Færslur: Tonga

COVID-19 greinist á Tonga
Eyríkið Tonga lokar fyrir fólksflutninga til landsins frá og með deginum í dag vegna tveggja COVID-19 smita sem greindust í höfuðborginni fyrr í vikunni, en kórónuveiran hafði lítið látið á sér kræla á eyjunum fram að því. Öll flug- og skipaumferð milli einstakra eyja er líka bönnuð. Forsætisráðherra landsins, Siaosi Sovaleni, greindi frá þessu í gær og sagði að staðan yrði endurmetin á tveggja daga fresti.
02.02.2022 - 03:32
Sjónvarpsfrétt
Safna hárlokkum í þágu olíuhreinsunar í Perú
Mikil hráolía fór í sjóinn við Perú á dögunum með tilheyrandi mengun, eftir flóðbylgjuna sem fylgdi neðansjávareldgosinu við Tonga. Olíugildrur úr mannshárum hafa reynst vel til að ná olíunni og hafa hundruð Perúmanna gefið lokka sína til að leggja hreinsuninni lið. 
25.01.2022 - 09:41
Spegillinn
Konungsríki í öskufalli
Sprengigosið á Tongaeyjum í Kyrrahafi er hið stærsta á jörðinni síðastliðin 30 ár að mati jarðvísindamanna. Þegar gosið hófst með gríðarlegum hvelli á laugardag fylgdi flóðbylgja og mikið öskufall sem hefur haft mikil áhrif á daglegt líf íbúa eyríkisins. Þeir eru einangraðir, öll samskipti við umheiminn eru erfið og óttast er að marga daga og vikur taki að rjúfa þá einangrun að fullu.
21.01.2022 - 09:32
Fyrstu hjálpargögnin komin til Tonga
Fyrstu sendingarnar af hjálpargögnum eru komnar til Tonga, þar sem ógnarmikið sprengigos varð síðasta föstudag og flóðbylgja reið yfir í kjölfarið. Eyjarnar hafa verið nánast einangraðar frá umheiminum frá því að gosið varð og fjarskipti legið meira og minna niðri þar sem allir sæstrengir til eyjanna og milli þeirra eyðilögðust eða skemmdust mikið í hamförunum.
20.01.2022 - 06:58
Hjálpargögn væntanleg til Tonga
Fyrstu sendingarnar af hjálpargögnum eru væntanlegar til Tonga innan skamms, en þar varð ógnarmikið sprengigos síðasta föstudag og flóðbylgja í kjölfarið. Eyjarnar hafa verið nánast einangraðar frá umheiminum frá því að gosið varð og fjarskipti legið meira og minna niðri þar sem allir sæstrengir til eyjanna og milli þeirra eyðilögðust eða skemmdust mikið í hamförunum.
20.01.2022 - 01:18
Tonga einangrað frá umheiminum í mánuð til viðbótar
Eyríkið Tonga, sem er meira og minna þakið eldfjallaösku og eðju eftir ógnarmikið sprengigos og flóðbylgju um helgina, verður að líkindum nokkurnveginn einangrað frá umheiminum í minnst mánuð til viðbótar. Þetta hefur AFP-fréttastofan eftir utanríkisráðuneyti Nýja Sjálands.
19.01.2022 - 06:20
Myndskeið
Allt er þakið ösku á Tonga og skemmdir miklar
Öll hús á einni eyju í eyríkinu Tonga á Kyrrahafi eru ónýt eftir gríðarlegt sprengigos á laugardag. Tvö hús eru uppistandandi á annarri, samkvæmt upplýsingum sem stjórnvöld sendu frá sér í dag. Vitað er um þrjú andlát. Að mestu hefur verið sambandslaust við landið frá því að gosið hófst og upplýsingar um ástandið því litlar enn sem komið er. Flugvélar hafa enn ekki getað lent vegna öskunnar.
18.01.2022 - 12:12
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Tonga · eldgos
Fyrsta andlátið af völdum hamfaranna á Tonga
Greint hefur verið frá fyrsta andlátinu í Kyrrahafsríkinu Tonga eftir gríðarlegt sprengigos í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai fyrir tveimur dögum. Áhyggjur eru uppi um örlög fólks á nokkrum eyjum í Tonga-klasanum.
18.01.2022 - 00:30
Segir líklegast að áhrif á loftslag verði ekki veruleg
Yfirvöld í Ástralíu og Nýja-Sjálandi hafa sent flugvélar til Tonga til að meta skemmdir af völdum mikillar flóðbylgju sem stórt neðansjávarsprengigos kom af stað. Hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir langlíklegast að gosið hafi ekki veruleg áhrif á loftslag.
17.01.2022 - 12:24
Tilkynning um eldsumbrot við Tonga dregin til baka
Svo virðist sem tilkynning sem greint var frá fyrr í kvöld að hefði borist frá eldfjallarannsóknarstöð í Ástralíu um eldsumbrot við Tonga í Kyrrahafi hafi verið á misskilningi byggð. Ekkert hefur verið staðfest um að Hunga Tonga-Hunga Ha'apai-fjallið hafi látið á sér kræla að nýju.
Sjónvarpsfrétt
Líklega stærsta sprengigos í meira en hundrað ár
Náttúruvársérfræðingur telur neðanjarðareldgos sem varð við eyríkið Tonga í Kyrrahafi í gær vera að líkindum kröftugasta sprengigos á jörðinni í meira en hundrað ár. Þrýstibylgja frá sprengigosinu greindist í tvígang á mælum Veðurstofu Íslands, í fyrra skiptið þegar hún kom styttri leiðina hringinn í kringum hnöttinn og aftur þegar hún kom hinn hringinn.
