Færslur: Svíþjóð

Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Svíþjóð
Fangaverðirnir lausir og fangarnir bak við lás og slá
Báðir fangaverðirnir sem teknir voru í gíslingu í öryggisfangelsinu í Hällby í Eskilstuna í Svíþjóð eru lausir úr haldi og heilir á húfi. Fangarnir tveir sem tóku þá í gíslingu, dæmdir morðingjar báðir tveir, eru aftur komnir bak við lás og slá og verða að líkindum ákærðir fyrir mannrán.
22.07.2021 - 00:24
Tveimur fangavörðum haldið í gíslingu
Tveir fangar í einu rammgerðasta fangelsi Svíþjóðar hafa í dag haldið tveimur fangavörðum í gíslingu. Þeir krefjast þess að þyrla verði send á staðinn til að þeir geti flúið á brott.
21.07.2021 - 16:15
Líkfundur leiddi til morðrannsóknar í Svíþjóð
Sænska lögreglan hefur staðfest við þarlenda fjölmiðla að morðrannsókn sé hafin vegna líkfundar í vatni nærri Stokkhólmi í júní. Aftonbladet greinir fyrst frá. Líkið er af konu sem fannst nakin ofan í Magelungen-vatni, suður af Stokkhólmi, og benda áverkar á líkinu til þess að hún hafi verið beitt ofbeldi.
20.07.2021 - 02:05
Svíar fresta brottvísunum fólks til Afganistan
Sænsk stjórnvöld hafa stöðvað brottvísanir úr landinu til Afganistan vegna þess að þar hefur ástandið farið versnandi samhliða auknum ítökum talibana. Úrskurðað hefur verið að um sjö þúsund manns eigi að vísa aftur til Afganistan og eru mál þeirra nú í biðstöðu.
16.07.2021 - 15:52
Drengur slasaðist alvarlega í sænskum skemmtigarði
Níu ára drengur var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús eftir að hann féll úr hringekju í skemmtigarði í Svíþjóð. Slysið varð í Skara sommarland skemmtigarðinum, og er þetta ekki í fyrsta sinn sem barn slasast í þessari sömu hringekju.
16.07.2021 - 05:46
Sænskur rappari dæmdur fyrir mannrán
Á þriðja tug manna voru í dag sakfelldir í Svíþjóð fyrir aðild sína að einu stærsta máli tengdu skipulagðri glæpastarfsemi í landinu.
14.07.2021 - 13:14
Tvær nýjar sprungur fundist á skrokk Estóníu
Tvær nýjar sprungur hafa uppgötvast á skrokki farþegaferjunnar Estóníu, sem liggur á botni Eystrasalts. Sprungurnar eru 10-15 metra langar en óvíst er hvort þær komu til fyrir eða eftir að skipið sökk.
12.07.2021 - 12:19
Myndskeið
Ástand flugvélarinnar var í samræmi við reglur
Allir farþegar flugvélarinnar sem hrapaði til jarðar við borgina Örebro í Svíþjóð í gærkvöldi voru látnir þegar viðbragsaðilar komu á vettvang. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins en ástand vélarinnar var í samræmi við reglur.
09.07.2021 - 18:52
Skipar sömu ráðherra og í síðustu ríkisstjórn
Ný ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja tók við völdum í Svíþjóð í dag eftir um þriggja vikna stjórnarkreppu í landinu. Stefan Löfven, forsætisráðherra, gerir engar breytingar á skipan í ráðherraembætti frá síðustu ríkisstjórn. Jafnaðarmenn fá sautján ráðherrastóla og Græningjar fimm.
09.07.2021 - 18:31
Uppljóstrarar í plastbarkamálinu kæra sænska ríkið
Vísindamennirnir þrír sem tilkynntu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarinis til stjórnenda Karólínska sjúkrahússins, og lentu sjálfir í vandræðum vegna þess, hafa kært meðferð sænska ríkisins til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Allir látnir þegar að var komið
Allir um borð, átta farþegar og einn flugmaður, fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skammt utan við borgina Örebro í Svíþjóð í gærkvöldi og voru allir látnir þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.
