Færslur: Tansanía

Tilkynnti andlát Tansaníuforseta vikum eftir hvarf hans
John Magufuli, forseti Tansaníu, er látinn, 61 árs að aldri. Varaforseti landsins, Samia Suluhu Hassan, greindi frá þessu í gær, eftir að hvorki hafði sést til forsetans né heyrst í rúmar tvær vikur. Hassan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að Magufuli hefði dáið á sjúkrahúsi í Dar-Es-Salaam. Dánarorsökin hafi verið hjartasjúkdómur, sem forsetinn hefði glímt við síðustu tíu ár. Orðrómur hefur verið uppi um að hann hefði veikst af COVID-19.
18.03.2021 - 03:58
Taka höndum saman gegn vígamönnum
Stjórnir Tansaníu og Mósambík ætla að taka höndum saman í baráttunni gegn vígamönnum sem hafa haft sig mikið frammi í Cabo Delgado í norðurhluta Mósambík undanfarin ár. Skrifað hefur verið undir yfirlýsingu þess efnis.
24.11.2020 - 08:21
Minnst 60 fórust þegar olíubíll sprakk
Minnst 60 létu lífið og tugir slösuðust þegar bensínflutningabíll sprakk í útjaðri borgarinnar Morogoro í Tansaníu í gær, um 200 kílómetra vestur af höfuðborginni Dar es Salaam. Olíubíllinn valt þegar bílstjóri hans reyndi að forðast árekstur við mótorhjól. Fjöldi fólks hópaðist að bílnum með brúsa og fötur og freistaði þess að ná sér í bensín sem streymdi úr tankinum. Litlu síðar hljóp neisti í bensínið sem fuðraði upp á augabragði og tankurinn sprakk áður en nokkur fékk forðað sér.
11.08.2019 - 03:20
Hótar hervaldi vegna kasjúhnetukreppu
John Magufuli, forseti Tansaníu, hefur vikið landbúnaðarráðherra og viðskiptaráðherra úr ríkisstjórn sinni og hótar því að kalla til aðstoðar hersins vegna deilna um kasjúhnetuuppskeru landsins.
11.11.2018 - 09:03
Bjargað úr ferju tveimur dögum eftir slys
Karlmanni var í dag bjargað úr flaki ferju sem hvolfdi á Viktoríuvatni í Tansaníu á fimmtudag. Staðfest hefur verið að 207, hið minnsta, fórust í slysinu. Maðurinn hafðist við í loftrými í ferjunni. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann sé alvarlega slasaður. Kafarar fundu hann á lífi í morgun.
22.09.2018 - 14:18
Minnst 136 drukknuðu í Viktoríuvatni
Staðfest er að minnst 136 drukknuðu þegar ferju hvolfdi á Viktoríuvatni í Tansaníu á fimmtudag. Fjölda fólks er enn saknað og óttast er að fleiri en 200 hafi drukknað. Talið er að yfir 400 hafi verið um borð í ferjunni, sem aðeins er ætluð fyrir um 100 farþega. Auk þess var töluvert af varningi um borð, þar á meðal sement og maís í sekkjum.
22.09.2018 - 02:54
Tugir skólabarna létust í rútuslysi
Yfir 30 manns, mestmegnis skólabörn, létust í rútuslysi í Norðaustur-Tansaníu á laugardag, að sögn þarlendra yfirvalda. Nokkur fjöldi til viðbótar slasaðist þegar rútan fór út af veginum og niður snarbratta hlíð ofan í gljúfur. Verið var að flytja grunnskólanema frá bænum Arusha yfir í annan skóla, þar sem þau áttu að taka æfingapróf að morgni laugardags. Þau voru öll á aldrinum 12 - 14 ára. Tveir kennarar og ökumaður rútunnar létust einnig í slysinu.
08.05.2017 - 05:36