Færslur: þungunarrof

Hæstiréttur Mexíkó breytir enn reglum um þungunarrof
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í dag að sá réttur sem heilbrigðisstarfsfólki er tryggður með lögum að neita konu um þungunarrof af samviskuástæðum tefldi réttindum hennar í hættu.
Lætur reyna á þungunarrofslöggjöf
Læknir í Texas-ríki í Bandaríkjunum hefur greint frá því að hann hafi framkvæmt þungunarrof hjá konu sem var gengin meira en sex vikur á leið. Læknirinn tilkynnir þetta í innsendri grein í Washington Post en ljóst er að hann vill láta reyna á ný lög, sem tóku gildi í Texas í byrjun mánaðar.
Annar úrskurður varðandi lögmæti þungunarrofs í Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær að lög í Sinaloa-ríki varðandi þungun og réttindi þungaðra séu á skjön við stjórnarskrána. Þetta er í annað sinn í vikunni sem hæstiréttur í Mexíkó eykur réttindi kvenna í landinu til þungunarrofs.
Dómsmálaráðuneytið í mál við Texas
Bandaríska dómsmálaráðuneytið höfðaði í gær mál gegn Texasríki vegna nýrra laga um þungunarrof. Nýju lögin kveða á um bann við þungunarrofi ef meira en sex vikur eru liðnar af meðgöngu, nema líf móður sé í hættu.
Bann við þungunarrofi á skjön við stjórnarskrá Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær einróma að glæpavæðing þungunarrofs stangist á við stjórnarskrá ríkisins. Hingað til hefur þungunarrof fyrstu tólf vikur meðgöngu verið löglegt í Mexíkóborg og þremur öðrum ríkjum landsins. Annars staðar í Mexíkó hefur þungunarrof aðeins verið leyfilegt ef konunni var nauðgað.
Uber og Lyft stofna málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra
Leigubílstjórar gætu átt yfir höfði sér málshöfðun fyrir að að aka þunguðum konum í Texas til stofnana sem annast þungunarrof. Því hafa leigubílafyrirtæki stofnað málshöfðunarsjóði fyrir bílstjóra sína.
Ábendingasíðu samtaka gegn þungunarrofi lokað
Bandaríska vefhýsingarfyrirtækið GoDaddy lokaði vefsíðu samtaka sem kölluðu eftir ábendingum almennings svo framfylgja mætti ákvæðum umdeildra laga um þungunarrof sem tóku gildi í Texas 1. september.
„Ákvörðun að ógilda ekki lögin árás á réttindi kvenna“
Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þá ákvörðun Hæstaréttar að ógilda ekki lög sem banna þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu fordæmalausa árás á réttindi kvenna.
Stjörnur mótmæla þungunarrofslögunum í Texas
Leikarar, tónlistarmenn og annað frægðarfólk mótmælir harðlega nýjum lögum í Texas sem banna þungunarrof eftir sex vikna meðgöngu. Það er gert á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu BansOffOurBodies.
Hæstiréttur hafnar kröfu um ógildingu „öfgalaganna“
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði formlega í dag kröfum mannréttindasamtaka og þeirra sem framkvæma þungunarrof um að hindra gildistöku afar umdeildra laga sem Texas-ríki setti um bann við þungarrofi.
Sjónvarpsfrétt
„Öfgalögin“ í Texas skýlaust brot á stjórnarskrárrétti
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að umdeild lög um þungunarrof, sem tóku gildi í Texas í dag, gangi í berhögg við stjórnarskrárbundin réttindi fólks. Löggjöfin er ein sú strangasta í öllum Bandaríkjunum.
01.09.2021 - 22:17
Texas: Þungunarrof óheimilt eftir sex vikna meðgöngu
Umdeild lög um þungunarrof taka gildi í Texas í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt nýju lögunum verður þungunarrof óheimilt eftir sex vikur meðgöngu.
Landsfundur Vinstri grænna: Saman til framtíðar
Rafrænn landsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hefst í dag og verður fram haldið á morgun. Yfirskrift fundarins er Saman til framtíðar. Hann er haldinn á Hilton Nordica í Reykjavík og hefst á ávarpi formannsins, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Ekvador
Þungunarrof heimilt ef þungunin er afleiðing nauðgunar
Stjórnlagadómstóll Ekvadors úrskurðaði í gær að heimila skuli þungunarrof ef þungunin er afleiðing nauðgunar. Umboðsmaður mannréttinda í Ekvador greindi frá þessu á Twitter og sagði að þessa niðurstöðu mætti þakka „þeim konum og kvenréttindasamtökum sem háð hafa þrotlausa baráttu fyrir sanngjarnara samfélagi og auknu jafnrétti."
