Færslur: Tjad

Eitrað fyrir 44 föngum úr röðum Boko Haram
44 fangar sem handteknir voru hernaðaraðgerðum gegn vígasveitum Boko Haram í Tjad, fundust látnir í fangageymslunni á fimmtudag. Grunur leikur á að þeim hafi verið byrlað eitur. Ríkissaksóknari Tjad greindi frá þessu á laugardag.
19.04.2020 - 00:35
Ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu
Mahamat Nouri, leiðtogi uppreisnarmanna í Tjad var ákærður í París í dag fyrir glæpi gegn mannkyninu og fyrir að hafa tekið þátt í samsæri um glæpi gegn mannkyninu. Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar var talsmaður uppreisnarmannanna ekki ákærður, en er með stöðu grunaðs vitnis og gæti orðið ákærður síðar.
22.06.2019 - 00:16
Yfir 30 féllu í árásum á gullnámur
Minnst þrjátíu gullgrafarar og námumenn létu lífið og yfir 200 særðust í norðurhluta Tjad þegar vígamenn frá Líbíu gerðu árás á gullnámur og gullleitarsvæðin sem þeir unnu í. Tjadneska mannréttindavaktin greinir frá þessu. Sannkallað gullæði hefur gripið um sig í Kouri Bougoudi-héraði í norðurhluta Tjads og þar er rekinn fjöldi gullnáma, stórra og smárra, auk þess sem fjöldi einyrkja leitar þar gulls upp á eigin spýtur.
31.12.2018 - 03:39
Erlent · Afríka · Tjad