.
09.11.2020 - 00:27
Guðni sendi samúðarkveðjur til Austurríkis og Tyrklands
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju íslensku þjóðarinnar til forseta Tyrklands og Austurríkis vegna atburða þar síðustu daga.
03.11.2020 - 15:24
Var bjargað 91 klukkustund eftir skjálftann
Fjögurra ára stúlku, Ayda Gezgin, var í morgun bjargað úr rústum húss sem hrundi í Izmir í Tyrklandi á föstudag þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir vestanvert landið.
03.11.2020 - 08:42
Erlent · Asía · Tyrkland
100 dóu í skjálftanum í Tyrklandi á föstudag
Eitt hundrað manns hafa fundist látin eftir jarðskjálftann sem reið yfir vestanvert Tyrkland á föstudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum í Tyrklandi. Minnst 994 slösuðust í skjálftanum, sem olli mikilli eyðileggingu í borginni Izmir og nágrenni.
03.11.2020 - 06:25
Barni bjargað úr rústum í Izmir
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.
02.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Grikkland
Macron segir Tyrki herskáa í garð bandamanna í NATÓ
Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir Tyrki undir forystu Receps Tayyip Erdogans herskáa í garð bandamanna sinna í Atlantshafsbandalaginu. Frakklandsforseti lét þessi orð falla í viðtali á Al-Jazeera sjónvarpsstöðinni í dag.
Minnst 22 látnir og 786 slasaðir eftir skjálftann
Að minnsta kosti 22 hafa látist eftir að kraftmikill jarðskjálfti reið yfir á Eyjahafi í dag, tuttugu í borginni Izmir í Tyrklandi og tveir unglingar á grísku eyjunni Samos. Þeir voru á leiðinni heim úr skóla þegar húsveggur hrundi á þá. Margir eftirskjálftar hafa mælst, þeir stærstu yfir fjórir að stærð.
30.10.2020 - 22:53
Myndskeið
Fjórir látnir eftir jarðskjálfta við strönd Tyrklands
Minnst fjórir eru látnir og hundrað og tuttugu slasaðir í borginni Izmir, þriðju fjölmennustu borg Tyrklands, eftir að jarðskjálfti að stærðinni 7 varð í Eyjahafi í dag, norðan við grísku eyjuna Samos. Borgarstjórinn í Izmir segir að tuttugu hús séu hrunin en flóðbylgja kom eftir skjálftann.
30.10.2020 - 15:00
Myndskeið
Sjö stiga skjálfti við strönd Tyrklands
Öflugur jarðskjálfti, allt að sjö að stærð, varð undan strönd Tyrklands á tólfta tímanum í dag. Minnst sex byggingar í tyrknesku borginni Izmir eyðilögðust og nokkrar skemmdust á grísku eynni Samos. Ekki liggur fyrir hvort manntjón hafi orðið.
30.10.2020 - 13:17
Frakkar halda sínu striki gagnvart öfgasinnum
Stjórnvöld í Frakklandi ætla að halda sínu striki í baráttunni gegn öfgasinnuðum íslamistum, þrátt fyrir andstöðu forseta Tyrklands og leiðtoga fleiri múslimaríkja. 
28.10.2020 - 16:27
Tyrkir hóta hörðu vegna skopmyndar af Erdogan
Tyrkneskir embættismenn hótuðu í morgun hörðum viðbrögðum vegna skopmyndar af Recep Tayyip Erdogan á forsíðu franska tímaritsins Charlie Hebdo. Gripið yrði bæði til lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna málsins.
28.10.2020 - 10:31
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Frakkland