Færslur: þingkosningar

Sakar Rússa um vélabrögð fyrir þingkosningarnar 2022
Joe Biden Bandaríkjaforseti sakar Vladimir Pútín forseta Rússland um að hyggjast dreifa röngum eða villandi upplýsingum til að hafa áhrif á þingkosningarnar vestra á næsta ári.
Sandu og Evrópusinnar unnu öruggan sigur í Moldóvu
Aðgerðir og samstaða, eða PAS, mið-hægriflokkur Maiu Sandu Moldóvuforseta, vann öruggan sigur í þingkosningunum þar í landi síðasta sunnudag. Þegar búið var að telja 99,6 prósent atkvæða hafði PAS fengið 52,6 prósent þeirra og tryggt sér 63 af 101 sæti á þinginu. Höfuðandstæðingur forsetans og flokks hennar, kosningabandalag Kommúnista og Sósíalista, naut nær helmingi minna fylgis, fékk 27,3 prósent atkvæða og 32 þingsæti.
13.07.2021 - 05:35
Sandu og Evrópusinnar á sigurbraut í Moldóvu
Aðgerðir og samstaða, eða PAS, mið-hægriflokkur Maiu Sandu, forseta Moldóvu, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem haldnar voru þar í landi á sunnudag. Þegar búið var að telja tæpan helming atkvæða hafði PAS fengið um 44 prósent atkvæða. Helstu andstæðingar PAS, kosningabandalag Sósíalista og Kommúnista, undir forystu tveggja forvera Sandu á forsetastóli, voru með um það bil 33 prósenta fylgi samkvæmt þessum tölum.
12.07.2021 - 03:16
Lítil kjörsókn en mikil spenna í Búlgaríu
Afar lítil kjörsókn hefur verið í þingkosningunum í Búlgaríu, sem haldnar voru í dag. Aðeins eru um þrír mánuðir frá því að síðast var kosið í landinu, sem kann að skýra takmarkaðan áhuga kjósenda að einhverju leyti. Um klukkan sextán höfðu aðeins 27 prósent kjósenda skilað sér á kjörstað, en í kosningunum í apríl höfðu 40 prósent kjósenda nýtt atkvæðisrétti sinn á þeim tíma.
11.07.2021 - 22:28
Þingkosningar í Moldóvu í dag
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í Moldóvu, þar sem kosið verður til þings í dag. Vonast er eftir góðri kjörsókn í þessu fátækasta landi Evrópu og í frétt AFP segir að kjósendur séu ákafir í að kjósa sér fulltrúa á nýtt löggjafarþing eftir að nýkjorinn forseti, Maia Sandu, rauf þing og boðaði til kosninganna.
11.07.2021 - 07:23
Þingkosningar í Búlgaríu öðru sinni á þremur mánuðum
Þingkosningar fara fram í Búlgaríu í dag, aðeins þremur mánuðum eftir að síðast var kosið til þings þar í landi. Ekki hefur tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir þær kosningar en vonast er til að leysa megi úr þeirri pattstöðu sem uppi er í búlgörskum stjórnvöldum með kosningunum í dag.
11.07.2021 - 04:46
Búist er við að Abiy Ahmed haldi velli í Eþíópíu
Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Hann tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu.
Armenía: Flokkur forsætisráðherrans með yfirburðastöðu
Fyrstu tölur í þingkosningum í Armeníu benda til öruggs sigurs Borgarasambandsins, flokks forsætisráðherrans Nikols Pashinyan. Um 30% atkvæða hafa verið talin en talið er að um helmings þátttaka hafi verið í kosningunum.
20.06.2021 - 22:55
Hörð kosningabarátta að baki í Armeníu - kosið í dag
Þingkosningar eru í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera.
20.06.2021 - 05:50
Fréttaskýring
Flokkarnir veðja á nýja vendi fyrir kosningarnar
Búast má við fjölmenni á kynningarnámskeiðinu sem Alþingi heldur fyrir nýja þingmenn í upphafi hvers kjörtímabils því útlit er fyrir talsverða endurnýjun í þingkosningunum í haust. Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum hafa tilkynnt að þeir ætli að hætta og flokkarnir sem eiga sæti á þingi virðast margir ætla að veðja á nýja vendi.
06.06.2021 - 15:46
Enn einn þingmaður VG nær ekki oddvitasæti
Bjarni Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi í Skagafirði, verður oddviti VG í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins, sóttist eftir að leiða listann fyrir komandi þingkosningar en hafnaði í öðru sæti. Hún er fjórði þingmaður flokksins sem ekki nær oddvitasæti.
Albanir ganga að kjörborðinu í dag
Albanir ganga til þingkosninga í dag þar sem valið stendur milli Edi Rama sem hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil og Lulzim Basha leiðtoga stjórnarandstöðunnar.
25.04.2021 - 02:53
Gefur kost á sér á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi 19. júní næstkomandi.
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Heiða vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir varaþingmaður og sauðfjárbóndi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum í haust.
Ágúst Ólafur tekur ekki sæti á lista Samfylkingar
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Ágúst tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.
Abbas boðar til kosninga í Palestínu
Mahmud Abbas forseti Palestínu tilkynnti í dag hvenær gengið yrði til kosninga í landinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann segir að gengið verði að kjörborðinu á öllum landsvæðum Palestínu, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
15.01.2021 - 22:22
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Tvær fyrrum þingkonur vilja á þing fyrir Samfylkinguna
Þrjár fyrrverandi þingkonur annarra flokka en Samfylkingarinnar sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Þær koma úr Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð.
17.12.2020 - 16:06
Kosningaþátttaka í Rúmeníu í sögulegu lágmarki
Mjótt virðist á munum með Frjálslyndum, stjórnarflokki Ludovics Orbans í Rúmeníu og Sósíaldemókrötum eftir þingkosningarnar í dag. Þetta sýna útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum lokaði þar í kvöld.
06.12.2020 - 22:23
Kosið til þings í Rúmeníu
Kosið verður til þings í Rúmeníu í dag. Búist er við að Frjálslyndi flokkur Ludovics Orbans forsætisráðherra fari með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa legið undir ámæli vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
06.12.2020 - 04:30
Kosningar í Kúveit í skugga kórónuveirufaraldurs
Almenningur í olíuríkinu Kúveit gengur að kjörborðinu í dag í skugga kórónuveirufaraldursins. Kosið verður til þings landsins sem hefur sett einhverjar ströngustu reglur sem þekkjast á Persaflóasvæðinu til að halda aftur af útbreiðslu faraldursins.
05.12.2020 - 03:13
Ágúst Bjarni sækist eftir öðru sæti í Kraganum
Ágúst Bjarni Garðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Ágúst Bjarni var áður aðstoðamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Meirihlutar minnka en haldast líklega í báðum deildum
Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en Repúblikanar eiga nú minnst 49 fulltrúa vísa í öldungadeildinni og þykja líklegir til að tryggja sér þrjá til viðbótar.
11.11.2020 - 05:47