Færslur: þingkosningar

Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra
Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag.Hann tekur við af Yoshihide Suga sem var harðlega gagnrýndur vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í Þýskalandi í dag
Stjórnarmyndunartilraunir standa enn yfir í Þýskalandi. Forystumenn Jafnaðarmannaflokksins funda með fulltrúum Frjálslyndra demókrata um stjórnarmyndun síðdegis í dag og hitta svo fulltrúa græningja í kjölfarið.
Íbúar í Katar ganga til kosninga í dag
Íbúar furstadæmisins Katar á Arabíuskaga ganga í fyrsta skipti til þingkosninga í dag. Sérfræðingar álíta kosningarnar fyrst og fremst þjóna táknrænum tilgangi.
02.10.2021 - 06:58
Niðurstöðum þingkosninga mótmælt í Moskvu í dag
Þúsundir fylgismanna rússneska kommúnistaflokksins og fleiri stjórnarandstöðuflokka söfnuðust saman í miðborg Moskvu í dag. Tilgangurinn var að andmæla því sem Kommúnistar kalla grafalvarlegt svindl í þingkosningum.
Sjónvarpsfrétt
Hver er arfleið Angelu Merkel?
Fjórir hafa gegnt embætti forseta Frakklands í valdatíð Angelu Merkel, fráfarandi Þýskalandskanslara, og fimm hafa setið í embætti forsætisráðherra Bretlands. Sumum þykir valdatíð Merkel mikilægt skref í jafnréttisbaráttu kvenna en öðrum þykir kanslarinn ekki hafa gert nóg til að uppræta kynjamisrétti.
Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada
Frjálslyndi flokkur Justins Trudeaus forsætisráðherra sigraði í þingkosningunum í Kanada. Hann náði þó ekki hreinum meirihluta. Hann þakkaði kjósendum fyrir stuðninginn og andstæðingum fyrir drengilega baráttu.
21.09.2021 - 04:18
Þúsundir ábendinga um kosningasvik
Rússnesk samtök, sem höfðu eftirlit með þingkosningunum í Rússlandi, segja að borist hafi þúsundir ábendinga um kosningasvik og skort á skipulagi. Þegar talningu atkvæða er nánast lokið hefur flokkur Pútíns forseta afgerandi fylgi sem tryggir honum meira en tvo þriðju þingmanna.
20.09.2021 - 15:45
Tvísýnar kosningar framundan í Kanada
Um það bil 27 milljónir Kanadamanna ganga til þingkosninga í dag, mánudag og búist er við tvísýnum úrslitum. Fyrstu kjörstaðir verða opnaðir klukkan 11 að íslenskum tíma en vegna fjölda póstatkvæða er ekki talið öruggt að talningu ljúki í kvöld.
20.09.2021 - 03:21
Rússneskt snjallkosningaforrit ekki lengur aðgengilegt
Bandaríski tæknirisinn Google er sagður hafa verið beittur miklum þrýstingi til að fjarlægja snjallkosninga-smáforrit sem bandamenn rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny buðu upp á í smáforritaverslun fyrirtækisins.
18.09.2021 - 00:26
Erlent · Stjórnmál · google · Smáforrit · app · Alexei Navalny · Rússland · Dúman · þingkosningar · Apple · Kreml · ritskoðun
Einn af hverjum fimm kýs utan kjörfundar í Kanada
Næstum einn af hverjum fimm Kanadamönnum greiddu atkvæði utan kjörstaðar um liðna helgi. Einnig er talið að óvenjumargir nýti sér að greiða póstatkvæði sökum kórónuveirufaraldursins.
Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Sandu og Evrópusinnar unnu öruggan sigur í Moldóvu
Aðgerðir og samstaða, eða PAS, mið-hægriflokkur Maiu Sandu Moldóvuforseta, vann öruggan sigur í þingkosningunum þar í landi síðasta sunnudag. Þegar búið var að telja 99,6 prósent atkvæða hafði PAS fengið 52,6 prósent þeirra og tryggt sér 63 af 101 sæti á þinginu. Höfuðandstæðingur forsetans og flokks hennar, kosningabandalag Kommúnista og Sósíalista, naut nær helmingi minna fylgis, fékk 27,3 prósent atkvæða og 32 þingsæti.
13.07.2021 - 05:35
Sandu og Evrópusinnar á sigurbraut í Moldóvu
Aðgerðir og samstaða, eða PAS, mið-hægriflokkur Maiu Sandu, forseta Moldóvu, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem haldnar voru þar í landi á sunnudag. Þegar búið var að telja tæpan helming atkvæða hafði PAS fengið um 44 prósent atkvæða. Helstu andstæðingar PAS, kosningabandalag Sósíalista og Kommúnista, undir forystu tveggja forvera Sandu á forsetastóli, voru með um það bil 33 prósenta fylgi samkvæmt þessum tölum.
12.07.2021 - 03:16
Lítil kjörsókn en mikil spenna í Búlgaríu
Afar lítil kjörsókn hefur verið í þingkosningunum í Búlgaríu, sem haldnar voru í dag. Aðeins eru um þrír mánuðir frá því að síðast var kosið í landinu, sem kann að skýra takmarkaðan áhuga kjósenda að einhverju leyti. Um klukkan sextán höfðu aðeins 27 prósent kjósenda skilað sér á kjörstað, en í kosningunum í apríl höfðu 40 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétti sinn á þeim tíma.
11.07.2021 - 22:28
Þingkosningar í Moldóvu í dag
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moldóvu, þar sem kosið verður til þings í dag. Vonast er eftir góðri kjörsókn í þessu fátækasta landi Evrópu og í frétt AFP segir að kjósendur séu ákafir í að kjósa sér fulltrúa á nýtt löggjafarþing eftir að nýkjorinn forseti, Maia Sandu, rauf þing og boðaði til kosninganna.
11.07.2021 - 07:23
Þingkosningar í Búlgaríu öðru sinni á þremur mánuðum
Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að síðast var kosið til þings þar í landi. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær kosningar en vonast er til að leysa megi úr þeirri pattstöðu sem uppi er í búlgörskum stjórnvöldum með kosningunum í dag.
11.07.2021 - 04:46
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Armenía: Flokkur forsætisráðherrans með yfirburðastöðu
Fyrstu tölur í þingkosningum í Armeníu benda til öruggs sigurs Borgarasambandsins, flokks forsætisráðherrans Nikols Pashinyan. Um 30% atkvæða hafa verið talin en talið er að um helmings þátttaka hafi verið í kosningunum.
20.06.2021 - 22:55
Hörð kosningabarátta að baki í Armeníu - kosið í dag
Þingkosningar eru í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera.
20.06.2021 - 05:50
Fréttaskýring
Flokkarnir veðja á nýja vendi fyrir kosningarnar
Búast má við fjölmenni á kynningarnámskeiðinu sem Alþingi heldur fyrir nýja þingmenn í upphafi hvers kjörtímabils því útlit er fyrir talsverða endurnýjun í þingkosningunum í haust. Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta og flokkarnir sem eiga sæti á þingi virðast margir ætla að veðja á nýja vendi.
06.06.2021 - 15:46
Enn einn þingmaður VG nær ekki oddvitasæti
Bjarni Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi í Skagafirði, verður oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins, sóttist eftir að leiða listann fyrir komandi þingkosningar en hafnaði í öðru sæti. Hún er fjórði þingmaður flokksins sem ekki nær oddvitasæti.
Albanir ganga að kjörborðinu í dag
Albanir ganga til þingkosninga í dag þar sem valið stendur milli Edi Rama sem hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil og Lulzim Basha leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
25.04.2021 - 02:53
Gefur kost á sér á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi 19. júní næstkomandi.
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33