Færslur: Suður Kórea

Fellibylurinn Maysak skellur á Kóreuskaga
Hið minnsta ein kona er látin og yfir tvö þúsund hafa þurft að leita skjóls eftir að fellibylurinn Maysak kom að landi á suðurstönd Suður-Kóreu. Það er í annað sinn í sömu vikunni að fellibylur gengur yfir Kóreuskaga.
03.09.2020 - 02:14
Skothríð á kóresku landamærunum
Hermenn Norður-Kóreu og Suður-Kóreu skiptust á skotum á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja í nótt. Í yfirlýsingu frá suðurkóreskum yfirvöldum kemur fram að skot frá Norður-Kóreu hafi hæft varðhús suðurkóreskra hermanna í landamærabænum Cheorwon. Ekkert manntjón varð og enginn slasaðist.
03.05.2020 - 05:33
Lestin
Tónlist sem virðist vera allt og ekkert í senn
Litrík tónlistarmyndbönd, fjölmennar stráka- og stelpusveitir skipaðar fallegu fólki og tónlist sem virðist vera ekkert og allt í senn. Hulda Hólmkelsdóttir leiðir okkur um heim kóreskrar popptónlistar.
04.02.2020 - 10:15
Banaslys á næturklúbbi keppenda á HM í sundi
Tveir létust og sextán slösuðust þegar svalir gáfu sig í næturklúbbi í Gwangju í Suður Kóreu, þar sem fjöldi þátttakenda á heimsmeistaramótinu í sundi var að skemmta sér ásamt öðrum gestum. Þeir sem létust voru heimamenn, eins og sex hinna slösuðu. Átta keppendur á heimsmeistaramótinu voru í hópi tíu erlendra gesta sem slösuðust.
27.07.2019 - 04:47
Eldflaugaskotin „viðvörun til Suður Kóreu“
Kim Jong-un, einræðisherra í Norður Kóreu, segir eldflaugatilraun sem gerð var þar í landi í gær viðvörun til nágrannanna í Suður Kóreu. Segir hann Norður Kóreu ekki eiga annars úrkosti, eins og staðan sé í dag, en að þróa og smíða öflug vopn, landi og þjóð til varnar. Þetta kom fram í norður kóreska ríkissjónvarpinu í morgun, segir í frétt AFP.
26.07.2019 - 03:29
„Harma mjög“ að hafa rofið lofthelgi S-Kóreu
Rússar hafa viðurkennt að ratsjárvél rússneska hersins hafi flogið inn í suður-kóreska lofthelgi í gær, án heimildar, og segja það hafa gerst fyrir mistök. Þetta kemur fram í tilkynningu forsetaskrifstofu Suður-Kóreu. Þar segir að háttsettur yfirmaður í rússneska hernum hafi verið í samskiptum við suður-kóreska varnarmálaráðuneytið vegna málsins og sagst „harma mjög" að vélin skyldi rjúfa lofthelgi Suður Kóreu. Kenndi hann tæknilegum vandkvæðum um mistökin.
24.07.2019 - 06:27
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Rússland · Suður Kórea · Japan · Kína
Trump og Kim tókust í hendur á landamærunum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, hittust í morgun í „friðarþorpinu" Panmunjon á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja „bara til að takast snöggvast í hendur," eins og Trump orðaði það í boði sínu til Kims, en Trump er í opinberri heimsókn í Seúl.
Trump og Kim hittast í nótt
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, ætla að hittast stuttlega á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja innan skamms „bara til að takast snöggvast í hendur," sagði Trump, sem er í opinberri heimsókn í Seúl.
30.06.2019 - 05:15
Hæstiréttur þyngdi refsingu Park Geun-hye
Hæstiréttur Suður-Kóreu þyngdi í dag refsingu Park Geun-hye, fyrrverandi forseta landsins, sem í vor var sakfelld í undirrétti fyrir spillingu og valdníðslu, eftir tíu mánaða réttarhöld. Þar var hún dæmd til 24 ára fangelsisvistar fyrir brot sín. Saksóknari áfrýjaði dómnum og krafðist 30 ára fangelsis, en í morgun kvað hæstiréttur upp þann úrskurð að rétt væri að lengja fangavistina um eitt ár, upp í réttan aldarfjórðung.