Mótmælt í Póllandi þriðja kvöldið í röð
Þúsundir þustu út á götur pólskra borga þriðja kvöldið í röð í gærkvöld til þess að mótmæla innleiðingu hertra laga um þungunarrof í landinu. Mótmælendur létu takmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig, og því síður kuldann.
30.01.2021 - 06:42
Þúsundir mótmæla nýjum lögum um þungunarrof
Þúsundir streymdu út á götur í Póllandi í gærkvöld til þess að mótmæla nýjum lögum um þungunarrof sem tóku gildi í gær. Fyrir voru lögin með þeim strangari í Evrópu, en nú er þungunarrof alveg bannað nema þegar konur verða þungaðar eftir nauðgun eða sifjaspell, eða ef líf eða heilsa móður er í hættu.
28.01.2021 - 00:38
Enn er mótmælt í Varsjá
Þúsundir söfnuðust saman í Varsjá, höfuðborg Póllands, í dag til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingu, sem þrengir enn frekar að takmörkuðum rétti pólskra kvenna til að ráða eigin líkama og undirgangast þungunarrof. Mótmælendur fylktu liði og tókst að komast giska nærri heimili Jaraoslaws Kaczynskis, varaforsætisráðherra og formanns stjórnarflokksins Laga og Réttlætis þrátt fyrir að fjölmennt lögreglulið reyndi að hamla för þeirra.
14.12.2020 - 00:16
Fulltrúadeild Argentínuþings heimilar þungunarrof
Meirihluti þingmanna í fulltrúadeild Argentínuþings samþykkti í gærkvöld frumvarp sem eykur mjög rétt kvenna til að undirgangast þungunarrof. 131 þingmaður samþykkti frumvarpið en 117 voru á móti. Til að lögin öðlist gildi þarf öldungadeild þingsins líka að samþykkja þau. Stjórnmálaskýrendur telja að enn mjórra verði á mununum þar en í fulltrúadeildinni. Svipað frumvarp var samþykkt í fulltrúadeildinni fyrir tveimur árum en fellt í öldungadeildinni.
Lítið svigrúm til að fjölga þungunarrofsaðgerðum
Yfirlæknir á kvennadeild Landspítalans segir að lítið svigrúm sé á spítalanum til að taka við fleiri konum í þungunarrofsaðgerðir líkt og felst í tillögu sem mælt var fyrir á Alþingi í gær. Slíkar aðgerðir geta kostað yfir hálfa milljón króna.
13.11.2020 - 13:06
Myndskeið
Hvöss orðaskipti í umræðu um þungunarrof
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sakaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, á Alþingi í dag um ömurlega tilraun til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við hneykslismál í Evrópu sem varðaði réttindi pólskra kvenna til þungunarrofs.
12.11.2020 - 22:14
Sló í brýnu með Þorgerði Katrínu og Bjarna
Nokkuð sló í brýnu með þeim Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formanni Viðreisnar og Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.
Spegillinn
Kröftug mótmæli í Póllandi
Fjöldi fólks hefur undanfarið flykkst út á götur borga Póllands til að sýna hvað hug það ber til nýlegs úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um þungunarrof þegar fóstur þykir ekki lífvænlegt samræmist ekki stjórnarskrá. Þetta þýðir að öll þungunarrof nema ef líf móður er í hættu eða eftir nauðgun eru bönnuð. Pólsk kona sem býr hér segir að þetta sýni óþol og pirringi almennings í Póllandi gagnvart banninu og stjórnvöldum.
Myndskeið
Vill að þingið taki skýra afstöðu með réttindum kvenna
Heilbrigðisráðherra verður falið að tryggja að konum sem ferðast hingað til lands til að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu, verði tillaga Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, óháðs þingmanns, samþykkt. Hún vill að þingið taki afstöðu með réttindum kvenna í Evrópu og sýni það í verki.
04.11.2020 - 22:30
COVID-19-smitum fjölgar hratt í Póllandi
COVID-19 tilfellum fer hratt fjölgandi í Póllandi um þessar mundir, á sama tíma og fjöldi fólks safnast saman til mótmælaaðgerða á götum Varsjár og fleiri pólskra borga þrátt fyrir samkomubann. Metfjöldi smita greindist í gær, fimmta sólarhringinn í röð, þegar hátt í 22.000 manns greindust með veiruna og 280 dauðsföll voru rakin til COVID-19 síðasta sólarhring.
Allt að 400.000 mótmæltu í Varsjá og víðar í Póllandi
Allt að 400.000 manns mótmæltu breytingum á pólskum lögum um þungunarrof í dag. Fjölmennust voru mótmælin í höfuðborginni Varsjá, þar sem mótmælendur voru um 180.000 talsins samkvæmt skipuleggjendum mótmælanna, en lögregla segir þá hafa verið um 50.000.
31.10.2020 - 01:38