Færslur: þjóðaratkvæðagreiðsla
Þriðji mánuður innrásarinnar runninn upp
Í dag hefst þriðji mánuður innrásar Rússa í Úkraínu. Þúsundir liggja í valnum og milljónir eru á vergangi innanlands eða hafa flúið land. Fjöldi borga í Úkraínu er rústir einar eftir linnulausar sprengjuárásir rússneska innrásarhersins sem hefur verið sakaður um stríðsglæpi.
24.04.2022 - 06:10
Búist við mikilli kjörsókn í Ungverjalandi
Allir sex stjórnarandstöðuflokkar Ungverjalands bjóða sameiginlegan lista gegn Fidesz, flokki Viktors Orban forsætisráðherra. Þingkosningar verða háðar í Ungverjalandi í dag.
03.04.2022 - 05:30
Segir Rússa hafa samþykkt helstu sjónarmið Úkraínumanna
David Arakhamia helsti samningamaður Úkraínu í friðarviðæðunum við Rússa segir stjórnvöld í Moskvu hafa „munnlega“ fallist á helstu kröfur Úkraínumanna. Það glæðir vonir um að vel miði í átt að friði en Tyrklandsforseti hefur boðið leiðtogum beggja ríkja til fundar.
02.04.2022 - 22:49
Svisslendingar kjósa um nær algert tóbaksauglýsingabann
Svissneskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag þar sem þeim er meðal annars ætlað að ákvarða um nánast algert bann við tóbaksauglýsingum.
13.02.2022 - 03:30
Puigdemont lofar að mæta til réttarhalda í október
Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu á Spáni og Evrópuþingmaður kveðst snúa aftur til Belgíu á mánudag. Hann heitir því að snúa aftur til Ítalíu til að vera viðstaddur þinghald í byrjun október um framsal til Spánar.
25.09.2021 - 19:33
Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.
01.08.2021 - 07:33
Sigur SNP eykur líkur á atkvæðagreiðslu um sjálfstæði
Niðurstöður liggja fyrir í þingkosningum í Skotlandi. Skoski þjóðarflokkurinn (SNP) með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fær 64 sæti á þinginu. Til að ná hreinum meirihluta hefði flokkurinn þurft að ná einu sæti til viðbótar en 129 sitja á þinginu í Holyrood.
08.05.2021 - 21:02
Japarov tilkynnir sigur í forsetakosningnum í Kirgistan
Sadyr Japarov hefur lýst yfir sigri í forsetakosningum í Miðasíulýðveldinu Kirgistan í dag. Hann er með nærri áttatíu prósent atkvæða þegar nær öll atkvæði hafa verið talin.
10.01.2021 - 23:56
Viðskiptasamningur undirritaður í dag
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Charles Michel forseti leiðtogaráðs sambandsins undirrita 1246 blaðsíðna viðskipta- og samvinnusamning við Bretland klukkan hálf níu í dag.
30.12.2020 - 03:13
Stjórnarskrárskipti samþykkt í Chile
Útlit er fyrir að meirihluti Chilebúa sé fylgjandi því að skipta út stjórnarskrá landsins. Kosið var um það í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag.
26.10.2020 - 01:33
24 þingmenn vilja þjóðaratkvæði um framtíð flugvallar
24 þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
16.10.2020 - 20:02
Útgönguspá bendir til að Ítalir vilji færri þingmenn
Meirihluti Ítala greiddi atkvæði með því að fækka þingmönnum um meira en þriðjung ef marka má útgönguspá ítalska ríkisútvarpsins.
22.09.2020 - 04:51
Ítalir ganga að kjörborðinu
Ítalir ganga að kjörborðinu í dag. Þar verður kosið til héraðsstjórna auk þess sem kannaður verður hugur Ítala til þess að fækka þingmönnum verulega í báðum deildum ítalska þingsins.
