Færslur: Þýskaland

Hart lagt að Rússum að láta Navalny lausan
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir sér mjög brugðið yfir handtöku rússneska andófsmannsins Alexei Navalnys í dag. Guðlaugur hvetur rússnesk yfirvöld til að láta hann umsvifalaust lausan og láta allt uppi sem þau vita um eiturárásina á andófsmanninn.
Navalny handtekinn við komuna til Moskvu
Lögregla handtók rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny skömmu eftir að hann lenti í Moskvu í dag.
Navalny væntanlegur til Moskvu í dag
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny heldur aftur heim til Moskvu í dag og svo gæti farið að hann verði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur dvalið í Þýskalandi síðustu fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst. 
17.01.2021 - 12:28
Armin Laschet kjörinn formaður Kristilegra demókrata
Armin Laschet var rétt í þessu kosinn formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi á stafrænum landsfundi flokksins. Hann hlaut 522 atkvæði og tekur þar með við af Annegret Kramp-Karrenbauer sem formaður flokksins.
16.01.2021 - 11:02
Arftaki Merkel valinn í dag
Kristilegir demókratar í Þýskalandi velja í dag arftaka Angelu Merkel í formannssæti flokksins. Þrír karlar kljást um hlutverkið, þeir Friedrich Merz, Armin Laschet og Norbert Röttgen.
16.01.2021 - 07:10
Segja Rauða krossinn hafa verið í slagtogi við nasista
Þýskir sagnfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn kalla eftir því að Rauði krossinn í Þýskalandi viðurkenni samkrull við nasista á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Fjöldi gagna bendir til þess að yfirmenn Rauða krossins hafi á þeim árum verið vel innundir hjá nasistum þriðja ríkisins. 
16.01.2021 - 04:21
Navalny kveðst ætla heim á sunnudag
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny tilkynnti í morgun að hann ætlaði að halda heim til Rússlands á sunnudag. Hann ætti bókað flug frá Berlín þann dag. 
13.01.2021 - 09:53
Lokuðu stærsta markaðstorgi myrkravefsins
Þýska lögreglan hefur lokað stóru markaðstorgi á myrkravefnum. Á markaðstorginu, sem sagt er það stærsta sinnar tegundar á vefnum, gengu eiturlyf, illa fengin kreditkortagögn og spilliforrit kaupum og sölu.
BioNTech eykur afköstin
Þýska líftæknifyrirtækið BioNTech áformar að framleiða á þessu ári tvo milljarða bóluefnisskammta gegn kórónuveirunni, sem vísindamenn þess þróuðu í samvinnu við starfsfélaga sína hjá bandaríska lyfjarisanum Pfizer. Bóluefnið er hið fyrsta sem heimilað var að nota á Vesturlöndum.
11.01.2021 - 14:19
Úlfar hverfa sporlaust í Danmörku
Á árabilinu 2012 til 2020 hurfu tíu úlfar sporlaust í Danmörku. Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu á vef sínum og hefur eftir Peter Sunde við Háskólann í Árósum að hefðu þeir drepist af náttúrulegum ástæðum hefðu þeir átt að finnast.
06.01.2021 - 02:17
Erlent · Danmörk · Náttúra · Dýralíf · Þýskaland · Pólland · Árósar · Dýr · Villt dýr
Vara við því að bíða með seinni skammt bóluefnis
Þýska lyfjafyrirtækið BioNTech varaði við því í dag að seinni skammtur bóluefnis gegn COVID-19 sé gefinn síðar en þremur vikum eftir fyrri skammtinn. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem AFP fréttaveitan greinir frá. Tilkynnt var í gær að Danir ætli að láta líða sex vikur á milli bólusetninga og Bretar í allt að tólf vikur.
05.01.2021 - 14:41
Vænta strangra sóttvarnarráðstafana áfram í Þýskalandi
Búist er við að stjórnvöld í Þýskalandi framlengi strangar sóttvarnarreglur í landinu sem renna á út 10. janúar næstkomandi. Angela Merkel kanslari fundar með forsætisráðherrum allra sambandsríkjanna sextán síðar í dag, sem hafa sent skýr skilaboð um vilja til að áfram gildi strangar reglur um samkomur fólks.
Hægagangur í bólusetningu veldur víða gremju
Hávær gagnrýni á hve langan tíma tekur að útdeila bóluefni gegn Covid 19 hefur heyrst víða um lönd. Í Þýskalandi kvarta læknar undan því að heilbrigðisstarfsfólk sé látið bíða eftir bólusetningu þrátt fyrir að vera í forgangshópi.
