Færslur: Tyrkland

Tyrkir fá líklega F-16 orrustuþotur í stað F-35
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar hafa boðist til að selja Tyrkjum F-16 orrustuþotur til að launa þeim fjárfestinguna í þróun og smíði F-35 orrustuþotnanna á sínum tíma. Það verkefni var að mestu fjármagnað af Bandaríkjunum en líka af nánum bandalagsríkjum þeirra innan NATÓ; þar á meðal Tyrkjum. Þeir voru hins vegar útilokaðir frá samstarfinu - og framtíðarkaupum á F-35 þotunum - eftir að þeir fjárfestu í rússnesku eldflaugavarnakerfi.
18.10.2021 - 05:53
Í gæsluvarðhaldi í tæplega 4 ár
Dómstóll í Istanbúl í Tyrklandi framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Osman Kavala. Honum hefur verið haldið í varðhaldi í hátt í fjögur ár án dóms. Mannréttindahópar og stjórnvöld á Vesturlöndum telja að meðferðin á honum sé tákn um vaxandi vægðarleysi Erdogans forseta gagnvart gagnvart andstæðingum sínum.
08.10.2021 - 15:55
Saadi sonur Muammars Gaddafi laus úr fangelsi
Saadi Gaddafi, sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu hefur verið látinn laus úr fangelsi í Trípólí-borg. Hann er talinn hafa yfirgefið landið umsvifalaust.
05.09.2021 - 23:48
Norska lögreglan gerir hundruð fornmuna upptæk
Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.
04.09.2021 - 02:55
Olíubrák frá Sýrlandi stefnir að ströndum Kýpur
Stjórnvöld á Kýpur fylgjast nú grannt með allstórum olíuflekki sem stefnir hraðbyri að norðurströnd eyjarinnar. Olían barst frá orkuveri á Miðjarðarhafsströnd Sýrlands í síðustu viku eftir að leki kom að olíutanki.
01.09.2021 - 02:12
Tyrkir funda með Talibönum um flugvöllinn
Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan segir að tyrknesk stjórnvöld séu í beinum samskiptum og samningaviðræðum við Talibana. Tyrkir hafa boðist til þess að aðstoða Talibana við að reka alþjóðaflugvöllinn í Kabúl eftir að erlendar hersveitir hafa yfirgefið borgina að ágústmánuði loknum.
Slökkvilið berst við skógarelda á Algarve í Portúgal
Hundruð slökkviliðsmanna berjast nú við skógarelda sem kviknuðu á ferðamannslóðum í Algarve í suðurhluta Portúgals í gær.
17.08.2021 - 10:12
Tvenns konar hamfarir í Tyrklandi
Slökkviliðsflugvél með átta innanborðs hrapaði í Tyrklandi í dag. Að sögn yfirvalda komst enginn lífs af. Flugvélin var rússnesk og var áhöfn hennar frá Rússlandi og Tyrklandi. AFP fréttastofan segir að slysið hafi orðið einmitt um það leyti sem yfirvöld eru við það að ná tökum á þeim hundruðum elda sem loga í skógum við suðurströnd landsins.
14.08.2021 - 23:35
Tyrklandsforseti heitir bótum eftir hamfaraflóð
Hamfaraflóð í norðanverðu Tyrklandi hafa orðið 27 manns að bana. Flóðin skullu á skömmu eftir að náðist að hemja mikla skógarelda sem urðu átta að bana. Forseti landsins heitir því að íbúum verði að fullu bættur skaðinn.
13.08.2021 - 14:11
Vara við að skógareldar blossi upp á Spáni og Portúgal
Yfirvöld á Spáni og í Portúgal eru í viðbragðsstöðu í ljósi þess að skógareldar gætu brotist út vegna gríðarlegs hita í suðaustanverðri Evrópu.Heitt loft sunnan úr Norður-Afríku hefur skapað mikla hitabylgju allt umhverfis Miðjarðarhafið undanfarna daga.
Þjóðarsorg í Alsír þar sem 65 eru látin í skógareldum
Forseti Alsír lýsir yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu til að minnast þeirra sextíu og fimm sem látið hafa lífið í gríðarlegum skógareldum. Stjórnvöld grunar sterklega að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.
11.08.2021 - 15:47
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Sextán látin í skógar- og gróðureldum í Evrópu
Minnst sextán hafa látið lífið í skógar- og gróðureldum í Evrópu síðustu daga og vikur. Tveir létust í eldunum í Grikklandi í gær, en áður höfðu tveir farist á Ítalíu, fjögur á Kýpur og átta í Tyrklandi. Annar Grikkjanna sem dó í gær var slökkviliðsmaður en hinn formaður viðskiptaráðs Aþenu.
