Færslur: Svíþjóð

Sóttvarnalækni Svíþjóðar hótað lífláti
Anders Tegnell, sóttvarnalækni Svíþjóðar, hafa borist líflátshótanir að undanförnu, að því er Aftonbladet greinir frá í dag. Sveit lögreglunnar sem hefur hatursglæpi og brot gegn lýðræðinu á sinni könnu reyndi að hafa uppi á þeim sem ógnuðu lífi læknisins, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hans nánustu hefur einnig verið hótað.
26.05.2020 - 13:30
Gagnrýnir Tegnell og segir stefnu Svía byggða á sandi
Nærri fjögur þúsund eru látnir af völdum COVID-19 sjúkdómsins í Svíþjóð. Sex andlát voru staðfest síðasta sólarhringinn sem er talsverð fækkun frá deginum áður þegar 67 létust. Þennan mikla mun má mögulega rekja til þess að nú er helgi. Annika Linde, fyrrverandi sóttvarnalæknir Svíþjóðar, segir draum sænskra yfirvalda um að vernda eldra fólk án þess að grípa til róttækra aðgerða hafa verið byggðan á sandi. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, segir að landið sé í „hræðilegri stöðu“.
24.05.2020 - 15:14
Ósammála aðgerðum eftirmanns síns
Annika Linde, fyrrverandi sóttvarnarlæknir Svíþjóðar, segist hafa efasemdir um aðgerðir núverandi yfirvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Hún hefur sérstakar áhyggjur af stöðunni á hjúkrunarheimilum, sem hún segir ekki hafa verið búin undir slíkan faraldur. 
20.05.2020 - 00:53
Nítján létust í Svíþjóð af völdum COVID-19
Nítján dóu síðastliðinn sólarhring í Svíþjóð af völdum COVID-19. Alls hefur sjúkdómuinn kostað 3.698 lífið frá því að farsóttin skall í mars. Það eru að meðaltali sjötíu á sólarhring, að því er Anders Tenell sóttvarnalæknir greindi frá á stöðufundi í Stokkhólmi í dag. Rúmlega þrjátíu þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind.
18.05.2020 - 14:53
Daði & Gagnamagnið með fullt hús stiga frá Svíum
Nú rétt í þessu lauk heimagerðri Eurovision keppni Svía sem líkt og Íslendingar velja sitt uppáhalds lag í keppninni í kvöld. Fór það svo að Daði og Gagnamagnið fengu 12 stig frá bæði áhorfendum og dómnefnd.
14.05.2020 - 21:41
Lífeyrissjóður lagðist gegn arðgreiðslum hjá Volvo
Bílaframleiðandinn Volvo hefur ákveðið að ekki verði greiddur út arður á ársfundi fyrirtækisins í júní. Lífeyrissjóður sem er einn stærsti eigandi Vovlvo lagðist gegn því að arður yrði greiddur út.
12.05.2020 - 17:01
Mikill eldur í plastverksmiðju í Svíþjóð
Mikill eldur kviknaði í plastverksmiðju við bæinn Stenungsund í Svíþjóð í gærkvöld. Slökkvilið var kallað út eftir að sjálfvirkt brunaboð barst úr verksmiðjunni um níuleytið í gærkvöld að staðartíma. Íbúar í nágrenni við verksmiðjuna eru hvattir til að halda sig innandyra, loka gluggum og hurðum og slökkva á loftræstingu. 
10.05.2020 - 03:25
Öryggislögreglan handtók öfgamann í Örebro
Sænska öryggislögreglan, Säpo, handtók karlmann á sextugsaldri í Örebro í gær. Maðurinn var einnig handtekinn árið 2015, grunaður um að hafa gengið til liðs við hryðjuverkasveitina sem kennir sig við íslamskt ríki. Honum var síðar sleppt.
