Færslur: Tyrkland

Innrás í Úkraínu
Stríðið í Úkraínu eykur enn á flóttamannavanda heimsins
Innrás Rússa í Úkraínu hefur orðið til þess að fjöldi fólks á flótta er kominn yfir hundrað milljónir. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri að mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Rússar segjast tilbúnir til friðarviðræðna við Úkraínumenn.
Vill þjóðaratkvæði um NATO-aðild
Ekki er fyrirhugað að bera umsóknir um aðild Svíþjóðar og Finnlands að Atlantshafsbandalaginu undir þjóðaratkvæði. Þjóðþing og ríkisstjórnir beggja landa hafa samþykkt umsóknirnar og þær hafa formlega verið afhentar NATO. Með umsóknunum lýkur áratugalöngu hlutleysi landanna.
19.05.2022 - 16:00
Lýsir fullum stuðningi við umsóknir Finna og Svía
Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti fullum stuðningi við umsóknir Finnlands og Svíþjóðar um aðild að Atlantshafsbandalaginu þegar hann tók á móti leiðtogum ríkjanna í Washington. Hann sagði að aðild þeirra myndi styrkja bandalagið.
Vill að Svíar framselji hryðjuverkamenn
Forseti Tyrklands sagði Svía ekki geta búist við því að Tyrkir samþykki umsókn Svíþjóðar um aðild að NATO nema þeir framselji hryðjuverkamenn. Tyrkland er eina aðildarríkið sem hefur lagst gegn umsóknum Svía og Finna.
18.05.2022 - 23:31
Erdogan ætlar ekki að samþykkja umsóknir Finna og Svía
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands ætlar ekki að samþykkja væntanlegar umsóknir Finna og Svía um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Reuters greinir frá þessu.
Líflegar umræður um NATO á þingi í Finnlandi og Svíþjóð
Heitar umræður hafa verið á sænska þinginu í dag um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sænskir erindrekar ræða við Tyrklandsstjórn um að styðja umsóknir Svía og Finna.
NATO-aðild rædd á þingi í Finnlandi og Svíþjóð í dag
Hvorttveggja Svíþjóð og Finnland munu sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu innan skamms og jafnvel strax í þessari viku. Þetta varð endanlega ljóst eftir að forseti Finnlands gaf út formlega yfirlýsingu um þetta og ríkisstjórnarflokkur Jafnaðarmanna lýsti sig fylgjandi aðild Svíþjóðar að bandalaginu, með fyrirvara þó. Sá fyrirvari kveður á um að NATO komi hvorki upp varanlegum herstöðvum né kjarnorkuvopnum á sænskri grundu. Tillaga um aðildarumsókn verður lögð fyrir þjóðþing landanna í dag.
Tyrkir á móti NATÓ-aðild Finna og Svía
Tyrkir lýsa yfir andstöðu við að Svíar og Finnar fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. Búist er við að þeir leggi fram umsókn í næstu viku. Margir leiðtogar NATO-ríkja hafa lýst yfir stuðningi við að löndin gangi í bandalagið.
13.05.2022 - 16:47
Ætlar að byggja íbúðir til að hvetja flóttafólk heim
Tyrknesk stjórnvöld ætla að byggja íbúðir og nauðsynlega innviði í Sýrlandi í von um að geta hvatt milljón sýrlenskra flóttamanna til þess að flytja aftur heim. Recep Tayyip Erdogan forseti tilkynnti þetta í dag.
03.05.2022 - 16:50
Óeirðalögregla handtók tugi mótmælenda í Tyrklandi
Tyrkneska óeirðalögreglan handtók tugi mótmælenda í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands í dag.
Háttsettir tyrkneskir embættismenn funduðu með Zelensky
Talsmaður Tyrklandsforseta og aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands funduðu með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu talsmannsins, Ibrahims Kalin. Ekki er greint frá efni viðræðna þeirra Sedats Onal, aðstoðarutanríkisráðherra við Zelensky, en Tyrkir hafa lagt sig eftir því að hafa milligöngu um friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna.
Osman Kavala í ævilangt fangelsi
Dómstóll í Tyrklandi dæmdi í dag mannréttindafrömuðinn Osman Kavala í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn. Hann var meðal annars sakaður um að hafa tekið þátt í valdaránstilraun tyrkneska hersins árið 2016.
25.04.2022 - 17:30
Guterres hvetur Ísraela og Palestínumenn til stillingar
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis bæði við forsætisráðherra Ísraels og forseta Palestínu um mikilvægi þess að draga úr þeirri vaxandi spennu sem ríkir í Jerúsalem. Guterres heldur til Moskvu og Kyiv þegar eftir helgina.
