Færslur: Sviss

Ferðamenn flúðu hótelin í stað þess að fara í sóttkví
Hundruð breskra ferðamanna, sem áttu að vera í sóttkví í svissneska skíðabænum Verbier í Suðvestur-Sviss, flúðu í stað þess að ljúka sóttkví á staðnum. Borgaryfirvöld í Verbier upplýstu um það í dag að fjöldi ferðamanna hefði látið sig hverfa í nótt í stað þess að verja fríinu inni á hótelherbergi.
27.12.2020 - 19:45
Myndskeið
Spítalar í Sviss ráða ekki lengur við álagið
Spítalar í Sviss ráða ekki lengur við ástandið vegna fjölda þeirra sem veikjast af COVID-19. Þar fjölgar smitum nú einna hraðast í heiminum.
12.11.2020 - 22:33
Erlent · Evrópa · Sviss · COVID-19
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Spegillinn
Lilly fannst komið nóg
Samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra hefur stuðningur við dánaraðstoð aukist meðal heilbrigðisstarfsmanna hér á landi. Síðasta viðhorfskönnun þeirra til þessa viðkvæma málaflokks er þó orðin 10 ára gömul. Þá taldi fimmtungur lækna og hjúkrunarfræðinga réttlætanlegt undir vissum kringumstæðum að aðstoða sjúklinga við að deyja fremur en að lifa. Á meðal almennings var hlutfallið mun hærra í könnun fyrir fimm árum.
03.09.2020 - 17:00
 · Erlent · Dánaraðstoð · Sviss
Kókaíni dreift í bananakössum í Sviss
Umtalsvert magn kókaíns fannst í bananakössum sem dreift var í verslanir matvörukeðjunnar Coop í Sviss. Kassarnir voru sendir í verslanir í fjórum kantónum, St. Gallen, Glarus, Graubünswn of Ticino. Langmest fannst í kössum í verslun í borginni Haag í St. Gallen, eða 50 kíló.
21.06.2020 - 08:01
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
Gætu þurft að yfirgefa heimili sín í áratug
Íbúar svissneska þorpsins Mitholz gætu þurft að yfirgefa það í meira en áratug á meðan yfirvöld fjarlægja vopnabirgðir frá síðari heimsstyrjöldinni sem eru við bæinn. Varnarmálaráðuneyti Sviss greindi frá því í fyrra að of mikil hætta stafaði af birgðunum, sem geymdar eru undir hlassi af grjóti nærri bænum.
28.02.2020 - 05:18
Thunberg gagnrýnir aðgerðarleysi í Davos
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg fordæmdi aðgerðaleysi í loftslagsmálum á fundi á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í morgun.
21.01.2020 - 09:48
Erlent · Evrópa · Sviss
Ítalir taka við ítölskum bæ í óþökk íbúa
Bæjarbúar í ítölskum smábæ urðu að láta sér lynda talsverðar breytingar um áramótin. Fæstir utan bæjarins urðu varir við breytinguna, en bæjarbúar eru áhyggjufullir.
05.01.2020 - 07:57
Erlent · Evrópa · Ítalía · Sviss
Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 
26.12.2019 - 14:20
Myndskeið
Bjóðast til að taka á móti 85 flóttamönnum á næsta ári
Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis á alþjóðaþingi um flóttamannavandann sem nú er haldið í fyrsta sinn í Genf.
Græn „flóðbylgja“ í svissneskum kosningum
Græningjar á vinstri og hægri væng stjórnmálanna juku fylgi sitt til muna í kosningum til svissneska sambandsþingsins í dag. Svissneski Þjóðarflokkurinn, sem setur þjóðernisstefnu á oddinn, tapar nokkru fylgi en er þó áfram stærsti flokkur landsins. Skoðanakannanir höfðu bent til fylgisaukningu Græningja og svo fór að hún varð jafnvel meiri en spáð var.
20.10.2019 - 23:35
Þúsundir mótmæltu vegna loftslagsbreytinga
Tugir þúsunda mótmæltu aðgerðarleysi í loftslagsmálum í Bern, höfuðborg Sviss, í dag. Talið er að mótmælendur hafi verið hátt í hundrað þúsund. Mótmælin voru hluti af allsherjarverkfalli fyrir loftslagið.
Svisslendingar gera alpajökli táknræna útför
Hópur svissneskra náttúrufræðinga og umhverfisverndarsinna efnir í dag til „útfarar“ alpajökulsins Pizol, að íslenskri fyrirmynd, til að vekja athygli á bráðnun jökla. Smájökullinn Pizol er í um 2.700 metra hæð yfir sjávarmáli, nærri landamærunum að Liechtenstein og Austurríki. Alessandra Degiacomi, stjórnandi í Svissnesku Lotfslagsverndarsamtökunum, segir að Pizol, rétt eins og Ok, hafi rýrnað svo mikið síðustu ár að hann uppfylli ekki lengur skilyrði jarðvísindanna til að flokkast sem jökull.
