Færslur: Þýskaland

Lufthansa aflýsir þúsundum flugferða
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst yfir 3.000 fyrirhuguðum flugferðum það sem eftir lifir sumars. Jafnframt er talið að lággjaldaflugfélagið Eurowings, dótturfélag Lufthansa, þurfi að grípa til svipaðra aðgerða. Fleiri alþjóðleg flugfélög hafa þurft að aflýsa þúsundum flugferða í sumar, einkum vegna manneklu.
26.06.2022 - 01:28
Stefna áfram að lokun þýskra kolavera
Þýskalandsstjórn stefnir enn að því að loka öllum kolabrennsluverum landsins fyrir árið 2030, þrátt fyrir hækkandi orkuverð og minnkandi framboð vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta staðfesti talsmaður efnahagsmálaráðuneytis Þýskalands á blaðamannafundi.
20.06.2022 - 15:00
Hitabylgja gengur yfir meginland Evrópu
Margir viðburðir sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgju sem gengur yfir meginland Evrópu. Aldrei áður hefur mælst eins hár hiti í Frakklandi í júní.
18.06.2022 - 03:15
Lýstu stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu
Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Rúmeníu eru allir hlynntir því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu án tafar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra fjögurra með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði.
Segir brýnt að Úkraína vinni stríðið
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu heimsóttu bæinn Irpin, nærri Kænugarði, í dag. Lík um 290 óbreyttra borgara fundust í bænum eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi í bænum.
16.06.2022 - 10:23
Fjórir meintir liðsmenn Íslamska ríkisins handteknir
Lögregla í Sviss og Þýskalandi handtók í morgun fjóra menn sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir eru sagðir vera ýmist liðsmenn eða stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna. Nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opinber.
14.06.2022 - 10:47
Föðurbani á flótta varð hjólreiðakonu að bana
Þýskur karlmaður á fertugsaldri sem talinn er hafa banað föður sínum varð konu á áttræðisaldri að bana þegar hann ók inn í hóp hjólreiðakvenna á flóttanum. Þrjár konur slösuðust við ákeyrsluna.
13.06.2022 - 00:30
Þýskaland
Þrjú látin eftir blóðugar nágrannaerjur
Þrjár manneskjur liggja í valnum í þýska smábænum Bienenbüttel í Neðra-Saxlandi, eftir það sem talið er hafa verið nágrannaerjur sem fóru úr böndunum. Hin látnu eru hálfáttræður karlmaður og hjón á sjötugsaldri.
11.06.2022 - 00:25
Ökumaðurinn fluttur á geðdeild
Maðurinn sem ók á hóp fólks í Berlín í gær verður fluttur á geðdeild. Saksóknaraembætti borgarinnar greindi frá þessu.
09.06.2022 - 13:54
Sex enn í lífshættu og 22 á sjúkrahúsi
Sex eru enn í lífshættu eftir að karlmaður á þrítugsaldri keyrði á hóp fólks í Berlín í gær. Alls slösuðust 29 og ein kona lést.
09.06.2022 - 11:48
Segist ekki þurfa að afsaka stefnu sína gagnvart Rússum
Angela Merkel, fyrrverandi Þýskalandskanslari, fordæmir innrás Rússa í Úkraínu en segist ekki þurfa að biðjast afsökunar á neinu varðandi stefnu hennar gagnvart Rússum og Rússlandsforseta í valdatíð sinni. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali sem tekið var við kanslarann fyrrverandi í Berlín í gær.
08.06.2022 - 07:14
Fjögur látin eftir lestarslys í Bæjaralandi
Minnst fjögur fórust þegar lest fór út af sporunum við skíðabæinn Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi í Þýskalandi í dag. 
03.06.2022 - 17:40
Grunur um grænþvott hjá dótturfyrirtæki Deutsche Bank
Húsleit var gerð í dag á skrifstofum þýska bankans Deutsche Bank og dótturfyrirtæki hans í Frankfurt. Yfirvöld grunar að starfsmenn dótturfyrirtækisins hafi tekið þátt í að fullyrða að ýmis fjárfestingatækifæri sem þeir buðu upp á væru umhverfisvænni en efni stóðu til.
