Færslur: Þýskaland

Kveðst bera fulla ábyrgð á slæmu gengi
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi kveðst axla ábyrgð á slæmu gengi flokksins í þingkosningum á dögunum. Hann ætlar brátt að láta af embætti sem ríkisstjóri Norðurrín-Vestfalíu.
Stjórnarmyndunarviðræður ganga vel í Berlín
Leiðtogar Jafnaðarmanna, Græningja og Frjálsra demókrata (FDP) í Þýskalandi hafa komið sér saman um drög að stjórnarsamningi, sem gerir ráð fyrir því að Olaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna, taki við af Angelu Merkel sem Þýskalandskanslari. Fulltrúar flokkanna hafa rætt mögulegt stjórnarsamstarf frá því að úrslit þýsku þingkosninganna 26. september lágu fyrir og ljóst var að Jafnaðarmenn hefðu hlotið mest fylgi allra flokka en flokkur Merkel, Kristilegir Demókratar, lent í öðru sæti.
16.10.2021 - 02:20
Mögulega þarf að kjósa aftur til Berlínarþings
Yfirkjörstjórn í þýsku höfuðborginni og sambandsríkinu Berlín hyggst kæra kosningarnar til ríkisþings Berlínar, sem haldnar voru samhliða þýsku þingkosningunum 26. september síðastliðinn. Ástæðan er sú að margir og alvarlegir misbrestir á framkvæmd kosninganna hafa komið í ljós, sem gætu leitt til þess að kjósa þurfi aftur til Berlínarþings.
15.10.2021 - 03:46
Skipt um alla forystusveit Kristilegra demókrata
Ný forystusveit Kristilegra demókrata í Þýskalandi verður kjörin fyrir næstu áramót. Fylgið við flokkinn var í sögulegu lágmarki í þingkosningunum í síðasta mánuði og ljóst þykir að uppstokkunar er þörf.
11.10.2021 - 17:27
Tíræður fyrrum nasisti fyrir dóm í dag
Hundrað ára gamall fyrrverandi fangavörður í fangabúðum nasista í Sachsenhausen mætir fyrir dóm í Neuruppin í Þýskalandi í dag. Hann er ákærður fyrir aðild sína að fjöldamorðunum í búðunum.
Græningjar leita til vinstri
Skriður er kominn á stjórnarmyndunarviðræður í Þýskalandi. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, greindi frá því á blaðamannafundi í morgun að flokkurinn myndi leitast eftir að mynda ríkisstjórn með Jafnaðarmönnum og Frjálslyndum demókrötum.
Helförinni afneitað í veggjakroti í Auschwitz
Slagorð gegn gyðingum og slagorð þar sem helför nasista gegn gyðingum er afneitað voru meðal þess sem spreyjað var á veggi bragga í Auschwitz. Yfir ein milljón manna var drepin í útrýmingarbúðunum í Auschwitz í síðari heimsstyrjöldinni.
96 ára kona leyst úr haldi með skilyrðum
96 ára fyrrverandi ritara í fangabúðum nasista var sleppt úr haldi í Þýskalandi í dag, gegn því að tryggt verði að hún mæti fyrir dóm nítjánda þessa mánaðar. Hún mætti ekki við upphaf réttarhalda yfir henni í síðustu viku, reyndi að stinga af en komst ekki langt.
05.10.2021 - 16:46
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
96 ára ritari nasista á flótta undan réttvísinni
Dómari í Þýskalandi hefur gefið út handtökuskipun á hendur Irmgard Furchner eftir að hún mætti ekki í réttarsal í morgun. Hún er ákærð fyrir að hafa með kerfisbundnum hætti átt þátt í dauða meira en tíu þúsund fanga frá því í júní 1943 þar til í apríl 1945. Þá var hún 18-19 ára og starfaði sem ritari á skrifstofu fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi.
30.09.2021 - 10:37
Réttarhöld að hefjast yfir fyrrverandi fangabúðaritara
Réttarhöld hefjast í dag í Þýskalandi yfir Irmgard Furchner 96 ára fyrrverandi ritara fangabúða nasista í Stutthof í Póllandi. Allnokkur mál eru enn rekin gegn fólki sem talið er bera ábyrgð á voðaverkum sem framin voru á tímum Þriðja ríkisins.
Rússar hóta að loka fyrir YouTube
Fjarskiptaeftirlit Rússlands, Roskomnadzor hefur hótað að hindra aðgang að YouTube í landinu. Ástæðan er sú að YouTube hefur lokað fyrir tvær rásir rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT (áður Russia Today) á þýsku. YouTube gaf þær skýringar á lokuninni að á rásunum hafi verið fluttar villandi fréttir um heimsfaraldurinn.
