Færslur: þjóðskrá

Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Leigusamningum fækkað um 37%
Þinglýstum leigusamningum hefur fækkað um 37% milli mánaða. Í september voru þinglýstir leigusamningar 803 talsins á landinu öllu, en aðeins 555 í október. Mest fækkaði samningum á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða, eða um 208, er fram kemur í samantekt Þjóðskrár.
Aron, Freyja og Andrea vinsælustu nöfnin
Aron var vinsælast drengjanafna á síðasta ári og Freyja og Andrea vinsælustu stúlknanöfnin. Þetta segir í nýrri tilkynningu frá Þjóðskrá.
16.11.2021 - 17:04
Hófstilltari hækkanir á höfuðborgarsvæðinu
Íbúðir á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu að meðaltali um 1,2% milli ágúst- og septembermánaðar. Lítill munur er á fjölbýli og sérbýli, íbúðir í fjölbýli hækkuðu um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands. Vegin árshækkun mælist nú 16,4%. Árshækkun sérbýlis mælist ívið hærri en fjölbýlis, 21,1% á móti 15,2.
22.10.2021 - 11:25
Til skammar að Þjóðskrá noti orðið „utangarðsskrá“
„Mér finnst óviðunandi að opinber stofnun skuli nota svona gildishlaðið orð,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslenskri málfræði, í samtali við fréttastofu um notkun Þjóðskrár á orðinu „utangarðsskrá“. Alþingi samþykkti í desember í fyrra ný lög um skráningu einstaklinga þar sem kveðið er á um að orðinu „utangarðsskrá“ skuli breytt í „kerfiskennitöluskrá“ en Þjóðskrá notast enn við gamla hugtakið.
01.11.2020 - 18:40
Andvana fædd börn fái kennitölu
Börn sem fæðast andvana eftir 22.viku meðgöngu fá kennitölu nái breytingar á lögum um skráningu einstaklinga fram að ganga. Drög að frumvarpi þessa efnis eru nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
13.09.2020 - 10:05
14% landsmanna eru með erlent ríkisfang
50.701 erlendur ríkisborgari var búsettur hér á landi um síðustu mánaðamót. Það jafngildir því að einn af hverjum sjö, sem búa hér á landi sé erlendur ríkisborgari, eða um 14% landsmanna. Flestir í þessum hópi koma frá Póllandi og næstflestir frá Litháen.
Mesta fjölgun í Siðmennt og mest fækkar í Þjóðkirkjunni
Siðmennt er það félag í hópi lífsskoðunar- og trúfélaga sem mest hefur fjölgað í undanfarna sex mánuði og mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni. Hér á landi eru yfir 50 skráð trúfélög. Þeim fjölgar ár frá ári sem kjósa að standa utan trúfélaga og um fimmtungur landsmanna er ýmist utan trúfélaga eða með óskilgreinda stöðu að þessu leyti. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög.
08.06.2020 - 16:37
Þjóðskrá bendir á annmarka í frumvarpi um ferðagjöf
Taka þarf af allan vafa um hvort fyrirhuguð ferðagjöf stjórnvalda eigi að miðast við einstaklinga sem eru með fasta búsetu hér á landi eða ekki. Þá er einnig óljóst hvort gjöfin verði aðeins til þeirra sem þegar hafa fagnað 18 ára afmæli sínu, eða hvort hún miðist við alla sem fæddir eru 2002 eða fyrr.
Viðtal
Sambúðin sem má ekki skrá í þjóðskrá
Af hverju máttum við ekki skrá okkur í sambúð? Spyrja systurnar Oddrún Vala og Ragnheiður Gyða Jónsdætur. Þær hafa rekið saman heimili í hartnær þrjátíu ár og ólu dóttur Ragnheiðar upp í sameiningu. Eru gild rök fyrir því að skylt fólk megi ekki búa saman og njóta sömu réttinda og óskyld hjón eða pör? Þarf að endurskoða það hvernig við hugsum um fjölskyldur? Spegillinn kíkti í heimsókn til systranna, ræddi við þær um sambúðina sem ekki má skrá hjá Þjóðskrá og fékk álit lögfræðiprófessors.
3,5% fleiri skráningar utan trúfélaga
Skráningum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 988 frá 1. desember á síðasta ári til 1. október. Á sama tíma hefur fjölgað um 469 manns í kaþólska söfnuðinum, um 454 í Siðmennt og um 228 í Ásatrúarfélaginu. Þetta kemur fram í samantekt á vef Þjóðskrár.
03.10.2019 - 08:22
Fær loksins að heita Sigríður
Sigríður Hlynur, bóndi á Öndólfsstöðum í Reykjadal, hefur fengið nafni sínu breytt hjá Þjóðskrá Íslands á grundvelli nýrra laga um kynrænt sjálfræði. Sigríður, að skírnarnafni Sigurður Hlynur Snæbjörnsson, heitir nú Sigríður Hlynur Helguson Snæbjörnsson. Mál hans hefur vakið athygli að undanförnu.
10.07.2019 - 12:23
Hreyfingar á skráningum í og úr trúfélögum
Skráðum í Þjóðkirkjuna fækkaði um 657 frá 1. desember til 1. júlí. Nú eru 232.015 einstaklingar skráðir í Þjóðkirkjuna. Á sama tímabili fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 398 og nam fjölgunin 3,8 prósentum. Einstaklingum skráðum utan trú- og lífsskoðunarfélaga fjölgaði um 691 á tímabilinu, eða um 2,3 prósent. 25.454 einstaklingar eru nú skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga á landinu.
