Færslur: þungunarrof

Morgunvaktin
Getur haft margfeldisáhrif á samfélög um allan heim
Ákvörðun hæstaréttar Bandaríkjanna að fella úr gildi úrskurð dómstólsins um rétt kvenna til þungunarrofs getur haft áhrif út fyrir Bandaríkin.
28.06.2022 - 10:28
Meirihluti óánægður með úrskurð hæstaréttar
Meirihluti Bandaríkjamanna er óánægður með þá ákvörðun hæstaréttar að fella úr gildi fyrri úrskurð dómstólsins um rétt kvenna til þungunarrofs, og færa þannig lögsögu þar að lútandi alfarið til einstakra ríkja á ný. 59 prósent þeirra sem afstöðu tóku í skoðanakönnun fyrirtækisins YouGov fyrir CBS-fréttastöðina sögðust ósátt við úrskurðinn en 41 prósent sagðist sátt.
Fjöldamótmæli vegna úrskurðar hæstaréttar halda áfram
Mótmæli vegna ógildingar hæstaréttar á tímamótadómi sem tryggði bandarískum konum rétt til að ráða eigin líkama fyrir tæpri hálfri öld héldu áfram víðs vegar um Bandaríkin í gær. Búist er við að þeim verði fram haldið í dag.
Bandaríkin
Þegar búið að banna þungunarrof í sjö ríkjum
Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til þungunarrofs.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að gögn um blæðingar verði notuð gegn konum
Nokkuð er um að konur í Bandaríkjunum séu hvattar til að eyða blæðingasmáforritum og gæta betur að stafrænu fótspori sínu á internetinu, eftir ákvörðun hæstaréttar í gær. Hætta sé á því að upplýsingum um tíðahring þeirra og kynheilsu sé safnað og þær notaðar gegn þeim.
Kalifornía styrkir rétt kvenna til þungunarrofs
Allmörg ríki Bandaríkjanna hafa ýmist þegar innleitt eða lagt drög að því að innleiða mun strangari skilyrði fyrir þungunarrofi en nú gilda, eftir að hæstiréttur þar í landi ógilti nær hálfrar aldar gamlan úrskurð dómstólsins sem tryggði rétt kvenna til að ráða eigin líkama og þar með rétt þeirra til þungunarrofs. Í Kaliforníu hafa stjórnvöld brugðist við úrskurði hæstaréttar með því að stíga skref í hina áttina og styrkja rétt kvenna til þungunarrofs enn frekar með lagasetningu og fjárveitingu.
Einn dómara vill líka endurskoða samkynja hjónabönd
Fleiri réttindi en rétturinn til þungunarrofs gætu verið í hættu eftir að meirihluti hæstaréttar Bandaríkjanna birti úrskurð sinn í máli þar sem kveðið er á um að fordæmisgefandi niðurstaða í máli Roe gegn Wade frá því fyrir hálfri öld skyldi felld úr gildi.
Niðurstaða Roe gegn Wade afleiðing valdatíðar Trumps
Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðasamskiptum við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir að úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Roe gegn Wade hafi strax áhrif. Með úrskurðinum verður þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið.
24.06.2022 - 15:56
Meinað um sakramenti vegna stuðnings við þungunarrof
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco tilkynnti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni væri óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs. Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í dag.
Næstum allt þungunarrof bannað í Oklahoma
Löggjafarþing Oklahomaríkis í Bandaríkjunum samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof allt frá getnaði, með örfáum undantekningum. Lögin eru þau hörðustu sem samþykkt hafa verið í málaflokknum vestra.
Átta fylki Mexíkó hafa lögleitt þungunarrof
Fylkisþingið í Guerrero sunnanvert í Mexíkó staðfesti í dag lög sem gerir þungunarrof á allt að tólftu viku meðgöngu löglegt og refsilaust. Þar með hafa átta af 32 fylkjum Mexíkó farið þá leið.
Myndskeið
Frumvarp um réttinn þungunarrofs fellt í Bandaríkjunum
Frumvarp Demókrataflokksins í Bandaríkjunum um að binda í alríkislög réttinn til þungunarrofs náði ekki fram að ganga í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Frumvarpið var sett fram eftir að drögum að meirihlutaáliti hæstaréttar var lekið til fjölmiðla í síðustu viku.
11.05.2022 - 22:12
Öldungadeildin greiðir atkvæði um þungunarrofslög
Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiða á miðvikudag atkvæði um frumvarp til laga sem tryggja á rétt til þungunarrofs um landið allt. Ekki þykir líklegt að frumvarpið hljóti brautargengi. Ný skoðanakönnun sýnir afar ólíka afstöðu fylgjenda stóru flokkanna tveggja til málsins.