29.09.2021 - 09:12
Jafnaðarmannaflokkurinn stærstur í Þýskalandi
Jafnaðarmannaflokkurinn er sá stærsti í Þýskalandi eftir þingkosningarnar þar í gær. Flokkurinn hlaut 25,7 prósent atkvæða, en Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel fráfarandi kanslara, hlaut 24,1 prósent. Fylgi Jafnaðarmanna jókst um rúmlega fimm prósentustig frá síðustu kosningum, en fylgi Kristilegra demókrata er það versta í sögunni, nærri níu prósentustigum minna en fyrir fjórum árum.
Hnífjafnt samkvæmt útgönguspám í Þýskalandi
Kristilegir demókratar og Jafnaðarmenn fá hvor um sig 25 prósent atkvæða í kosningum í Þýskalandi samkvæmt fyrstu útgönguspám sem voru birtar nú klukkan 16:00 þegar kjörstöðum var lokað. Samkvæmt útgönguspánum eru Græningjar orðnir þriðji stærsti flokkurinn með 15 prósent atkvæða. Þjóðernisflokkurinn Alternative für Deutschland fær 11 prósent, líkt og Frjálslyndir. Vinstriflokkurinn fær 5 prósent, samkvæmt útgönguspám.
26.09.2021 - 16:07
Þingkosningar hafnar í Þýskalandi
Kjörstaðir voru opnaðir í Þýskalandi klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, þegar klukkan var átta að morgni í Þýskalandi. Þeir verða opnir til klukkan 18. Talsverð spenna er fyrir kosningunum, þar sem litlu munar á fylgi Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna í síðustu könnunum fyrir kosningar.
Mikil spenna í Þýskalandi
Mikil spenna virðist framundan í þýsku þingkosningunum á morgun. Jafnaðarmannaflokkurinn var lengi vel með gott forskot í skoðanakönnunum, en samkvæmt tveimur stórum könnunum sem gerðar voru í gær er ekki marktækur munur á fylgi þeirra og Kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel fráfarandi kanslara.
Sjónvarpsfrétt
Hver er arfleið Angelu Merkel?
Fjórir hafa gegnt embætti forseta Frakklands í valdatíð Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara, og fimm hafa setið í embætti forsætisráðherra Bretlands. Sumum þykir valdatíð Merkel mikilægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna en öðrum þykir kanslarinn ekki hafa gert nóg til að uppræta kynjamisrétti.
Vilja ekki talibana á allsherjarþingið
Stjórnvöld í Þýskalandi lýsa sig andvíg því að talibanar fái að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, eins og þeir hafa farið fram á. Þó sé rétt að halda tengslum við þá - til þess meðal annars að þrýsta á að þeir virði mannréttindi.
22.09.2021 - 17:16
Ekkert vesen á vellinum en þeim mun meira í loftinu
Hluti þýska landsliðsins í fótbolta var 14 klukkustundir að komast á áfangastað eftir að flugvél þeirra bilaði.
09.09.2021 - 14:57
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Brasilía, Mexíkó og kosningabarátta
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, stendur í stórræðum þessa dagana. Hæstiréttur landsins hefur fyrirskipað rannsókn vegna órökstuddra fullyrðinga um kosningasvindl. Forsetinn ítrekaði þessar yfirlýsingar á fjöldafundum með stuðningsmönnum sínum á þjóðhátíðardegi Brasilíu. Kannanir benda til þess að Bolsonaro tapi í forsetakosningum á næsta ári fyrir Lula da Silva, fyrrverandi forseta. Þetta var meðal þess sem var rætt í Heimsglugganum í Morgunavaktinni á Rás 1.
Væg einkenni ungmenna valda ekki langtíma lungnavanda
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 virðist ekki valda lungnavandamálum til lengri tíma í börnum og ungu fólki sem fá væg einkenni. Þetta sýna niðurstöður rannsókna í Svíþjóð og Þýskalandi.
08.09.2021 - 02:47
Raunveruleg ógn af falsfréttum í Þýskalandi
Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar í þýskum fjölmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september. Jafnaðarmenn standa best að vígi samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.
Blinken heimsækir Afgani í Katar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Katar þar sem hann ætlar að hitta Afgani sem flúið hafa heimaland sitt og sendiráðsfólk sem áður hafði aðsetur í Kabúl.
Vill viðræður við Talibana um brottflutning fólks
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, kallaði í dag eftir viðræðum þýskra stjórnvalda við Talibana í Afganistan til að hægt verði að koma fleirum frá landinu. Talibanar tóku völdin í landinu um miðjan ágúst og er búist við að þeir kynni ríkisstjórn sína fljótlega.
05.09.2021 - 16:43
Forysta Jafnaðarmanna í Þýskalandi eykst
Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september. Samkvæmt þessari nýju könnun styðja 25 prósetnt kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna, CDU/CSU, og 16 Græningja.