31.05.2022 - 15:54
Innrás í Úkraínu
„Frelsun“ Donbas óumsemjanlegt forgangsmál Rússa
Utanríkisráðherra Rússlands segir að það sé óumsemjanlegt forgangsmál að „frelsa“ héruðin Luhansk og Donetsk undan yfirráðum Úkraínu. Þjóðverjar hafa ákveðið að hækka framlög sín til varnarmála vegna stríðsins og ríki heims halda uppteknum hætti við afhendingu vopna til Úkraínumanna.
Hvöttu Pútín til viðræðna við Zelensky
Leiðtogar Þýskalands og Frakklands hvöttu Pútín Rússlandsforseta til beinna viðræðna við Úkraínumenn á um áttatíu mínútna löngum fundi í dag. Frost hefur verið í viðræðum Rússa og Úkraínumanna síðustu vikur.
28.05.2022 - 15:32
Hafna að veita ríkisábyrgð vegna mannréttindabrota
Þýska ríkisstjórnin hefur neitað að veita fyrirtæki ríkisábyrgð fyrir fjárfestingum í Kína í ljósi mannréttindabrota gegn múslímskum minnihlutahópum í Xinjiang-héraði. Robert Habeck efnahagsráðherra Þýskalands segir þetta vera í fyrsta sinn sem ábyrgð er hafnað vegna mannréttindabrota.
Hart sótt að fyrrum kanslara vegna tengsla við Rússland
Gerhard Schröder, fyrrum kanslari Þýskalands hefur sagt sig úr stjórn rússneska olíurisans Rosneft. Þrýst hefur verið á Schröder að slíta tengsl sín við ráðamenn í Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu, en hann hefur til þessa þráast við. 
20.05.2022 - 13:37
Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Þýskalandskanslari
Rússar fá ekki að halda hernumdu úkraínsku landi
Rússar munu ekki komast upp með að endurskilgreina landamæri Úkraínu með því að hrifsa til sín úkraínskt land og bíða svo bara þar til stjórnvöld í Kænugarði og annars staðar sætta sig við orðinn hlut, sagði Olaf Scholz Þýskalandskanslari í viðtali á sjónvarpsstöðinni RTL á mánudag. Vesturlönd muni ekki sætta sig við einhliða friðarskilmála sem Rússar reyni að þvinga fram.
Þjóðverjar ætla að hætta olíuinnflutningi frá Rússlandi
Þýsk stjórnvöld hyggjast stöðva allan innflutning rússneskrar olíu til Þýskalands fyrir árslok, hvort sem samskomulag næst um innflutingsbann í Evrópusambandinu eða ekki. Úkraínuforseti hvetur Evrópuríki til að hætta að kaupa olíu af Rússum.
Gazprom skrúfar fyrir stóra gasleiðslu til Evrópu
Rússneska orkufyrirtækið Gazprom tilkynnti í gær að það gæti ekki lengur flutt gas til viðskiptavina sinna í Evrópu í gegnum Yamal-gasleiðsluna, sem liggur í gegnum Pólland. Nýinnleiddar refsiaðgerðir og viðskiptabann gegn fyrirtækinu sem á og rekur pólska hluta gasleiðslunnar valda þessu.
Líkir Rússlandi við Þriðja ríkið í Þýskalandi
Varnarmálaráðherra Bretlands segir framferði Rússlandsstjórnar undir handarjaðri Vladimírs Pútín forseta líkjast athæfi nasistastjórnarinnar sem réði ríkjum í Þýskalandi frá 1933 til 1945. Þetta er meðal þess sem ráðherrann hyggst koma á framfæri í ávarpi á morgun mánudag.
Ætla að hætta að versla rússneska olíu
G7-ríkin hafa sammælst um að hætta í skrefum og banna loks innflutning rússneskrar olíu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandaríska forsetaembættinu.
08.05.2022 - 17:48
Fjórir geimfarar sneru til jarðar í nótt
Þrír bandarískir geimfarar og einn evrópskur sneru til jarðar í nótt eftir sex mánaða dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Ferðin til baka tók tæpan sólarhring frá því SpaceX Dragon Endurance far þeirra leysti festar við stöðina þar til það lenti í hafinu undan ströndum Flórída-ríkis.
Bjartsýnistónn í voldugum evrópskum flugrekendum
Heldur rofaði til í rekstri fransk-hollenska flugfélagsins AirFrance-KLM á fyrsta fjórðungi ársins. Enn er tap af rekstrinum en aðeins þriðjungur af því sem var fyrir ári. Sama er uppi á teningnum hjá hinu þýska Lufthansa.