09.05.2020 - 04:04
Yfir 3.000 látnir í Svíþjóð af völdum COVID-19
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 farsóttarinnar í Svíþjóð, fór í dag yfir þrjú þúsund. Hlutfallslega hafa mun fleiri látist þar en annars staðar á Norðurlöndunum.
07.05.2020 - 17:51
Með sænsku leiðinni hefðu allt að 70 getað látist
Hefðu íslensk stjórnvöld farið sömu leið og Svíar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hefðu dauðsföll getað orðið allt að 70 hér á landi. Það hefði orðið gríðarlegt högg fyrir heilbrigðiskerfið, yfirfyllt gjörgæsludeildir og haft mikil áhrif á aðra sjúklingahópa.
07.05.2020 - 11:53
Ellefu prósenta atvinnuleysi spáð í Svíþjóð
Vinnumálastofnunin í Svíþjóð gerir ráð fyrir ellefu prósenta atvinnuleysi í sumar, jafnvel enn meira, að því er sænskir fjölmiðlar hafa eftir Anniku Sundén aðalgreinanda stofnunarinnar. Frá því í marsbyrjun hafa 122 þúsund skráð sig atvinnulausa. Á sama tíma hefur yfir 69 þúsund verið sagt upp störfum, þar af 6.300 í síðustu viku.
04.05.2020 - 17:33
Heimskviður
Af hverju fara Svíar sína eigin leið?
Dauðsföll í Svíþjóð af völdum COVID-19 eru margfalt fleiri en í grannlöndunum, þrefalt fleiri en í Danmörku miðað við mannfjölda, sexfalt fleiri en í Noregi eða Finnlandi og áttfalt fleiri en á Íslandi. Nálgun Svía er þvert á það sem verið er að gera í öllum sambærilegum samfélögum, og hefur verið gagnrýnd af mörgum. Af hverju fara þau þessa leið og hvernig hefur það gengið?
02.05.2020 - 09:00
Fannst látinn í Fyrisá í Svíþjóð
Pakistanski blaðamaðurinn Sajid Hussain, sem saknað hafði verið síðan 2. mars síðastliðinn, fannst látinn í ánni Fyris í Uppsölum í síðustu viku. Sænska lögreglan greindi frá þessu í gær. Hussain hlaut pólitískt hæli í Svíþjóð í fyrra en hann flúði Pakistan árið 2012 eftir að hafa fjallað um mannréttindabrot í heimalandinu við litla ánægju stjórnvalda.
02.05.2020 - 05:46
Hænsnaskítur gegn heimsfaraldri
Borgaryfirvöld í Lundi beita óvenjulegum aðferðum til að koma í veg fyrir árlega útihátíð tugþúsunda ungmenna í lystigarði borgarinnar á tímum COVID-19 faraldurs. Leynivopnið er bæði lífrænt og gott fyrir gróðurinn - en afar illa lyktandi: Þúsund kílóum af hænsnaskít verður dreift á tún garðsins.
30.04.2020 - 06:17
Spennusagnahöfundurinn Maj Sjövall er látin
Sænski rithöfundurinn, blaðamaðurinn og þýðandinn Maj Sjövall lést í dag, 84 ára að aldri. Hún átti við veikindi að stríða hin síðari ár, að sögn útgefanda hennar.
29.04.2020 - 16:21
Per Olov Enquist látinn
Einn þekktasti rithöfundur Norðurlanda, Per Olov Enquist, er látinn 85 ára að aldri. Enquist fæddist 1934 í Hjoggböle, litlum bæ í Vesturbotninum í Norður-Svíþjóð. Hann nam við háskólann í Uppsölum og gaf út fyrstu bók sína 1961. Enquist skrifaði leikrit og kvikmyndahandrit auk skáldsagna. Þá skrifaði hann um menningarmál í Svenska dagbladet og Expressen og annaðist dagskrárgerð í útvarpi og sjónvarpi.
