Færslur: Sviss

Flugumferð liggur niðri yfir Sviss vegna tölvubilunar
Millilandaflug liggur niðri í Sviss og lokað hefur verið fyrir flugumferð um svissneska lofthelgi vegna bilunar í tölvukerfi flugumferðarstjórnar landsins. Tilkynnt var um lokun alþjóðaflugvallarins í Genf vegna þessa í morgun og sagt að öll umferð um hann myndi liggja niðri til klukkan 11 fyrir hádegi hið minnsta, níu að íslenskum tíma.
15.06.2022 - 06:36
Fjórir meintir liðsmenn Íslamska ríkisins handteknir
Lögregla í Sviss og Þýskalandi handtók í morgun fjóra menn sem grunaðir eru um að tengjast hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Mennirnir eru sagðir vera ýmist liðsmenn eða stuðningsmenn hryðjuverkasamtakanna. Nöfn þeirra hafa ekki verið gerð opinber.
14.06.2022 - 10:47
Banna Dönum að senda svissneska herbíla til Úkraínu
Svissnesk stjórnvöld synjuðu í morgun beiðni Danmerkurstjórnar um að fá að flytja brynvarða svissneska herbíla til Úkraínu. Svissneski miðillinn SRF greinir frá og sögðu stjórnvöld að slíkt stangaðist á við hlutleysisstefnu landsins um að senda ekki hergögn til átakasvæða.
01.06.2022 - 08:00
Öryggisráðið hyggst funda um mannúðarmál í Úkraínu
Til stendur að efna til opins fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á fimmtudag. Tilgangur fundarins er að ræða hnignandi stöðu mannúðarmála í tengslum við stríðsátökin í Úkraínu.
Framtíð Rússa í mannréttindaráðinu ræðst í dag
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði um það í dag hvort vísa eigi Rússum úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Talsmenn Breta og Bandaríkjamanna tilkynntu fyrr í vikunni þá ætlun sína að beita sér fyrir brottrekstri Rússa.
„Svissskjölin“ varpa ljósi á vafasama leynireikninga
Umfangsmikill gagnaleki hefur varpað ljósi á eigendur um 13.500 milljarða eigna í Credit Suisse, einum stærsta banka Sviss. Meðal fjármagnseigenda eru aðilar með tengsl við eiturlyfjaviðskipti, pyntingar, peningaþvætti og spillingu.
20.02.2022 - 18:30
Tóbaksauglýsingar bannaðar en tilraunir á dýrum ekki
Kjósendur í Sviss samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag nær algjört bann við tóbaksauglýsingum. Svissnesk tóbakslöggjöf hefur þótt einhver sú frjálslyndasta í álfunni en með banninu er skref stigið nær mörgum öðrum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem blátt bann er gegn hvers kyns tóbaksauglýsingum.
13.02.2022 - 16:19
Erlent · Evrópa · Sviss
Svisslendingar kjósa um nær algert tóbaksauglýsingabann
Svissneskir kjósendur ganga til þjóðaratkvæðagreiðslu í dag, sunnudag þar sem þeim er meðal annars ætlað að ákvarða um nánast algert bann við tóbaksauglýsingum.
Auður vex og örbirgð einnig
Ríkidæmi þeirra auðugustu hefur vaxið í faraldrinum en jafnframt búa fleiri við fátækt en áður var. Þetta kemur fram í úttekt alþjóðlegu hjálparsamtakanna Oxfam, sem berjast gegn fátækt í heiminum.
Viðræður Rússa og Bandaríkjamanna hefjast í Genf í dag
Fulltrúar rússneskra og bandarískra stjórnvalda hefja í dag viðræður um stöðu og þróun mála í Úkraínudeilunni. Viðræðurnar fara fram í Genf í Sviss og eiga að standa í viku. Á þeim tíma munu Rússar einnig ræða við fulltrúa Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Fulltrúar bæði Rússa og Bandaríkjamanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekkert gefa eftir af kröfum sínum í viðræðunum.
09.01.2022 - 05:26
Hætt að rannsaka fjárreiður fyrrverandi Spánarkonungs
Saksóknarar í Sviss eru hættir að rannsaka meintar mútugreiðslur til Jóhanns Karls, fyrrverandi Spánarkonungs, í tengslum við lagningu járnbrautar milli borganna Mekka og Medína í Sádi-Arabíu. Hann er grunaður um að hafa þegið níutíu milljónir evra fyrir að hafa haft milligöngu um samninga vegna verksins.