09.07.2021 - 09:14
Ný rannsókn á Estonia-slysinu hefst í dag
Ný rannsókn á flakinu af ferjunni Estoniu, sem liggur á botni Eystrasalts, hefst í dag. Rannsóknarteymi frá þremur löndum; Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi, hyggst rannsaka göt á skrokki ferjunnar sem greint var frá í nýlegri heimildarmynd og ekki höfðu sést áður.
09.07.2021 - 06:30
Níu létust í flugslysi í Svíþjóð
Níu eru látnir eftir að flugvél með átta fallhlífastökkvurum og einum flugmanni brotlenti nærri flugvelli í Örebro. Flugvélin varð alelda skömmu eftir slysið en eldurinn hefur nú verið slökktur. Ekkert er vitað um tildrög slyssins en talið er að flugvélin hafi brotlent skömmu eftir flugtak. „Ég sendi samúðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda,“ segir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
08.07.2021 - 19:07
Sænska þingið samþykkir Löfven á ný
Sænska þingið samþykkti rétt í þessu Stefan Löfven sem forsætisráðherra landsins.
07.07.2021 - 13:14
Fólk varð fyrir lest í Svíþjóð
Hópur fólks varð fyrir hraðlest á Skáni í Svíþjóð í morgun. Slysið er alvarlegt að sögn bráðaliða á vettvangi, en ekki er þó vitað hve margir urðu fyrir lestinni. Þá hafa andlát ekki verið staðfest.
07.07.2021 - 12:13
Vilja 70 milljónir dollara í lausnargjald
Tölvuþrjótar sem lömuðu starfsemi hundraða fyrirtækja um allan heim um síðustu helgi, krefjast þess að fá 70 milljónir dollara, rúmlega 8,7 milljarða króna gegn því að starfsemin geti hafist á ný. Verslanakeðjan Coop [Kó-opp], sem  rekur um átta hundruð verslanir víðs vegar um Svíþjóð er meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þrjótunum. 
Stefan Löfven heldur áfram stjórnarmyndun
Forseti sænska þingsins hefur falið Stefan Löfven að gegna áfram embætti forsætisráðherra eftir að Löfven gerði honum grein fyrir gangi viðræðna við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Leiðtoga stjórnarandstöðunnar mistókst í síðustu viku að fá stuðning meirihluta þingmanna fyrir hægristjórn.
05.07.2021 - 12:11
Ein stærsta gagnagíslataka sögunnar
Tölvuárás, sem gerð var á bandarískt upplýsingatæknifyritæki í gærkvöldi, hefur lamað starfsemi fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum og um heim allan.
Verslanir um alla Svíþjóð lokaðar eftir tölvuárás
Um 800 verslanir matvörukeðjunnar Coop í Svíþjóð eru lokaðar í dag. Tölvuárás var gerð á fyrirtæki sem Coop á í samstarfi við og er kassakerfi verslananna ónothæft.
03.07.2021 - 12:29
17 ára handtekinn fyrir að skjóta lögregluþjón til bana
Sautján ára unglingur hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa skotið lögregluþjón til bana í Gautaborg aðfaranótt fimmtudags.
02.07.2021 - 18:00
Löfven fær umboð til stjórnarmyndunar í Svíþjóð
Stefan Löfvén sitjandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar eftir að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu í morgun.
Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg
Lögreglumaður í Gautaborg lést í nótt af völdum skotsára sem hann hlaut í Hisingen hverfinu í gærkvöld. Að sögn fréttastofu sænska ríkissjónvarpsins SVT var lögreglumaðurinn skotinn á meðan hann stóð og ræddi við nokkra vegfarendur í hverfinu. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús, þar sem hann lést af sárum sínum í nótt.
01.07.2021 - 05:36
Hægrimenn reyna að mynda stjórn í Svíþjóð
Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, var í dag falið að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð. Forseti þingsins tilkynnti þessa ákvörðun sína fyrir stundu, eftir að hafa í dag rætt við leiðtoga allra flokka sem eiga sæti á sænska þinginu.
29.06.2021 - 14:54
Líklegt að Löfven fái umboðið
Stefan Löfven ákvað í dag að láta af embætti forsætisráðherra Svíþjóðar í kjölfar vantrauststillögu. Hann hefur óskað eftir að fá umboð til að mynda nýja ríkisstjórn en dósent í stjórnmálafræði telur hann líklegastan formanna til að mynda meirihluta.
28.06.2021 - 19:39