Færslur: Þórunn Sveinbjarnardóttir

Rammaáætlun samþykkt á Alþingi
Þriðji áfangi rammaáætlunar var samþykktur á Alþingi í hádeginu með 34 atkvæðum. Sjö greiddu atkvæðu á móti en fimmtán sátu hjá. Þetta er í fyrsta sinn í rúm níu ár sem samkomulag næst um þennan áfanga rammáætlunar. Hún er áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða til lengri tíma.
Þarf pólitískt þrek til langtímabreytinga
Langtímasýn og langtímastefna í geðheilbrigðisþjónustu verður að liggja fyrir og samstaða um hana, segir formaður stjórnskipunarnefndar Alþingis. Það þurfi pólitískt þrek til að gera langtímabreytingar.
Hefur áhyggjur af nýtingu og vernd náttúrusvæða
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af því að rammaáætlun verði ekki afgreidd úr nefnd og frá Alþingi á þessu vorþingi.
31.05.2022 - 18:01
Friðrik Jónsson kjörinn formaður BHM
Friðrik Jónsson var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í dag. Hann er formaður Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og tekur við formennsku í BHM á fimmtudaginn. Þann dag verður aðalfundur bandalagsins haldinn.
„Yngsta kynslóðin mun bera þyngstu byrðarnar“
Fyllsta ástæða er til þess að hafa áhyggjur af því að langtímaatvinnuleysi festi sig í sessi hér á landi. Unga fólkið er sá hópur sem kemur til með að bera þyngstu byrðarnar. Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún var gestur Vikulokanna á Rás eitt í morgun. Hún segir að margt sé ólíkt með núverandi stöðu á vinnumarkaði og var eftir hrun og kallar eftir opinberu fjárfestingarátaki.