20.09.2020 - 04:37
Meirihluti vill breyta fóstureyðingarlöggjöf
Fylgjendur breytinga á fóstureyðingarlögum á Írlandi eru nokkuð fleiri en þeir sem vilja óbreytta löggjöf, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Í könnun sem birt var í Irish Independent segjast 57 prósent fylgjandi en 43 prósent á móti af þeim sem tóku afstöðu með og á móti. 18 af hundraði hafa ekki tekið afstöðu og ef þeir eru taldir með eru 45% meðfylgjandi og 34%, aðrir vildu ekki svara eða höfðu ekki skoðun.
17.05.2018 - 11:51
Skotar biðja formlega um þjóðaratkvæðagreiðslu
Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur borist formlegt bréf frá Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra skosku heimastjórnarinnar, þar sem krafist er þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Í bréfinu segir Sturgeon að í ljósi breyttra aðstæðna vegna úrsagnar Bretlands úr Evrópusambandinu telji hún Skota hafa rétt til að ákveða eigin örlög og nýta sjálfsákvörðunarétt sinn.
31.03.2017 - 12:51
Frestar heimsókn forsætisráðherra Tyrklands
Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur vill fresta opinberri heimsókn starfsbróður síns frá Tyrklandi, vegna aukinnar spennu í samskiptum Tyrklands við hollensk stjórnvöld. Binali Yilderim, forsætisráðherra Tyrklands átti að koma til Danmerkur 20. mars. Lökke segir í yfirlýsingu í dag að undir venjulegum kringumstæðum hefði ekkert mælt á móti heimsókninni, en hún gæti ekki átt sér stað nú í ljósi harðra viðbragða Tyrkja gegn Hollendingum.
12.03.2017 - 15:32
Sendiráði Hollands í Tyrklandi lokað
Hollenska sendiráðinu í Ankara hefur verið lokað af öryggisástæðum, sem og ræðismannsskrifstofu Hollands í Istanbúl. Þetta hefur AFP fréttastofan eftir heimildarmönnum í tyrkneska utanríkisráðuneytinu. Mótmæli voru fyrir utan sendiráðið í dag, eftir að hollensk yfirvöld meinuðu tyrkneska utanríkisráðherranum, Mevlut Cavosoglu, að koma fram á kosningafundi í Rotterdam, með tyrkneskum ríkisborgurum í Hollandi.
11.03.2017 - 21:28
Heldur kosningafund í Frakklandi á morgun
Utanríkisráðherra Tyrklands, Mevlut Cavosoglu er væntanlegur til Frakklands á morgun, þar sem hann ætlar að koma fram á kosningafundi fyrir Tyrki í borginni Metz. Hollensk stjórnvöld meinuðu honum hins vegar að gera það sama í Rotterdam í dag, við litla hrifingu ráðamanna í Istanbúl, sem kölluðu hollenska sendiherran þar í borg á fund í utanríkisráðuneytinu og mótmæltu formlega. Mótmæli voru einnig fyrir utan hollenska sendiráðið í Istanbúl.
11.03.2017 - 20:27
Erdogan bregst ókvæða við ákvörðun Hollendinga
Tayyip Erdogan forseti Tyrklands hefur hótað Hollendingum refsiaðgerðum, eftir að hollensk stjórnvöld ákváðu að meina flugvél utanríkisráðherra Tyrklands að lenda í Rotterdam í dag. Erdogan líkir Hollendingum við fasista og nasista. Sendiherra Hollands í Istanbúl hefur verið boðaður á fund í tyrkneska utanríkisráðuneytinu vegna málsins.
11.03.2017 - 12:09
Vilja ekki kosningafundi Tyrkja
Yfirvöld í bænum Hoerbranz í Austurríki hafa bannað kosningafund þar sem fulltrúar tyrkneska stjórnarflokksins, AKP, ætluðu að tala fyrir breytingum á stjórnarskrá Tyrklands. Sambærilegum fundi í Sviss var einnig aflýst, en halda átti báða þessa fundi í dag. Yfir hundrað þúsund tyrkneskir ríkisborgarar búa í Austurríki. Í Þýskalandi hafa yfirvöld í nokkrum borgum og bæjum einnig aflýst fundum þar sem tyrkneskir ráðherrar áttu að mæta.
10.03.2017 - 16:27