Færslur: þungunarrof

Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Mótmælt í Póllandi þriðja kvöldið í röð
Þúsundir þustu út á götur pólskra borga þriðja kvöldið í röð í gærkvöld til þess að mótmæla innleiðingu hertra laga um þungunarrof í landinu. Mótmælendur létu takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig, og því síður kuldann.
30.01.2021 - 06:42
Þúsundir mótmæla nýjum lögum um þungunarrof
Þúsundir streymdu út á götur í Póllandi í gærkvöld til þess að mótmæla nýjum lögum um þungunarrof sem tóku gildi í gær. Fyrir voru lögin með þeim strangari í Evrópu, en nú er þungunarrof alveg bannað nema þegar konur verða þungaðar eftir nauðgun eða sifjaspell, eða ef líf eða heilsa móður er í hættu.
28.01.2021 - 00:38
Enn er mótmælt í Varsjá
Þúsundir söfnuðust saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingu, sem þrengir enn frekar að takmörkuðum rétti pólskra kvenna til að ráða eigin líkama og undirgangast þungunarrof. Mótmælendur fylktu liði og tókst að komast giska nærri heimili Jaraoslaws Kaczynskis, varaforsætisráðherra og formanns stjórnarflokksins Laga og Réttlætis þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið reyndi að hamla för þeirra.
14.12.2020 - 00:16
Fulltrúadeild Argentínuþings heimilar þungunarrof
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Argentínuþings samþykkti í gærkvöld frumvarp sem eykur mjög rétt kvenna til að undirgangast þungunarrof. 131 þingmaður samþykkti frumvarpið en 117 voru á móti. Til að lögin öðlist gildi þarf öldungadeild þingsins líka að samþykkja þau. Stjórnmálaskýrendur telja að enn mjórra verði á mununum þar en í fulltrúadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrir tveimur árum en fellt í öldungadeildinni.
Lítið svigrúm til að fjölga þungunarrofsaðgerðum
Yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans segir að lítið svigrúm sé á spítalanum til að taka við fleiri konum í þungunarrofsaðgerðir líkt og felst í tillögu sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Slíkar aðgerðir geta kostað yfir hálfa milljón króna.
13.11.2020 - 13:06
Myndskeið
Hvöss orðaskipti í umræðu um þungunarrof
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, á Alþingi í dag um ömurlega tilraun til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við hneykslismál í Evrópu sem varðaði réttindi pólskra kvenna til þungunarrofs.
12.11.2020 - 22:14
Sló í brýnu með Þorgerði Katrínu og Bjarna
Nokkuð sló í brýnu með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Spegillinn
Kröftug mótmæli í Póllandi
Fjöldi fólks hefur undanfarið flykkst út á götur borga Póllands til að sýna hvað hug það ber til nýlegs úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um þungunarrof þegar fóstur þykir ekki lífvænlegt samræmist ekki stjórnarskrá. Þetta þýðir að öll þungunarrof nema ef líf móður er í hættu eða eftir nauðgun eru bönnuð. Pólsk kona sem býr hér segir að þetta sýni óþol og pirringi almennings í Póllandi gagnvart banninu og stjórnvöldum.
Myndskeið
Vill að þingið taki skýra afstöðu með réttindum kvenna
Heilbrigðisráðherra verður falið að tryggja að konum sem ferðast hingað til lands til að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu, verði tillaga Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, óháðs þingmanns, samþykkt. Hún vill að þingið taki afstöðu með réttindum kvenna í Evrópu og sýni það í verki.
04.11.2020 - 22:30
COVID-19-smitum fjölgar hratt í Póllandi
COVID-19 tilfellum fer hratt fjölgandi í Póllandi um þessar mundir, á sama tíma og fjöldi fólks safnast saman til mótmælaaðgerða á götum Varsjár og fleiri pólskra borga þrátt fyrir samkomubann. Metfjöldi smita greindist í gær, fimmta sólarhringinn í röð, þegar hátt í 22.000 manns greindust með veiruna og 280 dauðsföll voru rakin til COVID-19 síðasta sólarhring.
Allt að 400.000 mótmæltu í Varsjá og víðar í Póllandi
Allt að 400.000 manns mótmæltu breytingum á pólskum lögum um þungunarrof í dag. Fjölmennust voru mótmælin í höfuðborginni Varsjá, þar sem mótmælendur voru um 180.000 talsins samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna, en lögregla segir þá hafa verið um 50.000.
