Færslur: sýrland

Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
5 látnir og 85 slasaðir eftir bílasprengju
Fimm létust og 85 slösuðust þegar að bílsprengja sprakk í Azaz héraðinu í norðvesturhluta Sýrlands í morgun.
19.07.2020 - 21:48
Þingkosningar í Sýrlandi
Búist er við að Baath flokkur Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og bandamenn hans fái meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar eru í landinu í dag.
19.07.2020 - 08:02
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Myndskeið
Lögðu hald á 14 tonn af amfetamíni frá Íslamska ríkinu
Ítalska lögreglan lagði í dag hald á fjórtán tonn af amfetamíni. Hryðjuvekasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki framleiddu amfetamínið í Sýrlandi til þess að fjármagna starfsemi sína.
01.07.2020 - 13:53
Föðurbróðir Sýrlandsforseta í fjögurra ára fangelsi
Rifaat Assad, föðurbróðir Bashars Assad Sýrlandsforseta, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Frakklandi í gær fyrir peningaþvætti. Hann var dæmdur fyrir að hafa dregið að sér almannafé í Sýrlandi og notað til þess að koma sér upp fasteignaveldi í Frakklandi. Samkvæmt dómnum verða eignir hans í Frakklandi gerðar upptækar. Þær eru um 90 milljóna evra virði, jafnvirði um 13,8 milljarða króna.
18.06.2020 - 06:34
Forsætisráðherra Sýrlands rekinn
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, rak Imad Khamis forsætisráðherra úr embætti í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segir að samkvæmt tilskipun númer 143 frá árinu 2020 sé forsætisráðherrann leystur frá störfum. Engin skýring er gefin á ákvörðun forsetans.
11.06.2020 - 13:50
Heimskviður
Ákærðir fyrir að hafa framið stríðsglæpi í Sýrlandi
Á dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir að pynta almenna borgara sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta er fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. 
11.05.2020 - 07:00
Erlent · Asía · sýrland
Bílsprengja grandaði minnst 46 í Sýrlandi
Minnst 46 manns týndu lífi og 50 særðust þegar olíuflutningabíll var sprengdur í loft upp í borginni Afrín í norðanverðu Sýrlandi í gær. Langflest hinna látnu og særðu eru óbreyttir borgarar, þar á meðal á annan tug barna. Í hópi fallinna eru líka minnst sex liðsmenn vopnaðra sveita uppreisnarmanna sem hafa bæði tögl og hagldir í Afrínborg með stuðningi Tyrkja.
Telja fleiri smitaða en upp er gefið
Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk í Líbanon, Írak og Sýrlandi óttast að mun fleiri séu þar með COVID-19 eða smitaðir af kórónuveirunni en stjórnvöld gefi upp. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og kveðst hafa eftir heimildarmönnum.
31.03.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Írak · Líbanon · sýrland · COVID-19 · Kórónuveiran
Minnst 32 fórust í umferðarslysi í Sýrlandi
Minnst 32 dóu í árekstri olíuflutningabíls, tveggja fólksflutningabifreiða og nokkurra bíla til viðbótar á veginum milii Damaskus og Homs-héraðs. Sýrlenskir fjölmiðlar hafa eftir innaríkisráðherranum Muhammad Khaled al-Rahmoun, að bilun í bremsubúnaði olíuflutningabílsins hafi leitt til árekstursins.
08.03.2020 - 03:47
Erlent · Asía · sýrland
Vopnahlé gengið í gildi í Idlib-héraði
Allt hefur verið með „tiltölulega kyrrum kjörum" í Idlib-borg og samnefndu héraði í norðanverðu Sýrlandi eftir að vopnahlé tók þar gildi á miðnætti, eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma, að undirlagi Rússa og Tyrkja.
06.03.2020 - 00:39
Tyrkir opna landamærin fyrir flóttamönnum
Tyrknesk yfirvöld hafa opnað landamærin fyrir sýrlenskum flóttamönnum sem hafa verið á vergangi vegna átaka síðustu mánaða. Spenna hefur aukist milli Tyrkja og Rússa eftir að 33 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás sýrlenska stjórnarhersins í gærkvöld.
28.02.2020 - 12:07
Á þriðja tug tyrkneskra hermanna féllu í loftárás
Að minnsta kosti 29 tyrkneskir hermenn féllu og fjöldi særðist þegar sýrlenski stjórnarherinn gerði loftárás í Idlib-héraði í norðausturhluta Sýrlands í kvöld. Talið er að tala látinna muni hækka.
27.02.2020 - 23:25
Ísrael svarar árásum með loftárásum á Gaza og Damaskus
Tveir menn féllu í loftárásum Ísraelshers á skotmörk á Gaza og í Sýrlandi í kvöld. Árásirnar voru gerðar til að hefna flugskeytaárása á Ísrael í dag. Um 20 flugskeytum var skotið frá Gaza yfir til Ísrael. Ollu þau takmörkuðu tjóni og engu mannfalli. Samtökin Heilagt stríð lýstu flugskeytaárásinni á hendur sér og brást Ísraelsher við með loftárásum á valin skotmörk í Sýrlandi og á Gazasvæðinu.
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Myndskeið
„Núna er ég í skjóli á meðan þau eru berskjölduð“
Níu hundruð þúsund manns, mest konur og börn, hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember. Mahmoud Albakour, sýrlenskur blaðamaður, sem komst til Tyrklands óttast um andlega heilsu sína, það sé erfitt að vera sjálfur í skjóli á meðan fjölskyldan er berskjölduð fyrir sprengjuárásum.
17.02.2020 - 22:12
ESB hvetur til vopnahlés í Idlib
Evrópusambandið hvatti í dag stjórnvöld í Damaskus til að hætta sókn sinni og bandamanna sinna í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem Evrópusambandið hefur lagt fram slíka beiðni.
23.01.2020 - 14:33
Sýrlenskir flóttamenn sendir frá Istanbul
Nærri 100 þúsund Sýrlendingar voru fluttir frá Istanbúl í fyrra samkvæmt áætlun þarlendra stjórnvalda. Að sögn skrifstofu borgarstjóra Istanbúl eru óskráðir flóttamenn frá Sýrlandi færðir í flóttamannabúiðr utan borgarinnar.
05.01.2020 - 03:58
19 féllu í loftárásum Bandaríkjamanna í Írak
Nítján féllu í loftárásum Bandaríkjamanna á bækistöðvar íröksku vígasveitanna Kata'ib Hizbollah í Írak og Sýrlandi í dag, tveimur dögum eftir mannskæða árás samtakanna á írakska herstöð þar sem óbreyttur bandarískur ríkisborgari lést og sex særðust; fjórir Bandaríkjamenn og tveir Írakar. Samtökin svöruðu árásinni í kvöld með eldflaugaárás sem beint var að bandarískri herstöð nærri Bagdad.Fjórum eldlflaugum var skotið að herstöðinni en þær geiguðu allar og sprungu án þess að valda nokkrum usla.
29.12.2019 - 23:10
Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.
Takast á um afdrif finnskra barna Isis-liðsmanna
Ríkisstjórn Finnlands vill koma finnskum börnum fólks sem tengist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu, heim frá Sýrlandi sem fyrst. Ekki er eining um málið á finnska þinginu.
17.12.2019 - 19:31
Erlent · Finnland · sýrland · Evrópa · ISIS