13.12.2021 - 14:50
Svisslendingar samþykktu sóttvarnalöggjöf
Meirihluti svissneskra kjósenda lýsti í gær stuðningi við lagasetningu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss um löggjöf sem meðal annars heimilar stjórnvöldum að meina fólki aðgang að ýmsum viðburðum þar sem margir koma saman nema það sé fullbólusett gegn COVID-19, hafi fengið sjúkdóminn og náð sér eða geti framvísað nýju, neikvæðu COVID-19 prófi.
29.11.2021 - 06:20
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Þjóðaratkvæðagreiðsla um hinsegin hjónabönd í Sviss
Tæpir tveir þriðju kjósenda samþykktu hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu sem lauk í Sviss morgun, samkvæmt fyrstu útgönguspám. Búist er við að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verði tilkynntar á næstu klukkutímum.
26.09.2021 - 11:50
Fjöldi ríkja lýsir áhyggjum af örlögum afganskra kvenna
Evrópusambandið, Bandaríkin og 18 önnur ríki lýsa í sameiningu miklum áhyggjum af örlögum afganskra stúlkna og kvenna. Ríkin hvetja stjórn Talibana til að tryggja öryggi kvenna.
Fundu 62.800 milljarða aukastafi pís
Með aðstoð ofurtölvu hefur svissneskum vísindamönnum við Graubuenden háskólann tekist að finna út metfjölda aukastafa fastans pí. Guardian hefur eftir vísindamönnunum að þeir hafi fundið 62.800 milljarða aukastafa við fastann, nærri 13 þúsund milljörðum fleiri en fyrra heimsmet.
17.08.2021 - 06:35
Svissnesk börn og ungmenni fá bóluefni Moderna
Svissnesk börn og ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára verða bólusett gegn COVID-19 með bóluefni Moderna. Næstum helmingur landsmanna telst fullbólusettur.
Loftslagsaðgerðasinnar lokuðu bönkum
Loftslagsaðgerðasinnum tókst að valda nokkrum usla í Zurich í Sviss í dag. Á fjórða tug félagsmanna tvennra samtaka, Extinction Rebellion og Climate Strike, tóku sér þá stöðu fyrir utan aðalinngang bankanna UBS og Credit Suisse og meinuðu fólki inngöngu.
02.08.2021 - 12:40
Fleiri en 1300 enn saknað á flóðasvæðum
Hið minnsta 150 eru látin og fleiri en 1300 er enn saknað í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Yfirvöld í vesturhluta Þýskalands eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.
17.07.2021 - 12:13
Fimm létust í flugslysum í Ölpunum um helgina
Fimm létust í tveimur flugslysum í svissnesku Ölpunum um helgina og lögregla rannsakar nú hvort slysin tvö tengist með einhverjum hætti. AFP fréttastofan greinir frá.
14.06.2021 - 19:14
Svisslendingar vilja ekki banna notkun meindýraeiturs
Svisslendingar felldu tillögu um að banna notkun meindýraeiturs í kvöld. Bannið hefði náð til notkunar á bóndabýlum, í görðum og í hvers kyns fæðuvöruframleiðslu. Almenningur í Sviss kaus um málið í dag.
13.06.2021 - 21:09
Spegillinn
Samskipti Sviss og ESB í uppnámi
Samskipti Svisslendinga og Evrópusambandsins eru nú í uppnámi eftir að Svisslendingar slitu viðræðum sínum við sambandið eftirt 7 ára samningaþóf. Svisslendingar kusu á sínum tíma að fara sínar eigin leiðir í samningum við Brussel en það hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig.
31.05.2021 - 16:59
Andlát sendiráðsstarfsmanns í Íran rannsakað
Rannsókn er hafin á andláti starfsmanns svissneska sendiráðsins í Teheran. Lík starfsmannsins fannst við íbúðablokk, þaðan sem talið er að hann hafi fallið af sautjándu hæð.
05.05.2021 - 06:05
Guterres stýrir viðræðum Kýpurgrikkja og Kýpurtyrkja
Leiðtogar grískra og tyrkneskra Kýpverja funda í Genf í Sviss dagana 27. til 29. apríl næstkomandi um endursameiningu eyjarinnar, undir stjórn Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.
Róstusöm mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Sviss
Lögregla beitti í gær táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum til að leysa upp róstusöm mótmæli í svissnesku borginni St. Gallen gegn sóttvarnaaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hundruð mótmælenda, jafnvel um eða yfir 1.000 manns, tóku þátt í mótmælunum að kvöldi föstudagsins langa, samkvæmt svissneska dagblaðinu Tagblatt.