09.07.2019 - 07:08
Einn sótt um að breyta kyni nafns
Ein umsókn um breytingu á nafni í kjölfar nýrra laga um kynrænt sjálfræði hefur borist Þjóðskrá í dag. Lögin tóku gildi við birtingu í Stjórnartíðindum á föstudag. Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár, segir að mjög rólegt hafi verið í dag í þjónustuveri í þessum málaflokki. Sigurður Hlynur Snæbjörnsson bóndi segist bíða spenntur eftir að fá að heita í höfuðið á Sigríði ömmu sinni.
08.07.2019 - 16:19
Fasteignavelta dróst saman í júní
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu dróst saman í júní. Veltan dróst saman 9,7% frá því sem hún var í maí. Kaupsamningum fækkaði um 20,4%, úr 623 þinglýstum samningum í 496. Veltan í júní dróst einnig saman um 11,2% milli ára Kaupsamningum fækkaði um 23,8% en 651 samningi var þinglýst í mánuðinum í fyrra.
08.07.2019 - 07:22
„Breytingar kosta peninga“
Hlutlaus kynskráning í Þjóðskrá Íslands strandar á fjármögnun. Stofnuninni hefur ekki verið tryggt fjármagn til verksins, segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands. „Breytingar kosta peninga,“ segir Inga Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur stofnunarinnar.
02.07.2019 - 14:10
Landslagsmyndir, heiðlóur og regnbogapappír
Heiðlóan, landslagsmyndir og regnbogapappír er meðal þess sem einkennir nýju íslensku vegabréfin sem tekin voru í notkun í byrjun febrúar. Útvarpsþátturinn Víðsjá fór í vettvangsferð í Þjóðskrá til að skoða nýju vegabréfin.
17.02.2019 - 10:05
Fasteignamat Þjóðskrár á Hörpu staðfest
Mat Þjóðskrár Íslands um að tekjuöflunarhæfi Hörpu sé fjórfalt á við skrifstofurými og að tekjuöflunarhæfi bílastæðanna sé 40 prósent, stendur. Yfirfasteignamatsnefnd hefur úrskurðað um að rétt hafi verið að breyta matsflokkum til þess að ákvarða fasteignamat tónleika- og ráðstefnuhússins.
02.01.2019 - 20:30
Prestur vill skoða aðskilnað ríkis og kirkju
Prestur í Akureyrarkirkju segir að þjóðin sé orðin leið á báknum eins og þjóðkirkjunni og kanna eigi möguleika á aðskilnaði ríkis og kirkju. Aldrei hafa jafn fáir hlutfallslega verið skráðir í Þjóðkirkjuna, 65 prósent íbúa landsins. Fimmtungur er annað hvort utan trúfélaga eða í óskráðum félögum.
16.10.2018 - 16:29
Breytt lög um skráningu lögheimilis
Ný lög um skráningu lögheimilis, sem samþykkt voru á Alþingi 11. júní, voru birt í Stjórnartíðindum í dag en þau taka gildi 1. janúar næstkomandi. Er nýjum lögum ætlað að herða skráningarskilyrði og gera þinglýstum eigendum húsnæðis kleift að koma í veg fyrir lögheimilsskráningar í óþökk húseiganda.
01.07.2018 - 16:19
Lítið mál að leika á Þjóðskrá
Eitt af hlutverkum Þjóðskrár er að tryggja að lögheimili einstaklinga sé rétt skráð. Lögheimilisskráningu fylgja ýmis réttindi, til dæmis rétturinn til þess að kjósa í sveitarstjórnarkosningum. En hversu vel endurspegla lögheimilisskráningar raunverulega búsetu fólks? Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá Íslands, á erfitt með að svara því.
16.05.2018 - 11:38
Breytingar á lögheimili aukast fyrir kosningar
Þjóðskrá hefur heimild til að kalla eftir aðstoð lögreglu til að sannreyna að fólk hafi fasta búsetu þar sem það skráir lögheimili sitt. Sviðsstjóri hjá Þjóðskrá segir lögheimilisflutninga, og athugasemdir vegna þeirra, aukast alla jafna í kringum kosningar.
Námsmenn á hinum Norðurlöndunum geta kosið
Íslenskir námsmenn halda kosningarétti sínum þó að þeir hafi skráð lögheimili á hinum Norðurlöndunum. Nýjung hjá Þjóðskrá er að þeir geti sent inn tilkynningu um að þeir skuli teknir á kjörskrá hér á landi fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Framlengd vegabréf falla úr gildi
Innanríkisráðuneyti og Þjóðskrá hafa gefið út tilkynningar með skömmum fyrirvara þar sem því er lýst yfir að framlengd vegabréf íslenskra ríkisborgara falli úr gildi þann 24. nóvember næstkomandi. Áætlað er að um 3000 manns séu með slík vegabréf en að sögn Þjóðskrár Íslands er óljóst hve stór hluti þeirra sé á ferðalögum erlendis. Bréf verða send út í dag á lögheimili einstaklinganna til að kynna þeim að undanþága til framlengingar sem Íslendingar hafa lengi nýtt sér sé fallin úr gildi.
19.11.2015 - 15:50