Færslur: Talibanar

Mótmæltu skertum réttindum kvenna í Afganistan
Á annan tug afganskra kvenna mótmæltu frelsisskerðingum talíbana í Kabúl í morgun. AFP greinir frá þvi að flestar konurnar hafi verið með slæður fyrir andlitinu í mótmælunum fyrir framan menntamálaráðuneyti landsins.
29.05.2022 - 10:34
Óvægin skýrsla um brotthvarf Breta frá Afganistan
Brotthvarf Breta frá Afganistan í ágúst einkenndist af skipulagsmistökum, lélegum undirbúningi og miklu stjórnleysi. Þetta kemur fram í óvæginni skýrslu utanríkismálanefndar breska þingsins.
24.05.2022 - 02:40
„Við hækkum bara róminn og berjumst áfram“
Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum. Talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu. Karlmenn sem starfa við afganskar sjónvarpsstöðvar sýndu konunum stuðning í verki.
23.05.2022 - 01:20
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Öryggisráðið fjallar um búrkuskyldu í Afganistan
Nýinnleidd krafa talibanastjórnarinnar í Afganistan um að konur skuli klæðast búrku á almannafæri verður tekin til umfjöllunar á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Deborah Lyons, sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, mun upplýsa ráðið um stöðu mála í landinu, og sérstaklega um öfugþróun síðustu vikna og mánaða í kvenréttindamálum.
Konur í Afganistan þurfa að hylja sig að fullu
Talibanastjórnin í Afganistan tilkynnti í morgun að konur þyrftu hér eftir að vera í búrkum sem hylja andlit þeirra nánast alveg, og reyndar að hylja sig frá toppi til táar. Tíðindin staðfesta ótta margra um að stjórn Talibana takmarki réttindi kvenna á sama hátt og hún gerði á fyrri valdatíð.
07.05.2022 - 13:53
Hrina hryðjuverka skyggir á ramadan
Í Afganistan hefur röð mannskæðra sprengjuárása varpað skugga á seinni helming hins helga föstumánaðar ramadan, sem lýkur í dag. Íslamska ríkið hefur lýst nokkrum þeirra á hendur sér en öðrum ekki.
01.05.2022 - 06:47
Hryðjuverk í Afganistan - tugir látnir
Að minnsta kosti 33 létust og 43 særðust þegar sprengja sprakk í dag í mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans. Fjölmenni var við föstudagsbænir þegar árásin var gerð. Myndir á samfélagsmiðlum sýna að gat kom á veggi moskunnar við sprenginguna. Enginn hefur enn gengist við árásinni. Vígamenn Íslamska ríkisins segjast hafa verið að verki þegar sprengja sprakk í gær í mosku í borginni Mazar-i-Sharif. Þá létust tólf og hátt í sextíu særðust.
22.04.2022 - 17:13
Minnst sextán fórust í sprengjuárásum í Afganistan
Að minnsta kosti sextán fórust í tveimur sprengjuárásum á afganskar borgir í dag. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst verknaðinum á hendur sér.
21.04.2022 - 23:10
Minnst 47 fórust í loftárásum Pakistana á Afganistan
Minnst 47 fórust í loftárásum pakistanska hersins á skotmörk í afgönsku landamærahéruðunum Khost og Kunar á laugardag. Þetta segja embættismenn í héruðunum tveimur. „Fjörutíu og einn óbreyttur borgari, aðallega konur og börn, létust í loftárásum pakistanska hersins nærri landamærunum í Khost-héraði,“ sagði Shabir Ahmad Osmani, upplýsinga- og menningarfulltrúi Khosthéraðs í samtali við AFP-fréttastofuna á sunnudag.
18.04.2022 - 05:29
Valdatíð Imran Khan í Pakistan senn á enda
Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, missti meirihlutastuðning á þingi landsins eftir að þingmenn úr flokki hans snerust á sveif með stjórnarandstöðunni. Khan þarf að stíga til hliðar en ekki sér fyrir endann á stjórnmálakreppu í þessu fimmta fjölmennsta ríki heims.
09.04.2022 - 06:00
Flugfélög staðfesta ferðabann afganskra kvenna
Talibanastjórnin í Afganistan hefur bannað þarlendum konum að ferðast með flugvélum nema í fylgd með karlkyns ættingja. Það staðfesta bréf til helstu flugfélaga landsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar fyrirskipunar um lokun stúlknaskóla í landinu.
Mótmæltu lokun stúlknaskóla
Tugir stúlkna kröfðust þess að miðstigsskóli þeirra yrði opnaður á ný í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun. Stjórn Talíbana ákvað á miðvikudag að miðstigsskólar stúlkna yrðu áfram lokaðir. Þeir höfðu heitið því á mánudag að skólarnir yrðu opnaðir á ný eftir sjö mánaða lokun.
26.03.2022 - 10:13
Vestræn ríki hvetja talibana til að opna stúlknaskóla
Utanríkisráðherrar vestrænna ríkja fordæma þá ákvörðun talibana-stjórnarinnar að loka öllum miðskólum fyrir stúlkur á miðvikudaginn örfáum klukkustundum eftir að þeir voru opnaðir að nýju.
