Færslur: sýrland

Kennir Erdogan um átök Armena og Asera
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sakar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að vera upphafsmann að nýjum  átökum Asera og Armena. Þetta kemur fram í viðtali við Assad sem rússneska fréttastofan RIA birti í morgun.
06.10.2020 - 07:58
Tugþúsundir fluttar frá al-Hol flóttamannabúðunum
Tuttugu og fimm þúsund sýrlenskir ríkisborgarar verða fluttir frá al-Hol flóttamannabúðunum í norðausturhluta Sýrlands á næstunni, að því er fréttastofa sænska ríkisútvarpsins greindi frá í dag. Þar búa um þessar mundir um sjötíu þúsund konur og börn sem tengdust hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Börnin eru yfir fjörutíu þúsund. Aðbúnaðurinn er afar slæmur.
05.10.2020 - 14:21
Heimskviður
Fá börnin í al-Hol að snúa heim til Svíþjóðar?
Í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi hafast við um 60 þúsund konur og börn sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þar af eru nær 35 þúsund börn undir 12 ára aldri, hverra foreldrar hafa eða höfðu tengsl við samtökin. Ástandið í búðunum er hræðilegt, þar lést 331 barn í fyrra. En hvaða framtíð bíður þessarra barna, sem mörg eru fædd eða eiga ættir að rekja utan Sýrlands? Meðal annars til Norðulandanna.
Ákærður fyrir liðveislu við íslamska ríkið
Bandarískur ríkisborgari hefur verið ákærður í Washington fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi.
Aukin umsvif hryðjuverkamanna í Írak og Sýrlandi
Um 10.000 virkir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki eru enn í Írak og Sýrlandi tveimur árum eftir að samtökin voru yfirbuguð í löndunum tveimur. Þetta sagði Vladimir Voronkov, fullrúi Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn hryðjuverkjastarfsemi, á fundi í öryggisráði samtakanna í gærkvöld. 
25.08.2020 - 10:58
Funda um breytingar á sýrlensku stjórnarskránni
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sýrlenskra stjórnvalda, stjórnarandstæðinga og almennings í Sýrlandi sitja á fundum alla þessa viku og ræða um mögulegar breytingar á stjórnarskrá landsins. Talið er að sátt um ákveðnar breytingar geti orðið mikilvægt skref í átt til friðar í landinu. Þar hefur geisað stríð síðan árið 2011. 380.000 manns hafa fallið, samkvæmt opinberum tölum og yfir 11 milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til að leggja á flótta.
24.08.2020 - 16:13
Sýrland rafmagnslaust eftir sprengingu í gasleiðslu
Grunur leikur á að gasleiðsla í Sýrlandi hafi verið skemmd af mannavöldum seint í gærkvöldi. Rafmagnslaust varð um allt land af þeim sökum.
24.08.2020 - 07:21
Átta börn dóu í flóttamannabúðum í Sýrlandi
Átta börn undir fimm ára aldri hafa látið lífið í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi síðustu daga. Þúsundir ættingja vígamanna dvelja í búðunum. Illa hefur gengið að fá heilbrigðisþjónustu og næringu í búðirnar, sem eru í umsjón sjálfstjórnar Kúrda. 
14.08.2020 - 04:29
Ríflega 19 milljónir Covid-19 smita á heimsvísu
Yfir nítján milljónir hafa greinst með COVID-19 í heiminum öllum og rúmlega 712 þúsund látist úr sjúkdómnum svo vitað sé.
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Ísrael og Hamas-liðar takast á
Ísraelskar orrustuþotur gerðu í dag árás á neðanjarðaraðsetur Hamas-liða á Gaza-svæðinu eftir að eldflaug var skotið þaðan að Ísrael.
03.08.2020 - 01:26
5 látnir og 85 slasaðir eftir bílasprengju
Fimm létust og 85 slösuðust þegar að bílsprengja sprakk í Azaz héraðinu í norðvesturhluta Sýrlands í morgun.
