Færslur: þjóðaratkvæðagreiðsla

Krefjast endurinngöngu í Evrópusambandið
Þúsundir gengu um götur Lundúna, höfuðborgar Bretlands, í dag að þinghúsinu í Westminster í þeim tilgangi að krefjast endurinngöngu í Evrópusambandið.
22.10.2022 - 23:30
Rússar sækja hægt fram í Donbas
Framrás rússneskra hersveita hefur aukist örlítið í Donbas, héruðunum Luhansk og Donetsk, austanvert í Úkraínu. Úkraínski herinn heldur af kappi aftur af framrásinni auk þess sem skortur á skotfærum og hermönnum dregur úr sóknarmætti Rússa. Í dag minnast Úkraínumenn þeirra sem varið hafa landið fyrir erlendum árásum.
Hæstiréttur metur lögmæti þjóðaratkvæðagreiðslu
Hæstiréttur Bretlands tekur í dag til við að vega og meta lögmæti þess hvort efna megi til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis bresku ríkisstjórnarinnar.
Varar Rússa sterklega við að beita kjarnavopnum
Öryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta segir þarlend stjórnvöld bregðast við af hörku detti Rússum til hugar að beita kjarnorkuvopnum til að verja landsvæði sem þeir álíta að tilheyri sér. Rússlandsforseti og fleiri ráðamenn hafa haft uppi slíkar hótanir.
Hvetur til áframhaldandi fordæmingar á atkvæðagreiðslum
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hvetur heimsbyggðina til að fordæma áfram þær gerviþjóðaratkvæðagreiðslur sem hafnar eru í fjórum héruðum Úkraínu. Hann hvatti jafnframt til að niðurstöðunum yrði alfarið hafnað. Enn frekari vísbendingar eru uppi um stríðsglæpi af hálfu Rússa í Úkraínu.
Pútín hikar ekki við að beita öllum brögðum við varnir
Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur tilkynnt herkvaðningu að hluta til í Rússlandi sem tekur gildi í dag. Tilgangurinn er að frelsa Donbas og vernda Rússland í anda þeirra sérstöku hernaðaraðgerða sem Pútín og stjórnvöld í Rússlandi hafa kallað innrásina í Úkraínu.
„Pútín eyðileggur ekki bara Úkraínu heldur eigið land“
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að Vladimír Pútín eyðileggi ekki aðeins Úkraínu með hernaðaraðgerðum sínum heldur ekki síður eigið land. Þetta sagði kanslarinn í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.
Þakkar þjóðarleiðtogum fyrir fordæmingu atkvæðagreiðslu
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, þakkaði þjóðarleiðtogum fordæmingu þeirra á fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu í fjórum héruðum landsins um hvort þau skuli verða hluti af Rússlandi. Hann hvetur landa sína til samstöðu.
Aðskilnaðarsinnar flykktust út á götur Barcelona í gær
Um það bil 150 þúsund aðskilnaðarsinnar flykktust út á götur Barcelona í gær og kröfðust sjálfstæðis Katalóníu. Katalóníumenn minnast þess 11. september ár hvert að sveitir hliðhollar Filippusi V. Spánarkonungi lögðu undir sig borgina árið 1714.
Boðað til atkvæðagreiðslu um stofnun lýðveldis
Forsætisráðherra eyríkisins Antígva og Barbúda í Karíbahafi hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort landið skuli verða lýðveldi. Eyjarnar eru nú hluti breska samveldisins.
Chile-menn hafna nýrri stjórnarskrá
Íbúar Chile hafa kosið að taka ekki upp nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Chile í gær, sunnudag, um hvort ætti að skipta út stjórnarskránni sem er frá 1980, eða síðan Augusto Pinochet var einræðisherra í landinu.
Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Innlimun nokkurra svæða Úkraínu talin í bígerð
Búast má við að þau stjórnvöld sem Rússar hafa komið til valda á herteknum svæðum í suðurhluta Úkraínu séu undir miklum þrýstingi frá Kreml að tryggja völd sín með því að efna til atkvæðagreiðslu um sameiningu við Rússland síðar á þessu ári.
Forseti Túnis fær nær alræðisvald í nýrri stjórnarskrá
Forseti Túnis fær nær alræðisvald, samkvæmt ákvæðum nýrrar stjórnarskrár sem samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu á mánudag. Afar dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunni en andstæðingar forsetans hvöttu til sniðgöngu.
Jafnstórar fylkingar Skota með og á móti þjóðaratkvæði
Ný skoðanakönnun leiðir í ljós að skoskir kjósendur skiptast í tvær nánast jafn stórar fylkingar varðandi það hvort efna skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári.
Mikill meirihluti Kasaka kaus breytta stjórnarskrá
Kasakar samþykktu í dag með yfirgnæfandi meirihluta að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Kasakstan. Yfir sextíu og átta prósent landsmanna á kjörskrá greiddu atkvæði og sjötíu og sjö prósent þeirra kusu með breyttri stjórnarskrá.
Kjósa um breytingar á stjórnarskrá í Kasakstan
Útlit er fyrir að stjórnarskrá Kasakstan verði breytt í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram þar í landi í dag. Kosið er um umfangsmiklar breytingar á stjórnarskránni sem mun færa vald úr höndum forsetans í hendur þingsins og afnema sérstök forréttindi fyrrum forseta landsins, Nursultan Nazarbayev.
05.06.2022 - 21:40
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.
Segir Rússa hafa samþykkt helstu sjónarmið Úkraínumanna
David Arakhamia helsti samningamaður Úkraínu í friðarviðæðunum við Rússa segir stjórnvöld í Moskvu hafa „munnlega“ fallist á helstu kröfur Úkraínumanna. Það glæðir vonir um að vel miði í átt að friði en Tyrklandsforseti hefur boðið leiðtogum beggja ríkja til fundar.
Svisslendingar kjósa um nær algert tóbaksauglýsingabann
Svissneskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag þar sem þeim er meðal annars ætlað að ákvarða um nánast algert bann við tóbaksauglýsingum.
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
Japarov tilkynnir sigur í forsetakosningnum í Kirgistan
Sadyr Japarov hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Miðasíulýðveldinu Kirgistan í dag. Hann er með nærri áttatíu prósent atkvæða þegar nær öll atkvæði hafa verið talin.

Mest lesið