Færslur: þingkosningar

Gefur kost á sér á lista Framsóknar í Suðurkjördæmi
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, varabæjarfulltrúi og formaður velferðarráðs Reykjanesbæjar, gefur kost á sér í 3. til 4. sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi 19. júní næstkomandi.
Metfjöldi utankjörfundaratkvæða á Grænlandi
Í Nuuk, höfuðstað Grænlands og sveitarfélaginu Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, hafa rúmlega tvöfalt fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar fyrir þing- og sveitarstjórnarkosningarnar á þriðjudag en áður hefur þekkst. Yfirvöld í Sermersooq höfðu þó vonast eftir enn fleiri utankjörfundaratkvæðum.
05.04.2021 - 04:54
Myndskeið
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi
Þriðji og síðasti dagur þingkosninga í Hollandi rann upp í dag. Flest bendir til að flokkur forsætisráðherra landsins fái mest fylgi.
17.03.2021 - 19:33
Heiða vill leiða lista VG í Suðurkjördæmi
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir varaþingmaður og sauðfjárbóndi gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi í alþingiskosningunum í haust.
Ágúst Ólafur tekur ekki sæti á lista Samfylkingar
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Ágúst tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.
Abbas boðar til kosninga í Palestínu
Mahmud Abbas forseti Palestínu tilkynnti í dag hvenær gengið yrði til kosninga í landinu í fyrsta sinn í fimmtán ár. Hann segir að gengið verði að kjörborðinu á öllum landsvæðum Palestínu, þar á meðal í Austur-Jerúsalem.
15.01.2021 - 22:22
Stefnir í fjórðu kosningarnar á tveimur árum
Þingmenn á Knesset, ísraelska þinginu, höfnuðu í dag að gefa ríkisstjórninni meira svigrúm til að ljúka fjárlagagerð. Það eykur líkurnar á því að þingið verði leyst upp og efnt til kosninga, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum.
22.12.2020 - 01:06
Tvær fyrrum þingkonur vilja á þing fyrir Samfylkinguna
Þrjár fyrrverandi þingkonur annarra flokka en Samfylkingarinnar sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu þingkosningar. Þær koma úr Vinstri grænum, Pírötum og Bjartri framtíð.
17.12.2020 - 16:06
Kosningaþátttaka í Rúmeníu í sögulegu lágmarki
Mjótt virðist á munum með Frjálslyndum, stjórnarflokki Ludovics Orbans í Rúmeníu og Sósíaldemókrötum eftir þingkosningarnar í dag. Þetta sýna útgönguspár sem birtar voru skömmu eftir að kjörstöðum lokaði þar í kvöld.
06.12.2020 - 22:23
Kosið til þings í Rúmeníu
Kosið verður til þings í Rúmeníu í dag. Búist er við að Frjálslyndi flokkur Ludovics Orbans forsætisráðherra fari með sigur af hólmi þrátt fyrir að hafa legið undir ámæli vegna viðbragða við kórónuveirufaraldrinum.
06.12.2020 - 04:30
Kosningar í Kúveit í skugga kórónuveirufaraldurs
Almenningur í olíuríkinu Kúveit gengur að kjörborðinu í dag í skugga kórónuveirufaraldursins. Kosið verður til þings landsins sem hefur sett einhverjar ströngustu reglur sem þekkjast á Persaflóasvæðinu til að halda aftur af útbreiðslu faraldursins.
05.12.2020 - 03:13
Ágúst Bjarni sækist eftir öðru sæti í Kraganum
Ágúst Bjarni Garðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Ágúst Bjarni var áður aðstoðamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar.
Meirihlutar minnka en haldast líklega í báðum deildum
Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings en Repúblikanar eiga nú minnst 49 fulltrúa vísa í öldungadeildinni og þykja líklegir til að tryggja sér þrjá til viðbótar.
11.11.2020 - 05:47
Georgíski draumurinn með gott forskot í þingkosningunum
Stjórnarflokkurinn í Georgíu leiðir nokkuð örugglega í þingkosningunum sem haldnar voru þar í landi í gær. Þegar búið er að telja tæp 60 prósent akvæða hefur flokkurinn, Georgíski draumurinn, fengið 49,3 prósent atkvæða, en stjórnarandstöðuflokkar, með Sameinuðu þjóðarfylkinguna í fararbroddi, 44,5 prósent. Leiðtogi Georgíska draumsins fagnar en forysta stjórnarandstöðunnar véfengir tölur kjörstjórnar og boðar mótmæli.
01.11.2020 - 06:27
Kosið á Nýja Sjálandi: Ardern næsta örugg um sigur
Þingkosningar standa nú yfir á Nýja Sjálandi og fátt bendir til annars en að Verkamannaflokkurinn, með forsætisráðherrann Jacindu Ardern í fylkingarbrjósti, muni vinna öruggan sigur. Flokkurinn hefur raunar misst nokkuð fylgi síðustu daga ef marka má nýjustu skoðanakannanir, en mun engu að síður geta myndað meirihlutastjórn einn og óstuddur, gangi þær eftir.
17.10.2020 - 01:46
Neyðarástand enn í Kirgistan
Stjórnvöld í Kirgistan hafa komið Almazbek Atambayev fyrrverandi forseta landsins bak við lás og slá að nýju. Mótmælendur Þingið kaus nýjan forsætisráðherra í dag.
10.10.2020 - 18:00
Kosið í Kirgistan í dag
Þingkosningar fara fram í Kirgistan í dag, Kjörstaðir voru opnaðir í rauðabítið eystra, klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma, og þeim verður lokað klukkan fjórtán að íslenskum tíma. Búist er við að fyrstu tölur birtist í kvöld.
04.10.2020 - 05:37
Boðar kosningar á Írlandi í næsta mánuði
Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, tilkynnti ríkisstjórninni í dag að hann hefði ákeðið að gengið yrði til þingkosninga 8. febrúar. Hann er væntanlegur á fund Michaels D. Higgins forseta þar sem hann óskar eftir því að þing verði rofið, að því er kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla frá forsetaskrifstofunni.
14.01.2020 - 13:52
Myndskeið
Flokkur grínista líklegur sigurvegari kosninga
Flokkur Volodymyrs Zelenskys, forseta Úkraínu og fyrrverandi grínista, fær flest atkvæði í þingkosningunum þar í dag samkvæmt útgönguspám. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram til þings.
21.07.2019 - 19:14
Þýskur leiðtogi fær rússneska kosningu
Martin Schulz, fyrrum forseti Evrópuþingsins fékk einróma stuðning sem leiðtogi Þýska jafnaðarmannaflokksins (SPD) á aukaþingi sem haldið var um helgina í Berlín. Allir 605 fulltrúar á þinginu greiddu honum atkvæði; nokkuð sem ekki hefur gerst frá stríðslokum. Í janúar var Schulz valinn sem kanslaraefni flokksins í kosningunum sem haldnar verða í haust. SPD er nú með kringum 32% fylgi, sem er álíka og fylgi kristilegra demókrata, flokks Angelu Merkel kanslara Þýskalands.
20.03.2017 - 17:32
Allra augu á þingkosningum í Hollandi í dag
Kjörstaðir í Hollandi hafa nú verið opnaðir, í þingkosningum sem sett gætu tóninn fyrir þróun stjórnmála víðar í Evrópu á þessu ári. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur þjóðernispopúlistans Geert Wilders vinni á. Kjörstöðum verður lokað kl. 20 í kvöld að íslenskum tíma, og fyrstu tölur ættu að birtast fljótlega eftir það.
15.03.2017 - 07:10