Færslur: sýrland

Vill aðstoð við að senda Sýrlendinga heim
Forsætisráðherra Líbanons sagði ríkisstjórn sína í dag reiðubúna til þess að senda sýrlenska flóttamen úr landi tafarlaust ef alþjóðasamfélagið verður ekki við kröfu Líbana um aðstoð við að koma þeim aftur heim.
20.06.2022 - 14:15
Rússnesku skipi með stolið úkraínskt korn vísað frá
Rússnesku flutningaskipi með farm af illa fengnu úkraínsku korni hefur vísað frá höfnum við Miðjarðarhafið, samkvæmt bandarísku fréttastöðinni CNN. Talið er mögulegt að búið sé að umferma kornið yfir í annað skip. Í frétt CNN segir að rússneska skipið heiti Matros Pozynich, og haft eftir úkraínskum heimildarmönnum að það sé eitt þriggja rússneskra skipa, sem flækt eru í viðskipti með stolið, úkraínskt kornmeti.
13.05.2022 - 07:06
Ætlar að byggja íbúðir til að hvetja flóttafólk heim
Tyrknesk stjórnvöld ætla að byggja íbúðir og nauðsynlega innviði í Sýrlandi í von um að geta hvatt milljón sýrlenskra flóttamanna til þess að flytja aftur heim. Recep Tayyip Erdogan forseti tilkynnti þetta í dag.
03.05.2022 - 16:50
Níu fórust í loftárás Ísraela í Sýrlandi
Níu manns týndu lífinu í loftárás Ísraela á skotmörk nærri Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í morgunsárið. Fimm sýrlenskir hermenn eru á meðal hinna föllnu, samkvæmt heimildum Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. AFP-fréttastofan segir þetta mannskæðustu loftárás Ísraela á Sýrland það sem af er þessu ári.
27.04.2022 - 06:45
Bátur með 60 innanborðs sökk undan strönd Líbanon
Bátur með sextíu farandverkamenn innanborðs sökk undan ströndum Líbanons í dag. Lík eins barns er fundið en 45 hefur verið bjargað á lífi. Atvikið varð skammt frá borginni Trípólí norðanvert í landinu.
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Nýr hershöfðingi tekur við skipulagningu innrásarinnar
Ónefndur vestrænn embættismaður segir Rússa hafa skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Nýskipaður hershöfðingi hefur mikla reynslu af hernaðarskipulagningu eftir bardaga í Sýrlandi.
Íranskar sérsveitir áfram á hryðjuverkalista
Bandaríkjastjórn heldur enn fast við þá fyrirætlun sína að halda Quds-sérsveitum íranska byltingarvarðarins á lista yfir hryðjuverkasamtök. Íransstjórn krefst þess að byltingarvörðurinn verði fjarlægður af þeim lista áður en kjarnorkusamningur verður endurnýjaður.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Segir brýnt að bregðast við hörmungunum í Mariupol
Jean-Yves Le Drian utanríkisráðherra Frakklands segir að þegar þurfi að bregðast við þeim gríðarlegu hörmungum sem blasa við íbúum hafnarborgarinnar Mariupol, sunnanvert í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um að flytja íbúa nauðungarflutningum.
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
6,5 milljónir í hrakningum innan landamæra Úkraínu
Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir manna séu á flótta innan landamæra Úkraínu, til viðbótar þeim 3,3 milljónum sem hafa flúið úr landi frá því að Rússar réðust þar inn hinn 24. febrúar.
Sýrlandsforseti í opinberri heimsókn í furstadæmunum
Á meðan augu hins vestræna heims beinast að innrás Rússa í Úkraínu og stríðinu sem þar geisar halda átök áfram í Sýrlandi og milljónir Sýrlendinga eru enn á flótta innan Sýrlands og utan, rétt um ellefu árum eftir að stríðið hófst. Assad Sýrlandsforseti, sem notið hefur stuðnings Rússa í stríðinu, hélt í í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Arabalanda frá því að Sýrlandsstríðið hófst árið 2011.
Aðeins „atvinnumenn í hernaði“ berjast í Úkraínu
Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi að kvöldi mánudags, að hvorki þeir sem gegna tímabundinni, almennri herskyldu né varaliðsmenn verði sendir til bardaga í Úkraínu, heldur séu það „atvinnumenn“ í hermennsku sem vinni þar að „skýrt afmörkuðum verkefnum“ sem leiði hernaðaraðgerðirnar. Erlendir málaliðar og sjálfboðaliðar taka líka þátt í átökunum.
