Færslur: Svíþjóð

Spegillinn
Apótek deildu viðkvæmum persónuupplýsingum
Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera.  
24.06.2022 - 10:21
Svíþjóð
Lögreglumenn dæmdir fyrir húsbrot og að bera ljúgvitni
Tveir lögreglumenn á Skáni í Svíþjóð voru í dag dæmdir í ársfangelsi fyrir ólögmæta frelsissviptingu, húsbrot og að hafa borið ljúgvitni um saklausan mann. Þá hafa þeir báðir verið reknir úr starfi.
21.06.2022 - 13:11
Viðræðunum ekki lokið fyrir leiðtogafund NATO
Tyrklandsstjórn segir að viðræðum við Finna og Svía um umsóknir þeirra um aðild að Atlantshafsbandalaginu verði áfram haldið eftir daginn í dag. Þeim þurfi ekki endilega að vera lokið fyrir leiðtogafund NATO í Madríd í næstu viku. 
20.06.2022 - 17:32
Fyrstu réttarhöldin vegna páskaóeirða í Svíþjóð
Réttarhöld hófust í Svíþjóð í morgun yfir fjórum mönnum fyrir þátt þeirra í óeirðum sem gengu yfir landið um páskana. Mennirnir, sem ekki eru sænskir ríkisborgarar, eru ákærðir fyrir gróf brot gegn valdstjórninni og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og brottvísun úr landi.
20.06.2022 - 12:08
Paolo Macchiarini fékk skilorðsbundinn dóm
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini fékk í dag skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa valdið sjúklingi sínum líkamlegum skaða með því að græða plastbarka í hann á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Allir sjúklingarnir létust.
Spegillinn
Svíar áforma að reisa stóra rafeldsneytisverksmiðju
Tug milljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum.
Tyrkir geta tafið NATO-aðild Finna og Svía „í heilt ár“
Svíar og Finnar vonast til að ná samkomulagi við Tyrki áður en leiðtogaráð NATO hefst í Madríd á Spáni eftir tvær vikur. Tyrkjum virðist hins vegar ekkert liggja á og eru tilbúnir að tefja inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í NATO í heilt ár ef þess gerist þörf.
Telja að kjarnorkuvopnum fari að fjölga á ný
Allt bendir til þess að kjarnorkuvopnum fari aftur fjölgandi næsta áratuginn, eftir að hafa fækkað jafnt og þétt síðustu 35 árin. Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu Alþjóða friðarrannsóknarsetursins í Stokkhólmi, SIPRI, þar sem Úkraínustríðið er nefnt sem meginástæða þessa viðsnúnings.
Finnar ætla ekki í NATO án Svía
Finnar ætla ekki að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, ef aðild Svía gengur ekki eftir. Þetta sagði Sauli Niinistö, forseti Finnlands, á blaðamannafundi í dag. Öll aðildarríkiaðildarríki NATO, nema Tyrkland, styðja inngöngu ríkjanna í bandalagið. Tyrkir hafa sett ýmis skilyrði fyrir því að Finnar og Svíar fái aðild. 
12.06.2022 - 16:22
Svíþjóð
Tvítugur maður skotinn til bana í Södertälje
Tvítugur karlmaður var skotinn til bana í bænum Södertälje í sunnanverðu Stokkhólmsléni í morgun. Sænska ríkissjónvarpið SVT hefur eftir lögreglu að maðurinn hafi verið skotinn nokkrum skotum og látist á staðnum. Lögreglu barst tilkynning um skothvelli í Blombacka-hveri í Södertälje um klukkan hálf fimm í morgun að staðartíma.
10.06.2022 - 06:46
Höfnuðu vantrauststillögu með minnsta mun
Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svíþjóðar, stóð af sér vantrauststillögu með minnsta mun á sænska þinginu nú rétt fyrir hádegi. 174 þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og munaði einungis einu atkvæði á að Johansson yrði settur af.
07.06.2022 - 11:30
Svíar ætla ekki að veita SAS meira fjármagn
Skandinavíska flugfélagið SAS er enn rekið með miklu tapi og stjórnendur róa lífróður. Sænsk yfirvöld vilja draga úr eignarhaldi ríkisins í flugfélaginu.
07.06.2022 - 09:58
Kosið um vantraust á dómsmálaráðherra Svía í dag
Í hádeginu í dag verður kosið um vantrauststillögu á sænska þinginu, á hendur dómsmálaráðherranum Morgan Johansson. Verði tillagan samþykkt verður ráðherranum vikið úr embætti, sem gæti orðið til falls ríkisstjórnarinnar. Magdalena Anderson, forsætisráðherra Svía, ætlar að segja af sér verði tillagan samþykkt.
