Færslur: stórskotalið

Bretar afhenda Úkraínumönnum öflugan loftvarnabúnað
Forsætisráðherra Bretlands notaði fyrstu heimsókn sína til Úkraínu til að tilkynna um afhendingu búnaðar til loftvarna. Hann heitir því að Bretar standi við bakið á Úkraínumönnum uns sigur vinnst.
Norður-Kóreumenn segjast alsaklausir af vopnasölu
Stjórnvöld í Norður-Kóreu segja ekkert hæft í ásökunum Bandaríkjamanna að þau hafi útvegað Rússum stórskotaliðsvopn og skotfæri. Bandaríkjamenn segjast hins vegar nokkuð sannfærðir.
Fyrrverandi fangar kvaddir til herþjónustu
Rússneskir eiturlyfjasalar og morðingjar sem lokið hafa afplánun í fangelsi gætu þurft að sinna herskyldu í ljósi nýrra lagabreytinga. Rússlandsforseti segir um hundrað þúsund hafa gengið til liðs við herinn frá herkvaðningu.
Norður-Kóreumenn halda skothríðinni áfram
Norður-Kóreumenn héldu uppteknum hætti í nótt við stanslausa stórskotahríð að hlutlausu hafsvæði milli Kóreuríkjanna tveggja. Gríðarmörg eldflaugaskot þeirra undanfarið hafa vakið talsverðan ugg, einkum misheppnuð tilraun með langdræga flaug.
Zelensky kallar eftir stuðningi við NATÓ-aðild Úkraínu
Úkraínuforseti kallar eftir stuðningi leiðtoga Evrópuríkja við umsókn um aðild Úkraínu að Atlantshafsbandalaginu. Hann lýsir Rússlandi sem því ríki veraldar sem andsnúnast sé Evrópu.
Armenar segja Asera við það að ráðast inn í landið
Hersveitir frá Aserbaísjan virðast í þann mund að ráðast inn á landsvæði undir stjórn Armeníu samkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins nú í nótt. Vopnuðum sveitum ríkjanna hefur lent saman við landamærin og þegar er talið að nokkrir séu fallnir í þeim átökum.
Væringar við landamæri Armeníu og Aserbaísjan
Nokkrir hermenn úr liði Asera eru sagðir fallnir í átökum við landamærin að Armeníu. Stjórnvöld hvors ríkis saka hitt um að eiga upptökin að væringunum.

Mest lesið