16.01.2022 - 17:52
Erlent · Hamfarir · Innlent · Tonga
Sprengingar frá eldgosinu við Tonga heyrðust til Alaska
Þrýstibylgja af völdum sprengigossins í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai, undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í gær, mældist um alla jörð, meðal annars hér á landi. Sprengingar heyrðust vel alla leið norður til Alaska.
16.01.2022 - 14:12
Erlent · Hamfarir · Innlent · Tonga
Ekkert mannfall en allnokkrar skemmdir á Tonga
Allnokkrar skemmdir hafa orðið í hluta Nuku'alofa höfuðborgar Kyrrahafsríkins Tonga í kjölfar öflugs neðansjávareldgoss. Engin tíðindi hafa þó borist af mannfalli eða slysum. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið afturkölluð.
16.01.2022 - 03:49
Flóðbylgjuviðvaranir í gildi við Kyrrahaf
Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan vara almenning við Kyrrahafsstrendur ríkjanna við því að flóðbylgja kunni að skella á. Í morgun skall nærri metrahá flóðbylgja á ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi eftir að neðansjávareldgos hófst í fjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai.
16.01.2022 - 00:44
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Norður Ameríka · Hamfarir · Náttúra · Kyrrahaf · eldgos · flóðbylgja · Bandaríkin · Japan · Tonga · Tasmanía · Auckland · Nýja Sjáland · Fiji · Vanuatu
Þrýstibylgja frá eldfjalli við Tonga mældist á Íslandi
Þrýstibylgja mældist um allan heim af völdum gríðarlegrar sprengingar í eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi. Flóðbylgja skall á Tonga í morgun, í kjölfar neðansjávareldgossins.
Flóðbylgja skall á Tonga eftir neðansjávareldgos
Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í Kyrrahafi í morgun, í kjölfar neðansjávareldgoss. Margir lögðu á flótta frá ströndinni en ekki hefur verið tilkynnt um að neinn hafi slasast. Ösku rignir yfir höfuðstað eyríkisins.
15.01.2022 - 10:50
Flóðbylgjuviðvörun vegna neðansjávareldgoss í Kyrrahafi
Yfirvöld eyríkisins Tonga í Kyrrahafi hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að eldgos hófst í neðansjávareldfjalli. Nýsjálendingar hafa gert hið sama.
15.01.2022 - 07:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Hamfarir · Náttúra · Nýja Sjáland · Tonga · eldgos · Kyrrahaf · flóðbylgja
Fyrsta kórónuveirusmitið greinist á Vináttueyjum
Íbúar Vináttueyja, eða konungsríkisins Tonga, í Suður-Kyrrahafi flykktust þúsundum saman í bólusetningu gegn COVID-19 í morgun eftir að fréttir bárust af fyrsta smitinu á eyjunum.
Fellibyljir við Fiji og Tonga
Mikill viðbúnaður er á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Yasa sem stefnir þangað, en hann hefur færst í aukana og telst nú fimmta stigs fellibylur.
16.12.2020 - 08:27
Erlent · Eyjaálfa · Fiji · Tonga
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36
Mannskæður mislingafaraldur á Kyrrahafseyjum
Stjórnvöld á Kyrrahafseyjunni Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi vegna nokkurra dauðsfalla, sem talin eru afleiðing mislingafaraldurs á eyríkinu. Öllum skólum hefur verið lokað og leggja yfirvöld sig fram um að koma í veg fyrir allar fjöldasamkomur og mannsöfnuð yfirhöfuð.
17.11.2019 - 08:23
Eldgos sökkti eyju og myndaði nýja
Ný eyja varð til í neðansjávareldgosi við Tonga-eyjaklasann í síðasta mánuði. Eldgosið sökkti einni eyju, en myndaði aðra þrefalt stærri í staðinn.
07.11.2019 - 04:56
Öflugur jarðskjálfti skók Tonga
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, reið yfir eyríki Tonga á Kyrrahafi fyrir skemmstu, og kröftugur eftirskjálfti upp á 5,5 fylgdi í kjölfarið nokkrum mínútum síðar. Almannavarnir Tonga hafa þegar lýst því yfir að ekki sé hætta á flóðbylgju. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna voru upptök skjálftans á 13 kílómetra dýpi rúmlega 130 kílómetra vestur af Neiafu, næst stærsta bæ Tonga.
05.11.2019 - 00:34
Mikið tjón á Tonga eftir fellibylinn Gita
Öflugasti fellibylur sem skollið hefur á eyríkið Tonga olli miiklu tjóni á mannvirkjum þegar hann fór þar yfir aðfaranótt þriðjudags, en engar tilkynningar hafa borist yfirvöldum um manntjón. Í höfuðborginni Nuku'alofa rifnuðu þök af húsum, rafmagnsmöstur féllu og vatn flæddi um götur og torg. Margar gamlar merkisbyggingar í miðbænum eru varla nema spýtnahrúga eftir hamfarirnar, þar á meðal hluti af þinghúsinu.
13.02.2018 - 01:41
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Tonga
Tongakóngur rak forsætsráðherrann og þingið
Tupou VI., kóngur af Tonga, rauf í morgun þing landsins og leysti forsætisráðherrann frá störfum. Stjórnarráðsskrifstofa krúnunnar gaf út opinbera tilskipun um upplausn þingsins, undirritað af konungnum, þar sem jafnframt er boðað til þingkosninga ekki síðar en 16. nóvember. Í plagginu kemur fram að konungurinn geri þetta að ráði Tu'ivakano, lávarðar og þingforseta, en að öðru leyti er engin skýring gefin á þessari aðgerð, sem á sér engin fordæmi í stuttri lýðræðissögu Tonga.
25.08.2017 - 06:37