Færslur: Talibanar

Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Jákvæðar og markvissar viðræður í Katar
Talibanar segja viðræður við bandaríska sendinefnd í Katar um helgina hafa verið jákvæðar. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem sendinefndir Bandaríkjanna og talibana sátu saman síðan talibanar tóku völdin í Afganistan, að lokinni tuttugu ára hersetu Bandaríkjahers í landinu.
11.10.2021 - 02:54
Bandaríkin funda með talibönum í Katar
Samninganefnd Bandaríkjanna heldur í dag í fyrsta sinn til fundar við talibana eftir að Bandaríkjaher fór frá Afganistan. Fundurinn verður haldinn í dag og á morgun í Doha, höfuðborg Katar. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir Bandaríkjastjórn hafa verið í stöðugu sambandi við talibana eftir að þeir tóku aftur völdin í Afganistan í lok ágúst, um það leyti sem Bandaríkjaher hvarf á braut.
09.10.2021 - 00:49
Sagðir hafa tekið 13 Hazara af lífi eftir valdatökuna
Gögn mannréttindasamtaka sýna að liðsmenn vígasveita Talibana drápu þrettán úr röðum Hazara í bænum Kahor í Khidir-héraði í Afganistan 30. ágúst síðastliðinn.
Talsmaður Talibana kveðst fordæma allt ofbeldi
Zabiullah Mujahid talsmaður Talibana segir að það séu skýr skilaboð til liðsmanna samtakanna að þeir skuli ekki láta hendur skipta í samskiptum við fólk. 
Dómarar í felum í Afganistan af ótta við hefndir
Fjöldi dómara fer nú huldu höfði í Afganistan. Þeir óttast um líf sitt eftir að hafa á ferlinum kveðið upp dóma yfir Talibönum, sem nú fara með stjórn landsins. Talibanar segjast enga ákvörðun hafa tekið varðandi örlög dómaranna, en ákvörðunin verði tekin með sjaría-lög til hliðsjónar
02.10.2021 - 21:09
Samkomulag veikti stjórn Afganistan en styrkti Talibana
Varnarmálaráðherra og yfirmenn herafla Bandaríkjanna segja samkomulag við Talibana um brottflutning Bandaríkjahers frá Afganistan hafa veikt ríkisstjórn landsins og her. Á hinn bóginn hafi máttur Talibana færst í aukana.
Segjast hafa ráðlagt forsetanum að halda eftir herliði
Háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher segjast hafa ráðlagt Joe Biden forseta að halda herliði áfram í Afganistan. Jafnframt hafi þeir lýst áhyggjum yfir því að Talibanar hefðu ekki slitið tengsl sín við hryðjuverkasamtökin Al Kaída.
Talibanar koma líkum fyrir á almannafæri
Talibanar í Afganistan komu í dag líkum fjögurra manna fyrir á almannafæri í borginni Herat. Mönnunum var gefið að sök að hafa rænt viðskiptajöfri og syni hans.
25.09.2021 - 16:20
Vilja ekki talibana á allsherjarþingið
Stjórnvöld í Þýskalandi lýsa sig andvíg því að talibanar fái að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York, eins og þeir hafa farið fram á. Þó sé rétt að halda tengslum við þá - til þess meðal annars að þrýsta á að þeir virði mannréttindi.
22.09.2021 - 17:16
Segja stúlkum fljótlega heimilt að mæta til skóla
Talibanar gáfu það út í dag að stúlkum í Afganistan yrði fljótlega heimilt að mæta til skóla á ný. Grunnskóladrengir og karlkyns kennarar voru kallaðir til skóla um helgina eftir hlé en engin yfirlýsing var þá gefin út um stúlkur og kvenkyns kennara.
21.09.2021 - 09:26
Íslamska ríkið kveðst bera ábyrgð á árásum í Afganistan
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu í kvöld yfir ábyrgð á árasum á talibana í borginni Jalalabad í Afganistan um helgina. Vígahreyfingin segist hafa gert þrjár sprengjuárásir á þrjú farartæki talibana á laugardag, auk fjórðu sprengjuárásarinnar í dag.
