Færslur: Tigray hérað

Um 350.000 búa við hungursneyð í Tigray-héraði
Um 350.000 manns búa við hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu um þessar mundir og milljónir til viðbótar eru í brýnni þörf fyrir mataraðstoð ef ekki á að fara eins fyrir þeim. Þetta er niðurstaða úttektar neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt henni búa um 350.000 þúsund manns í hinu stríðshrjáða Tigray-héraði við „skelfilegan matarskort“ sem ekki verður skilgreindur öðruvísi en sem hungursneyð.
11.06.2021 - 04:46
Óttast hungursneyð í Tigray-héraði
Sameinuðu þjóðirnar vara við yfirvofandi hungursneyð í Tigray-héraði í Eþíópíu, ef svo fer fram sem horfir. Mark Lowcock, sem heldur utan um og samræmir neyðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna, greinir frá þessu í skýrslu til Öryggisráðsins.
26.05.2021 - 05:50
Bandaríkin refsa fyrir stríðið í Tigray
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gærkvöld að eþíópískir og erítreskir ráðherrar, herforingjar og aðrir sem kyntu undir ófriðarbálinu í Tigray-héraði sæti refsingum. Þeim sem gerðust sekir um það verður neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna, að sögn AFP fréttastofunnar.
24.05.2021 - 03:54
Vísbendingar um að Eþíópíuher sé sekur um fjöldamorð
Sterkar vísbendingar hafa fundist um að liðsmenn Eþíópíuhers hafi framið fjöldamorð í Tigray-héraði í janúar á þessu ári. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá og byggir frétt sína á eigin rannsóknum. Þær leiddu í ljós að minnst 15 menn voru drepnir í þessu ódæðisverki, en mun fleiri er saknað.
02.04.2021 - 02:56
Aukin spenna milli Súdan og Eþíópíu
Átökin í Tigray-héraði í Eþíópíu og virkjunaframkvæmdir Eþíópíumanna í Bláu-Níl hafa leitt til aukinnar spennu við Súdan. Þá hafa margra áratuga gamlar landamæradeilur milli Súdans og Eþíópíu komið fram á sjónarsviðið á ný. 
16.03.2021 - 11:56
Engin sátt í Öryggisráðinu um stöðuna í Tigray
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féll í gær frá öllum áætlunum um ályktun, þar sem kallað yrði eftir því að deiluaðilar í Eþíópíu legðu niður vopn og létu af öllum átökum í Tigray-héraði. Ástæðan er sögð andstaða Kínverja og Rússa við slíka ályktun, eftir tveggja daga viðræður. „Það náðist ekkert samkomulag," hefur AFP fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni, „og það eru engin áform um að halda áfram viðræðum."
Eþíópía: Stjórnarherinn ræðst inn í Mekele
Stjórnarherinn í Eþíópíu réðist í morgun inn í Mekele, höfuðborg Tigray-héraðs í norðurhluta landsins. Abiy Ahmed forseti Eþíópíu hafði hótað þessu um nokkurra daga skeið en átök hafa staðið yfir í héraðinu í rúmar þrjár vikur.
28.11.2020 - 12:59
Fréttaskýring
„Margir dóu í átökum langt í burtu”
„Hundruð hafa fallið og tugir þúsunda flúið heimili sín vegna átaka í Tigray héraði í norðanverðri Eþíópíu...”. Fregnir af stríðinu í þessum hluta elsta lands Afríku hafa ratað í fjölmiðla nær daglega síðustu vikur. Fyrir tveimur vikum voru mörg hundruð menn, konur og börn ýmist höggvin eða stungin til bana í sama bænum, fjórum dögum eftir að stríðið hófst. En um hvað snýst deilan og hver er afsökun yfirvalda fyrir blóðugum fjöldamorðum og stríðsrekstri í landinu?
26.11.2020 - 12:20