Færslur: Sviss

Fjöldi ríkja lýsir áhyggjum af örlögum afganskra kvenna
Evrópusambandið, Bandaríkin og 18 önnur ríki lýsa í sameiningu miklum áhyggjum af örlögum afganskra stúlkna og kvenna. Ríkin hvetja stjórn Talibana til að tryggja öryggi kvenna.
Fundu 62.800 milljarða aukastafi pís
Með aðstoð ofurtölvu hefur svissneskum vísindamönnum við Graubuenden háskólann tekist að finna út metfjölda aukastafa fastans pí. Guardian hefur eftir vísindamönnunum að þeir hafi fundið 62.800 milljarða aukastafa við fastann, nærri 13 þúsund milljörðum fleiri en fyrra heimsmet.
17.08.2021 - 06:35
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Loftslagsaðgerðasinnar lokuðu bönkum
Loftslagsaðgerðasinnum tókst að valda nokkrum usla í Zurich í Sviss í dag. Á fjórða tug félagsmanna tvennra samtaka, Extinction Rebellion og Climate Strike, tóku sér þá stöðu fyrir utan aðalinngang bankanna UBS og Credit Suisse og meinuðu fólki inngöngu.
02.08.2021 - 12:40
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Fimm létust í flugslysum í Ölpunum um helgina
Fimm létust í tveimur flugslysum í svissnesku Ölpunum um helgina og lögregla rannsakar nú hvort slysin tvö tengist með einhverjum hætti. AFP fréttastofan greinir frá.
14.06.2021 - 19:14
Svisslendingar vilja ekki banna notkun meindýraeiturs
Svisslendingar felldu tillögu um að banna notkun meindýraeiturs í kvöld. Bannið hefði náð til notkunar á bóndabýlum, í görðum og í hvers kyns fæðuvöruframleiðslu. Almenningur í Sviss kaus um málið í dag.
13.06.2021 - 21:09
Spegillinn
Samskipti Sviss og ESB í uppnámi
Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum sínum við sambandið eftirt 7 ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.
31.05.2021 - 16:59
Andlát sendiráðsstarfsmanns í Íran rannsakað
Rannsókn er hafin á andláti starfsmanns svissneska sendiráðsins í Teheran. Lík starfsmannsins fannst við íbúðablokk, þaðan sem talið er að hann hafi fallið af sautjándu hæð.
05.05.2021 - 06:05
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Róstusöm mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Sviss
Lögregla beitti í gær táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum til að leysa upp róstusöm mótmæli í svissnesku borginni St. Gallen gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hundruð mótmælenda, jafnvel um eða yfir 1.000 manns, tóku þátt í mótmælunum að kvöldi föstudagsins langa, samkvæmt svissneska dagblaðinu Tagblatt.
Svissneskur banki sektaður í Bandaríkjunum
Stjórnendur svissneska bankans Rahn+Bodmer játuðu í gær að hafa aðstoðað bandaríska viðskiptavini sína við að komast hjá skattgreiðslum í Bandaríkjunum. Þeir samþykktu að greiða 22 milljónir bandaríkjadala í skaðabætur, jafnvirði nærri þriggja milljarða króna. AFP fréttastofan hefur þetta eftir dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. 
12.03.2021 - 03:05
Meirihluti Svisslendinga vill banna búrkur
Bann við því að hylja andlit sitt á almannafæri var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss í dag. Naumur meirihluti, eða 51%, kusu með banninu. Andlitsgrímur verða þó ekki bannaðar, þær falla undir undantekninguna að það sé leyfilegt að hylja andlit sitt af heilsufarsástæðum, vegna veðurs og við trúarathafnir.
07.03.2021 - 22:22
Fimm norræn félög vilja löggjöf er heimilar dánaraðstoð
Fimm norræn félög um dánaraðstoð hvetja ríkisstjórnir á Norðurlöndum til að grípa til ráðstafana svo íbúar landanna hafi með löglegum hætti val um fá læknisfræðilega aðstoð við að deyja.
