Færslur: Súdan

Styðja við þingkosningar í Líbíu
Egyptar og Túnisar hyggjast veita nágrannaríkinu Líbíu nauðsynlegan stuðning svo halda megi þar þingkosningar í desember. Þetta kom fram á sameiginlegum blaðamannafundi Abdel Fattah Al-Sisi , forseta Egyptalands og Kais Saied forseta Túnis í Kaíró í dag. Forseti Túnis lýsti einnig yfir stuðningi við Egypta í deilum við Eþíópíu vegna virkjana.
10.04.2021 - 16:33
Erlent · Afríka · Stjórnmál · Egyptaland · Túnis · Líbía · Súdan
Aukin spenna milli Súdan og Eþíópíu
Átökin í Tigray-héraði í Eþíópíu og virkjunaframkvæmdir Eþíópíumanna í Bláu-Níl hafa leitt til aukinnar spennu við Súdan. Þá hafa margra áratuga gamlar landamæradeilur milli Súdans og Eþíópíu komið fram á sjónarsviðið á ný. 
16.03.2021 - 11:56
Súdanir taka formlega við friðargæslu í Darfur í dag
Í dag taka Súdanir sjálfir formlega við því hlutverki að gæta friðar í Darfur-héraði þegar friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins hefur brotthvarf sitt þaðan.
Friðargæslulið SÞ fer frá Darfur-héraði um áramótin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að friðargæslulið samtakanna hverfi frá Darfur-héraði í Súdan í árslok og að Súdanir sjálfir fái það hlutverk að gæta friðar og öryggis í héraðinu frá og með fyrsta janúar. Bláhjálmar Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði allar götur síðan 2007 og voru um 16.000 talsins þegar mest var.
Stefnt að friðhelgi Súdan
Frumvarp til laga sem tryggja eiga Afríkuríkinu Súdan friðhelgi var rætt í Bandaríkjaþingi í gær. Súdan hefur lengi verið á svörtum lista Bandaríkjanna yfir ríki sem styðja og stuðla að hryðjuverkum í heiminum.
Súdan tekið af svörtum lista
Súdan hefur verið tekið af lista Bandaríkjastjórnar yfir ríki sem standa á bak við eða styðja hryðjuverkastarfsemi. Sendiráð Bandaríkjanna í Kartúm tilkynnti þetta í morgun. Súdan var á listanum í tuttugu og sjö ár.
14.12.2020 - 09:22
Hjálpargögn komast ekki til Tigray
Alþjóðlegar hjálparstofnanir segjast hafa miklar áhyggjur af nauðstöddum í Tigray-héraði í Eþíópíu. Ekki sé hægt að koma þangað hjálpargögnum þar sem búið sé að banna alla umferð og flutninga til og frá héraðinu vegna bardaga milli stjórnarhersins í Eþíópíu og Þjóðfrelsisfylkingar Tigray-manna.
12.11.2020 - 08:17
Stefnir í eðlileg samskipti milli Súdan og Ísrael
Stjórnvöld í Súdan hafa lýst því yfir vilja til að taka upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael. Á sama tíma tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að Súdan yrði tekið af lista yfir ríki sem styðja við hryðjuverkastarfsemi, slakað yrði á refsiaðgerðum gegn ríkinu og að nú mætti veita því efnahagsaðstoð.
Flugbann yfir virkjunarsvæðinu
Stjórnvöld í Eþíópíu hafa bannað allt flug yfir virkjunarsvæðinu á Bláu Níl, þar sem verið er að reisa stærsta vatnsorkuver í Afríku. Flugmálastjóri Eþíópíu greindi frá þessu í gær og kvað þetta gert af öryggisástæðum, en gaf ekki frekari skýringar.
06.10.2020 - 08:56
Sögulegt friðarsamkomulag í Súdan
Byltingararmur Súdans, SRF, undirritaði í gær sögulegan friðarsamning við stjórnvöld, eftir 17 ára átök. Al Jazeera hefur þetta eftir ríkisfréttastofunni SUNA í Súdan. SRF er bandalag uppreisnarhreyfinga í Darfur í vestri og héraðanna Suður-Kordofan og Bláu Nílar í suðri.
31.08.2020 - 03:37
Stefnir í að Ísrael og Súdan friðmælist
Súdan og Ísrael virðast vera að stíga skref í átt til friðar. Talsmaður utanríkisráðuneytis Súdan sagðist ekki geta neitað að friðarviðræður væru í farvatninu.
Yfir 60 myrt af vígamönnum í Súdan
Yfir 60 óbreyttir borgarar voru myrtir og minnst 60 til viðbótar særðust þegar hundruð vopnaðra manna réðust á smábæ í vesturhluta Darfur-héraðs í Súdan í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar segir að árásarmennirnir hafi ráðist sérstaklega að fólki af Masalít-þjóðinni, myrðandi og meiðandi, og farið ránshendi um heimili þess áður en þeir brenndu þau til kaldra kola.
27.07.2020 - 00:42
Bashir sóttur til saka fyrir valdarán
Í morgun hófust í Kartúm réttarhöld yfir Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta Súdans, og nokkrum fyrrverandi samstarfsmönnum hans, en þeir verða sóttir til saka fyrir valdaránið árið 1989 þegar Bashir komst til valda. 
