Færslur: Svíþjóð

Sænsk kona á níræðisaldri grunuð um morð
Kona á níræðisaldri var handtekin í Stokkhólmi í gær, grunuð um morð. Karlmaður á svipuðum aldri fannst látinn í húsi í suðvestanverðri borginni. Fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins SVT hefur eftir lögreglu að ummerki á vettvangi bendi til þess að maðurinn hafi verið myrtur. Konan sem var handtekin var á staðnum þegar lögregla kom. Rannsókn er hafin á tildrögum morðsins, og er rannsóknardeild lögreglunnar á vettvangi glæpsins.
16.01.2021 - 05:50
Pfizer og BioNTech ætla að standa við gefin loforð
Pfizer og BionNTech lofa að standa við að afhenda áður ákveðinn fjölda bóluefnaskammta frá og með 25. janúar næstkomandi. Jafnframt er því heitið að bæta enn frekar í framleiðslu bóluefnis um miðjan febrúar.
Tíu þúsund dauðsföll í Svíþjóð af völdum COVID-19
COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir tíu þúsund sjúklinga til dauða í Svíþjóð. Heilbrigðisyfirvöld í Stokkhólmi greindu frá því í dag að 351 hefði látist síðastliðinn sólarhring. Fjöldinn er þar með kominn í 10.185.
14.01.2021 - 13:51
Bólusetning gengur mishratt á Norðurlöndunum
Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar. Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna.
14.01.2021 - 12:06
Danir herða landamæraeftirlit og ráða frá ferðalögum
Danska utanríkisráðuneytið hefur skilgreint öll lönd í heimi sem hættusvæði vegna útbreiðslu COVID-19 og ráðleggur fólki að ferðast ekki til útlanda að óþörfu. Þessar ráðstafanir gilda frá 10. til 17. janúar. Áður höfðu dönsk yfirvöld skilgreint Bretland og Suður-Afríku sem „rauð svæði“ á heimskortinu, vegna mikillar útbreiðslu veirunnar þar, en nú bætast öll önnur lönd við.
08.01.2021 - 16:40
Segir af sér eftir jólafrí á Kanarí
Dan Eliasson, forstjóri Almannavarna Svíþjóðar, Myndigheten för samhällsskydd och beredskap, sagði af sér í dag. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að hafa í frí til Kanaríeyja um jólin. Sænsk yfirvöld höfðu þegar beðið almenning um að fara ekki í ónauðsynleg ferðalög.
06.01.2021 - 16:03
Auðskilið mál
Svíar gætu þurft aðstoð annarra ríkja í faraldrinum
Svíar gætu þurft að fá aðstoð hjá öðrum norrænum þjóðum í kórónuveirufaraldrinum. Mjög margir eru veikir af COVID-19. Gjörgæsludeildir á flestum sjúkrahúsum í Svíþjóð eru orðnar fullar.
06.01.2021 - 15:27
Hafa rætt um að aðstoða við COVID-gjörgæslumeðferð Svía
Óformlegar viðræður hafa verið á milli Svíþjóðar og hinna Norðurlandanna, þar á meðal Íslands, um að löndin aðstoði Svía við gjörgæslumeðferð COVID-19 sjúklinga verði þess þörf. Gjörgæsludeildir á flestum spítölum í Svíþjóð eru fullar vegna mikillar útbreiðslu sjúkdómsins þar í landi.
Hyggjast breyta borðsölum í sjúkrastofur
Stjórn Háskólasjúkrahúsanna í borgunum Malmö og Lundi í Svíþjóð áformar að breyta matsölum sjúkrahúsanna í sjúkrastofur fyrir COVID-19 sjúklinga.
05.01.2021 - 00:30
Erlent · Svíþjóð · Skánn · Malmö · COVID-19
Dómsmálaráðherra Svía hundsaði tilmæli forsætisráðherra
Forsætisráðherra Svíþjóðar hvatti til þess fyrir jólin að verslanir slepptu hefðbundnum útsölum sínum milli jóla og nýárs, og brýndi landa sína til að sniðganga slíkar útsölur, yrðu þær haldnar. Dómsmálaráðherra Svía lét þessi tilmæli forsætisráðherrans sem vind um eyru þjóta, eins og þúsundir annarra Svía, og brá sér í búðina í gær.
27.12.2020 - 23:20
Fann ekkert til þegar hún var bólusett, fyrst Svía
Bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust innan Evrópusambandsins í dag. Forsætisráðherra segir bóluefnið ljós í myrkrinu en að áfram þurfi að fara eftir sóttvarnareglum yfirvalda.
27.12.2020 - 14:04
Segir hægt að fara í sumarfrí á næsta ári
Yfirmaður bólusetningarherferðar Svía segir allar líkur á að ferðaþyrstir samlandar sínir geti farið í sumarfrí á næsta ári gangi bólusetning gegn COVID-19 eins og best verður á kosið. Hún er hafin í ríkjum Evrópusambandsins og hefst hér í byrjun næstu viku.
Svíar loka á Dani
Stjórnvöld í Svíþjóð tilkynntu í dag að þau hefðu lokað á heimsóknir frá nágrannaríkinu Danmörku vegna hins nýja afbrigðis kórónuveirunnar, sem sagt er smitast mun hraðar manna á milli en önnur afbrigði.
21.12.2020 - 16:31
Svíar fá meira bóluefni fyrir áramót en búist var við
Svíar fá meira kórónuveirubóluefni frá lyfjafyrirtækjunum Pfizer/BioNtech í fyrstu afhendingu bóluefnisins í löndum Evrópusambandsins en áður hafði verið búist við. Auk þeirra 10.000 skammta, sem öll Evrópulönd munu fá, Ísland þar með talið, fá Svíar tugþúsundir skammta til viðbótar.
