Færslur: Tyrkland

Segir Vesturlandabúa ofsækja múslima
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands sakar Vesturlandabúa um ofsóknir á hendur múslimum. Sumir leiðtogar vestrænna ríkja kyndi undir íslamsfóbíu að hans sögn og hvetur hann Frakklandsforseta til að fara í geðrannsókn.
26.10.2020 - 16:00
Grunnt á því góða milli Frakklands og Tyrklands
Sendiherra Frakklands í Tyrklandi hefur verið kallaður heim til samráðs í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan forseti viðhafði móðgandi ummæli um Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
25.10.2020 - 06:12
Tyrkneskur þjóðernissinni kjörinn forseti Norður-Kýpur
Þjóðernissinninn Ersin Tatar var í gær kosinn forseti Norður-Kýpur, þar sem Tyrkir ráða ríkjum, og velti þar með sitjandi forseta af stalli. Tatar er fylgjandi því að Kýpur verði áfram aðskilin ríki: Lýðveldið Kýpur á eynni sunnanverðri, þar sem íbúar eru grískumælandi, og svo Tyrkneska lýðveldið Norður-Kýpur. Núverandi forseti, Mustafa Akinci, er hins vegar formælandi þess að Norður-Kýpur sameinist grískumælandi hluta eyjunnar, sem verði eitt, sameinað ríki.
19.10.2020 - 06:17
Tyrkir senda rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði
Tyrkir greindu frá því seint í gærkvöld að þeir ætli að senda rannsóknarskip á sömu slóðir og vöktu deilur við Grikki nýverið. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Sjóherinn greindi frá því að skipið Oruc Reis hefji rannsóknir að nýju í dag og verði að fram til 22. október. 
12.10.2020 - 04:42
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Kennir Erdogan um átök Armena og Asera
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sakar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að vera upphafsmann að nýjum  átökum Asera og Armena. Þetta kemur fram í viðtali við Assad sem rússneska fréttastofan RIA birti í morgun.
06.10.2020 - 07:58
Áfram barist um Nagorno-Karabakh
Ekkert lát er á bardögum á landamærum Armeníu og Aserbaísjan og voru stórskotaliðsárásir á báða bóga í nótt. Staðfest er að nærri tvö hundruð hafi fallið síðan bardagar brutust út milli ríkjanna um síðustu helgi, þar af fleiri en þrjátíu almennir borgarar.
02.10.2020 - 08:51
Refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum og Tyrkir varaðir við
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í kvöld refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta Rússlandi og boðar einnig aðgerðir gegn Tyrkjum, láti þeir ekki af tilraunaborunum eftir gasi í efnahagslögsögu Kýpur. Um 40 háttsettir ráðamenn í Hvíta Rússlandi fá ekki að ferðast til Evrópusambandsins í bráð.
02.10.2020 - 02:24
Myndskeið
Um hvað snúast deilurnar um Nagorno-Karabakh?
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í kvöld vegna átakanna sem geisa milli Armena og Azera um Nagorno Karabakh-héraðið. Deilur ríkjanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna.
Telur Róbert Spanó ekki geta gert annað en sagt af sér
Heimsókn Róberts Spanó, forseta Mannréttindadómstóls Evrópu, til Tyrklands í byrjun mánaðarins olli töluverðum deilum sem enn sér ekki fyrir endann á. Einn helsti sérfræðingur í málefnum Tyrklands og Mannréttindadómstólsins krefst afsagnar Róberts, sem hafi með heimsókn sinni skaðað orðspor dómstólsins varanlega. Hann hafi engan annan kost en að segja af sér.
Macron hvetur til samstöðu gegn Tyrkjum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gagnrýndi stjórnvöld í Tyrklandi í morgun og sagði að framkoma þeirra í garð Grikkja og í öðrum málum væri ólíðandi. Hann hvatti ríki Evrópusambandsins til að móta sameiginlega afstöðu gagnvart Tyrkjum og tala einum rómi. 
10.09.2020 - 11:32
Erlent · Asía · Evrópa · Frakkland · Grikkland · Tyrkland
Morgunútvarpið
Þórhildur Sunna: Tyrklandsheimsókn Róberts réttlætanleg
Það er réttlætanlegt að Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, hafi farið í opinbera heimsókn til Tyrklands. Þetta er mat Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur mannréttindalögfræðings og þingmanns Pírata sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun. Fulltrúar dómstólsins verða að vera óhlutdrægir gagnvart sínum aðildarríkjum, hefði Róbert ekki þegið boðið hefði það verið til marks um hið gagnstæða.
Átta dæmd fyrir morðið á Khashoggi
Átta hafa verið dæmd til sjö til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir morðið á sádí-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018.
