Færslur: Svíþjóð

Svíþjóð: Fimm konumorð á innan við þremur vikum
Fimm konur hafa verið myrtar í Svíþjóð á innan við þremur vikum. Grunaðir morðingjar eru í flestum tilfellanna karlmenn sem flestir höfðu átt í einhvers konar sambandi eða samskiptum við konurnar voru myrtar. Morðin hafa vakið athygli og reiði í Svíþjóð og leitt til mikilla umræðna um ofbeldi á konum og viðbragða í heimi stjórnmálanna, segir í frétt SVT sem birti í gær samantekt á þeim fimm málum sem upp hafa komið frá 30. mars, þar sem karlar eru grunaðir um að hafa myrt konur
19.04.2021 - 06:30
Ungur maður myrtur í úthverfi Stokkhólms
Ungur karlmaður var skotinn til bana í Kista-hverfinu í Stokkhólmi í nótt. Lögreglan rannsakar málið sem morð og er með mikinn viðbúnað á vettvangi og næsta nágrenni. Lögreglu barst tilkynning um skothríð í Kista-hverfinu, sem er í norðvesturhluta Stokkhólms, seint á þriðja tímanum í nótt. Þegar að var komið fundu lögreglumenn mann á þrítugsaldri, sem skotinn hafði verið mörgum skotum.
18.04.2021 - 06:30
Einn látinn og eins saknað í Halmstad
Maður fannst alvarlega særður fyrir utan brennandi fjölbýlishús í borginni Halmstad í Svíþjóð í gærkvöld. Sænska ríkissjónvarpið SVT hefur eftir talsmanni lögreglu að tilkynnt hafi verið um átök og eldsvoða um hálf tíu í gærkvöld að staðartíma.
07.04.2021 - 05:12
Svíþjóð: Játar dráp en neitar sök
Karlmaður á þrítugsaldri sem handtekinn var í skánska smábænum Höör á miðvikudag, grunaður um að hafa myrt 18 ára konu þar í bæ, játaði í gær að hafa orðið henni að bana. Hann þvertekur þó fyrir að hafa myrt hana. Lögreglan á Skáni greindi frá því í gærkvöld að hún hefði að öllum líkindum fundið morðvopnið.
02.04.2021 - 03:52
Ungur maður grunaður um morð á 18 ára stúlku á Skáni
Lögregla á Skáni handtók í gær hálfþrítugan karlmann í smábænum Höör, grunaðan um að hafa myrt átján ára stúlku í bænum. Stúlkan fór frá heimili vinar síns í Höör um tvöleytið aðfaranótt þriðjudags með þeim orðum að hún ætlaði að fá sér örstutta göngu fyrir svefninn og halda svo heim til sín. Þangað komst hún ekki og var hvarf hennar tilkynnt á þriðjudag.
01.04.2021 - 02:48
Svíar taka bóluefni AstraZeneca í notkun á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð ákváðu í dag að byrja að nýju að bólusetja landsmenn sem orðnir eru 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca gegn COVID-19. Notkun þess var slegið á frest í síðustu viku eftir að grunsemdir kviknuðu um að fólk fengi blóðtappa og fleiri kvilla eftir að það var bólusett.
25.03.2021 - 14:06
Handtekinn fyrir íkveikju á farfuglaheimili
Einn var handtekinn eftir að mikill eldur kviknaði í farfuglaheimili í Södertälje í Svíþjóð í nótt. Slökkviliðið í borginni var kallað út um klukkan tvö í nótt að staðartíma.
24.03.2021 - 05:39
Myndskeið
Öll Norðurlöndin búin að velja sér lag
Í fyrsta sinn í 24 ár verður framlag Dana í Eurovision sungið á dönsku. Allar Norðurlandaþjóðirnar hafa nú valið lög til þátttöku í Eurovision.
16.03.2021 - 08:00
Á að verða klukkustund milli Gautaborgar og Óslóar
Sveitarfélög í Noregi og Svíþjóð áforma að koma á háhraðlestartengingu milli Óslóar og Gautaborgar á næstu árum. Dagens Nyheter greinir frá þessu í dag. Samkvæmt frétt blaðsins á lestin að aka á fjögur hundruð kílómetra hraða og vera klukkustund á leiðinni.
12.03.2021 - 15:32
Sex lögreglumenn særðir í mótmælum í Stokkhólmi
Nokkur hundruð manns komu saman í miðborg Stokkhólms, höfuðborgar Svíþjóðar, í dag til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Lögreglan hefur vísað burt 50 mótmælendum á grundvelli sóttvarnareglna. Sex lögregluþjónar eru særðir og einn þeirra var fluttur á sjúkrahús.
06.03.2021 - 18:09
Árásarmaður í Vetlanda í varðhald
Ungur maður sem réðist í gær á sjö manns með hnífi í bænum Vetlanda í Smálöndum í Svíþjóð var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan segist líta á árásina sem morðtilraun. Maðurinn er 22 ára, afganskur ríkisborgari. Hann er á sjúkrahúsi þar sem hann var skotinn í fótinn þegar lögreglumenn stöðvuðu ofbeldisverkið. Hann hafði engin tengsl við mennina sem hann réðist á. Nokkrir særðust alvarlega, en enginn er í lífshættu, að sögn lögreglunnar. Árásarmaðurinn hefur enn ekki verið yfirheyrður.
04.03.2021 - 15:59
Þrennt í lífshættu eftir hnífaárás í Smálöndum
Þrennt er í lífshættu eftir að maður réðist á gangandi vegfarendur í bænum Vetlanda í sænsku Smálöndunum síðdegis í gær og lagði til þeirra með eggvopni. Alls særðust átta manns í árásinni; þrjú lífshættulega, tvö alvarlega en þrjú hlutu minni áverka, samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins SVT. Þá hlaut árásarmaðurinn skotsár þegar lögregla greip inn í, en sár hans munu ekki vera lífshættuleg. Lögregla kannar nú hvort flokka skuli árásina sem hryðjuverk.
