Færslur: Þýskaland

Laschet er kanslaraefni kristilegra demókrata
Armin Laschet verður kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi í kosningunum í haust. Þetta var niðurstaða atkvæðageiðslu miðstjórnar flokksins eftir ríflega sex klukkustunda maraþonfund í dag. Laschet hlaut þar 31 atkvæði en helsti keppinautur hans um stöðuna, Markus Söder, aðeins níu, en sex sátu hjá.
Þjóðverjar minnast látinna í kórónuveirufaraldrinum
Þjóðverjar ætla í dag að minnast þeirra nærri áttatíu þúsund sem eru látnir vegna COVID-19 þar í landi.
18.04.2021 - 08:32
Merkel búin að fá fyrri sprautuna af Astrazeneca
Angela Merkel Kanslari Þýskalands fékk fyrri sprautuna bóluefni Astrazeneca í dag. Merkel segir að þriðja bylgjan standi enn yfir þar í landi og ástandið sé grafalvarlegt.
16.04.2021 - 15:54
Elsta górilla í heimi orðin 64 ára
Górillan Fatou fagnaði í gær sextíu og fjögurra ára afmæli sínu. Talið er að hún sé elsta górilla í heimi en meðalaldur górilla er á milli fjörutíu og fimmtíu ár.
14.04.2021 - 21:41
Söder og Laschet vilja verða kanslaraefni íhaldsmanna
Markus Söder, leiðtogi CSU, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, og sambandsríkisstjóri Bæjaralands, gefur kost á sér sem kanslaraefni íhaldsflokkanna fyrir þýsku kosningarnar í haust. Armin Laschet, sem nýlega var kjörinn formaður Kristilegra demókrata, hefur þegar gefið kost á sér. Hann er jafnframt sambandsríkisstjóri í Norður Rín-Vestfalíu.
12.04.2021 - 03:17
Merkel hvetur Pútín til að minnka umsvif við Úkraínu
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hvatti Vladimír Pútín, forseta Rússlands, til þess í dag að minnka hernaðarumsvif við landamæri Rússlands að austurhluta Úkraínu. Spennan hefur aukist á svæðinu að undanförnu og aukin harka hefur færst í bardaga úkraínska hersins og aðskilnaðarsinna.
08.04.2021 - 15:27
Hætt við að skella í lás um páskahelgina
Hætt hefur verið við að herða sóttvarnaraðgerðir í Þýskalandi um páskahelgina vegna harðrar gagnrýni landsmanna. Gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 faraldursins vex stöðugt.
24.03.2021 - 15:53
Veiran er í veldisvexti í Þýskalandi
Heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi segja engar líkur á að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum fyrir páska. Að þeirra sögn er fjölgun COVID-19 tilfella greinilega í veldisvexti um þessar mundir.
19.03.2021 - 15:36
Spegillinn
Faraldurinn hefur áhrif á kosningar í Þýskalandi
Covid-19 faraldurinn, viðbrögðin við honum og tafir á bólusetningu setja svip sinn á þýsk stjórnmál um þessar mundir. Kosið verður til sambandsþingsins í september, en kosningaúrslti í tveimur ríkjum af sextan á sunnudag eru taldar gefa vísbendingar um hvað gerist í haust.
16.03.2021 - 09:06
Flokkur Merkel galt afhroð í sambandsríkjakosningum
Kristilegir demókratar guldu afhroð í sambandsríkjakosningum í dag ef marka má útgönguspár. Samkvæmt þýskum fjölmiðlum virðist flokkurinn vera að fá verstu kosnigu í sögu sinni bæði í Baden-Wüttemberg og Rínarlandi-Pfalz. Kosningarnar eru sagðar gefa vísbendingar um þingkosningarnar í haust.
14.03.2021 - 23:07
Hestafólk varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum
Alvarlegur smitsjúkdómur af völdum hestaherpes-veiru kom upp í febrúar á stóru hestamóti í Valencia á Spáni. Veiran smitar ekki menn en veldur heilabólgu og lömun í hestum. Íslenskt hestafólk er hvatt til að fara að ströngum reglum til varnar smitsjúkdómum.
09.03.2021 - 17:37
Slakað á sóttvarnaaðgerðum í Þýskalandi
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, boðar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum frá og með mánudegi. Mjög hefur verið þrýst á stjórnina í Berlín síðustu vikur, að draga úr fjölda- og samkomutakmörkum og heimila opnun og starfsemi margs konar verslana og þjónustufyrirtækja sem verið hafa lokuð mánuðum saman. Hefur sá þrýstingur ekki síst komið frá stjórnvöldum hinna einstöku sambandsríkja, en líka frá almenningi, sem er orðinn langþreyttur á þeim þröngu skorðum sem hversdeginum er settur í farsóttinni.
