Færslur: Svíþjóð

Svíar slegnir vegna árásarinnar
Svíar eru slegnir vegna andláts tólf ára stúlku sem varð fyrir byssuskoti í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi í gær. Lögregla var kölluð út klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags vegna skothávaða við bensínstöðina E4 Norsborg og skömmu síðar fannst stúlkan helsærð. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Stúlkan hafði verið á gangi með hundinn sinn er hún varð fyrir skotinu.
03.08.2020 - 15:41
Tólf ára stúlka skotin til bana í Stokkhólmi
Lögreglunni barst tilkynning klukkan hálf fjögur í nótt að staðartíma um skothávaða á bensínstöðinni E4 í Norsborg í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi. Tólf ára stúlka fannst með skotsár á vettvangi. Hún var flutt á sjúkrahús en lést af sárum sínum þar.
02.08.2020 - 17:00
Dönsk yfirvöld auka ferðafrelsi Dana
Á sama tíma og hert er á samkomubanni á Íslandi hefur danska utanríkisráðuneytið losað um ferðahömlur. Dönum er nú óhætt að ferðast til allra héraða í Svíþjóð, en fram að þessu hefur ráðuneytið ráðið fólki frá því að fara til vissra staða í landinu nema nauðsyn beri til.
30.07.2020 - 17:02
Karlmaður skotinn til bana í Örebro
Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana í sænsku borginni Örebro síðla kvölds í gær. Lögregla var kölluð til þegar vegfarendur komu að manninum liggjandi í blóði sínu. Var fólk ekki visst um hvort hann væri lífs eða liðinn en þótti einsýnt að engan tíma mætti missa og gripu viðstaddir því til þess ráðs að aka honum í eigin bíl á háskólasjúkrahús borgarinnar.
25.07.2020 - 07:29
Ók inn í hóp gangandi vegfarenda í Borlänge í Dölum
Nokkur slösuðust þegar leigubíl var ekið á gangandi vegfarendur í bænum Borlänge í Dölunum í Svíþjóð seint í gærkvöld. Einn slasaðist alvarlega en aðrir minna; þrennt var flutt á sjúkrahús. Bílstjórinn var handtekinn og er hann grunaður um tilraun til morðs eða manndráps, samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu, SVT.
25.07.2020 - 05:32
Sænski sendiherrann sagður á förum til S-Afríku
Sænska dagblaðið Dagens Nyheter hefur heimildir fyrir því að Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, muni setjast á sendiherrastól í Suður-Afríku. Starfsmaður sendiráðsins segir í samtali við fréttastofu RÚV að hann geti hvorki staðfest þessar fregnir né vísað þeim á bug. Ekki náðist í Juholt við gerð fréttarinnar.
24.07.2020 - 19:33
Mesta atvinnuleysi í Svíþjóð frá 1998
Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 9,8 prósent í síðasta mánuði. Alls voru 557 þúsund án vinnu, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Það er 150 þúsundum fleiri en í júní í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu frá árinu 1998.
23.07.2020 - 13:44
Engir til að tína bláberin
Bláberin og múltuberin eru bústin og vel þroskuð, en ekki er þó víst að þau eigi nokkurn tímann eftir að rata í verslanir eða matvælaframleiðslu. Vegna kórónuveirunnar hafa óvenjufáir Taílendingar komið til Svíþjóðar þetta sumarið til að starfa við berjatínslu.
23.07.2020 - 07:49
25 sænskir vísindamenn gagnrýna aðgerðir þar í landi
25 sænskir vísindamenn birtu skoðanapistil í USA Today í gær þar sem þeir gagnrýna hvernig stjórnvöld í Svíþjóð hafa tekið á kórónuveirufaraldrinum. Greinarhöfundarnir, sem margir hverjir koma úr lækna- og heilbrigðisvísindum, vara við því að fara „sænsku leiðina“.
22.07.2020 - 16:19
Ekkert samkomulag í Brussel
Enn hefur ekki náðst samkomulag meðal leiðtoga Evrópusambandsríkja um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna COVID-19 farsóttarinnar.
Fór ekki út fyrir valdsvið sitt
Anna Lindstedt, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Kína, var í morgun sýknuð af ákæru um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að reyna að semja kínversk stjórnvöld um lausn á sænsk-kínverska útgefandanum og rithöfundinum Gui Minhai.
10.07.2020 - 10:38
Erlent · Asía · Evrópa · Svíþjóð · Kína
Skánverjar mega nú skreppa til Danmerkur á ný
Íbúar Skánar í Suður-Svíþjóð geta brugðið sér yfir Eyrarsundið til granna sinna í Danmörku frá og með miðnætti í kvöld. Danska utanríkisráðuneytið tilkynnti þetta í gær. Áður höfðu íbúar í Blekinge, Kronobergsléni og Vesturbotni fengið heimild til að ferðast til Danmerkur, einir Svía. Þar búa samtals tæplega 600.000 en Skánverjar eru öllu fleiri, eða tæplega 1.400.000 talsins.