26.04.2020 - 22:15
Veitingastöðum lokað ef reglur eru brotnar
Stjórnvöld í Svíþjóð segjast þurfa að grípa til hertari aðgerða fari almenningur ekki eftir settum reglum til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Veitingastöðum sem ekki fara eftir reglunum verði lokað.
26.04.2020 - 15:54
Níu hæða hús rýmt vegna eldsvoða í Svíþjóð
Allir íbúar níu hæða fjölbýlishúss í Järfälla, norður af Stokkhólmi, urðu að yfirgefa heimili sín vegna eldsvoða í nótt. Slökkviliðinu barst tilkynning laust eftir miðnætti að staðartíma. 50 slökkviliðsmenn eru á vettvangi og fjöldi sjúkrabíla var sendur á staðinn.
26.04.2020 - 04:40
Áfengissala eykst í Svíþjóð, drykkjan ekki
Áfengissala jókst um sjö prósent í Svíþjóð á fyrsta ársfjórðungi 2020 miðað við sama tíma í fyrra. Frá því í mars, þegar gripið var til ráðstafana vegna COVID-19 farsóttarinnar, hefur sala aukist um tíu prósent.
24.04.2020 - 17:00
Tvær sprengingar í Svíþjóð í nótt
Fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent að fjölbýlishúsi í úthverfi Stokkhólms laust fyrir miðnætti í gærkvöld vegna sprengingar. Rúða brotnaði í einni íbúð en engum varð meint af að sögn lögreglunnar. Sænska ríkissjónvarpið SVT hefur eftir Mats Almquist, lögreglumanni á vakt í borginni, að allar líkur séu á að sprengju hafi verið komið fyrir við íbúðina.
22.04.2020 - 05:55
Segja erlend öfl reyna að veikja stöðu Svíþjóðar
Erlend öfl nota ástandið vegna COVID-19 farsóttarinnar til að reyna að veikja stöðu Svíþjóðar, að mati sænsku öryggislögreglunnar Säpo. Þetta kemur fram í bréfi sem stofnunin hefur sent yfirvöldum víðs vegar um landið. Aftonblaðið greinir frá því í dag.
20.04.2020 - 08:43
Myndskeið
„Þessi veira er komin til að vera“
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð, segist vera stoltur af því hvernig Íslensk erfðagreining skimaði fyrir COVID-19 og kom upplýsingum úr sínum rannsóknum á framfæri. Þær niðurstöður eru nú nýttar fyrir spálíkan sjúkrahússins. Hann segist ánægður með hvernig staðið hefur verið að málum hér á landi. „En það sem verður erfitt er hvernig á að stjórna þessu næstu mánuðina því þessi veira er komin til að vera.“
19.04.2020 - 12:36
 · Innlent · Erlent · Svíþjóð · COVID-19 · Kórónuveiran
Sænskir læknar vara við skorti á hlífðarfatnaði
Sænska læknafélagið varar við skorti á hlífðarfatnaði á göngudeildum og heilsugæslustöðvum landsins. Í könnun sem félagið gerði meðal félagsmanna sögðust um 30 prósent aðspurðra hafa lent í nokkrum eða miklum vandræðum með að fá fullnægjandi hlífðarfatnað til að nota við vinnu sína.
18.04.2020 - 06:45
Regnslár úr skemmtigörðum notaðar sem sóttvarnasloppar
Starfsfólk sumra sænskra sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila hefur að undanförnu mátt gera sér að góðu að skrýðast regnslám frá sænskum skemmtigörðum við vinnu sína, þar sem skortur er á fullkomnari hlífðarbúnaði.
17.04.2020 - 04:17
Sænska stjórnin fær auknar valdheimildir
Sænska þingið samþykkti í dag lög sem heimila ríkisstjórninni að grípa til aðgerða til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 án þess að leggja þær fyrst fyrir þingið. Takmarkanir á ferðalögum til Svíþjóðar hafa verið framlengdar um einn mánuð.
16.04.2020 - 17:53