Færslur: þingkosningar

Fréttavaktin
Enn allt í járnum – Aukakosningar í Georgíu
Úrslit eru ekki enn ráðin í kosningunum vestanhafs. Óvæntur árangur Demókrata í gær hefur gert kappið um báðar deildir Bandaríkjaþings meira spennandi en gert var ráð fyrir. Repúblikanar mega þó heita líklegri til að ná meirihluta í fulltrúadeildinni en spennan magnast hvað öldungadeildina varðar. Hér verður fylgst með framvindu mála.
Pelosi kveðst óttaslegin og óviss um framtíð sína
Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir atlögu manns á fimmtugsaldri að heimili hennar hafa valdið henni nokkrum ótta og að hún þurfi að hugsa sig vel um varðandi framtíð sína í stjórnmálum.
Nýr foringi tekur við hægri flokki Marine LePen
Hægrisinnaði franski stjórnmálaflokkurinn Rassemblement National hefur valið sér nýjan formann í stað Marine LePen sem hyggst einbeita sér að leiðtogahlutverki fyrir flokkinn á þjóðþinginu. Ekki er búist við stefnubreytingu innan flokksins þrátt fyrir breytingu í brúnni.
Spennan magnast í kosningabaráttunni í Danmörku
Spennan er mikil í Danmörku þar sem kosið verður til þings á morgun. Leiðtogar flokkanna mættust í kappræðum í Danska ríkissjónvarpinu í gær. Hallgrímur Indriðason fréttamaður er staddur í Kaupmannahöfn og fór yfir það í hádegisfréttum hvað bar hæst í kappræðunum í gærkvöld.
Fyrsta konan í fjórtán ár kjörin á þing Vanúatú
Kona hefur verið kjörin á löggjafarþing Suður-Kyrrahafseyríkisins Vanúatú í fyrsta sinn í fjórtán ár. Kosið var 13. október en greint var frá niðurstöðum kosninganna í morgun.
Danmörk
Vinstri sveifla tveimur vikum fyrir kosningar
Nokkur vinstrisveifla er í dönskum stjórnmálum tveimur vikum fyrir kjördaginn 1. nóvember, ef marka má nýjustu skoðanakönnun fyrirtækisins Epinion fyrir danska ríkisútvarpið DR. Forskotið sem hægri flokkarnir höfðu í könnunum í sumar er horfið og vinstri flokkarnir hafa náð yfirhöndinni.
Úrslit í Búlgaríu ólíkleg til að tryggja stöðugleika
GERB, flokkur Boykos Borisovs, fyrrverandi forsætisráðherra Búlgaríu, hlaut flest atkvæði í þingkosningunum sem haldnar voru þar í landi á sunnudag. Af útgönguspám og fyrstu tölum fékk flokkurinn 23 - 25 prósent greiddra atkvæða í fjórðu þingkosningunum í Búlgaríu á 18 mánuðum. Þetta mun þó tæplega fleyta Borisov aftur í forsætisráðuneytið, þar sem hann hefur setið í þrígang, því fæstir flokkar aðrir vilja vinna með honum eftir að hann hrökklaðist frá völdum vegna spillingarmála.
02.10.2022 - 23:42
Búlgaría: Fjórðu þingkosningarnar á 18 mánuðum
Búlgarar ganga að kjörborðinu í dag, í fjórðu þingkosningunum á hálfu öðru ári. Úkraínustríðið og afleiðingar þess hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst vegna hækkandi framfærslukostnaðar og ótta um enn meiri verðhækkanir á mat og orku þegar vetur gengur í garð.
02.10.2022 - 04:48
Lettar kjósa til þings í dag
Þingkosningar eru haldnar í Lettlandi í dag, þar sem kjörstaðir voru opnaðir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 100 fulltrúar eiga sæti á lettneska þinginu og næsta öruggt þykir að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
01.10.2022 - 07:28
Kosningar í Lettlandi í skugga Úkraínustríðsins
Lettar ganga til þingkosninga á morgun, laugardag, í skugga innrásar Rússa í Úkraínu. Talið er líklegt að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
Hægri blokkin með naumt forskot í Svíþjóð
Erfitt er að spá fyrir um úrslit sænsku þingkosninganna. Hægri blokkin heldur forskoti sínu þegar 93 af hundraði atkvæða hafaverið talið. Hægri blokkin fengi 176 þingsæti af 349 en sú vinstri 173.
Ítalía: Hægri flokkur Meloni á mikilli siglingu
Skoðanakannanir benda til þess að Giorgia Meloni geti orðið fyrsta konan í embætti forsætisráðherra Ítalíu fyrir hægri sinnaða ríkisstjórn. Tæpar tvær vikur eru til kosninga.
