Færslur: Þýskaland

Navalny útskrifaður af sjúkrahúsi
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Charite-sjúkrahúsinu í Berlín í Þýskalandi í morgun.
23.09.2020 - 07:45
Biður Navalny afsökunar á að hafa þróað novichok
Vil Mirzayanov, einn þeirra efnafræðinga sem fann upp taugaeitrið novichok, hefur beðið rússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalny afsökunar. Navalny liggur á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi og jafnar sig eftir alvarleg veikindi. Þýskir læknar segja öruggar sannanir um að eitrað hafi verið fyrir honum með novichok.
20.09.2020 - 13:15
Bandaríkin ætla að endurvekja viðskiptaþvinganir á Íran
Bandaríkjastjórn hyggst leggja umdeildar viðskiptaþvinganir að nýju á Íran. Þessu lýsti Mike Pompeo utanríkisráðherra einhliða yfir í gær.
Efnavopnastofnunin rannsakar sýni úr Navalny
Efnavopnastofnunin í Haag staðfesti í morgun að hún hefði sent sérfræðinga á sínum vegum til Þýskalands til að taka sýni úr rússneska stjórnarandstöðuleiðtoganum Alexei Navalny. Þau væru nú í rannsókn og væri niðurstöðu brátt að vænta.
17.09.2020 - 08:29
Fréttaskýring
Navalny, Novichok og Nord Stream 2
Eitt stærsta pólitíska deilumál síðari tíma á alþjóðavísu varð enn stærra eftir að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny var byrlað taugaeitrið Novichok í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu. Hann liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín í Þýskalandi þar sem hann vaknaði til meðvitundar í gær. Þjóðverjar kalla eftir ítarlegri rannsókn yfirvalda í Moskvu á því hver eitraði fyrir Navalny.
17.09.2020 - 07:00
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Navalny laus úr öndunarvél
Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny kveðst hafa losnað öndunarvél í gær og getað andað allan daginn án aðstoðar. Þetta kom fram í skilaboðum sem Navalny birti á Instagram í morgun, sem sýndi mynd af honum og fjölskyldu hans á Charité-sjúkrahúsinu í Berlín.
15.09.2020 - 10:34
Áforma að taka við flóttafólki frá Grikklandi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Horst Seehofer innanríkisráðherra hafa lagt til að Þjóðverjar taki við allt af fimmtán hundruð flóttamönnum sem dvalið hafa í búðum á grísku eyjunum.
15.09.2020 - 09:09
Nýr arftaki Merkel valinn í desember
Kristilegir demókratar í Þýskalandi, flokkur kanslarans Angelu Merkel, ætla að velja sér nýjan leiðtoga á flokksþingi í desember. Annegret Kramp-Karrenbauer sem tók við af Merkel í lok árs 2018, gefur ekki kost á sér áfram.
14.09.2020 - 17:15
Staðfesta yfirlýsingar um að eitrað var fyrir Navalny
Stjórnvöld í Þýskalandi gáfu það út í dag að rannsóknarstofur í Frakklandi og Svíþjóð staðfesti það sem áður hafi komið fram að eitrað hafi verið fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
14.09.2020 - 09:12
Herskip fannst við athugun á háspennuköplum
„Stundum finnum við sögulegar minjar, en ég hef aldrei fundið neitt jafn spennandi og þetta," hefur AFP fréttastofan eftir Ole Petter Hobberstad, yfirverkfræðingi Statnett í Noregi. Við eftirlit á rafmagnsköplum neðansjávar fundu starfsmenn Statnett þýska herskipið Karlsruhe, sem var sökkt með tundurskeyti frá breskum kafbáti í apríl árið 1940. Skipið fannst á nærri fimm hundruð metra dýpi undan Kristiansand við suðurströnd Noregs.
13.09.2020 - 07:40
Þúsundir Þjóðverja mótmæla Covid stefnu stjórnvalda
Þúsundir hafa safnast saman í þýskum borgum í dag til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda gegn útbreiðslu kórónuveirunnar. Hundruð gengu um götur Varsjár í Póllandi í sama tilgangi.
12.09.2020 - 16:41
Dalai Lama segir lag að bregðast við hnattrænni hlýnun
„Nú er tækifæri til að beina sjónum enn frekar að hnattrænni hlýnun,“ eru skilaboð Dalai Lama andlegs leiðtoga Tíbeta til stjórnmálamanna heimsins.
12.09.2020 - 16:01
Morgunútvarpið
Íslensk erfðalög óljós þegar kemur að stafrænu lífi
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, segir íslensk erfðalög óljós þegar kemur að stafrænu lífi fólks. Hún ræddi dóm sem féll nýlega í Þýskalandi í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun en efsta dómsstig Þýskalands heimilaði foreldrum stúlku að fá fullan aðgang að Facebook aðgangi hennar. Stúlkan lést árið 2012 eftir að hafa lent undir lest. Foreldrarnir fóru fram á þetta til að komast að því hvort um sjálfsvíg hafi verið að ræða.