Knattspyrnudraumur ungs Úkraínumanns lifir í Færeyjum
Draumar hálfþrítugs úkraínsks knattspyrnumanns lifa góðu lífi í Færeyjum þrátt fyrir að ástandið í heimalandi hans sé martröð líkast. Oleksandr Snizhko æfir nú með liði í efstu deildinni færeysku.
22.04.2022 - 02:25
Réttarhöld vegna morðs Khashoggis flutt til Sádi-Arabíu
Málflutningi lýkur senn í Tyrklandi yfir 26 mönnum sem grunaðir eru um að hafa banað blaðamanninum Jamal Khashoggi árið 2018. Enginn sakborninga er viðstaddur réttarhöldin sem verða færð til Riyadh, höfuðborgar Sádi-Arabíu.
Segir Rússa hafa samþykkt helstu sjónarmið Úkraínumanna
David Arakhamia helsti samningamaður Úkraínu í friðarviðæðunum við Rússa segir stjórnvöld í Moskvu hafa „munnlega“ fallist á helstu kröfur Úkraínumanna. Það glæðir vonir um að vel miði í átt að friði en Tyrklandsforseti hefur boðið leiðtogum beggja ríkja til fundar.
Leggur til að hætt verði að breyta klukkunni í Færeyjum
Bárður á Steig Nielsen lögmaður Færeyja segir ekki útilokað að hætt verði að skipta yfir í vetrartíma á eyjunum. Öllum klukkum á meginlandi Evrópu, Bretlandseyjum og í Færeyjum var flýtt um eina klukkustund síðustu nótt.
Sjónvarpsfrétt
Rússar flýja ógnarstjórn til Tyrklands
Þúsundir Rússa hafa flúið heimalandið eftir innrásina í Úkraínu enda hefur verið hert mjög að tjáningarfrelsi einstaklinga og fjölmiðla. Tyrkland hefur lengi verið vinsæll áfangastaður Rússa og hafa margir flúið þangað síðustu vikur. Rússar hafa einnig flúið til Armeníu og Georgíu.
20.03.2022 - 19:48
Kuleba og Lavrov báðir komnir til Tyrklands
Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu er kominn til Tyrklands til friðarviðræðna við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands.
Fundur utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu 10. mars
Utanríkisráðherrar Úkraínu og Rússlands þeir Sergei Lavrov og Dmytro Kuleba ætla að hittast til viðræðna í Tyrklandi að undirlagi þarlendra stjórnvalda. Þetta verður fyrsti fundur utanríkisráðherranna frá því Rússar réðust inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar.
Penn vinnur að heimildamynd um innrásina í Úkraínu
Bandaríski leikarinn og leikstjórinn Sean Penn er í Kænugarði og vinnur þar að gerð heimildamyndar um innrás Rússa í Úkraínu. Skrifstofa Úkraínuforseta greindi frá þessu í gær.
Erdogan-hjónin með COVID-19
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Emine kona hans greindust með COVID-19 í gær. Forsetinn greindi sjálfur frá þessu í færslu á twitter í gær. Þar segir hann þau hjónin bæði vera með væg einkenni og að þau hafi fengið að vita að þau hafi að öllum líkindum smitast af omíkron-afbrigði veirunnar. Sagðist forsetinn vera heima hjá sér og ætla að sinna embættisskyldum sínum þaðan næstu daga.
06.02.2022 - 05:26
Erdogan lætur hagstofustjóra taka pokann sinn
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti ákvað í dag að segja forstjóra hagstofu landsins upp störfum. Meginástæðan virðist vera óánægja með hagtölur. Einnig stokkaði forsetinn upp í ríkisstjórn landsins.
29.01.2022 - 03:00
Sjónvarpsfrétt
Mynd ársins breytti örlögum sýrlenskrar fjölskyldu
Sýrlenskir feðgar fá læknisaðstoð á Ítalíu eftir að ljósmynd af þeim var valin mynd ársins og hlaut heimsathygli. Skipuleggjendur verðlaunanna segja þetta sýna að ein ljósmynd geti breytt heilmiklu.
25.01.2022 - 19:50
Myndskeið
Fannfergi dundi á Grikkjum og Tyrkjum
Umferð einkabíla var stöðvuð í dag í Istanbúl í Tyrklandi vegna fannfergis. Þar lokaðist alþjóðaflugvöllurinn í sólarhring. Í Grikklandi voru hermenn fengnir til að aðstoða ökumenn sem lentu í vandræðum í ófærðinni.
25.01.2022 - 17:21
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland · Tyrkland