24.08.2018 - 03:18
N-Kórea hvikar hvergi frá afvopnunaráætlunum
Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa í engu hvikað frá þeirri ætlun sinni að draga úr vígbúnaði á Kóreuskaganum, og það á einkum við um kjarnavopn. Þessu lýsti Kim Jong-Un, leiðtogi Norður Kóreu, yfir á fundi með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í dag. Ríkisfréttastofa Norður Kóreu greindi frá þessu. Mun Kim hafa lýst því yfir að vilji Norður-Kóreumanna til afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans væri óbreyttur og staðfastur.
01.06.2018 - 02:20
Hóta að hætta við leiðtogafund Kims og Trumps
Stjórnvöld í Norður Kóreu hóta því nú með ótvíræðum hætti að aflýsa fyrirhuguðum leiðtogafundi þeirra Kim Jong-Un og Donalds Trump í júní næstkomandi, ef Bandaríkjastjórn hyggst þrýsta á um að Norður Kórea eyði öllum sínum kjarnavopnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu aðstoðarutanríkisráðherra Norður Kóreu, Kim Kye Gvan, sem flutt var í norður-kóreska ríkissjónvarpinu í morgun.
16.05.2018 - 05:20
Norður-Kórea á mannamáli
Kjarnorkusprengjur, friðarsamningar og Kim Jong-un, það er svo mikið sem að virðist vera í gangi í hinu framandi landi Norður-Kóreu að það er eiginlega ómögulegt að skilja það ekki nógu vel.
08.05.2018 - 15:40
N-Kórea segir Bandaríkin afvegaleiða umræðuna
Stjórnvöld í Norður Kóreu segja að áform um að fjarlægja öll kjarnorkuvopn af Kóreuskaganum þýði ekki að þau hafi látið undan þrýstingi og refsiaðgerðum sem Bandaríkin höfðu forgöngu um. Norður Kórea varar Bandaríkin við því að afvegaleiða umræðuna.  
06.05.2018 - 16:03
Vill aðstoð Sþ við kjarnorkueftirlit í N-Kóreu
Moon Jae-In, forseti Suður Kóreu, hefur farið þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar, að samtökin hafi eftirlit með boðaðri lokun á kjarnorkutilraunasvæði Norður Kóreu. Þá er einnig farið fram á aðstoð samtakanna við að breyta hlutlausa svæðinu á landamærum ríkjanna í það sem kallað er „friðarsvæði.“ Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, greindi frá þessu.
02.05.2018 - 01:44
Kóreuríkin undirbúa leiðtogafund
Stjórnvöld í Norður Kóreu hafa samþykkt að efna til viðræðna við nágranna sína í Suðri í næstu viku, þar sem leggja á línurnar fyrir leiðtogafund Kóreuríkjanna seint í apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti sameiningarmála í Seúl. Bæði ríki munu senda þrjá háttsetta stjórnmála- og embættismenn á undirbúningsfundinn, sem halda skal í Panmunjom-þorpinu á hlutlausa svæðinu við landamæri ríkjanna, þar sem viðræður sem þessar eru gjarnan haldnar.
24.03.2018 - 03:59
Myndskeið
Minnst 41 fórst í sjúkrahúsbruna
Minnst 41 fórst í eldsvoða á sjúkrahúsi í borginni Miryang í Suður Kóreu árla föstudagsmorguns. Yonhap-fréttastofan hefur þetta eftir slökkviliðsmönnum á vettvangi. Þrettán eru í lífshættu eftir brunann, að sögn yfirvalda, og um sextíu til viðbótar slösuðust minna. Allir sjúklingar voru fluttir úr Sjeong-sjúkrahúsinu og sambyggðu hjúkrunarheimili þegar eldurinn braust út, um eða yfir 200 manns.
26.01.2018 - 02:32
Kjarnorkuafvopnun forsenda friðar á Kóreuskaga
Forseti Suður Kóreu, Moon Jae-In, segist reiðubúinn að ræða við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður Kóreu, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, og ítrekar að kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans sé markmiðið og „leiðin að friði." Á fréttamannafundi snemma á miðvikudagsmorgun, daginn eftir fund erindreka Norður- og Suður Kóreu, sagði Moon mikilvægt að vinna áfram að því að tryggja að leikarnir í febrúar yrðu „friðar-Ólympíuleikar" því brýnt sé að leysa kjarnorkudeiluna á Kóreuskaganum með friðsamlegum hætti.
