Færslur: Súdan

Mótmælendur drepnir í Omdúrman og Kartúm
Öryggissveitir hers og lögreglu í Súdan drápu minnst þrjá mótmælendur þegar þúsundir söfnuðust saman í nokkrum borgum landsins í gær til að mótmæla valdaráni hersins og viðvarandi valdasetu herforingjastjórnarinnar. Mótmælin á fimmtudag voru fyrstu fjöldamótmælin frá því að Abdalla Hamdok sagði af sér embætti forsætisráðherra.
07.01.2022 - 06:35
Forsætisráðherra Súdans hættir eftir hávær mótmæli
Abdalla Hamdok hefur sagt af sér forsætisráðherraembætti Afríkuríkisins Súdan. Hamdok hefur setið í embætti um rúmlega mánaðar skeið. Honum var vikið úr embætti í lok október þegar herinn, með yfirhershöfðingjann Abdel Fattah al-Burhan, í broddi fylkingar tók öll völd í landinu. Tæpum mánuði síðar færði herstjórnin Hamdok stjórnartaumana að nýju.
02.01.2022 - 22:45
Þrír féllu í mótmælum í Súdan
Þrír voru skotnir til bana þegar þúsundir söfnuðust saman í dag í nokkrum stærstu borgum Súdans til að mótmæla herforingjastjórn landsins. Herinn lét rjúfa allt síma- og netsamband í landinu til að koma í veg fyrir að hægt yrði að skipuleggja aðgerðirnar, en allt kom fyrir ekki.
30.12.2021 - 17:29
Á annað hundrað særðist í mótmælum í Súdan
Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Khartoum höfuðborg Súdans í dag. Öryggissveitir skutu táragasi að mannfjöldanum sem safnaðist saman í miðborginni og talið er að 123 hafi særst meðan á mótmælunum stóð.
Stjórnarandstæðingar boða til útifunda í Súdan í dag
Andófsmenn úr hópi stjórnarandstæðinga í Súdan boða til útifunda í dag til að minnast þess að nákvæmlega þrjú ár eru liðin frá því að einvaldurinn Omar al-Bashir var hrakinn frá völdum. Eins hafa þeir áhyggjur af framvindu lýðræðislegra stjórnarskipta í landinu.
Nær 50 féllu í Darfur-héraði um helgina
Hátt í 50 manns týndu lífinu í blóðugum átökum í hinu stríðshrjáða Darfurhéraði í Súdan um helgina. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Khamis Abdallah, héraðsstjóra í Vesturdarfur. „Átökin blossuðu upp út frá deilum sem leiddu til dráps á sex manneskjum á laugardag, og yfir 40 voru myrt á sunnudag,“ sagði héraðsstjórinn.
07.12.2021 - 02:38
Hvetur súdönsk stjórnvöld til að virða tjáningarfrelsi
Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur stjórnvöld í Súdan til að virða tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla. Hann segir ríkið afar fjandsamlegt í garð blaðamanna.
Mannskæð átök á landamærum Eþíópíu og Súdans
Yfirmenn í súdanska hernum saka Eþíópíumenn um að hafa fellt súdanska hermenn í átökum á umdeildu svæði við landamæri ríkjanna. Í yfirlýsingu sem Súdansher sendi frá sér á laugardag segir að súdanskar hersveitir sem „fengu það verkefni að verja uppskeruna í Al-Fashaqa [hafi orðið fyrir] árás eþíópískra hersveita og vopnaðra hópa sem freistuðu þess að ógna bændum og spilla uppskerutímabilinu.“
29.11.2021 - 04:32
Hamdok tekur við stjórnartaumum í Súdan á nýjan leik
Yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan forsprakki valdaránsins í Súdan og Abdalla Hamdok hafa náð samkomulagi um að sá síðarnefndi taki aftur við stjórnartaumunum í landinu.
Fimmtán féllu í mótmælum í Súdan
Að minnsta kosti fimmtán féllu og tugir særðust þegar þúsundir íbúa Khartoum, höfuðborgar Súdans, komu saman í gær og mótmæltu valdaráni hersins í síðasta mánuði. Mótmælin standa enn. Engan bilbug er að finna á herstjórninni, þrátt fyrir að valdaránið hafi verið fordæmt víða um heim.
18.11.2021 - 12:06
Blóðug mótmæli gegn valdaráninu í Súdan
Fimm eru fallnir og tugir særðir eftir að mörg þúsund íbúar Khartoum, höfuðborgar Súdans, mótmæltu valdaráni hersins frá því í síðasta mánuði. Til stóð að almennir borgarar tækju í dag við stjórnartaumunum í bráðabirgðastjórn landsins af foringjum í hernum.
17.11.2021 - 16:01
Fimm drepin í mótmælum í Súdan
Öryggissveitir í Súdan drápu minnst fimm manns þegar þúsundir söfnuðust saman í höfuðborginni Kartúm til að mótmæla herforingjastjórninni í landinu og valdaráni hennar. Læknasamtök Súdans greindu frá þessu í gær. Al Jazeera sagði frá því að öryggissveitirnar hefðu beitt táragasi til að reyna að leysa mótmælin upp en í tilkynningu læknasamtakanna er fullyrt að útsendarar herforingjastjórnarinnar hafi ekki látið sér táragasið nægja heldur skotið á mannfjöldann með hefðbundnum, banvænum skotfærum.
14.11.2021 - 03:45
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnar Súdan leystir úr haldi
Abdel Fattah Burhan hershöfðingi, leiðtogi valdaráns hersins í Súdan fyrirskipaði í dag að fjórir borgaralegir ráðherrar skyldu látnir lausir. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræddi við hann í dag og krafðist þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju.