07.08.2021 - 04:26
„Eins og kolaofn sem ekki er hægt að komast úr“
Þetta er eins og í kolaofni sem maður kemst ekki út úr, segir Íslendingur sem býr í Aþenu um gróðureldana sem hafa geisað í Grikklandi. Hið forna Ólympíuþorp gæti verið í hættu. Naumlega tókst að koma í veg fyrir að orkuver í Tyrklandi yrði gróðureldum að bráð. 
05.08.2021 - 18:43
Þúsundir berjast við eldana í Tyrklandi
Skógareldar í suðvesturhluta Tyrklands ógna varmaorkuveri við ferðamannabæinn Milas. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta manns að bana. Á sjötta þúsund berjast við eldana og notast við mönnuð og ómönnuð loftför og hundruð slökkvibíla.
03.08.2021 - 13:45
Haniyeh endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi Hamas
Hamas-samtökin tilkynntu í dag að Ismail Haniyeh hefði verið endurkjörinn stjórnmálaleiðtogi samtakanna. Hann hefur verið leiðtogi samtakanna frá árinu 2017.
Tyrkland: Slökkvilið glímir enn við ógurlega skógarelda
Barátta slökkviliðsmanna við skógarelda heldur áfram í Tyrklandi. Ferðafólk hefur neyðst til að forða sér frá vinsælum áfangastöðum við ströndina. Eldhafið hefur þegar heimtað nokkur mannslíf.
02.08.2021 - 05:18
Myndskeið
Mannskæðir skógareldar geisa í Tyrklandi
Skógareldar brutust út í Tyrklandi á miðvikudag og loga nú á tíu stöðum víðsvegar um landið. 6 eru látnir, yfir 300 manns hafa særst og hefur þurft að rýma bæði þorp og hótel víða með tilheyrandi brottflutningi.
31.07.2021 - 15:30
Skógareldar á ferðamannaslóðum í Tyrklandi
Þrír eru látnir og 122 hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna reykeitrunar eftir að skógareldar kviknuðu í Antalya-héraði í suðurhluta Tyrklands í gær. Meðal annars brennur gróður í og við ferðamannabæinn Manavgat. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa tuttugu hús brunnið í einu hverfi bæjarins. Þar bjuggu um fimm hundruð manns. Margir hafa verið fluttir á brott. Þyrlur eru notaðar við slökkvistarfið. Yfirvöld grunar að kveikt hafi verið í skóginum, þar sem eldurinn kom upp á fjórum stöðum.
29.07.2021 - 15:22
Öryggisráðið fordæmir yfirlýsingar Erdogans
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag yfirlýsingu Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta um að tvö ríki skuli vera á Kýpur og að Kýpur-Tyrkjum verði leyft að flytja til draugabæjarins Varosha á eyjunni. 
23.07.2021 - 17:28
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Tyrkland · Kýpur
Fordæma áætlanir um að blása lífi í kýpverskan draugabæ
Leiðtogar Bandaríkjanna og Evrópsambandsins gagnrýna Tyrklandsforseta og leiðtoga Kýpurtyrkja harðlega fyrir yfirlýsingar þeirra og áform um að flytja Kýpurtyrkja til draugabæjarins Varosha. Tyrkir blása á gagnrýni Vesturveldanna og segja hana markleysu.
Fimm ár frá misheppnuðu valdaráni Tyrklandshers
Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir múslímska útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.
15.07.2021 - 13:50
Gleðigangan stöðvuð í Istanbúl eitt árið enn
Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í dag og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi á göngufólk og tugir voru handteknir, þar á meðal ljósmyndari AFP-fréttastofunnar.
27.06.2021 - 00:27
Tyrkland
Erdogan kynnti framkvæmdir á nýjum skipaskurði
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, tók í dag fyrstu skrefin í átt að umdeildum framkvæmdum, skipaskurði í grennd við Istanbúl sem á að tengja Svartahafið við Marmarahaf. Forsetinn hélt athöfn til að kynna framkvæmdirnar og sagði þær eiga eftir að bjarga framtíð Istanbúl.
26.06.2021 - 18:12
Svarar Tyrkjum og segist ekki ritskoða mál þingmanna
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur ítrekað við forseta tyrkneska þjóðþingsins að hann ritskoði ekki þau mál sem íslenskir þingmenn setja fram. Hans hlutverk sé fyrst og fremst að meta hvort málin sem lögð eru fyrir þingið séu í samræmi við stjórnarskrá.
21.05.2021 - 15:39