Færslur: Svíþjóð

Verðhrun á hlutabréfum í SAS
Verð hlutabréfa í flugfélaginu SAS féll umtalsvert í dag eftir að Anko van der Werff, forstjóri þess, sagði í viðtali að fyrirtækið yrði að lækka rekstrarkostnað, ella stefndi það í gjaldþrot. Þetta var haft eftir honum í danska viðskiptablaðinu Finans. Upp úr hádegi höfðu hlutabréf í fyrirtækinu lækkað um fjórtán prósent í kauphöllinni í Stokkhólmi og virði þess lækkað um rúmlega tólf milljarða íslenskra króna.
25.10.2021 - 14:14
Tvær skotárásir í Svíþjóð í gærkvöld
Tveir menn eru sárir eftir tvær aðskildar skotárásir í Svíþjóð í gærkvöld. Önnur þeirra var að líkindum gerð í Uppsölum en hin í Rinkeby í Stokkhólmi litlu síðar. Sænska ríkissjónvarpið SVT greinir frá.
19.10.2021 - 02:46
Forseti Lettlands smitaður af COVID-19
Egils Levits, forseti Lettlands er smitaður af COVID-19. Smitum hefur fjölgað svo mjög í landinu undanfarið að stjórnvöld ákváðu að lýsa fyrir neyðarástandi af þeim sökum.
Svíþjóð: Fullbólusettir sleppa við allar sýnatökur
Fullbólusett fólk mun frá 1. nóvember ekki þurfa að fara í sýnatöku í Svíþjóð þrátt fyrir að vera með einkenni sem minna á Covid-19. Sænska lýðheilsustofnunin, Folkhälsomyndigheten, gaf í dag út nýjar ráðleggingar vegna veirunnar.
14.10.2021 - 18:09
Einn látinn og annar særður eftir skotárás í Stokkhólmi
Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana og sextán ára unglingspiltur særður illa í skotárás í útbæ Stokkhólms í gærkvöld. Neyðarlínunni barst í gærkvöld fjöldi tilkynninga um skothvelli í bænum Farsta strand í sunnanverðum Stokkhólmi. Þegar lögregla kom á vettvang fann hún mennina liggjandi í blóði sínu og voru þeir fluttir á sjúkrahús með hraði.
13.10.2021 - 06:17
Spegillinn
Kostar mikið að verjast flóðum en meira að sleppa því
Gríðarlegt úrhelli sem veldur flóðum, hækkandi sjávarmál og hverskyns veðuröfgar. Þessara afleiðinga loftslagsbreytinga er þegar farið að gæta víða um heim. Í Svíþjóð ber sveitarfélögum skylda til að undirbúa varnir gagnvart komandi hamförum. En það er afar misjafnt hve vel það gengur.
11.10.2021 - 14:55
Þrír fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði
Þrír prófessorar við bandaríska háskóla skipta með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár. David Card, prófessor við Berkleyháskóla í Kaliforníu, fær helming verðlaunafjárins fyrir vinnumarkaðsrannsóknir. Hinn helminginn fá Joshua Angrist og Guido Imbens fyrir aðferðir sínar við að mæla orsök og afleiðingu.
Moderna ekki gefið 18 ára og yngri
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að fresta því að sinni að bólusetja fólk sem fætt er árið 1991 og síðar með bóluefni Moderna. Hugsanlegt er talið að efnið valdi hjartabólgu eða bólgu í gollurshúsi.
06.10.2021 - 16:50
Sprengjumaður í Gautaborg fannst látinn í sjónum
Hálfsextugur maður sem sænska lögreglan hefur leitað logandi ljósi að síðustu daga fannst í dag látinn í sjónum úti fyrir Gautaborg.
06.10.2021 - 12:52
Hljóta Nóbelsverðlaun fyrir aðferð við gerð sameinda
Þjóðverjinn Benjamin List og Skotinn David MacMillan hljóta Nóbelsverðlaun í efnafræði. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin hljóta þeir fyrir þróun á aðferð við byggingu sameinda sem að mati Nóbelsnefndarinnar hefur haft mikil áhrif á rannsóknir í lyfjafræði og sömuleiðis gert efnafræðina umhverfisvænni.
06.10.2021 - 10:34
Óhappatilviljun og slys talin hafa valdið dauða Vilks
Rannsókn stendur enn yfir á því hvað olli umferðarslysinu sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.
05.10.2021 - 01:20
Tilkynnt í dag hver hreppir Nóbelinn í læknisfræði
Tilkynnt verður í dag um hver hreppir Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár. Hæst ber nöfn ungverska vísindamannsins Katalin Kariko og þess bandaríska Drew Weissman.
Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi
Sænski teiknarinn og listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í dag, 75 ára að aldri. Mynd hans af spámanninum Múhameð í hundslíki vakti hörð viðbrögð meðal múslima þegar hún var birt árið 2007.
03.10.2021 - 22:23
Upplýst um Nóbelsverðlaunatilnefningar í næstu viku
Tilkynnt verður um tilnefningar til Nóbelsverðlauna í Stokkhólmi og Ósló dagana 4. til 11. október næstkomandi. Líkt og áður hvílir mikil leynd yfir því hver eru tilnefnd en fjöldi nafna hefur verið nefndur.
Lyfjarisar þróa veirusýkingarlyf við COVID-19
Lyfjarisar heimsins keppast við þróun lyfs við COVID-19 sem mögulegt verður að gefa í töfluformi. Sérfræðingur við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi í Svíþjóð segir áríðandi að slík lyf séu gefin fljótt eftir að sýking kemur upp.
29.09.2021 - 03:14
Íslendings í Svíþjóð enn saknað
Lögreglan í Öland í Svíþjóð leitar enn íslensks manns sem féll af sjósleða úti fyrir strönd borgarinnar Borgholm á laugardag. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins er í sambandi við aðstandendur mannsins, segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins.
28.09.2021 - 10:31
Myndskeið
Sextán flutt á sjúkrahús eftir sprengingu í Gautaborg
Fjórir eru alvarlega slasaðir eftir sprengingu við íbúðarhús í Gautaborg í Svíþjóð í morgun og sextán hafa verið fluttir á sjúkrahús, fólk á aldrinum tíu til áttatíu ára. Eldur kviknaði í þremur stigagöngum í kjölfar sprengingarinnar og nokkur hundruð íbúar í húsinu hafa verið fluttir þaðan.  
28.09.2021 - 09:07
Menning þöggunar og valdníðslu hjá SvFF
Það gustar um knattspyrnusambönd víðar en á Íslandi. Sænska knattspyrnusambandið (SSvF) er sakað um að hafa farið rangt með peninga sem áttu að renna til ungra knattspyrnuiðkenda. Ásakanir ganga um valdníðslu yfirmanna, þöggunartilburði og brostið traust í þessari æðstu stofnun sænskrar knattspyrnu.
17.09.2021 - 19:36
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.
Sveppatínsla leiddi til handtöku ungs manns
Maður sem var við sveppatínslu í Angered, norður af Gautaborg, í Svíþjóð, varð var við nokkuð óvænt við tínsluna. Þar sem hann leitaði að gómsætum sveppum á dögunum fann hann plastpoka sem innihélt hlaðna skammbyssu.
12.09.2021 - 06:26
19 hafa fallið í skotárásum í Stokkhólmi á árinu
Það sem af er ári hafa 19 farist í skotárásum í Stokkhólmi og nágrenni í Svíþjóð og 77 skotárásir hafa verið tilkynntar til lögreglu. Á sama tíma í fyrra höfðu 92 skotárásir verið gerðar og ellefu látið lífið. Árið 2019 létust 12 í 61 skotárás.
09.09.2021 - 05:46
Væg einkenni ungmenna valda ekki langtíma lungnavanda
Kórónuveiran sem veldur COVID-19 virðist ekki valda lungnavandamálum til lengri tíma í börnum og ungu fólki sem fá væg einkenni. Þetta sýna niðurstöður rannsókna í Svíþjóð og Þýskalandi.
08.09.2021 - 02:47
Segja bann við kaupum á kynlífi mannréttindabrot
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðar á næstunni hvort frönsk lög, sem banna kynlífsvinnu, standist mannréttindasáttmála Evrópu. Úrskurðurinn gæti haft áhrif á Íslandi og víðar.
Handteknar grunaðar um tengsl við hryðjuverkasamtök
Sænska lögreglan handtók í dag tvær konur grunaðar um tengsl við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þær flugu frá Sýrlandi til Svíþjóðar í dag og talsmaður sænsku lögreglunnar segir að við komu þeirra til landsins hafi tafarlaust verið ákveðið að handtaka þær. Lögreglan yfirheyrir nú eina konu til viðbótar.
06.09.2021 - 23:49
Allt að 18 milljónir hafa látist vegna COVID-19
Líklega hafa allt að 18 milljónir látist vegna kórónuveirufaraldursins að mati breska tímaritsins The Economist. Staðfest andlát vegna COVID-19 í heiminum eru rúmlega fjórar og hálf milljón. Í útreikningum tímaritsins er stuðst við opinberar dánartölur frá flestum ríkjum heims og sérfræðingar Economist bera þær saman við meðaldánartölur síðustu ára.