08.03.2022 - 01:23
Úkraínudeilan
Ekkert ríki utan Rússlands hefur viðurkennt sjálfstæði
Utanríkisráðuneyti Rússlands hvetur önnur ríki til að feta í fótspor Vladímírs Pútíns forseta og viðurkenna sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Vesturveldin eru sammála um að ákvörðunin sé brot á alþjóðalögum en nokkurs stuðnings gætir annars staðar frá.
23.02.2022 - 06:19
Bandaríkjamenn felldu leiðtoga ISIS
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, segir að bandarískt herlið hafi fjarlægt Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga ISIS, hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, af vígvellinum í norðvesturhluta Sýrlands í gærkvöld. Þetta hafi verið gert að hans skipun til verndar bandarísku þjóðinni og bandamönnum hennar.
03.02.2022 - 16:08
Sýrland
Almennir borgarar féllu í sókn bandamanna að íslamistum
Nokkur fjöldi almennra borgara fórst þegar hersveitir undir forystu Bandaríkjahers réðust inn í bæinn Atmeh í Idlib-héraði í norðaverðu Sýrlandi aðfaranótt miðvikudags, í leit að eftirlýstum leiðtoga uppreisnarsveita íslamista. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir bæjarbúum og heimildarmönnum í röðum uppreisnarsveitanna, sem berjast gegn stjórn Assads Sýrlandsforseta og eru sagðar tengjast al-Kaída.
03.02.2022 - 06:26
Sjónvarpsfrétt
Mynd ársins breytti örlögum sýrlenskrar fjölskyldu
Sýrlenskir feðgar fá læknisaðstoð á Ítalíu eftir að ljósmynd af þeim var valin mynd ársins og hlaut heimsathygli. Skipuleggjendur verðlaunanna segja þetta sýna að ein ljósmynd geti breytt heilmiklu.
25.01.2022 - 19:50
Tugir fallnir í átökum Kúrda og Íslamska ríkisins
Mannskæðir bardagar brutust út á milli öryggissveita Kúrda og vopnaðra sveita Íslamska ríkisins í norðanverðu Sýrlandi á laugardag. Var þetta þriðji dagurinn í röð sem til blóðugra átaka kemur á milli þessara hreyfinga í bænum Hasakeh, þar sem Kúrdarnir halda um 3.500 grunuðum hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins föngnum.
23.01.2022 - 02:50
Svíar ákæra konu fyrir stríðsglæpi
Embætti ríkissaksóknara í Svíþjóð ákærði konu í dag fyrir stríðsglæpi. Hún er talin hafa stuðlað að því að tólf ára sonur hennar gekk til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins og tók þátt í bardögum í Sýrlandi. Hún neitar sök.
04.01.2022 - 17:14
Myndskeið
Flugskeytaárás á Latakia í Sýrlandi
Eldar lýstu upp hafnarborgina Latakia í Sýrlandi þegar flugskeytaárás var gerð á hafnarsvæðið í nótt. Sýrlendingar saka Ísraelsmenn um að hafa verið að verki. Þeir hvorki játa því né neita.
28.12.2021 - 11:54
Ætla að tvöfalda íbúafjölda á Gólanhæðum
Ísraelsstjórn kynnti í dag áætlun um að tvöfalda íbúum af gyðingaættum á Gólanhæðum. 40 ár eru liðin frá því Ísraelsmenn innlimuðu svæðið af Sýrlendingum.
26.12.2021 - 16:36
Yfir 3.700 hafa fallið í Sýrlandi í ár
3.746 manns hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi það sem af er þessu ári, 1.505 þeirra almennir borgarar, þar af 360 börn. Þetta er niðurstaða úttektar sem unnin var fyrir Sýrlensku mannréttindavaktina, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bretlandi. Samkvæmt þessu hefur mannfall aldrei verið minna en í ár frá því að stríðið braust út árið 2011.
23.12.2021 - 03:31
Dönsk fyrirtæki dæmd fyrir að selja Rússum eldsneyti
Dómstóll í Óðinsvéum dæmdi í morgun forstjóra danska eldsneytisdreifingarfyrirtækisins Dan-Bunkering í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi, og sektaði fyrirtækið og móðurfyrirtæki þess um nærri fimm milljónir evra, fyrir að selja eldsneyti sem notað var fyrir rússneskar orrustuþotur í Sýrlandi.
14.12.2021 - 10:07