10.07.2020 - 03:35
Myndskeið
Svíar í vandræðum á sjó: „Margir sigla í hringi“
Svíar hafa ítrekað komið sér í vandræði á ferðalögum innanlands í sumar. Margir hafa fest kaup á bátum og halda til sjós óvanir, jafnvel án akkeris og björgunarvesta.
08.07.2020 - 22:15
Fjórir slasaðir eftir hópslagsmál í Svíþjóð
Fjórir eru slasaðir eftir hópslagsmál sem brutust út í bænum Alingsås í vestanverðri Svíþjóð í gærkvöld. Tveir hinna slösuðu urðu fyrir bíl. Lögregla stóð vaktina í nótt til að forðast frekari átök.
06.07.2020 - 04:42
Ónæmi gæti verið meira en áður var talið í Svíþjóð
Fleiri gætu verið með mótefni gegn COVID-19 í Svíþjóð en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Karólínsku stofnunarinnar og Karólínska háskólasjúkrahússins.
03.07.2020 - 08:48
Sjötíu þúsund veirusmit greind í Svíþjóð
Greind kórónuveirusmit eru komin yfir sjötíu þúsund í Svíþjóð. Dauðsföll af völdum veirunnar nálgast fimm þúsund og fimm hundruð.
02.07.2020 - 17:37
Svíar þurfa að framvísa prófi við komuna til Danmerkur
Þeir Svíar sem ætla sér að ferðast til Danmerkur verða að geta framvísað neikvæðu skimunarprófi við komuna til landsins.
27.06.2020 - 18:39
Utanríkisráðherra Svíþjóðar fór með fleipur
Utanríkisráðherra Svíþjóðar varð uppvís að ósannsögli í blaðaviðtali í síðustu viku. Hún fullyrti að hún hefði fengið marga tölvupósta þar sem kvartað væri yfir hegðun Dana í Svíþjóð í COVID-19 faraldrinum. Sannleikurinn var sá að ráðherrann fékk einn tölvupóst.
26.06.2020 - 11:44
Afar ósáttur við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina
Íbúar Bandaríkjanna, Rússlands, Brasilíu og Katar eru á lista Evrópusambandsins yfir þá sem ekki mega ferðast til Evrópu eftir mánaðamót vegna kórónuveirufaraldursins. Fjöldi smita á heimsvísu nálgast tíu milljónir og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við hættulegri þróun í fjölmörgum ríkjum, meðal annars Svíþjóð. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar, er afar ósáttur við að Svíar séu í þessum hópi.
26.06.2020 - 11:21
Ferðatakmarkanir rýmkaðar í Noregi og Danmörku
Frá og með 15. júlí geta Norðmenn ferðast til landa Schengen-svæðisins og Evrópska efnahagssvæðisins án þess að þurfa að fara í sóttkví við heimkomu. Þetta sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, á blaðamannafundi norsku ríkisstjórnarinnar fyrr í dag. Norðmönnum er enn ráðið frá að fara til Svíþjóðar.
25.06.2020 - 15:02
Varað við hitabylgju í Svíþjóð
Sænska veðurstofan hefur gefið út viðvörun vegna óvenju mikils hita næstu daga, jafnvel yfir þrjátíu stig. Viðvörunin gildir um stóran hluta Svíþjóðar. Hún er jafnan gefin út þegar útlit er fyrir að hitinn verði að minnsta kosti 26 stig þrjá daga í röð.
22.06.2020 - 08:30
Svíar mega fara til 10 landa - meðal annars Íslands
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í dag um rýmkun ferðatakmarkana sem Svíar hafa þurft að sæta síðan í mars. Frá og með 30. júní mega Svíar ferðast til tíu landa, þeirra á meðal er Ísland sem er það eina af Norðurlöndunum sem býður Svía velkomna.
17.06.2020 - 16:25
Hafa ekki efni á að kaupa Palme-skýrsluna
Eintak af skýrslunni um rannsókn á morði Olovs Palme, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, kostar jafnvirði fjórtán og hálfrar milljónar íslenskra króna. Fréttastofa sænska ríkissjónvarpsins hefur áhuga á að eignast eitt, en hefur ekki efni á því.
12.06.2020 - 18:15
Svíar efast um niðurstöðu ríkissaksóknara
Innan við einn af hverjum fimm Svíum trúir því að Stig Engström, oft nefndur Skandiamaðurinn, hafi myrt Olov Palme. Könnun Sifo sem birt var í dag leiðir þetta í ljós.
12.06.2020 - 17:00
Svíar renna hýru auga til Íslands 
Flest bendir til þess að Ísland verði eina norræna ríkið þar sem sænskum ferðamönnum verður ekki gert að fara í sóttkví við komuna til landsins í sumar. Norðmenn tilkynntu þó í dag að þeir muni opna landamæri sín fyrir Gotlendingum.
12.06.2020 - 12:43