Heimskviður
Mjótt á munum fyrir kosningar í Svíþjóð á morgun
Gengið verður til kosninga í Svíþjóð á morgun. Afar mjótt verður á mununum ef marka má skoðanakannanir. Kosið er um þrjú stjórnsýslustig í einu; þing, sveitarstjórnir og héraðsstjórnir.
Upplausn í Írak eftir brotthvarf klerks úr stjórnmálum
Árásir voru gerðar á öryggissvæði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær. Upplausn hefur ríkt í landinu frá því að sítaklerkurinn Moqtada al-Sadr tilkynnti að hann hygðist hætta afskiptum af stjórnmálum. Stjórnarkreppa hefur verið viðvarandi um margra mánaða skeið.
Andersson segir skotárásina atlögu að samfélaginu öllu
Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir brýnt að því taumlausa og grimmilega ofbeldi sem skekur samfélagið linni. Hún lét þessi orð falla eftir að kona og ungt barn urðu fyrir skotum á leikvelli í borginni Eskilstuna.
Atkvæðagreiðsla um tilhögun þungunarrofs í Kansas
Kjósendur í Kansas, einu miðvesturríkja Bandaríkjanna, ganga í dag til atkvæðagreiðslu um hvernig haga skuli reglum um þungunarrof í ríkinu. Það er því í höndum Kansasbúa sjálfra að ákveða hvort rétturinn til þungunarrofs verði afnuminn úr stjórnarskrá ríkisins.
Mikið mannfall tengt þingkosningum á Papúa Nýju-Gíneu
Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju-Gíneu. Um það bil 50 manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.
Macron fundar með leiðtogum stjórnarandstöðunnar í dag
Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, fundar í dag, þriðjudag, með formönnum flokka stjórnarandstöðunnar á franska þinginu.
Sjónvarpsfrétt
Stjórnarkreppa í uppsiglingu í Frakklandi
Emmanuel Macron forseti Frakklands, hefur boðað leiðtoga stjórnmálaflokka á franska þinginu á sinn fund á morgun og miðvikudag, eftir að niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru á sunnudag lágu fyrir.
20.06.2022 - 20:17
Bandalag Macron missir 100 þingsæti og tapar meirihluta
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, missti meirihluta sinn á franska þinginu í kosningum í landinu í dag. Miðjubandalag forsetans, Ensamble, hlaut 245 sæti á þinginu en þurfti 289 sæti til að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.
19.06.2022 - 23:56
Úrslit þingkosninganna áhætta fyrir Frakkland
Elisabeth Borne, forsætisráðherra Frakkland, sagði útslit kosninganna vera hættu fyrir landið en að frá og með morgundeginum muni þau vinna að því að mynda starfandi meirihluta. 
19.06.2022 - 21:56
Ræðst í dag hvort flokkur Macrons heldur meirihluta
Seinni hluti frönsku þingkosninganna fer fram í dag, sunnudag. Þá ræðst hvort Ensemble, þriggja flokka mið-hægribandalag Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, verður áfram fjölmennasti flokkurinn á þinginu.
19.06.2022 - 04:00
Hætt við að stjórn Macrons missi meirihlutann á þingi
Sáralítill munur var á tveimur öflugustu framboðunum í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í dag. Sameiginlegt framboð þriggja vinstri flokka fékk um 25,6 prósent atkvæða samkvæmt kosningaspá Ipsos, en sameiginlegt framboð miðju- og frjálslyndra hægriflokka, 25,2 prósent á landsvisu. Aðrar útgönguspár gera ráð fyrir nákvæmlega jafn miklu fylgi beggja framboða, 25,9 prósent.
12.06.2022 - 23:29
Kosningar í Ástralíu
Talið er að mjótt geti orðið á munum í Ástralíu
Kosningar til sambandsþings Ástralíu standa nú yfir og hafa milljónir landsmanna flykkst á kjörstaði. Slagurinn stendur milli formanns Frjálslyndra Scotts Morrison forsætisráðherra og Anthony Albanese, formanns verkamannaflokksins. Talið er að mjótt geti orðið á munum.
Sinn Fein hlýtur flest þingsæti á Norður-Írlandi
Michelle O'Neill, formaður Sinn Fein stærsta flokks lýðveldissinna á Norður-Írlandi, boðar nýja tíma eftir sögulegan sigur í þingkosningum í landinu. Sambandssinnar hafa ráðið ríkjum í landinu um áratuga skeið.

Mest lesið