Öllum afgönskum miðskólastúlkum skipað að halda heim
Talibanastjórnin í Afganistan fyrirskipaði í morgun að öllum mið- eða gagnfræðaskólum fyrir stúlkur skuli lokað að nýju. Örfáar klukkustundir liðu frá því að dyr þeirra voru opnaðar þar til öllum var gert að hverfa á braut.
23.03.2022 - 06:45
Noregsheimsókn Talibana kostaði um 93 milljónir króna
Heimsókn sendinefndar Talibana til Oslóar kostaði norska ríkið jafnvirði tæpra 93 milljóna íslenskra króna. Um þrjátíu menn undir forystu Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, héldu frá Afganistan í einkaþotu til Noregs í lok janúar.
26.02.2022 - 04:10
Kona sem hvarf eftir mótmæli í Afganistan komin fram
Afgönsk kona sem hvarf eftir mótmæli gegn Talibanastjórninni reyndist hafa verið í haldi þeirra um nokkurra vikna skeið. Ekkert hafði til hennar spurst frá því um miðjan janúar þar til hún var látin laus í dag.
Samtök kvenna í Afganistan mótmæla réttindabrotum
Á því hálfa ári sem liðið er frá valdatöku Talíbana í Afganistan er fátt sýnilegt sem minnir á fyrri stjórnendur og lífshætti í höfuðborginni Kabúl. Fjöldi kvenna fer huldu höfði í leynilegum samtökum sem ætlað er að mótmæla nýjum valdhöfum og niðurbroti réttinda kvenna í landinu.
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna
Talibanar sterklega grunaðir um aftökur án dóms og laga
Ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna leiðir í ljós að sterkar líkur séu á að Talibanar og samverkamenn þeirra hafi myrt á annað hundrað fyrrverandi ríkisstarfsmenn, liðsmenn öryggissveita afganska ríkisins og fólk sem starfaði fyrir erlend ríki.
Talibanar ræða um mannréttindi í Ósló
Þriggja daga viðræður milli sendinefndar talíbana og fulltrúa norskra, bandarískra og evrópskra stjórnvalda hefjast í Ósló í Noregi í dag. Fyrsti fundur dagsins er við fulltrúa kvenréttindasamtaka, mannréttindafrömuði og fulltrúa afganskra fjölmiðla.
23.01.2022 - 11:26
Talibanar komnir til Oslóar
Þota sem flutti sendinefnd háttsettra talibana frá Afganistan til Oslóar lenti á Gardemoen flugvelli í gærkvöld. Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra fer fyrir nefndinni, sem flaug til Oslóar í boði norsku ríkisstjórnarinnar. Norska stjórnin vonast eftir að geta lagt sitt af mörkum til að draga úr neyð almennings í Afganistan, þar sem vetrarkuldi, eldsneytis-, lyfja- og matarskortur þjakar þorra landsmanna.
23.01.2022 - 05:41
Talibanar væntanlegir til Noregs
Sendinefnd afganskra talibana er væntanleg til Noregs um helgina. Á dagskrá eru viðræður við sendimenn erlendra ríkja um mannréttindi í Afganistan og mannúðaraðstoð vegna síversnandi ástands í landinu.
21.01.2022 - 16:07
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Noregur · Afganistan · Talibanar
Hreinsanir sagðar hafnar innan sveita Talibana
Næstum þrjú þúsund úr röðum Talibana hafa verið látin vikja vegna hrottalegrar framkomu sinnar. Forsvarsmenn þeirra segja það gert svo hreinsa megi til í her- og lögreglusveitum.
Árið 2021
Fréttaannáll 2021: Eldgos og aðrar hamfarir
Ótrúlegu ári þar sem hver stórfréttin rak aðra er að ljúka. Kórónuveiruaraldurinn geisaði annað árið í röð, og hafði áhrif á nánast alla þætti í daglegu lífi fólks. Önnur metoo-bylgjan skall á af miklum þunga, óblíð náttúruöflin minntu á sig og Borgarnes varð óvænt miðpunkturinn í alþingiskosningum. Í Bandaríkjunum réðst æstur múgur inn í þinghúsið og Talibanar tóku völdin í Afganistan.
31.12.2021 - 21:15
Talibanar leggja niður „óþarfa“ kjörstjórn og ráðuneyti
Ríkisstjórn talibana í Afganistan hefur lagt niður hvort tveggja yfirkjörstjórn landsins og rannsóknar- og kærunefnd landskjörstjórnar, sem hafa haft eftirlit með kosningum í landinu síðustu ár og áratugi. Bilal Karimi, talsmaður talibanastjórnarinnar, greindi frá þessu í dag. „Það er engin þörf fyrir tilvist og starfsemi þessara nefnda,“ sagði Karimi. „Þyki okkur einhvern tímann þörf á, þá mun Íslamska emírsdæmið endurvekja þessar nefndir,“ bætti hann við.
26.12.2021 - 00:24