31.10.2020 - 01:38
myndskeið
Mótmæli við sendiráð Póllands vegna laga um þungunarrof
Hópur fólks kom saman við pólska sendiráðið í Reykjavík síðdegis og mótmælti niðurstöðu stjórnarskrárdómstóls í Póllandi í gær um að ekki verði heimilt að rjúfa þungun ef fóstur þykir ekki lífvænlegt.
23.10.2020 - 19:45
Þungunarrof í brennidepli eftir andlát Ginsburg
Allir þeir dómarar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt koma til greina í embætti hæstaréttardómara taka afstöðu á móti réttindum kvenna til þungunarrofs. Trump hefur opinberað lista með 40 nöfnum dómara og heitið að velja einn þeirra.
20.09.2020 - 09:44
Gagnrýna þungunarrofsfumvarp á tímum Covid 19
Pólska þingið ræðir nú umdeilda lagabreytingu sem myndi herða enn á ströngu banni við þungunarrofi þar í landi. Andstæðingar frumvarpsins segja stuðningsmenn þess nýta sér kórónuveirufaraldurinn til að koma málinu í gegn.
16.04.2020 - 21:16
SUS fagnar nýjum lögum um þungunarrof
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem nýjum lögum um þungunarrof, sem sett voru á Alþingi fyrr í mánuðinum, er fagnað. Bjarni Benediktsson formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra greiddi atkvæði gegn því, einn ráðherra sem og þingmanna Sjálfstæðisflokks.
27.05.2019 - 22:44
Myndskeið
Fjöldi ríkja vill herða lög um þungunarrof
Hertri löggjöf um þungunarrof í Bandaríkjunum var mótmælt í dag og síðustu daga. Á þriðja tug ríkja hafa annað hvort samþykkt eða tilkynnt um breytingar á lögum sem takmarka rétt til þungunarrofs.
21.05.2019 - 19:27
Aldrei veitt undanþága vegna félagslegra þátta
Nefnd um þungunarrof hefur aldrei veitt undanþágu til þungunarrofs eftir 16. viku meðgöngu vegna félagslegra aðstæðna. Nefndin hefur þrisvar synjað slíkri beiðni á undanförnum tíu árum.
21.05.2019 - 17:44
„Ansi myndarlegur, frumuklasinn”
Þingmönnum var heitt í hamsi í umræðum í aðdraganda atkvæðagreiðslu um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Þingmaður Sjálfstæðisflokks gagnrýndi þingmenn Samfylkingar og kallaði formann flokksins „myndarlegan frumuklasa.” Þingmaður VG sagði skaparann hafa treyst konum til að ganga með börn og því ætti að treysta þeim fyrir að taka ákvarðanir í svona málum.
13.05.2019 - 21:25
Bjarni eini ráðherrann sem sagði nei
Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks greiddi atkvæði gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Frumvarpið var samþykkt með 40 atkvæðum gegn átján. Sjálfstæðisflokkurinn var eini flokkurinn sem klofnaði í málinu, en þrír ráðherrar flokksins af fjórum styðja frumvarpið. Einn þingmaður Miðflokksins sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
13.05.2019 - 19:26
Frumvarp um þungunarrof samþykkt
Alþingi hefur samþykkt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof í kjölfar mikilla umræða með 40 atkvæðum gegn 18 en þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði. Fjöldi þingmanna gerði grein fyrir atkvæði sínu og dróst atkvæðagreiðslan því nokkuð.
13.05.2019 - 18:39
Mynd með færslu
Atkvæði greidd um þungunarrof
Lokatkvæðagreiðsla um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem átti að hefjast klukkan fimm stendur nú yfir á Alþingi. Heitar umræður fara nú fram á þingi um málið sem er afar umdeilt.
13.05.2019 - 18:13
Viðtal
„Erfitt að vera kallaður morðingi“
Kona, sem gekkst undir þungunarrof á tuttugustu og annarri viku meðgöngu eftir að fóstrið greindist með alvarlegt tilfelli vatnshöfuðs, segir sárt að vera kölluð morðingi af kjörnum fulltrúa á Alþingi. Hún telur umræðu um þungunarrof á villigötum.
12.05.2019 - 19:00
Viðtal
Þungunarrof eftir 16. viku neyðarúrræði
96 prósent þungunarrofa eru framkvæmd á fyrstu tólf vikum meðgöngu, 3 prósent á 13. til 16. viku og eitt prósent eftir 16. viku. Þetta kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, í Vikulokunum í dag. Hún og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segja að þungunarrof þegar langt er liðið á meðgöngu sé neyðarúrræði fyrir konur í mjög erfiðri stöðu.
11.05.2019 - 17:22