Kvenkyns borgarstarfsmenn í Kabúl haldi sig heima
Hamdullah Noman, nýr borgarstjóri Kabúl í Afganistan, hefur beðið kvenkyns borgarstarfsmenn um að halda sig heima, nema karlmenn geti ekki fyllt stöður þeirra. Fréttastofa BBC hefur eftir Noman að talibönum hafi þótt nauðsynlegt að stöðva vinnu kvenna um stund.
19.09.2021 - 17:05
Sprengjuárásir í Jalalabad í Afganistan
Að minnsta kosti þrír fórust og yfir átján særðust í þremur sprengingum í borginni Jalalabad í austurhluta Afganistan í gær. Grunur leikur á að Talibanar hafi verið skotmörk tilræðismannana.
19.09.2021 - 05:48
Talibanar banna stúlkum að mæta í miðskóla
Talibanastjórnin í Afganistan bannaði stúlkum á miðskólastigi að mæta í skóla í gær. Samkvæmt tilskipun nýs menntamálaráðneytis skulu drengir einir og karlkynskennarar hverfa til skólastofanna að nýju.
Afganskt unglingalandslið kvenna komið til Pakistan
Stúlkur úr unglingalandsliði Afganistan í knattspyrnu eru komnar til Pakistan ásamt fjölskyldum sínum. Fjöldi kvenna sem hefur staðið framarlega í menningarlífi og íþróttum yfirgaf Afganistan eftir valdatöku Talibana í síðasta mánuði.
16.09.2021 - 01:39
Kynjaskiptir háskólar og konur þurfa að hylja sig
Ríkisstjórn Talibana tilkynnti í dag að nemendum yrði skipt eftir kynjum í háskólum í Afganistan og að kvennemendur þyrftu að hylja líkama sinn og andlit. Almenningur óttast að breytingarnar komi alfarið í veg fyrir að konur geti stundað nám, þar sem fæstir skólar séu í stakk búnir til þess að skipta nemendahópum eftir kynjum.
12.09.2021 - 17:18
Bróðir fyrrverandi varaforseta drepinn af talibönum
Rohullah Azizi, bróðir fyrrverandi varaforseta Afganistans, féll í bardaga gegn talibönum í Panjshir-dal. Dalurinn er síðasta vígi andspyrnuhreyfingar gegn talibönum.
12.09.2021 - 07:43
Biður Afgani afsökunar
Asraf Ghani, fyrrum forseti Afganistans, baðst í dag afsökunar á því að hafa flúið land 15. ágúst, sama dag og Talibanar náði völdum í höfuðborginni Kabúl. Í færslu á Twitter í dag segir forsetinn fyrrverandi að hann hafi aldrei ætlað sér að yfirgefa Afgani og baðst afsökunar á því hvernig valdatíma hans og ríkisstjórnarinnar lauk.
08.09.2021 - 19:16
Bandaríkin lýsa yfir áhyggjum af ríkisstjórn talibana
Bandarísk stjórnvöld lýstu í kvöld yfir áhyggjum af nýskipaðri ríkisstjórn talibana í Afganistan. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir að ríkisstjórnin verði þó dæmd af gjörðum sínum, til dæmis af því hvort hún hleypi Afgönum úr landi. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Katar og reynir að semja um flóttaleið fyrir bandaríska ríkisborgara sem enn sitja fastir í Afganistan.
07.09.2021 - 23:46
Talibanar lýsa yfir sigri í Panjshir
Talibanar hafa lýsti yfir sigri í viðureign við uppreisnarmenn í Panjshir-héraði norðaustur af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Uppreisnarmenn segjast þó hvergi búnir að gefast upp og að þeir séu enn í vígahug.
Bretar heita því að koma fleiri Afgönum af landi brott
Bresk stjórnvöld hafa heitið að bjarga 311 Afgönum frá Afganistan sem hafa starfað með breskum herliðum þar í landi. Mörg þúsund Afganar hafa nú þegar flúið til Bretlands með breskum herflugvélum en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í dag að stjórnvöld gerðu allt sem í þeirra valdi stæði til að flytja þá sem eftir væru í Afganistan milli ríkjanna og ættu rétt á aðstoð breskra yfirvalda.
06.09.2021 - 17:35
Ekkert verður af vopnahléi í Panjshir-dal
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal hétu í morgun að halda áfram baráttu við Talibana. Því verður ekkert af því vopnahléi sem þeir lögðu til í gærkvöld.
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.