Færslur: Talibanar

Heitir áframhaldandi stuðningi við afganska herinn
Háttsettur bandarískur hershöfðingi segir Bandaríkjamenn munu halda áfram loftárásum til að aðstoða afganska stjórnarherinn í baráttu hans við talibana, sem hafa sótt hart fram í Afganistan síðustu vikur. Kenneth McKenzie, hershöfðingi í landgönguliði Bandaríkjahers og yfirmaður heraflans í Afganistan, lýsti þessu yfir á fréttamannafundi í Kabúl í gær.
Útgöngubann um nætur í Afganistan
Ríkisstjórn Afganistans fyrirskipaði í dag útgöngubann um nær allt land frá klukkan tíu á kvöldin til fjögur að morgni, í von um að torvelda talibönum þannig innrásir í bæi og borgir landsins. Útgöngubannið gildir alstaðar nema í höfuðborginni Kabúl og tveimur héruðum öðrum.
25.07.2021 - 00:53
Segjast ráða meginhluta Afganistans
Talibanar fullyrða að þeir hafi lagt meginhluta Afganistans undir sig, þar á meðal hernaðarlega mikilvægan bæ við landamæri Írans. Allt bandarískt herlið verður farið frá Afganistan í ágústlok, að sögn Bandaríkjaforseta. Brottflutningi breska hersins er nánast lokið.
09.07.2021 - 12:18
Heimsglugginn
Dökkt útlit fyrir stjórnarherinn í Afganistan
Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Þeir hófu sókn í apríl þegar brottför fjölþjóðaherliðs hófst frá landinu. Þeir hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn sína á brott. Stjórnarherinn virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Bandaríkjamenn yfirgáfu mikilvægustu herstöð sína á Bagram flugvelli í skjóli nætur og án þess að láta afganska stjórnarherinn vita. Málið var rætt á Morgunvakt Rásar-1.
Óttast aukin völd talibana í Afganistan
Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan lýsti í dag yfir áhyggjum af auknum völdum talibana í landinu. Bandarísk stjórnvöld stefna enn á að draga herlið sitt þaðan í haust.
22.06.2021 - 23:35
Átök hafin í Afganistan eftir að vopnahlé rann út
Bardagar brutust út að nýju á milli talibana og stjórnarhers Afganistans í morgun, skömmu eftir að þriggja daga vopnahlé rann sitt skeið á enda. AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni afganska hersins að til átaka hafi komið í úthverfum Lashkar Gah, héraðshöfuðborgar Helmandhéraðs í sunnanverðu Afganistan í morgun.
16.05.2021 - 06:18
Tólf létust í árás Íslamska ríkisins á mosku í Kabúl
Tólf fórust í sperengjuárás á mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistans, á föstudag, öðrum degi umsamins þriggja daga vopnahlés milli talibana og stjórnarhersins. Talibanar fordæmdu árásina og þvertóku fyrir að hafa staðið að henni og nú hafa hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýst ódæðisverkinu á hendur sér.
Ellefu fórust í fjórum sprengingum í miðju vopnahléi
Minnst ellefu almennir borgarar fórust og þrettán særðust í fjórum aðskildum sprengingum í Afganistan í gær. Sprengingarnar urðu innan sólarhrings frá því að talibanar lýstu einhliða yfir þriggja daga vopnahléi í tilefni Eid al-Fitr-hátíðarinnar, sem markar lok föstumánaðarins ramadan.
14.05.2021 - 05:57
Talibanar boða þriggja daga vopnahlé
Talibanar lýstu í kvöld yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan á meðan Eid al-Fitr hátíðin fer fram. AFP fréttastofan greinir frá. Í yfirlýsingu samtakanna segir að allar árásir séu bannaðar næstu þrjá daga, en ef óvinasveitir veitast að þeim má verjast af hörku.
09.05.2021 - 23:03
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Engar friðarviðræður fyrr en Bandaríkjaher fer úr landi
Bandaríkjaforseti ætlar að draga allt herlið frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Talibanar ætla ekki að taka þátt í friðarviðræðum fyrr en allt erlent herlið hefur yfirgefið landið.
