Færslur: Svíþjóð

Maður skotinn til bana í Södertälje
Maður var skotinn til bana í bænum Södertälje, suður af Stokkhólmi, í nótt og annar maður særðist í skotárás í bænum fyrr um kvöldið. Lögregla var kölluð út um klukkan hálf þrjú í nótt að staðartíma þegar maður fannst liggjandi í blóði sinu, alvarlega særður. Var hann fluttur á sjúkrahús með hraði, þar sem hann lést af sárum sínum skömmu síðar.
17.10.2020 - 05:24
Stjórnarkreppa í Svíþjóð frestast
Vinstriflokkurinn í Svíþjóð hefur frestað að leggja fram vantrauststillögu á stjórnina. Engu að síður er yfirvofandi hætta á stjórnarkreppu og nýjum kosningum vegna deilna um breytingar á vinnumarkaðslöggjöfinni. Vinstri-flokkurinn er algerlega andvígur hugmyndum um að slaka á reglum um ráðningarsamband og stjórnarandstöðuflokkar á hægri vængnum hyggjast styðja tillögu um vantraust á stjórn Jafnaðarmanna og Umhverfisflokksins.
12.10.2020 - 12:22
Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Bandaríkjanna
Bandarísku hagfræðingarnir Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir uppgötvanir sínar og þróun á uppboðskenningunni. Fyrir þeirra tilstuðlan er unnt að halda uppboð á vörum og þjónustu sem ella væri erfitt að koma í verð, svo sem útvarpstíðnum.
Spegillinn
Átök um sænska módelið
Ríkisstjórn Jafnaðarmanna í Svíþjóð gæti á næstunni neyðst til að setja lög sem veikja stöðu stéttarfélaga, en slíkt gengi þvert gegn flestu því sem flokkurinn stendur fyrir. Vinstriflokkurinn hótar því nú að fella stjórn undir forystu Jafnaðarmanna en hægriflokkarnir hafa lýst sig reiðubúna til að koma henni til bjargar.
08.10.2020 - 08:49
Íslendingur dæmdur fyrir kynferðisbrot í Svíþjóð
Dómstóll í Solna í Svíþjóð hefur dæmt 51 árs gamlan Íslending, Ægi Sigurbjörn Jónsson, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára dreng. Hann var að auki dæmdur til að greiða drengnum miskabætur.
03.10.2020 - 21:27
Heimskviður
Fá börnin í al-Hol að snúa heim til Svíþjóðar?
Í al Hol fangabúðunum í Sýrlandi hafast við um 60 þúsund konur og börn sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Þar af eru nær 35 þúsund börn undir 12 ára aldri, hverra foreldrar hafa eða höfðu tengsl við samtökin. Ástandið í búðunum er hræðilegt, þar lést 331 barn í fyrra. En hvaða framtíð bíður þessarra barna, sem mörg eru fædd eða eiga ættir að rekja utan Sýrlands? Meðal annars til Norðulandanna.
H&M hyggst loka hundruðum verslana
Sænska verslanakeðjan H&M áætlar að loka 350 verslunum víðs vegar um heiminn á næsta ári. Ástæðan er sú að sögn stjórnendanna að sífellt fleiri viðskiptavinir keðjunnar velja frekar að kaupa vörur í netverslun en að skoða þær og kaupa á staðnum, meðal annars vegna heimsfaraldursins.
01.10.2020 - 16:31
COVID-19: Arfur Neanderdalsmannsins gerir illt verra
Fólki með leifar af erfðaefni Neanderdalsmanna í genamengi sínu hættir frekar til að lenda í alvarlegum og langvarandi eftirköstum, veikist það af COVID-19. Þetta er niðurstaða rannsóknar sænskra og þýskra vísindamanna, sem birtist í tímaritinu Nature.
01.10.2020 - 04:55
Landamærin opin því veiran er hvort eð er útbreidd
Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir að Svíþjóð haldi landamærum sínum opnum vegna þess að veiran sé hvort eð er svo útbreidd í samfélaginu. Nokkur smit frá útlöndum hafi lítil áhrif í samanburði við samfélagssmitið. Þetta kom fram í viðtali Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, við Tegnell á Facebook í dag. 
30.09.2020 - 15:15
Macchiarini ákærður í Svíþjóð
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið ákærður í Svíþjóð fyrir að valda þremur sjúklingum sínum alvarlegum líkamlegum skaða með því að græða plastbarka í þá á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Allir sjúklingarnir eru látnir.
29.09.2020 - 09:49
Ný tilgáta um harmleikinn á Eystrasalti
Stjórnvöld í Eistlandi ætla að rannsaka nýja tilgátu sem komin er fram um hvað olli því að farþegaferjan Estonia sökk á leið sinni frá Tallinn í Eistlandi til Stokkhólms í Svíþjóð árið 1994.
28.09.2020 - 19:51
Spegillinn
Aðskilnaður eykst í sænskum skólum
Aðskilnaður í sænska skólakerfinu hefur aukist hratt síðustu tíu ár. Fjórði hver grunnskólanemandi í Svíþjóð er nú í skóla þar sem greinilegur aðskilnaður ríkir hvað varðar uppruna og menntunarstig foreldra.