04.03.2021 - 00:50
Þýskaland: Fylgst verður með AfD flokknum
Þýskar leyniþjónustustofnanir ætla að fylgjast með félögum í stjórnmálaflokknum Öðrum kosti fyrir Þýskaland, AfD, þar sem aðgerðir þeirra kunna að vera ógnun við lýðræðið. Þetta þýðir að símar þeirra kunna að verða hleraðir og fylgst með pólitískum afskiptum þeirra á netinu. Þingmenn flokksins og frambjóðendur á hans vegum verða þó undanþegnir þessu eftirliti.
03.03.2021 - 14:04
Angela Merkel vill slaka lítillega á sóttvörnum
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hyggst leggja til á morgun á fundi með leiðtogum sambandsríkjanna sextán að slakað verði á sóttvarnarreglum frá næsta mánudegi. Kannanir sýna að landsmenn eru orðnir langþreyttir á ströngum takmörkunum vegna COVID-19.
02.03.2021 - 17:40
Málshöfðun í Þýskalandi gegn Salman prins
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.
02.03.2021 - 12:10
Minni útflutningur frá Þýskalandi til Bretlands
Útflutningur á vörum frá Þýskalandi til Bretlands var þrjátíu prósentum minni í janúar en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum þýsku hagstofunnar.
02.03.2021 - 11:53
Þjóðverjar vilja síður bóluefni AstraZeneca
Þjóðverjar virðast vera hikandi við að þiggja bólusetningu með bóluefni AstraZeneca við COVID-19. Á meðan mikil eftirspurn er eftir bóluefni þá er enn mikið til í geymslum af bóluefninu í Þýskalandi. Einnig hefur borið á því hér á landi að fólk vilji síður bóluefni AstraZeneca en önnur. Sérfræðingar segja enga ástæðu til að vantreysta bóluefninu.
27.02.2021 - 20:56
Afhenti Rússum gögn um þinghúsið í Berlín
Saksóknarar í Þýskalandi hafa ákært þýskan karlmann fyrir að hafa komið teikningum af þinghúsinu í Berlín til rússnesku leyniþjónustunnar. Talið er að tíðindin verði til þess að samskipti Rússa og Þjóðverja versni enn frekar.
25.02.2021 - 17:38
18 fyrirtæki yfirgefa Nord Stream 2
Átján evrópsk fyrirtæki hafa annaðhvort hætt störfum við lagningu Nord Stream 2 jarðgasleiðslunnar eða ætla að hætta vegna yfirvofandi viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins sem lögð var fyrir Bandaríkjaþing fyrir helgi.
25.02.2021 - 01:18
Tollverðir fundu 16 tonn af kókaíni
Þýskir tollverðir fundu nýlega yfir sextán tonn af kókaíni í vörugámum sem komu frá Paragvæ og hafði verið landað í Hamborg. Í yfirlýsingu frá þýsku tollgæslunni segir að þetta sé stærsta kókaínsending sem hald hafi verið lagt á í Evrópu. Áætlað er að götuvirði efnanna nemi nokkrum milljörðum evra. Maður á þrítugsaldri var handtekinn í Hollandi í gær í tengslum við rannsókn málsins.
24.02.2021 - 13:01
Dæmdur vegna ofbeldisverka í Sýrlandi
Eyad al-Gharib, fyrrverandi starfsmaður sýrlensku leyniþjónustunnar, var í morgun dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Þýskalandi sakaður um að vera samsekur að glæpum gegn mannkyni. Þetta er fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í Þýskalandi vegna ofbeldis og pyntinga sýrlensku stjórnarinnar og er talinn geta orðið fordæmisgefandi. 
24.02.2021 - 11:46
Erlent · Asía · Evrópa · Þýskaland · sýrland
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Kennsla hafin í Þýskalandi á ný
Kennsla hófst að nýju í dag eftir tveggja mánaða hlé í tíu af sextán sambandsríkjum Þýskalands. Ýmsar sóttvarnaráðstafanir eru í gildi, svo sem að einungis helmingur barna og unglinga fær að vera í kennslustofunum í einu, skylda er að vera með hlífðargrímur innan dyra og gætt er að því að stofurnar séu vel loftræstar.
22.02.2021 - 13:35
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Bandaríkin greiða leið að viðræðum við Íran
Bandaríkjastjórn er tilbúin til viðræðna um endurreisn kjarnorkusáttmálans við Íran. Hún tilkynnti jafnframt að fullyrðingar fyrrverandi forseta um nýjar viðskiptaþvinganir Sameinuðu þjóðanna gegn Íran ættu ekki við rök að styðjast.
18.02.2021 - 23:56