Færslur: þorbjörn

Björgunarsveitarmaður:„Huga þarf að mannlega þættinum“
Bogi Adolfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að öllu eftirliti þeirra með vegum nærri jarðskjálftasvæðinu hafi lokið milli klukkan níu og tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitin og almannavarnanefnd eru við öllu búin.
Allar áætlanir yfirfarnar fumlaust og af kostgæfni
Næstum 30 félagar í björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík slógu upp tjaldbúðum í bænum í gærkvöldi. Tjöldin eru hluti hluti af búnaði björgunarsveitarinnar og almannavarna sem byggður hefur verið upp í mörg ár.
Grindvíkingar vanir hristingi en hafa nú varann á sér
Frá því að jörð tók að skjálfa við Grindavík fyrr á árinu hafa íbúar varann á sér. Það segir Kristín María Birgisdóttir, kynningar og markaðsfulltrúi, sem búsett er í bænum í samtali við fréttastofu.
Tveir snarpir skjálftar við Grindavík
Tveir jarðskjálftar af stærðinni 3,2 og 4,1 riðu yfir með skömmu millibili laust fyrir klukkan sex í morgun.
Jarðskjálfti við Grindavík af stærðinni 2,9
Skjálfti af stærðinni 2,9, varð þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík klukkan 20:36 í gærkvöldi.
06.07.2020 - 07:12
Almannavarnir funda vegna aukinnar jarðskjálftavirkni
Um 700 jarðskjálftar hafa verið staðsettir í nágrenni Grindavíkur síðan vísbendingar bárust í síðustu viku um að land sé farið að rísa á ný á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna kemur saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.
Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný
Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Það gerist þó hægt og þörf er á meiri gögnum til þess að fullyrða frekar um stöðuna.
Myndskeið
Slasaðist í fjallgöngu og flutt á slysadeild
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út um hálf eitt leytið í dag til að aðstoða konu sem hafði slasast á fæti í göngu á fellinu Þorbirni. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru tveir hópar sendir af stað til aðstoðar.
29.05.2020 - 13:59
Áfram skelfur í Grindavík - skjálfti upp á 3,2 í morgun
Áfram skelfur jörð í Grindavík. Skömmu fyrir tíu í morgun varð þar skjálfti upp á 3,2 og varð hans vart í bæjarfélaginu. Fram kemur á Facebook-síðu Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra að nokkur skjálftavirkni hafi verið þar síðustu viku í tengslum við landris á svæðinu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram á skjálftinn hafi verið uppá 3,2. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi.
25.03.2020 - 10:30
Vísbending að land sé farið að síga á ný við Grindavík
Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni síðustu daga við fjallið Þorbjörn í grennd við Grindavík. Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin er sú að kvikuinnflæði sé lokið í bili. 
Viðtal
Lífshættuleg breyting milli vikna en enginn gosórói
Eins og fréttastofa greindi frá fyrr í dag hefur Veðurstofa Íslands varað við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar sem gerðar voru á svæðinu í gær benda til þess að slíkt sé lífshættulegt. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að í mælingum í síðustu viku hafi ekkert bent til slíks.
Vara við hellaskoðun vegna lífshættulegra aðstæðna
Veðurstofa Íslands varar við hellaskoðun í Eldvörpum á Reykjanesskaga eftir að gasmælingar voru gerðar þar í gær. Slíkar mælingar eru nú gerðar vikulega í tengslum við eftirlit með landrisi við fjallið Þorbjörn í kjölfar jarðskjálftahrinu sem hófst í lok janúar.
Enn skjálftavirkni við Grindavík og við Gjögurtá
Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi, en er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar.
21.02.2020 - 07:08
Skjálftavirkni eykst á ný og mælingar efldar
Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík og er yfir meðallagi. Virknin er þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar, en helst hefur orðið vart við smáskjálfta að undanförnu. 
Jarðskjálfti 3,1 að stærð nærri Grindavík
Jarðskjálfti að stærð 3,1 mældist tæpa fimm kílómetra NNV af Grindavík rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun og eru tilkynningar um að hann hafi fundist í Grindavík.
14.02.2020 - 09:05
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík síðustu daga en það mælast þó enn smáskjálftar á svæðinu, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands en þar er fylgst með virkni á svæðinu allan sólarhringinn.
Dregið úr skjálftavirkni við Grindavík í dag
Dregið hefur úr skjálftavirkni í grennd við Grindavík en um 10 skjálftar hafa mælst þar frá miðnætti, samanborið við tæplega sextíu skjálfta þar í gær.
Á sjötta tug smáskjálfta við Grindavík í dag
Jörð hefur haldið áfram að skjálfa í grennd við Grindavík í dag þar sem dagurinn hefur einkennst af smáskjálftavirkni. Frá miðnætti hafa yfir 50 skjálftar verið staðsettir á svæðinu, flestir undir tveir að stærð.
Töluverð smáskjálftavirkni við Grindavík í nótt
Jarðskjálftavirkni heldur áfram að mælast í grennd við Grindavík. Frá miðnætti hafa mælst um 30 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð, að því er fram kemur í athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Nóttin einkenndist af smáskjálftavirkni.
60 skjálftar í dag og landrisið orðið fimm sentímetrar
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en dagurinn hefur verið nokkuð tíðindalítill. Frá miðnætti hafa mælst um 60 skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð.
40 skjálftar mælst við Grindavík frá miðnætti
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil að því er fram kemur í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Rétt eftir klukkan 19 í gærkvöldi mældist skjálfti að stærð 3,3 um 2 km. norðaustur af Grindavík.
Áfram unnið að rýmingaráætlun
Áfram verður fylgst grannt með þróun mála á Reykjanesi og er unnið að rýmingaráætlun fyrir Grindavík og nærliggjandi svæði ef svo fer að eldgos hefjist.
Undirbúa opnun miðstöðvar þar sem íbúar fá stuðning
Verið er að undirbúa opnun á miðstöð í Grindavík þar sem íbúar geta fengið sálrænan stuðning vegna óvissustigs sem þar hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringa. Fannar Jónasson, bæjarstjóri, segir að ætlunin sé að hlúa að fólki sem sé kvíðið vegna stöðunnar.
Myndskeið
Grindvíkingar rólegir en gera ráðstafanir
Vísindamenn fylgjast áfram mjög vel með landrisi á Reykjanesskaga. Grindavíkingar láta óvissuna ekki raska daglegu lífi en gera þó ráðstafanir.