Færslur: stjórnarskrá

Myndskeið
Guðna hugnast hugmyndir um sex ára kjörtímabil
Guðni Th. Jóhannesson var settur inn í embætti forseta Íslands við látlausa athöfn í Alþingishúsinu í dag. Hann hefur þar með sitt annað kjörtímabil.
Til í að skoða að kosningaaldur miðist við fæðingarár
Forsætisráðherra vonast til að ljúka vinnu við ný stjórnarskrárfrumvörp í september en 214 umsagnir bárust um frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í samráðsgátt stjórnvalda. Hún á ekki von á að allir flokkar standi á bak við tillögur hennar.
25.07.2020 - 18:24
Myndskeið
Kynntu niðurstöður rökræðukönnunar
Helstu niðurstöður rökræðukönnunar um stjórnarskrá voru kynntar í Veröld í morgun. Félagsvísindastofnun, Öndvegisverkefnið lýðræðisleg stjórnarskrárgerð og Center for Deliberative Democracy héldu fundinn.
25.01.2020 - 13:32
Spyr hvort samstaða sé á Alþingi um nýtt kvótakerfi
Þingmenn spurðu forsætisráðherra um fyrirhugað auðlindaákvæði og umbætur á kvótakerfinu í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Forsætisráðherra sagði að það væri mikilvægt að sem breiðust samstaða skapaðist um að auðlindir væru eign þjóðarinnar og enginn gæti fengið þær afhentar með varanlegum hætti. „Þá væri kannski hugsanlega hægt að grafa þá þrætu, varanlega í íslenskri pólitík, ef Alþingi gæti komi sér saman um að samþykkja slíkt ákvæði.“
Samherjamálið kalli ekki á grundvallarbreytingar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir það ekki trufla sig persónulega að einhverjir hafi hagnast á kvótakerfinu. Að hans mati kalli Samherjamálið ekki á nýja stjórnarskrá eða grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem hann telur vel heppnað í öllum aðalatriðum. Hins vegar komi til álita að stærri útvegsfyrirtæki verði látin lúta sömu kröfum og fyrirtæki á markaði eða að þeim verði gert að skrá sig á markað, nái þau ákveðinni stærð.
Myndband
Mótmælendur krefjast nýrrar stjórnarskrár
Mótmæli hófust á Austurvelli á öðrum tímanum í dag. Fjöldi mótmælenda er þar saman kominn. Krafist er afsagnar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna nýtist til uppbyggingar samfélagsins og til að „tryggja mannsæmandi lífskjör allra“.
23.11.2019 - 15:13
„Ég efast um trúverðugleika ferlisins“
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum í dag út í rökræðukönnun um stjórnarskrána um helgina. „Hvað telur forsætisráðherra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ Forsætisráðherra segir fund helgarinnar mikilvæga tilraun í samráði við almenning til viðbótar við þá vinnu sem formenn flokkanna hafi unnið við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á kjörtímabilinu.
11.11.2019 - 16:50
Ólíkar skoðanir á fundi um endurskoðun stjórnarskrár
Á þriðja hundrað manns ræða og fræðast um endurskoðun á nokkrum atriðum stjórnarskrárinnar um helgina. Fundurinn nefnist rökræðukönnun. Þarna eru engir jábræður, heldur fólk með ólíkar skoðanir og bakgrunn. 
09.11.2019 - 19:20
Myndskeið
Biskup ræðir aðskilnað við dómsmálaráðherra
Biskup Íslands ætlar í næstu viku að ræða við dómsmálaráðherra um framtíð sambands ríkis og kirkju. Hún segir að samband kirkjunnar við þjóðina sé mikilvægara en samband hennar við ríkið. Þjóðin eigi að ráða hvernig áframhaldandi sambandi verði háttað og hvort kirkjan verði áfram þjóðkirkja.
08.11.2019 - 12:36
Ærumeiðingar verða ekki refsiverðar
Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um bætur vegna ærumeiðinga. Það felur í sér að ærumeiðingar varða ekki lengur við hegningarlög og verða því ekki refsiverðar.
Samantekt
Deilt um Suðurnesjalínu 2 í sex ár
Landsnet leggur til að Suðurnesjalína 2 verði að mestu í lofti en ekki lögð í jörð. Matsskýrsla þess efnis bíður samþykkis hjá Skipulagsstofnun. Framkvæmdir eigi að hefjast að nýju á næsta ári. Deilt hefur verið um lagningu línunnar frá því Landsnet fékk heimild fyrir henni árið 2013.
Viðtal
Mikill áfangi í stjórnarskrármálinu
Forsætisráðherra segist vera bjartsýn á að breytingar á stjórnarskrá fari fyrir Alþingi á þessu kjörtímabili. Hún átti fund með formönnum flokka á Alþingi í dag. „Formenn flokkanna lögðust ekki gegn því að þessi ákvæði færu í samráðsgáttina á þessu stigi. Þau eru ekki auðvitað ekki endanleg. Við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim,“ segir Katrín. „En það leggst enginn gegn því að þessi ákvæði fari núna í opið samráð og það er auðvitað mikill áfangi“.