25.09.2020 - 17:00
Verðlaunafé Nóbelsverðlauna hækkað
Verðlaunafé Nóbelsverðlaunahafa þessa árs verður hærra en í fyrra, hækkar úr níu milljónum sænskra króna í tíu milljónir, jafnvirði ríflega 150 milljóna íslenskra króna. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur þetta eftir Lars Heikensten, yfirmanni Nóbelsstofnunarinnar.
24.09.2020 - 08:43
Óttast að önnur bylgja sé í uppsiglingu í Stokkhólmi
Yfirvöld í Stokkhólmi hafa áhyggjur af fjölgun kórónuveirusmita í sænsku höfuðborginni. Yfirmaður heilbrigðismála í borginni óttast að önnur bylgja farsóttarinnar sé að byrja. Haldi kúrfan áfram að fara upp geti staðan orðið alvarleg. Hann segir að ein leiðin til að hefta útbreiðslu veirunnar í borginni sé að allir á heimili einstaklings sem greinist með COVID-19 fari í einangrun.
22.09.2020 - 22:13
Nóbelshátíðinni í Stokkhólmi aflýst
Hátíðlegri athöfn þegar Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi hefur verið aflýst í ár. Það hefur ekki gerst síðan árið 1944. Athöfnin fer ávallt fram tíunda desember að viðstaddri sænsku konungsfjölskyldunni.
22.09.2020 - 14:20
Spegillinn
Ósætti á sænska stjórnarheimilinu
Græningjar í Svíþjóð hótuðu í sumar að hætta ríkisstjórnarsamstarfi við Jafnaðarmenn. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á vesturströnd Svíþjóðar.
18.09.2020 - 07:29
Svíar ætla að bjarga umhverfinu eins og bönkunum forðum
Sænska ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðaráætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Leggja á til að setja jafnvirði um 150 milljarða íslenskra króna í málefnið í fjárlögum næsta árs.
Staðfesta yfirlýsingar um að eitrað var fyrir Navalny
Stjórnvöld í Þýskalandi gáfu það út í dag að rannsóknarstofur í Frakklandi og Svíþjóð staðfesti það sem áður hafi komið fram að eitrað hafi verið fyrir rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny.
14.09.2020 - 09:12
Myndskeið
Kynfræðsla verður samræmd og uppfærð í Svíþjóð
Allir kennaranemar í Svíþjóð eiga nú að fá sérstaka þjálfun í kynfræðslu. Menntamálaráðherra Svíþjóðar segir að börn eigi að læra um kynlíf í skólanum en ekki í gegnum klám.
12.09.2020 - 19:45
Áfengir ógeðsdrykkir sýndir á Safni viðbjóðslegs matar
Saurvín og sporðdrekavodka er á meðal sýningargripa á nýrri sýningu á miður geðslegum áfengum drykkjum á Safni viðbjóðslegs matar í Malmö í Svíþjóð.
12.09.2020 - 12:46
Morgunvaktin
Brot Breta á útgöngusamningi og Covid-19 í Svíþjóð
Bresk stjórnvöld viðurkenna að frumvarp þeirra, sem fer gegn útgöngusamningi þeirra við Evrópusambandið, brjóti gegn alþjóðalögum. Þetta var meðal umræðuefna í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
10.09.2020 - 11:39
Erlent · Evrópa · Bretland · Svíþjóð · COVID-19 · Brexit
Spegillinn
Svíar auka framlög til heilbrigðismála um 300 milljarða
Sænska ríkisstjórnin tilkynnti á mánudag að framlög til heilbrigðismála verða aukin um tugi milljarða, enda mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins vegna COVID-19. Faraldurinn virðist í rénun í Svíþjóð en heilbrigðisstarfsfólk er margt úrvinda og biðlistar eftir læknisþjónustu lengjast og lengjast.
09.09.2020 - 17:00
Viðtal
Segir marga með mótefni í Stokkhólmi og sýna aðgát
Björn Zoëga, forstjóri Karónlínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, telur að kórónuveiran eigi eftir að halda áfram að breiðast út á meðan ónæmi er ekki nógu útbreitt. Smitum hafi fækkað mikið í Svíþjóð á síðustu vikum. Rætt var við Björn í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.
Réttað um framsal Assange til Bandaríkjanna
Málflutningur varðandi fyrirhugað framsal Julians Assange til Bandaríkjanna hefst í London í dag. Vestra gæti hann staðið hann frammi fyrir réttarhöldum vegna birtingar gagna sem varða framferði Bandaríkjamanna í stríðunum í Afganistan og Írak.
Viðbúnaður eftir árekstur lesta í Gautaborg
Mikill viðbúnaður er í Gautaborg eftir árekstur tveggja flutningalesta við Sävenäs-lestarstöðina í nótt. Engan sakaði, en báðar lestirnar fóru af sporinu.
01.09.2020 - 08:39