10.01.2018 - 03:49
N-kóreskur hermaður birtist í þokunni
Norður-kóreskur hermaður flúði suður yfir landamærin í dag, að sögn suður-kóreska varnarmálaráðuneytisins. AFP fréttastofan segir hermanninn hafa farið yfir vopnlausa svæðið á milli ríkjanna. Þetta er fjórði hermaðurinn sem flýr til Suður-Kóreu á árinu.
21.12.2017 - 02:15
Umfangsmikil heræfing hafin á Kóreuskaganum
Herir Bandaríkjanna og Suður Kóreu hófu í morgun umfangsmestu, sameiginlegu heræfingu sína á Kóreuskaganum frá upphafi, með aðaláherslu á lofthernað. Norður-kóresk stjórnvöld fordæma æfinguna, segja hana hreina ögrun og til þess fallna að auka líkur á kjarnorkustríði. Heræfingin mun standa yfir í fimm sólarhringa. 230 loftför af ýmsu tagi taka þátt í henni, þar á meðal F-22 Raptor orustuþotur, sem sjást illa eða ekki á ratsjá. Þá taka tugir þúsunda hermanna á jörðu niðri þátt í æfingunni.
04.12.2017 - 05:19
Efast um nákvæmni norður-kóreskra eldflauga
Engar sannanir eru fyrir því að Norður-Kóreumenn búi yfir þeirri tækni sem til þarf, til að skjóta kjarnaoddum um langan veg með eldflaugum af einhverri nákvæmni. Þetta fullyrða hernaðarsérfræðingar í Suður-Kóreu. Í tilkynningu frá suður-kóreska varnarmálaráðuneytinu í morgun er staðfest að eldflaugin, sem nágrannar þeirra í norðri skutu á loft fyrir skemmstu, geti flogið allt að 13.000 kílómetra vegalengd. Nánast allt bandaríska meginlandið er innan þeirra marka.
01.12.2017 - 06:21
Norður Kórea „fullgilt kjarnorkuveldi“
KIm Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, lýsti því yfir í morgun að eldflaugatilraun gærdagsins sýndi það og sannaði að Bandaríkin öll væru nú í skotfæri Norður-Kóreuhers og ríkið þar með orðið „fullgilt kjarnorkuveldi". Langdræg eldflaugin sem Norður-Kóreuher skaut á loft í gær náði mest 4.475 kílómetra flughæð, þeirri mestu sem vitað er til að norður-kóresk eldflaug hafi náð.
29.11.2017 - 05:20
Æsilegur flótti hermanns til Suður-Kóreu
Myndband af flótta norður-kóresks hermanns yfir landamærin til Suður-Kóreu fyrr í mánuðinum sýnir æsilegan eltingarleik. Fjöldi hermanna elti manninn að landamærunum og skaut á eftir honum. Einn hermannanna fór inn á hlutlaust svæði á milli landamæranna og hleypti af á eftir manninum.
22.11.2017 - 05:49
N-Kórea getur átt bjarta framtíð
Bandaríkjaforseti sagði leiðtoga Norður-Kóreu eiga möguleika á því að leiða þjóð sína í átt til bjartari framtíðar láti hann af vopnabrölti sínu. Forsetinn gagnrýndi harðstjórnina í Norður-Kóreu þar sem stjórnvöld komi ekki fram við þjóðina sem jafningja.
08.11.2017 - 05:26
Veður stöðvaði för Bandaríkjaforseta
Þoka kom í veg fyrir að Bandaríkjaforseti gæti komist á vopnlausa svæðið á landamærum Suður- og Norður-Kóreu í gærkvöldi. Talsmenn forsetaembættisins höfðu sagt að forsetinn ætlaði ekki inn á svæðið í opinberri heimsókn sinni til forseta Suður-Kóreu.
08.11.2017 - 02:08
Mótmæltu stefnu Trumps vegna Norður-Kóreu
Þúsundir Suður-Kóreumanna tóku þátt í dag í mótmælum gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og stefnu hans í málefnum Norður-Kóreu. Hann og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, voru sakaðir um að nota ástandið sem upp er komið til að styrkja pólitíska stöðu sína. Fórnarlömbin væru almenningur í Suður-Kóreu sem óttaðist fátt meira en að stríð brytist út á Kóreuskaga. Skorað var á leiðtogana að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu.
05.11.2017 - 10:33