Færslur: Þýskaland

Þjóðverjar ætla að bjóða upp á örvunarskammt bóluefna
Þjóðverjar hyggjast bjóða eldra fólki og fólki í áhættuhópum svokallaðan örvunarskammt af bóluefnum gegn COVID-19. Eins er ætlunin að gefa börnum á aldrinum 12 til 17 ára kost á bólusetningu.
Þúsundir mótmæltu covid-ráðstöfunum á götum Berlínar
Þúsundir tóku í gær þátt í mótmælum víða í Berlín gegn viðbrögðum þýskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum þrátt fyrir að það sé bannað. Enn liggur ekki fyrir hve margir úr röðum mótmælenda og lögreglu særðust. Einn lést.
Heimsminjum á skrá fjölgar um 34
Um það bil sexhundruð kílómetra langur kafli meðfram Dóná var settur á heimsminjaskrá Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO. Alls fjölgaði um 34 minjar á skránni þetta árið.
31.07.2021 - 23:56
Eftirmaður Merkel játar ritstuld
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur játað á sig ritstuld. Upp hefur komist að hann gat ekki heimilda með réttum hætti í bók sem hann gaf út árið 2009. 
31.07.2021 - 14:27
Tíu ára gamall draumur rættist á Wagner-hátíðinni
Þessa dagana fer fram hin árlega Wagner-hátíð í Bayreuth, en hún telst ein virtasta tónlistarhátíð Þýskalands. Íslenski baritonsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með einsöngshlutverk á hátíðinni en aðeins hefur einn Íslendingur hlotið þann heiður áður.
28.07.2021 - 18:24
Öflug sprenging á iðnaðarsvæði í Þýskalandi
Einn hefur fundist látinn og fjögurra er saknað eftir öfluga sprengingu á iðnaðarsvæði skammt frá Leverkusen í Nordrhein-Westfalen í Þýskalandi í dag. Margir slösuðust, þar af að minnsta kosti tveir alvarlega. Fyrirtæki í efnaiðnaði eru á svæðinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir.
27.07.2021 - 10:34
Vatnsveður veldur nýjum flóðum í Belgíu
Ár flæddu yfir bakka sína í Belgíu í dag og ollu flóðum enn á ný þegar mikið slagviðri gekk þar yfir, aðeins nokkrum dögum eftir að mannskæð flóðu urðu þar og í nágrannalandinu Þýskalandi. Verst er ástandið borginni Dinant í Namur-héraði í sunnanverðri Vallóníu, þar sem áin Maas varð að beljandi stórfljóti.
24.07.2021 - 23:56
Milljarðar í fyrstu neyðaraðstoð á flóðasvæðunum
Ríkisstjórn Þýskalands og stjórnvöld í sambandsríkjunum sextán samþykktu í gær áætlun um neyðaraðstoð til þeirra sem verst urðu úti í hamfaraflóðunum í vesturhluta landsins í síðustu viku. Reiknað er með að uppbygging húsa, fyrirtækja, samgöngumannvirkja og annarra innviða muni kosta ótalda milljarða evra áður en yfir lýkur.
22.07.2021 - 01:48
Tryggingatjón vegna flóða í Þýskalandi 5 milljarðar
Tryggingafélög í Þýskalandi þurfa að líkindum að greiða allt að fimm milljarða evra vegna flóðanna í vesturhluta landsins í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jörg Asmussen, formaður GDV, Samtaka þýskra tryggingafélaga, sendi frá sér í dag.
21.07.2021 - 13:55
Þjóðverjar leita til ESB um aðstoð
Flóðin í vesturhluta Evrópu kostuðu að minnsta kosti tvö hundruð manns lífið. Tuga er enn saknað. Þjóðverjar ætla að óska eftir fjárhagsaðstoð úr sameiginlegum sjóðum Evrópusambandsins til uppbyggingar á flóðasvæðunum.
20.07.2021 - 17:36
Látnum fjölgar á flóðasvæðunum
165 hafa fundist látnir eftir flóðin í vesturhluta Þýskalands í síðustu viku. Margra er saknað. Fjögur hundruð milljónum evra verður varið úr ríkissjóði til uppbyggingar á flóðasvæðunum. Breskur vísindamaður segir að varað hafi verið við flóðunum, en yfirvöld trassað að láta íbúana vita.
