Færslur: trans fólk

Svar sundsambandsins vonbrigði
Stjórn Sundsambands Íslands hefur svarað erindi Argafas, félagsskapar trans fólks, um þá ákvörðun að greiða atkvæði með því að meina trans konum þátttöku í heimsmeistaramótum í sundi. Einn stofnenda Argafas segir svarið vonbrigði.
07.07.2022 - 17:19
Vilja að trans fólki sé ekki mismunað
Fimmtán kvenréttindasamtök og félög innan hinseginsamfélagsins krefjast þess að Sundsamband Íslands dragi atkvæði sitt til baka vegna nýrra reglna Alþjóðasundsambandsins sem banna trans konum að keppa í kvennaflokki á heimsmeistaramótum.
Biðst afsökunar á ummælum um meðferðir fyrir trans börn
Björn Hjálmarsson, yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala, biðst afsökunar á þeim orðum sem höfð voru eftir honum um meðferðir fyrir trans börn í Stundinni í dag.
Síðdegisútvarpið
„Terfismi á ekkert skylt við femínisma“
Barátta fyrir því að trans konur fái ekki aðgang að ákveðnum rýmum, til dæmis í sundlaugum og í kvennaíþróttum, er dæmi um svokallaðan terfisma, segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún stýrir pallborðsumræðum um terfisma á Þjóðminjasafninu á morgun.
04.08.2021 - 12:30
Viðtal
„Hann er bara eldri bróðir minn í dag“
Þegar aktívistinn Ugla Stefanía var að alast upp í sveitinni komu reglulega í heimsókn börn sem dvöldu þar sumarlangt hjá fjölskyldu hennar og kynntust sveitalífinu. Flest bjuggu þau við erfiðar fjölskylduaðstæður eða voru að glíma við áföll, og komu til að kúpla sig út og njóta kyrrðarinnar í náttúrunni. Einn drenginn tóku foreldrar Uglu í varanlegt fóstur og er hann í dag sem bróðir hennar.
17.03.2021 - 11:08
Spegillinn
Trans fólk á að geta valið búningsklefa
Formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar telur að samkvæmt nýjum lögum um kynrænt sjálfræði eigi trans fólk rétt á að fara í búningsklefa sundlauga í samræmi við kyn sitt óháð því hvort það hafi farið í leiðréttingaaðgerð. Í dag er minningardagur trans fólks.
20.11.2020 - 18:09
„Framhjáhald getur verið það besta sem kemur fyrir“
„Við eigum brúnt barn, ljóst barn, trans barn, stelpu og strák og ég vona eiginlega bara að þetta barn verði rauðhært,“ segir Kristín Tómasdóttir sambandsráðgjafi sem á von á sínu fjórða barni. Hún segir að margir haldi að hún og systur hennar séu níu en ekki þrjár, því hún, Þóra og Sóley Tómasdætur eru fyrirferðarmiklar í þjóðfélaginu og með sterkar skoðanir.
Erfiðast að segja konunni og börnunum sannleikann
Veiga Grétarsdóttir tók þá ákvörðun eftir tvær sjálfsvígstilraunir og mikla erfiðaleika að hún þyrfti að skipta um stefnu í lífinu, þó það þýddi að synda á móti straumnum. Það gerði hún líka bókstaflega því fljótlega upp frá því varð hún fyrst í heiminum til að róa rangsælis í kringum landið á kajak. Ný heimildarmynd um lífs- og kajakróður Veigu er frumsýnd á RIFF á laugardag.
01.10.2020 - 08:15
Frumvörp sem tryggja réttindi trans og intersex fólks
Heimilt verður að breyta opinberri skráningu kyns og samhliða nafni við fimmtán ára aldur í stað átján ára nú. Þetta kemur fram í einu þriggja frumvarpa sem Katrín Jakobsdóttir lagði fram í ríkisstjórn í morgun sem tryggja eiga rétt fólks með kynhlutlausa skráningu og trans fólks auk barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni.
Frumvarp árás á réttindi trans fólks í Ungverjalandi
Frumvarp ríkisstjórnar Ungverjalands, sem þykir skerða mjög réttindi trans fólks, var fyrst sent til þingsins á alþjóðlegum degi sýnileika transfólks, 31. mars. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78, segir frumvarpið vera árás á réttindi trans fólks þar í landi.
29.04.2020 - 16:24
„Breytingar kosta peninga“
Hlutlaus kynskráning í Þjóðskrá Íslands strandar á fjármögnun. Stofnuninni hefur ekki verið tryggt fjármagn til verksins, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. „Breytingar kosta peninga,“ segir Inga Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur stofnunarinnar.
02.07.2019 - 14:10
Trans fólk þori að sækja sér aðstoð
„Nú er treyst því að fólk viti hvað sé því fyrir bestu, að það viti hvað og hvernig það er,“ segir Valgerður Hirst Baldurs. Vallý, eins og hán er kallað, skilgreinir sig sem kynsegin, eða utan kynjatvíhyggjunnar. Það er að segja, hvorki sem karl eða konu. Hán segir að með nýju lögunum sé sjálfsákvörðunar- og skilgreiningarvald fólks sett í þeirra eigin hendur.
19.06.2019 - 21:30
Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða
Transfólk sem skyldað var í ófrjósemisaðgerð af sænskum yfirvöldum getur átt von á miskabótum. Heilbrigðisráðherra Svíþjóðar, Gabriel Wikstrom, greindi frá þessu í dag. Frá árinu 1973 til 2013 var ákvæði í sænskum lögum um að ef fólk vildi breyta fá viðurkenningu yfirvalda á kynleiðréttingu, yrði það að undirgangast ófrjósemisaðgerð.
77 trans manneskjur myrtar á árinu
Að minnsta kosti 77 transmanneskjur hafa verið myrtar á árinu - fleiri en ein á dag - samkvæmt tölum frá Transgender Europe - samtökum transfólks í Evrópu. Vinnuhópur samtakanna, Trans Murder Monitoring, tekur saman tölur um morð á transfólki í þeim löndum heims þar sem haldið er utan um tölfræðina. Á fyrstu sjötíu dögum þessa árs, er vitað um 77 morð á transfólki, í 17 löndum.
13.03.2016 - 13:48