Færslur: Talibanar

Talibanar í ímyndarherferð
Leiðtogar Talibana gera hvað þeir geta að sanna að þeir séu stjórntækir og leggja sig í líma við að bæta ímynd sína. Friðarviðræður standa nú yfir í Katar milli Talibana og ríkjandi stjórnvalda í Afganistan.
26.10.2020 - 04:23
Háttsettur Al Kaída leiðtogi felldur í Afganistan
Afganskar sérsveitir felldu háttsettan Al Kaída leiðtoga síðdegis í gær laugardag. Egyptinn Abu Mushin al-Masri sem álitinn er næstæðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna var eftirlýstur af Bandaríkjastjórn.
Afgönsk stjórnvöld hóflega bjartsýn
Samningamenn afganskra stjórnvalda virtust í dag hóflega bjartsýnir um lausn erfiðra ágreiningsmála í friðarviðræðum við Talíbana. Friðarviðræðurnar hófust í Doha í Katar í gær.
13.09.2020 - 18:18
Friðarviðræður hafnar í Doha
Friðarviðræður afganskra stjórnvalda og Talibana hófust í Doha í Katar í morgun. Abdullah Abdullah, aðalsamningamaður stjórnvalda í Afganistan, opnaði fundinn á því að þakka Talibönum fyrir sýndan friðarvilja. Hann sagðist bjartsýnn á að þessi dagur eigi eftir að vera lengi í minnum þjóðarinnar hafður sem sá dagur sem endi var bundinn á stríð og þjáningar hennar.
12.09.2020 - 07:49
Frakkar andmæla lausn fanga í Afganistan
Frönsk stjórnvöld andmæltu formlega í gær lausn þriggja fanga í Afganistan. Mennirnir þrír eru allir í haldi fyrir að hafa myrt franska ríkisborgara. Lausn þeirra er liður í ákvörðun stjórnvalda í Kabúl um að leysa 400 Talibana úr haldi í fangelsum landsins.
16.08.2020 - 01:41
Hættulegir Talibanar leystir úr haldi
Afgönsk yfirvöld hófu í gær lokahnykk lausnar fanga úr röðum Talíbana. Síðustu 400 fangarnir eru einkar hættulegir, og fannst forsetanum Ashraf Ghani rétt að vara við því að þeir gætu stefnt heimsbyggðinni í hættu. Lausn fanganna er samkvæmt samkomulagi afganskra stjórnvalda og Talibana til þess að reyna að okma af stað friðarviðræðum í landinu.
14.08.2020 - 06:22
Fimm hundruð talibanar látnir lausir
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fyrirskipaði í dag að fimm hundruð talibönum yrði sleppt úr fangelsi. Þriggja sólarhringa vopnahlé er gengið í gildi í landinu vegna Eid al-Adha trúarhátíðarinnar.
31.07.2020 - 15:08
Vopnahlé í Afganistan
Lýst hefur verið yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan. Þetta er í þriðja sinn á nítján árum sem það gerist og alltaf í tengslum við trúarhátíðir múslíma, að þessu sinni Eid al-Adha-hátíðina.
31.07.2020 - 03:29
Sprengjuárás tveimur dögum eftir friðarsáttmála
Þrír létu lífið og ellefu særðust eftir sprengjuárás á fótboltaleik í austurhluta Afganistans í gær. Talibanar undirrituðu friðarsáttmála við Bandaríkin um helgina, eftir einnar viku samkomulag um að draga úr hernaði í landinu. Í sáttmála Bandaríkjanna og Talibana lofa Bandaríkin að draga allan erlendan her úr landinu innan fjórtán mánaða ef Talibanar hefja friðarviðræður við afgönsk stjórnvöld. 
03.03.2020 - 04:45
Friðarsamkomulag undirritað í Doha í dag
Viku eftir að Bandaríkin og Talibanar gerðu samkomulag um að lægja átakaöldur í Afganistan lítur út fyrir að friðarsamkomulag verði undirritað í dag. Verði það að veruleika bindur það enda á lengsta stríð Bandaríkjanna. Samkomulagið sem undirritað var í síðustu viku hefur að mestu haldið. Samninganefndir Bandaríkjanna og Talíbana ætla að setjast niður í Doha, höfuðborg Katars, þar sem viðræður hafa farið fram síðustu tvö ár.
29.02.2020 - 06:09
Yfir 60 látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 62 létust og yfir 30 særðust þegar sprengja sprakk inni í mosku í Nangahar héraði austurhluta Afganistans í dag. Fjöldi fólks var þar við föstudagsbænir þegar illvirkið var framið. Þak moskunnar hrundi við sprenginguna, að sögn sjónvarvotta.
Tuttugu féllu og tugir særðust í árás talibana
Minnst tuttugu fórust og 85 særðust þegar bílsprengja sprakk utan við bækistöðvar afgönsku leyniþjónustunnar í borginni Qalat í Zabul-héraði í morgun. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Rahamtullah Yarmat, héraðsstjóra í Zabul. Héraðssjúkrahús Zabul var í sömu byggingu og gjöreyðilagðist í sprengjuárásinni, að sögn Yarmats. Talibanar hafa þegar lýst árásinni á hendur sér og segja henni hafa verið beint gegn leyniþjónustunni.
19.09.2019 - 05:20
Talibanar leita til Rússa
Leiðtogar Talibana sendu sendinefnd til Moskvu í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hætti við að ræða friðarsamkomulag milli stríðandi fylkinga í Afganistan.
