Færslur: Þýskaland

Þjóðverjar áhugasamir um Noregsreisur
2,2 milljónir Þjóðverja hafa hug á því að sækja Noreg heim í sumar, ef marka má könnun sem gerð var fyrir Innovasjon Norge, nýsköpunarmiðstöð frænda okkar Norðmanna. Þetta kemur fram í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Þar kemur einnig fram, að samkvæmt þessu skjóti Noregur bæði Danmörku og Hollandi ref fyrir rass í ferðaplönum Þjóðverja, en mögulegir áfangastaðir ferðaþystra Evrópubúa eru sem kunnugt er öllu færri þetta sumarið en venja er til, sökum kórónuverufaraldursins.
09.07.2020 - 04:06
Ætla að loka kolaverum innan 20 ára
Þýskum kolaorkuverum verður lokað í áföngum innan næstu tuttugu ára samkvæmt lögum sem samþykkt voru í báðum deildum þýska þingsins í gær. Deutsche Welle greinir frá þessu. Samkvæmt lögunum eiga öll kolaorkuver að hafa lokað árið 2038.
04.07.2020 - 04:55
Sérsveitarhermenn tengdir hægri öfgasinnum
Algjör yfirhalning verður gerð á KSK sérsveit þýska hersins, eftir að fjöldi hermanna innan hennar reyndist tengdur hægri sinnuðum öfgasamtökum. Að sögn þýska dagblaðsins Die Welt verður ein af fjórum deildum sérsveitarinnar leyst upp. Alls eiga 70 hermenn eftir að finna fyrir áhrifum breytinganna.
01.07.2020 - 05:11
Þýska ríkið leggur Lufthansa til fé
Unnið hefur verið að því að koma í veg fyrir gjaldþrot þýska flugfélagsins Lufthansa með níu milljarða björgunarpakka ríkisins.
25.06.2020 - 00:37
Myndskeið
Á sjöunda hundrað þúsund manns í útgöngubanni
Á sjöunda hundrað þúsund manns sæta nú útgöngubanni í annað sinn í Þýskalandi eftir að COVID-19 breiddist þar út að nýju. Veiran kom upp í kjötvinnslu þar sem rúmlega fimmtán hundruð starfsmenn hafa greinst smitaðir.
23.06.2020 - 19:45
Forstjóri Wirecard laus gegn tryggingu
Markus Braun, fyrrverandi forstjóri þýska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard, var í dag látinn laus gegn fimm milljóna evra tryggingu. Hann var handtekinn í morgun vegna gruns um markaðsmisnotkun. Tæplega tveir milljarðar evra sem voru skráðir í áhættustýringu á Filippseyjum fundust ekki við rannsókn á fjárreiðum fyrirtækisins.
23.06.2020 - 13:40
Skorið niður hjá BMW
Störfum hjá þýska bílaframleiðandanum BMW verður fækkað um sex þúsund á þessu ári vegna minnkandi eftirspurnar af völdum kórónuveirunnar. Alls vinna um 120 þúsund hjá fyrirtækinu um heim allan. Í yfirlýsingu sem stjórnendur fyrirtækisins sendu frá sér í dag segir að grípa þurfi til fleiri aðgerða til að styrkja reksturinn og gera hann sveigjanlegri fyrir utanaðkomandi aðstæðum og sveiflum á markaði.
19.06.2020 - 13:45
Rússlandsstjórn sökuð um morð í Berlín
Embætti ríkissaksóknara í Þýskalandi telur stjórnvöld í Kreml hafa skipað fyrir um aftöku á Georgíumanni í Berlín í fyrra. Þetta er niðurstaða margra mánaða rannsóknar á málinu. Þýska ríkisstjórnin segir koma til greina að beita viðskiptarefsingum reynist ásökunin á rökum reist. Deutsche Welle hefur eftir utanríkisráðherranum Heiko Maas að málið sé einkar alvarlegt og þýska stjórnin sé tilbúin að grípa til harðra aðgerða vegna þess.
19.06.2020 - 07:06
Hópsýking í þýsku sláturhúsi
Næstum tveir af hverjum þremur starfsmönnum sláturhúss nærri Bielefeld í norðvestanverðu Þýskalandi greindust með COVID-19 í dag. Rúmlega þúsund sýni voru tekin, og þegar búið var að greina 983 þeirra reyndust 657 jákvæð. Rúmlega sjö þúsund manns verða nú að vera í sóttkví vegna hættu á að hafa smitast af starfsfólkinu.
18.06.2020 - 01:57
Fækkar verulega í bandaríska herliðinu í Þýskalandi
Bandaríkjaforseti hyggst fækka bandarískum hermönnum í Þýskalandi um meira en helming. Utanríkisráðherra Þýskalands segir að hermennirnir séu þar til að tryggja öryggi Bandaríkjanna.
Græningjar vilja kynþætti úr stjórnarskránni
Stjórnmálaflokkur Græningja í Þýskalandi vill afmá hugtakið kynþátt úr þýsku stjórnarskránni. Mótmæli gegn kerfisbundnu misrétti vegna húðlitar hafa verið í þýskum borgum, líkt og víðar í heiminum, eftir að hvítur lögreglumaður varð hinum þeldökka George Floyd að bana í Minneapolis í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Mótmælin hafa leitt til umræðu um kerfisbundinn rasisma í Þýskalandi. 
