Færslur: Tonga

Fellibyljir við Fiji og Tonga
Mikill viðbúnaður er á Fiji-eyjum vegna fellibylsins Yasa sem stefnir þangað, en hann hefur færst í aukana og telst nú fimmta stigs fellibylur.
16.12.2020 - 08:27
Erlent · Eyjaálfa · Fiji · Tonga
Skyldubólusetning fyrir alla á Samóa
Stjórnvöld á kyrrahafsríkinu Samóa hyggjast innleiða skyldubólusetningu gegn mislingum þar í landi. Neyðarástandi var lýst yfir á Samóa á föstudag vegna mislingafaraldurs sem þar geisar og hefur dregið minnst sex börn til dauða, flest undir tveggja ára aldri. Mislingafaraldur geisar líka á nágrannaeyjunni Bandaríska Samóa, Tonga, Fiji og fleiri eyríkjum Kyrrahafsins. Ástandið er þó langverst á Samóa, þar sem yfir 700 mislingasmit hafa greinst.
18.11.2019 - 06:36
Mannskæður mislingafaraldur á Kyrrahafseyjum
Stjórnvöld á Kyrrahafseyjunni Samóa hafa lýst yfir neyðarástandi vegna nokkurra dauðsfalla, sem talin eru afleiðing mislingafaraldurs á eyríkinu. Öllum skólum hefur verið lokað og leggja yfirvöld sig fram um að koma í veg fyrir allar fjöldasamkomur og mannsöfnuð yfirhöfuð.
17.11.2019 - 08:23
Eldgos sökkti eyju og myndaði nýja
Ný eyja varð til í neðansjávareldgosi við Tonga-eyjaklasann í síðasta mánuði. Eldgosið sökkti einni eyju, en myndaði aðra þrefalt stærri í staðinn.
07.11.2019 - 04:56
Öflugur jarðskjálfti skók Tonga
Jarðskjálfti, 6,6 að stærð, reið yfir eyríki Tonga á Kyrrahafi fyrir skemmstu, og kröftugur eftirskjálfti upp á 5,5 fylgdi í kjölfarið nokkrum mínútum síðar. Almannavarnir Tonga hafa þegar lýst því yfir að ekki sé hætta á flóðbylgju. Samkvæmt Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna voru upptök skjálftans á 13 kílómetra dýpi rúmlega 130 kílómetra vestur af Neiafu, næst stærsta bæ Tonga.
05.11.2019 - 00:34
Mikið tjón á Tonga eftir fellibylinn Gita
Öflugasti fellibylur sem skollið hefur á eyríkið Tonga olli miiklu tjóni á mannvirkjum þegar hann fór þar yfir aðfaranótt þriðjudags, en engar tilkynningar hafa borist yfirvöldum um manntjón. Í höfuðborginni Nuku'alofa rifnuðu þök af húsum, rafmagnsmöstur féllu og vatn flæddi um götur og torg. Margar gamlar merkisbyggingar í miðbænum eru varla nema spýtnahrúga eftir hamfarirnar, þar á meðal hluti af þinghúsinu.
13.02.2018 - 01:41
Erlent · Eyjaálfa · Hamfarir · Veður · Tonga
Tongakóngur rak forsætsráðherrann og þingið
Tupou VI., kóngur af Tonga, rauf í morgun þing landsins og leysti forsætisráðherrann frá störfum. Stjórnarráðsskrifstofa krúnunnar gaf út opinbera tilskipun um upplausn þingsins, undirritað af konungnum, þar sem jafnframt er boðað til þingkosninga ekki síðar en 16. nóvember. Í plagginu kemur fram að konungurinn geri þetta að ráði Tu'ivakano, lávarðar og þingforseta, en að öðru leyti er engin skýring gefin á þessari aðgerð, sem á sér engin fordæmi í stuttri lýðræðissögu Tonga.
25.08.2017 - 06:37