Færslur: stjórnarskrá

Obrador þarf ekki að yfirgefa forsetastólinn
Andres Manuel Lopez Obrador forseti Mexíkó þarf ekki að yfirgefa forsetastól landsins fyrr en árið 2024. Fyrstu tölur í atkvæðagreiðslu um hvort hann skuli sitja úr kjörtímabilið eða láta þegar af embætti sýna að 90 til 93 prósent þeirra sem greiddu atkvæði vilja hafa hann áfram við völd.
Dómari í Texas bannar rannsókn á foreldrum transbarna
Með úrskurði dómara verður tímabundið komið í veg fyrir að yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum megi rannsaka foreldra transbarna og -unglinga í ríkinu. Dómari sagði reglugerð Gregs Abbott ríkisstjóra fara í bága við stjórnarskrá ásamt því að hún ylli transbörnum og foreldrum þeirra óbætanlegum skaða.
Þýskaland
Endurkjör Steinmeiers talið býsna öruggt
Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands þykir nokkuð öruggur um að ná endurkjöri í dag. Þingmenn á sambandsþinginu kjósa forsetann ásamt jafnmörgum fulltrúum þinga hvers sambandsríkis.
Bandaríkin slíta viðskiptasamningi við þrjú Afríkuríki
Þrjú Afríkuríki njóta ekki lengur kosta tolla- og viðskiptasamnings við Bandaríkin vegna mannréttinda- og stjórnarskrárbrota. Bandarísk yfirvöld bjóðast til að aðstoða ríkin við að uppfylla skilyrði samningsins að nýju.
Japanska keisaraættin í erfðaklemmu
Hætta getur verið á að keisaraættin í Japan deyi út vegna skorts á arftökum. Karlmenn einir mega gegna þessu embætti enn sem komið er. Almenningur hefur sýnt því áhuga að breyta þeirri reglu og embættismannanefnd skilaði nýverið hugmyndum að nýjum leiðum.
30.12.2021 - 05:24
Dómstóll setur tímabundið lögbann á skyldubólusetningu
Alríkisdómstóll í Louisiana í Bandaríkjunum hefur sett bráðabirgðalögbann á tilskipun Biden-stjórnarinnar þess efnis að allir heilbrigðisstarfsmenn í landinu skuli skyldaðir til bólusetningar gegn COVID-19. Í niðurstöðu dómsins kemur fram ríkur efi um að skyldubólusetning standist ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna.
„Með löggjafa sem ákvað að gera lögbrot að sínum“
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata segir þá ákvörðun Alþingis vera vonbrigði að láta seinni talningu í þingkosningunum standa. Hún segir málið snúast um hvort hægt sé að treysta niðurstöðum kosninga og sem ekki sé hægt að gera að þessu sinni.
Stjórnarskrá Bandaríkjanna seld á uppboði
Upprunalegt prentað eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby's uppboðshúsinu í gær fyrir 43 milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi ríflega 5,6 milljarða íslenskra króna.
19.11.2021 - 03:32
Sjö sækjast eftir forsetaembætti í Síle
Sjö sækjast eftir forsetaembættinu í Suður-Ameríkuríkinu Síle en forsetakosningar verða haldnar í landinu næstkomandi sunnudag. Sömuleiðis verður kosið til neðri deildar þingsins og helmings öldungadeildarinnar.
Fyrsta aftakan í Oklahóma síðan 2015
Fangi var tekinn af lífi í Oklahóma-ríki í Bandaríkjunum í gær. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri ákvörðun um frestun aftökunnar við en styr stendur um öryggi lyfjablöndu sem notuð er við aftökur í ríkinu.
Upptöku Bitcoin og lagabreytingum mótmælt í El Salvador
Þúsundir íbúa Mið-Ameríkuríkisins El Salvador mótmæltu í gær ákvörðun stjórnvalda að taka rafmyntina Bitcoin upp sem lögeyri í landinu í síðustu viku. Eins er hörð andstaða við lagabreytingar sem óttast er að ógni lýðræði í landinu.