09.06.2020 - 06:04
Aðgerð Trumps gæti spilast upp í hendur Rússa
Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að draga hátt í tíu þúsund hermenn til baka frá Þýskalandi er áhöttusöm að mati breskra þingmanna og evrópskra hernaðarsérfræðinga. Þeir óttast að aðgerðin geti fært stjórnvöldum í Kreml yfirhöndina og grafi undan hernaðarbandalagi vestrænna ríkja eftir síðari heimsstyrjöldina. Eins gæti aðgerðin haft áhrif á aðgerðir Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum og í Afríku.
09.06.2020 - 04:36
Þýskt hótel bannar of þungum að gista
Hóteleigendur í Cuxhaven í Þýskalandi hafa sett þyngdartakmörk á viðskiptavini sína til þess að vernda rándýr húsgögn hótelsins. Enginn yfir 130 kílóum fær að gista á hótelinu, hefur vefmiðillinn The Local eftir eigendunum. 
08.06.2020 - 05:56
Trump vill fækka hermönnum í Þýskalandi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að senda hátt í tíu þúsund bandaríska hermenn heim frá herstöðvum í Þýskalandi fyrir haustið. Fjölmiðlar vestanhafs kveðast hafa heimildir fyrir þessu. Ástæða þessa er sögð vera óánægja Trumps með fjárframlög Þjóðverja til Atlantshafsbandalagsins, NATO.
07.06.2020 - 00:20
Komu upp um umfangsmikið barnaníðsmál í Þýskalandi
Lögreglan í Þýskalandi hefur handtekið ellefu einstaklinga vegna gruns um barnaníð. Búið er að bera kennsl á fimm, tíu og tólf ára börn sem talin eru fórnarlömb níðinganna, en þeir eru í sumum tilfellum taldir tengjast börnunum fjölskylduböndum.
06.06.2020 - 15:19
Var Brückner valdur að hvarfi þriggja barna?
Christian Brückner, sem er grunaður um að vera valdur að hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, er nú til rannsóknar í tengslum við hvarf tveggja annarra barna. Fimm ára stúlku í Þýskalandi og sex ára drengs í Portúgal. 
06.06.2020 - 11:24
Hillir undir að 13 ára martröð ljúki
Þrettán ár eru nú liðin frá því að breska stúlkan Madeleine McCann hvarf þegar hún dvaldi á sumarleyfisstað í Portúgal ásamt foreldrum sínum og systkinum. Hún var aðeins þriggja ára og ekkert hefur spurst til hennar síðan.
05.06.2020 - 17:04
Grunaður um að tengjast hvarfi annarrar stúlku
Þýska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður, sem grunaður er um að hafa myrt bresku stúlkuna Madeleine McCann í Portúgal árið 2007 hafi átt aðild að hvarfi fimm ára stúlku í Þýskalandi átta árum síðar.  
05.06.2020 - 16:58
Telja að Madeleine McCann sé látin
Yfirvöld í Þýskalandi telja að breska stúlkan Madeleine McCann, sem hvarf í Portúgal árið 2007, sé látin og segjast rannsaka málið sem morð. Grunur beinist að þýskum manni, dæmdum kynferðisbrotamanni og barnaníðingi, sem er í fangelsi í heimalandi sínu.   
04.06.2020 - 11:42
Lufthansa þiggur ekki björgunarpakka
Yfirstjórn þýska flugfélagsins Lufthansa ætlar ekki að ganga að tilboði stjórnvalda um að bjarga því frá gjaldþroti. Hún gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafni björgunaraðgerðunum.
27.05.2020 - 14:50
Þjóðverjar opna fyrir flugferðir til Íslands
Ísland verður meðal þeirra áfangastaða sem þýska ríkisstjórnin er tilbúin að létta ferðahömlur af um miðjan næsta mánuð, ef kórónuveirufaraldurinn leyfir. Frá þessu greinir þýska fréttaveitan DPA.
26.05.2020 - 06:11
Þýska ríkið eignast fimmtungshlut í Lufthansa
Þýska flugfélagið Lufthansa náði samkomulagi við þýsk stjórnvöld í gær um níu milljarða evra björgunarpakka til þess að forða því frá gjaldþroti. Þýska ríkið eignast 20 prósenta hlut í fyrirtækinu, sem það hyggst svo selja fyirr árslok 2023. Samkomulagið á eftir að fá samþykki hluthafa í Lufthansa og framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins áður en það öðlast gildi. 
26.05.2020 - 04:36
Ágreiningur um veiruviðbrögð í Þýskalandi
Ágreiningur er kominn upp meðal stjórnvalda í Þýskalandi um hvort ástæða sé til að framlengja ýmsar varúðarráðstafanir gegn kórónuveirunni fram í júlí. Stjórnendur tveggja sambandsríkja í austurhluta landsins vilja aflétta takmörkunum að mestu.
25.05.2020 - 18:00
Lufthansa flýgur á ný í júní
Áætlunarferðir þýska flugfélagsins Lufthansa hefjast að nýju í júní. Flug er áformað frá Frankfurt til tuttugu ákvörðunarstaða um miðjan mánuðinn, einkum vinsælla ferðamannastaða og annarra borga í Evrópu. Í lok júní vonast forsvarsmenn félagsins til þess að flug verði komið í gang til 106 staða í Evrópu.
25.05.2020 - 08:43
Krókódíll sem sagður er hafa verið í eigu Hitlers allur
Krókódíll sem slapp úr dýragarði í Berlín þegar bandamenn gerðu loftárásir á borgina í nóvember árið 1943 er nú allur, 84 ára gamall. Samkvæmt sögusögnum átti Adolf Hitler, leiðtogi nasista í Þýskalandi, krókódílinn á sínum tíma.
25.05.2020 - 06:56