Færslur: Tyrkland

Kröfðust þess að Tyrkland standi við Istanbúlsáttmálann
Þúsundir kvenna fylktu liði á götum nokkurra tyrkneskra borga í gær, þar sem þær mótmæltu kynbundnu ofbeldi og kröfðust þess að stjórnvöld létu allar hugmyndir um að segja Tyrkland frá Istanbúl-sáttmálanum lönd og leið.
06.08.2020 - 06:22
Tyrkir herða lög um samfélagsmiðla
Tyrkneska þingið samþykkti umdeilt lagafrumvarp í dag sem heimilar stjórnvöldum að hafa afskipti af efni sem ratar inn á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Gagnrýnendur nýju laganna telja markmið þeirra að hefta málfrelsi.
29.07.2020 - 16:21
Hert löggjöf um samfélagsmiðla í Tyrklandi
Ríkisstjórn Tyrklands hefur aukið tangarhald sitt á samfélagsmiðlum. Ný lög þar að lútandi voru samþykkt í morgun.
Þjóðverjar reyna að miðla málum
Spenna hefur farið vaxandi milli Grikkja og Tyrkja vegna ákvörðunar hinna síðarnefndu að hefja olíu- og gasleit á svæði á Eyjahafi sem Grikkir segja tilheyra landgrunni sínu.
24.07.2020 - 09:14
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Aukin spenna vegna umsvifa Tyrkja
Gríski flotinn hefur aukið viðbúnað sinn á Eyjahafi vegna áforma Tyrkja um olíuleit suður af grísku eynni Kastellorizo á hafinu suðaustanverðu.
22.07.2020 - 13:39
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland
Ekkert fararsnið á Tyrkjum
Tyrkneskt herlið verður áfram í Sýrlandi þangað til búið verður að tryggja þar frið, öryggi og frelsi fyrir þegna landsins. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag.
21.07.2020 - 16:01
Viðtal
Dapurlegt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar segir erfitt að horfa upp á getuleysi lýðræðisríkjanna í ÖSE til að takast á við vandamál af því tagi sem urðu til þess að hún lætur af störfum á morgun. Þrjú ríki, Aserbaídsjan, Tadsíkistan og Tyrkland snerust gegn henni og þremur öðrum starfsmönnum. 
17.07.2020 - 10:06
Heimila að breyta Ægisif í mosku
Æðsti dómstóll Tyrklands heimilaði í dag að Ægisif eða Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, verði breytt úr safni í mosku. Byggingin var reist í Istanbúl á sjöttu öld og var ein af höfuðkirkjum kristinnar trúar í þúsund ár. Eftir það var hún moska í fimm aldir þar til hún var gerð að safni um miðjan fjórða áratug síðustu aldar.
10.07.2020 - 14:59
Réttarhöld yfir morðingjum Khashoggis hafin í Istanbúl
Réttarhöld yfir tuttugu sakborningum vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófust í Tyrklandi í dag. Khashoggi var myrtur í sendiráið Sádi Arabíu í Istanbúl árið 2008. Sakborningarnir voru ekki í dómssal, því Sádar neituðu að framselja þá til Tyrklands.
04.07.2020 - 00:42
Erdogan vill breyta Ægisif í mosku
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, vísar á bug gagnrýni á að vilja breyta Hagia Sophia, einu þekktasta kennileiti landsins úr safni í mosku. Tyrkneski stjórnlagadómstóllinn hefur málið til skoðunar.
03.07.2020 - 15:50
Erdogan hafnar afsögn ráðherra
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, neitaði innanríkisráðherra sínum um afsögn í dag. Suleyman Soylu tilkynnti uppsögn sína í kvöld eftir að tilkynning hans um útgöngubann með skömmum fyrirvara leiddi til þess að fólk flykktist í örvæntingu í verslanir til að birgja sig upp.
13.04.2020 - 00:25
Tyrkir yngri en 20 ára og eldri en 65 í útgöngubanni
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, gaf í gær út tilskipun þess efnis að allir landsmenn yngri en tvítugir skuli halda sig innandyra þar til annað verður tilkynnt, til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 farsóttinni. Erdogan tilkynnti þetta í sjónvarpsávarpi í gærkvöld, en útgöngubann unga fólksins tók gildi á miðnætti. Áður var búið að skikka alla Tyrki yfir 65 ára aldri í heimasóttkví.
04.04.2020 - 07:15
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Covid19
Tuttugu ákærðir fyrir morðið á Khashoggi
Yfirvöld í Tyrklandi hafa birt ákærur á hendur tuttugu mönnum vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október 2018. Meðal ákærðra eru tveir fyrrverandi aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu. 