21.07.2020 - 09:25
Erlent · Afríka · Súdan
Stríðsglæpamaður gefur sig fram
Ali Kushayb, einnig er þekktur sem Ali Muhammad Abdelrahman, hefur ákveðið að gefa sig fram við Alþjóðaglæpadómstólinn. Hann hefur verið ásakaður um hræðileg grimmdarverk í vargöldinni í Darfur-héraði í vesturhluta Súdan.
12.06.2020 - 02:41
30 látnir í átökum þjóðflokka í Súdan
Þrjátíu féllu í átökum tveggja þjóðflokka í Suður-Darfur héraði í Súdan. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að níu hafi fallið í átökum í fyrrinótt, og 21 í gærmorgun þegar átök hófust að nýju. AFP fréttastofan hefur eftir íbúa á svæðinu að deilur um búfjárþjófnað hafi orðið kveikjan að átökunum.
07.05.2020 - 04:18
Umskurn stúlkna gerð refsiverð í Súdan
Stjórnvöld í Súdan samþykktu í vikunni að banna umskurn stúlkubarna. Skal slík limlesting hér eftir teljast refsivert athæfi og falla undir hegningarlög. Viðurlög við broti gegn banninu eru þriggja ára fangelsi og sektir. Baráttusamtök gegn umskurn og limlestingu stúlkna og kvenna fagna lögunum og á vef Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna segir að þau marki tímamót í réttindamálum stúlkna í landinu.
01.05.2020 - 06:55
Tilræði við forsætisráðherra Súdans
Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans, sakaði ekki þegar reynt var að ráða hann af dögum í morgun. Sprengja var sprengd þar sem bílalest forsætisráðherrans fór um höfuðborgina Kartúm. Enginn hefur lýst tilræðinu á hendur sér. 
09.03.2020 - 09:13
Erlent · Afríka · Súdan
Omar al-Bashir framseldur til Hollands
Ráðamenn í Súdan hafa ákveðið að framselja Omar al-Bashir, fyrrverandi forseta landsins, Alþjóða glæpadómstólnum í Haag. Þar bíða hans réttarhöld fyrir stríðsglæpi, þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyni í Darfurhéraði í byrjun aldarinnar.
Leyniþjónustumenn dæmdir til dauða
Dómstóll í Súdan dæmdi í dag 27 leyniþjónustumenn til dauða fyrir að hafa pyntað og myrt stjórnarandstæðing fyrir ári. Sannað þótti að þeir hefðu gengið að mótmælandanum dauðum í aðstöðu leyniþjónustunnar. Þeir verða allir hengdir, samkvæmt niðurstöðu Sadoks Albdelrahmans dómara í Omdurman.
30.12.2019 - 16:01
Ár frá uppreisninni í Súdan
Hátíðahöld eru boðuð í Kartúm, höfuðborg Súdans, í dag, í tilefni þess að eitt ár er síðan mótmæli hófust sem leiddu til að Omar al-Bashir, forseti landsins, var settur af.
19.12.2019 - 07:59
Erlent · Afríka · Súdan
Bashir dæmdur í tveggja ára stofufangelsi
Súdanskur dómstóll dæmdi í gær Omar al-Bashir, fyrrverandi Súdansfoseta, í tveggja ára stofufangelsi á dvalarheimili, fyrir peningaþvætti og misferli í embætti. „Dómstóllinn sakfelldi Omar Hassan Ahmed al-Bashir," sagði dómarinn Al-Sadiq Abdelrahman að réttarhöldum loknum, „og dómstóllinn ákvað að senda hann á betrunar- og dvalarheimili hins opinbera í tvö ár.“ Benti dómarinn á að samkvæmt súdönskum lögum „eigi þau sem náð hafa 70 ára aldri ekki að afplána fangelsisdóma.“
15.12.2019 - 04:11
Fyrrverandi forseti Súdan dæmdur fyrir misferli
Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, var í morgun dæmdur í tveggja ára stofufangelsi í betrunarmiðstöð. Í dómsorði kemur fram að samkvæmt lögum megi ekki dæma fólk sem er orðið eldra en sjötugt til fangelsisvistar. Bashir er 75 ára.
14.12.2019 - 10:34
Fréttaskýring
Forsetinn sem er eftirlýstur fyrir þjóðarmorð
Átta mánaða mótmælaalda í Súdan hrakti forseta landsins úr embætti fyrr á þessu ári. Sá er enn eftirlýstur af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir aðild að þjóðarmorði.
28.09.2019 - 06:30
Vilja Súdan tekið af svörtum lista
Höfuðáhersla verður lögð á að Súdan verði tekið af lista Bandaríkjamanna yfir ríki sem styðja hryðjuverkastarfsemi. Þetta segir Asmaa Abdalla, sem í gær sór embættiseið sem utanríkisráðherra Súdans fyrst kvenna.
09.09.2019 - 10:00
Erlent · Afríka · Súdan
Ný stjórn tekur við í Súdan
Nýtt ráð sem fara á með völdin í Súdan næstu 39 mánuði tekur formlega við í dag. Í ráðinu verða níu karlar og tvær konur, bæði herforingjar og almennir borgarar. 
21.08.2019 - 10:04
Erlent · Afríka · Súdan