Færslur: þingkosningar

Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Kosið í Kirgistan í dag
Þingkosningar fara fram í Kirgistan í dag, Kjörstaðir voru opnaðir í rauðabítið eystra, klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, og þeim verður lokað klukkan fjórtán að íslenskum tíma. Búist er við að fyrstu tölur birtist í kvöld.
04.10.2020 - 05:37
Boðar kosningar á Írlandi í næsta mánuði
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti ríkisstjórninni í dag að hann hefði ákeðið að gengið yrði til þingkosninga 8. febrúar. Hann er væntanlegur á fund Michaels D. Higgins forseta þar sem hann óskar eftir því að þing verði rofið, að því er kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla frá forsetaskrifstofunni.
14.01.2020 - 13:52
Myndskeið
Flokkur grínista líklegur sigurvegari kosninga
Flokkur Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu og fyrrverandi grínista, fær flest atkvæði í þingkosningunum þar í dag samkvæmt útgönguspám. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram til þings.
21.07.2019 - 19:14
Þýskur leiðtogi fær rússneska kosningu
Martin Schulz, fyrrum forseti Evrópuþingsins fékk einróma stuðning sem leiðtogi Þýska jafnaðarmannaflokksins (SPD) á aukaþingi sem haldið var um helgina í Berlín. Allir 605 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði; nokkuð sem ekki hefur gerst frá stríðslokum. Í janúar var Schulz valinn sem kanslaraefni flokksins í kosningunum sem haldnar verða í haust. SPD er nú með kringum 32% fylgi, sem er álíka og fylgi kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara Þýskalands.
20.03.2017 - 17:32
Allra augu á þingkosningum í Hollandi í dag
Kjörstaðir í Hollandi hafa nú verið opnaðir, í þingkosningum sem sett gætu tóninn fyrir þróun stjórnmála víðar í Evrópu á þessu ári. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur þjóðernispopúlistans Geert Wilders vinni á. Kjörstöðum verður lokað kl. 20 í kvöld að íslenskum tíma, og fyrstu tölur ættu að birtast fljótlega eftir það.
15.03.2017 - 07:10