Segir Róbert Spanó hafa gert skyldu sína
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, notaði tjáningarfrelsið sem staða hans færir honum, til að veita þeim kjark sem eigi skilið að heyra frjáls og sanngjörn orð. Þetta segir Vladimiro Zagrebelsky, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, í aðsendri grein í ítalska blaðinu La Stampa í dag. Þar bregst hann við þeirri gagnrýni sem Róbert hefur fengið fyrir að taka við heiðursdoktorsnafnbót í Tyrklandi.
Segir Tyrki verða að láta af hótunum
Tyrkir verða að láta af hótunum í garð Grikkja vilji þeir hefja viðræður til að draga úr spennunni á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta sagði Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, í morgun.
04.09.2020 - 08:58
Myndskeið
„Fólkið sem rak mig veitir þér heiðursgráðu“
Róbert Spanó varð í dag fyrsti forseti Mannréttindadómstóls Evrópu sem fer í opinbera heimsókn til Tyrklands. Heimsóknin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna þess að mannréttindi séu þar fótum troðin og tugþúsundir mála tengd mannréttindabrotum hafa verið send Mannréttindadómstólnum.
Myndskeið
Talaði um brot gegn dómurum í ræðu í Tyrklandi
Róbert Spanó, forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, lagði áherslu á sjálfstæði dómstóla þegar hann flutti ávarp hjá tyrkneskri réttarfarsstofnun sem þjálfar dómara í dag. Hann er í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Róbert tiltók sérstaklega að Mannréttindadómstóllinn hefði réttað í málum dómara sem kærðu ólöglega brottrekstra úr embætti í heimalandinu. Hann vísaði einnig til þess að tyrkneskir dómarar hefðu leitað til dómstólsins eftir handtökur í Tyrklandi og sagði að þau mál yrðu skoðuð vandlega.
Tyrkir framlengja leit að gasi
Tyrkir framlengdu í morgun öðru sinni leit sinni að gasi á umdeildu hafsvæði á austanverðu Miðjarðarhafi. Er búist við að það auki enn á spennuna í samskiptum þeirra við Grikki, en stjórnvöld í Aþenu telja svæðið vera í grískri lögsögu.
01.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Grikkland
Tyrkir saka Grikki um sjóræningjastarfsemi
Stjórnvöld í Ankara sökuðu í morgun Grikki um sjóræningjastarfsemi og að vígbúast á umdeildri eyju skammt undan strönd Tyrklands. Birtar voru myndir af því í síðustu viku þegar grískir hermenn gengu á land á eynni, en Tyrkir segja að hún eigi að vera vopnlaust svæði samkvæmt alþjóðasamningum. 
31.08.2020 - 11:28
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
ESB varar Tyrki við efnahagsþvingunum
Evrópusambandið varaði við því í dag að settar yrðu efnahagsþvinganir á Tyrki ef ekki næðist að slaka á spennunni sem myndast hefur við Miðjarðarhaf.
28.08.2020 - 15:21
Þjóðverjar hvetja til viðræðna
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti í dag Grikki og þrjú önnur ríki til að hætta heræfingum á austanverðu Miðjarðarhafi til að skapa svigrúm til viðræðna milli þeirra og Tyrkja um deilur um auðlindir og lögsögu á þessum slóðum. Maas sagði að leysa þyrfti deilur Grikkja og Tyrkja eftir diplómatískum leiðum.
27.08.2020 - 12:12
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Heræfingar á austanverðu Miðjarðarhafi
Á austanverðu Miðjarðarhafi, skammt suður af Kýpur, hófust í morgun heræfingar með þátttöku skipa og flugvéla frá Grikklandi, Kýpur, Frakklandi og Ítalíu. Að sögn gríska varnarmálaráðuneytisins munu æfingarnar standa í þrjá daga.
26.08.2020 - 09:32
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Maas hvetur Grikki og Tyrki til viðræðna
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, fór á fund starfsbræðra sinna í Tyrklandi og Grikklandi í gær. Þar bar hann fram ósk sína um að spennan á milli ríkjanna á austanverðu Miðjarðarhafi minnki. Hann varaði við því að minnsti neisti gæti leitt til hörmunga. 
26.08.2020 - 05:48
Tyrkir hafa fundið risastóra gaslind í Svartahafi
Tyrkir hafa fundið risavaxna gaslind á botni Svartahafsins, þá stærstu sem fundist hefur í tyrkneskri efnahagslögsögu. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær. Hann segir áhöfn tyrkneska rannsókna- og borunarskipsins Fatih, sem verið hefur í rannsóknarleiðangri síðan í júlí, hafa fundið lindina, sem talin er geyma um 320 milljarða rúmmetra jarðgass.
22.08.2020 - 04:42
Öðru safni í Istanbúl breytt í mosku
Recep Cayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fyrirskipaði í morgun að Chora-safninu í Istanbúl yrði aftur breytt í mosku. Einungis er mánuður síðan það sama var gert Ægisif eða Hagia Sofia eina merkustu byggingu Tyrklands. 
21.08.2020 - 08:54
Erlent · Asía · Tyrkland