Væntanlegum úrskurði um þungunarrof mótmælt
Fjöldi fólks safnaðist í gær saman í borgum víðs vegar um Bandaríkin til að lýsa yfir stuðningi við að þungunarrof verði áfram löglegt í landinu. Óttast er að meirihluti hæstaréttar felli í sumar úr gildi úrskurð í máli sem tryggði stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Heimild til þungunarrofs mótmælt í Mexíkóborg
Þúsundir manna flykktust út á götur Mexíkóborgar í gær og kröfðust afnáms laga sem heimila þungunarrof. Mótmælin voru að áeggjan kaþólsku kirkjunnar og nokkurra íhaldssamra hópa.
Hyggjast mótmæla þungunarrofsdómi í allt sumar
Nokkur bandarísk félagasamtök sem styðja rétt til þungunarrofs hvetja til mótmæla um allt land í næstu viku. Ástæðan er uggur um að meirihluti hæstaréttar hyggist fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir tæpri hálfri öld.
Hörð þungunarrofslög staðfest í Oklahóma
Kevin Stitt, ríkisstjóri í Oklahóma, staðfesti í dag einhver hörðustu þungunarrofslög sem um getur í Bandaríkjunum. Drögum að meirihlutaáliti Hæstaréttar sem ógildir stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs var lekið í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þann rétt árið 1973 í málinu Roe gegn Wade.
Viðtal
Gríðarlegt áfall fyrir konur víða í Bandaríkjunum
Það yrði gríðarlegt áfall fyrir konur í Bandaríkjunum ef réttur þeirra til þungunarrofs verður skertur segir Silja Bára Ómarsdóttir sérfræðingur sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum.
Þungunarrof yrði samstundis bannað í 22 ríkjum
Búist er við því að þungunarrof verði bannað í fjölda ríkja í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur kveður upp dóm sinn í þungunarrofsmáli í sumar. Drög að meirihlutaáliti voru birt í gær en þau sýna að meirihluti réttarins hyggst fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir hálfri öld.
Hæstiréttur fjallar um að fella Roe gegn Wade úr gildi
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur til umfjöllunar að draga úr rétti kvenna til þungunarrofs í landinu. Þetta kemur fram í gögnum sem lekið hefur verið í fjölmiðla.
Þungunarrof bannað í Oklahoma frá 7. viku þungunar
Öldungadeild ríkisþings Oklahoma samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof í ríkinu eftir sex vikna meðgöngu. Þó er gerð undantekning ef þungunin er afleiðing nauðgunar eða sifjaspella, og einnig ef lífi og heilsu móðurinnar er stefnt í hættu með þunguninni. Ríkisstjóri Oklahoma, Repúblikaninn Kevin Stitt, samþykkti frumvarpið í liðinni viku og eftir þessa afgreiðslu öldungadeildarinnar mun hann undirrita sjálfa löggjöfina og bannið þar með taka gildi.
29.04.2022 - 01:21
Ákæra vegna þungunarrofs felld niður í Texas
Saksóknari í Texas felldi í dag niður ákæru á hendur konu sem var handtekin nokkrum dögum áður eftir að hafa undirgengist þungunarrof. Málið hefur vakið almenna vanþóknun um öll Bandaríkin.
Fleiri ríki herða að rétti kvenna til að rjúfa meðgöngu
Lög voru samþykkt í Idaho ríki Bandaríkjanna í gær, sem gera ættmennum þungaðra kvenna heimilt að lögsækja heilbrigðisstarfsmenn fyrir að rjúfa meðgöngu þeirra. Með lögunum verður væntanlegum feðrum einnig heimilt að kæra framkvæmd þungunarrofs.
24.03.2022 - 02:23
Vill leggja hörð þungunarrofslög umsvifalaust á hilluna
Alejandro Giammattei forseti Mið-Ameríkuríkisins Gvatemala hvatti þing landsins í gær til að leggja á hilluna nýja og harða löggjöf um þungunarrof og um réttindi samkynhneigðra.
Þyngja refsingar við þungunarrofi í Gvatemala
Gvatemalska þingið samþykkti í gær nýja löggjöf sem þyngir refsingar við þungunarrofi, gerir samkynja hjónavígslur ólöglegar og bannar alla hinsegin fræðslu í skólum.
09.03.2022 - 07:56