22.09.2019 - 04:45
Viðtal
Dagvistun kostar allt að 200.000 kr. á mánuði
Það kostar allt að 200.000 íslenskra króna á mánuði að setja barnið sitt í dagvistun í Sviss. Þetta er ein ástæða þess að treglega gengur að koma á jafnrétti kynjanna á svissneskum vinnumarkaði. Þetta segir Ólöf Steinunnardóttir stjórnmálafræðingur, sem býr í Lausanne í Sviss, í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1. Konur þar í landi leggja niður vinnu í dag til þess að mótmæla heimilisofbeldi og kynbundinni mismunun.
14.06.2019 - 11:15
Blásið til kvennaverkfalls í Sviss í dag
Konur í Sviss blása til kvennaverkfalls í dag til að mótmæla því sem skipuleggjendur verkfallsins segja óþolandi seinagang í jafnréttismálum þar í landi. Um hálf milljón svissneskra kvenna tók þátt í samskonar mótmælaaðgerð árið 1991. Þá var engin kona í svissnesku ríkisstjórninni, ekkert lögbundið fæðingarorlof og aðeins hálft ár síðan hæstiréttur þvingaði síðustu kantónuna til að veita konum kosningarétt. Og reyndar aðeins 20 ár frá því að konur fengu almennt kosningarétt þar í landi.
14.06.2019 - 02:56
Svisslendingar samþykktu ströng vopnalög
Kjósendur í Sviss samþykktu í dag breytingar á vopnalögum landsins. Kosið var um strangari löggjöf í samræmi reglur Evrópusambandsins þó að Sviss sé ekki meðlimur þess.
19.05.2019 - 16:48
Svisslendingar kjósa um herta vopnalöggjöf
Svisslendingar ganga í dag til atkvæðagreiðslu um nokkur mál, þar á meðal nýja vopnalöggjöf sem setur auknar skorður við vopnaeign landsmanna. Allt bendir til þess að hún verði samþykkt með afgerandi hætti.
19.05.2019 - 06:57
Svisslendingar tregir til verkfalla
Ólíkar þjóðir, ólíkir siðir, líka þegar kemur að því að leysa deilur í þjóðfélaginu. Íslendingar berja potta og fara hugsanlega í verkfall, Frakkar kasta götusteinum og fara örugglega í verkfall, í Úkraínu grípa menn sennilega bæði til vopna og verkfalls en í Sviss er efnt til þjóðaratkvæða en örugglega ekki farið í verkfall því fyrirbærið er lítt þekkt þarna í Ölpunum. Jón Björgvinsson leitaði skýringa.
04.03.2019 - 20:39
Sviss
Enn leitað að fólki sem grófst undir snjóflóði
Leit stendur enn yfir í Crans-Montana í Valais-kantónu í Sviss, þar sem snjóflóð hreif með sér minnst tíu skíðamenn í dag, þriðjudag. Fjórir hafa fundist á lífi en um 250 manna leitar- og björgunarlið er enn við leit og hefur átta þyrlur og tólf leitarhunda sér til halds og trausts. Þau sem bjargað var úr flóðinu eru öll slösuð og minnst eitt þeirra alvarlega slasað, samkvæmt lögreglu á staðnum.
20.02.2019 - 02:10
Erlent · Evrópa · Hamfarir · Sviss
Tíu til tólf lentu í snjóflóði í Sviss
Talið er að allt að tólf skíðamenn hafi lent í snjóflóði sem féll í Sviss í dag. Lögregla hefur enn ekki viljað staðfesta fjölda fólksins; segir einungis á Twitter að talið sé að nokkrir hafi grafist í flóðinu. Það féll laust eftir klukkan eitt í dag að íslenskum tíma á Crans-Montana skíðasvæðinu í kantónuninni Valais í um þrjú þúsund metra hæð. Margir eru á skíðum í Sviss þessa dagana vegna miðsvetrarleyfis í skólum landsins.
19.02.2019 - 16:40
Erlent · Evrópa · Sviss
Yfir 40.000 snjóteppt í Austurríki
Um 41.000 manns í ellefu bæjum Salzburgar-fylkis í Austurríki eru snjótepptir. Allir vegir til bæjanna eru ófærir vegna fannfergis og eða snjóflóðahættu. 180 vegir aðrir eru lokaðir í Austurríki vegna snjóþyngslanna, ýmist vegna ófærðar, snjóflóðahættu eða hvors tveggja. Samkvæmt austurríska ríkissjónvarpinu, ORF, hefur snjóflóðahætta aukist fremur en hitt á sumum svæðum.
15.01.2019 - 02:14
Erlent · Evrópa · Veður · Austurríki · Þýskaland · Sviss
Íbúar St. Gallen samþykktu búrkubann
Meirihluti kjósenda í St. Gallen-kantónu í Sviss samþykktu í dag bann við búrkum og öðrum klæðnaði sem hylur andlit. Tæplega 67 prósent kjósenda voru samþykk banninu og kosningaþátttaka var 36 prósent.
23.09.2018 - 15:46
Tuttugu fórust í flugslysi í Sviss
Tuttugu fórust í flugslysi í Sviss síðdegis í gær þegar tæplega áttatíu ára gömul flugvél hrapaði í fjalllendi í norðausturhluta landsins. Ekki er vitað um orsakir slyssins en vélin hrapaði lóðrétt til jarðar á miklum hraða.
05.08.2018 - 18:34
Erlent · Sviss · flugslys