25.03.2020 - 11:58
125 ára dómur fyrir að reka flóttamenn í dauðann
Þrír menn voru dæmdir í 125 ára fangelsi í Tyrklandi í gær fyrir þátt sinn í andláti hins þriggja ára Alan Kurdi frá Sýrlandi og fimm annarra árið 2015. Mynd af líki Kurdis í tyrkneskri fjöru varð eins konar táknmynd hættunnar og örvæntingarinnar sem blasti við flóttamönnum frá Sýrlandi. 
14.03.2020 - 06:08
Grikkir sakaðir um að brjóta lög
Flóttamenn og hælisleitendur sem koma frá Tyrklandi til Grikklands eru fangelsaðir og fluttir á leyndan stað við landamærin áður en þeir eru sendir tilbaka. Þetta fullyrðir bandaríska dagblaðið New York Times og segja þetta brjóta í bága við alþjóðalög. 
11.03.2020 - 10:53
Þjóðverjar ætla að taka við flóttabörnum
Berlínarborg ætlar að taka við allt að hundrað börnum sem nú dvelja í flóttamannabúðum í Grikklandi. Þetta sagði Andreas Geisel, fulltrúi í borgarstjórn, í viðtali á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í morgun. 
10.03.2020 - 12:07
Babacan stofnar nýjan flokk
Ali Babacan, fyrrverandi varaforsætisráðherra Tyrklands, ætlar í dag að óska formlega heimildar um að fá að stofna nýja stjórnmálaflokk og segir að tilkynnt verði um nafn nýs flokks á miðvikudag. 
09.03.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Tyrkland
Flóttamenn eru peð í pólitísku þrátefli
Eldur braust út í morgun í flóttamannabúðum á grísku eyjunni Lesbos og olli miklum skemmdum en engum mannskaða. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem stór eldsvoði verður í flóttamannabúðum í landinu. Sýrlenskir flóttamenn eru notaðir sem peð í pólitísku þrátefli.
08.03.2020 - 17:40
Vopnahlé gengið í gildi í Idlib-héraði
Allt hefur verið með „tiltölulega kyrrum kjörum" í Idlib-borg og samnefndu héraði í norðanverðu Sýrlandi eftir að vopnahlé tók þar gildi á miðnætti, eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma, að undirlagi Rússa og Tyrkja.
06.03.2020 - 00:39
Pútín ræðir við Erdogan í Moskvu
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafa ræðst við í Moskvu í dag um möguleika á vopnahléi í Idlib-héraði í Sýrlandi, þar sem harðir bardagar hafa geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og Tyrkja. 
05.03.2020 - 15:43
Beittu táragasi og vatnsdælum á flóttamenn
Lögregla og landamæraverðir í Grikklandi beittu táragasi og vatnsdælum í dag þegar hundruð flóttamanna reyndu að komast yfir landamærin frá Tyrklandi. Yfirvöld í Grikklandi þvertaka fyrir að hafa beitt harðræði í aðgerðum sínum.
04.03.2020 - 14:47
Grikkir fá 700 milljónir evra frá Evrópusambandinu
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í dag að Grikkir fái 700 milljónir evra frá sambandinu til að bregðast við fjölda flóttamanna sem nú streymir inn í landið frá Tyrklandi. Evrópusambandið lýsti í morgun yfir þungum áhyggjum af afleiðingum ákvörðunar tyrkneskra yfirvalda um að hindra ekki lengur för flóttamanna og hælisleitenda á leið til Evrópu.
03.03.2020 - 16:08
Uppreisnarmenn snúa vörn í sókn með aðstoð Tyrkja
Uppreisnarmenn í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa undanfarna fimm daga styrkt þar stöðu sína með hjálp Tyrkja. Tyrkir hafa notað orrustuþotur og stórskotalið til hjálpar uppreisnarmönnum, en einnig sent dróna til árása á sýrlenska stjórnarherinn í Idlib og víðar.
03.03.2020 - 09:34
Borrell ræðir við tyrkneska ráðamenn
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hélt í morgun til Tyrklands til að ræða við ráðamenn þar um stríðið í Sýrlandi og málefni flóttamanna. Með honum í för er Janez Lenarcic, sem hefur umsjón með mannúðaraðstoð á vegum sambandsins.
Grikkir neita því að hafa skotið á flóttafólk
Grísk stjórnvöld neita því að hafa skotið á bát undan ströndum landsins til þess að forða því að flóttafólk kæmist ólöglega inn í landið. 
02.03.2020 - 23:56