Færslur: þórdís kolbrún reykfjörð gylfadóttir

Segir viðbúið að Íslendingar færu á svartan lista
Rússneska sendiráðið á Íslandi segist ekki hafa vitneskju um hvaða níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda. Talsmaður sendiráðsins segir að það hafi verið viðbúið að íslenskir ríkisborgarar yrðu beittir refsiaðgerðum. Utanríkisráðherra segir að þetta hafi engin áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda.
Íslensk stjórnvöld veita 130 milljónum í neyðaraðstoð
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita 130 milljónum króna í efnhagslega neyðaraðstoð við Úkraínu gegnum sérstakan sjóð Alþjóðabankans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra tilkynnti um viðbótarframlag Íslands í vikunni.
Ísland mun styðja umsókn Finna um aðild að NATO
Ísland mun styðja aðildarumsókn Finna, sæki þeir um aðild að Atlantshafsbandalaginu eins og rætt hefur verið um að undanförnu. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að af orðfæri Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta megi ráða „að honum væri það ekki að skapi ef Finnar tækju ákvörðun um að óska eftir aðild að bandalaginu.“
Frekari aðgerðir ekki útilokaðar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ekki útilokað að gripið verði til fleiri aðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu, en lokað hefur verið fyrir tilteknar vegabréfsáritanir rússneskra ríkisborgara til landsins og loftförum, sem eru skráð í Rússlandi, er nú meinuð umferð um íslenska lofthelgi.
Rússneska sendiráðið gagnrýnir tíst Guðna og Þórdísar
Rússneska sendiráðið í Reykjavík lýsir þungum vonbrigðum með yfirlýsingar forseta og utanríkisráðherra Íslands á Twitter til stuðnings Úkraínu. Sendiráðið hvetur íslensk stjórnvöld til hófsemi og uppbyggilegrar umræðu.
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Til skoðunar að auka vígbúnað í Austur-Evrópu
Utanríkisráðherra Íslands segir að nýr veruleiki blasi við í Evrópu, allavega í bili, vegna spennunar við landamæri Úkraínu. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir til skoðunar að auka viðbúnað í austurhluta Evrópu
Segir ógnandi tilburði Rússa vera áhyggjuefni
Þórdís Kolbrún Reykfjörð, utanríkisráðherra, ræddi í dag við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlanshafsbandalagsins um hernaðaruppbyggingu Rússa við landamæri Úkraínu. Ráðherrann segir það áhyggjuefni að Rússar viðhafi ógnandi tilburði gagnvart fullvalda ríki.
Íslendingar hvattir til að vera á varðbergi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Atlantshafsbandalagið geti ekki setið aðgerðalaust hjá kæmi til innrásar Rússa í Úkraínu. Sendiráð Dana í höfuðborginni Kíev hvetur landa sína til að yfirgefa landið. Utanríkisráðuneytið leggur að Íslendingum að fylgjast með viðbrögðum annarra sendiráða.
Viðtal
Vonast til að hægt verði að aflétta fyrr
„Ef maður horfir bara til þess hver staðan er, hvað gögnin segja okkur, hvað ábyrgir aðilar eru að segja bæði hérlendis og erlendis, þá er ég nú bara bjartsýn á að við getum tekið þau skref enn stærri og vonandi hraðar en lagt var upp með,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra um afléttingaáætlun stjórnvalda. Hún segist fagna því sem þó er gert, en sé á þeirri skoðun að tilefni sé til þess að taka stór skref.
Ungu fólki einfaldað að sækja um vinnudvöl á Bretlandi
Ungt fólk getur nú sótt um dvalarleyfi vegna fyrirhugaðrar vinnudvalar á Bretlandi. Það byggir á samkomulagi þess efnis sem undirritað var milli ríkjanna í júlí á síðasta ári.
Loftferðasamningur við Úkraínu undirritaður
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu undirrituðu loftferðasamning milli ríkjanna í dag.
Möguleg tækifæri í vindorkuframleiðslu í hafi
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar og iðnaðarráðherra, segir vindorkuframleiðslu í hafi umhverfis Ísland mögulega nýjan möguleika á nýtingu auðlinda hér við land. Miklar framfarir hafi orðið við að beisla vindorku. Ekki er þó sérstaklega litið til vindorku í hafi í nýrri orkuáætlun stjórnvalda.
Myndskeið
Tillögur sóttvarnalæknis gætu fælt flugfélögin frá
Ferðamálaráðherra segir að ekki komi til greina að takmarka komur ferðamanna til landsins, líkt og lagt er til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Framkvæmdastjóri hjá Isavia segir að slíkt kunni að hafa skaðleg áhrif til lengri tíma.
Vonar að lönd fari að horfa á annað en fjölda smita
Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.
Þórdís í fyrsta og Haraldur í öðru
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmaráðs flokksins í dag.
Alls ekki óþægilegt að hafa Harald á lista
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, segist standa við orð sín um að það sé ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa gamlan oddvita í aftursætinu en ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins.
Þórdís hafði betur í Norðvestur - Haraldur annar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra varð efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi  með 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur Benediktsson sem var oddviti flokksins í kosningunum 2017 lenti í öðru sæti..
Haraldur upp um sæti í nýjustu tölum
Fyrstu og aðrar tölur hafa verið birtar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Norðvesturlandi. Samkvæmt þeim er Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir með forystu í baráttunni um oddvitasætið í kjördæminu.
Myndskeið
Bjartsýn á lokaspretti prófkjörs
Mun meiri kjörsókn er í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú en í síðasta prófkjöri í kjördæminu. Búist er við lokatölum á þriðja tímanum í nótt. Bæði oddvitaefnin kveðast bjartsýn á góð úrslit.
Úrslitastund í Norðvesturkjördæmi
Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.
Vill styðja eflingu vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst láta vinna sérstakan Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. Hún segir að nýting rafeldsneytis sé mikilvægur hluti þeirrar stefnu að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050.
Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu gesta við gosið
Ráðgert er að Grindavíkurbær setji upp salernisaðstöðu, útbúi bílastæði og setji upp skilti og merkingar við aðkomuna að gosinu í Geldingadölum.
Viðtal
„Allar þessar aðgerðir eru ekki af hinu góða“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segist almennt vera þeirrar skoðunar að bagalegt sé að hindra komur fólks til landsins, en að á þessum tímapunkti hafi hertar reglur á landamærunum ekki meiriháttar áhrif á ferðaþjónustuna.
Fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs frestað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur ákveðið að fresta fyrstu gjalddögum Ferðaábyrgðasjóðs til 1. desember. Fyrsti gjalddagi átti að vera 1. mars næstkomandi.