19.07.2021 - 14:03
Merkel segir vart til orð yfir eyðilegginguna
Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þýsk tunga eigi vart orð til að lýsa eyðileggingunni sem flóðin í vestanverðu landinu hefur haft í för með sér. Hún kannaði aðstæður í þorpinu Schuld í Rheinland- Pfalz ríki í dag.
18.07.2021 - 17:52
Yfir 180 látnir í flóðunum í Evrópu
Að minnsta kosti 183 eru látnir eftir flóðin í vestanverðri Evrópu. Lögreglan í Rínarlandi-Pfalz í Þýskalandi greindi frá því í morgun að 110 hafi nú fundist látnir í sambandsríkinu.
18.07.2021 - 05:52
Þrír létust í flugslysi í Þýskalandi
Þrír eru látnir eftir að lítil Piper flugvél hrapaði í þýska sambandsríkinu Baden-Württemberg í gær. Þýskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að vélin hafi hrapað nærri bænum Steinenbronn eftir að hún tók á loft frá flugvellinum í Stuttgart í gærmorgun.
18.07.2021 - 03:36
Sjónvarpsfrétt
Ætlaði ekki að trúa því sem varð á flóðasvæðunum
Fleiri en 170 eru látin eftir flóð í Þýskalandi og Belgíu og hundraða er enn saknað. Þótt veðurspáin hafi verið slæm ætlaði maður ekki að trúa því sem síðar varð, segir íslenskur maður sem býr á flóðasvæðinu.
17.07.2021 - 19:15
Gagnrýndur harðlega fyrir að hlæja á flóðasvæðinu
Armin Laschet, einn af þeim sem þykir hvað líklegastur til að taka við embætti kanslara Þýskalands í september, hefur sætt harðri gagnrýni eftir að myndskeið  birtust af honum hlæjandi á flóðasvæðunum í vesturhluta landsins. Að minnsta kosti 140 manns hafa farist í flóðunum í Þýskalandi.
17.07.2021 - 17:23
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
96 ára fyrrum ritari fyrir ungmennadómstól í september
Dómstóll í Þýskalandi staðfesti í gær að réttarhöld yfir fyrrverandi ritara fangabúðanna í Stutthof hefjist 30. september. Hin ákærða er 96 ára gömul, en mætir þrátt fyrir það fyrir ungmennadómstól, þar sem hún var 18 ára þegar hún vann í fangabúðum nasista. 
Sjónvarpsfrétt
Fleiri en 1.000 saknað eftir fordæmalaus hamfaraflóð
Fleiri en 100 eru látin í Þýskalandi og minnst 20 í Belgíu vegna hamfaraflóða sem herjað hafa á meginland Evrópu. Eyðileggingin er gríðarleg, björgunarstarf er torvelt á sumum svæðum og yfir þúsund manns er saknað.
16.07.2021 - 19:23
Tuttugu látnir og jafn margra saknað í Belgíu
Að minnsta kosti tuttugu hafa fundist látnir og jafn margra er saknað eftir flóðin í Belgíu, að því er AFP fréttastofan hefur eftir stjórn björgunaraðgerða. Belgískir fjölmiðlar segja að 23 hafi fundist látnir.
16.07.2021 - 14:04
Erlent · Evrópa · Veður · Belgía · Þýskaland · Flóð
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Standa saman gegn Rússum og Kínverjum
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gærkvöld að ríkin standi saman gegn yfirgangi Rússa. Biden sagði blaðamönnum að hann hafi lýst áhyggjum sínum vegna Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem liggur frá Rússlandi til Þýskalands. Þau Merkel voru þó sammála um að Rússar fái ekki að nota orku sem vopn í deilum við önnur ríki, að sögn BBC.
16.07.2021 - 01:33
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Myndskeið
Tugir látnir í flóðum í Vestur-Evrópu
Að minnsta kosti 42 eru látnir í Þýskalandi og 6 í Belgíu af völdum úrhellisrigningar í vestanverðri Evrópu. Tuga er saknað. Flóð í ám hafa hrifið með sér hús og vegir eru lokaðir. Gert er ráð fyrir að áfram rigni að minnsta kosti fram á föstudagskvöld.
15.07.2021 - 12:46
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15