04.03.2021 - 01:44
Svíþjóð: Réðst á fólk með barefli
Að minnsta kosti átta slösuðust síðdegis í miðbæ Vetlanda í Svíþjóð þegar maður á þrítugsaldri réðst á fólk með barefli að vopni. Að sögn sænskra fjölmiðla eru nokkrir alvarlega slasaðir. Lögreglumenn sem komu á vettvang skutu árásarmanninn. Hann var fluttur á sjúkrahús. Ekki er vitað hvort hann særðist alvarlega.
03.03.2021 - 17:21
Svíþjóð
Barn talið hafa smitast af COVID í móðurkviði
Barn sem fæddist í Svíþjóð í fyrra er talið hafa smitast af COVID-19 í móðurkviði. Smitið var greint þegar barnið var tveggja daga gamalt. Samkvæmt nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindatímaritinu British Journal of Obstetrics & Gynecology, þá er talið útilokað að barnið hafi smitast eftir fæðingu.
03.03.2021 - 13:50
Einungis rafknúnir Volvoar 2030
Volvo bílasmiðjurnar ætla á næstu árum að draga úr framleiðslu bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Markmiðið er að árið 2030 verði eingöngu framleiddir rafbílar, sem seldir verði í netverslunum.
02.03.2021 - 14:58
Sprenging við verslun í Malmö
Töluverðar skemmdir urðu þegar sprengja sprakk við matvöruverslun í Malmö um hálf fjögurleytið í nótt að staðartíma. Ekki er talið að neinn hafi slasast. Hurð verslunarinnar er illa farin. Einnig brotnuðu gluggar. Lögregla girti af svæði umhverfis verslunina. Rannsókn á vettvangi hófst í morgunsárið. Enginn hafði verið handtekinn síðla nætur vegna sprengingarinnar, að sögn sænskra fjölmiðla.
01.03.2021 - 07:53
Tveir menn á áttræðisaldri drukknuðu í Svíþjóð
Tveir karlmenn á áttræðisaldri drukknuðu eftir að klaki brotnaði undan þeim á stöðuvatni í Suðurmannalandi í Svíþjóð í gær. Mennirnir ætluðu að veiða í gegnum vök í vatninu Yngaren, sem er á milli Katrineholm og Nyköping.
27.02.2021 - 06:33
Könnun sýnir fimmta mesta umferðaröryggi á Íslandi
Ísland er í fimmta sæti hvað umferðaröryggi varðar samkvæmt könnun ástralska fyrirtækisins Zutobi. Fyrirtækið tók saman tölur um umferðarslys og rannsakaði umferðaröryggi í 50 löndum um víða veröld.
26.02.2021 - 17:27
Fjórir drukknuðu í stöðuvatni í Svíþjóð
Fjórir karlmenn á sjötugs- og áttræðisaldri eru látnir eftir að þeir féllu ofan í vök í vatninu Vallsjön í sunnanverðri Svíþjóð. Lögreglu barst tilkynning um málið klukkan hálf sjö í kvöld að staðartíma.
26.02.2021 - 00:57
Heimsglugginn: Fátæk ríki fá bóluefni
Gana fékk í gær fyrst ríkja bóluefni við kórónuveirunni í gegnum COVAX-samstarfið, sem á að tryggja fátækum ríkjum bóluefni óháð efnahag, þeim sem ekki hafa efni á því að kaupa bóluefni. Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu þessa áætlun og stöðu heimsfaraldursins við Boga Ágústsson í Heimsgluggaspjallinu.
ESB gagnrýnir aðgerðir sex aðildarríkja
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir þær hertu sóttvarnaraðgerðir sem Þýskaland og fimm önnur aðildarríki hafa tekið upp á landamærum sínum vegna kórónuveirufaraldursins og segir þær tilefnislausar. Framkvæmdastjórnin hefur sent formlegt bréf um úrbætur og væntir svara í næstu viku.
24.02.2021 - 10:14
Varar við hraðri útbreiðslu „bresku veirunnar“
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, óttast að afbrigði kórónuveirunnar, sem kennt er við Bretland, breiðist hratt út í Evrópuríkjum á næstu vikum. Formaður stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Svíþjóð vill að breytt verði um stefnu í baráttunni gegn veirunni áður en þriðja bylgja hennar ríður yfir. 
23.02.2021 - 17:58
Hærri dánartíðni í Evrópu árið 2020
Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Andlát umfram meðaltal er 1,6 prósent á Íslandi samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Dánartíðni í Evrópulöndum 25 prósentum hærri í apríl er fyrsta bylgjan var í hámarki.
22.02.2021 - 12:04
Svíi ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa
Saksóknari í Svíþjóð hefur ákært tæplega fimmtugan Gautaborgarbúa fyrir njósnir í þágu Rússlands. Saksóknarinn, Mats Ljungqvist, segir að maðurinn hafi stundað iðnaðarnjósnir hjá Volvo og Scania og afhent rússneskum leyniþjónustumanni upplýsingarnar og þegið greiðslu fyrir.
22.02.2021 - 11:06
Erlent · Evrópa · Svíþjóð · Njósnir · Rússland · FSB
Brasilíska afbrigðið greinist í Svíþjóð
Fjórir Svíar hafa greinst með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta er í fyrsta skiptið sem þetta afbrigði greinist í landinu. Allir sem greindust eru búsettir í Gävleborg-héraði sem er í austurhluta landsins.