Jafnaðarmenn enn stærstir í Svíþjóð
Jafnaðarmannaflokkurinn mælist enn stærstur allra flokka í Svíþjóð og vinstriblokkin nýtur stuðnings meirihluta landsmanna í nýrri könnun sænsku hagstofunnar.
02.06.2022 - 09:25
Fæðingum fjölgaði á Norðurlöndum í fyrstu bylgju covid
Fæðingum fjölgaði umtalsvert á Norðurlöndunum í fyrstu bylgju heimsfaraldursins, eins og fram kemur í nýrri skýrslu norrænu hagstofanna um áhrif COVID-19 á Norðurlöndum.
Fagnaðarefni að þjóðirnar bætist í félagsskapinn
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir mikla hagsmuni í húfi með aðild Finnlands og Svíþjóðar að NATO. Hún mælti fyrir því í dag að þingið veiti ríkisstjórninni heimild til að staðfesta, fyrir hönd Íslands, fyrirhugaða viðbótarsamninga við NATÓ um aðildina.
Mannskæðar árásir í Örebro um helgina
Tvennt lést í skotárás í Varberga-hverfinu í sænsku borginni Örebro í gærkvöld. Á föstudag fannst maður örendur í bíl sínum eftir skotárás í sama hverfi. Lögregla rannsakar hvort málin tengist.
30.05.2022 - 05:20
Gullpálminn til Svíþjóðar - annar pálmi Östlunds
Gullpálminn, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í Cannes, fer til sænska leikstjórans Rubens Östlund fyrir háðsádeilu hans Triangle of Sadness, eða „Sorgarþríhyrninginn“. Er þetta í annað skiptið sem Östlund hreppir Gullpálmann. Hann var þó ekki valinn besti leikstjórinn; sú upphefð fór til hins suður-kóreska Park Chan-Wook fyrir glæpamyndina „Ákvörðun um að fara.“
28.05.2022 - 23:20
Sautján ára handtekinn vegna morðs í Eskilstuna
Lögreglan í Eskilstuna í Svíþjóð handtók sautján ára borgarbúa í dag sem grunaður er um að hafa skotið 25 ára karlmann til bana á mánudaginn. Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
27.05.2022 - 13:50
ABBA fagnaði upphafi stafrænnar tónleikaferðar
Allir meðlimir sænsku hljómsveitarinnar ABBA komu saman í Lundúnum í gærkvöld. Það var í fyrsta skipti um fjörutíu ára skeið samkvæmt fréttum erlendra miðla en tilgangurinn var að fagna forsýningu og þar með upphafi heilmyndatónleikaferðarinnar ABBA Voyage.
Svíar hyggjast kaupa bóluefni og lyf gegn apabólu
Svíar hyggjast taka þátt í sameiginlegum kaupum Evrópusambandsins á lyfjum og bóluefnum gegn Apabólu. Veiran hefur greinst um alla veröld og hið minnsta 200 tilfelli hafa verið tilkynnt.
Kona og barn myrt í Stokkhólmi
Kona og barn fundust látin í Stokkhólmi síðdegis í dag. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um að hafa orðið þeim að bana.
26.05.2022 - 18:33
Fimm tíma fundur Finna, Svía og Tyrkja í Ankara
Sendinefndir Finna og Svía áttu í dag fimm tíma fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar í forsetahöllinni Ankara, höfuðborg Tyrklands. Fundarefnið var umsókn Norðurlandanna tveggja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og andstaða Tyrkja við inngöngu þeirra.
26.05.2022 - 00:39
Vongóður um NATÓ-aðild Svía og Finna
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kveðst enn vongóður um að Finnar og Svíar fái aðild að samtökunum þrátt fyrir andstöðu Tyrklands. Hann segir að full ástæða sé til að taka til athugunar öryggiskröfur sem Tyrkir hafa sett fram til að þeir fallist á inngönguna.
24.05.2022 - 17:28
Vilja fjölga sænskum hermönnum verulega
Gjörbreytt staða í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu þýðir að fjölga þarf verulega í sænska hernum. Þetta sagði Jan Hallenberg, rannsakandi hjá Utanríkismálastofnun Svíþjóðar, við sænska ríkisútvarpið.
24.05.2022 - 16:34