Svíar herða varnir gegn COVD-19
Svíar ætla að herða mjög varnir gegn kórónuveirunni og nýjar reglur eiga að taka gildi á aðfangadag. Stefan Löfven, forsætisráðherra, og fleiri ráðherrar kynntu þessar ráðstafanir á fundi með fréttamönnum síðdegis. Hann sagði ríkisstjórnina bera kvíðboga fyrir komandi frídögum og hver áhrifin gætu orðið á útbreiðslu veirunnar. Því kynnti hann ráðstafanir sem ættu að gilda um land allt.
18.12.2020 - 17:50
Navalny, Støjberg og farsóttin í Svíþjóð
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu að þessu sinni við Boga Ágústsson um niðurstöðu ítarlegrar rannsóknar sem birtist á vefsíðunni Bellingcat fyrr í vikunni þar sem því er slegið föstu að rússneska leyniþjónustan FSB hafi staðið að baki er eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny í ágúst. Þá var rætt um Inger Støjberg málið í Danmörku og skýrslu sem er áfellisdómur yfir viðbrögðum sænskra stjórnvalda við COVID faraldrinum.
Svíakonungur lét þung orð falla
Okkur hefur mistekist að bjarga mannslífum, þessu slær Karl Gústaf 16. Svíakonungur föstu, í sjónvarpsþætti þar sem konungsfjölskyldan gerir upp árið. Vísar hann þarna til þess að yfir 7000 manns hafa látist af völdum Covid-19 í landinu. Sænska þjóðin hafi þjáðst. 
17.12.2020 - 09:25
Nýgengi smita í Danmörku tífalt hærra en á Íslandi
Nýgengi smita í Danmörku síðustu tvær vikur er meira en tífalt hærra en á Íslandi. Nýgengið hér á landi er 49,3 smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur en 523,7 í Danmörku. Ísland er í hópi þriggja landa á vef sóttvarnastofnunar Evrópu þar sem nýgengi er ekki hærra en hundrað. Eitt þessara landa er Noregur en þar er nýgengið helmingi hærra.
15.12.2020 - 21:58
Áfellisdómur yfir sænskum stjórnvöldum
Núverandi og fyrri ríkisstjórnir Svíþjóðar bera ábyrgð á því að ekki tókst að verja eldra fólk fyrir COVID-19, segir í skýrslu nefndar sem var ætlað að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna.
15.12.2020 - 18:21
Hröð útbreiðsla kórónuveirunnar víða í Evrópu
Nýtt afbrigði af kórónuveirunni hefur fundist á Englandi að því er Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í dag. Hann taldi þó að bóluefni virkuðu einnig gegn nýja afbrigðinu. Matt Hancock sagði að nýja veiruafbrigðið gæti verið ástæðan fyrir hraðri útbreiðslu á suðurhluta Englands. Veirusmitum fjölgar með miklum hraða í og við Lundúnaborg.
14.12.2020 - 18:12
Svíar fjölga gjörgæslurýmum vegna COVID
Fjölga þarf gjörgæslurýmum á sjúkahúsum í Svíþjóð vegna kórónuveirufaraldursins. Dugi það ekki til verða sjúklingar sem þurfa á gjörgæsluinnlögn að halda hugsanlega sendir á gjörgæsludeildir á hinum Norðurlöndunum.
13.12.2020 - 12:47
Mín kæru, ekki koma hingað
Svíar biðla nú til Dana um að halda sig frá Svíþjóð á aðventunni. Svíar eigi nóg með sig, þar sé kórónuveirufaraldurinn í mikilli útbreiðslu og þeir megi allra síst við heimsóknum veitingahúsaóðra Kaupmannahafnarbúa, en öllum veitingastöðum hefur nú verið lokað í Kaupmannahöfn. Þeir eru aftur á móti opnir í Svíþjóð og Svíar óttast að Kaupmannahafnarbúar muni streyma unnvörpum yfir Eyrarsundið til Malmö og gera sér þar glaðan dag.
09.12.2020 - 16:05
Átta mega halda saman jól í Svíþjóð
Átta mega koma saman í Svíþjóð um jól og áramót að því er Stefan Löfven forsætisráðherra greindi frá í dag. Börn eru þar með talin. Ráðherrann bað fólk að virða sóttvarnarreglur, þar á meðal að halda hæfilegri fjarlægð, og einungis hittast skamma stund. Jafnframt bað hann fólk að hittast helst úti við og halda sig frá verslunum, járnbrautarlestum og öðrum almenningsfarartækjum.
08.12.2020 - 16:59
Myndskeið
Smygla hvolpum til Svíþjóðar og selja á okurverði
Svartamarkaðsbrask með hvolpa er orðið vaxandi vandamál í Svíþjóð og þeim er nú smyglað til landsins í auknum mæli. Tollverðir líkja ástandinu við skiplagða glæpastarfsemi.
07.12.2020 - 19:39
Meir en ein og hálf milljón látin úr COVID-19
Meir en ein og hálf milljón hefur nú látist úr COVID 19 farsóttinni, samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkjunum. Um 65 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna um heim allan. Faraldurinn er enn að breiðast út í fjölmörgum löndum. Sums staðar hefur tekist að hægja á útbreiðslunni, annars staðar fjölgar smitum með sívaxandi hraða. Það gildir um mörg ríki í Bandaríkjunum en þar hafa langflest dauðsföllin orðið, rúmlega 276 þúsund.