11.09.2020 - 09:08
Navalny farinn að geta tjáð sig
Líðan rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys hefur skánað og er hann farinn að geta tjáð sig. Þýska vikuritið Der Spiegel greinir frá þessu og segir að öryggisgæsla hafi verið hert á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín þar sem Navalny dvelur. 
10.09.2020 - 08:09
Mögulega hætt við Nord Stream 2
Þjóðverjar hafa gefið í skyn að mögulega verði hætt við gaslögnina Nord Stream 2, gefi Rússar ekki viðunandi skýringar á hvernig stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny veiktist af taugaeitrinu novichok. Navalny er kominn til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi á Charite-sjúkrahúsinu í Berlín. Hann er áfram í öndunarvél og segja læknar að of snemmt sé að segja til um langtímaáhrif eitursins.
07.09.2020 - 18:17
Þjóðverjar hóta að stuðla að refsingu Rússa
Veiti Rússar ekki liðsinni við að upplýsa um hvað kom fyrir Alexei Navalny hótar Heiko Maas utanríkisráðherra Þýskalands því að hann muni hvetja ríki Evrópusambandsins til refsiaðgerða gegn þeim.
06.09.2020 - 06:08
Spegillinn
Þegar fyrirtæki berjast gegn sannleikanum
Hrun þýsku greiðslumiðunarinnar Wirecard afhjúpaði stærsta fjármálasvindli Þýskalands. Í viðbót við svindlið er einn kaflinn í þeirri sögu hvernig Wirecard hundelti blaðamenn Financial Times, sem voru fyrstir til að impra á að ekki væri allt í lagi. Wirecard sakaði þá um að ganga erinda vogunarsjóða sem græddu á verðfalli hlutabréfa Wirecard, brutust inn í tölvur þeirra og herjuðu á þá á samfélagsmiðlum. Útspekúleruð herferð, sem lauk þegar svindl Wirecard varð lýðum ljóst.
04.09.2020 - 17:24
 · Erlent · Wirecard · Þýskaland
Lík fimm barna finnast í íbúð í Þýskalandi
Lík fimm barna á aldrinum frá eins árs til átta ára fundust í dag í borginni Solingen í Nordrhein-Westfalen í vesturhluta Þýskalands. Af fréttum má skilja að þau hafi verið systkin og að ellefu ára bróðir þeirra lifi. Líkin fundust í íbúð í fjölbýlishúsi þar sem fjölskyldan bjó.
03.09.2020 - 16:49
Rússar vísa á bug öllum ásökunum
Engin ástæða er til að kenna rússneskum stjórnvöldum um veikindi stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys. Þetta sagði Dimitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, á fundi með fréttamönnum í Moskvu í morgun, um þá fullyrðingu Þjóðverja að Navalny hefði verið byrlað eitur.
03.09.2020 - 11:57
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
03.09.2020 - 10:14
Merkel fordæmir tilræðið við Navalny
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, krefur rússnesk stjórnvöld skýringa á banatilræði við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny. Hún segir engan vafa leika á að honum hafi verið byrlað taugaeitrið nocvichok. Navalny er á Charité spítalanum í Berlín þar sem honum er haldið sofandi.
02.09.2020 - 17:06
Navalny var byrlað novichok
Þýsk yfirvöld segja engan vafa leika á að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny hafi verið byrlað eitrið novichok. Navalny liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín og er haldið sofandi. Annegret Kramp-Karrenbauer, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði síðdegis að niðurstöður rannsókna staðfestu með óyggjandi hætti að Navalny hefði verið byrlað novichok.
02.09.2020 - 14:04
300 mótmælendur handteknir
Þýska lögreglan handtók um þrjú hundruð manns seint í gær eftir að fólk sem mótmælti sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda braut sér leið í gegnum girðingar og að þýska þinghúsinu. Lögreglumönnum tókst með naumindum að koma í veg fyrir að fólkið bryti sér leið inn í þinghúsið.
30.08.2020 - 09:32
Myndskeið
Mótmæla sóttvarareglum þrátt fyrir fjölgun smita
Átján þúsund manns mótmæltu sóttvarnareglum þýskra stjórnvalda í Berlín í dag. Mótmælendum þykir stjórnvöld ganga of langt í að skerða frelsi fólks miðað við fjölda smita. Aðgerðir stjórnvalda hafa víða sætt aukinni gagnrýni þrátt fyrir að smitum fjölgi í meira en helmingi Evrópuríkja.
29.08.2020 - 19:42