27.01.2021 - 11:49
Ferðamenn flúðu hótelin í stað þess að fara í sóttkví
Hundruð breskra ferðamanna, sem áttu að vera í sóttkví í svissneska skíðabænum Verbier í Suðvestur-Sviss, flúðu í stað þess að ljúka sóttkví á staðnum. Borgaryfirvöld í Verbier upplýstu um það í dag að fjöldi ferðamanna hefði látið sig hverfa í nótt í stað þess að verja fríinu inni á hótelherbergi.
27.12.2020 - 19:45
Myndskeið
Spítalar í Sviss ráða ekki lengur við álagið
Spítalar í Sviss ráða ekki lengur við ástandið vegna fjölda þeirra sem veikjast af COVID-19. Þar fjölgar smitum nú einna hraðast í heiminum.
12.11.2020 - 22:33
Erlent · Evrópa · Sviss · COVID-19
Glíman við COVID-19 gæti staðið fram á mitt næsta ár
Frakkar gætu þurft að glíma við Covid-19 fram á mitt næsta ár, að minnsta kosti segir Emmanuel Macron forseti landsins. Þetta hafði hann eftir vísindamönnum í heimsókn sinni á sjúkrahús í París í gær.
Spegillinn
Lilly fannst komið nóg
Samkvæmt nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra hefur stuðningur við dánaraðstoð aukist meðal heilbrigðisstarfsmanna hér á landi. Síðasta viðhorfskönnun þeirra til þessa viðkvæma málaflokks er þó orðin 10 ára gömul. Þá taldi fimmtungur lækna og hjúkrunarfræðinga réttlætanlegt undir vissum kringumstæðum að aðstoða sjúklinga við að deyja fremur en að lifa. Á meðal almennings var hlutfallið mun hærra í könnun fyrir fimm árum.
03.09.2020 - 17:00
 · Erlent · Dánaraðstoð · Sviss
Kókaíni dreift í bananakössum í Sviss
Umtalsvert magn kókaíns fannst í bananakössum sem dreift var í verslanir matvörukeðjunnar Coop í Sviss. Kassarnir voru sendir í verslanir í fjórum kantónum, St. Gallen, Glarus, Graubünswn of Ticino. Langmest fannst í kössum í verslun í borginni Haag í St. Gallen, eða 50 kíló.
21.06.2020 - 08:01
Á Sviss sinn eigin George Floyd?
Nöturlegur dauðdagi Georges Floyd hefur haft óhemjumikil áhrif á fólk út um allan heim. Alda mótmæla og meðfylgjandi hugarfarsbreytinga hefur skekið veröldina. Sviss, landið sem er frægast fyrir bankamenn og gauksklukkur, hefur ekki farið varhluta af því.
16.06.2020 - 07:07
Átta ára til rannsóknar vegna leikfangaseðla
Svissneska lögreglan tók átta ára dreng til rannsóknar eftir að hann fór með leikfangapeningaseðil út í búð og spurði hvort hann gæti borgað með þeim.
11.06.2020 - 11:54
Gætu þurft að yfirgefa heimili sín í áratug
Íbúar svissneska þorpsins Mitholz gætu þurft að yfirgefa það í meira en áratug á meðan yfirvöld fjarlægja vopnabirgðir frá síðari heimsstyrjöldinni sem eru við bæinn. Varnarmálaráðuneyti Sviss greindi frá því í fyrra að of mikil hætta stafaði af birgðunum, sem geymdar eru undir hlassi af grjóti nærri bænum.
28.02.2020 - 05:18
Thunberg gagnrýnir aðgerðarleysi í Davos
Sænska baráttustúlkan Greta Thunberg fordæmdi aðgerðaleysi í loftslagsmálum á fundi á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss í morgun.
21.01.2020 - 09:48
Erlent · Evrópa · Sviss
Ítalir taka við ítölskum bæ í óþökk íbúa
Bæjarbúar í ítölskum smábæ urðu að láta sér lynda talsverðar breytingar um áramótin. Fæstir utan bæjarins urðu varir við breytinguna, en bæjarbúar eru áhyggjufullir.
05.01.2020 - 07:57
Erlent · Evrópa · Ítalía · Sviss
Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 
26.12.2019 - 14:20