14.09.2019 - 13:57
Minnst 28 féllu í sprengjuárás
Í það minnsta 28, flest konur og börn, féllu í vesturhluta Afganistan í dag eftir að sprengja sprakk í vegkanti. Óttast er að jafnvel enn fleiri hafi látist.
31.07.2019 - 06:12
Boðar beinar viðræður stjórnvalda og talibana
Beinar og milliliðalausar viðræður stjórnvalda og talibana í Afganistan gætu hafist innan tveggja vikna. AFP-fréttastofan greinir frá þessu. Gangi þetta eftir markar það tímamót í tilraunum til að koma á friði í landinu.
28.07.2019 - 05:17
Jarðsprengja varð ellefu að bana
Ellefu almennir borgarar létust og yfir þrjátíu særðust í dag þegar vörubíl sem fólkið ferðaðist með var ekið á jarðsprengju í Kandahar í suðurhluta Afganistans. Lögreglustjóri héraðsins segir að konur og börn séu meðal hinna látnu og særðu. Hann sakar talibana um að hafa komið sprengjunni fyrir.
15.07.2019 - 14:20
Sammála um að draga úr átökum í Afganistan
Stríðandi fylkingar í Afganistan hafa komist að samkomulagi um að draga úr átökum. Markus Potzel, sendifulltrúi Þýskalands í Afganistan, greindi frá þessu að loknum tveggja daga viðræðum áhrifamanna í Afganistan við Talíbana í Doha í Katar.
09.07.2019 - 01:41
10 látnir eftir stóra sprengingu í Kabúl
Í það minnsta 10 eru látnir og tugir særðir eftir að gríðarlega öflug bílsprengja sprakk í Kabúl höfuðborg Afganistans í morgun. Sérsveitarmenn berjast nú við vopnaða menn á svæði sem hýsir byggingar hersins og stjórnar, að sögn embættismanna.
01.07.2019 - 06:48
Afganistan
Talibanar drápu 25 daginn fyrir friðarviðræður
Vígasveitir talibana felldu minnst 25 menn úr vopnuðum sveitum heimamanna í norðanverðu Afganistan, hliðhollum stjórnvöldum í Kabúl, á föstudagskvöld. Á sama tíma var samninganefnd talibana að koma sér fyrir í Doha, höfuðborg Katars, þar sem sjöunda lota friðarviðræðna milli þeirra og fulltrúa Bandaríkjastjórnar hófst í gær.
30.06.2019 - 01:30
Pompeo væntir friðar við talibana í haust
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, segist vongóður um að friðarsamkomulag náist við talibana í Afganistan fyrir forsetakosningar þar í landi sem fram eiga að fara í september. Talibanar krefjast þess að allt erlent herlið fari frá landinu.
25.06.2019 - 18:00
Óttast afleiðingar ef Bandaríkjamenn fara
Átján árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Afganistan og hröktu Talibana frá völdum þar, gæti friðarsamkomulag verið í augsýn. Sex daga viðræður nýlega í Katar, milli erindreka Bandaríkjanna og Talibana þykir hafa skilað árangri, og vonir hafa nú kviknað um að mögulega gæti ófriðurinn í Afganistan verið á enda. Talibanar hafa hins vegar til þessa neitað að ræða við stjórnvöld í Kabúl, og þau óttast nú afleiðingarnar, fari svo að Bandaríkin dragi herlið sitt til baka.
30.01.2019 - 22:02
Drög að friðarsamkomulagi sögð liggja fyrir
Drög að friðarsamkomulagi afganskra Talibana og Bandaríkjastjórnar eru sögð liggja fyrir, samkvæmt frétt sem Reuters fréttaveitan birti í dag. Viðræður um friðarsamninga hafa staðið yfir í sex daga í Katar, milli Talibana og erindreka Bandaríkjanna. Samkomulagið er sagt fela í sér að bandarískt herlið verði dregið frá Afganistan, gegn því að Talibanar tryggi að hryðjuverkasamtök eins og Al Kaída geti ekki komið sér fyrir í Afganistan og skipulagt þaðan árásir á vestræn ríki.
26.01.2019 - 17:55
Khalilzad ræðir við Talibana í Katar
Zalmay Khalilzad, erindreki Bandaríkjastjórnar, hefur í fjóra daga átt fundi með fulltrúum Talibana í Afganistan um leiðir til að binda enda á stríðsátökin í landinu. Fundirnir hafa verið í Katar þar sem Talibanar hafa skrifstofu.
24.01.2019 - 10:08
Talibanar felldu yfir 100 í árás á herstöð
Yfir 100 féllu í árás Talibana á herstöð í Maidan Wardak héraði í Afganistan í gær. Guardian hefur eftir afgönskum yfirvöldum að árásin hafi byrjað í gærmorgun. Þá ók stór herjeppi, framleiddur í Bandaríkjunum, inn í herstöðina og var sprengdur í loft upp. Í kjölfarið fylgdi skotárás. Árásarmennirnir voru loks felldir af öryggissveitum.
22.01.2019 - 06:33
Átta börn fórust í sprengingu í Afganistan
Átta börn, þar af fjögur systkini, létust í sprengingu í gær í Faryab héraði í norðurhluta Afganistans. Þau voru að leik með hlut sem fundu úti. Hluturinn reyndist vera sprengja, að því er AFP fréttastofan hefur eftir ættingjum barnanna.
22.09.2018 - 13:31