Tvær breytingar á stjórnarskrá í samráðsgátt
Tvö frumvörp hafa verið sett inn á samráðsgátt stjórnvalda um breytingar á stjórnarskrá Íslands. Annað snýr að umhverfisvernd en hitt að auðlindum í náttúru Íslands. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að gerð verði skoðanakönnun um þessi mál síðar á þessu ári sem og rökræðukönnun. Hægt verður að skila umsögn um þessi tvö álitamál til 30. júní.
10.05.2019 - 17:26
Djassútgáfa af þjóðsöngnum?
11 þingmenn vilja að fjórar af sex lagagreinum um þjóðsönginn verði felldar niður. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir að þær standist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Hann segir ekkert að því að búa til djassútgáfu af þjóðsöngnum.
13.12.2018 - 16:52
Stýrir endurskoðun stjórnarskrár
Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tekið við stöðu verkefnisstjóra vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Greint er frá þessu í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
02.02.2018 - 16:33
Stjórnarskrármálið verði rætt í upphafi árs
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að óska eftir fundi með formönnum allra flokka á Alþingi strax eftir áramót til að stjórnarskrármálið. Hún vonast til að hægt verði að sammælast um það ferli sem hægt verði að setja vinnu við stjórnarskrárbreytingar í, sérstaklega þar sem afar ólík sjónarmið séu á Alþingi til þeirra breytinga.
19.12.2017 - 14:07
Reyna að komast að samkomulagi um framhaldið
Reyna á til þrautar að komast að samkomulagi um framhald þingstarfa á fundi formanna allra flokka á Alþingi með forseta þingsins eftir hádegi.
20.09.2017 - 13:21
Fréttaskýring
Endalok ferlisins sem hófst eftir hrun
Heimild til breytingar stjórnarskrárinnar með þjóðaratkvæðagreiðslu rennur út í dag, án þess að á hana hafi reynt. Þar með má segja að stjórnarskrárferlinu sem hófst eftir kosningar 2009 ljúki formlega. Heimildin var umdeild. Formenn þriggja flokka sem stóðu að henni kváðu hana nauðsynlega til að geta byggt á tillögum stjórnlagaráðs að þingkosningum loknum. Sumir baráttumenn fyrir stjórnarskrárbreytingum töldu heimildina sönnun um svik, að stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs yrði fórnað.
30.04.2017 - 07:40
Vill að Alþingi endurskoði Landsdóm
Brynjar Níelsson, formaður eftirlits- og stjórnskipunarnefndar Alþingis, tekur undir með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um að endurskoða verði fyrirkomulag um Landsdóm. Reynslan af Landsdómsmálinu þar sem Geir H. Haarde var ákærður einn stjórnmálamanna hafi verið ákaflega slæm.
06.03.2017 - 12:46
Kosningapróf: Heildarendurskoðun stjórnarskrár
Sjö af hverjum tíu sem tekið hafa þátt í kosningaprófi RÚV telur að ljúka eigi heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á kjörtímabilinu. 23 prósent eru því ósammála. 
26.10.2016 - 13:57
Stjórnarskrármálið: „Ömurlegt að fylgjast með“
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að það hafi verið ömurlegt að fylgjast með Framsókn og Sjálfstæðisflokki á síðasta kjörtímabili í baráttu þeirra gegn stjórnarskrá fólksins, sem stjórnlagaráð samþykkti. Sú stjórnarskrá hafi ekki verið róttæk heldur málamiðlun.
01.09.2016 - 17:34
„Gluggi til að breyta stjórnarskránni“
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir að nú sé lag að breyta stjórnarskránni, annars verði að bíða í rúmt kjörtímabil ef þingið vill breyta henni. Undanþága sem kveður á um að þingið þurfi aðeins að samþykkja breytingar einu sinni og svo þjóðaratkvæðagreiðsla í kjölfarið rennur út nú í október.
26.08.2016 - 16:40
Mikilvægt að þingið ræði stjórnarskrárfrumvarp
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á stjórnarskránni með þremur nýjum greinum um umhverfisvernd, náttúruauðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Ríkisstjórnin stefnir að því að afgreiða stóru málin og leggja fram frumvarp um breytingar á almannatryggingakerfinu á þessu þingi. 
25.08.2016 - 12:28
Sigurður Ingi einn með stjórnarskrárfrumvarp
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra lagði fram frumvarp um breytingar á stjórnarskrá við upphaf þingfundar í morgun. Samkvæmt því myndu bætast við ákvæði um náttúruvernd, þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðareign á auðlindum eins og rætt var í stjórnarskrárnefnd sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði í upphafi kjörtímabilsins. Ekkert samkomulag er þó um frumvarpið sem forsætisráðherra lagði fram í morgun og því er það aðeins lagt fram í hans nafni.
25.08.2016 - 11:17
Vilja víðernið í stjórnarskrá
Landvernd telur að útfæra þurfi ýmislegt betur í tillögum stjórnlaganefndar um vernd náttúru og umhverfis. Samtökin leggja til að kveðið verði sérstaklega á um vernd víðerna á hálendinu til framtíðar.
10.03.2016 - 16:10