Færslur: strandveiðar

444 komnir með leyfi til að stunda strandveiðar
Fleiri ætla að stunda veiðarnar í ár en í fyrra en þá voru leyfin 395. Heimilt er að stunda veiðarnar í 12 daga í mánuði frá maí til ágúst.
Bjartsýnn á að 48 strandveiðidagar verði tryggðir
Allt að 400 bátar gætu haldið til strandveiða þegar tímabilið hefst á mánudaginn. Þótt strandveiðarnar fái nú hærra hlutfall af leyfilegum heildarafla þorsks en nokkru sinni, er útlit fyrir að það dugi ekki til að ljúka veiðitímabilinu.
Vonar að niðurskurður til strandveiða verði leiðréttur
Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segist ætla að beita sér fyrir að fimmtán prósenta niðurskurður á þorskveiðiheimildum til strandveiða verði leiðréttur. Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni.
Þorskkvóti á strandveiðum skorinn niður um 1.500 tonn
Þorskveiðiheimildir til strandveiða verða skertar um 1.500 tonn í ár, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra. Talsmaður smábátaeigenda segir þetta koma verulega á óvart og strandveiðar stöðvist á miðju tímabili verði þetta ekki leiðrétt.
Sjónvarpsfrétt
Strandveiðibátar lönduðu á 51 stað í sumar
Þorskafli smábáta á strandveiðum hefur aukist um 40 prósent undanfarin fimm ár, en tæplega 700 bátar voru við strandveiðar í sumar. Það er krafa smábátasjómanna að geta stundað strandveiðar í fjóra mánuði ár hvert, án þess að hægt sé að stöðva veiðar eins og gert hefur verið tvö undanfarin sumur.
48 dagar á strandveiðum verði festir í lög
Lagasetning sem tryggir strandveiðikerfið til frambúðar var ein helsta krafa Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi þess sem hófst í dag. Framkvæmdastjóri LS segir nýlegar yfirlýsingar frambjóðenda til Alþingis auka bjartsýni.
„Það væri hægt að tryggja strandveiðar út ágúst“
Strandveiðar við Íslandsstrendur verða að óbreyttu stöðvaðar á morgun þegar aflaheimildir klárast, er fram kemur í tilkynningu frá Fiskistofu. Óvenju vel hefur veiðst af þorski í ágúst eða um 70% meira en á sama tíma í fyrra. Örn Pálsson formaður Félags íslenskra smábátaeigenda hefur kallað eftir því að byggðakvóti verði notaður svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar.
Strandveiðiheimildir auknar um nær 1.200 tonn
Strandveiðimenn fá að veiða tæplega 1.200 tonn af þorski í viðbót við það sem þegar hefur verið veitt, samkvæmt reglugerð sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur undirritað.
21.07.2021 - 06:43
Afli strandveiðibáta svipaður og í fyrra
Tæplega fimm þúsund og fimm hundruð tonn af þorski eru komin á land, nú þegar veiðitímabil strandveiða er hálfnað.
01.07.2021 - 12:01
Tóku sig af frumvarpi um strandveiðar
Þrír þingmenn Vinstri grænna tóku sig af lista yfir meðflutningsmenn frumvarps um breytingar á stjórn fiskveiða. Þau óttuðust að málið kynni að spilla samningaviðræðum um þinglok.
11.06.2021 - 15:39
Lagafrumvarp sem tryggja á 48 veiðidaga á strandveiðum
Fimm stjórnarþingmenn hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga sem ætlað er að tryggja strandveiðar í fjörutíu og átta daga í ár. Dugi viðmiðunarafli ársins ekki til þess verði heimilt að færa aflaheimildir til strandveiða úr öðrum kerfum.
Sjónvarpsfrétt
Vestfirskir sjómenn brattir í strandveiðum
Vestfirskir sjómenn eru brattir í strandveiðunum sem ganga vel. Sjómaður í Bolungarvík segir illa gert að jafnvel einn fiskur geti leitt til sektar fyrir umframafla.
07.06.2021 - 10:15
Tillaga til að sporna gegn umframafla á strandveiðum
Landssamband smábátaeigenda vill að sjómenn sem veiða umfram leyfilegan dagskammt á strandveiðum fái tækifæri næsta veiðidag til að leiðrétta skekkjuna. Í maí hefur strandveiðiflotinn veitt rúm 26 tonn umfram leyfilegan afla.
Segir að strandveiðikvótinn geti klárast í júlí
Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir næsta öruggt að kvótinn fyrir strandveiðar klárist áður en tímabilinu lýkur í haust. Nú þegar er búið að veiða rúmlega tólf prósent af heildaraflanum sem gefinn var út fyrir sumarið.
Viðtal
Lætur strandveiðidraum rætast og tekur strákinn með
Stefán B. Sigurðsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, ætlar að láta gamlan draum rætast og hefja strandveiðar í sumar. Hann hefur fest kaup á bát og ráðið son sinn, sem er námsmaður í Svíþjóð, sem háseta. Stefán var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
05.05.2021 - 14:54
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
Framhald strandveiða í september siglir í strand
Fjöldi strandveiðimanna er nú atvinnulaus vegna skorts á aflaheimildum. Ekki virðist samhugur á Alþingi um þá lagabreytingu sem þarf til að opna fyrir strandveiðar í september.