19.07.2020 - 21:48
Þingkosningar í Sýrlandi
Búist er við að Baath flokkur Bashars al-Assad Sýrlandsforseta og bandamenn hans fái meirihluta atkvæða í þingkosningum sem haldnar eru í landinu í dag.
19.07.2020 - 08:02
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Myndskeið
Lögðu hald á 14 tonn af amfetamíni frá Íslamska ríkinu
Ítalska lögreglan lagði í dag hald á fjórtán tonn af amfetamíni. Hryðjuvekasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki framleiddu amfetamínið í Sýrlandi til þess að fjármagna starfsemi sína.
01.07.2020 - 13:53
Föðurbróðir Sýrlandsforseta í fjögurra ára fangelsi
Rifaat Assad, föðurbróðir Bashars Assad Sýrlandsforseta, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Frakklandi í gær fyrir peningaþvætti. Hann var dæmdur fyrir að hafa dregið að sér almannafé í Sýrlandi og notað til þess að koma sér upp fasteignaveldi í Frakklandi. Samkvæmt dómnum verða eignir hans í Frakklandi gerðar upptækar. Þær eru um 90 milljóna evra virði, jafnvirði um 13,8 milljarða króna.
18.06.2020 - 06:34
Forsætisráðherra Sýrlands rekinn
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, rak Imad Khamis forsætisráðherra úr embætti í dag. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segir að samkvæmt tilskipun númer 143 frá árinu 2020 sé forsætisráðherrann leystur frá störfum. Engin skýring er gefin á ákvörðun forsetans.
11.06.2020 - 13:50
Heimskviður
Ákærðir fyrir að hafa framið stríðsglæpi í Sýrlandi
Á dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir að pynta almenna borgara sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta er fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. 
11.05.2020 - 07:00
Erlent · Asía · sýrland
Bílsprengja grandaði minnst 46 í Sýrlandi
Minnst 46 manns týndu lífi og 50 særðust þegar olíuflutningabíll var sprengdur í loft upp í borginni Afrín í norðanverðu Sýrlandi í gær. Langflest hinna látnu og særðu eru óbreyttir borgarar, þar á meðal á annan tug barna. Í hópi fallinna eru líka minnst sex liðsmenn vopnaðra sveita uppreisnarmanna sem hafa bæði tögl og hagldir í Afrínborg með stuðningi Tyrkja.
Telja fleiri smitaða en upp er gefið
Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk í Líbanon, Írak og Sýrlandi óttast að mun fleiri séu þar með COVID-19 eða smitaðir af kórónuveirunni en stjórnvöld gefi upp. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu og kveðst hafa eftir heimildarmönnum.
31.03.2020 - 08:22
Erlent · Asía · Írak · Líbanon · sýrland · COVID-19 · Kórónuveiran
Minnst 32 fórust í umferðarslysi í Sýrlandi
Minnst 32 dóu í árekstri olíuflutningabíls, tveggja fólksflutningabifreiða og nokkurra bíla til viðbótar á veginum milii Damaskus og Homs-héraðs. Sýrlenskir fjölmiðlar hafa eftir innaríkisráðherranum Muhammad Khaled al-Rahmoun, að bilun í bremsubúnaði olíuflutningabílsins hafi leitt til árekstursins.
08.03.2020 - 03:47
Erlent · Asía · sýrland
Vopnahlé gengið í gildi í Idlib-héraði
Allt hefur verið með „tiltölulega kyrrum kjörum" í Idlib-borg og samnefndu héraði í norðanverðu Sýrlandi eftir að vopnahlé tók þar gildi á miðnætti, eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma, að undirlagi Rússa og Tyrkja.
06.03.2020 - 00:39
Tyrkir opna landamærin fyrir flóttamönnum
Tyrknesk yfirvöld hafa opnað landamærin fyrir sýrlenskum flóttamönnum sem hafa verið á vergangi vegna átaka síðustu mánaða. Spenna hefur aukist milli Tyrkja og Rússa eftir að 33 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás sýrlenska stjórnarhersins í gærkvöld.
28.02.2020 - 12:07