Árið 2021 gengur í garð um heimsbyggð alla
Árið 2021 gekk fyrst í garð í eyríkjunum Kiribati og Samoa í Kyrrahafi. Næst hófst nýja árið á Nýja-Sjálandi þar sem fjölmenni safnaðist saman í miðborg höfuðborgarinnar Auckland og fylgdist með flugeldasýningu.
01.01.2021 - 06:28
Yfir ellefu hundruð dauðsföll í Þýskalandi
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 fór í gær í fyrsta sinn yfir eitt þúsund á einum sólarhring í Þýskalandi. Robert Koch smitsjúkdómastofnunin greindi frá því í dag að 1.129 dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Fram til þess höfðu mest 962 andast á einum sólarhring.
30.12.2020 - 13:47
Syrgjandi svanur á járnbraut stöðvaði lestaumferð
Lögregla og slökkvilið í Hessen í Þýskalandi voru kölluð til á Þorláksmessu þegar syrgjandi svanur hreiðraði um sig á járnbrautarteinum og stöðvaði allar lestarferðir milli Kassel og Göttingen. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Hessen.
29.12.2020 - 04:31
Bólusetning hafin í Evrópusambandinu
Bóluefni Pfizer-BioNTech gegn COVID-19 barst til allra 27 aðildarríkja Evrópusambandsins í gær og í dag hefst sameiginlegt bólusetningarátak sambandsins. Reyndar þjófstörtuðu Slóvakar og Ungverjar og byrjuðu að bólusetja strax og bóluefnið barst þeim í gær, og sögðust engan tíma mega missa.
Skothríðin í Berlín líklega uppgjör glæpamanna
Lögregla í Berlín gengur út frá því að skothríðin í Kreuzberg-hverfinu í nótt sem leið tengist skipulagðri glæpastarfsemi fremur en öfgafullum stjórnmála- eða trúarhreyfingum. Þrír menn særðust alvarlega og einn hlaut minniháttar meiðsl í atburðum næturinnar, sem urðu í næsta nágrenni við höfuðstöðvar þýska jafnaðarmannaflokksins, SPD.
Þrennt særðist alvarlega í skotárás í Berlín í nótt
Þrennt var flutt á sjúkrahús með alvarleg skotsár efir að skothríð braust út í Kreuzberg-hverfinu í Berlín í nótt og sá fjórði var dreginn upp úr skipaskurði með minniháttar skotsár á fæti. Lögregla upplýsir að sá hafi sjálfur stokkið í skurðinn til að forðast skothríðina. Ekkert hefur verið gefið upp um mögulegar ástæður að baki skotárásinni og margt er enn á huldu um atburðarás næturinnar, segir í frétt Der Spiegel.
26.12.2020 - 07:16
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Belgar loka á flug og lestir Breta
Yfirvöld í Belgíu loka á umferð lesta og flugvéla frá Bretlandi frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er gert vegna útbreiðslu nýs afbrigðis kórónuveirunnar í Bretlandi. Fyrr í dag bannaði ríkisstjórn Hollands allt flug breskra farþegaflugvéla til landsins.
20.12.2020 - 11:55
Myndskeið
Aðgerðir víða hertar og öðruvísi jól í vændum
Íslendingur sem býr í Berlín segist hafa sætt sig við að jólin verði öðruvísi í ár vegna sóttvarnaaðgerða. Danir gripu enn harðar en áður í taumana í dag, en þar hafa yfir átján hundruð heilbrigðisstarfsmenn greinst með COVID-19 síðustu vikuna.
16.12.2020 - 23:00
COVID-19: Hátt í þúsund dóu í Þýskalandi í gær
Níu hundruð fimmtíu og tveir dóu úr COVID-19 í Þýskalandi síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi þar í landi frá upphafi kórónuveirufaraldursins. 
16.12.2020 - 10:40
Hertar reglur taka gildi í Þýskalandi í dag
Hert útgöngubann tekur gildi í Þýskalandi í dag og gildir til 10. janúar vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Skólum verður lokað og fyrirtækjum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu verður gert að loka.
Íran
Fylgja kjarnorkusamningi snúi Bandaríkin við blaðinu
Ef Bandaríkin gerast aðili að kjarnorkusamkomulagi stórveldanna og Írans á nýjaleik munu Íranar fara í einu og öllu að skilmálum samkomulagsins strax frá fyrstu stundu. Þetta sagði Hassan Rouhani Íransforseti á fréttamannafundi í gær, aðspurður um mögulega stefnubreytingu stjórnvalda í Washington og Teheran í kjölfar embættistöku Joes Bidens í janúar.
15.12.2020 - 02:25