Átta fórust í sprengingu í Kabúl í morgun
Átta féllu í bílsprengjuárás í vesturhluta Kabúl, höfuðborg Afganistan í morgun. Að minnsta kosti fimmtán særðust í sprengingunni að sögn Tariq Arian talsmanns innanríkisráðuneytis landsins.
20.12.2020 - 08:20
Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega
Fjöldi óbreyttra borgara sem féll í loftárásum alþjóðlegs herliðs í Afganistan fjölgaði mikið frá 2016 til 2019. Þetta er afleiðing rýmri reglna um valdbeitingu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti setti árið 2017 samkvæmt nýrri skýrslu.
Bjartsýni eykst á að samkomulag náist við Talibana
Afganska ríkisstjórnin getur einbeitt sér að viðureigninni við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, eða Daesh, gangi friðarviðræður við Talibana eftir. Viðræðurnar hafa staðið yfir í Katar frá því í september.
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á eldflaugaárás
Amrullah Saleh varaforseti Afganistan heitir því að hendur verði hafðar í hári þeirra sem ábyrgir eru fyrir eldflaugaárás á höfuðborgina Kabúl í gær.
Miklar sprengingar í Kabúl
Nokkrar háværar sprengingar skóku miðborg Kabúl, höfuðborgar Afganistan í morgun. Að sögn fréttaritara AFP fréttastofunnar var líkast því sem eldflaugum hefði verið skotið hverri á eftir annarri.
Pompeo fundar með samninganefndum í Katar
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hyggst funda með samningamönnum Talibana og afgönsku ríkisstjórnarinnar í dag. Viðræður stríðandi fylkinga Talibana og ríkisstjórnar Afganistan hafa staðið yfir frá 12. september síðastliðnum í Doha í Katar.
Fækkun í herafla Bandaríkjanna í Afganistan og Írak
Ákveðið hefur verið að fækka bandarískum hermönnum í Afganistan um 2.500, jafnframt verður nokkur fækkun hermanna í Írak. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.
Talibanar í ímyndarherferð
Leiðtogar Talibana gera hvað þeir geta að sanna að þeir séu stjórntækir og leggja sig í líma við að bæta ímynd sína. Friðarviðræður standa nú yfir í Katar milli Talibana og ríkjandi stjórnvalda í Afganistan.
26.10.2020 - 04:23
Háttsettur Al Kaída leiðtogi felldur í Afganistan
Afganskar sérsveitir felldu háttsettan Al Kaída leiðtoga síðdegis í gær laugardag. Egyptinn Abu Mushin al-Masri sem álitinn er næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna var eftirlýstur af Bandaríkjastjórn.
Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.
13.09.2020 - 18:18
Friðarviðræður hafnar í Doha
Friðarviðræður afganskra stjórnvalda og Talibana hófust í Doha í Katar í morgun. Abdullah Abdullah, aðalsamningamaður stjórnvalda í Afganistan, opnaði fundinn á því að þakka Talibönum fyrir sýndan friðarvilja. Hann sagðist bjartsýnn á að þessi dagur eigi eftir að vera lengi í minnum þjóðarinnar hafður sem sá dagur sem endi var bundinn á stríð og þjáningar hennar.
12.09.2020 - 07:49
Frakkar andmæla lausn fanga í Afganistan
Frönsk stjórnvöld andmæltu formlega í gær lausn þriggja fanga í Afganistan. Mennirnir þrír eru allir í haldi fyrir að hafa myrt franska ríkisborgara. Lausn þeirra er liður í ákvörðun stjórnvalda í Kabúl um að leysa 400 Talibana úr haldi í fangelsum landsins.
16.08.2020 - 01:41
Hættulegir Talibanar leystir úr haldi
Afgönsk yfirvöld hófu í gær lokahnykk lausnar fanga úr röðum Talíbana. Síðustu 400 fangarnir eru einkar hættulegir, og fannst forsetanum Ashraf Ghani rétt að vara við því að þeir gætu stefnt heimsbyggðinni í hættu. Lausn fanganna er samkvæmt samkomulagi afganskra stjórnvalda og Talibana til þess að reyna að okma af stað friðarviðræðum í landinu.
14.08.2020 - 06:22