Annar úrskurður varðandi lögmæti þungunarrofs í Mexíkó
Hæstiréttur í Mexíkó úrskurðaði í gær að lög í Sinaloa-ríki varðandi þungun og réttindi þungaðra séu á skjön við stjórnarskrána. Þetta er í annað sinn í vikunni sem hæstiréttur í Mexíkó eykur réttindi kvenna í landinu til þungunarrofs.
Þinglok ekki ákveðin enn - kapp lagt á að finna lausn
Þingflokksformönnum hefur ekki tekist að komast að samkomulagi um þinglok. Nú sitja formennirnir á fundi þar sem allt kapp er lagt á að finna lausn sem allir geti sætt sig við.
Starfslok miðist við áhuga, færni og getu en ekki aldur
Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarkslífeyrir skal aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Þetta er meðal þess sem fram kemur í áhersluatriðum eldra fólks fyrir komandi Alþingiskosningar.
Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Skerðingar brot á stjórnarskrá og mannréttindasáttmála
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því á þriðjudag að máli þriggja félaga Gráa hersins gegn Tryggingastofnun og íslenska ríkinu verði vísað frá dómi. Ríkið hélt uppi þeim rökum að þau skorti lögvarða hagsmuni í málinu. 
Myndskeið
Auðlindaákvæðið umdeilt á Alþingi — Katrín segist ánægð
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingar á stjórnarskrá á Alþingi í dag en frumvarpið leggur hún fram ein. Katrín segist bjartsýn á að sátt náist en Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er ekki sammála og segir mikilvægt að nýtingarheimildir séu tímabundnar.
03.02.2021 - 19:44
Fagnar frumvarpi en bíður með stuðningsyfirlýsingu
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnar frumvarpi forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá en er þó ekki tilbúinn að lýsa yfir stuðningi við málið að svo stöddu. Frumvarpið gerir ráð fyrir nýju auðlindaákvæði og þá verður kjörtímabil forseta Íslands lengt úr fjórum árum í sex.
23.01.2021 - 19:15
Enn er Pence brýndur til beitingar 25. viðaukans
Katherine Clark, varaforseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, brýnir Mike Pence varaforseta til að standa við stjórnskipulegar skyldur sínar og grípa til 25. viðauka stjórnarskrárinnar. Hún segir það fljótlegustu leiðina til að gera Donald Trump brottrækan úr forsetaembættinu.
Trump og Pence funda í fyrsta sinn eftir árásina
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Mike Pence varaforseti töluðu saman í dag fyrsta sinni eftir árás áhangenda forsetans á þinghúsið. CNN fréttastofan hefur þetta eftir tveimur embættismönnum í Hvíta húsinu. Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta mjög á Pence að víkja Trump úr embætti forseta.
Þingið tilbúið til ákæru verði ekki af brottvikningu
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að á morgun, mánudag, verði gerð samþykkt í þinginu um að ríkisstjórnin hlutist fyrir um að Donald Trump Bandaríkjaforseta verði vikið úr embætti á grundvelli 25. viðauka stjórnarskrárinnar.
Mike Pence andvígur því að víkja Trump úr embætti
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er andvígur því að beita því ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar brottvikningu forsetans. Fjöldi Demókrata og nokkur hópur Repúblikana hefur lagt hart að honum að fara þá leið.
Þingmenn Demókrata krefjast embættissviptingar Trumps
Þingmenn Demókrataflokksins í dómsmálanefnd þingsins sendu Mike Pence varaforseta bréf í kvöld þess efnis að að beita skyldi 25. viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna gagnvart Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sá viðauki heimilar að forseta sé vikið frá teljist hann af einhverjum orsökum óhæfur að gegna embætti sínu.
Sigurður Ingi styður frumvörp forsætisráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, styður frumvörp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá og segist tilbúinn til að vera meðal flutningsmanna þeirra. „Við framsóknarmenn erum tilbúnir til þess að fjalla á jákvæðan hátt um þetta og ég get því vel hugsað mér að vera flutningsmaður að þessum frumvörpum,“ segir Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu.
12.11.2020 - 16:57
Umræða um stjórnarskrá stærri en einstaka flokkar
Forsætisráðherra vill láta reyna á hvort meiri sátt náist um stjórnarskrárbreytingar innan veggja þingsins. Þingmenn verði að átta sig á að málið sé stærra en einstaka flokkar.
11.11.2020 - 22:01