Óttast um afdrif súdanskra ráðamanna í haldi hersins
Tugir ríkja krefjast þess að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna boði til neyðarfundar vegna valdaránsins í Súdan í liðinni viku og framgöngu Súdanshers í framhaldinu. Hópur súdanskra lögmanna óttast um afdrif ráðherra og fleiri áhrifamanna sem handteknir voru í valdaráninu og ekkert hefur spurst til síðan.
Netsambandslaust í Súdan í viku
Netsamband er enn ekki komið á í Súdan nema að litlu leyti, viku eftir að herinn tók völdin í sínar hendur. Sambandið var þá rofið og sömuleiðis farsímasamband. Nokkur farsímafyrirtæki hafa tekið til starfa á ný en símtöl rofna iðulega að sögn heimamanna, sem kvarta mjög yfir netleysinu.
01.11.2021 - 16:20
Mótmælendur aftur á kreik í Súdan eftir blóðugan gærdag
Súdanir streymdu aftur út á götur og torg helstu borga Súdans í dag til að mótmæla valdaráni hersins, sem leysti upp bráðabirgðastjórn landsins síðastliðinn mánudag og fangelsaði forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherra og háttsetta embættismenn. Fjöldi fólks hefur mótmælt valdaráninu á degi hverjum frá því á mánudag og aldrei fleiri en í gær, þegar tugir þúsunda mótmæltu í höfuðborginni Kartúm og víðar.
31.10.2021 - 22:41
Herinn hvattur til stillingar meðan á mótmælum stendur
Boðað hefur verið til fjöldafunda í Súdan í dag til að andæfa valdatöku hersins. Valdaráninu hefur verið mótmælt um allan heim en herinn hrifsaði til sín öll völd í landinu 25. október síðastliðinn og handtók fjölda ráðamanna. Öryggissveitir hersins eru hvattar til að sýna stillingu meðan á mótmælum stendur.
30.10.2021 - 03:23
Hörð mótmæli og refsiaðgerðir vegna valdaráns í Súdan
Aukin harka hefur færst í fjölmenn mótmæli súdanskra borgara vegna valdaráns hersins og harka Súdanshers gegn mótmælendum hefur vaxið að sama skapi. Alþjóðasamfélagið hefur líka brugðist hart við valdaráninu, skrúfað fyrir fjárhagsaðstoð og slitið samstarfi við landið.
28.10.2021 - 04:24
Hamduk kominn heim til sín en aðrir enn í haldi
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans, hefur fengið að halda til síns heima. Hann var handtekinn ásamt fjölda annarra ráðherra og háttsettra embættismanna þegar herinn hrifsaði völdin í landinu á mánudag. Aðrir sem handteknir voru eru enn í haldi eftir því sem næst verður komist. Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að koma sér saman um ályktun vegna valdaránsins.
27.10.2021 - 04:57
Öryggisráðið ræðir ástandið í Súdan
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið boðað til fundar síðar í dag vegna valdaráns hersins í Súdan. Forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum og embættismönnum er haldið í stofufangelsi. Æðsti yfirmaður hersins neitar því að um valdarán hafi verið að ræða; einungis hafi þurft að rétta af stefnuna í átt til lýðræðis.
26.10.2021 - 17:44
Krefjast þess að forsætisráðherra Súdans verði sleppt
Ríkisstjórn Abdalla Hamdoks, forsætisráðherra Súdans, krafðist þess í dag að hann yrði látinn laus þegar í stað. Hann var handtekinn í gær ásamt fleiri ráðherrum og hátt settum embættismönnum þegar her landsins hrifsaði völdin. Æðsti yfirmaður hersins upplýsti í dag að Hamdok og eiginkona hans væru heima hjá honum og að þeim yrði sleppt þegar um hægðist eftir valdaránið.
26.10.2021 - 14:45
Bandaríkjastjórn fordæmir valdatöku hersins í Súdan
Bandaríkjastjórn fordæmir valdarán Súdanhers harðlega og krefst þess að borgaralegri stjórn landsins verði færð völdin að nýju. Jafnframt er þess krafist að forsætisráðherra landsins verði umsvifalaust leystur úr haldi.
Sjö látnir og hundruð slasaðir eftir mótmæli í Súdan
Minnst sjö féllu í átökum milli mótmælenda og hersins í Súdan í dag. Um 140 manns eru talin hafa slasast þegar herinn skaut á mótmælendur. Mótmælin urðu í kjölfarið á valdaráni hersins í landinu, þar sem þeir handtóku æstu ráðamenn og rufu fjarskipti. Breska ríkisútvarpið hefur eftir mótmælendum að neyðarástand ríki í landinu eftir valdtökuna.
25.10.2021 - 23:33
Tveir féllu í mótmælum í Súdan
Tveir mótmælendur létust og yfir áttatíu særðust þegar hermenn skutu á fólk sem hafði komið saman til að andæfa valdaráni hersins í Súdan. Óháð samtök súdanskra lækna greindu frá manntjóninu. Herinn tók völdin í sínar hendur fyrr í dag, handtók forsætisráðherra landsins og fleiri ráðamenn og lýsti yfir neyðarástandi um allt land. Æðsti yfirmaður hersins tilkynnti síðar að ný „hæf“ sérfræðingastjórn yrði skipuð til að stjórna landinu þar til kosningar fara fram árið 2023.
25.10.2021 - 16:09
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.